Lögberg - 27.06.1929, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.06.1929, Blaðsíða 6
Bls. 8. LÖGBERG FIMTUDAGINN 27. JÚNÍ 1929. Mánadalurinn EFTIR J ACK LONDON. “Hugsaði um allan þann sæg af körlum og konum, sem uppi hafa verið síðan,” sagði hún, “og enn hefir jafnaðarstefnan ekki fest rætur. Það líða kajinske önnur tvö þúsund ár, áður en hún gerir það, ef hún gerir það nokkurn tíma. Eg má segja þér, Tom, að þessi jafnaðarhug- mvnd hefir aldrei orðið þér til nems gagns. Hún er bara draumur, sem aldrei rætist.” “Hann mundi i*ætast, ef—” bvrjaði hann, en komst ekki lengra, því hún tók fram í fyrir honum: “Ef allir hugsuðu eins og þú gerir. En gall- inn er, að þeir gera það ekki, og þú getur ekki fengið þá til að gera það.” “Við erum samt að fjölga ár frá ári,” sagði hann. “Tvö þúsund ár er afar langur tími,” sagði hún. “Jæja, Saxon mín, ef þetta er bara draum- ur, þá er það að minsta kosti fallegur draum- ur, ” sagði Tom og Saxon fanst hann verða enn raunalegri en áður. “Eg vil ekki neina draumóra,” svaraði hún. “Eg vil eitthvað, sem er ábyggilegt, og vil ekki bíða eftir því í tvö þúsund ár. ” Hiín velti þessu fyrir sér á alla vegu, en alt- af bar að sania brunni. Hinir mörgu heimsku, urðu æfinlega að lúta í lægra haldi fyrir hinum tau hyggnu. Mercedes hafði áreiðanlega mik- ið til síns máls, þó hún segði margt, sem óneit- anlega var óaðgengilegt. En hvað sem þessu leið, þá ætlaði liún sér aldrei að lenda í hinum fjölmenna hóp hinna heimsku og kviguðu. Hún, sem \*ar dóttir skáldkonunnar Daisv og her mannsins, sem hafði unnið ómetanlegt gagn. Hún var (>kki ein af hinum fáfróðu, heimsku. Það gat ekki verið. Hún hlaut að finna ein- hverja leið úit úr ógöngunum. Fyrir þessa tvo dali keypti hún sekk af hveiti og töluvert af kartöhum. A þessu gat hun lifað um stund. En hún hafði engan eldi- við og varð því að fara ofan í fjöru og sækja þangað sprek eins og hún sá að inargar af út- lendu konunum gerðu, en ekki gat hún að því gert, að hún al-t af hálf fyrirvarð sig fvrir að gera það, og gerði það því ekki fyr en dimt var orðið á kveldin. Einu sinni fann hún mikið af nýjum fiski í fjörunni, sem fiskimenn skildu þar eftir. Hún þurfti að fara tvær ferðir, til að koma honum heim, og hún saltaði hann nið- ur í þvottabala, sem hún átti. Hún var alt af jafn undarleg, og það kom hvað eftir annað fyrir, að hún gerði ýmislegt, sem hun hafði ekki ætlað sér að gera, og sumt af því var býsna undarlegt. Einu sinni til dæm is \aknaði hiin af leiðslunni við það, að hún var búin að grafa sig ofaJi í sandinn skamt frá fjöruborðinu og hafði breitt ofan á sig poka. Hiin var jafnvel búin að refta yfir gröfina með sjjítum og hálmi, sem hún hafði fundið í fjör- unni. t annað .sinn vaknaði hún af leiðslunr það, að hún var á heimleið og bar poka spítnarusli á bakinu. Oharlev I.otig gek hliðina á henni. Hún sá framan í haun^þv var stjörnubjart. Ekki vissi hún, hvað hann hefði orðið sér samferða, eða hvað hefíii sagt við sig. Hún var ekkert hræd hún vdssi fullvel, að hann var maður ófvri mn og ruddalegur og þarna var bæði din umferð lítil. Það er er regluleg skömm að því að s oms og þú, skuli þurfa að gera annað ein þetta,” heyrði hún hann segja og henni ist það vera framhald af einhverju öðru hann var búinn að segja. “Komdu með’ °g J’u s'k-alt ekki þurfa að gera þetta len.gi Saxon leit á hann djarflega. “Heyrðu, Charley Long,” sagði hún “ var aðeins ttemdur í þrjátíu daga fangeb þoir dagar eru nú bráðum liðnir Ef e<r honum, að þú hafir verið að ónáða mig verður lif þitt ekki tú.skildingsvirði, efti hann er frjáls maður. En hlustaðu nú á ^em eg hefi að segja þér: Ef Jm ferð nú f burtu og lætur mig f friði hér eftir, þá ski ekki segja honum frá þessu. Þetta er alt eg hefi við þig að tala.” ‘ ‘ Öisköp er að heyra, hvemig svona vesalmgur eins og þú ert, getur talað ” <= Charley. “Veizu ekki, að eg get farið mel < ms og eg vil. En það er bezt fyrir þi£ koma með mér með góðu. ” “Eg hefi sagt alt, sem eg hefi við þi< tala,” sagði Saxon og lét engan bilbug á tinna. Þau horfðust þaraa í augu dálitla stund, án þess að segja nokkurt orð. Hann leit í kring um sig og varð þess ekki var, að þar væri nokkur nærstaddur. “Þú sýnist ekki vera neitt hrædd,” sagði hann loksin's. “Hvernig stendur á, að þú ert ekki hrædd?” “Af því að eg er manni gift,” svaraði Sax- on. “Og nú er bezt fyrir þig að fara þína leið.” Þegar hann var farinn, færði hún eldiðviðar pokann yfir á hina öxlina og hélt svo áfram heimleiðis. Enn fann hún til gleði og stolts yfir því að vera kona Willa. Jafnvel þótt hann væri lokaður inni í fangelsi, gat hún trevst á afl hans. Það eitt, að nefna nafn hans, var nóg til að gera jafnvel Charley Long hræddan. Hún fór ekkert út, daginn .sem Otto Frank var tekinn af lífi. Kveldblaðið sagði nákvæm- lega frá því. Hér var ekki um neina frestun að ræða. Ríkisstjórinn hafði stundum frestað hegningu þeirra, er framið höfðu bankarán, eða orðið upþvísir að stórkostlegum fjárdrætti og stundum náðað þá algerlega. En fyrir verka- manninn þorði hann ekki að gera neitt slíkt. Þetta var það, sem allir nágrannamir sögðu og þessu líkt höfðu teði Willi og Bert talað ótal- sinnum. Næsta sunnudag gekk hún ofan í fjöruna. Hún var að hugsa um Otto Frank, og út af því fór hún að hugsa um Willa. Honum fanst ekk- ert á móti því, að berjast við aðra menn. Vel gat verið, að hann yrði einhvern tíma of þung- hentur á einhverjum, sem hann ætti í höggi við, og henni fanst það ekki nema sennilegt, að hann yrði einhverjum að bana fyr eða síðar, ef hann héldi þessu áfram, j)ó hann ætlaði sér það ekki. Þetta hafði lient Ótto Frank og fyrir það hafði lianfí verið tekinn af lífi. Hann hafði fráleitt ætlað sér að verða Henderson að bana, þó svona óheppilega hefði viljað til. En Otto Frank hefði verið hengdur fvrir það, engu að síður. Við þessar hugsanir varð hún svo yfir kom- in af harmi, að hún grét eins og barn. Hún sat lengi á klettunum við sjóinn í nokkurs konar leiðslu og rankaði ekki við sér fyr en komið var flóð og sjórinn lék um fætur hennar. Hún stóð upp og fór þangað, sem hærra bar á og sjórinn náði ekki til hennar, og sá hún þá dálítinn ljósmálaðan seglbát þar rétt fyrir fram- an og í honum var ungur og glaðlegur drengur, sem kallaði til hennar og spurði hvort hún vildi koma út í bátinn til sín. -- “Já, ” sagði hún, “það era einhver kvikindi þarna í flæðarmálinu, sem eg er dauðhrædd við.’ ’ Hann sigldi rétt upp að klettunum og komst hún klakklaust út í bátinn. Það gerði ekkert til, þó hún yrði að vaða dálítið, því hún var blaut í fæturna hvort sem var. Þegar hún var búin að koma sér fyrir í bátnum, greiddi dreng- urinn úr seglinu og sigldi út á fjörðinn. “Þú veizt alt um bátana?” sagði hann og það var eins og liann efaði alls ekki, að hún væri alvön siglingum á smábátum. Drengurinn var grannvaxinn, svo sem tólf eða þrettán ára, á að geta. En ]>ó hann væri grannvaxinn, var liann hraustlegur, sólbrunn- inn og freknóttur, og augun voru stór, ljósleit og greindarleg. Jafnvel þó hann hefði fremur fallegan bát, þá þóttist hún þegar sjá, að hann væri einn af aljiýðufólkinu, verkafólkinu. En spurningu hans svaraði hún þannig, að aldrei fyr hefði hún komið út í seglbát á æfi sinni og reyndar engan bát, nema ferjubáta. Hann horfði á hana, eins og hann grunaði að þetta væri ekki alveg rétt. “Mér finst þú ' bera þig að, eins og ]>ú sért alvön siglingum. En hvar viltu lenda?” “Hvar sem er,” svaraði hún. Hann leit á hana í annað sinn, og virti hana vandlega fvrir sér, og sagði svo nokkuð fljót- lega: “Þú hefir nægan tíma?” Hún játaði því. “Allan daginn?” Hún játaði aftur. “Eg .skal ségja þér nokkuð. Eg er að hugsa um að sigla út til Cíoat Island, til að fiska, og koma ekki aftur fyr en í kvöld með aðfallinu. Eg hefi nóg færi og öngla. Við getum bæði fiskað, og það sem þú dregur, getur þú haft sjálf. Viltu koma með mér” Saxon hikaði dálítið. Henni leizt vel á bát- inn og langaði til að vera í honum, en hélt að þetta væri kanns'ke hættuför. “Þú drekkir okkur kannse,” sagði hún eftir dálitla umhugsun. Ekki hélt hann, að það væri mikil hætta á því. “Eg liefi margoft verið hér einn á ferð í bátnum og hefi ekki druknað enn þá. ” “Þá skulum við fara,” sagði hiin. “En þú verður að muna eftir því, að eg kann ekkert að sjómensku, og get því ekkert hjálpað þér, ef eitthvað ber út af. ” “ Það gerir ekkert til,” sagði pilturinn. “Eg skal sjá um bátinn. En þú verður að gæta þess, að seglið lendi ekki á höfðinu á þér, þegar eg svifti því frá einni hlið á aðra.” Saxon gerð alveg eins og pilturinn sagði henni, og dáðist að því, hve vel hann kunni að fara með bátinn, og það því frekar, sem öll sjó- menska var henni óþekt og óskiljgnleg. “Hvar lærðir }>ú allar þessar listir?” spurði hún. “Eg hafi bara lært það af sjálfum mér. Aíér ]>ykir gaman að ]>essu og }>að, sem manni þvkir gaman að, það lærir maður býsna skjótt. Eg átti annan bát, áður en eg fékk þennan. Hann var ekki eins góður og fallegur eins og þessi. Eg keypti hann fyrir tvo dali, og á honum lærði eg að sigla, þó hann læki alt af eins og hrip. En hvað heldur ]>ú, að eg hafi borgað fyrir þennan bát? Hann er vel tuttugu og fimm dala virði. En hvað heklur }>ú, að eg hafi borgað fvrir hann?” “Það get eg ekki sagt,” svaraði Saxon. “Hvað borgaðir þú mikið fyrir hann?” “Sex da li. Það er okki mikið fyrir svona góðan og fallegan bát. Eg hefi auðvitað gert mikið við hann, og svo kostaði seglið tvo dali. Ararnar kostuðu einn og fjörutíu, og mastrið einn og sjötíu og fimm. En samt sem áður, ell- efu dalir og fimtíu eents er gjafverð fyrir þenn- an bát. En það var ékki hlaupið að því fyrir mig, að safna svona miklum peningum. Eg ber út blöð, bæði á morgnana ok kveldin. Ann- ar drengur gerir það fyrir mig í kveld. Eg borga honum tíu cents fyrir það, og svo fær hann alt, sem hann selur í lausasölu. Eg hefði getað fengið bátinn fyr, ef eg hefði ekki þurft að borga fyrir kensl í hraðritun. Mamma vill að eg verði fréttaritari og skrifi fréttir af rétt- arhöldum. Þeir sem það gera, fá stundum tutt- ugu dali á dag. Það er nokkuð mikið kaup, en eg vúl ekkert eiga við það, og eg sé eftir pening- unum, sem fara fyrir kensluna.” “Hvað vilu ]>á gera?” spurði Saxon. Það var hvorttveggju, að lienni datt nú ekki annað í hug í svipinn og svo langaði hana líka til að vita, hvað þessum unglingi bjó í brjósti.” “Hvað eg vil gera?” tók hann upp eftir henni og benti með hendinni í allar áttir. “Eg vil fara út í heiminn,” bætti liann við og leit framan í hana, til að komast eftir því, hvort hún skildi sig. “Langar þig ekki stundum til þess líka?” surði hann, og l>að var auðfundið, að hann langaði til að liún svaraði játandi. “Finst þér ekki stundum, að þú munir deyja, ef þú getur ekki fengið að vita, hvað er hinum megin við fjallið, sem þú sérð, og hitt fjallið og hitt fjall- ið? Hér utan við fjörðinn er Kvrrahafið, *og hinun) megin er Kína, Japan og Indland og ó- tal kóraleyarj. Héðan liggja leiðir norður á heimskaut og suður á suðuro'dda Afríku og í allar aðrar áttir. Alla þes'sa staði ætla eg ein- hvern tíma að sjá. Eg liefi verið í Oakland, alt af síðan eg fæddist, og aldrei farið neitt, en hér skal eg ekki vera alla æfina, það máttu reiða þig á. Eg ætla að fara burtu, langt, langt í burtu.” Það var eins og hann fyndi ekki orð til að lýsa þrá sinni til að komast ut í heiminn. Hann gat aðeins með hendinni bent út í g(‘iminn. Saxon hafði líka eitthvað töluvert af þess- um sömu tilfinningum, sem drengurinn var að reyna að gera henni skiljanlegar. Að undán- teknum fyrstu æs'kuárum sínum, hafði hún líka alt af verið í Oakland, og þar hefði í raun og veru verið gott að vera, ]>angað til nú, að verk- fallið, með öllum þeim ósköpum, sem því fvlgdu, hafði gert þar óverandi, fyrir verkafólkið að - minsta kosti. Nú var full ástæða til að vfirgefa Oakland, eins og áður var ástæða fyrir fólk hennar, að yfirgefa Austurríkin og flytja vest- ur að hafi. Það virtist alt mæla með því fyrir hana, að yfirgefa þennan bæ, og það sem fvrst. Hún fór líka að liugsa um það„ að ættfólk henn- ar hefði sjaklan getað verið lengi í sama stað. Það hafði flutt sig úr einum stað í annan. Hún mintist nú sagnanna mörgu, sem móðir hennar hafði sagt henni af EngiÞSöxunum gömlu og myndarinnar af víkingaskipunum litlu, sem þeir höfðu siglt á langar leiðir til að berjast til sigurs á Englandi. “Hefir ]>ú nokkura tíma heyrt um Engil- Saxana?” spurði. hún-drenginn. “Eg hefði nú .sagt það,” svaraði hann glað- lega og var auðheyrt, að honum ]>ótti vænt um þessa spuraingu. “Eg er sjálfur Engil-Saxi frá hvirfli til ilja. Þú sérð það á augnalitnum og hörundslitnum líka. Eg er mjög hörunds- bjartur, þegar eg er ekki sólbrunninn. Eg var glóbjartur á hár, þegar eg var lítill. Mamma segir, að hárið á mér verði brúnt, þegar eg verð fullorðinn, því er nú ver. En eg er EngiÞSaxi engu að síður. Eg er af þessum kynstofni, sem ekki lætur alt fvrir brjósti brenna og hræðist ekkert. Eg er ekki hræddur við sjóinn. Eg hefi farið \<fir fjörðinn í grenjandi roki.Gamali sjómaður trúði því ekki, að eg hefði gert það, en það var nú satt samt. Við Engil-Saxarnir berj- umst allstaðar til si.gurs, alveg sama hvort held- ur er á sjó eða landi. Hugsaðu um Lord Nel- son, Davv Crockett, Paul Jones, Clive og Kitch- ener og Fremona, og Kit Karson og alla hina.” Saxon samsinti ]>að, sem drengurinn sagði. en hugsaði ]>ó jafnframt smar eigin hugsanir. Hún var að hugsa um það, live gott það væri, að eiga sjálf, svona hraustan og hugaðan og fallegan dreng, eins og þessi piltur væri. En það var nokkuð, sem hún mátti ekki láta sér til hugar koma. Hún sneri «ér aftur að drengnum. “Faðir minn var í borgarastríðinu,” sagði liann. “Hann var stundum sendur til að n.jósna og komst oft í mikla lífshættu. 1 bardaganum við Willson Creek hljóp hann meir en hálfa mílu með fyrirliða sinn á bakinu, særðan. Hann fékk kúlu í fótinn rétt fvrir ofan hnéð, og hún hefir verið þar alt af síðan. Hann lét mig þreifa á henni einu sinni. Hann var veiðimað- ur og hann var lögreglumaður og þa lét hann nú stundum til sín taka, og átti í mörgum skær- um við allra handa óþjóðalýð. Faðir hnns steinrotaði einu sinni mann með hnefanum, þegar hann var sextíu og tveggja ára gamall. Hann varð níutíu og níu ára gamall og var að plægja með uxum sínum, þegar hann dó. Fað- ir minn er býsna líkur honum. Hann er nú orðinn æði gamall, en hann er ekki hræddur við neitt. Hann er í auka-lögregluliðinu og hefir lent í mörgum skærum nú í seinni tíð. Hann er reglulegur Engil-Saxi.” “Eg heiti Saxon,” sagði hðn. “Það er ágætt nafn,” sagði hann. “Eg vildi að eg héti Erlingur, eða Ragnar eða Sveinn eða einhverju slíku nafni.” “Hvað heitirðu?” surði hún. “Bnra John,” sagði hann hálf-ólundarlega. “En eg læt engan kalla mig John. Allir verða að kalla mig Jaek. Eg hefi oft flogist á við aðra stráka út af því, að þeir hafa kallað mig John eða Johnnie, ]>að er Ijóta nafnið.” Þau sigldu út fjörðinn og alt gekk ljómandi vel. Þau sigldu fram hjá stórum bát og fólkinu öllu, sem á honum var, varð mjög starsýnt á þau. Saxon tók eftir því, að það var komið töluvert af sjó í bátinn. Hann lak víst dálítið. Hún tók dálitla járafötu, sem þar var, og leit til drengsins. “Það er alveg rétt,” sagði hann. “Austu bátinn. Nú eram við bráðum 'komin þangað, sem fiskurinn er og þar er fimtíu feta dýpi. — Ósköp er annars að sjá þig, þú ert öll rennandi blaut. Þú lætur ekiki alt fyrir brjósti brenna; þú berð víst nafn með rentu. Saxon er allra KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Offlce: 6th Floor, Bank of HamiltonChambers Tryggið yður ávalt nægan forða af HEITU VATNI fáið yður ELECTRIC WATER HEATER Vér setjum hann inn og önnumst um vírleiðslu fyrir Aðeins $1,00 út í hönd Afgangurinn greiðist með vægum kjörum Hot Point Water Heater, gegn útborgun $20.50 Red Seal Water Heater, gegn útborgun $19.00 Plumbing WUUÚPeO HlldTO. Phone aukreitis, 848 132 þar sem A, 848 133 þarf 55-59 PRIHCESSST. fallegasta nafn, sem eg hefi nokkurn tíma heyrt. Ertu gift?” Hún játaði ]>ví og Jack hleypti brúnum um leið og hann leit til hennar. “Því varstu að gifta þig? Nú getur þú ekki fariði út um öll lönd eins og eg; þú verður að vera kyrr heima.” “ Það er líklegast,” svaraði hún. “En það er nú samt gott að vera gift.” “Það er sjálfsagt. Þetta gera allir, en það er engin ástæða að flýta sér of mikið að því gaztu ekki beðið dálítið, eins og eg? Eg ætla að gifta mig líka, en ekki fyr en eg er orðinn gamall qg búinn að sjá alla veröldina.” Þegar þau komu út undir "Goat Island, tók hann saman seglið og stöðvaði bátinn. Hann tók uppp veiðarfærin og sýndi Saxon hvernig ætti að beita önglana. Svo rendu þau færunum og biðu um stund. “Hann tekur bráðum í,” sagði Jack. “Það hefir ekki komið fyrir nema tviscvar, að eg liafi ekki veitt töluvert vel hér. Ættum við ekki, að fá okkur að borða, meðan við bíðum ? ’ ’ Það var ekki til neins fvrir hana að hafa á aði ekki á það, þó hún .segði honurti, að hún væri aði eki á það, þó hún segði honum, að hún væri ekki svöng og ]>yrfti ékki neins. Hann skifti nestinu sínu alveg jafnt milli þeirra, jafnvel harðsoðnu eggi og epli, sem hann hafði með sér. Þégar Jadk var búinn að borða, tók hann bók, sem hann ha'fði með .sér, og fór að lesa í henni. Saxon leit yfir öxlina á honum og sá, að þetta var einhver ferðasaga og lýsingar á ein- hverjum stöðum í Suður-Ameríku. Jack þótti þetta er afar merkileg. “Allstaðar er eitthvað merkilegt að sjá, nema í Oakland,” sagði hann. “Oaklartd er bara staður til að leggja upp frá. Dæmalaust eiga þeir gott, sem geta víða farið og eg 'S'kal nú einhvern veginn gera það líka, það máttu reiða þig á. ” Saxon hlustaði ekki mikið á það, sem Jack var að segja. Þó greip það hug hennar, að Oakland væri til ]>ess hentugastur staður, að leggja upp frá. Hún hafði aldrei hugsað um bæinn frá, því sjónaraiiði. Ilún hafði altaf hugsað um Oakland eins og stað, þar sem mað- ur ætti að vera, ekki stað, sem maður ætti að flytja sig frá. En nú var alt orðið öðru vísi en áður var. Oakland var ekki boxTg til að eiga heima í. Þar hafði Jack rét.t að mæla. Það var staður til að yfirgefa. Undir huliðshjálmi (Úr Sigurðar kviðu Fáfnisbana.) Eg geng með þér upp fjallshlíð einn góðan veðurdag, er glóir sól á tindi og enn er nýtt þitt lag. Eg geng með þér í ljóma, sem lýsir oft að kveldi og læt þig ekkert vita um sár af fornum eldi. Því margt skal vera falið þá frjálsu morgunstund, er fyrstu spor þú tekur í gróðrar helgilund. — Við stígum inn í tjaldið, sem stöðvað margan hefur. Nú stöndum við þar báðir, en mærin unga sefur. Svo geng eg burtu hljóður minn grýtta þyrnistig. Eg geng til þess þú vitir hreint ekki neitt nm mig. Því eldra fólki er ljóst, að úr öllu bezt svo raknar, að ein þið séuð tvö, þegar mær af svefni vaknar. Og iþó eg sé í fjarlægð, eg fann svo margt og veit um fundinn ykkar 'beggja, sem undir hjálmi eg leit. Og enn er líka stundum sem óvart hjartað Ijósti þau æðaslögin tiðu 1 hreinnar meyjar brjósti. Og ef til vill þig grunar, hvað yfir og undir býr, þó ei sé eg til fregna, því straumur tímans gnýr. Og meðan á þá báru, sem hleypur hjá, þú hyggur, þá heyrast stundum dunur frá því, sem ofar 'liggur. Eg geng í burtu hljóður — og geng svo enn til þín. Þau gnýja nú og kliða í holti ljóðin mín. Á meðan andblær vorsins um engi niðar hraður. eg ætla mér að vera um stund þinn nýi maður. — —Lögr. Sigurjón Friðjónsson. ÍmlnúiiiriMiiiii'nfln ,trl“rrx vv.rssz

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.