Lögberg - 13.06.1929, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.06.1929, Blaðsíða 6
Bls. 8. LÖGBERG FIMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1929. Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. tíma, og við syntum þar -sem okkur var sagt, að va-tnið væri sextíu feta djúpt. En það var það nú ekkj samt, ekki svipað því. Stundum svik- umst við um að fara á skólann og rérum út á sjó að fiska. Aumingja Cal. Hann var beztur af okkur öllum að fiska. Marnxna hans vildi ekki láta hann synda í sjónum. Og þegar hana grunaði, að hann hefði gert það, þá lét hún hár- ið á honum upp í sig tjl að finna, hvort ekki væri saltbragð af því, og ef hún fann það, þá barði hún hann með ól. En hann passaði sig nokkuð vel og fór í kring um gömlu konuna. Það var mikið lán, að hann var ógiftur, fyrst hann á nú að vera í fangelsi í tuttugu ár. “Eg dansaðji stundum við Chester John- son,,? sagði Saxon. “Og eg hefi lengi þekt konuna hans, Kitty Brady. Við unnum saman í gamla daga. Hún er farin til San Francisco, til sysitur sinnar, sem er gift þar. Hún er kom- in langt á leið. Hún var einstaklega falleg stúlka, og piltarnir voru vitlausir eftir henni.” Þessir hörðu dómar höfðu afar ill áhrif á verkamennina. 1 stað þess að auðmýkja þá og skjóta þeim skelk í brjngu, æstu þeir þá og hertu enn meir en áður. Meðan Willi var heima hjá Saxon, og hún hjúkraði honum með mikilli ná- kvæmni, bötnuðu geðsmunir hans mikið um stund. En þegar hann var gróinn sára sinna, sótti aftur í sama farið. Tal hans varð alt svipað því, sem áður hafði verið, og hann var enn meira að heiman og drakk enn meira en áður. Saxon leið afar illa. Hún var kvíðafull og gerði sér allskonar hugmyndir um einhvers- konar ólán, sem yfir vofðj. Stundum fanst henni hún sjá fyrir hugskotssjónum sínum Willa borinn heim til hennar á sjúkrabörum. Stundum fanst henni, að hún mundi fá fréttir um, að maðurinn hennar hefði verið fluttur á spítalann, eða þá útfararstofuna. Stundum leiddi ímvndunaraflið hana jafnvel svo langt, að hún sá íbúðarhús einhvers af eigendum fé- lagsins, sem Willi vann hjá, sprengt í loft upp og hún sá Willa í fangabúningi, og hún sá hann jafnvel á leið til gálgans í San Quentin. Hún sá hqp af blaðamörmum koma hejm til sín og sumir þeirra voru að taka myndir af litla hús- inu hennar. En þrátt fyrir allar hennar ímyndanir um yfirvofandi slys, þá hafði hún þó engan grun um það, sem í raun og veru kom fyrir á heimili hennar. Harmon, maðurinn sem leigði hjá henni, stanzaði ofurlitla stund í eldhúsinu og sagði Saxon frá járnbrautarslysi, sem komið hefði fyrir daginn áður. Áður en liann hafði lokið þeirri frásögn, kom Willi inn. Saxon sá strax, að hann var mikið drukkinn og að hann var í æstu skapi. Hann kastaði ekkj einu sinni á þau kveðju, en stóð kyr og horfði á þau til skiftis. ' Harmon sá, að hér var eitthvað ekki gott í efni, en reyndi að láta ekki á neinu bera. “Eg var rétt að segja konunni þinni” sagði hann, en komst ekki lengra vegna þess, að Willi tók þegar fram í fyrir honum. “Mér er alveg sama, hvað þú varst að segja hennj, en það er nokkuð, sem eg ætla að segja l>ér, og það er það, að konan mín er nú búin að búa of oft um rúmið þitt, þó hún geri það ekki oftar. ” “Hvað gengur að þér, Willi?” kallaði Sax- °n upp yfir sig. Hún blóðroðnaði og það var auðséð, að hún fyrirvarð sig sitórlega fyrir framkomu bónda síns. “Eg veit ekki hvað ]>á átt við,” sagði Har- mon hæglátlega. “Eg vil ekkert hafa með þig að gera, ” sagði Willi. “Farðu bara burtu héðan og komdu aldrei aftur. Skilurðu það?” “Eg veit ekki hvað að honum gengur, ” sagði Saxon við Harmon. “Hann er ekki með öllu ráði. Eg fyrirverð mig stórkostlega og bið afsökunar. ” Willi sneri sér til hennar. “Þú bara þegir, og skiftir þér ekkert af þessu.” “Láttu ekki svona, Willi, ” sagði hún eins stillilega eins og hún gat. “Skiftu þér ekki af þessu. Farðu inn í hitt herbergið. ” “Hvað gengur annars að þér, maður minn?” sagði Harmon. “Þetta svnist vera óþarfa- tal.” “Eg hefi verið of eftirgefanlegur við þig, hingað til,” svaraði Willi. “Eg hefi borgað rentuna skilvíslega hingað til,” sagði Harmon. “Eg aúti að gefa þér duglega á kjaftinn,” svaraði Willi. “Eg sé enga skynsamlega ástæðu til að hlífast við því.” “Ef þú gerir nokkuð í þá átt—” sagði Sax- on með ákafa. “Ertu hér enn? Ef þú vilt ekki fara inn í hitt herbergið með góðu, skal eg sjá um, að l>ú farir þangað engu að síður.” Hann tók utan um báða handleggina ó henni. Ilún reyndi að lasa sig úr höndum hans, en við það herti hann á takinu og hún kendi sárt til í báðum handleggjunum. Það var ekki til neins fyrir hana að veita mótstöðu. I innra herberginu seftist hún niður og grét. En hún heyrði hvað fram fór frammi í eldhúsinu. “Eg verð hérna þangað til í vikulokin,” sagði “Eg þekki báða þessa pilta síðan við vorum unglingar. Við fórum oft að synda eftir skóla- Harmon. “Eg hefi borgað fyrir þessa vik- una. ’ ’ “Það er betra fyrir þig, að fara varlega,” sagði Wilji með lágri en grimmilegri rödd. “Það er betra fyrir þig, að hafa þig burtu sem fyrst, ef þú átt að sleppa ómeiddur og taka með þér það sem þú hefir meðferðis. Þess verður kannske ekki langt að bíða, að eg ráðist á þig.” “Eg veit, að þér er laus höndin” sagði Harmon. Nú var ekkert um að villast, hvað var að gerast frammi í eldhúsinu. Saxon heyrði högg- in greinilega, hvert eftir annað. Þetta stóð þó ekki lengi og Saxon heyrðj að Willi var að sópa eldhúsgólfið, því bollar og diskar og fleira þess konar hafði fallið niður og brotnað. Svo þvoði.hann sér og blístraði meðan hann var að þurka sér um andlitið og hendurnar, og kom svo inn þangað, sem Saxon sat. Hún leit ekki einu sinni á hann. Hún hafði ekki skapsmuni til þess. Hann horfði á hana dálitla stund, eins og hann væri að hugsa sig um. hvað hann ætti að gera. “Eg er að fara niður í bæ,” sagði hann. “Það er fundur í verkamannafélaginu. Ef eg kem ekki aftur, þá er það vegna þess, að þessi náungi klagar mig og lætur taka mig fatsan. ” Hann opnaði dyrnar og stanzaði ofurlitla stund. Hún fann, að hann horfði á hana. Svo heyrði hún, að hann fór út og lokaði hurðinni. Saxon var svo utan við sig, að hún gat ekki fest hugann á neinu. Hún sat þama í stólnum, máttlaus og úrræðalaus, og hún gat eiginlega enga skynsamlega grein gert sér fyrir þeim ósköpum, sem fyrir höfðu komið. Hún heyrði til bamanna, sem vom að leika sér úti á strætinu, og við það eins og rankaði hún við sér. Það var orðið dimt. Hún stóð upp og kveikti á lampanum og fór fram j eld- húsið. Þar var alt í ólagi og ýmsir hlutir brotnir og úr lagi færðir. Hún reyndi að færa þá í lag, en hafði ekki þrek til þess, svo hún fór inn í svefnherbergið og fór í rúmið, og sofnaði svo að segja strax, og hún vaknaði ekki fvr en sólin skein inn í herbergið morguninn eftir. Frá því hún gifti sig, var þetta fyrsta nótt- in, sem bóndj hennar hafði ekki verið heima. Hún var sjálf alveg hissa á því, að hún skyldi ekki hafa vakað alla nóttina og verið að hugsa um, hvað um hann hefði orðið. Hún átti samt mjög bágt með að hugsa, þangað til sárir verk- ir í báðum handleggjunum vöktu hugsun henn- ar. Það var þar sem Willi hafði tekið á henni daginn áður. Það voru stórir bláir blettir á báðum handleggjunum. Hana hrvlti við að sjá þetta. Þetta hafði sá maður gert, sem hún unni. Mannsaflið var óttalegt. Henni varð það ó- sjálfrátt, að hún fór að hugsa um Charley Long, hvort hann væri eins sterkur eins og Willi. Það var ekki fyr en eftir að hún var komin á fætur, og búin að kveikja upp í stónni, að hún fór að geta hugsað nokkuð greinilega. Willi liafði ekki komið heim. Hann liafði sjálfsagt verið tekinn fastur. Hvað átti hún að gera, skjlja við M illa svona og fara að byrja nýtt líf út af fvrir sig, Auðvitað var ek’ki' til þess hugsandi, að eiga að búa saman við mann, sem hafði hagað sér eins og Willi hafði gert. En var það mögulegt fyrir hana, að losast við hann? Hún var hans lögleg eiginkona og hún átti að vera honum góð kona, — í meðlæti og mótlæti. Þar að auki var sú hugsun föst í huga . hennar, að skilnaður væri sama sem uppgjöf. I ólki hennar hafði aldrei látið sér detta í hug, að gefast upp. Það hefði ekki hikað við að leggja út í stríðið, þegar á þurfti að halda, 0g berjast ti.1 þrautar. Hún mátti ekki vera ætt- leri. Willj var líka í raun og veru sá maður, að hann átti það manna bezt skilið, að kona hans fylgdi honum örugglega, ef í raunir ræki. Aldrei hefði henni verið ljósara en nú, hve góð- ur hann hefði verjð við hana, og hve elskuleg- ur eiginmaður hann í raun og veru væri. Um klukkan ellefu koin gestur. Það var But Stroth(>rs, félagi Willa síðan verkfallið byrjaði. Hann sagði henni, að Willi hefði ver- ið tekinn fastur, og hann hefði ekki viljað, að hann væri leystur út og ekki viljað hafa lög- mann til að verja sig. Hann hefði játað sekt sína og hofði verið dæmdur í sextíu dala sekt, eða brjátíu daga fangelsi. Hann hefði ekki viljað að sektin væri borguð fyrir hann. “Það er eins og hann sé eitthvað geggjað- ur,” sagði Strothers. “Hann vill ekki einu sinni hlusta á mann. Hann segist ætla að taka út sína hegpingu. Eg býst við, að hann hafi fengið sér heldur mikið i staupinu að undan- förnu. Hérna er blað, sem hann bað mig að fá þér. Ef þú þarft einhvers með, þá bara láttu mig vita. Við viljum allir gera alt sem við get- um fvrir þig, af bví þú ert kona Wlla. Hvernig er ástatt fyrir þér með peninga?” Hún sagði honum, að hún þyrfti enga pen- ingahjáip, og hún las ekki það sem á blaðinu stóð fyr en hann var farinn: “Kæra Saxon! But Strothers færir þér þetta blað. Hafðu ekki áhyggiur út af mér. Eg ætla að líða það sem eg á skilið — og þú veizt, að eg á betta skilið. Eg er líklegast orðinn að ræfli. Ekki snmt svo slæmur, að eg. iðrist ekki stór- lee-n eftir, að hafa gert betta. Komdu ekki að siá mig. Eg vil bað síður. Ef þú barft pen- inga. þá lætur félagið þig fá þá. Okkar ráð.s- maður er ábyggilegur. Eg verð laus eftir einn mánuð. Saxon mín! Þú veizt að eg elska þig. Revndu að fvrirgefa mér í þetta sinn. Þú skalt ekki þurfa þess aftur. Willi.’ Skömmu eftir að Strothers var farinn, komu þær Maggie Donahue og Mrs. Olsen. Þær voru báðar ósköp góðar og vinsamlegar og töluðu ekki alt of mikið um þau vandræði, sem Willi var nú kominn í. Seinna um daginn kom Harmon. Hann var dálítið haltur, en Saxon fanst hann reyna að láta eins lítið á meiðslum sínum bera, eins og hann gat. Hún reyndi að afsaka fyrir honum, það sem komið hafði fyrir, en hann gerði lítið úr því, og sagði að ekkert væri að afsaka. “Þér var ekki um að kenna, Mrs. Roberts,” sagði hann. “Eg veit, að þú átt ekki sök í þesu. Og eg býst við að maðurinn þinn hafi ekki ver- ið alls gáður. Hann var í æstu skapi og hon- /um fanst sjálfságt, að hann þyrfti endilega að berja á einhverjum, og það var eg, sem var svo óheppinn, að verða fyrir honum. ’ ’ “Já, en samt sem áður—” Harmon hristi höfuðið. “Eg! skil þetta ofur vel. Það var sú tíðin, að eg drakk 'töluvert, og þá gerði eg marga vit- leysuna. Mér þykir slæmt, að eg skyldi klaga hann. Eg gætti mín ekki, vegna þess að eg var reiður. Þegar eg var búinn að jafna mig, þá sá eg, að eg hefði ekki átt að gera það.” “Mér þykir vænt um að heyra þetta,” sagði hún og fór svo að reyna að segja það, sem henni bjó í brjósti. “Þú getur ekki vel verið hér nú, þegar Willi er burtu. Þú skilur það.” “Já, eg skil það. Eg býst ekki við, að það geti vel gengið. Eg skal taka saman það, sem eg á hérna núna og senda svo vagn eftir því fyrir klukkan sex. Hérna er lykillinn að eld- hússdyrunum. ” Hvernig sem hann hafði á móti því, þá neyddi hún hann samt til að taka við húsaleig- unni fram yfir það, sem hann var í húsinu. Hann kvaddi hana mjög vinsamlega og marg- bauð henni að lána henni peninga, nær sem hún kynni að þurfa á þeim að halda. “Það er svo vel komið,” sagði hann. “Eg er giftur, og á. tvo drengi. Annar þeirra er ekki vel frískur og þess vegna er konan mín burtu með drengina, til að leita öðrum þeirra lækn- ingar. ’ ’ Þegar hann fór, var hún að hugsa um, að það væri undarlegt, að svona góður maður gæti verið í þessum vonda heimi. Donahue drengurinn hafði haft blað af- gangs þetta. kvöldið og skildi það eftir hjá Saxon. Hún sá, að þár var svo sem hálfur dálkur um Willa. Það, sem um hann var sagt, var alt annað en fallegt. Þess var getið, að hann hefði borið þess ljós merki, að hann hefði verið í slagsmálum fyrir skömmu, því hann hefði enn haft blátt auga. Svo var lionum lýst sem óhæfilegum óróasegg og dóna, sem væri verkamannafélögunum ‘til skaða og skammar. Ef verkfallsmenn væru margir honum líkir, þá ættu þeir að vera reknir hver með öðrum burtu úr bænum. Blaðið sagði, að dómurinn væri alt of vægur. Hann hefði að minsta kosti átt að vera dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar. Dómarinn hefði líka sagt, að þrjátíu dagar væri í raun og veru alt of Htið, en vegna þrengsla í fangahúsinu væri ekki hægt að láta alla sitja inni eins lengi eins og rétt væri. Næstu nótt fann Saxon í fyrsta sinni til verulegra leiðinda. Hún hálf sofnaði, en gat ekki fest svefninn. Henni fanst Willi vera þarna hjá sér, en vissi þó, að svo var ekki. Loks- ins kveikti hún á lampanum og lá svo hreyf- ingarlaus og horfði upp í loftið. Hún hugsaði sömu hugsanirnar aftur og aftur, en gat þó ekki ‘komist að neinni niðurstöðu. Hún gat fyr- irgefið, en þó fanst henni hún ekki geta það. Henni fanst, að meira væri á sig lag, heldur en hún gæti borið. Mótlætið væri meira, en hún gæti borið. Vafaspurningarnar, sem komu í huga hennar, voru ótal og hún gat fáum þeirra svarað. Morguninn eftir kom Sarah að heimsækja hana. Það var í annað sinn, sem hún hafði komið, síðan Saxon flutti í þetta hús. Hana grunaði strax, að heimsókn tengdasystur sinn- ar mundi ekki verða’ sér til mikillar ánægju. Hún var þegar ráðin í að láta það ekki á sig ganga, að kannast við nokkrar yfirsjónir, eða láta í nokkru undan tengdasystur sinni. Það var ekkert að afsaka og ekkert, sem rún þurfti að útsýra fyrir henni, enda kom þetta engum við. Sarah fann, hvemig Saxon var inan brjósts og bötnuðu ekki skapsmunir hennar við það. “Eg varaði þig við þessu,” eins og þú manst,” sagði Sarali. “Eg vissi alt af, að hann var mesti gallagripur og að í tugthúsinu mundi hann lenda fyr eða síðar. Mér hefir aldrei orðið verra við, heldur en þegar eg vissi, að þú varst að draga þig eftir þessum hnefa- leikara. Eg sagði þér það strax. En það var nú ekki til mikils. Þú vildir ekki hlusta á mig. Þú varst að hugsa um þrenna nýja skó í einu, sem engin heiðarleg stúlka ætti að hafa. Þú skiklir alt miklu betur en eg. “Nú er alt úti með Saxon,” sagði eg við Tom, rétt þessum orðum. Ef þú hefðir gifzt Charley Long, þá hefði betur farið og fjölskyldan hefði ekki orð- ið fyrir þessari svívirðingu. En þetta er nú bara bvrjunin. Hvar þetta lendir, má ham- ingjan ráða. Það endar líklega með því, að hann drepur einhvem og verður svo hcngdur. Yið sjáum til, hvort það fer ekki eins og eg segi og þá manstu hvað eg hefi sagt þér. Það ligg- ur hver eins og hann hefir um sig búið.” •“Það hefir aldrei farið betur um mig,” sagði Saxon. KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Offlce: 6th Floor, Bank ofHaiwlltonChambers “Já, þú getur nú sagt það.” “Eg vildi ekki skifta við drotninguna,” bætti hún við. “Svo þú heldur, að það sé það bezta,’ að vera gift tugthússlim?” “Það er nú býsna algengt núna,” sagði Saxon og lét sér ekki bregða. “Þeir eru nokk- uð margir,1 sem lenda í tugthúsinu nú á dögum. Var ekki Tom tekinn fastur á einhverjum sósí- alista fundi fyrir skömmu? Það er eins og all- ir þurfi að fara í tugthúsið nú á dögum.” “En Tom var fríkendur,” flýtti Sarah sér að segja. “Hann var samt í fangelsinu heila nótt, og enginn lagði fram fé til að leysa hann út. ” Þessu var ekki hægt að neita, og Sarah tók til sinna gömlu ráða, að beita því vopni, sem hún vissi hvassast. ‘ ‘ Það er annars dáindis laglega komið fyrir þér. Eg verð að segja það. Það er svo sem ekki mikið vafamál, að þetta kom alt út af kunningsskap þínum við þennan mann, sem hér var.” “Hver segir það?” spurði Saxon og var auðséð, að hún átti erfitt með að halda sér í skefjum. “Það er hægðarleikur að lesa það á milli línanna.. Leigjandi í húsinu hjá ungri konu, sem ekki skeytir um skömm eða heiður og er gift hnefaleikara. Er ekki svo sem auðskilið, út af hverju þeir voru að berjaöt?” “Dálítil misklið innan fjölskyldunnar, eins og stundum vill verða?” sagði Saxon brosandi. Ósvífnin gekk svo langt fram af Saxon, að hún vissi ekkert hvað hún átti að segja. “Þú ættir að skilja það,” hélt Saxon áfram, “að það þykir konum mest til koma, að menn- imir þerjist út af henni. Mér þykir mikið í þetta varið. Skilurðu'það ? Eg yil, að þú seg- ir frá því, segir það öllum, sem þú sérð, öllum nágrönnum þínum. Eg >er engin herfa. Karl- mönnum lízt vel á mig. Þeir berjast út af mér og þeir fara í tugthúsið mín vegna.. Til hvers er konan, ef karlmönnum lízt ekki vel á liana? Farðu nú, Sarah, og segðu öllum, sem þú sérð, hvað þú hafir lesið milli línanna; segðu þeim, að Willi sé tugthússlimur og eg skeyti hvorki um skömrn né heiður. Útbreiddu þetta, sem bezt þú getur, og gangi þér sem bezt. Farðu nú út úr mínu húsi og komdu hingað aldrei aftur. Þú ert alt of virðingasverð kona til að koma hér. Það væri ekki samboðið virðingu þinni. Þú verður að hugsa um börnin þín. Farðu nú út. Farðu!” Þegar Sarah var komin út, varð Saxon þess vör, að hún liafði reynt of mikið á sig. Það dró úr henni allan mátt og hún varð að leggjast upp í rúm, og hún grét sárt. Áður hafði hún fyrirorðið sig vegna framkomu mannsins síns. Nú sá hún hvemig aðrir litu á það, sem fyrir hafði komið. Það var nokkuð, sem henni hafði aldrei til hugar omið. Hún hafði heldur aldr- ei haldið, að Willi hefði nokkuð slíkt í huga. Hann hafð alt af verið því mótfallinn, að þau tækju leigjanda, því honum fanst það óvirðing fyrir sig, að hún gerði nokkuð í þá átt að afla peninga. Það var bara vegna þess, að hann hafði ekki atvinnu, að hann hafði gengið inn á að taka þenna mann inn ý húsið, og hún hafði eiginlega neytt liann til að ganga inn á þetta, En þetta breytti ekki skoðunum nágrananna hið minsta, Þeir höfðu sínar skoðanir og hún gat ekki ráðið við þær. Hér var Willa líka um að kenna. Þe'tta var verra en alt annað, sem hann hafði gert, og sem hann hefði ekki átt að gera. Hér eftir gat hún aldrei litið upp á nokkurn mann. Maggie Donahue og Mrs. 01- sen höfðu verið ósköp góðlátlegar, þegar þær töluðu við hana. En hvað mundu þær hafa hugsað og hvað mundu þær hafa sagt sín á milli? Hvað mundu konumar annars segja yf- irleitt um þetta, þegar þær heimsæktu hver aðra og karlmennimir, þegar þeir hittust á veitingahúsunum og annarsstaðar? Smátt og smátt fór hún að hugsa um þétta með nokkuð meiri stillingu. Hún fór að hugsa um, hvað svo margar aðrar konur hefðu orðið að líða síðan þetta voðalega verkfall byrjaði. Hún hugsaði um konu Otto Franks, ekkju Hend- ersons, Kittie Brady, Maríu og konur og dætur verkamannanna, sem nú vom í fangelsi. Hún hafði mikla meðlíðun með öllum þessum konum, en ekki ga't hún varist þeirri hugsun, að sjálf hefði hún orðið fyrir meiri vanvirðu, heldur en nokkur önuur kona, og hún vissi að sú van- virða var óverðskulduð. Hún reyndi að ímynda sér, að hún væri sofandi og þetta væri alt illur draumur; bráðum mundi klukkan slá, og þá færi hún á fætur til að búa til morgunverðinn handa Willa, áður en hann færi í vinnuna. Hún fór ekki úr rúminu þennan daginn, en ekki gat hún sofið. Upp aftur og aftur hugs- aði hún um alt, sem fyrir hana hafði komið á lífsleiðinni, alt frá því hún mundi fvrst eftir sér, en lengst dvaldi þó hugur hennar við sam- búðina við Willa, og gat hún þó aldrei komist að neinni fastri niðurstöðu um það, hvort meira mætti, gleðin og ánægjan, sem hún hafði notið, eða raunirnar og mótlætið, sem hún nú varð að líða.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.