Lögberg - 13.06.1929, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.06.1929, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 'U3. JúNÍ 1929. Islandsbréf Borgarfirði, 26.-27. apr. 1929. Kæru vinir vestanhafs ! Þá vil eg enn á ný reyna að efna gefin loforð, og senda ykkur fá- oinar iínur. Vil eg þá byrja þetta bréf með beztu þökkum fyrir vin- samleg og kærkomin bréf Ifrá ým»- um ykkar, sem eiga sammerkt að því leyti að allstaðar má finna yl- inn og ræktarþelið til ykkar feðra- fróns. Þótt blöðin séu nú fyrir löngu búin að færa ykkur fréttir af ýmsu frá þessum vetri, og þar á meðal veðráttufarinu, þá get eg samt ekki gengið alveg fram hjá því, að minnast á það,, ekki sízt af þeirri ástæðu að veturinn, svo a𠮀ííja allur, hefir verið svo veðra mildur að fádæmum sætir. Snjór féll á jörð nokkra daga fyrripart desembermánaðar og varð nokk- uð mikill í instu bygðum héraðs ins, svo nærri lá hagaleysi. Voru þó veður hæg og mild. En síðari hluta jólaföstu gerði sunnanátt með miklum hita. Leysti þá all an snjó og varð jörð alauð í hæstu heiðar. ISíðan getur ekki talist að föl hafi ifest hér á jörð. Aldrei hefir komið hvassviðri, svo teljandi sé, og ekki frost, nema dag og dag í bili. Allan Þorrann og Góuna mátti iheita að væri sam feld blíða og logn bæði nótt og dag. Þegar kom fram á Einmán- uð fór fremur að votta fyrir því, að ísland væri þó enn þá á sínum gamla stað, því öðru hverju fór þa að koma kaldur norðansvali. Enginn klaki kom í jörðina, sem teljandi væri, og í Góulok fanst hvergi frost í jörðu. Þar sem menn treystu nokkuð á fjárbeit, hefir sauðlfé víða gengið sjálfala síðan á Þorra. Jörð var mikið farin að gróa í Góulok, en nú á Einmánuð- inum hefir gróður fengið hnekki við og við, einkum síðustu dag- ana. Blómagarðar voru orðnir prýðilegir. Allar viðartegundir vaknaðar til vaxtar og Íífs og blómin að reisa sig úr moldinni. Brosti þetta alt á móti sólaryln- um og hlýviðrinu, en nú heilsar blessað sumarið með meiri kulda, en þektist á þessum vetri. Samt er hann ekki frekari, en maður á oftast að venjast, en það er svo tilfinnanlegt, sökum blessuðu, ungu blómanna, sem voru orðin svo líifsglöð, en verða nú, ef til vill, að blikna og fölna fyrir hin- um kalda norðanvindi. Einkum eru það þær útlendu plöntur og blóm, sem eru hér gestir í fram- andi landi, sem maður óttast helzt að bíði hér dauðadóm við vorkuldana, sérstaklega fyrir það, bvað þær vöknuðu nú snemma til lífsins. lEru ihér meðal annars, nokkrir nýgræðingar frá Vestur- heimi, sem maður óttast að líði nú lífstjón, ef frostin verða hörð. Er eg einn heðal margra annara, sem óska þess, að íslenzka moldin gæti fóstrað amerískar plötnur, sem góðir ættjarðarvinir senda bingað að vestan. Ef sá fyrsti visir næði hér þroska, ætti það að verða heyrin kunnugt, svo haldið væri áfram þvílíkum tilraunum. Myndi það ekki síður gleðja ykk- Ur þar vestra, sem vakið hafið þessa góðu hugmynd. Nú get eg að eins sagt vini mínum, sem sendi ^nér í haust bæði plöntur og fræ, að það er alt í moldu og var sumt af því fyrir löngu farið að lifna. Hvemigi ,því reiðir af, verður lát- fréttast síðar. Þess þarf ekki að geta, hvað hin góða veðrátta he'fir aukið á vellíðan manna og dýra. öll hross hafa gengið sjálfala, sem ekki hefir þurft að nota til vinnu. Eru hau fyrir löngu farin að hópa sig, roisa makkana og bregða svo á ieik. Hvergi markar spor á mela eða moldarflög, svo er jörðin kur, er því enginn hörgull á leik- völlum ifyrir þau. Og hvert sem htið er fjær eða nær, sjást engin Uierki þess, að hér hafi vetur ver- ið. Landsýningunni 1930. Er það Halldóra Bjarnadóttir, ritstýra Hlínar, sem á mestan og beztan þátt í því, að telja kjark í fólkið með það, að vera ófeimið og fara ekki í felur með það handbragð, sem ber þess einhver merki, að hér sé enn þá iðin, hög og smekk- vís þjóð. Kemur það líka vel ljós á þessum sýningum, að svo er, þótt slíku hafi verið of lítill gaumur gefinn alt til þessa. Af þeirri byrjun, sem fengin er, geta menn gert sér betri vonir um það að Landsýningin verði skipuð bæði fjölbreyttum og fallegum munum. Fyrst eg er kominn inn á það mál, að skrifa um heimilisiðnað, kemur mér Hvítárbakkaskólinn í hug í sambandi við það mál. Sá maður, sem stjórnað hefir skól- anum tvo síðastliðna vetur, Lúð- vík Guðmundsson, hefir lagt mikla áherzlu á það, að vekja handiðnis- og listhneigð hjá nemendum. Hef- ir hann, auk hinna föstu kenn- ara, sem bókvísina kendu, fengið auka-kennara, bæði karla og kon- ur, sem kent hafa margskonar handiðnir. Stúlkur Ihafa, undir leiðsögn kennara, unnið að mjög fjölbreyttum vefnaði og ýmsum öðrum kvenlegum listum, og pilt- ar hafa lært bókband og margs- konar smíðar og tréskurð. Sem kennara í þessum listum má telja ungfrú Sigríði Guðmundsdóttur frá Lundum, frú Ragnheiði Magn- úsdóttur prests Andréssonar á Gilsbakka, konu Guðm. hrepp- stjóra Jónssonar á Hvítárbakka; ungfrú Þuríði dóttur Sigurjóns barnakennara af V^tnsleysuströnd og Rikkarð Jónsson tréskurðar- meistara úr Reykjavík, er kendi útskurð. — Skólanum var sagt upp síðasta vetrardag. Þann dag hafði skólastjóri nokkra gesti í boði íhjá sér. Eg, sem rita línur þessar, var meðal þeirra gesta og get því sagt hér frá eftir eigin sjón. Áður en skólanum var sagt upp, fór fram sýning á munum >eim, er nemendur höfðu leyst af hendi. Var þeim raðað um borð, sem náðu um endilanga skóla- stofu, en dúkar með óvenju fjöl- breyttum vefnaði, klæddu alla veggi stofunnar. Meðal þess, sem á borðunum var, voru ýmsir út- skornir smíðisgripir, mjög hag- Iega gjörðir, og sömuleiðis bækur í skrautbandi, eftir skólapilta. — Skólastjóri gaif skýrt yfirlit yfir það, hvernig þessum vinnubrögð- um ihefði verið hagað, í ljósri og skipulegri ræðu um þessa iðnsýn- ingu. Þar var þá Halldóra rit- stýra Bjarnadóttir stödd, og flutti langt erindi um íslenzkan hand- iðnað. Bætti hún þessa sýningu upp með ýmsum munum af ís- lenzkum sveitaheimilum, er hún hafði tekið sem úrval. í ræðu þeirri, sem skólastjóri flutti' við skólauppsö^nina, gat hafa sjómennirnir notið góðs af veðurblíðunni, og er það víst ^nsdæmi, að af öllum fiskibáta- , °fcl þ^im, sem á sjó hefir gengið 1 vetur við Faxaflóa og á Suður- Uesjum, hefir aðeins druknað einn ^nður á þessum vetri. Er það agætt, að saman fari mestur afli minst slys. b að er bein afleiðing hinnar )h lðu veðráttu, hve héraðsbúar U getað neytt sfci vel við allar _< rnkomur, bæði unga fólkið til c akapar og hið eldra til þess lö r®ða ýms íélagsmál. Kvenfé- inn V6rÍð með heimilisiðnað- skrá^ lðnsýnin?ar efst á dag- að ?’ , Er nÚ Þegar byuaö á því e Ja hér muni, sem verða á hann þess, að samh'liða þeirri rækt, sem hann vildi leggja við bóklega fræðslu,, vildi hann einn- ig glæða ást til nytsamlegra starfa og gera ifólkið sem færast í öllu því, sem nauðsynlegt væri fyrir lífið. Lét hann nemendur, jafnt pilta og stúlkur, búa um rúm sín, halda húsunum hrein- um, þvo upp borðbúnað og hvað annað, sem laut að iðni, þrifnaði og reglusemi. Enn fremur hafði skólafólkið unnið að því í blíð- viðrinu, að prýða umhverfið úti við, með því að byggja garð sunn- an við húsið og gróðursetja þar trjáplöntur. Alt studdi þetta að því, að vekja fólkið til starfs og dáða. Meðal þeirra lista, sem skólafólkið æfði, voru þjóðdansar, sem þykja góð skemtun. Knattspyrna er nú og víða efst á baugi í skólum og ung- mennafélögum, en eiftir reynsl- unni hér að dæma, er Iist sú ekki hættulaus. Veldur hún beinbrot- um og bana. Auk ýmsra smærri slysa, fótbrotnaði kennari skól- ans, Kristinn Andrésson, og féll með því frá kenslustörfum um í miðjan vetur. Má vera, að sú þrótt verði minna æfð við skólann eftir en áður, að minsta kosti verður þetta slys minnilegt fyrst um sinn. Knattspyrnan hefir víð- ar reynst hér hættuleg, og síðast- liðið sumar beið ungur efnismað- ur líftjón við þann leik norður í Vatnsdal. Nú er það mál hér efst á baugi, að flytja Hvítárbakkaskólann að Reykholti. Er það hverahitinn, sem mælir mest með því, að þetta komist sem fyrst í framkvæmd. Gengst samband ungmennaifélag- anna nú mest fyrir fjársöfnun til stuðnings því máli. Samt kemst það tæpast í framgang í sumar, að skólinn verði fluttur. Verður1 þess þó varla langt að bíða. Þess má geta, að við uppsögn skólans mintist skólastjóri tveggja manna sera látist höfðu í vetur, er höfðu fyr dvalið á þessu skólasetri. Voru það þeir Sigurður Þórólfsson, stofnandi skólans og fyrsti skóla- tjóri á Hvítárbakka; hinn var Sig- urður Einarson frá Skarðshömr- um í Norðurárdal, hafði verið nemandi þar á Hvítárbakka í fyrra vetur, en lézt í Hafnarfirði fyrir skemstu. Var talinn bezta mannsefni. Þá er vert að minnast hér fleiri mannaláta úr þessu héraði. Á undanfarandi misirum höfum við Borgfirðingar mist ýmsa merk- ustu menn þessa héraðs, og hefi eg minst þeirra flestra í fyrri bréfum mínum. Nú í vetur mist- um við héraðslækni okkar, Jón Bjarnason á Kleppjárnsreykjum. Hefi eg áður getið hans í bréfum mínum og sagt frá vinsældum hans og hæfileikum. Hann hafði nokkuð lengi kent vanheilsu, var það brjósthimnubólga, sem þjáði hann, og upp úr henni fékk hann lífhimnubólgu, sem dró hann til dauða. Var hann fluttur til Reykjavíkur rétt fyrir jólin, í von um læknishjálp, sem varð á- rangurslaus. Lézt hann þar 2. jan. Kona hans, Anna Þorgríms- dóttir læknis í Keflavík, er á lífi, ásamt 7 börnum þeirra hjóna, sem öll eru innan við 10 ára aldur. Jón læknir var 37 ára gamall. — Bjarni á Geitabergi lézt úr lungnabólgu, eftir fárra daga legu, á síðastliðinn gamlársdag. Hann var 62 ára gamall. Hafði lengi haft með höndum öll á- byrgðarstörf í sinni sveit og bar mjög fyrir brjósti að greiða sem bezt úr öllum vandamálum sinnar sveitar. iSonur hans Bjarni er nú læknir á Akureyri, vellátinn mað- ur. Dætur átti hann fjórar; er ein gift Jóni Péturssyni á Drag- hálsi, en þrjár ógiiftar. Ein af elztu konum þessa hér- aðs lézt í vetur, Guðrún • Einars- dóttir á Sámsstöðum í Hvítársíðu, 94 ára gömul. Hún var þar hjá syni sínum, Ólafi Guðmundssyni, sem er meðal fremstu og fjáðustu bænda þessa héraðs. Annar son- ur hennar, Guðmundur að nafni, er í Vesturheimi. Vernharður Björnsson á Stein- dórsstöðum, varð bráðkvaddur nú fyrir skömmu; var á reið, að huga að kindum, en féll dauður af hesti sínum þar skamt frá bænum. Eg gat hans einhvern tíma í Lög- bergsbréfi meðal hinna fömlu og góðu hjúa. Var Ihann búinn að vinna þar á Steindórsstöðum um eða yfir fjörutíu ár. Átti hann eina dóttur, sem er gift Guðmundi Guðbrandlssyni ífrá Kleppjárns- stöðum. Búa þau á Stóru-Drag- eyri í Skorradal. Lætur Vernharð- ur eftir sig mikil efni, er þau nú erfa Nýr læknir hefir nú fengið veit- ingu fyrir umdæmi því, sem Jón heitinn Bjarnason gegndi, heitir hann Magnús, sonur Ágústs Helgasonar bónda í Birtingaholti í Hrunamannahrepi. Er hann af góðu bergi brotinn í alla ættliði. Ágúst faðir hans, er, sem kunn- ugt er, bróðir þeirra merkispresta séra Magnúsar kennaraskóla- stjóra, séra Kjartans í Hruna og séra Guðmundar, sem var í Reyk- ’holti; en kona Ágústs og móðir Magnúsar læknis, er Móeiður Skúladóttir, læknis á Móeiðar- hvoli. Var Skúli albróðir Bjarna Torarensen skáldsins fræga. — Fyrsta verk Magnúsar Iæknis hér, var að skera upp mann við graftr- arsulli í lifur; virtist mjög tví- sýnt um ,líf iþess manns, en nú er hann að sjá á góðum batavegi. Er það Árni Þorsteinsson bóndi é Brennistöðum. Eg get þessa af því, að Árni á frsendur og vini vestan ihafs. Vinir læknisips gleðjast yfir því, að hans fyrsta verk hepnaðist velv því lækna Bla. 7. Tryggið yður ávalt nægan forða af HEITU VATNI >1 fáið yður ELECTRIC WATER HEATER Vér setjum hann inn og önnumst um vírleiðslu fyrir Aðeins $1,00 út í hönd Afgangurinn greiðist með vægum kjörum Hot Point Water Heater, gegn útborgun $20.50 Red Seal Water Heater, gegn útborgun $19.00 Plumbing aukreitis, þar sem þarf Wtnnípe&Hijtlro, A 55-59 ®*PRINCESSST. Phone 848 132 848 133 skiftir það miklu máli, hvort hinn fyrsti orðrómur, sem af þeím berst, hallast að lofi eða lasti Annars virðist Magnús læknir bera það með séy, að hann hafi hlotið hin beztu einkenni sinna góðu ætta, bæði að atgjörfi og anda. Hann fer að búa á Klepp- járnsreykjum í vor. Bræður þeir, Þórður og Guð- mundur Jójissynir, sem keyptu Bæ Bæjarsveit í fyrra vor, seldu nú þá jörð aftur. Er Þórmundur Vigfússon bóndi í Laugholti kaupandi og flytur að Bæ í vor. Að Langholti flytur aftur Hall- dóra Pétursdóttir Þorsteinssonar á Grund í Skorradal. Er hún ekkja eftir Sveinbjörn Bjarnason bróður Bjarna á Geitabergi. Er hún í Efstabæ í Skorradal og hef- ir búið iþar allan sinn búskap. Hún á þrjú börn uppkomin og ó- giift. Efstabæ selur hún sonum Vilhjálms á Tungufelli Hannes- sonar frá Grímsstöðum í Reyk- holtsdal; heita þeir Þorsteinn og Hannes. Guðmundur sá, er bæ- inn keypti og seldi, kom frá Ame- ríku á síðastliðnu vori. Nú fyrir nokkrum dögum giftist hann Hall- fríði Hannesdóttur Magnússonar í Deildartungu. Þau flytja í Borgarnes í vor. Þrátt fyrir hina miklu árgæzku hvað veðráttufar snertir, þá er ekki eins rúmt um menn fjárhags- lega, eins og ætla mætti. Flestir þeir, sem hafa keypt sér bú og bú- jörð eftir það að stríðið skall á, hafa komist í meiri og minni skuldakreppu vegna hins háa verðs, sem var á öllum hlutum þá til verkafólks og í ótal skyldur og ur flestra búa gefur lítið meiri arð en það, sem aftur rennur út til verkafólks og í ótal skyldur og skatta. Vinst því seint Ihjá mörg um að afla fjár þar fram yfir, sem nokkru nemui;, en það sem það er, leggja flestir í túnrækt og húsa- bætur. Nú eru þeir tímar liðnir, að bændur geymi gull og silfur í kistum og kistlum. — Ekki þekk ist, að nokkur miaður líði skort á fötum eða fæði. Nú er ekki fram- ar hægt að greina sundur klerk og kotung á fötunum einum, eins og áður fyr. Þannig eru bændur jafnaðarmenn í verki, þótt þeir séu taldir með íhaldinu sumir hverjir, eftir hinni pólitisku flokka skipun. Annars kippi eg að mér hendinni og hrekk við, þegar eg sé að eg hefi í gáleysi minst á pólitík, því landsmál er ekki mein- ing mín að ræða í þessum bréfum. Það er hlutverk blaðanna að skýra frá þeim, þótt þeim hepn- ist, því miður, ekki ætíð að gera það hlutdrægnislaust. Eithvað átti eg víst ósagt af jarðasölu og búferlum, þótt eg muni nú fátt í svipinn. Hvassa fell i Norðurárdal selur Klemens bóndi þar Þorsteini Snorrasyni á Laxfossi. Verð jarðarinnar er 20 þúsund krónur og þykir nú á þessum tímum, gott verð. Konu- efni Þorsteins er Sigurlaug dóttir séra Gísla í Stafholti. Nýjar fréttir berast hingað um það, að verið sé að bjóða í mann- fagnaðarmót að Fljótstungu í Hvítársíðu. Minnast þar þrenn hjón giftingardaga sinna. Jón Pálsson og Guðrún Pétursdóttir, eiga þá 50 ára hjúskapar afmæli. Hafa þau búið í Fljótstungu öll þau ár. Hið velþekta Borgfirð- ingaskáJd, Halldór Helgason á Ás- bjarnarstöðum, tengdasonur þeirra hjóna, á þá 25 ára hjúskaparaf- mæli, og’ Bergþór sonur þeirra Fljótstunguhjóna, á þá 10 ára hjúskaparafmæli. Hafa margir haldið vinaboð af minni ástæðum. Á fyrsta sumardag mintist ung- mennáifélag Reykdæla 20 ára af- mælis síns með fjölmennu gesta- boði í samkomuhúsi því, sem það hefir nýskeð endurreist, sem er stórt og myndarlegt. Var þar saman komið margt fólk á bernsku- og æskuárum. Var þar auðsær gleðilegur vottur þess, að margir blómlegir kvistir eru nú að vaxa hér upp frá hinum eldri rótum, sem þá eru líka að fölna og fúna. Margvísleg fræðsla ger- ir það að verkum, að ifólkið er nú alt fínna í sniðum heldur en það var hér fyrir fáum áratugum, en hið meðfædda atgjörvi er auðvit- að upp og niður eins og ætíð 'hef- i verið á öllum öldum. Margt var til fróðleiks og gleðskapar á þessu móti. Má þar tilnelfna söng Bræðraflokksins, undir stjórn Bjarna á Skáney, og sólósöng Magnúsar læknis Ágústssonar. Jón Hannesson bóndi í Deildar- tungu, sagði sögu félagsins frá byrjun og til þessa tíma. Lofaði að verðleikum bindindisstarfsemi þess, og enn fremur áhuga þess fyrir íþróttum, sem bezt hefir komið í ljós með því, að Reyk- dælir unnu aftur og aftur fyrstu verðlaun á íþróttamótum, fyrir glímur og sund. Líka hafa fé- lagsmenn lagt mikla áherzlu á það, auðga lestrarfélag sitt að velvöldum skemti- og tfræðibók- um. Verður ekki annað sagt, en starfsemi ungmennafélaga, bæði hér í sveit og víða á þessu landi, hefir vakið og gflætt bæði andlegan og líkamlegan þrska. En misjafn- lega hefir gengið á sumum stöð- um að halda lífinu í félagsskapn- um, fyrir hinn ríka sundrungar- anda, sem loðir enn þá við íslend- ingseðlið. Má, því miður, jafnt segja það um þá, sem búa austan hafs og vestan. í gáleysi hefi eg mist sjónar á bréfsefninu og komist út í heims- ádeilu, sem að líkindum glæðir lítið það bræðralag, sem mér væri svo kært, að allir mættú bindast. Eg var að skrifa um sumardags- skemtun ungmennafélags Reyk- dæla. Má geta þess, að hér er dansinn kærasta skemtun unga fólksins, en nokkuð þykir það einhæft gamanj— Góð og skáldleg kvæði vel flutt, þykir jafnan góð hressing, og svo var í þetta sinn, er Sigurbjörg Björnsdóttir, kona Jóns í Deildartungu, las upp hið snjalla kvæði Stehans G. Steph- anssonar um Skagafjörðinn; það fylgja þessu bréfi, þótt fátt sé þar, sem ekki er áður kunnugt hinum gömlu íslendingum. Eg vil geta þess, að fyrir þau orð, sein falla, þar í garð Vestur-ís- lendinga, var mér sérstaklega þakkað og er það næg sönnun þess, að eg talaði þar tfyrir njunn margra. Bréf þetta er skrifað, þegar margt kallar að, er því efni þess á ringulreið, en eg treysti góðum vinum til þess, að taka ekki hart á mi&fellunum, og bið þá að virða það á betri veg. — Eg sendi rit- stjórum Lögbergs beztu kveðjur fyrir allan fróðleik og skemtun, sem blaðið hefir að færa. Og eg þakka ykkur öllum fyrir alt vinar- þalið í minn garð, bæði fyr og síðar; á eg þar jafnt við konur sem karla. Að endingu óska eg ykkur gleðilegs sumars. Kr. Þ. Mér gleymdist að geta þess, að elzti bóndi í Mýrasýslu, Sigurður gamli á Haugum, lézt nú síðari hluta vetrar. Banamein hans var krabbi í andliti. Kr. Þ. DAGLEGT LÍF PÁFANS. Samningarnir milli Mussolini og páfans beina nú athyglinni að ýmsu því, sem kaþólsku kirkjuna varðar. Þó að það sé ekki stórt ríki, sem páfinn hefir nú fenglð, þá er þar saman kominn mikill auður listaverka og annara verð- mæta, og er það mikið starf, að stjórna allri rómversk kaþólsku kirkjunni. í aðseturshöll páfans , Vatikan- inu, eru 1100 Iherbergi, mikil lista- söfn, bókasöfn og íbúðir ýmsra kardinála og embættismanna, og svo stjórnarskrifstofurnar. iPáfinn sjálfur býr i lítilli, í- burðarlausri íbúð á þriðju hæð, en til opinberra stjórnarstarfa sinna hefir hann marga sali og skrautlega. Páfinn, sem nú er, Pius XI., er kominn á áttræðis- aldur, en vinnur samt ósleitilega að stjórnarstörfum sínum. Hann fer venjulega á tfætur kl. 5 á BÖKUNIN bregst ekki ef þér notið MAGIC BAKING POWDER Það inniheldur ekki alúm og er ekki beizkt á bragðið. morgnana, en ekki seinna en kl. er j 6, og byrjar daginn á því að lesa hún, sem skáldið, uppalin í Skaga-jmessu í einkakapellu sinni, sem firði, og kann vel að meta hvað|er við hliðina á svefnherbergi eina, sem fagurlega er sagt umj hans. Síðan borðar hann morg- það útsýni, er brosti henni fyrir j unverð, mjólkurkaffi og dálítið bernskuaugum. Eg, sem þessar; af ávöxtum. Þá byrja dagleg línur rita, rflutti erindi um ís-'störf. lenzkt veðurfar og nokkra at-| Fyrst tekur hann á móti skrif- burði i sambandi við það Læt ^g ara sínum (nú Gasparri), og ráðg þeir etftir þörfum um ýms mál kirkjunnar. Síðan koma ýmsir aðrir kardínálar, sem kirkjustjórn hafa á hendi, prelátar úr öðrum löndum, sendiherrar (þeir eru nú næstum 30 við páfahir^iina) o. s. frv. Svona líður mestur dagurinn í allskonar móttökur og funda- höld. Klukkan hálf-þrjú snæðir páf- inn miðdegisverð, oftast súpu, kál, ávexti og dálítið ket og stund- um einhvern ábæti. Meðan páf- inn borðar, les skrifari hans fyr- ir hann einlhver blöð. Milli kl. 4 og 5 gengur páfinn sér til hress- ingar í hallargörðunum, og svo hefjast aftur ýms embættisstörf og standa yfir til kl. 10 um kvöld- ið. Þá borðar páf'nn kvöldverð: súpu, egg og einhvers konar á- vaxtamauk. Oft fer páfinn samt ekki að hátta, þótt þessu sé lokið, en les og skritfar fram eftir nótt- inni (hann er bókamaður mikill),. —Það verður því varla sagt, að hann liggi í leti, ef hann er við störf sín 16—18 tíma á sólarhring Fyr eða síðar farið þér að nota Autolene Oil og British Americ- an Gasolene, því fyr, þess betra British American Oil Co. Limited Super-Power and Britisli American ETHYL Gasolenes - CudoCene OUs

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.