Lögberg - 08.08.1929, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.08.1929, Blaðsíða 6
Bls. 6. LÖGBERG FIMTUDAGINN 8. ÁGÚST 1929. »• . .......*..... Mánadalurinn EFTIR J AC K LON DON. “Svo hún gat þá klifrast upp í tréð og náð brúsanum,” sagði Saxon, “þó hún væri gigt- veik.” “Nei, það gat hún ekki,” sagði Willi glettn- islega. “Hún hafði annað ráð. Þegar fólkið var farið, tók !hún þvottastamp, setti hann und- ir tréð, sótti svo byssu og skaut á brúsann og braut hann, og þá liafði 'hún greiðan aðgang að brennivíninu, því það streymdi ofan í stamp- inn.” Saxon var rétt að sofna, þegar hún aftur heyrði eitthvert hljóð, og nú fanst henni eitt- hvað vera á gangi rétt skamt frá þeim, og vera að koma til þeirra. “Willi!” sagði hún í hálfum hljóðum. “Já, eg er að hlusta,” sagði hann, og var auðheyrt, að hann var glaðvakandi. “Þetta er kannske pardusdvr eða villikött- ur.” “Það getur ekki verið; öll villidýr eru hér alveg útdauð. Hér er ekkert nema friðsamir bændur. ” Ofurlítill þytur fór í gegn um skógargrein- arnar og Shxon fanst sér vera að verða kalt. Svo þóttist hún heyra jiungt fótatak og svo varð alt kyrt og henni fanst kyrðin enn óþægi- legri lieldur en jtetta einkennilega hljóð. Saxon reyndi sem bezt hún gat, að sofna. Henni fanst sandurinn alt af vera að verða harðari og harðari. Hún var búin að fá verki um sig alla, og það var lajrgt frá því, að henni liði vel. Hún var revndar búin að útrýma þeirri hugsun, að þeim stæði hætta af villidýr- um eða nokkru þess konar, en ekki gat hún los- að sig við ein'hvern geig, sem að henni sótti. Enn heyrðu þau eitthvert nýtt hljóð og öðru- vísi en það, sem þau höfðu heyrt áður. Þeim fanst stigið mjög þungt til jarðarinnar rétt skamt frá sér og þau heyrðu, að greinarnar svignuðu og brotnuðu sumar. “Ef þetta voni einhver smádýr, sem við heyrðum til áðan, þá er eg viss um að þetta eru fílar, sem nú eru á ferðinni,” sagði Willi. “Það eru stórar skepnur. Hlustaðu bara, þær eru að koma. ” Þetta hljóð hætti alt af við og við, og kom svo aftur, og ávalt var það að færast nær þeim og alt af að verða greinilegra og skýrara. Willi settist upp og tók handleggnum utan um Saxon, sem var sezt upp líka. “Eg er ekki farinn að sofna dúr,” sagði hann. “Þarna kemur það aftur. Eg vildi það væri ekki svona dimt.” “Þetta gæti verið bjarndýr,” sagði hún og það var auðheyrt, að henni var ekki farið að verða um sel. “Það eru engar smáflugur, það er svo sem auðvitiað,” sagði Willi. Willi stóð á fætur, en Saxon greip í hand- legginn á honum. “Hvað ætlar þú að gera?” spurði hún. “0, svo sem ekkert, en eg skal segja þér eins og er, að mér er farið að leiðast þetta. Eg verð ekki ánægður, nema eg komist að raun um bvað jjiað er. Eg ætla bara að skygnast dálítið um, eg skal fara varlega.” Svo var dimt, að jjegar hann var kominn svo langt frá henni, að hún náði ekki til hans, þá gat hún ekki séð nein deili fyrir honum. Hljóðið, fótatakið, eða hvað það var, heyrðist nú ekki lengur, en hún heyrði fótatak Willa skamt frá sér. Eftir litla stund kom hann aft- ur og lagðist niður og breiddi ofan á sig. “Eg hefi líklega fælt burtu þessa skepnu. Hún heyrir víst betur en eg. Eg fór eins langt eins og eg gat, en hún hefir líklega heyrt til mín og haft sig burtu. — Nú dámar mér ekki, þarna kemur það aftur. ” Þau setust bæði upp og Saxon 'hélt sér í Willa. “Eg get heyrt andardrátt,” hvíslaði hún svo lágt, að það varla heyrðist. Þau heyrðu trjálim brotna rétt hjá sér, og stukku bæði á fætur. “Þennan skolla þoli eg nú ekki lengur,” sagði Willi og gerðist nú nokkuð óstiltur. “Þetta gengur yfir okkur, þegar minst varir.” “Hvað ætlar þú að gera?” spurði hún með allmiklum ákafa. “Eg ætla að liljóða eins hátt og eg mögu- lega get og vita hvort eg get ekki fælt þetta burtu.” Hann sogaði í sig loftið og hljóðaði af öllum kröftum. Þetta hepnaðist öllum vonum framar, og þau heyrðu einhverjar skepnur, sem stigu þungt til jarðarinnar, hlaupa í allar áttir. Og þeim til mikils hugarléttis heyrðu þau nú ekki lengur þetta hljóð, sejn hafði verið að ónáða þau. “Hvað heldur þú annars að þetta hafi ver- ið?” spurði Willi, eftir að þau höfðu bæði þag- að góða stund. “Piltamir sögðu alt af, að eg væri ekki hræddur við nokkurn skapaðan hlut, en mér þykir vænt um að þeir sjá mig ekki núna. Eg vil ekkert hafa meira við þennan sand að gera, eg er orðinn leiður á honum. Eg ætla að kveikja upp eld.” Honum gekk vel að kveikja eldinn, því hann hafði nóg af þurrum sprekum, sem liann hafði tínt saman um kveldið. Loftið var skýjað, en samt sá haim fáeinar stjömur beint uppi yfir sér. Hann gaf þeim nákvæmar gætur og hélt svo af stað. “Hvert ætlarðu að faraf” kallaði Saxon til hans. “Eg er að hugsa um nokkuð,” sagði hann heldur kæruleysislega og gekk í áttina þaðan sem liávaðinn hafði komið. Saxon sat uppi og vafði að sér ábreiðunni og dáðist að því með sjálfri sér, hve hugaður hann væri. Hann hafði ekki einu sinni tekið öxina með sér. Eftir svo sem tíu mínútur kom hann aftur. “Nú fer mér ekki að standa á sama. Þhss , verður ekki langt að bíða, að eg fari að hi*æð- ast skuggann minn. Hvað heldurðu að þetta hafi veriðf Eg er viss um, að þú gætir aldrei getið hvað það var. Það' var hópur af hálf- vöxnum kálfum, og þeir vora enn hræddari en við,” sagði Willi. Hann reykti einn vindling og svo lögðust þau aftur niðnr til að sofa. “Eg verð dálaglegur bóndi, eða hitt þá heldur, ” sagði hann, “ef eg er orðinn svo hug- laus, að eg læt fáeina kálfa- gera mig 'hálfvit- lausan af hræðslu. Faðir minn, eða faðir þinn, hefðu e’kki komist það sem þeir komust, hefðu Jieir verið hræddir við aðra eins meinleysingja eins og kálfar eru.” “Þetta er ekki mikið,” .sagði hún. “Þess- ir kálfar era sjálfsagt eins og kálfar eru vanir að vera, og eg má segja þér, að við eram rétt eins fær í hvað sem er, eins og feður okkar og mæður, og rið erum hraustari og heilsubetri. Við erum bara alin upp öðra vísi, það er alt og sumt. Við höfum vanist borgarlífinu alla okk- aj- æfi og við höfum alt af verið eins og útilok- uð frá náttúranni. Eftir dálítinnrtíma getum við sofið úti, rétt eins og feður okkar gátu.” “Ekki í sandinum, ” sagði Willi hálf ólund- arlegur. “Við skulum aldrei reyna J>að aftur. Við höfum lært það nú þegar, að sandurinn er ekki gott hvílurúm. En nú skulum við reyna að sofna.” Nú voru þau laus við alla ’hræðslu, en sand- urinn var rétt eins ónotalegur eins og hann hafði verið og þeim varð ekki svefnsamt, enda leið ekki á löngu þangað til fór að birta, og þá byrjuðu hanarnir að gala þar rétt skamt frá þeim. * Willi fór á fætur og kveikti áftur upp eld- inn, og Saxon færði sig að eldinum hálf-'skjálf- andi af kulda. Bæði vora þau þreytuleg og dapurleg. Alt í einu fór Saxon að skelli hlægja og fór þá fljótt að glaðna ýfir Willa líka og hann hló engu minna en hún, og það leit út fvr- ir, að þau hefðu nú þegar gleymt að þau hefðu átt illa nótt. IH. KAPITTJLI. Það eru fjöratíu mílur frá Oakland til San José, og Saxon og Willi komust það á þremur dögum og jmrftu ekki að leggja liart að sér til þess. Þau áttu ekki tal við marga og engan, sem hafði eins mikið að segja eins og símamað- urinn, sem þau hittu fyrsta daginn. Þau hittu töluvert marga flökkumenn, seip allir bára með sér ábreiður. Sumir voru á norðurleið, aðrir á suðurleið. Saxon komst fljótt að því, að það var sameiginlegt með þeim flestum eða öllum, að þeir vissu nauðalítið um búskap. Flest vora 'þetta gamlir menn og vei'klulegir og lasburða, og þeir virtust vita fátt nema helzt eitthvað viðvíkjandi vinnu, hvar helzt væri tiltök að fá vinnu, eða hvar hægt hefði verið að fá vinnu einhvem tíma, en það var alt af einhvers stað- ar langt í burtu. Það eina, sœi hún fræddist af þeim um, var það, að á þessum stöðum væri ekkert nema smábændur, sem næstum aldrei tækju vinnumenn, og ef þeir tækju einhverja, J)á væra það áreiðanlega útlendingar, eins og bændurnir væra sjálfir. Bændurnir vora langt frá því að vera vin- , samlegir. Þeir keyrðu fram hjá Willa og Sax- on, oft með tóma_ vagnana, án þess að láta sér verða }>að að vegi, að bjóða þeim að koma upp í vagrnim. Þá sjaldan að Saxon hafði tækifæri til að spyrja þá einhvers, þá litu þeir til hennar grarusamlega og hálf illlega og svöruðu oftast hálfgert út í hött. “Þetta eru ekki Ameríkumenn, þessir karl- ar,” hreytti Willi út úr sér. “1 gamla daga vora allir vinsamlegir hver við annan og hjálplegir.” Saxon hugsaði til jjess, sem bróðir heimar hafði sagt við hana, þegar þau töluðust við síðast. “Það er 'hugsunarháttur fólksins, Willi, hann hefir breyzt. Þar að auki erum við enn of nærri borginni. Þegar við komum lengra frá henni, munum við finna, að fólkið verður vinsamlegra. ’ ’ “Þe&sir karlar era mestu gnitarháleistar, ” sagði Willi ólundarlega. “Þeir hafa kannske góða og gilda ástæðu til þess,” sagði Saxon glaðlega. “Hver veit nema einhverjir þeirra, sem þú hefir barið, séu synir þessara manna.” “Það vildi eg að eg mætti halda að svo væri,” sagði Willi, “en það er nú líklegast ekki svo vel. En þó eg ætti tíu þúsund ekrar af landi og sæi einhvern náunga staulast eftir veg- inum eins og hvern annan förumann, þá mundi eg aldrei slá því föstu, að eg væri jæss vegna meiri og' betri maður en hann.” Willi spurði eftir vinnu, fyrst svona nokk- urn veginn hvar sem var, en síðar aðeins á hin- um stærri býlum. Svarið var æfinlega það sama, að þar væri enga vinnu að fá. Einstaka maður sagði honum, að hann þyrfti mann til að plægja, eftir að færi að rigna. Ofur lítið sá harrn líka gert að plægingu, þó þurt væri, en annars leit út fyrir, að ændurnir væru allir að tbíða eftir einhverju. “En veiztu nokkuð hvernig á að plægjaf” spurði Saxon. “Nei, en eg skil ekki að það sé mikill vandi. Eg ætla að fá tilsögn í því hjá þeim, sem eg hitti næst.” Tækifærið bauðst daginn eftir. Willi klifr- aði upp á girðingu um lítinn akurblett og horfði þaðan á gamlan mann, sem plægði hverja um- ferðina eftir aðra. “Þetta er auðvelt,” sagði Willi eftir að hafa horlft á gatmla manninn stundar korn. “Ef þessi gamli fauskur getur stýrt einum plógi, þá ætti eg að geta stýrt tveimur..” “Farðu og reyndu,” sagði Saxon. “Til hvers er það?” “Ertu búinn að missa kjarkinn?” spurði 'hún glettnislega, en góðlátlega. “Alt sem þú þarft að gera, er að biðja hann að lofa þér að reyna, og liann gerir þá aldrei annað en segja nei. Eg held þú hafir komist í aðra eins mann- raun eins og það.” “Það getur verið, en mér líkar ekki að þessi fauskur neiti mér um það, setm eg bið hann um, en það er miklu líklegra að hann geri það.” “Nei, hann neitar jiér ekki um þetta. Bara segðu honum, að þig langi til að læra þetta verk og beiddu hann að lofa þér að fara nokkrar um- ferðir. Segðu honum, að það kosti hann engin útlát.” “Ef hann gerir það ekki, þá verð eg vond- ur við hann. ’ ’ Saxon hoffði á j>á af girðingunni, en var of langt burtu til að geta lieyrt hvað þeir sögðu. Eftir nokkrar mínútur sá hún, að Willi' tók við taumunum og lagði af stað með hestana, og gamli maðurinn fylgdi honum, og Saxon sá, að hann talaði með ákafa og efaðist ekki um, að nú væri hann að leggja Willa lífsreglurnar. Eft- ir nokkrar umferðir kom gamli maðurinn til Saxon og fór að tala við hana. “Hann hefir plægt áður, }>essi piltur, er það ekki?” “Nei, aldrei á æfi sinni, en liann kann að fara með hesta,” svaraði Saxon. “Það er auðséð, að hann kann eitthvað að þessu, og hann mundi ekki verða lengi að læar,” sagði bóndinn og tók tóbaksplötu upp úr vasa sínum dg skar af henni vænan bita, sem hann lét up í sig. “En ekki býst eg við hann verði svo lengi að þessu, að eg verði afþreyttur að sitja hér. ” Það, sem eftir var óplægt, minkaði stöðugt, en það leit ekki út fyrir að Willi hefði í huga að liætta, og áhortfendurnir tveir höfðu nóg um að tala. Saxon spurði hann í þaula og henni fanst þessi gaímli maður svo undarlega líkur því, sem símamaðurinn hafði lýst föður sínum. Willi hélt áfram þangað til akurinn var all- ur plægður og gamli maðurinn bauð þeim að vera um nóttina. Hann sagðist hafa þar autt hús og þar væri eldavél, sem þau gæti notað, og svo gæti hann gefið þeim nóga mjólk. Meira að segja, ef Saxon vildi reyna hve góð búkona hún væri, })á gæti hún reynt að mjólka kúna. . Saxon gekk ekki eins vel við mjaltimar, eins og Will-a gekk að plægja, og þegar hann var bú- inn að hlæja að henni um stund, þá sagði hún að nú væri bezt fyrir hann að reyna og sjá, hve vel hann gæti gert; en lionum gekk engu betur. Saxon hafði þegar tekið eftir mörgu viðvíkj- andi búskapnum, og hún var ekki lengi að sjá, að hér var ekki góður búskapur. Hann var æði gamaldags, alveg eins og húsbóndinn var sjálf- ur. Hér var engin veraleg jarðrækt; hér var stórt land, en illa unnið. Alt var á fallanda fæti. íbúðarhúsið var mjög hrörjegt, og fjós og önnur útihús engu betri. Framían við húsið óx illgresið hindranarlaust. Matjurtagarður var enginn. Aldinagarðurinn var afar illa hirtur. Avaxtatrén öll skökk og skjæld og moáavaxin. Saxon komst fljótt að því, að syn- imir og dætumar vora farin til bæjanna. Ein dóttir var gift lækni, og önnur var skólakenn- ari. Einn af sonunum var járnbrautarmaður, annar byggingameistari og sá þriðji blaðamað- *ur í San Francisco. Dálítið hjálpuðu systkinin gamla manninum einstaka sinnum. “Hvemig lízt þér á búskapinn hérna?” spurði Saxon, þegar þau voru búin að borða og Willi var að reykja vindling.” “Það er ekki á að lítast,” sagði Willi. “Það er svo sem auðséð, að þessi karl veit lítið um búskap. Það væri reglulegt gustukaverk, ef einhver vildi taka þessa hesta, sem hann hefir, og skjóta þá. Og það væri líklega ágóði fyrir hann líka, að losna við þá. Eg er viss um, að svona. hestar sjást ekki hjá útlendingunum, sem hér búa. Það er ekki bara skemtilegra, heldur marg-borgar það sig að hafa góða hesta. Gaml- ir liestar þurfa meira fóður, en ungir hestar, ef þeir eiga að vera í því ástandi að geta unnið, og ekki kostar minna að jáma þá. Þar að auki era þessir hestar af mjög lélegu hestakvni. Hann er alt af að tapa peningum á þessum hrossum. Þú ættir að sjá hvernig þeir fara með hesta, sem vit hafa á þeim.” Þau sváfu ágætlega um nóttina, en fóru þó snemma á fætur og bjuggust til ferða. “Eg héfði gjarnan viljað gefa ykkur vinnu, svo sem tvo daga,” sagði maðurinn, þegar þau voru að fara, “en því er. nú miður, að eg get það ekki. Síðan bömin tfóra, gefur búið ekki meira af sér heldur en rétt það sem við nauð- synlegast þurfum gömlu 'hjónin, og stundum ekki það. Það hafa verið mörg erfið ár nú, hvert eftir annað, og eiginlega alt af síðan Grover Cleveland var forseti.” “Héma ætla eg nú að .staldra við, og hafa tal af fólkinu, svo framarlega( að hundunum verði ekki sigað á mig,” sagði Saxon, þegar þau síðri hluta dagsins komu í námunda við San José. “Þetta er fallegasta plássið, sem eg hefi séð enn síðan við lögðum atf stað.” Willi var ekld mikið að hugsa um jarðrækt, en hafði hugann aðallega rið að finna land, sem hentugt væri til þess að ala þar upp hross. K.AUP1Ð AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offlce: 6th Floor, Bank of HamiltonChamber* Ekki liafði hann þó eiginlega neitt á móti því, að Saxon færi að tala við þetta fólk, en tók því þó hálf ólundarlega. “Líttu bara á öll þessi fallegu blóm, sem hér eru,” sagði Saxon. “Við höfum ’hvergi séð svona mikið af þeim.” “Eg sé nú ekki mikið vit í þessari blóma- rækt *hér úti í sveit,” sagði Willi. “Eg held bœndunum væri nær að rækta meir af garðmat, sem Jieir geta étið eða selt, heldur en þessi blóm, sem e'kkert gagn er að.” “Eg ætla að tala við þessa konu,” sagði Saxon og benti á kvenmann, sem hélt á spaða í liendinni og var eitthvað að gera framan við dálítið íbúðarhús, sem þar var skamt frá. “Eg veit ekki hvort hún vill selja mér nokkuð, en hún getur þá aldrei gert annað en vera önug og vond. Hún horfir á okkur. Láttu þinn bagga þai-na lijá mínum og við skulum koma inn fyrir og tala við hana.” Willi lagði frá sér bagganna, en hann vildi heldur 'bíða og eiga ekkert við þessa konu. Saxon gekk up]i mjóan gangstíg, og yar mikið af ræktuðum blómum báðu megin við hann. Tveir menn voru þar eitthvað að gera. Annar var Kínverji, liinn gamall maður, dökkevgður og áreiðanlega af útlendu bergi brotinn. Sax- on sá strax, að hér réði miklu meiri hirtni og smekkvísi, heldur en vanalega gerðist. Konan rétti sig upp og horfði á hana. Hún var mið- aldra, grannvaxin, vel til fara, en J>ó blátt á- fram. Hún hafði gleraugu og Saxon virtist hún góðlátleg, en lieldur veikluleg. “Við }>urfum ekkert í dag,” sagði hún áður en Saxon komst að með að segja nökkuð, og brosti góðlátlega. Saxon sá, að hún liafði haft eitthvað með- ferðis, þó hún hefði skilið það eftir utan við girðinguna,. “Við höfum ekkert að selja,” flýtti Saxon sér að segja. “Eg bið fyrirgefningar. Eg hélt þið hefð- uð eitthvað að selja.” Nú fanst Saxon konah enn góðlátlegri en áður og hún beið eftir að Saxon léti u]>pi er- indið. “Við erum að hugsa um að fara að búa, og við erum að gæta okkur áð bújörð; en fyrst af öllu þurfum við að gera okkur grein fyrir, hvers konar bújörð okkur er hentugust. Þegar eg sá þetta fallega pláss, þá fanst mér eg þurfa að spyrja að svo ótal mörgu. Við vitum ekkert um búskap. Höfum átt heima í borginni alla okkar æfi, en eram nú hætt við það og ætlum að búa úti sveit, }>að sem eftir er æfinnar og láta okkur líða vel. ” Konan sýndist verða dálítið forvitnisleg á svipinn, en hún var engu að síður góðlátleg, eins og áður. “En 'hvernig vitið þið, að vkkur muni líða vel í sveitinni ? ’ ’ spurði hún. “Það veit eg nú ekki,” sagði Saxon. “En eg veit hitt, að fátæku fólki getur ekki liðið vel í bæjunum, þegar alt af er endalaust stríð milli verkamannanna og vinnuveitendanna. ” “Þetta er nú góð og gild ástæða, kona góð, en þér verðið að gæta þess, að það er líka margt fátækt fólk í sveitunum og þar er líka margt fólk, sem er óánægt.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.