Lögberg - 17.10.1929, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. OKTÓBER 1929.
Bls. 7.
Er nokkuð að skinninu?
Hvert sem það nú er skurður,
hrufla, útbrot, bólur eða þrálátt
Eczema, þá er Zam-Buk meðalið
sem við á.
Þú getur ávalt reitt þig á
þetta ágæta jurtalyf. Það eyðir
verkjum og eiturefnum, sem gera
sárin hættuleg og lækna fljótt og
vel öll hörundssár.
Notir þú Zam-Buk daglega, verð-
ur hörundið hreint og hraustlegt
og áferðarfallegt. Það er reglu-
legt húðmeðal og ólíkt öllum al-
gengum áburði, sem fólk kaupir
ir til að græða húðsjúkdóma.
Zam-Buk hefir reynst framúr-
skarandi vel við Eczema, hring-
ormi, eitruðum sárum, gylliniæð,
skurðum, sárum á höndum og fót-
um og andliti, brunasárum o. fl. o.
fl. 50c. askjan, 3 fyrir $1.25.
Hjá öllum lyfsölum.
Mýkir, Hreinsar, Græðir.
Er Island sama landið
og fyrir 25 árum?
Eg er hálf hræddur um, að Vest-
ur-íslendingar hér myndu kalla
mig vel-lygna Bjarna, ef eg færi
að skrifa um breytingu íslands
nú á síðustu 25 árum.
Það er óhætt að segja, að vest-
urflutningar hafi byrjað um 1870
og haldist til 1904 að kalla má.
Og aðal orsök þess, að íslending-
ar fluttu sig búferlum, var sú, að
landið gat því miður ekki fætt og
klætt landsmenn almennilega; alt
virtist þá hjálpa til að lama at-
hafnalíf landsmanna, bæði til
lands og sjávar. Bændur gátu lít-
ið framleitt á búum sínum, sem
þeir gæti komið í gott verð í kaup-
staðnum, og um peningagreiðslu
var þá ekki að ræða. Mest voru
það danskir kaupmenn af Gyðinga
ættum, sem höfðu þá verzlunina í
sínum höndum, og það sem verst
var, að okrarar þessir skömtuðu
landsmönnum bara úr sínum eig-
in vasa og geðþótta verð afurð-
anna, sem þeir keyptu, og oft mun
bóndinn hafa farið með skarðan
hlut frá borði kaupmanns, vegna
vanþekkingar sinnar og meinleys-
is, á þeim tíma. Og sömu söguna
er af sjávarafurðunum að segja,
landsmenn voru þá ekki búnir að
fá neinn markað eða verð fyrir
fisk sinn; mikið af fiskinum var
hert, og brúkað til heimilisins,
eða þá látið í vöruskiftum til
sveitabóndans. Salt var þá mjög
af skornum skamti og mjög dýrt,
enda skemdist fiskur og kjöt ein-
att af þeim sökum. Siglingar fá-
tíðar mjög; þegar bezt lét, að
seglskúta kom til fjarðarins vor
og haust, eða tvisvar á ári.
Þegar alt þetta er athugað ná-
kvæmlega, með mörgu fleiru, og
hve hörð og ömurleg lífskjör ís-
lendingar áttu við að búa, á 19.
öldinni, eða sérstaklega síðari
hluta hennar, skyldi enga undra,
þó landsmenn yfirgæfu land sitt,
í stórhópum, og reyndu af veikum
mætti að breyta til, þar sem von
var um efnahagslega betri af-
komu. Það var því ekkert annað
en neyðin og sulturinn, sem rak
íslendinga vestur um haf.
En, kæru Vestur-íslendingar!
Nú er öldin önnur, nú er upprunn-
in ný blómaöld á íslandi, saman-
borið við ástandið, sem ríkti þeg-
ar Ameríkuferðirnar hófust. ís-
lendingar eru nú af erlendum,
þektum vísindamönnum, taldir
betur að sér (mentaðri) og standa
á hærra menningarstigi, en flest-
ar aðrar þjóðir heimsins, sérstak-
lega alþýðan. Álit landsins er
stóraukið meðal erlendra þjóða,
en íslenzku innflytjendurnir í
Canada og Ameríku eiga nú sinn
bróðurpartinn af hinu mikla áliti,
sem enskumælandi þjóðir hafa nú
á Islandi og íslendingum. Áður-
meir var ekkert hugsað um ung-
linga, annað en það, að láta þá
vinna, vinna, vinna baki brotnu,
frá því þeir gátu staðið á löppun-
um, og ekkert hugsað um neitt
annað. Nú er ekki hugsað um
annað, en láta börn ganga á skóla
samfleytt frá 10 til 20 ára aldurs.
ÖIl áherzlan er lögð á, að barnið
fái góða og haldgóða mentun, fyr-
ir lífið síðarmeir, en minna hugs-
að um að láta það vinna. Það er
nú algengt, að ungir verkamenn
tali flest Skandinavisku málin, og
útlendinga rekur oft í rogastans
og trúa því vart annað en þeir
eigi tal við útlendinga, er þeir
eiga tal við menn heima.
Svo er hugsunarháttur manna
orðinn allur annar. Eg treysti mér
ekki til að Iýsa svo vel sé, í hverju
hinn nýi hugsunarháttur manna
sé fólginn, en hann er í hlutfalli
við framfarir þjóðarinnar á um-
liðnum 25 árum.
Og gleðilegt er það, að nú þurfa
norðlenzkir námsmenn ekki að
fara til Reykjavíkur til að útskrif-
ast sem stúdentar, því mentaskól-
inn á Akureyri hefir nú rétt til
þess, og það fyrir atbeina menta-
manna norðanlands, t. d. mag.
Sigurðar Guðmundssonar skóla-
meistara á Akureyri, stjórn ís-
lands o. fl. Fyrir rúmum hundrað
árum var hinn forni Hólaskóli
fluttur til Reykjavíkur (1801), en
er nú aftur kominn til Akureyrar.
Og vissulega munu Norðlending-
ar keppa að því marki í framtíð-
inni, að háskóli rísi þar upp.
Nú er ekki lengur, að örfá segl-
skip haldi uppi skipasamgöngum
milli landa, heldur þrjú skipafé-
lög, nl. Eimskipafélag íslands
(óskabarn þjóðarinnar>; annað
er danska Sameinaða félagið, og
hið þriðja er norskt, Bergenska
félagið. Eimskipafélagið á
um fimm góð hafskip, svo sem
Gullfoss, Goðafoss, Brúarfoss, Lag-
arfoss og Selfoss, og hvert skip
fer ca. 12—20 ferðir árlega milli
landa, og flytja nauðsynjavörur
og farþega inn á hverja vík og
vog íslands. Samgöngurnar á
landi hafa nú batnað svo, að keyra
má í bifreið um þvert og endilangt
landið, t. d. tekur nú tvo daga að
fara með bifreið milli Suður- og
Norðurlands (frá Reykjavík til
Akureyrar), en það mundi fólk
fyrir aldamótin efeki hafa dreymt
um. Allar stærstu ár og vatns-
föll eru brúuð, svo menn drukna
nú ekki lengur í þeim, af þeim or-
sökum að vaða og sundríða, eins
og var títt áður.
Peningaveltan er nú orðin mik-
il og stórkostleg; öll vinna er nú
borguð strax með peningum, en
ekki með rándýrri úttekt sem fyr.
Sérstaklega kemur það sér vel
fyrir alla fiskiframleiðendur, að
um leið og fiskurinn er veiddur
eða verkaður, að geta þá hvenær
sem er, fengið sína aura, þegar
sala hefir átt sér stað.
Akvegir eru nú komnir um alt
land, og reiðingshestaflutningur
er nú horfinn úr sögunni. Á eftir
reiðingunum komu kerrur og tví-
hjólaðir vagnar, en nú eru bifreið-
ar mest notaðar til heimflutninga
frá kaupstöðum, og til sveitanna;
beztu bændur eiga nú sjálfir vöru-
bifreiðir, og flytja mikið af mjólk
daglega til kaupstaðarbúa.
Allir stærstu kaupstaðir lands-
ins eru nú raflýstir, grútartýrurn-
ar og olíulamparnir eru lagðir
niður, og dýrleg sjón er að koma
á íslenzka sveitabæi raflýsta, ■'óg
á mörgum þeim bæjum er alls ekki
kveiktur upp eldur, rafmagnið
notað til ljósa, suðu og hita.
Raflýsing sveitabæjanna er tal-
andi tákn þess, hvaða þrótt og
þrautseigju bændur hafa til að
Reyndu Magnesia
við meltingarleysi
Fólk, sem þjáist af meltingar-
leysi, hefir vanalega reynt ýmis-
konar meðul, sem sjaldan hafa
reynst betur en að veita því stund-
arfrið, og stundum ekki einu sinni
svo vel.
En áður en þú gefst upp, ættir
þú að reyna Bisurated Magnesia,
en þér ríður á að fá ekta Bisurat-
ed Magnesia, sem þú getur feng-
ið hjá svo að segja öllum lyfsöl-
um, annað hvort sem duft eða
töflur.
Taktu eina teskeið af duftinu,
eða fjórar töflur eftir næstu mál-
tíð og findu hvaða áhrif það hef-
ir. Það eyðir strax þessum efn-
um í maganum, sem gera fæðuna
ómeltanlega og gera þér öll þessi
óþægindi, sem meltingarleysið
veldur og þú getur neytt fæðunn-
ar með ánægju án þess að þurfa
að óttast að verða lasinn af
henni í hvert sinn.
Gamlar vísur úr Þingeyjarsýslu
Gísli í Skörðum kvað:
Skaða engan met eg mér
minn þó aldur líði.
Mesta brekkan unnin er,
efstu brún ei kvíði.
Mörgum létt þótt láti í vil
lífsskeið þetta’ að renna;
Þyrnar spretta þangað til
þeim er sett að brenna.
Kveðið við druknan Antons Jóns-
sonar, er druknaði í Laxá:
Sálin fróða, frí við hold
feigs á slóðir þokar.
Skáldið góða féll á fold
fyrir jóða loka.
bera, þrátt fyrir mjög svo marga
örðugleika, sem þeir hafa átt við
að stríða, á umliðnum árum.
Og núna seinustu árin að fá
flugvélar til landsins, það er eitt
menningarsporið m. m.. Að geta
að sumrinu til lesið dagblöðin frá
Reykjavík nokkurra tíma gömul,
hefð|i núlifandi gömlu mennina
ekki órað fyrir.
Þessar tvær flugvélar, sem
halda uppi farþegaflutningi, og
póstflutningi, skifta með sér verk-
um, að önnur fllugan fer í sildar-
leit, yfir síldveiðitímann, og send-
ir svo loftleiðina til skipanna, sem
flest öll hafa nú móttökufæri,
hvar síldartorfurnar vaði uppl.
Fyrst þegar flugvél kom til ís-
Iands, hélt gamla fólkið, að gamm-
ur mikill svífandi í lofti háu, væri
nú kominn að herja á jarðarbúa,
sem fyr meir; en þegar engum
jarðarbúa var grandað, skelti það
á lærið og sagði: í minu ungdæmi
hefði þetta verið kallaður ramm-
asti galdur, )g slíkum flugum
(mönnum)i á eld kastað, eða
hengdir í hæsta gálga.
Mikiill, verulegur áhugi er nú
vaknaður meðal æskumanna ís-
lands, á íþróttum og líkamsment
fornmanna, svo sem glímu og
sundi. Sérstaklega standa sunn-
anmenn’ vel að
þróttir. Þeir standa þar tiltölu-
lega betur að vígi t. d. í Reykja-
vík, sem telur nú ca. 25 þús. íbúa,
en aðrir landshtlutar. Enda senda
þeir nú hvern glímuflokkinn eftir
annan til a, sýna íslenzku glím-
una, bæði í Danmörku, Noregi,
Þýzkalandi og fleiri löndum, og
sem vekur hvarvetna mikla at-
hygli og aðdáun, bæði innanlands
og utan. Núna seint í ágúst sendu
nu Reykvíkingar hinn stærsta glímu-
flokk, sem nokkurn tima hefir ver-
ið sendur, og beztu glímumenn
landsins, svo sem glímukonung
íslands, Sig. Thorarsensen, Jörg-
en Þorbergsson, sem talinn er feg-
ursti glímumaður, sem nú er uppi.
Jörgen er Þingeyingur að ætt, og
hefir unnið flest 1. verðlaun fyrir
fegurðarglímu í Reykjavík í mörg
ár. Hann hefir einnig unnið
kappglímur. Sigurður Thoraren-
sen er kornungur maður úr sveit,
ruml. tvítugur, og hefir aðeins
glímt í þrjú ár. Hann er yfir
þrjár álnir á hæð, og þykir glæsi-
legur glímukonungur. — Þessi
glæsilegi flokkur er nú að skemta
íbúum í 20 borgum víðsvegar um
Þýzkaland.
Allir íþróttamenn eru miklir
“þjóðernissinnar” á íslandi, og
sem engan þátt taka í dægurþrasi
og stjórnmálum, heldur hugsa um
það að geta sýnt erlendum iþrótta-
köppum í tvo heimana, er þeir
koma til íslands, eða ef íalending-
ar sjálfir sækia þá heim.
Nú er unnð vel að undirbúningi
íslandsglímunnar á Þingvöllum að
ári og hins allsherjar íþróttamóts,
sem haldið verður að tilhlutun
íþróttasambands íslands, í Reykja-
vík. En glíman og ef til vill leik-
fimisflokkar karla og kvenna
verða sýndir á Þingvöllum..
Framfarir íslands hafa verið
meiri en svo á síðustu 25 árum, en
hægt sé að lýsa því í stuttri grein
svo vel sé. Þetta ófullkomna á-
grip er aðeins ritað fyrir gömlu
vesturfarana, sem búnir eru að
dvelja hér í hálfa öld í Canada,
og litlar eða engar fregnir hafa
frá gamla landinu. Gömlu innflytj-
endurnir mega alls ekki halda, að
ástandið á landi voru sé eins ilt,
og þegar þeir yfirgáfu landið.
En sjón er sögu ríkari, þegar þeir
heimsækja sitt löngu horfna föð-
urland 1930.
Winnipeg, 10. okt. 1929.
Jón J. Sigurðsson.
Laxár stóra straumrennan
stálaþórinn deyddi.
Stýra jór í hólma hann
hugði, en fór í geddurann.
—Gamalíel í Haganesi.
Beinin vermast vonaryl,
í voðum móðurinnar,
Hér hefir skáldið hinstu til
hvílu gengið sinnar.
—Höf. gleymdur.
Svífur að eyrum fregnin fljót,
— felli ég tár í horni, —
skáldablómið skar við rót
Skuldar ljárinn forni.
—Arngr. Gíslason.
Blæðir harma ben ósljó,
böls er varmar hitur,
■skarð í flokkinn skálda hjó
skjóminn dauðans bitur.
—Baldv. Jónsson.
Yggarsjó ég út á legg,
yggjandi um dvalins kugg.
Hykkjudugur dvínar segg,
duggan þegar fer á rugg.
Hyrjar hvessir stormur stór,
stóð eg uppi ráðafár,
byrjar mér um brimlakór
báran veltir unnarklár.
(Sami.)
Eg er vita uppgefinn,
angurs svita sleginn.
Sorgar bitur brandurinn
blóði litar veginn.
Fýkur mjöllin feikna stinn,
fegurð völlinn rænir,
hylja fjöllin sóma sinn,
silungshöllin skænir.
Sumri hallar, hausta fer
heyrið, snjallir ýtar:
Hafa fjalla hnjúkarnir
húfur mjalla hvítar.
(Sami.)
Bezt er að halda trútt í taum
á tilfinninga meri,
hófgatan er hál og naum,
hætt við út af beri.
—Gísli frá Skörðum.
MATARÓLYST OG
MAGN
LEYSI
Margt fólk er lasburða, tauga-
veiklað og hefir erfiða skaps.-
muni og á við mörg óþægindi að
stríða, af þvií blóðið er ekki í lagi,
meltingin slæm og fólk fer ekki
nógu vel með sig. Þsundir manna,
sem hafa við slíka líkamlega eða
andlega vanheilsu að búa, hafa
haft óendanlega mikið gagn af
Nuga-Tone, því það styrkir mann-
eskjuna líkamlega og andlega.
Nuga-Tone reynist ágætlega við
slæmri matarlyst og meltingar-
leysi, gasi ií maganum, hægðaleysi,
höfuðverk, svima og þessum
þreytuverkjum og áhugaleysi, sem
fólk oft hefir við að stríða. Það
er ábyrgst, að Nuga-Tone reynist
eins og af því er látið. Reyndu það
í 20 daga og ef það reynist ekki
eins og þú átt von á, þá skilaðu
því, sem eftir er til lyfsalans og
fáðu aftur peningana. Fáðu þér
flösku strax í dag hjá einhverjum
lyfsala og vertu viss um að fá
ekta Nuga-Tone. Eftirlíkingar
eru ekki neins virði.
GAUKSTAÐA-HAUGURINN.
Allir kannast við víkingaskip
Norðmanna, er fanst í Gaukstaða-
haugnum svonefnda, og geymt er
sem dýrgripur í Osló.
Haugnum sjálfum, sem skipið
fanst í, hefir lítill sómi verið
sýndur, þangað til nú, að Norð-
menn tóku sig til og færðu haug-
inn í sitt forna lag. Um síðustu
mánaðamót var sú aðgerð full-
gerð. Var þá haldin hátíð við
hauginn, þar sem Hákon konung-
ur hélt ræðu sögulegs efnis.
MÝVATNSSVEIT.
(Jón frá Múla orti.)
Þú, móðir vor aldna, hin eldborna sveit, -
Hvar æskudraums naut ég í blómanna reit.
Eg minnist þín gjörla á gleðinnar stund,
þá gleymi ég hörmum og sérhverri und.
Þú geymir í skauti þér alt, sem eg ann,
og unaðssemd jafn-mikla hvergi ég fann.
Þótt hverfi mér vinir og vonir og hrós,
þá verðurðu jafnan mín gleði og Ijós.
Því, hvar er svo fagurt um lönd og um lá?
Því lognþokan dvelst ei við bláfjöllin há;
hún vogar ei þangað, því himinblær hreinn
við hnjkana vakir, og ekki’ er hann seinn.
Því sit eg við ströndina’ er fuglanna fjöld
í friðsælli gleði sér leikur um kvöld.
Þá vaknar í hjartanu himinblíð þrá,
og hörmunum sviftir hún brjóstinu frá.
En gangi ég aleinn við hnjúkafjöll há,
þar heiðmjöllin glóir við loftvegu blá,
þá lyftir sér andinn frá hégóma hátt,
og hverfur mér alt, sem að lágt er og smátt.
En gangi’ eg með Laxá, er leitar að sjá,
Ijóð sín er kveður og minnir oss á;
að lifið er starfsemi’ og starfseíni’ er líf,
og styrkurinn þroskast við baráttu’ og kíf.
Og lýgi og heimsku á hólm skorum vér,
en hart verður stríðið því liðsmunur er;
en hver sá, er æðrast, skal útlægur gjör,
að athlægi verði hans hraklega för.
Og þótt vér svo hnígum að hálfnaðri þraut,
og hverfi vor minning af sögunnar braut,
sá andi, sem vorum í athöfnum bjó,
um eilífð skal lifa,— og þá er oss nóg.
Hvar sem þér kaup-
ið og hvenær sem þér
kaupið Magic bökun-
arduft, vitið þér, að
það er ætíð hægt að
reiða sig á það og er
hið besta, ávalt á-
byggilegt og hreint.
BÚIÐ TIL 1 CANADA
MACIC
BAKINC
POWDER
Á haugnum var reistur varði og
á honum upphleypt mynd af vík-
ingaskipinu. Á að nota staðinn
í framtíðinni fyrir fundi sagn-
fræðinga. — Lesb. 1. ág.
Stofnað 1882
Hafa hitað heimili í Winnipeg síðan “82”
D. D.W00D&S0NS, LTD.
VICTOR A. WOOD
President
BLÓÐPENINGAR.
Bóndi lokkar flóttamenn yfir
landamæri Rússlands og selur þá
í hendur Rauðliða. —
Sænska blaðið “Nya Dagligt
Allehande” birtir nýlega skeyti
frá Helsingfors, er skýrir frá af-
ar svívirðilegri athöfn, er bóndi,
að nafni Loutonen, hefir framið.
Það sannaðist á hann, að hann
hefði narrað karelskan flótta-
mann inn yfir landamæri Rúss
lands og selt hann þar í hendur
rússneskra hermanna.
Hermennirnir kvöldu flótta-
manninn á ýmsan hátt og létu
hann síðan grafa sína eigin gröf.
Að því loknu skutu þeir hann,
fleygðú honum 1 gröfina og rót-
uðu ofan á hann moldinni.
Bóndinn; hefir meðgengið fyr
ir lögreglunni, að hann hefði um
langt skeið verið í þjónustu kom-
múnista. Og að hann hefði sér
staklega haft það verk með hönd-
um, að gabba flóttamenn inn yfir
landamæri Rússlands.
Bóndinn fékk 300 mörk og þrjár
flöskur af vodka fyrir hvern
Látið
CANADIAN NATIONAL—
CUNARD LINE
t sambamti við The Icelandic Millennial Celebration
Committee.
Dr. B. J. Brandson,
H. A. Bergman,
Dr. S. J. Johannesson,
E. P Jonsson,
Dr. B. H. Olson,
S. Anderson,
A. B. Olson,
G. Johannson,
L. J. Hallgrimsson,
S. K. Hall,
G. Stefansson,
A C. Johnson,
J. H GlslaSon,
Jonas Palsson,
P. Bardal,
M. Markusson,
W. A. Davidson.
Löggilt 1914
tslendingar I Canada, eins og
landar þeirra, sem dvelja víSs-
vegar annarsstaðar i’iai'ri fóstur-
jörðinni, eru nú meir en nokkru
Binni áður farnir að hlakka til
þúsund ára Alþingishátlðarinnar
I Reykjavík, I júnímánuði 1930.
tsland, vagpra lýðveldisins, eins
og vér nú þekkjum það, stofnaði
hið elzta löggjafarþing t júni-
mánuði árið 930. pað er ekkert
íslenzkt hjarta, sem ekki gleðst
og slær hraðara við hugsunina
um þessa þúsund ára Alþingis-
hátíð, sem stjórn tslands hefir
ákveðið að halda á viðeigandi
hátt.
Annast um ferðir yðar á hina
ISLENZKU - - -
Þúsund ára Alþingishátfö
REYKJAVÍK
JÚNI
1930
Canadian National járnbrauta-
kerfið og Cunard eimskipafélagið
vinna I samlögum að þvl, að
flytja tslendinga hundruðum sam-
an og fólk af islenzku bergi brot-
ið, til Islands ta að taka þátt t
háttðinni og siglir sérstakt skip
frá Montreal t þessu skyni. Meðal
annars, sem á borð verður borið
á skipinu, verða Islenzkir, góm-
sætir réttir. par verða leikir og:
ýmsar skemtanir um hönd hafð-
ar og fréttablað gefið út.
Spyrjist fyrir um vorar sérstöku ráðstafanir
Leitið upplýsinga hjá Canadian Natíonal umboðsmannlnum I
Wlnnipeg Saskatoon, Edmonton, eða skrifið beint til
J. H. GISLASON, Winnipeg (phone 88 811) 409 Mining Exchange Bldg.
CANADIAN NATIONAL RAILWAYS
eOa einhverjum umboOsmanni
CUNARD STEAMSHIP LINE
HOWARD WOOD
Treasuser
LIONEL E. WOOOD
Secretary
WHITE SEAL
(Piltarnir, sem öllum reyna að þóknast)
K0L og KÓK
Talsími: 87 308
Þrjár símalínur
flóttamann, er hann gabbaði á
vígi um slíkar í- þennan hátt til dauða. — ísland
J
MALDEN ELEVATOR
COMYANY LIMITED
Stjórnarleyfi og ábyrgð. Aðalskrifstofa: Grain Exchange, Winnipeg.
Stocks - Bonds - Mines - Grains
Vér höfum skrifstofur I öllum helztu borgum í Vestur-Canada, og einka
símasamband við alla hveiti- og stock-markaði og bjóðum því viðskifta-
vinum vorum hina beztu afgreiðslu. Hveitikaup fyrir aðra eru höndluð
með sömu varfærni og hyggindum, eins og stocks og bonds. Leitið upp-
lýsinga hjá hvaða banka sem er.
Komist í samband viö ráösmann vorn á peirri skrifstofu,
sem nœst yöur er.
Winnipeg
Regina
Moose Jaw
Swift Current
Saskatoon
Calgary
Brandon
Rosetown
Gull Lake
Assiniboia
Herbert
Weyburn
Biggar
Indian Head
Prince Albert
Tofield
Edmonton
Kerrobert
Til að vera viss, skrifið á yðar Bills of lading: “Advise Malden
Elevator Company, Limited, Grain Exchange, Winnipeg.”
BEER
Ljúfur og
heilnæmur
drykkur
með þetta aðlaðandi bragð, sem
aðeins humall og hæfilegur aldur
geta veitt.
Fæst í öllum löggiltum ölstofum
og í Cash and Carry búðum.
The
Kiewel
Brewing Go.
Liiniled
St. Boniface Man.