Lögberg - 07.11.1929, Qupperneq 6
Bls. 6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1929.
Mánadalurinn
EFTIR
JACK LONDON.
“Hvað sem því líður,” sagði Willi, “þá get
eg keypt vagninn, ef eg get selt þessa sex
hesta. . Það getur verið, að við getum ekki
iborgað alt, sem við eiginlega eigum að borga
þennan mánuð, en það verður þá að bíða þang-
að til næsta mánuð.”
“En hv'að er um hestana?” spurði Saxon.
“Þeir koma seinna, þó e? þurfi kannske að
vinna svo sem. tvo eða þrjá mánuði til að geta
keypt þá. Það er ekkert á móti því, annað en
það, að það verður komið nokkuð fram á sum-
arið, þegar við getum lagt af stað. Við skulum
annars fara nú strax ofan í bœ, svo þú getir
séð vagninn sjálf.”
Saxon skoðaði vagninn og gat ekki sofið
nóttina eftir vegna þess hve vel henni leizt á
hann og hve mikið hana langaði til að eignast
hann. Það varð líka fljótlega. Willa hepnað-
ist að selja hestana, síðustu mánaðarreikning-
ar voru ekki boríraðir strnx og þau keyptu
vagninn. Tveimur vikum seinna ætlaði Willi
eitthvað út í sveit, og bjóst við að verða að
heiman allan daginn. Erindið var eitthvað við-
víkjandi sölu á hestum, og það var töluverð
rigning um morguninn. Hann var naumast
kominn út úr húsinu, áður en hann kom inn
aftur.
Áður en hann komst inn í húsið, kallaði hann
til Saxon að koma með sér. Hann sagðist þurfa
að sýna henni nokkuð.
Hann fór með hana þangað sem margir
hestar voru gej-mdir í stóru hesthúsi. Þar sýndi
hann henni tvær jarpar hryssur, en ljósar á
tagl og fax.
“Dæmalaust eru þær fallegar,” sagði Saxon
o« lagði vangann við snoppuna á annari hryss-
unni og klappaði henni. Hin hryssan leit á
hana, rétt eins og hún væri líka að vonast eftir
einhverjum blíðu-atlotum.
“Þær eru fallegar,” sagði Willi og sýndi
Saxon þær sem bezt. “Þrettán hundruð og
fimtíu pund hvor þeirra, og líta þær þó ekki út
fvrir að vera svo þungur. Eg trúði því ekki
sjálfur, fvr en eg vigtaði þær. Tuttugu og sjö
hundruð og sjötíu pund vigtuðu þær báðar.
Eg reyndi þær fyrir tveimur döírum. Þær eru
ágætlega tamdar og gallalausar. Eg hefi aldr-
séð hestapar af þessari stærð, sem tekur þeim
fram. Hvemig lízt þér á að beita þeim fyrir
vagninn okkar?”
Saxon gerði sér í hugarlund, hversu afar-
skemtilegt það væri, en hún svaraði engu, því
henni fanst þetta vera nokkuð, sem ekki gæti
komið til nokkurra mála.
“Eg get fengið þær fyrir þrjú hundmð
dali, sem þurfa að borgast út í hönd,” hélt
Willi áfram. “En lægra verður ekki komist.
Maðurinn, sem á hryssurnar, þarf endilega að
fá peninga, og það strax, eða mjög fljótlega.
Þær em að minsta kosti fimm hundruð dala
virði, og það er hægt að fá það fyrir þær. Þær
era svstur, fimm og sex ára, eg þekki kvnið.
Þær verða látnar fara fyrir þrjú hundrað, en
eg verð að segja til innan þriggja daga.”
Saxon gat ekki varist, að láta sér gremjast
þetta tal.
“Því varstu að fara hingað með mig? Við
höfum ekki þrjú hundruð dali, eins og þú veizt
sjálfur. Alt sem eg 'hefi, era sex dalir, og þú
hefir ekki einu sinni svo mikið.”
“Eg fór ekki með þig hingað bara til að
sýna þér hryssumar. Eg hefi nokkuð að segja
þér og nú vil eg að þú segir ekkert fyr en eg er
búinn að segja þér alt, sem eg hefi að segja
þér. Þú mátt ekki opna munninn á meðan.
viltu ganga inn á það?”
Saxon lofaði þessu.
“Það er þá svona,” sagði Willi og gekk
mjög erfitt að byrja. “Það er ungur maður,
nýkominn frá San Francisco, Young Sandow
kalla þeir hann. Hann á að vera hnefaleikari
og hann átti að berjast við Montana Red á
laugardagskveldið. En þegar hann var að æfa
sig, vildi svo óheppilega til, að hann handleggs-
brotnaði. Það var í gær. Maðurinn, sem fyrir
þessum hnefaleik stendur, hefir haldið þessu
leyndu. Það er búið að selja mikið af aðgöngu-
miðum og það verður þama fjöldi fólks á laug-
ardagskvöldið. Til þess að þétta verði nú ekki
alt að engu, þá vilja þeir fá mig í staðinn fyrir
þann, sem handleggsbrotnaði. Enginn þekkir
mig, ekki einu sinni Young Sandow. Hann
byrjaði ekki á þessu, fyr en eg var hættur.
“Bíddu nú við, dálítið. Eg er ekki búinn.
Sá, sem vinnur, fær þrjú hundrað dall í gló-
andi gullpeningnm. Auðvitað er þetta ekki
nærri gott. Það er lítið betra en stela af þeim,
sem dauðir era. Sandow er bæði sterkur og
þolgóður og lætur aldrei undan nema hann
megi til. Eg hefi lesið það, sem blöðin hafa
sagt um hann og eg veit alveg hvemig liann er,
og þó eg sé dálítið seinn, þá veit eg fullvel, að
eg hefi við honum.
“Xú verður þú að segja já eða nei. Ef þú
segir já, þá verða þessar hryssur okkar eign.
Ef þú segir nei, þá er ekkert meira um þetta.
Eg fer þá bara að vinna, svo við getum eignast
aðra hesta, en þú verður að skilja, að þeir verða
ekki líkir þessum. Horfðu ekki á mig, meðan
þú ert að hugsa um þetta. Horfðu á hestana.”
En Saxon gat ekki í svipinn hugsað um
annað, en.hvemig Willi hafði litið út, kveldið
sem hann barðist við hnefaleikarann frá Chi-
cago, allan sundur tættan og herfielga útleik-
inn. Hún ætlaði að taka til máls, en Willi varð
fyrri til.
“Hu&saðu þér bara, að þessar hryssur væru
fyrir vagninum okkar. Þær og 'hann r mundu
líta býsna vel út. ”
“En þú ert óæfður, Willi,” sagði hún, án
þess þó að hafa eiginlega ætlað sér að segja
það.
“Það gerir ekkert, ” sagði bann. “Eg hefi
alt af verið í bezta ástandi nú í heilt ár. Fót-
leggirnir eru stæltir, eins og þeir væra úr stáli,
os þeir halda mér uppi meðan eg hefi nokkurt
afl í handleggjunum, og eg er viss um, að það
bregst mér ekki. Þar að auki ætla eg ekki að
láta þennan leik endast lengi. Hann er vitleys-
islega ákafur, og það eru einmitt slíkir menn,
sem eg vil helzt fást við. Þeir, sem eru kaldir
og rólegir, eru seigir og þolgóðir, en miklu verri
viðureisnar. Hann endist ekki nema svo sem
þrjár eða fjórar atrennur. Eg segi þér alveg
satt, Saxon, að eg hálf-skammast mín fyrir að
taka við þessum peningum, það er svo fyrir-
hafnarlítið að fá þá.”
‘ ‘ Eg get ekki hugsað til þess, að sjá þig all-
an bólginn og marinn og flakandi í sáram,”
sagði hún. “Ef mér þætti ekki eins vænt um
þig, eins oe mér þykir, þá væri öðra máli að
gegna. Svo getur vel verið, að þú meiðist svo
mikið, að þú verðir aldrei jafngóður.”
Willi hló hátt og lengi.
“Þú verður þess ekki einu sinni vör, að eg
hafi verið í hnefaleik, nema bara hvað við eign-
umst þessar fallegu hryssur. Svo er nú það,
að eg má til að fá að berja á einhverjum ein-
stöku sinnum, og það er miklu skvnsamlegra,
að berjast við Sandow þennan og fá þrjú
hundrað dali fyrir það, heldur en að berja á
einhverjum öðrum og verða svo kannske tek-
inn fyrir það á eftir. Líttu á hryssurnar. Þær
verða sóðar til vinnu, þegar við komum í Mána-
dalinn, og.einhvern tíma fáum við falleg folöld
undan þeim.”
Kvöldið, sem hnefaleikurinn átti fram að
fara, skildu þau Willi og Saxon klukkan átta.
Þegar klukkan var fimtán mínútur eftir níu,
var Saxon búin að undirbúa sig sem bezt hún
gat, til að taka á móti Willa. Hún hafði mik-
ið af heitu vatni, ís og ýmsu fleira, sem hún
hélt að gæti komið að góðu liði, alt við hendina,
þegar hún heyrði að Wiili kom heim að húsinu.
Hún hafði gengið inn á það, að Willi tæki þátt
í þessum hnefaleik, en þennan síðasta klukku-
tíma hafði hana stórlega iðrað þess, og þegar
hún opnaði hurðina, bjóst 'hún við að sjá mann-
inn sinn hræðilega útleikinn. En henni til stórr-
ar undrunar, sá hún engi vexummerki á houm,
frá því þau höfðu skilið.
“Varð ekkert af þessu?” spurði hún og það
með þeim undrunar svip, að Willi gat ekki var-
ist hlátri.
“Þeir kölluðu hver í kapp við annan: “prett-
ir, prettir,” þegar eg fór, og vildu fá penlnga
sína aftur.”
“Eg bjóst við því, að það yrði ekkert úr
þessu og það var gott, að það varð ekki,” sagði
hún glaðlega og leiddi hann við hönd sér inn í
húsið.
“Fjg 'kom við á einum stað á leiðinni heim,
og fékk nokkuð, sem eg vissi að þig vanhagaði
um, ” sagði Willi. “Láttu nú aftur augun og
réttu út hendina, og þegar þú opnar augun, þá
sérðu hvað það er. ”
Hann lagði í lófa hennar eitthvað, sem var
þúngt og kalt, og þeffar hún leit á það, sá hún
að þetta vora fimtán tuttugu dala gullpening-
ar.
“Það var eins og eg sagði þér, að þetta var
eiginlega enginn bardagi. Þetta var strax bú-
ið. Hann kom engu höggi á mig, og eg þurfti
ekki nema eitt högg á hann. Ilann féll í rot og
raknaði ekki við fyr en eftir æði langnn tima.
En áhorfendurnir urðu óánægðir. Þeir höfðu
búist við, að við mundum þreyta með okkur
lengi og gerðu sér víst vonir um góða skemt-
un. En svo sáu þeir bara, að stóri Svíinn datt
og gat ekki staðið upp aftur, og margir héldu,
að hér væri um einhver brögð að tefla.”
Jafnan hafði Saxon dáðst mikið að hinu
mikla líkamleg'a atgerfi bónda síns, en aldrei
meir en nú. Henni fanst 'hann vera regluleg
hetja og hún vissi, að kvenfólkið rafði um allar
aldir dáðst að reglulegum hetjum, og hví skyldi
hún ékki gera það eins og aðrar konur?
Morguninn eftir var Willi lengi að segja
henni frá hnefaleiknum kveldið áður, og hann
útskýrði fyrir henni, eins nákvæmlega eins og
hann gat, allskonar brögcj, sem hann kunni, og
margt af þeim hafði hún alclrei fyr lieyrt get-
ið um. Það var engu líkara en hann æflaði sér
að gera hana að reglulegum slagsmálamanni,
j)ví hann gaf henni hverja lexíu á fætur annari
í “scikn” og “vörn”. Til að útskýra þetta alt
sem bezt, varð hann stundum að taka á henni
æði óþægilega að henni fanst, og það fór hrvll-
ingur um hana, þegar hún hugsaði til þeirra
kvala, sem sá yrði að líða, er slíkum tökum
væri beittur.
“Hvað sem öllu þessu líður, ” sagði hún, “þá
get eg tekið þig þeim tökum, að öll þín brögð
verði að engu og þú hafir ekki meira móstöðu-
afl, heldur en smábarnið, og nú skal eg rétt
sýna þér, hvernig eg fer að því,” og hún lagði
báðar hendur um háls honnm og kvsti hann.
“Þú vinnur leikinn,” ságði Willi og faðm-
aði hana að sér.
XIV. KAPITULI.
Willi fór út, seinna um morguninn, til að
gera út um kaupin á hryssunum tveimur og að
borga fyrir þær. Saxon fanst hann vera afar-
lengi að heiman, sem kom víst til af því, að hún
var óþolinmóð af því hana langaði svo mikið að
hann kæmi með hryssurnar. En hún gleymdi
því alveg, þegar hann kom með þær báðar og
vagninn lfka.
“Eg varð að fá aktýgin til láns,” sagði hann.
“Láttu Possum ui>p í vagninn og komdu svo
sjálf og við skulum reyna hrossin og vagninn.”
Saxon var í einstaklega góðu skapi þegar þau
óku út úr bænum og höfðu fyrir framan sig
þessar ljómandi fallega glófextu liryssur. Vagn-
inn var hinn þægilegasti, stoppuð fjaðrasæti og
bakið mjúkt og mátulega hátt. Willi var líka
mjög ánægður með j)au kaup, sem hann hafði
gert og hann taldi hryssumar algerlega galla-
lausar.
Eftir nokkra stund þagnaði Saxon alveg, og
Willi þóttist sjá einhvem áhygg.jusvip á henni,
þegar hann leit til hennar. Hún dró andann
djúpt og spurði:
“Hvenær heldurðu að við getum lagt af
stað?”
“Kannske eftir svo sem tvær vikur, eða
kannske ekki fyr en eftir svo sem tvo eða þrjá
mánuði. Það er líkt með okkur eins og Irann,
sem átti stóra kistu, en ekkert til að láta í hana.
Við höfum vagn og hesta, en ekkert handa hest-
unnm að vinna. Eg veit af ágætri byssu, sem
eg get fengið fyrir átján dali, og eg þarf að fá
aðra bvssu handa þér, og allir reikningamir
frá mánuðinum sem leið óborg'aðir. . Svo
þarf eg aktýgi og þau kosta fimtíu dali að
minsta kosti. Ok eg þarf að láta mála vagninn.
Svo, þarf og tjóðurbönd og margt fleira. Þar
að auki þarf nokkuð til að fóðra hryssurnar,
Hazel og Hattie, þangað til við leggjum af
stað.”
Hann þagnaði alt í einu, eins og hann hefði
ekkert meira að se^ja.
“Ileyrðu, Willj! þú býrð yfir einhverju, eg
sé það á þér. Segðu mér hvað það er,” sagði
Saxon.
“Eg skal segja þér hvað það er,” svaraði
Willi. “Sandow er ekki ánægður. Hann er
reiður yfir úrslitunum. Hann kom engu höggi
á mig og hafði aldrei tækifæri til að sýna hvað
hann gæti gert, og nú vill hann fá tækifæri til
að reyna aftur. Hann segir hverjum manni,
sem hann sér, að hann gæti barið mig niður, þó
hann hefði aðra liendina fyrir aftan bakið, og
ýmislegt fleira þess konar rugl. En þetta er
nú ekki aðal atriðið, heldur hitt, að fólkið er
alveg ært að fá að sjá okkur reyna aftur. Það
fékk ekki það sem það átti von á um daginn.
Það fyllir húsið. Ráðsmaðurinn hefir talað
um þetta við mig, þess vegna var eg svona
lengi. Þarna er tækifæri fyrir mig að vinna
mér inn aðra þrjú hundrað dali eftir tvær vik-
ur frá deginum í gær, ef þú bara vilt samþýkkja
það. Það er alveg eins og eg hefi sagt þér áð-
ur, að það er hægðarleikur fyrir mig, að fást
við j>ennan náunga. Hann stendur enn í þeirri
meiningu, að eg sé engin hefaleikari, og að
þetta hafi bara verið eitthvert slys.”
“En þú sagðir mér einu sinni, að þetta væri
þér of erfitt og mundi eyðileggja heilsu þína
áður en langt liði og þess. vegna hættirðu við
það,” sagði Saxon.
“Ekki svona hnefaleikur,” svaraði Willi.
“Eg hefi þetta alt niðurlagt. Eg ætla að láta
þennan leik endast svo sem sex eða sjö atrenn-
ur. Ekki að eg þurfi þess, en það er bara til
að þóknast áhorfendunum, og gera þá ánægða.
Eg fæ náttúrlega einhverjar skrámur, en það
verður aldrei mikið. t sjöundu atrennu slæ eg
hann njður og dafrinn eftir förum við af stað
-og höfum nóga peninga. Hvernig lízt þér á
þetta? Vertu nú góð, og samþyktu þessa ráða-
gerð.”
Á laugardagskveldið, eftir tvær vikur, flýtti
Saxon sér að opna útidyrnar, hún heyrði, að
Willi kom heim að húsinu. Hann var þreytu-
legur. Nefið var bólgið og önnur kinnin líka.
Sár hafði hann á öðru eyranu og bæði augun
voru blóðstorkin, en þó ekki mjög mikið.
“Ha’nn er meiri fyrir sér, en eg hélt, þessi
piltur,” sagði Willi um leið og hann lagði
nokkra gullpeninga í lófa hennar og settist nið-
ur og tók hana á kné sér. “Það er ekki við
lamb að leika sér, þegar hann er kominn á stað.
Eg ætlaðist ekki til, að atrennurnar vrðu nema
svo sem sjö, en í staðinn fvrir það urðu j>ær
fjórtán. Þá fvrst gat eg fyllilega yfirbugað
hann. Mér þótti vænt um, að leikurinn skyldi
endast svona lengi. Eg er alveg jafntóður og
öruggari en áður. Eg hefi satt að segja ahlreí
haft mikið traust á sjálfum mér, síðan eg barð-
ist við tröllið frá Chicago. Eg hélt, að eg yrði
aldrei jafngóður eftir þá viðureign.”
“Þú veizt, að þú ert jafngóður eftir það,”
sagði Saxon. “Hu^saðu um alt, sem þú gerð-
ir, þegar við vorum í Carmel.”
“Það var alt annað,” sagði Willi og var
auðhevrt, að hann hélt að hann hefði miklu
gleggri skilning á þessu heldur en Saxon.
“Maður finnur ekki hvað manni líður, fvr en
maður kemst verulega í hann krappan. En nú
fann eg fyrst, að eg er jafngóður og get enn
leikið hnefaleik eins vel og eg hefi nokkurn
tíma getað. En nú ætla eg ekki að hætta kröft-
um mínum oftar. Þú mátt reiða þig á það.
Hér eftir ætla eg að kaupa og selja hesta, þang-
að til við finnum Mánadalinn.”
Morguninn eftir óku þau út úr bænum Ukiah.
Possum sat hjá þeim í vagnsætinu og féll þetta
ferðalag sjáanlega vel. Þau höfðu fyrst ætlað
sér að fara vestur á strönd frá Ukiah, en vegna
þess hvað þetta var snemma á vorinu, vora ve£-
irnir enn illfærir þá leið eftir vetrarregnið.
Þau fóra j)ví fvrst austur til Vatnahéraðanna
og þaðan norður efri Sacramento dalinn, og
þaðan vfir fjöllin til Oregon. Þaðan hugsuðu
þau sér að komast ofan á ströndina og bjugg-
ust við, að vegirnir vrðu þá orðnir færir.
Allstaðar var jörðin græn og blómskrúðug
og hver smádalur milli hæðanna var eins og
dálítill aldingarður.
“Það er sagt, að steinninn, sem aldrei er
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offlce: 6th Floor, Bank of HamlltonChambert_
kyr, verði aldrei mosavaxinn. En hvað sem
satt er í j)ví, þá höfum við nú komist yfir tölu-
vert álitlega eign,” sagði Willi. “Eg hefi.
aldrei á æfi minni átt eins mikið og eg á nú.
Ekki einu sinni þegar eg var alt af á sama stað
og vann á hverjum degi. Húsmunirnir, sem
við höfðum, tilheyrðu okkur ekki einu sinni.
Fötin, sem við stóðum uppi í, voru hér um bil
alt sem við áttum.”
Hún tók utan um aðra hendina á honum og
hann fann kærleika hennar í handtakinu.
“Það er bara eitt, sem er að þessu öllu sam-
an,” sagði hún. “Það ert þú, sem hefir unnið
fyrir jyví öllu. Eg hefi engan hlut átt í því.”
“Nei, það heitir nú ekki, að þú hafir haft
neitt við það að gera. Eníinn getur leikið
hnefaleik, sem nokkuð er varið í, nema 'hann
hafi góðan aðstoðarmann, sem lítur eftir hon-
um og sér um, að liann sé í góðu ástandi að öllu
leyti. Það er það, sem þú hefir gert fyrir mig.
Ef ekki væri fyrir þínar aðgerðir, þá væri ekk-
ert eftir af mér. Það var alt þér að þakka, að
eg nokkurn tíma fór frá Oakland, og ef þú
liefðir ekki verið til að líta eftir mér, þá hefði
eg sjálfsagt drukkið mig í hel, ef eg hefði þá
ekki lent í betranarhúsinu eða gálganum. En
í þess stað erum við nú á sífeldri skemtiferð og,
höfum samt altaf nóg fyrir okkur að leggja.
Hugsaðu um alla peningana, sem eg hefi frá
félaginu, sem eg vann fyrir í Oakland, til að
kaupa hesta fyrir handa því. Ef þetta hepn-
ast, og eg veit, að það hlýtur að gera það, þá
vilja hin félögin líka fá mig til að kaupa fyrir
sig. Og það ert þú, sem hefir í raun og vera
gert alt þetta. Það er alt þér að þakka, að eg
er ekki orðinn að en?u, og ef Possum sæi ekki
til okkar, þá skyldi eg — mér er annars sama,
hvort hann sér okkur eða ekki.” Og Willi
hallaði sér að henni og kysti hana.
Brautin var sumstaðar nokkuð brött og ekki
sem greiðfærust, en þó gekk alt vel og all-
greiðlegað þangað til j)au komu til Blávatna,
þar sem þau áðu. Þar þótti þeim með afbrigð-
um fallegt, gróðursælar grundir og smávötn,
en í fjarska reis hátt, einstakt fjall, sem þeim
sýndist blátt að lit vegna fjarlægðarinnar.
Þar hittu þau dökkeygðan, laglegan mann,
með lirokkið, grátt hár, og fóru að spyrja hann
um ýmislegt, sem þau vildu fræðast um. Af
málfæri hans réðu þau, að hann mundi vera
Þjóðverji. Þau tóku eftir því, að glaðleg og
róðlátleg kona liorfði til þeirra út um glugga á
húsi, sem stóð þar við vatnið. Willi brynti
hestunum við brunn, sem var rétt hjá laglega
gistihúsinu lengra inni í bænum. Oestgjafinn
kom út og sagði hann þeim, að þetta hús hefði
hann bygt sjálfur samkvæmt uppdrætti, sem
dökkeygður og gráhærður byggingameistari
frá San Francisco hefði gert.
“Hærra og hærra,” sagði Willi, þegar þau
óku fram hjá öðru vatni og upp æði brattar
brekkur, þar sem vegurinn var allur sniðskor-
inn, svo brattinn yrði ekki alt of mikill. —
“Finst l)ér ekki nokkuð mikill munur á því, að
ferðast svona, eða ganga og bera farangurinn
á bakinu? Fólk, sem sér þig og mig, og Hazel
og Hattie os Possum, og þennan fallega vagn,
heldur líklega að hér sé eitthvert ríkisfólk á
ferðinni sér til gamans.”
tltsýnið varð smátt og smátt meira, og það
leið ekki á löngu þangað til víðáttumiklar gras-
sléttur blöstu við þeim á báðar hliðar, og voru
þar heilar hjarðir á beit. Fram undan þeim var
Clear Lake, stórt eins og úthaf, og öldurnar
risu æði hátt, sem benti til, að þar væri æði
hvast.
Brewers Of
COUNTRY CLUB*
BEER
GOLDEN GLOW
ALE
BANQUET ALE
XXX STOUT
BR EW E fi"V
OSBORN E ék M U LVEY - Wl N NIPEG
PHONES 41-111 41304 56
PROMPT deliverv
TO PERMIT HOLDERST