Lögberg - 27.06.1929, Blaðsíða 4
H.a. 1.
LÖGBERG \ ÍMTL'DAGINN 27. JÚNÍ 1929.
Höatjerg
5
Gefið út hvern fimtudag af The Col-
umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Thorstína Jackson-Walters, er myndstyttu-
hugmyndinni hrevfði fyrst, Hjörtur C. Thord
arson, raffræðingurinn nafnkunni, og J. K. 01-
afson, ríkisþingmaður í North Dakota.
Ekki nær nú sannleiksást og sjálfsvirðing rit-
stjóra auka-snepilsins lengra en það, að til þess
að rejTia að villa heimildir, og leiða athygli
almennings frá þeirri staðreyríd, að það var
frú Thorstína Jackson-Walters, er fvrst koin
fram með [myndastyttuhugmyndina og barð-
ist fyrir framgangi málsins, þurfti líka _ að
hlaupa yfir nöfn þeirra Hjartar C. Thordarson-
ar og J. K. Olafssonar.
Ritstjóri þeirra styrkbónarmanna, sem
jafnframt er ritstjóri Heimskringlu, hefir átt
við marga örðugleika að stríða í seinni tíð.
En örðugast af öllu virðist honum samt hafa
veizt það, að segja satt og rétt frá nokkru máli;
því enda hefir lionum alla jafna reynst það um
megn.
Nefnd sú, er yfir-eftirlit hefir með samlags-
sölu hér í fylkinu, The Cooperative Marketing
Board, eb sérlega hlynt fiskisamlaginu, og er
ávalt reiðubúin að veita því alla þá aðstoð, er
í valdi hennar stendur. Hefir Mr. Ward, for-
maður téðrar nefndar, farið þess á leit við
stjómina, í samibandi við uppástungu, er sam-
]>ykt var á ársfundi fiskisamlagsins, að skipuð
verði konungleg rannsóknamefnd, til þess að
rannsaka grandgæfilega ásigkomulag fiskiveið-
anna í Manitoba-fylki, og gera tillögur um það,
hverjar tilraunir séu líklegastar til um-
bóta á þessu sviði. Eins og nú horfir,við, má
nokkura veginn ganga út frá því sem gefnu, að
rannsóiknamefndin verði skipuð í náinni fram-
tíð.
Aðal-bókhaklari fiskisamlagsins, Miss K. L.
Hannesson, átti fyrii- skömmu tal við Mr.
Ward, og 'fylgir hér á eftir útdráttur úr tillög-
um þeim, er. hún hafði fram að bera:
Fagnaðarefni
Frá ]>ví var skýrt í síðasta blaði, að neðri
málstofa þjóðþingsins í Washington, hefði
samþykt þingsályktunar tillögu Mr. 0. B. Burt-
ness, um Jiátttöku Bandaríkjanna í Alþingishá-
tíðinni 1930. Samkvæmt símskeyti frá frú
Tliórstríiu Jackson-Walters til ritstjóra þess^
blaðs, hefir tillagan nú öðlast samþvkki efri
málstofunnar, og er málið þar með afgreitt í
heild.
Samþykt var til þátttökunnar fimtíu og fimm
þúsund dala fjárveiting. Skal fimtíu þúsund-
um varið til myndastyttu af Leifi Eiríksyni, er
Bandaríkjastjórn sæmir Island með í tilefni af
Alþingishátíðinni 1930, en fimm þúsund dalir
ganga til þess, að standa straum af ferðakostn-
aði fimm erindsreka', er stjórn og þing hefir á-
kveðið að senda til ættjarðar vorrar í nafni
Bandaríkjaþjóðarinnar.
Viðurkenning þessi hin stórfengilega, af
hálfu Bandaríkjanna, markar djúpt spor í sögu
hinnar íslenzku þjóðar, er seint mun fenna í.
Bandaríkjaþjóðin er um þessar mundir, ein
hin allra glæsilegasta og voldugasta þjóð ver-
aldar. Er hverju hennar fótmáli, fylgt eftir
með alþjóða athvgli. Hvað Island stækkar, í
tilefni af viðurkenningu slíkrar stórþjóðar,
verður eigi í tölum tjáð. Það er vinsemdar-
votturinn, og hjartalagið, er að baki viður-
kenningarinnar felst, sem í rauninni er fagn-
aðarefnið mesta.
Islenzka þjóðin stendur í mikilli þakkar-
skuld við Mr. Burtness, sem svo giftusamlega
leiddi mál þetta til sigurs í þjóðþingi Banda-
í íkjanna. Hún stendur einnig í djúpri þakkar-
skuld við frú Thorstínu Jackson-Walters, er
frumkvræði átti að myndastyttuhugmyndinni,
sem og þá aðra ágaría íslendinga sunnan landa-
mæranna, er lögðust á eitt um framgang
málsins.
Óafsakanleg hlutdrægni
Þann 20. yfirstandandi mánaðar, gaf Heims-
kringla út aukablað af sjálfri sér, í tilefni af
viðurkenningu Bandarfkjaþjóðarinnar á Al-
þingishátíð Islendinga 1930. Útgáfu slíks snep-
ils, myndum vér hafa látið sem vind um eyru
þjóta, ef eigi hefði verið fyrir þá sök, hve hlut-
drægnislega er þar sagt frá, og sannleikanum
misboðið. Var ritstjóra snepilsins það þó
sannarlega innan handar, að minsta kosti í
þessu tilfelli, að skýra rétt og hlutdrægnis-
laust frá málavöxtum, þar sem hann átti að-
gang að sönnum upplýsingum, er birzt höfðu
í hans eigin blaði, eftir trúverðugan mann, hr.
Guðmund héraðsdómara Grímsson. En rit-
stjóra Heimskringlu verður sjaldnast klígju-
gjarnt, þótt kvarnað sé vitund utan úr sann-
leikanum í þann og þann svipinn, eftir því er
hentast þykir horfa við.
Á landnámshátíð Islendinga í North Dakota,
er haldin var að Mountain, dagana 1. og 2. júlí
í fyrra, lýsti Mr. Burtness yfir því, að Thor-
stína Jackson-Walters, hefði fyrst vakið máls
á því við sig, og fleiri þingmenn, að Bandarík-
in sæmdu ísland mynda.stvttu af Leifi Eiríks-
syni. Gnðmundur héraðsdómari Grímsson,
lýsti jafnframt á sama stað yfir því, að það
væri Thorstína Jackson-Walters, er framkvæði
hefði átt að myndastyttu hugmvndinni. Þetta
hlaut ritstjóra Heimskringlu að vrera Ijóst, þar
sem hann sat sjálfur téða hátíð.
1 aukablaði Heimskringlu, því, er nú var
nefnt, er fjórum íslendingum, þeim Gunnari B.
Björnssyni, Sveinbimi Johnson, Guðmundi hér-
aðsdómara Grímssýni og Arna Magnússyni,
eignaður af því heiðurinn, hve vel tókst til um
viðurkenningu Bandaríkjanna, og efumst vér
ekki um, að þéir hafi allir int af hendi mikið
og gott starf.
1 Heimskringlu lýsti Guðmundur héraðs-
dómari Grímsson fyrir nokkru yfir því,
að auk þeirra manna, sem aukablaðið nú
telur upp, hafi unnið einnig að málinu, frú
Fiskisamlagið
Fiskisamlag Manitobafylkis, er ekki nema
rúmlega ársgamalt. Hélt það, sem kunnugt er,
hinn fyrsta ársfund sinn, þann 15. maí síðast-
liðinn. Var fudnurinn sérlega vel sóttur, og
ríkti þar í hvívetna hin ákjósanlegasta ein-
drægni. Hefir þegar skýrt verið allítarlega
frá störfum fundarins hér í blaðinu, svo að til-
tölulega er þar litlu við að bæta.
Það var engan veginn ófyrirsynju, að stofn-
að var til samtaka meðal fiskimanna hér í fvlk-
inu. Kjör þeirra höfðu verið slík, að við svo-
búið mátti ekki lengur standa. Fanst mörgum,
sem reyndar var ekki nema eðlilegt, það gegna
hinni mestu furðu, að ráðstafanir allar um sölu
fiskjarins, skyldi vera í höndum erlendra stór-
gróðafélaga, ])annig, að framleiðandinn, eða
fiskimaðurinn sjálfur, hefði þar engan minsta
íhlutunarrétt. Með það eitt fyrir augum, að
ráða fram úr vandræðunum, og reyna að gera
fiskimönnum ]>að kleift, að ráðstafa framleiðslu
sinni, var fiskisamlagið stofnað. Og þótt það
eg til vill, kunni að eiga að ýmsu leyti örðugt
uppdráttar, eins og gengu rog gerist, þegar urn
nýgræðing er að ræða, þá verður ekki aimað
með sanni sagt, en að tilraunin hafi hepnast
sæmilega, og að vænta megi af henni mikils góðs
í framtíðinni, verði fiskimenn vorir samtaka
um að veita henni einhuga og óskift fylgi.
Sameinaðir söndum vér, sundraðir follum
vér.
Fiskisamlag Manitobafylkis, grípur djúpt
inn í atvinnulíf Islendinga hér um slóðir. Stór-
mikill meiri hluti fólks vors, í nýlendunum um
hverfis Manitobavatn og Winnipegvatn, eiga
lífsframfærslu sína að sækja til fiskiveiðanna.
Undir því, hvernig til tekst með þá atvinnu-
grein, er hin efnalega velfarnan þeirra að
mestu leyti komin. Það er því eigi að eins eðli-
legt, heldur og beinlínis sjálfsagt, að þeir veiti
nákvæma athygli sérhverju því spori, sem stig-
ið er, megin-atvinnugrein þeirra til viðreisnar.
f,
Svipull er sjávar afli, segir gamalt og gott,
íslenzkt máltæki.
Þegar illa árar og lítið veiðist, verður að
sjálfsögðu þröngt í búi hjá fiskimanninum. Þó
lætur hann ekki hugfallast, heldur lítur björt-
um augum á framtíðina, í von um bjartari og
betri daga. Svo á það líka að vera. En þessir
bjartari og betri dagar, hvíla að mestu leyti í
höndum fiskimannanna sjálfra, eða samstarfi
þeirra og innbyrðis einingu. Æfintýrið hans
H. C. Andersen’s um spýtnaknyppið, e^ jafn-
raunverulegt í dag, eins og það var í fyrri
daga. Vilji samliuga fólks, þekkir engin tak-
mörk.
Eins og vikiðTiefir verið áður að hér í blað-
inu, þá var það síður en svo, að einhuga góð
spár fylgdu fiskisamlaginu úr hlaði við stofn-
un þess. Mun hitt sönnu nær, að þeir hafi
engan veginn svo fáir verið, er kosið hafi
viljað á það feigð f fæðingunni. Enda var þar
við ramman reip að draga, þar sem voru fiski-
hringarnir gömlu, er ráðið höfðu lögum og lof-
um, hvað verði og markaðsskilyrðum viðkom.
Þrátt fyrir hrakspámar, óhagstæð veiðiskil-
yrði á liðnu ári, ásamt ýmsu fleira, hefir fiski-
samlagið samt sem áður staðið af sér snarp-
asta bylinn, og er þess nú að vænta, að því vaxi
ásmegiii við ágjöf hverja.
Það hefir flogið fyrir, jafnvel úr hörðustu
átt, að ekki væri alt með feldu um starfrækslu
fiskisamlagsins, — að það væri á heljarþröm-
inni, eða því sem næst. Slíkt hefir, að því er
vér vitum bezt, ekki við nokkur minstu rök að
stvðjast Allur nýgræðingur á örðugt upp-
dráttar, og svo er það að sjálfsögðu með fiski-
samlagið. En sé grundvallarhugsjónin, sem
að baki liggur^ rétt, eins og hún áreiðanlega er
í þessu tilfelli, er ásta'ðulaust að óttast um
árangurinn. því réttur málstaður sigrar ávalt
að lokum.
Fiskisamlagið er grundvallað á safnvinnu-
hugsjóninni. Reynist fisikimenn henni trúir
sjálfir, er á.stæðulaust að óttast um framtíð
þess.
“Hvað um núgildandi fiskiveiðareglur,
væri ekki ástæða til þess, að sníða þær til á ein-
hvern hátt? Sú virðist hafa orðið revndin á
í liðinni tíð, að fiskihringamir utan þessa
lands, hafi sjálfir sett sér sín eigin lög og sín-
ar eigin reglugerðir, og notað til þess canadiska
umboðsmenn. Mvndi það vera úr vegi, að val-
in yrði nefnd úr hópi samlagsmanna frá hin-
um ýmsu fiskivötnum, til þess að rannsaka
þetta atriði f:á öllum hliðum?
Stjórnarflokkun á fiski, svo sem nú við-
gengst á kjöti og rjóma, og þar fram eftir göt-
unum, hlyti að koma að miklu lialdi. Myndi
slíkt koma í veg fyrir margvíslegan misskiln-
ing, bæði hvað vörugæði snertir, >sem og skil-
vísa afgreiðslu.
Það er á almennings vitorði, að fiskimenn
fá oft og einatt hver-gi nærri sanngjarnan arð
af iðju sinni. Það hefir oft verið sagt, og það
sennilega hreint ekki út í hött, að hin svoköll-
uðu canadisku fiskifélög, sem í raun og veru
eru amerísk, hafi iðulega rakað saman stórfé.
og haft í þjónustu sinni nmrga liálaunaða
menn, klædda pelli og purpura. Þetta hvort-
tveggjá er fiskimönnum fyrir löngu ljóst, og
eru þeir satt að segja orðnir dauðþreyttir á
slíku ásigkomulagi. Þess vegna var það, að
þeir bundust samstökum um, að stofna fiskisam-
lagið, með það fyrir augum, að reyna að ráða
bót á mestu vandkvæðunum. Er þess að vænta,
að stjórnin sjái sér fært, að leggja nýgræðingi
þes>sum, fiskisamlaginu, alt hugsanlegt lið —
Mörg ameri.sk fiskifélög hafa gert til þess
hverja tilraunina á fætur annari, að koma fiski-
samlaginu fyrir kattarnef, með því að panta
fisk, er. helzt lítur út fyrir, að þau hafi aldrei
ætlað sór að borga. Voru bréf á sveimi hér og
þar, er gáfu í skyn, að samlagið ætlaði sér að
halda fiskinum í því gevpi verði, að almenning-
ur gæti ekki neytt hans. Var slíkt í sjálfu sér
hin mesta fjarstæða, því í því falli, að verð einn-
ar vörutegundar yrði óviðráðanlega hátt, þá
myndi almenningur vitanlega grípa til annara
vörutegunda.
Greiða mjmdi það mikið götu útvegsins, ef
stjórnin hefði skip ú Winnipegvatni. Myndi
slíkt einkum og sérílagi koma samlaginu að
góðum notum, þar sem það hefir í raun og veru !
engan höfuðstól við að styðjast.
Að miklu haldi myndi það koma, ef komið
vrði upp góðu íshúsi, þar sem flokka mætti fisk,
og geyma, í samræmi við eftirspurn hinna ýmsu
markaðsborga.
Myndi það vera hugsanlegt, að stjórnin vildi
veita fiskisamlaginu tillag, endurborganlegt eft-
ir ákveðið tímabil, líkt og stjórnin í Saskatche-
wan veitti kornhlöðum hveitisamlagsins, — til
þess að koma upp íshúsi, er jafnframt mætti
nota fyrir fugla- og eggja-samlagið?
Lækkaður verndartollur á fiski, einkum hin-
um lakari tegundum, myndi koma að góðu
haldi.
Hér er um að ræða fyrsta tækifærið fyrir
þá fiskimenn, er vinna vilja í samræmi við
stjórnina, að látá ós’kir sínar opinberlega í Ijós.
Flestir þessara manna hafa átt við svo ramm-
an reip að draga í liðinni tíð, að þeir hljóta að
hafa fengið sig fullsadda af einokunarfargi
auðfélaganna.
Þúsundir manna í þessu fylki, eiga lífsfram-
færslu sína að sækja til fiskiveiðanna. Þeir
fagna því nú ásamt stjórainni, að fvlkið er rétt
í þann veginn að'fá full umráð allra sinna
slíkt leiði til verulegra hagsbóta fvrir fiski-
mannastétt vora.
Ekki er það nokkrum minsta vafa bundið,
að samvinna af hálfu stjórnarinnar, í þá átt,
sem nú hefir verið á bent, myndi hafa margt
gott í för með sér, einkum út á við. Því jafn-
skjótt og fiskifélögin gömlu kæmust að þeirri
niðurstöðu, að fiskisamlagið hefði að nokkru
leyti .stjórnina að bakhjarli, myndi það að sama
skapi vaxa í áliti og festast í sessi. ”
Fiskisamlagið er enn á bernsku skeiði.
hb'amtíð þess hvílir einvörðungu í höndum
fiskimanna sjálfra. Það er þeirra eigin stofn-
un, — stofnun, sem þeim ríður lífið á, að nái
fullum þroska.
Verið samtaka. Styðjið fiskisamlagið, allir
sem einn!
Canada framtíðarlandið
Sólskinslandið.
Eg var nýlega að lesa rit, sem
gefið er út í Ottawa, af innanrík-
ismáladeildinni þar. Ritið fjall-
ar aðallega um afurðir landsins
og auðlegð þá, sem jörðin hefir
að geyma. Er þar sýnt með tölum
og samanburðarsúlum, hversu
mikils virði vörur þær eru, sem
Canada selur til Bandaríkjanna
árlega af, hverju fyrir sig. Er
þar viður og pappír langhæst, og
fer sú verzlun árlega vaxandi.
í Vestur-Canada eru víða mikl-
ir skógar; er þar því unninn mik-
ill viður á ýmsum svæðum; en
sérstaklega er nú lögð áherzla á
það, að vinna pappír úr skóginum
í Vestur-Canada.
Er verið að reisa þar víða papp-
írsverksmiðjur, og sumar þeirra
* afar stórar. Hlýtur það fyrst og
fremst að verða hin mesta auðs-
upspretta fyrir landið í heild
sinni, og í öðru lagi veitir það
fjölda fólks stöðuga atvinnu.
Mér datt í hug, þegar eg var að
lesa þetta rit, að einkennilegt
væri, að enginn Islendingur skyldi
enn þá hafa tekið rögg á sig og
lagt út í starfrækslu einhverra
stór-fyrirtækja í sambandi við
náttúruauðlegðina í Canada —
sérstaklega í Vestur-Canada, þar
sem tækifærin eru flest og íslend-
ingar lang-fjölmennastir.
En sleppum því í ibráðina> eg
eftirlæt það þeim, sem meiri fjár-
málaþekkingu hafa en eg, að at-
huga það mál; þetta mætti þó ef
til vill verða til þess, að heilinn
rumskaðist í höfði einhvers, sem
hefði bein í nefinu til stórræða og
framkvæmda á þessum svæðum.
Eins og eðlilegt ed, telur þetta á-
minsta rit aðeins þau gæði lands-
ins, sem að einhverju leyti verða
mæld í peningagildi, og bera
skýrslur, sem þar eru hirtar, það
með sér, hvílíkur aftr auður er
þar fólginn 1 skauti náttúrunnar.
Aftur á móti langar mig til þess
að fara örfáum orðum um eitt
atriði, sem mér finst mikils virði
og sjaldnar er minst á, en vera
bæri:
Það er sólskinið og heiðríkjan ,í
VesturnCanada. Ef til vill eru
engin ein náttúrugæði landsins
út af fyrir sig eins mikils virði og
sólskinið. Og það hefir eitt fram
yfir alt annað., og þess geta allir
notið.
lEf nemendur í einhverjum skóla,
t. d. hér í Winnipeg, ættu að nefna
eitt sérstakt einkenni á Vestur-
Canada, þá mundi mikill meiri
hluti þeirra segja, að það væri
sólskinið. Og ef réttlátur dómari
ætti hlut að máli, þá mundi hann
telja það svarið érttast.
Sólskin og heiðríkja eru þau
auðæfi, sem náttúran hefir áreið-
anlega verið ríkust af þegar hún
mótaði Vestur^Canada.
Þetta hefir miklu meiri og betri
þýðingu, en fólk alment gerir sér
grein fyrir í fljótu bragði.
Það er ekki aðeins lausleg skoð-
un manna, 'heldur blátt áfram
margsannað, að sál og svipur
fólksins mótast og myndast að
miklu leyti af einkennum lands-
ins, sem það býr í. Kemur þetta
þeim mun betur og glöggar í ljós,
sem fólkið er þar lengur mann
fram af manni, — eftir því sem
það festir þar dýpri rætur; heyr-
ir landinu nánar til.
Eg hefi oft heyrt um það rætt
og oft hugsað um það sjálfur,
hvernig á því stæði, hve bjartsýn-
ir og vonsterkir menn eru yfir-
leitt 'hér í Vestur-Canada.
En þegar vel er aðgætt, þá er
þetta eðlilegt. Margur mun hafa
veitt því eftirtekt, hversu mikil á-
hrif veður og loftslag hefir á líf
og líðan manna; ekki einungis á
þeirra líkamlegu heilsu, heldur
einnig, eða jafnvel öllu meira, á
sálir þeirra eða hinn innra mann,
eða, hvað helzt ætti að kalla það.
f þessu tilliti þarf ekki annað
en benda á breytingu þá, sem all-
ir finna á sjálfum sér, þegar vor-
ið og birtan heilsa eftir vetrar-
ríkið. Sá sem ekki finnur þá til
reglulegrar endurfæðingar, er að
einhverju leyti andlega vanskap-
aður.
Sólarljósið — sólskinið — er nú
orðið meira virði í vitund manna,
en það var. Ekkert hefir fundist,
sem eins styrki heilsuna og verji
veikindum og sólskinið. Þegar
þetta er athugað og þegar það
hefir lærst fullkomlega að nota
þetta lækningarlyf og þennan líf-
gjafa með öllum þeim áhrifum,
sem honum fylgja, þá verður sól-
skinið í Vestur-Canada jafnvel
talið mesta auðsuppspretta, sem
landið á, því hvað er það, sem
jafnast á við bjarthugsandi fólk
með hraustan líkama og sólskin í
sál?
Eg hefi oft fundið til þess áð-
ur, hversu mikils virði þetta at-
riði’ er og þess vegna datt mér í
hug eftirfarandi erindi fyrir mörg-
um árum:
Vesturlandið, landið mitt,
landið margra bjartra daga!
upp við blessað brjóstið þitt
hörn þín verma höfuð sitt,
sumarklæði sólskinslitt
sveipar þína blómgu haga.
Vesturlandið, landið mitt,
landið margra bjartra daga!
Sig. Júl. Jóhannesson.
Nýja Elliheimilið
í Reykjavík.
Byggingu Ellibeimilisins nýja
hefir miðað vel áfram alt að þessu.
Er nú húsið fullsteypt fyrir
nokkru og byrjað að slétta það
innan. Það er þrílyft bygging með
tveimur hliðarálmum og verður
garður i milli. Gert er ráð fyrir,
að bæta megi einni hæð ofan á
það, þegar þörf krefur, en fyrst í
sað verður sett á það ris og verða
þar á loftinu geymsluherbergi og
vinnustofur.
Þetta er með stærstu húsum í
Reykjavík, að minsta kosti að um-
máli, og verða í því rúmlega 100
herbergi, auk ganga og anddyra.
Engin herbergi eru móti norðri;
þar eru gangar eftir endilöngu
húsinu og verða þar settir bekkir
og alt gert til að hæna gamla
fólkið til ,þess að hafast þar við í
staðinn fyrir að hýrast sí og æ
inni í herbergjum sínum. Annars
er húsaskipun þannig, að stofurn-
ar eru ýmist fyrir einn eða tvo. —
í austurálmunni eru t. d. 9 einbýl-
isstofur á hvorri hæð. í vestur-
álmunni eru nokkur samskonar
herbergi á hvorri hæð, en þar
niðri, verður íbúð fyrir ráðsmann
og uppi á lofti eru tvær sjúkra-
stofur, önnur fyrir konur, hin fyr-
ir karla. Geta 8 rúm verið í
kvenstofunni, en 6 í hinni. Þang-
að verða þeir settir, sem eru svo
hrumir, að þeir geta ekki haft
fótavist.
Við báða enda ganganna í aðal-
byggingunni eru vanhús og bað-
herbergi. í aðalyggingunni eru
einnig nokkrar íbúðir, og þar er
borðsalur fyrir karlmenn, þar sem
karlmennirnir geta setið, rabbað
saman og reykt. Þarna er einnig
eldhús og gengur úr því rafmagns-
lyfta upp á loftin, en lyiftur fyrir
fólk eru í báðum endum hússins
gegnt útidyrum, sem verða tvenn-
ar og vita móti suðri, út í garðinn.
Mörg geymsluherbergi eru í hús-
inu, þvottahús, íbúðarherbergi
fyrir starfsfólk og vinnustofur,
'þar sem karlmenn geta smíðað,
riðið net o. s. frv. Djúpan kjallara
varð að grafa fyrir miðstöðina,
og var þar klöpp að sprengja og
mun^það verk hasfa kostað um 5000
krónur. Neðsta hæðin er öll
grafin dálítið niður, eitthvað 70
cm., en 75 cm. eru frá jörðu upp
að gluggum. Er nú eftir að vita,
hvort mönnum lízt að kalla þetta
kjallara og banna íbúðir þar, en
þær eru þó engu verri, en íbúðirn-
ar á hinum hæðunum. í öllu hús-
inu verða tföfaldir gluggar og
fara í þá rúmlega 2800 rúður.
Annars er ekki hægt 1 stuttu málí
að lýsa húsinu eða herergjaskip-
un þar.
Gert er ráð fyrir að sæmilegt
rúm verði þarna fyrir 112 gamal-
menni og svo starfsfólkið, sem
líklega verður 10 til 14 manns. —
Annars er starfsmannafjöldi nokk-
uð undir því kominn, hvað mikið
gagn er hægt að hafa af gamal-
mennunum til heimilisstarfa.
Það, sem þegar er búið af Elli-
heimilinu, mun kosta um 160 þús.
króna, en gert er ráð fyrir, að
það muni kosta um 400 þúsundir
króna, þegar það er upp komið,
Þegar byrjað var að byggja, voru
til'í sjóði 28 þúsundir króna; hitt
hefir verið fengið með lánum og"
stjórn heimilisins vonast til þess
að hún ifái lán í viðbót, svo að
enginn afturkippur þurfi að koma
í byggingarstarfið. Eða svo sagðí
Sigurbjörn Á. Gíslason oss.
— En aldrei hefir oss verið
meiri þörf á hjálp góðra manna,
bætti hann við. Mér finst sumir
kynoka sér við að rétta oss litla
gjöif, vegna þess að það dragi
lítið, er vér höfum færst svo mik-
ið í fang. En lítið þér á sand-
hrúguna þarna >— og hann benti
út um glugga á heimilinu, —
kornin eru ekki stór, en þegar þau
koma saman, mynda þau stóra
heild og úr slíkum sandkornum