Lögberg - 08.08.1929, Blaðsíða 8

Lögberg - 08.08.1929, Blaðsíða 8
Bls. 8. LÖGBERG FIMTUDAGINN 8. ÁGÚST 1929. RoblnHood PI/OUR Trygt með ábyggilegri endur-greiðslu tryggingu og þar að auki 1 0 prc. — Gsetið að tryggingaskjal- inu í hverjum poka. - - - Orb aenum Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega í fundarsal Templara á Sargent Ave. (neðri salnum) næsta sunnudag, 11. ágúst, kl. 3 e h. Allir velkomnir. — Fólk geri svo vel að hafa með sér sálmabækur, eldri útgáfuna eða þá nýju, eftir því sem hverjum einum er hentugast. Eftirfylgjandi nemendur Mr. 0. Thorsteinssonar, Gimli, Man., tóku próf við Toronto Conservatory of Music: Intermediate Pianoforte Grade: Miss Berþóra Goodman, 67 stig, pass. — Junior Pianoforte Grade: Miss Snjólaug Joespson, 73 stig, hon.—Primary Pianoforte Grade: Miss Josephine Sigrid Olafsson, 74 stig, hon. — Elementary Píano- forte Grade: Miss Sigrún Jóhann- son, 67 stig, Miss Kristín Benson, Benson, 75 stig, Miss Ólöf Jónas- son, 72 stig, Miss Evangeline Vig- dís Olafsson 70 stig, allar með hon. — Introductory Piainoforte Grade: Miss Ina Jónasson, 76 stig, Miss Margrét Jónasson, 75 stig, Miss Freyja Olarfsson, 72 stig, og Miss Pearl Sigurgeirsson, 70 stig, allar með hon. — Junior Violin Miss Marion Lang, 71 s*tig, hon. Primary Violin Grade: Mr. Jó- hannes Pálsson, 81 stig, F. C. H.; Mr. Stefán Guttormsson, 75 stig, hon.— Introductory Violin Grade: Miss Björg Guttormson, 73 stig, hon.; Miss Thorsteina Sveinsson, 70 stig, hon. — Mr. Frank S. Wels- man frá Toronto, var prófdómari. ANNAR ÁGÚST 1929. Mountain, N.. D. Þeir dönsuðu, drukku og átu, með dynjandi hlátrasköllum. Flestallir fullir, sem gátu, og fylstur var ég þar af (k)öllum. K. N. Gefið að Betel I JÚIí. Mrs. Eiríksson, Lundar .... $5.00 Mrs. St. Jónasson, Langruth 2.00 Mrs. Jón Baldvinsson, Hnausa 5.0J Kvenfél. Liljan, Hnausa .... 25.00 S. *F. Ólafsson, Wpg......... 5.00 Mrs. G. Elíasson, Árnes P. O., 8 pund af hreinni ull. Mrs. Margr. Sigurðsson, Otto 2.00 Mr. og Mrs. J. H. Paulson, Lampman, Sask........... 10.00 Miss Sera Olafson, Wpeg .... 5.00 Gabriel Gabrielsson, Leslie 5.00 Mrs. Ben. Johnson, Rivert. 2.00 Sama 10 pund ull. B. Guðmundsson, Langruth í.uu Mr. og Mrs. O. Egilsson og sonur þeirra, Langruth 3.00 G. S. Peterson, 111., U.S.A. 5.00 Sigurgeir Pétursson, Siglunes 5.00 Mrs. Marsibil Helgason, Nes P. O., 8 pund ull. Innilega þakkað J. Jóhannesson, féh. Mr. Thorbergur Thorbergsson, frá Churchbridge, Sask., hefir; dvalið í borginni nokkra daga í [ kynnisför til fólks síns, sem hér [ á heima. KENNARA vantar fyrir Rocky Hill skóla, No. 1871, fyrir næsta kenslutímabil, 8 mánuði, frá 26. ágúst til 20. desember 1929, og frá 1. marz til 30. júní 1930. Tilboð- um, sem tilgreini mentstig, æf- ingu og kaup, sem óskað er eftir, verður veitt móttaka af undirrit- uðum til 17. ágúst 1929.—G. John- son, Stony Hill, Man. Mr. Siggeir Thordarson, frá Cypress River, hefir verið stadd- ur í borginni nokkra undanfarna daga. $ Frú Aurora Johnson, ekkja Hon. Thos. H. Johnson, fyrrum dóms- málaráðgjafa í Manitoba, er ný- lega komin til borgarinnar, eftir all-langa dvöl hjá dóttur sinni í De Haven, Conn., og upp á síð- kastið hjá bróður sínum, hr. Kára Frederickson, sem búsettur er í Toronto, Ont. Messuboð. 11. ágúst: Lundar, kl. 2.30 e.m. 18. ágúst: Otto, kl. 2.30 e. m. og Lundar kl. 7.30 s.m. 25. ágúst: Hayland Hall og Dar- win skóla. Tími dags þegar ákveðninn. H. J. Leó. William H. Olson og Catherine Marguerite Van, Allen voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lút- ersku kirkju, laugardaginn 3. ágúst, kl. 11 f. h. Vígsluna fram- kvæmdi dr. Björn B. Jónsson. Lög- berg óskar til lukku. Mr. og Mrs. T. W. Thordarson, Fargo, N. D., komu snöggva ferð til borgarinnar í vikunni sem! leið. Mr. ívar Jónasson, Langruth, Man., var staddur í borginni um helgina. Dr. Tweed verður í Árborg mið- vikudag og fimtudag, 14. og 15. þessa mánaðar. Séra Haraldur 'Sigmar, Moun- tain, N.D., messar í Argyle presta- kalli næstkomandi sunnudag, 11. ágúst. Messurnar þar verða á þessum tíma: Baldur kl. 11 f.h., Grund kl. 2.30 e. h., Glenboro kl. 7 e. h. . Allir boðnir og vel- komnir. ' » fYf Til vina okkar í Árborg. Nú, þegar við erum flutt al- farin frá Árborg, langar okkur til að þakka öllum þeim, sem tóku þátt í að kveðja okkur, sunnudags- kvekiið 28. júlí, í húsi Mr. og Mrs. Sigurjón Sigurðsson. Þar voru okkur færð innileg og hlýleg skilnaðar kveðjuorð og inndæl gjöf (Club BagX og peningasjóð- ur. Síðar bættust við nokkrir trygðavinir, sem höfðu mist af að vera með, því burtför okkar var ráðstafað í hasti. Þessum vina- hóp og öðrum, sem hafa kastað geislum og hlýleik á veru okkar í Árborg, biðjum við þann, sem er höfundur allra gæða, að blessa í framtíðinni. Við munum lengi minnast með þakklæti vinanna í Árborg. W. Selkirk, Man., 5. ág. 1929. Einar Thorwaldson, Guðrún Thorwaldson. Sigríður H. Sigurdson. Sú villa hefir slæðst inn í blað vort í síðastliðinni viku, þar sem getið er um andlát og jarðarför Helgu sál. Bárðarson, sem andað- ist í Argylebygð fyrir , skömmu síðan, að tengdasonur hennar er nefndur Dr. R. McLeod, en átti að vera D. R. McLeod. Þetta eru viðkomandi vinir og venzlafólk beðið að afsaka. Á föstudaginn, hinn 16. þ. m., verður hinn mikli samkomusalur í River Park, sem nefrtdur verður Edgewater Gardens, opnaður fyr- ir almenning. Eykur það vafa- laust mikið aðsóknina til River Park., sem þegar er mikil, því þar er margt til skemtunar, og þar hafa nú nýlega verið gerðar ýms- ar umbætur. Opinn á hverju kveldi, að sunnudagskveldi und- anteknu. Hljóðfærasláttur verð- ur þar afbragðs góður. MARTIN & CO. Þér munuð komast að raun um að fullkomnasta gerð og sanngjarnast verð og hægustu borgunar skilmálar eru að finna hjá MARTIN & CO. EASY PAYMENTS LTD. á fatnaði karla og kvenna og furfatnaði. Það er þægilegt að borga smátt og smátt. Á öðru gólfi Winnipeg Piano Bldg Portage og Hargrave Leiðréttingar. Nokkrar fremur meinlegar pren-t villur hafa slæðst inn í fyrirlest- urinn eftir mig, sem birtist í júlí- blaði “Sameiningarinnar”. Eg leiðrétti þær hér með: Bls. 307—“Raunveruleiki”, ekki “Raumveruleiki”. Bls. 207—r“góðu vinir”, ekki “góður vinir.” Bls. 207—“Andi manns”, ekki “andi mannsins”. Bls. 208—“genera”, ekki ”gen- eral”. Bls. 208—“klifra”, ekki “klifa”. BIs. 209—“þekkingarinnar”, ekki ‘bekkingarinnar”. Bls. 211—“Hann hefir staðið upp úr í mannlífs hafinu”, ekki “Hann hefir staðið á mannlífs- hafinu”. Bls. 213—“Kristnu trúarjátn- ingarnar”, ekki “Kristur trúar- játninganna”. BIs. 214—“Skiftst”, ekki “skifst”. Bls. 215—“Karma”, ekki “Kanna.” Bls. 216—“Byggjast á raunveru- leika”, ekki “leggjast á raunveru- lieka”. Bls. 216—“eigingirnin”, ekki “eigingirni”. Bls. 221—“Allri”, ekki “Allir”. Má eg biðja alla lesendur að gjöra þessar leiðréttingar í blöð- um sínum? Með vinsemd, Carl J. Olson. ROSE THEATRE SARGENT AT ARLINGTON The West End’s Finest Theatre. THUR. - FRI. - SAT. (This Week) WILLIAM HAINES in The Duke Steps Out A Talking Picturc urlth JOAN CRAWFORD and KARL DANE TIGERS SHADOW No. 4 FEATURETTE FABLES KIDDIES! ! KIDDIES! ! WHOOPEE ! ! ! ! In addition to the above program there will be að special “TOM MIX” Feature shown next Satur- day Afternoon Only. Come early and don’t miss it. MON., TCES. & WEÍ>. (Next Week) ‘The Little Wildcat, A Part Talking Picture vnth AUDREY FERRIS, ROBERT EDESON, GEORGE FAWCETT Comedy - Featurette - News Fréttapistlar frá Betel. Það er nú orðið býsna oft, sem við á Betel finnum okkur knúð til að senda þakklætisorð til vina vorra. Við verðum svo hrifin af öllum þeim gæðum, sem við verð- um aðnjótandi úr öllum áttum, að við getum ekki annað en látið aðra vita, að við finnum og skilj- um hvað meint er. Tuttugasta og níunda júní komu hingað heiðurshjónin, séra Rún- ólfur og frú Marteinsson. Hafa þau, hin þrjú síðustu árin, komið á þessum degi og verið hér gift- ingardag sinn, þmítugasta júní. Nú, sem áður, var glatt á hjalla, fögur guðsþjónusta að morgni dags og sérstök ánægja ag gleði ríkti hjá öllum, sem búa hér á þessu stóra heimili. Við þökkum þessum góðu hjónum fyrir þessar ánægjustundir. Tíunda júlí verður einn eftir- minnilegur dagur dagur á þessu sumri. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg kom þá til Betel með sínar vanalegu gjafir og gestrisni. Við Við ætlum ekki að lýsa þeim blessunarríka degi, því ein, sem þar var viðstödd. hefir sent grein til Lögbergs, og á sú grein að birtast áður en þessi litli pistill kemur í ljós. Fjórtánda júlí, kl. 2 e.h., komu sex*bifreiðir brunandi inn á hlað, og inn kom hópur af kærkomnum gestum. Það var kvenfélagið “Lilja’’ frá Breiðuvík. Þær fluttu með sér gleði og blessun fyrir sál og líkama; veitingarnar voru þær allra beztu og svo kom söngur og ræður í lestrarsal heimilisins. Mrs. Gísli Si'gmunds stýrði söngn- um og ávarpaði heimilisfólkið með velvöldum orðum. Bjarni Mar- teinsson flutti skýrt erindi, er lengi mun bú a í huga þeirra, er hlustuðu á. Hr. Jónas skáld Stefánsson frá Kaldbak, var staddur hér í borg- inni á íslendingadaginn og flutti þar kvæði. Messur 11. ágúst: Elfros (á ís- lenzku) kl. 11 árd.; Hólar (á ísl.) kl. 3 síðd.; Elfros (á ensku kl. 7.30 isíðd.. Fjórir embættismenn úr Sáluhjálparhernum tala við ensku messuna. — Allir boðnir og vel- komnir. Vinsamlegast C-. J. O. KENNARI óskast fyrir Frey skóla No. 890, fyrir næsta skólaár. I Umsækjendur taki fram menta- stig, æfingu og launa upphæð Umsóknir sendist til H. B. Skapta son, Box 206, Glenboro, Man. Þjóðernisvakning Um Það efnist birtust nýlega i blaðinu “ísland”, sem út er gef- ið í Reykjavík, eftirfarandi hug- leirtgar og vakningarorð, I. Miklar breytingar hafa> orðið á þjóðarhögum vorum hin síðustu ár. öldur erlendrar menningar og ómenningar hafa gengið yfir landið og skolað mörgu á burt. — Því mun enginn neita, að vér höf- um lært margt og mikið af öðrum þjóðum, sem gagnlegt er fyrir þjóðlíf vort og menningu. En hins fá menn ekki dulist, að sumt af því, sem komist hefir til vor frá öðrum þjóðum, horfir lítt til menningarauka fyrir þjóð vora. En hvað á að gera til varnar því bezta í fari þjóðarinnar? Það væri fásinna hin mesta að reyna til þess að loka landinu fyrir erlendum áhrifum, þó það væri gjörlegt, því að slík innilok- un myndi hafa kyrstöðu og aftur- för í för með sér. Ráðið er að eins eitt: íslend- ingan verða að gerast þjóðræknir. Þeir þurfa að vera sér þess með- vitandi, að þeir séu íslendingar og eigi ávalt að vera sannir og góðir íslendingar. Ef þeir hafa þetta hugfast, eru erlend áhrif á engan hátt hættuleg. Þá verða þau að ganga í gegn um íslenzk- an hreinsunareld, hreinsunareld þjóðrækninnar. Það, sem orðið getur íslenzku þjóðinni til hamingju, kemur heilt og fágað út úr þeim eldi. En hitt, sem ekki á við á landi hér, er ó- fagurt og horfir til óhamingju eða eyðileggingar, brennur þar til kaldra kola. — Þess vegna eiga allir góðir íslendingar að róa að WONDERLAND Winnipeg’s Cosiest Suburban Theatre << Thur. - Fri. - Sat. (This Week) JACK HOLT in AVALANCHE" GLEN TROYON in THE KID’S CLEVER” DOUBLE BILL COMEDY “BIG GAME” Chap. 2, Final Reckoning. ((• Mon. - Tue. - Wed. (Next Week) KEN MAYNARD in THECALIFORNIAMAIL” rAY MURRAY and GARY COOPER “THE FIRST KISS” því öllum árum, að ættjarðarást og þjóðernistilfinning vaxi og þróist með þjóðinni. II. Þrátt fyrir allar þær hörmung- ar, sem dunið hafa yfir þjóð vora á liðnum tímum, hefir þjóðerni vort og tunga haldið velli. Og einmitt vegna þess skorti þjóðina ekki þrótt til þess að slíta af sér fjötra erlendrar ánauðar, þegar tækifæri gafst til þess. Og af þessum sömu ástæðum hefir þjóðin haft mátt í sér til þess að yfirvinna erfiðleika, slíta af sér viðjar vanans og sækja fram á lieð. — Hinar risavöxnu framfar- ir síðustu fimtíu ára hafa sýnt greinilega, hvílíkur þróttur hefir geymst með þjóðinni þrátt fyrir eldgos, ísbönn, plágur og erlenda ánauð. Þeir ágætu kostir, sem vér höf- um erft frá forfeðrunum, mega því ekki glatast. Þeir eru undir- staða framfara þjóðar vorrar á ó- komnum öldum. >En þar sem þjóðerni vort hefir verið aflgjafi þjóðar vorrar á liðnum tímum, frelsað oss úr fjötrum erlendrar ánauðar og gefið oss þrótt til þess að sækja fram á leið, verðum vér að vaka yfir því á komandi timum. Það hefir verið aflgjafi vor f fortíðinni og það eitt getur orð- ið aflgjafi vor í framtíðinni. m. íslendingar eru fámenn og fá- tæk þjóð, í samanburði við flest- ar aðrar þjóðir. Þeir geta því hvorki treyst á vopn né peninga til varnar frelsi þjóðarinnar. Þeir geta ekki treyst neinu nema ætt- jarðarást og þjóðrækni einstak- linganna. Þessar dygðir verðum vér að treysta á til varnar gegn erlendri ásælni og drotnunar- girni. — ísland krefst þess, að sérhver íslendingur geri skyldu sína. IV. íslenzk þjóðrækni getur aldrei orðið að öfgum. Því að íslend- ingar geta hvorki hugsað til land- vinninga né til þess að verða sjálfum sér nógir að öllu leyti. Þjóðernisstefna og þjóðernis- dýrkun getur orðið hættuleg hjá sumum erlendum þjóðum, en hér á landi getur hún aldrei orðið hættuleg, eins og áður er sagt. Það hljóta menn að skilja, ef þeir á annað borð nenna að hugsa. Stórveldissinnar og hernaðarsinn- ar eru oft á tíðum, nefndir þjóð- ernissinnar á meðal annara þjóða. Slíka menn eigum vér ekki til og höfum ekkert við að gera. Þeir íslendingar, sem skammast yfir þjóðernisgorgeir og hernaðar- hættu í sambandi við hann, eru fyrirlitlegir heimskingjar, sem ekki er hægt að telja á meðal ó- vitlausra manna. íslenzkir þjóðernissinnar hljóta vitanlega að gleðjast yfir hverri tilraun, sem gerð er til þess að skapa öryggi og vináttu á meðal þjóðanna. íslendingar hafa alt að vinna, ef slíkar tilraunir hepn- ast, en engu að tapa. EF ÞÉR hafið í hyggjm að byggja, þá tryggiS ySur hjá oss TIMBUR The McArthur Lumber & Fuel Co., Ltd. Cor.y Princcss & Higgins Avc., Winnipeg. 8imi 86 619 Gert í Winnipeg Allar tegundir af rafáhöldum fyrir heimilið. Einnig allskonar aðgerðir. Hlutir silfraðir og nickel litaðir. SIMI: 24 267 GARRY ELECTRIC FIXTURE CO., LIMITED 120 LOMBARD ST. - WINNIPEG Þess vegna hljóta allir hugs- andi Islendingar, hvar í flokki sem þeir standa, að vera góðir þjóðernissinnar. V. En það er ekki nægilegt að tala og skrifa um þessi mál. Eitt- hvað verður að gera, sem að gagni kemur. Og ríkisvaldið á að hafa forystuna. Ríkisskólarnir eru margir og til þeirra fer mikið fé á ári hverju. Þessar stofnanir þarf að nota sem bezt, i þessu ákveðna augnamiði. Sérstaka áherzlu verður að leggja á þjóðleg fræði, tungu vora og sögu, í skólum þessum, brýna fyrir nemendun- um, hvaða skylda hvílir á þeim við land og þjóð, gera það að sjálf- stæðum, hugsandi verum, sem drukkið hafa í sig andann úr beztu bókmentum vorum, fornum og nýjum. Að því veganesti mundu þeir búa lengi. Þessa hefir verið of litið gætt á liðnum tímum. íslenzk fræði hafa ekki skipað þann sess, sem skyldi í skólum landsins. Það á sér meira að segja stað í barna- skólunum, að þar sé kákað við kenslu erlendra tungumála, áður en börnin geta talist læs á sitt eigið mál. Slíkt endemis háttalag má ekki eiga sér stað. Kensla í erlendum málum á ekki að líðast í barnaskólunum. Þjóðernið er fjöregg þjóðar vorrar, og ræktarsemi við það er sá aflgjafi, sem vér verðum að treysta á í hretviðrum framtíðar- innar. — ísland. VARDVEITIÐ MAT- INN og VARÐVEITIÐ HEILSUNA Kæliskápurinn heldur matnum ferskum og kemur í veg fyrir sum- arveikina. ís og kæli- skápur eru beztu kaup- in, þegar um sparnað og góða heilsu er að ræða. Fáið að vita um verðlag vort og hæga borgunarskilmála. ARCTIC.. ICEsFUELCaim. 439 PORTACE ML OOposrt* bk/thon'* PHONE 42321 Frá Islandi Frú Sigríður Jacobsen andað- ist í gær á heimili sínu, Ásvalla- götu 5 hér í bænum. — Visir. Siglufirði, 3. júlí. Þrjú herpinótaskip lögðu út frá Akureyri í gær á síldveiðar. Tel- ur verkalýssambandið þau hafa lagt út í banni sínu, meðan ekki hafi samist um kaupkjör skip- verja, og hafa látið Verkamanna- félag Siglufjarðar í dag auglýsa verkbann á þær síldarbræðslu- eða söltunarstöðvar, er kynnu að vilja taka á móti síld af þeim. Þrjú herpinótaskip komu inn á laugardag með 50—400 tunnur. Norsk línuskip segja hafís 20 sjómílur undan iStraumnesi við PRINCESS FLOIVER SHOP Laus blóm—Blóm I pottum Btömskraut fyrir öll tækifærl Sérstaklega fyrir jartSarfarir. COR. SARGENT and VICTOR Phone 36 102 SAFETY TAXICAB C0. LTD. Beztu bílar í veröldinni Til taks dag og nótt. Sann- gjamt verð. Sími, 23 309. Afgreiðsla: Leland Hotel. N. CHARACK, forstjóri. ísafjörð. Tíð er afar köld. Snjóað í fjöll nærfelt hverja nótt. Reknetjasíld engin og beitutregða. Þorskveiði í dag 3—700 pund á bát. Afli samtals hér í júnímánuði 5,832 skippund, miðað við verkað- an fisk. Hugsið um húshaldskostnað yðar Raforkan er minsta atriðið. Hún er eina framleiðslan, sem lækkað hefir í verði, þar sem nálegá alt annað hefir hækk- að í verði. ' Orsökin er sú, að það kostar nú minna að framleiða hana og að eftirspumin er miklu meiri. Hver dollar, sem borgaður er fyrir rafljós og raforku á heimilunum, veitir meiri þægindi heldur en þeir peningar, sem varið er til nokkurs annars, húshaldinu viðvíkjandi. WINHIPEG ELECTRIC COMPANY ^- “Your Guarantee of Good Service.” Lítið inn í eina af vorum þrem búðum: Appliance Depart- ment, Power Bldg., 1841 Portage Ave., St. James, og cor. Marion og Tache, St. Boniface. TIMBUR 0G JARNVORUR TIL BYGGINGA &Glass cs imited SÍMI 27 391 BEZTU TEGUNDIR AÐEINS 179 Notre Dame Ave. E.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.