Lögberg - 03.10.1929, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.10.1929, Blaðsíða 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER 1929. Högberg Gefið út hvem fimtudag af The Col- umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. VerS $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 685 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Veður elginn Það er nú í sjálfu sér engin nýlunda, þótt ritstjóri Heimskringlu vaði elginn og verði sér til athlægis, en þó má vel segja, að út yflr taki allan þjófabálk, vandræðafálm hans í síðasta blaði. Er þar hvergi, þótt leitað sé með logandi ljósi, heila brú að finna, ekkert annað en innan- tóman mikilmensku vaðal, samboðinn þeim einum, er blindaður er af sjálfsdýrkun og stæri- læti. Svo að segja heilli blaðsíðu af dýrasta rúmi blaðs síns, eyðir ritstjórinn til þess að — ja, til hvers? Það verður nú víst lengi flestum hulin ráðgáta. Er engan veginn óhugsandi, að þar ætti við, það sem Jón Ólafsson einhverju sinni sagði: “Enginn maður undirstendur”, því fáir munu vera þeirri skáldskapargáfu gæddir, að viðlit sé fyrir þá að yrkja nokkurt vit í slíkan endemis botnleysu vaðal. Og hver er svo í rauninni tilgangurinn með öllum vaðlinum? Mál það, sem hér liggur fyr- ir til umræðu, er afar einfalt. Einlæg og króka- laus svör við nokkrum spurningum, hefðu orð- ið fullnægjandi, og vaðallinn þarafleiðandi ó- þarfur. Til þess að spara ritstjóranum tíma og rúm, skulum vé? nú leitast við að setja fram deilu- efnið í þessari furðulegu ritsmíð hans, í sem fæstum orðum, og væntum vér þeirrar kurteysi frá prúðmenninvz, að hann svari blátt áfram og undanfærslulaust þeim spurningum, sem fram eru settar í lok þessarar stuttu greinar. 1 vandræðum sínum og dauðans ofboði, grípur Heimskringluritstjórinn til þeirra ör- þrifráða, er hann getur undir engum kringum- stæðum varið lengur agents-fargan heimfarar- nefndarinnar, að sjóða saman einhverskonár varnarklausu fyrir hönd Mr. Brackens, gegn einhverri ímyndaðri ákæru í hans garð. Vér skulum í fáum orðum athuga muninn á afstöðu Mr. Brackens og heimfaramefndar Þjóðræknisfélagsins. í flestum öðrum löndum Norðurálfunnar, en Islandi, hagar þannig til, að of lítið er um atvinnu, en of margt af fólki. Það er því hvorttveggja í senn, bæði velgjömingur og vinabragð af yfirvöldum þessa lands, að stuðla að vesturflutningi frá þeim löndum. Bæði sambandsstjóm Canada, og fylkin líka, leggja fram árlega stórfé, til innflutninga öflun- ar, þótt ritstjóri Heimskringlu viti það ekki. Til dæmis er samvinna milli stjórnanna hér og stjórnarinnar á Englandi um það, að fólk flytji þaðan og hingað vestur. Sama er að segja um ýms önnur lönd Norðurálfunnar, svo sem Noreg og Svíþjóð. Þetta ætti ritstjóri Heimskringlu að vita, þó það sé nú reyndar nokkuð margt, er virðist fara fyrir ofan og neðan garð hjá hon- um á þessum verstu og síðustu tímum. Um Is- land er nokkuð öðra máli að gegna. Það er eina landið, er um þessar mundir hefir sama sem ekkert af atvinnulevsi að segja, vill enga útflutninga og þarfnast fleira fóiks. Um þetta þýðingarmikla atriði, hefir Mr. Bracken senni- lega verið með öllu ókunnugt. Fjárveitingin til vesturflutninga-auglýsinga, hefir því í hans augum ekki verið neitt athugaverð. Sérstak- lega var það eðlilegt, eftir að heimfararnefnd- in fullvissaði hann um, að Islendingar vestan- hafs óskuðu styrksins í einu hljóði. Mr. Brack- en hefir verið öldungis ókunnugt um, að hér var í fyrsta lagi verið að blekkja hann og vinna á bak við Islendinga. Hefir hann trúað nefnd- inni og haldið að hún segði satt, þegar hún var að gera samninginn og ganga að öllum skilvrð- um fyrir hönd allra Islendinga. Enn fremur vissi hann það ekki þá, að móðgandi gæti verið fyrir Islendinga heima, að atburður þessi yrði notaður til vesturflutninga áhrifa. Bezta há- tíðargjöfin, sem til dæmis England gæti fengið við samskonar tækifæri, væri það, að hundruð- um þúsunda veittist kostur á að flytja til Can- ada. Mr. Bracken hefði því með góðri sam- vizku getað komið heim til Englands og rétt Englendingum hægri hendina með vinarkveðju og heillaósk, og haldið í hinni hendinni aug- lýsingaskjali, í því skyni, að efla innflutning hingað til lands frá Englandi. Svona gat hann auðveldlega haldið, að högum væri háttað á fs- landi. En þegar hann fær sannar upplýsingar aniíars staðar að um það, að nefndin hafi blekt hann, og sé að leiða hann í ógöngur, þá hættir hann að sjálfsögðu að trúa henni, og vill hvorki né ætlar að koma til íslands sem vesturflutn- inga agent, þó hann áður sæi ekki neitt athuga- vert við það, sökum þess að nefndin blekti hann. Þess vegna hættir hann við að veita styrkinn og bjargar þar með heiðri fslandinga frá þeirri óhæfu, sem að öðrum kosti hefði skeð. En þetta er ekki heimfararnefnd Þjóðræknisfélagsins að þakka. Hún hefði vitanlega gint Mr. Bracken með auglýsingaféð alla- leið á Þingvöll, án þess að hann vissi annað, en að hann væri að gera íslendingum vinargreiða, ef honum hefði eigi borist bendingar úr annari átt, er hann vissi, að óhætt var að reiða sig á. Eða hvers vegna ætli hann hafi hætt við að veita auglýsingaféð ? Auðvitað af þessari ástæðu og engri annari. Þetta skilja allir, sem skilja vilja. Sannleikur- inn er sá, að ritstjóri Heimskringlu, er að reyna að draga athygli fólks frá agents fargani nefnd- arinnar, með því að beina hugum þess, að ein- hverri ímyndaðri móðgun gegn Mr. Bracken, sem aldrei hefir nokkru sinni átt sér stað. Svo er Mr. Bracken vitanlega sagt frá þessum ægi- legu árásum og þeirri dæmafáu vöm, er blað “hans” hafi haldið uppi, — enda ekki nema eðlilegt, að eitthvað sé til þess gert, að vinna fyrir þeim styrknum líka. Ekki vantar “við- skiftasiðferðið,’ þeim megin! Sökum þess, hve ritstjóra Heimskringlu sýnist veitast það undur erfitt, að halda sér við efnið, og fimbulfambar þarafleiðandi út um alla heima og geima, þá skulum vér nú gera hon- um vitund hægra fyrir, og draga saman í nokkr- ar spurningar þann megin-kjama, sem um er deilt. 1. Vér staðhæfum, að heimfararnefndin hafi beðið Mr. Bracken um styrk í nafni Þjóð- ræknisfélagsins. Er það ekki satt? 2. Vér staðhæfum, að Mr. Bracken hafi til- kynt nefndinni, að slíkan styrk væri ekki unt að veita. Er það ekki satt? 3. Vér staðhæfum, að Mr. Bracken hafi til- kvnt nefndinni, að hann væri tilleiðanlegur til að kaupa $3,000 virði af auglýsingaáhrifum í sambandi við hátíðina. Er það ekki líka rétt? 4. Vér staðhæfum, að Mr. Bracken hafi tek ið skýrt og ákveðið fram, að ekki mætti eyða þessu fé til nokkurs annars, en að auglýsa Manitoba á Islandi. Er það ekki rétt? 5. Vér staðhæfum, að Mr. Bracken hafi sagt, að hann væri tilleiðanlegur til að veita þetta auglýsingafé, af því hann liti svo á, að það mvndi borga sig. Er það ekki rétt? 6. Oss skilst, að Mr. Bracken hafi gert það að skilyrði fyrir veitingu auglýsingafjárins, að hann fengi fullvissu fyrir því, að ekki yrðu skiftar skoðanir meðal Vestur-fslendinga um það, að auglýsingastarf í sambandi við þetta hátíðlega tækifæri yrði skoðað sæmilegt. Er það ekki rétt? 7. Oss skilst, að heimfararnefndin hafi full- vissað hann um samhug fslendinga í þessu efni. Er það ekki rétt? 8. Vér staðhæfum, að heimaýarnefndin hafi gert þann samning við Mr. Bracken, að nota féð einungis til þess að auglýsa Manitoba á íslandi. Er það ekki rétt? 9. Ef þetta er rétt, hvemig ætlaði nefndin þá að auglýsa? Hverjum ætlaði hún að borga peningana á fslandi, og fyrir hvað? 10. Er það ekki satt, að Mr. Bracken hafi hætt við að kaupa umrædd auglýsingaáhrif, jafn- skjótt og hann komst að því, að nefndin hafði ekki sagt honum allan sannleikann? 11. Ef það er satt, sýnir það þá ekki, hve óendanlega miklu hreinskilnari og ærlegri, að Mr. Bracken var, en heimfaramefndin? Sjái ritstjóri Heimskringlu sér ekki fært, að svara spumingum þessum vífilengjulaust, þá vita allir af hverju það er. Botnleysis stórvrða- vaðall eins og sá, er birtist í síðasta blaði hans, getur undir engum kringumstæðum skoðast drengilegt svar við spurningunum. Persónuleg níðmæli Heimskringluritstjórans í vom garð, látum vér oss í léttu rúmi liggja. Haldi hann að fjaðraskúfar sínir vaxi að ein- hverju leyti við slíka háttsemi, er honum vitan- lega ekki of gott að lifa í þeirri trú. Lítilshátt- ar goluþytur frá einum allra lítilsigldasta leigu- liða afmönnunarstefnunnar meðal fslendinga í Vesturvegi, truflar hvorki jafnvægi vort né sálarfrið. Öfriðarhorfur Síðastliðna tvo mánuði, hefir þungbrýn ó- friðarblika hvílt yfir Manchúríu. Em það Rússar og Kínverjar, er fylkt hafa liði á landa- mærunum, og lemt íi skærum nokkram annað veifið, þótt ekki hafi til stórorastu komið, eða opinberrar styrjaldar. Þrætueplið er járn- brautarkerfi í Manchuríu, er Kínverjar vilja einir ráða yfir, en Rússar þykjast eiga frekara tilkall til. Eins og málin samt serri áður nú horfa við, virðast líkurnar fyrir verulegum ófriði, tals- vert minni, en út leit fyrir um eitt skeið. Mun megin-ástæðan vera sú, að Rússunum þyki það alt annað en fýsilegt, að leggja út í blóðbað að svo stöddu, og eiga það þar með jafnframt á hættunni, að Japanar skerist í leikinn, sem fyllilega má gera ráð fyrir að verða myndi, því þeir hafa hvað ofan í annað lýst yfir því, að þeir myndu aldrei láta það viðgangast, að Rúss- ar legðu undir sig Manchuríu. tírslit stríðs, sem aðeins yrði háð milli Rússa og Kínverja, út af fyrir sig, eru nokkum veginn auðsæ. Hvað vígbúnað áhrærir, standa Rússar Kínverjum svo óendanlega miklu fram- ar, að slíkt þolir engan samanurð. Myndi það ekki taka ‘rauðu hersveitimar ” sérlega langan tíma, að ná haldi á Manchuríu, yrði þær látnar einar um hituna. En til þess myndi engan veg- inn koma, sökum afstöðu Japana, eins og þeg- ar hefir verið bent á. Ef til þess kæmi, sem vonandi verður ekki, að Rússar hyggi á að ná sér niðri á Kínverjum síðar meir, þá virðist langt um líklegra, að þeir myndu ráðast inn í Mongólíu, því þótt sam- göngufæri séu þar harla léleg, og engar jám- brautir, þá er landið þó alls ekki ófært yfirferð- ar, vel mönnuðum og vígþyrstum hersveitum. Afstaða Japana til Manchuríu, er slík, að Rússar þurfa undir engum kringumstæðum að gera sér í 'hugarlund, að ná nokkru sinni fulln- aðar umráðum yfir því landsvæði. Haust Haustnæðingurinn svalur og svifgreiður, sker upp herör og hleður valkesti úr fölnuðum laufum. Erindi hans verður ebki nema á einn veg skilið — hann er forboði vetrar. Fólkið, er sárþráir alt af yl, áfangastöðvanna leitar til með einhverjum óvissu-hraða. Tvísýnis-óttinn úr augum skín og ýmsir lesa þar forlög sín í fjúkinu fölnaðra blaða. Vafalaust hefir oft og einatt mörgum mann- inum staðið stuggur af aðkomu vetrar, og mis- jafn verið lagður skilningurinn í tilgang hans. Hann tekur líka heldur ekki ávalt mjúkum móð- urhöndum á þeim, sem fátækur er og úrræða- fár. Þó er það með veturinn eins og sjálfan dauðann, að báðir eru óhjákvæmilegir megin- þættir í enduryngingarkeðjunni miklu, Hér í landi, eins og reyndar svo víða ann- arsstaðar, er haustið eitt dásamlegasta tímabil ársins. Þótt skógurinn hafi nú að vísu felt fjaðrirnar og skift um lit, þá hvílir yfir öllu dulræn draumró, endurblik yndis og innri friðar. I fótspor hugsjónanna “Á tímum þeim, er vér lifum á, með öllum þeim feiknahraða, sem daglega á sér stað, svo að segja á öllum sviðum, kunna ýmsir að hugsa sem svo, að hugsjónalífinu sé tiltölulega lítill gaumur gefinn, og má vel vera, að nokkuð sé til í því. Ýmsir eru þeir, er syo líta á, að liugsjónirn- ar séu í eðli sínu svo draumkendar, að þær eigi í raun og veru í engu sammerkt við staðreynd- ir og veruleika, og að þess vegna verði þær und- ir engum kringumstæðum handsamaðar, ef svo mætti að orði kveða. Og með það fyrir augum, hvað kröfurnar um þekkingu á hinum efnislegu sviðum, eru strangar, hyggja margir, að ekki sé um annað að gera, en fylgja þeim á fremsta hlunn. En hvað svo sem því líður, þá kemst enginn langt áleiðis, án þess að hafa einhvern annan og meiri tilgang að markmiði. Vafalaust halda ýmsir, að sérhver hugsjón sé ímvnd fullkomnunarinnar, eða fullkomnunin sjálf, og þarafleiðandi sé það dauðlegum mönn- um ofurefli, að klífa þann bratta, er þang- að leiðir. En sé einhver aftur á móti þeirrar skoðunar, að mannkynið feti ekki í fótspor hug- sjónanna, þá fær hann eigi litið málið í réttu ljósi. Hugsjónirnar lýsa leiðina, og halda á- fram að gera það, fram í ómælisaldir. Gjörhugull maður verður skjótt var áhrifa frá hugsjónaheiminum, í hinu daglega starfs- lífi mannanna, engu síður en á sviði heimsmál- anna. Fyrir nokkra tók kirkjusöfuður einn sér það fyrir hendur, að festa upp eftirgreinda auglýsingu við þjóðveg, er lá skamt frá kirkj- unni: “Vér náum ef til vill aldrei hámarki hug- sjóna vorra, en samt sem áður lýsa þær veg vorn eins og stjörnumar, og hjálpa oss til að halda áttunum”. Hvað margir lásu auglýs- inguna, vitum vér ekki, þótt vér teldum það nokkurs virði að vita það. Þó væri hitt samt langtum meira virði að vita, hversu margir hefðu gróðursett innihald hennar í hjarta sínu. Ganga má þó mega út frá því, sem nokkurn veg- inn gefnu, að allmargir hafi fest auglýsinguna í huga og tileinkað sér það, er hún hafði að flytja. Það stendur öldungis á sama, í hvaða átt að litið er, — hugsjónaáhrifin birtast í einu og öllu. Á þjóðvegum, jafnt sem í borgum, lýsa hugsjónirnar upp limhverfi manna, og veita því innilegri svip. Stundum getur sitthvað það, sem í augum ýmsra kann að skoðast smáatriði, verið í rauh- inni óendanlega fögur hugsjón, er varpar frá sér bjarma út um heim. Jafnvel hálfdrevmd hugsjón getur oft og einatt, reynst sá vegvísir, er leiðir í öragga höfn, þegar annað þrýtur. I ýmsu því, sem fjöldinn ef til vil teíur lítil- mót.Iegt í dag, getur falist framtíðarhugsjón, er veitir leiftrandi ljósi inn í líf mannanna. Það er ástin á því góða, fagra og sanna, er skraðfegrar umhverfi manns, og flytur oss lengra og lengra áleiðis að takmarki frekari fullkomnunar. ” Ur Christian Science Monitor. Canada framtíðarlandið Svo má heita, að sama regla gildi í Alberta og hinum fylkjum sambandsins, að hví er útmæling áhrærir. Var byrjað að mæla frá landamerkjalínu Bandaríkjanna. Hin stærri útmældu svæði, er section, eða fermílur af landi, er taka yfir 640 ekrur. Sérhvert township, þannig mælt út, inni- heldur 36 sections, eða 23,000 ekr- ur. Spildum þeim, er sections kallast, er svo aftur skift í fjórð- unga, eða 160 ekra býli. Héraðsvegir í fylkinu mega á- gætir kallast, enda hefir verið til þeirra varið miklu fé, bæði frá sveita, sambands og fylkisstjórn- um. Fylkið saman stendur af borg- um, bæjum, þorpum og sveitar- félögum, er hafa sína eigin fram- kvæmdarstjórn, að því er heima- málefni áhrærir. Alls eru sex borgir í fylkinu. Er þeim stjórn- að af borgarstjóra og bæjarráðs- mönnum, kjörnum 4 almennum kosningum. Þó er stjórnarfyr- irkomulag borganna sumstaðar talsvert mismunandi. Sérhverri borg er stjórnað samkvæ-mt lög- giltri reglugjörð eða grundvallar- lögum. — Bæjum er stjórnað af bæjarstjórn og sex fulltrúum, en þorpunum stýra oddvitar ásamt þrem kosnum ráðsmðnnum. — Lög þau, eða reglugerðir, sem bæjum og þorpum ber að hegða sér eftir, nefnast The Town Act og The Village Act. Sveitarfélög eru löggilt af fylkisstjórn, eða stjómardeild þeirri, er með höndum hefir eft- irlit með héraðsmálefnum — Municipal Affairs — samkvæmt bænatfskrá frá kjósendum, er í bygðarlaginu eiga dvöl. Sveitar- félagi er stjórnað af sex þar til kjörnum ráðsmönnum, og er for- maður þeirra nefndur sveitarodd- viti. Sveitarfélög, sem eru að byggj- ast en hafa eigi hlotið löggild- ingu, standa undir beinu eftirliti fylkisstjórnarinnar. Eins og í hinum Sléttufylkjun- um, er að finna í Alberta allar nútíðar-menningarstofnanir, svo sem bókasöfn, sjúkrahús, skóla og kirkjur. Eru barna og .unglinga- skólar í hverju löggiltu bæjar- eða sveitarfélagi, svo og gagnfræða- skólar, kennaraskólar, iðnskólar; enn fremur landbúnaðar og verzl- unarskólar, er njóta góðs styrks frá stjórninni. Skólahéruð má stofna, þar sem eigi búa færri en fjórir fast-búsettir gjaldendur, og eigi færri en átta börn frá fimm til átta heimilum. Skylt er öllum foreldrum að láta börn sín sækja skóla, þar til þau hafa náð fimtán ára aldri. Heimilað er og sam- kvæmt lögum að láta reisa íbúð- arhús handa kennurum á kostnað hins opinbera, þar sem svo býður við að horfa, og nauðsynlegt þyk- ir vera. / , Skólahéruðum fer fjölgandi jafnt og þétt, og er ekkert til sparað, að koma mentastofnunum fylkisins í sem allra bezt horf. Á landbúnaðarskólunum nema bændaefnin vísindalegar og verk- legar aðferðir í búnaði, en stúlk- um er kend hússtjórn og heimilis- vísindi. Réttur minnihlutans er trygð- ur með sérskólum, sem standa undir eftirliti fylkisstjórnarinn- ar, enda verður auk hinna sér- stöku greina, að kenna þar allar hinar sömu námsgreinir, sem eru kendar í skólum þeim, sem eru fylkiseign. í borgum og bæjum eru gagn- fræða og kennaraskólar og í sum- um þorpum einnig. — Mentamála- deild fylkisstjórnarinnar hefir að- al umsjón með skólakerfinu, ann- ast um að fyrirmælum skólalag- anna sé stranglega framfylgt. — Þrir kennaraskólar eru í fylkinu: í Edmonton, í Calgary og í Cam- rose. Verða öll kennaraefni, lög- um samkvæmt, að ganga á náms- skeið, þar sem kend eru undir- stöðuatriði 1 akuryrkju. Háskóli í Alberta er í Suður- Edmonton. Eru þar kendar allar algengar víisindagreinar, er kraf- ist er að þeir nemi, er embætti vilja fá í þjónustu hins opin- bera. í fýlkinu eru sex skólar, er það sérstaka verkefni hafa með hönd- um, að veita sveitapiltum og stúlkum tilsögn í grundvallarat- riðum landbúnaðarins, svo sem akuryrkju, húsdýrarækt, mjólkur- meðferð og ostagerð, enn fremur bókfærslu, er við kemur heimilis- DODD’S KIDNEY í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. haldi. Skólar þessir eru í Ver- million, Olds, Claresholm, Ray- mond, Gliechen og Youngstown. Námsskeið fyrir bændur eru haldin á ári hverju við landbún- aðarskólana, og fer aðsókn að þeim mjög vaxandi. Fyrirlestra hljómleikar Tryggva Björnssonar. Við íslendingar höfum meðal okkar marga menn og konur, sem leika á píanó, en flestir láta sér nægja að hafa það sér til ánægju eða leita sér atvinnu við kenslu. Það er fáir, sem hafa til nokk- urra muna gefið opinbera hljóm- leika, nema Haraldur Sigurðsson, sem heima á í Kaupmannahöfn. Vil eg láta ósagt, hvort það staf- ar af vilja- eða getuleysi, að ís- lendingar hafa látið það undir höfuð leggjast. Yfirleitt 'hafa ís- lendingar meira gaman af sðng en píanóleik, enda tekur meiri skilning að njóta píanóleiks til fullnustu, heldur en söngs. En vera má, að framvegis verði al- mennari áhugi að hlusta á góðan píánóleik, því fjöldi íslendinga láta börn sin læra píanóleik og virðist það vera mjög mikið al- mennara nú en áður var. Síðastliðið sumar hefir píanó- í lútersku kirkjunni á Victor str. ast um íslenzku nýlendurnar í Canada og Bandaríkjuunum, og gefið píanóhljómleika ásamt fyr- irlestrum um tónlist. Kvaðst hann gera það mest til að auka á- huga Vestur-íslendinga fyrir feg- urð hljómlistarinnar. Einnig að vekja þá til meðvitundar um skerf þann, er þeim bæri að inna af hendi sem listamenn framtíðar- innar bæði austan hafs og vestan. Einn slíkan hljómleik hafði hann kvæmlega frá ræðum hans og þann 10. sept. s. 1. Að skýra ná- ekki sá eini, sem óskaði að fleiri fs- píanóleik, væri lengra mál en eg hefi kost á að skrifa, og verður hér því aðeins drepið á örfá at- riði. Það er svo sjaldgæft hér í landi, að íslendingur ifærist slíkt í fang, að ðlium listelskum mönn- um ætti að vera viðleitni hans gleðiefni. Eg er viss um, að eg er Brahms, Schuman o. fl. Voru þau lendingar reyni að ryðja sér braut sem píanóleikarar, og óska honum láns og gengis framvegis. Flest lögin, er hann lék, voru eftir fræga meistara, Beethoven, Brahms, Schlman o. fl. Voru þau öll vel og smekklega valin. Hann lék ekkert, sem ekki hafði list- gildii. Hann gerði enga tilraun_ til að villa áheyrendum sjónir með innantómum glamranda-lög- um, til að sýna ifingrafimi sína. Var það sérlega þakkarvert, þar sem svo margir halda, að sá sé beztur leikarinn, er fljótast getur farið með finguma. Leikur hans var blátt áfram og tilgerðarlaus og sýndi glögt, að honum var meira í mun að láta áheyranda njóta fegurðar laganna, en að sýna liðleik fingra sinna. Þá er píanðleikarinn sannur þjónn list- arinnar, er hann gleymir sjálfum sér til að tjá áheyrendum sínum boðskap og fegurð meistaranna. Og Tryggvi Björnson er einn af þeim, er ifinna glögt til að svo er. Mun öllum vinum hans þykja vænt um, hve leikur hans er nú þrosk- aðri, en þá er hann.fór héðan fyr' ir fimm árum síðan, og óska a® hann haldi áfram að þroskast og fullkomnast í framtíðinni og kom- ast sem lengst á þeirri leið, er hann svo giftusamlega hefir hafið. Hann flutti einni tvær stuttar ræður. Fjallaði fyrri ræðan uin

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.