Lögberg - 08.08.1929, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.08.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN 8. ÁGÚST 1929. TQa. 5. Hvert œtlarðu? Þetta glymur í eyrum manna, sí og æ í Californíu. Og fólkið er ekki að eins suður, heldur út og suður og í allar áttir. Allstaðar eru vegir, ofanjarðar sem neðan, landvegir, sjóvegir og loftvegir. Allstaðar er fult af ferðafólki og alt af er verið að spyrja: Hvert ætlarðu. Ætlarðu upp í fjöll eða út í eyjar, norður eða suður, eða ætlarðu til annars lands eða ann- arar heimsálfu? í sumum stór- borgum Californíu eru að jafnaði fimtíu til hundrað þúsund gestir og oft kemur fyrir, að þeir eru miklu fleiri en það. Og hvert ætlarðu? heyrir maður spurt eins oft fyrir utan landa- mæri Californíu, sem innan, því til Californíu þyrpist fólk úr öll- um áttum, frá öllum löndum heimsins. Til Californíu fara þeir, sem þarfnast hvíldar með, eða heilsubótar, því “þar er ekki ótíð eða köld’*, o. s. frv. Þangað safnast uppgjafa-fólk og efna- fólk, leikarar og listamenn; í fám orðum sagt: menn og konur af öllum stéttum, á öllum aldri. Og allir lifna við og líður vel í þessu yndislega landi, og allir eru góðir og glaðir í góða veðrinu og allsnægtum. Þetta ágæta land, sem er fjór- um sinnum stærra en ísland, eða nærri hundrað og sextíu þúsund fermílur, með fimm miljónir og sex hundruð þúsund íbúa, er ann- að stærsta ríkið í Bandaríkjun- um. Það er þúsund mílur á lengd, eða yfir sextán hundruð kilometers. Californía hefir þrjá h'áskóla og fimtíu og sjö olíu- námastaði. 1 Californíu vaxa hæstu og stærstu tré í heimi, rauðviðartré, sem verða fjögur hundruð og fimtíu fet á hæð og tuttugu fet að þvermáli. H'æstu fjöll í Californíu eru fjórtán þús- und og fimm hundruð fet yfir sjávarmál, en sumir dajir eru fyr- ir neðan yfirborð sjávar. Sum- staðar skiftaist á blómlegir aldin- garðar og brennheitar sandauðn- ir, frjósamar áveitujarðir og skraufþurrar moldarbrekkur og leirhólar. Jarðvegurinn er svo frjósamur, að í hverri dæld má rækta hvað sem er, ef nóg er af ávejtuvatni. Á fáum árum þétt- byggjast stórir dalir, og þorp og kaupstaðir verða til á einu ári. Þetta land hefir tilheyrt Banda- ríkjunum síðan 1846, þá var þar lítið annað en smá þorp og stór landflæmi, sem var eign einstakra manna. Mexicanskar trúboðs- stöðvar og klaustur voru hér og þar um landið. Á mörgum þeim stöðvum hafa nú verið bygðar stórborgir og bæir, sem heita flestar spönsku nafni, er byrjar venjulegast á: Santa, San, Los eða Las, o.s.frv. í Cajiforníu er stærsta borg um sig í öllum Banndaríkjunum, ,fjögur hundr- uð og fjörutíu fermílur, íbúar hátt á aðra miljón. Já, hvert ætlarðu? Það er ekki leiðinlegt að þjóta með fjaðra- vögnunum um stelinsteyptar brautir, gegn um stórskóga, marg- breytilega akra og aldingarða, í ilmandi andvara og sólarljósi, og sjá hinar tígulegu byggingar í borgunum og íveruhús með suð- urlanda lagi. En þó er það nú svona samt, að allstaðar er eitthvað að. Það má segja, að sjóndeildarhringurinn er stundum lítill, því veldur hita- móðan, og þá dettur manni þetta i hug: “Loft er hlýtt og hauður frjótt” o. s. frv. Og þetta: “'Veðrið er hvorki vont né gott” s. frv. En þetta gleymist óðara í ysnum þysnum, því allir eru á fleygiferð og allstaðar er verið að spyrja: Hvert ætlarðu? I Californíu er ferðakostnaður Þolanlegur, fyrir hvern sem er. Fyrir að eins 30 dollara má fara alla leið frá Vancouver, B.C., í Canada, um endilanga Banda- rikjaströndina, og lengst suður í Mexico. En þú getur líka eytt kundrað dollurum á þessari f jögra ^aga leið, ef þú vilt vera með. Og sat að segja, þá veitir manni ekki af tíu dollurum á dag, þegar þang- að er komið, til þess að geta not- ’ð ferðalífsins í fylsta mæli. En eftir því fé mun enginn sjá. Oí? nú á eg ekki annað eftir að^ Segja en þetta: Ef þu ert að ugsa um að ferðast ér til skemt- Unar, þá ættir þú helzt að fara '1 Californíu. — Því hvergi er j^eiri eða jafnari veðurblíða og yergi er fjölbreytilegri jurta- f^éður, og hvergi f heiminum er etra fólk né bjartari framtíð. Ferðamaður. Guðmundur Jónsson fæddur 2. sept. 1875 látinn 2. júlí 1929. Guðmundur Jónsson bóndi í Framnesbygð, i grend við Árborg, Man., andaðist að heimili sínu 2. júlí s. 1., eftir fárra daga legu. Banamein hans var hjartabilun. Guðmundur heitinn var fæddur á Reynistað í Mikley. Foreldrar hans voru Jón Björrisson og Hall- dóra Guðmundsdóttir, ættuð af Austurlandi á íslandi. Hann ólst upp á Fögruvöllum í Geysisbygð. Systkini hans fjögur eru á lífi: Guðrún, ekkja Benedikts Guð- mundssonar í Edmonton, Alberta; Kristjón, einnig heimilisfastur í Edmonton; Anna, kona Gísla Jóns- sonar, bónda í Geysisbygð, og Bergur, til heimilis í Árborg, Man. Guðmundur heitinn kvæntist 15. des. 1900', Herdísi Jónsdóttur, bónda Þorsteinssonar í Djúpadal í Geysisbygð og konu hans Lilju Friðfinnsdóttur. Bjuggu þau Guð- mundur og Herdís eitt ár á Fögru- völlum, en fluttu þá til Framnes- bygðar og bjuggu þar æ síðan. Þeim varð sex barna auðið, dó eitt þeirra í æsku, en á lífi eru þessi börn og búa með móður sinni: Jónas Hermundur, Lilja Jóhanna, Jónina Guðrún, Sigur- Jón Marínó og Snæbjörn. Guðmundur heit. var skylduræk- inn heimilisfaðir og framtaks- saknur og dugandi maður. Hjálp- fús gagnvart öðrum, sérílagi þeim er áttu andstæð kjör. Góður verk- maður var hann talinn og einkar heppinn veiðimaður, en veiðiskap stundaði hann jafnframt búskap um langa! hríð. Guðmundur heitinn var starf- andi meðlimur lúterska safnaðar- ins í Árborg. Hann var jarðsung- inn frá kirkju safnaðar sfns, þann 4. júlí, af séra J. A. Sigurðssyni, að viðstöddumi fjölmennum ást- vinahóp, nágrönnum og vinum. Blessuð sé minning has. Samferðamaður. ÞAKKARÁVARP. Hjartas þakklæti okkar, eiga línur þessar að færa öllum þeim, er á einn eða annan hátt tóku þátt í sorg okkar, við fráfall ástríks eiginmanns og föður, Guðmundar Jónssonar. Við vottum hjai*tans þakklæti fyrir blómagjafir, að- hjúkrun og hjálp og hluttekning í sorg okkar. Við þökkum þeim mörgu er fylgdu honum til grafar. Mre. Herdís Jónsson, og börn hennar. Framnes, Man. SKEMTISTUND í SAMKOUHÚS- INU AÐ MOUNTAIN. Þriðjudagskveldið 22. 'júlí var hér í samkomuhúsinu fágæt skemtistund. Þá var staddur hér hr. Tryggvi Björnson, frá New York, sem ólst upp hér í bygð, en nú er búsettur þar eystra og er við “music”-nám. Hann hafði sam- komu, spilaði á píanó og flutti tölu á milli flokkanna, sem hann spilaði, voru tölur hans um lögin og höfundana og hljómfræði yfir- leitt. Sagðist honum mjög vel. Varð mönnum léttara fyrir að fylgjast með og njóta þeirra fögru tónlaga, er hann svo ágæt- lega spilaði, vegna útskýringa hans. Einnig lék hann tvö fögur lög eftir sjálfan sig. Eg vildi feg-- inn geta talað meira um hvernig þessi ungi listamaður spilar á hljóðfærið, en tel mig ekki færan til að dæma mikið um það. Mér fanst hann apila frábærlega vel og eg var mjög hrifinn með köfl- um. Og eg er sannfærður um, að hann sé þegar orðinn listamaður í sinni grein, en sé þó að þrosk- ast og muni enn mikið vaxa í því efni. Það var siárt, að svo fáir sóttu. Hafa sjálfsagt fjölda margir haft fyrir því góðar og gildar ástæð- ur, að vera fjarverandi. En eg vona að samkomur hans meðal fs- lendinga verði framvegis betur sóttar. Fólk á þess kost, að njóta þar skemtunar, sem er til mikillar uppbyggingar. Svo finst mér einnig mega minnast þess, að hann er ungur fslendingur, sem er að brjótast fram á þessari listabraut, og því vel gjðrt að veita honum þann stuðning, sem í því er fólg- inn að sækja samkomur hans. H. S. SUNNUDAGSSKÓLA HÁTÍÐIN Á MOUNTAIN. Hún fór fram, eins og til stóð, sunnudaginn 28. júlí, í skemti- garðinum að Mountain, og byrjaði um kl. 2 e. h. Veður var frábær- lega gott og aðsókn mjög mikil. Að sjálfsögðu hafa verið viðstadd- ir á annað þúsund manns. Hátíðin byrjaði með barnaguðs- þjónustu, er séra Haraldur stýrði. Var hún hrífandi fyrir það, hve fagur og mikill var söngur barn- anna og umgmennana, þá er sálm- arnir voru sungnir. Prógram var á eftir guðsþjónustunni. Mr. Vict- or Sturlaugson frá Langdon flutti. fagurt erindi á ensku, og Mrs. J. K. Olafson á íslenzku. Sagðist þeim báðum sérlega vel. Ræddu þau um mál sunnudagsskólans og þörfina á kristilegri uppfræðslu kristilegu félagsstarfi fyrir hina ungu. Fjórar stúlkur frá Gardar sungu fjórsöng og þær Misses Thorlakson frá Hensel sungu tví- söng. Var hvorutveggja söngur- inn fagur mjög og fagnað vel af áheyrendum. Einnig naut mótið þeirrar ánægju að hafa með sér hinn listfenga píanista, Mr. T. Björnson frá New York, sem spil- aði tvö fögur lög, annað eftir sjálfan sig. Síðar voru leikir og skemtanir fyrir börnin. Fa.nst öllum að mót þetta hefði lánast hið bezta og langar til að endur- taka fyrirtækið að ári. Viðstaddur. Mussolini Hinn frægi þýzki sagnfræðing- ur, Eimil Ludwig, hefir nýlega haft tal af ítalska einræðismann- inum, Mussolini, og skrifað grein um hann, og verður sagt hér nokk- uð frá innihaldi greinarinnar. Ludwig segir, að Mussolini hafi verið lýst svo fyrir sér, að hann væri járnkarl, mikill leikari — nokkurs kona rNapoleon. En Lud- wig komst að annari niðurstöðu, er hann hafði talað við hann. — Hann segir, a)ð Mussolini sé miklu margbrotnari maður, en lýsingarnar bentu til. Hann kveðst að vísu ekki ganga þess dulinn, að Mussolini hafi reynt að koma til dyranna öðru- vísi en hann va|r klæddur. Það geri allir stjórnmálamenn. En Ludwig telur það lítinn mann- þekkjara, sem ekki sjái gegn um þá grimu. Hann kveðst þess fullviss, að Mussolini vilji forðast styrjald- ir, ekki vegna þess að hann sé friðarvinur — það sé hann ekki — en af alt öðrum ástæðum. 1. Hann er einræðismaður. Og slíkir menn mega búast við að tapa völdum, ef ríki þeirra verð- ur undir í ófriði við önnur lönd. 2. Hann er ekki herfræðingur. Ef til styrjaldar dragi, yrði hann að fbla óreyndum mönnum her- stjórnina. 3. Harin er djúphyggjumaður og listamaður og hlýtur þess- vegna að leggja meira kapp á að byggja upp og móta, heldur en að hleypa öllu í eld, til þess, að ná vafasömum vinning. 4. Hann er næstum því fimtug- ur. Og þegar menn eru komnir á þau ár, hafa þeir hlaupið af sér hornin og langar ekki í æfintýri. Mussolini er þess fullviss, að hann muni geta ráðið öllu þó að hernaðaræði gripi þjóðina. Vit- arilega er óvíst, hvort ráðherr- arnir mundu styðja hann, þegar svo væri komið. En sem stendur eru þeir hræddir við hann. Fascistum svipar í mörgu til kommúnista. Þeir hamast hvor- irtveggju gegn lýðræðinu og þykj- ast hafa nýjan sannleika að flytja mannheiminum. En Mussolini dreymir vafalaust ekki neina drauma um að koma fascisma á í öðrum löndum. Hann 4 veit ósköp vel, hvar stefna þessi getur átt við og hvar ekki. En ef til vill stafar það af því, að fascistaríki eru sterkari, að hans áliti, heldur en lýðfrjáls ríki. Og afleiðingin af því er sú, að ítalía á hægara með að koma ár sinni fyrir borð, þegar hún á við lýðfrjáls ríki heldur en fas- cistaríki. Framan af hefir það eitt vak- áð fyrir honum, að bjarga ítalíu úr höndum stjórnleysingja, því að hann var hræddur um að sig- ur þeirra væri nálægur. Sýnir stórveldissinnans hafa vafalaust liðið fyrir augu hans. En þeim mun nú vera að fækka. Hann er ekki æsingamþður. Og Ludwig heldur, að hann muni trúa miklu meira á sjálfan sig en á fascista- stefnuna. » !Mussolini er fróður í sögu, og hefir mikið dálæti á einræðis- herrum, sérstaklega þeim ítölsku. En ekki virðist hann dæma menn- inai eftir þeirri stefnu, sem þeir .» « i I I i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i *N j n * ~ .íti - LiaM i n 11 a»i • ■_ ■ ■ ■ ^ ^ ^ ^ ^ i ■ ^ i i ■_ ti.i T_Tfc* T ' i « i CUNARD LINE \ 1840—1929 Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada. Cunard línan veitir ágætar sam- göngur milli Canada og Noregs, Sví- þjó'ðar og Danmerkur, bæði til og frá Montreal og Quebec. Eitt, sem mælir með því að ferðast með þessari línu, er það, hve þægilegt er að koma við í London, stærstu borg heimsins. Cunard línan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir Norðurlönd. Skrifstofustjórinn er Mr. Carl Jaoobsen, sem útvegar bænd- um íslenzkt vinnufólk vinnumenn og vinnuikonur, eða heilar fjölskyldur.—■ Það fer vel um frændur yðar og vini, ef þeir koma til Canada með Cunard línunni. Skrifið á yðar eigin máli, eftir upp- lýsingum og sendið bréfin á þann stað, sem gefinn er hér að neðan. Öllum fyrirspurnum svarað fljótt og yður að kostnaðarlausu. 10053 Jasper Ave. EDMONTON 100 Pinder Block SASKATOON 401 Lancaster Bldft. CALGARY 270 Main St. WINNIPEG, Man. 36 Wellington .St. W. TORONTO, Ont. 227 St. Sacrament St. MONTREAL, Que. i i i i i i i i ASK FOR DrvGingerAle ORSODA Brewers Of COUNTRYtLUtí BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BR E W E UV OSBORN E & M U LVEY - Wl N NIPEG PHONES 411II 41-304 56 PROMPT DELIVERY TO PERMIT HOLDERS Tryggið yður ávalt nægan forða af HEITU VATNI fáið yður ELEGTRIG WATER HEATER Vér setjum hann inn og önnumst um vírleiðslu fyrir Aðeins $1.00 út í hönd Afgangurinn greiðist með vægum kjörum Hot Foint Water Heater, gegn útborgun $20.50 Red Seal Water Heater, gegn útborgun $19.00 Plumbing aukreitis, þar sem þarf WúmípeOHijdro, 55-59 iif PRINCESSST. Phone 848 132 848 133 DAUÐRA KAPELLA. hafa fylgt, því að hann lagði mik-' ið að Ludwig til þess að fá hann til að skrifa sögu ítölsku frelsis- hetjunnar Garibaldi. Mussolini er starfsmaður mik- ill. Hann hefir tekið að sér mörg ráðuneyti og ræður í raun réttri einn öllu. Hann talar með virðingu um konunginn. Og stendur miklu betur að vígi gegn honum, heldur en Bismarck gerði gegn Vilhjálmi keisara. Stafar það að miklu leyti af því, að ítalska hirðin hefir engin áhrif, en Bismarck varð alla æfi að berjast við hirðina og ætt- ingja keisarans, sem stöðugt reyndu að koma honum frá völdum. Mussolini vinnur við aukna kynningu, og það sýnir, að hann er ekki fyrst og fremst leikari. Hann lætur ekki leiðalst af hrifn- ingu og er laus við allan rudda- skap. — Hann er hámentaður Norðurálfumaður. Hann berst lítið á. En það er oft á tíðum einkenni starfsamra manna. Hann hefir ágæta stjórn á skapsmunum sinum. Mussolini er merkilegur mað- ur. Og hann hefir aukið gengi þjóðar sinnar mjög mikið síðan hann kom til valda. Hinu verður ekki neitað, að hann er barðstjóri, se'm beitir völdunum eftir geð- þótta sínum. — Frjálslyndir menn hafa orðið að flýja ítalíu. Þeir hafa ekki átt þar mikið friðland. Og þeir hafa verið drepnir og of- sóttir, ef þeir hafa ekki verið svo hepnir að sleppa úr landi,—Þjóð- verjarnir í Tyril, sem hann fékk sér framselda, þegar friðarsamn- ingarnir voru gerðir, hafa sagtt hinum mestu ofsóknum. ítalir vilja þröngva þeim til þess að svíkja þjóðerni sitt og gerast ít- alskir. En ekki er rétt að kenna Mussolini einum óhappaveidc fas- cista. — íslahd. Kveðja frá Færeyjum Á íþróttamótinu við Þjórsárbrú bar lýðháskólastjóri Simun av íSkarði frá Færeyjum, — sem nú er gestur ungmennafélaganna hér á landi og fél. Grímur Kamban hér í hæ — fram kveðju þessa: Fyrir þrem vikum lagði eg af stað frá Færeyjum í þeim tilgangi að vitja ókunnugs lands og ó- kunnugrar þjóðar; því aldrei á æfi minni hefi eg komið hingað til íslands áður. En núna, þegar eg er búinn að vera hérna nokkra daga, finst mér að þér, íslending- ar, séuð landar mínir, og mér finst alls ekki, að eg sé á meðal útlendrar þjóðar, miklu fremur á meðal góðra kunningja og gam- alla vina. öðruvísi er með landið yðar. Að vísu eru fjöllin hérna svipuð fjöllunum okkar í Færeyjum; en hérna er alt miklu stærra. Og svo bætist við ís og eldur: Skínandi hvítir jöklar hátt á móti himni, sjóðandi heitir hverar upp úr yf- irborði jarðar, og í iðrum lands- ins logandi eldur. Þetta er æfin- týri. Á meðan eg var barn, las eg oft æfintýri, og mig #langaði til þess að koma einu sinni í ríki æf- intýrisins og að fá kóngsdóttur- innar. Nú er eg í ríki æfintýris- ins, og hérna er kóngsdóttirin, og hérna á hún æfinlega að bera kórónu sína. Leyfið mér að færa yður kveðju frá fósturlandi mínu, frá Færeyj- um og frá þjóðinni þar. Sú kveðja er í ljóðum, ort undir gömlum, færeyskum bragarhætti og auk þess með stuðlasetningu: Forlög vóru fornum sett frægdarverk at inna; nornan bendi norður-vestur nýlendu at vinna. Stev: Lívshuga langtar at málum; hátt hevjist songur ár sálum. Upp í ljós, upp í ljós! Lívshuga langtari at málum. Skútur lögdu um skerjagarð, skolar brim á flesjum. “Siglum brátt og siglum fljótt, siglum at íslands nesjum.’’ Öndvegissúlur Ingólfs allar halga landið, halga flötur, halga fjöll, halga jökulbandið. Jökulsgler er oman á, eldar undir brenna; áir heljarkaldar og heitar út í havið renna. Eyðikennt laoid og ognin góð, eingin eigur slíka. Heil veri tú, hetjutjóð! hevj tú skattin ríka. Eyðkennt land og ognin góð, fagrar eru vónir; Ingólfs hörn so ung og reyst eiga sögusjónir. Heil veri tú, hetjutjóð! hátt beri tú merki. Veri tær so eitt og alt íslands heiður merki. Stev: Lívshuga langtar at rnálum; hátt hevjist songur úr sálum. Upp í ljós, upp í Ijós! Lívshuga langtar at málum. — Morgbl. 11. júlí. Bréf úr Dýrafirði 27. júní 1929. Veturinn hér vestra eftir nýár var sem víðar óvenjugóður snjó- laust allajafna og frostlaust, en með sumarkomunni breyttist tíð- in til hins verra. Hafa verið nú lengst af norðaustan kuldanæð- ingar, til dæmis snjbylur og frost 1. maí, svo taka varð alt fé á fulla gjöf í nokkra daga. Heilsufar er nú sæmilegt hér, en í febrúar barst hingað inflú- ensa og lagðist hún óvenju þungt á margt fólk hér, með ýmsum mið- ur góðum afleiðingum. Gekk in- flúemsan ört yfir þingeyrar kaup- tún og Iagði 'flesta þorpsbúa í rúm- ið á skömmum tíma og tel eg, eftir því sem eg hefi frétt, að hún hafi lagst á menn með allra þyngsta móti að þessu sinni. Skepnuhöld mega nú kallast góð, þrátt fyrir mjög kalt vor. Er það vafalaust að þakka hinum ein- muna góða vetri. Annars er hér sem víðar meðferð á öllum skepn- um langtum betri en var hér fyr- ir 10—20 árum. Menn eru að skilja það æ betur, að því aðeins gerir skepnan fult gagn, að vel sé til hennar gert, og með vaxandi menningu hlýtur öllum að skilj- ast, að það hlýtur að vera með stærstu syndunum, að Tara illa með dýrin. — Rétt er að geta þess, að í gær var hér haldin nautgripa- sýning undir umsjón Páls ráðu- nauts Zóphóníassonar. Ferðast hann nú hér um Vestfirði í sliku augnamiði. Aflabrögð á báta og þilskip hafa verið í tæpu meðallagi, það sem af er, og veldur þar mest tíðir stormar og ónæði af þeirra völd- um, fremur en fiskifæð. Verðlag útlendrar vöru er ó- breytt frá því um áramót, en aft- ur hefir fiskur fallið mjög í verði. Kaupgjald sama og áður, 80 aur- ar um tímann í dagvinnu karla, en 50 aurai’ um tímann í dagvinnu kvenna. Kaup er að mjög miklu leyti greitt í peningum„ og er það breyting, sem nýlega er komin hér á. Atvinna hefir verið tals- verð í þorpinu. H.f. Dofri, fram- kvæimdarstjóri Anton Proppé, hef- ir keypt mikinn fiskt af færeysk- um skútum einkanlega og flutt hingað vestur og látið verka hér. ■—Nýlega er komin hingað Ford- son dráttaxwél. Er hún eign beggja hreppa fjarðarins og verð- ur bráðlega tekin til notkunar og ætla menn, að hún muni gerbreyta öllum jarðræktunar framkvæmd- um hér, enda virðist sá áhugi, að rækta og klæða landið, stórum að aukast. Séra Þórður ólafsson prófastur og frú hans María ísaksdóttir, eru að flytja héðan. Hefir Ihann stundað prestskap hér alla sína embættistíð. Fyrst í Mýrahreppi. en nú seinni árin í Sandaþingum. Hafa þau hjón unnið hér allra hylli, sakir ljúfimensku og lítillæt- is í allri framkomu. Hefir hinn burtfarandi prófastur einkum unnið göfugt starf með ungling- um og börnum hér í kauptúninu. Fyrir nokkru var þeim hjónum haldið veglegt samsæti á Þing- eyri. Var þeim færð peningagjöf. Enn fremur færði K. F. U. M. pró- fastinum vandaðan göngustaf og kvenfélagið “Voýi” gaf frúnni blómsturvasa úr silfri. Eru gjaf- ir þessar ofur lítill þakklætisvott- ur til *þeirra hjóna frá samsveit- ungum þeirra fyrir margra ára göfugt starf hér í firðinum. Nú eru þau á förum til Reykjavíkur, því þar eru börn þeirra húsett. En eitt er víst, að hugheilar óskir fylgja þeim hjónum héðan, og óska allir hér, að guð launi þeim vel unnið starf hér í þessum firði. Útlegumaðurinn. Fréttaritari í Dýrafirði skrifar 17, júní; “Ekki vil eg setja það í fréttapistilinn, sem eg nú sendi yður, að heyrst hefir frá Arnar- firði, að útilegumaður hafist við í fjallunum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Þykjast Arnfirð- ingar hafa séð ihann og elt hann, en alt af sleppur hann upp á fjöllin. Sumir segja, að hann hafi göngustaf, aðrir sverð. Einu sinni sást hann reka stóran fjár- hóp og stefndi tií fjalla. Var þá farið á eftir honum og náðist mest af fénu. Alt þetta sel eg ekki dýrara en eg keypti, en ekki er því að leyna, að xnargir leggja trúnað á þetta. Telja þó sumir, að frek- ar muni um hrekkjóttan bygða- mann að ræða en útlegumann.’’— Vísir. Einn af lesendum Morgunblaðs- ins hefir sent því eftirfarandi bréf frá Kudöwa, sem er baðstað- ur og heilsubótarstaður rétt hjá landamærum Þýzkalands og Tjek- koslovakíu: “Á lágu fjalli og skógi vöxnu, rétt hjá Kudowa, stendur kapella nokkur og er ihún skreytt þannig, að hún er hlaðin upp að innan úr hauskúpum og leggjum, og eins er loftið. Eru beinin öll fest við ytri vegg með steinlími. Einkennileij tilfinning grípur mann, þegar maður kemur inn í þessa kapellu og stendur þarna umkringdur hvítum hauskúpum, sem glápa tómum augnatóftum á mann úr öllum áttum. Fáar kon- ur hafa hugrökki til þess að koma inn í kapelluna, enda er það ekki fyrir hjartveikt fólk að skoðast þar um. Og það er einkennilegt, að slík kapella sem þessi, skuli vera 4 stað, þar sem menn dvelja sér, til heilsubótar og le'ita lækn- inga við hjartveiki og taugabilun, Nú sem stendur er hér margt um manninn, enda er þetta aðal- tíminn, sem gestir streyma hing- að. Helzt er það aldrað fólk, sem hingað kemur, ístrubelgir, sem hafa etið og drukkið of mikið um æfina. Hér þamba þeir vatn úr heitum laugum, og verður gott af. Ibúamir hér tala bæði þýzku og tjekknesku sín á milli. Bændur hér í nágrenninu eru flestir mjög fáteekir og eiga við bág kjör að búa. Eg hefi spurst fyrir um vinnulaun og kjör verkamanna hér, og er mér sagt, að kaupa- menn fái 8 mörk á viku og alt frítt.” Reykjavík, 5. júlí. A bæjarstjórnarfundi í gær voru samhljóðandi tillögur raf- magnsstjórnar um virkjun á Sog- inu samþyktar. Rafmagnsstjórn- in leggur til, við bæjarstjórn Rvík- ur, að hún ákvarði nú þegar að úyggja 10 þús. hestafla stöð við Efra-fallið í Soginu, og að nauð- synlegur undirbúningur sé gerð- ur svo að unt verði að hefja bygg- ingu stöðvarinnar vorið 1930 og byrja starfrækslu hennar fyrir haustið 1932.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.