Lögberg - 07.11.1929, Page 7
LÖGRERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1929.
Bls. 7.
Afkristnunar-æsingarfundur í Rússlandi
Útdráttur úr fundargerð í rúss-
neska tímaritinu “Majak” 1929.
Formaður tekur til máls
Heiðraða samkoma, borgarkon-
ur og borgarar!
Hin ódauðlegu vísindi taka stór-
feldum framförum og ryðja sér
braut gegnum helmyrkur hjátrú-
ar og hleypidóma. Hinir síðustu
sigurvinningar þéirra eru svo að-
dáunarverðir og andstæðir trúar-
brögðunum, að það er meir en kom-
inn tími til að lýsa því opinberlega
og afdráttarlaust, hve gersamlega
fjarstæðar og fráleitar þær trú-
arkenningar eru, sem vér höfum
gert oss að góðu hingað til.
Til þess að verða við kröfum
tímans, hefir “guðlausa samkund-
an” ákveðið, að láta flytja opin-
beran fyrirlestra flokk, með um-
ræðum. — Með fyrsta fyrirlestr-
inum verður undirstaðan lögð,
sem sé sú, að afsanna hina svo-
nefndu “kristilegu lífsskoðun.”—
Þetta höfum vér kynt með opin-
berum auglýsingum, þar sem spurt
er: “Er til nokkur Guð, sál og ó-
dauðleiki ?/”; Fii’amhaldsráðstafan-
ir frá vorri hálfu fara svo eftir
þeim árangri, sem vér berum úr
býtum, og munum vér tilkynna
yður þær jafnóðum.
Þessi þéttskipaði áheyrendasal-
ur er sðnnun þess, að fyrirtækið
er í samræmi við þörf og vilja
þjóðarinnar. Erum vér yður mjög
þakklátir fyrir áhuga yðar á má!~
efninu, og víkjum þegar að dag-
skránni.
Til þess að viðfangsefnið verði
sem allra bezt skýrt og rökstutt,
höfum vér boðið frægum fulltrú-
um vísindanna, sérfræðingum í
þremur mestu vísindagreinunum:
stjörnufræði,, líkamsfræði og
heimspeki. Hver þeirra um sig
mun skýra viðfangsefnið frá sjón-
armiði sinnar fræðigreinar, og
mun það vekja undrun vora að
heyra, hvernig þeir komast allir
að sðmu niðurstöðu.
Formaðurinn kynnir áheyrend-
endum fyrirlesarana, sem allir
eru prófessorar, og gefur stjörnu-
fræðingnum svo orðið.
Sem fulltrúi hinnar langelztu
allra visindagreina, þeirrar, er
valið hefir sér alheimsrúmið að
rannsóknarsviði, hefi eg þetta
fram að bera: Bæði fyr og nú
hefir hinn óendanlegi geimur um-
hverfis jörðina, verið nákvæm-
lega rannsakaður, með fulltirígi
hinna sterkustu stjörnusjónauka.
En sívaxandi umbætur þessara
sjóntækja háfa ekki hjálpað oss
til að koma auga á neinn Guð,
heldur aðeins nýja og nýja him-
inhnetti. Hreyfing stjarnanna og
sólkerfins í heild sinni, gangur
reikistjamanna umhverfis mið-
depla sína — alt gerist þetta eft-
ir svo óhagganlegum lögum, að
þar er ekkert svigrúm fyrir starf
persónulegs skapara. Sérhver í-
hlutun, hvaðan sem hún kæmi,
mundi aðeins valda truflun í sig-
urverki alheimsins. Og þar sem
ekki er að1 finna í alheimsrúminu
hinn minsta vott um persónulegan
Guð, eða starfsemi hans, þá svara
eg því hiklaust neitandi, að til sé
nokkur Guð.”
iPrófessorinn í líkamsfræði tek-
ur til máls:
“Eg skal vera stuttorður. Með
kníf og töng í hendi hefi eg
vendilega rannsakað mannlegan
líkama. Lík, svo hundruðum skift-
ir hefi eg limað sundur. Heila,
hjarta og mænu hefi eg rannsak-
að gaumgæfilega. En eg verð að
taka undir með hinum stórfræga
lækni, Rudolf Virckow og segja,
að hvergi hefi eg fundið neina
sál. Ef einhver hinna trúuðu
gæti bent mér á, hvar sálarinnar
væri að leita: í blóðinu, maganum
eða nýrunum, þá væri það ekki ó-
hugsandi, að mér tækist að finna
hana.”
Loks tekur til máls kona, dokt-
or í heimspeki, og ræðir um ó
dauðleikann:
“Sem fulltrúi vísinda vísindanna
get eg ekki annað en verið sam-
dóma heiðruðum starfsbræðrum
mínum,” segir hún. “Og þareð
hvorki er til neinn Guð, né held-
ur nein sál, þá getur að sjálfsögðu
ekki heldur verið að ræða um
neinn ódauðleika. Því ber þó að
játa, að áður fyr hefir meiri hluti
heimspekinganna álitið anda
mannsins ódauðlegan; enda var
það eðlilegt, á meðan vísindin
höfðu aðallega trúfrædda menn í
þjónustu sinni. En á þessu er nú
orðin mikil breyting. Og eg er í
þeirra hópi, er álíta, að andlega
lífið hafi aðsetur sitt í heilanum.
Þegar heilinn deyr, hættir “sál-
in” að vera til. Þar af leiðandi
er enginn ódauðleiki til. Eg hefi
lesið rit margra orðlagðra rithöf-
unda, og fundið hjá þeim flest-
um staðfesting þessara skoðana
minna.”
Eftir að fundarstjóri hefir í
stuttu yfirliti slegið því föstu, að
nútíma-vísindin afneiti einum
rómi bæði Guði, sál og ódauð-
leika, býður hann hverjum, sem
þess kunni að óska, meðal áheyr-
endanna, að lýsa andmælum, ef
þeir séu annarar skoðunar, “því
að vér erum auðvitað óhlutdræg-
ir,” segir hann. Og þegar hann
sér einn af æðri kennimönnum
kirkjunnar frammi í salnum, skor-
ar hann á hann að hefja umræð-
urnar. En klerkur færist undan,
þar sem hann sé óviðbúinn, fer
síðan af fundi og hvetur sóknar
börn sín til að gera slíkt hið sama
og hlusta ekki lengur á slíkar
guðlöstunar-ræður.
En enginn fylgir honum. Og nú
verður löng og lamandi þögn.
Þá tekur bóndi einn til máls:
“Eg er nú hvorki nafnfrægur
né lærður maður. Við plóginn
hefi eg alið aldur minn. En þar
sem þú, borgari góður, varst svo
vænn, að bjóða hverjum sem vildi
að taka til máls um þetta við-
fangsefni, þá vil eg að þú mis
virðir það ekki, þótt eg segi nokk-
ur orð.”
Formaður: “Nei, síður en svo.
gerðu svo vel.”
Bóndi víkur sér að stjörnu-
fræði-prófessornum,: “Afsakið,
hr. prófessor, yður verð eg að
segja það, að þér hafið ekki leit-
að Guðs með réttum tækjum; þess
vegna hafið þér ekki fundið
hann.”
“Hvað eigið þér við” spyr pró-
fessorinn.
Bóndinn: “Það tjáir ekki að
leita Guðs með augunum, heldur
með hjartanu, þykist eg vita. Guðs
orð segir: “Sælir eru hjartahrein-
ir, því að þeir munu Guð sjá.”
Og ekki ber heldur að álíta, að í-
hlutun Guðs “valdi truflunum,”
heldur skapandi niðurröðun. Á
löngu liðinni öld sagði Jeremías
spámaður: “Svo segir Drottinn,
sem hefir sólina til að lýsa um
daga, niðurskipun tunglsins og
stjarnanna til að lýsa um nætur”
(31, 35).
Við prófessorinn í líkamsfræði
segir hann: “iOg þér, bezti hr.
prófessor, eg efa það ekki, að þér
hafið haft marga hnífa, en aðal-
hnífinn hafið þér ekki haft.”
Prófessorinn: “Gerið svo vel
að segja mér, hvaða hnífur það
er!”
Bóndinn: “Það er Guðs orð.
“Því hlustið á, hvað stendur í
Hebreabréfinu: “Orð Guðs er lif-
andi og kröftugt og beittara
hverju tvíeggjuðu sverði, og
smýgur inn í instu fylgsni sálar
og anda, liðamóta og mergjar, og
er vel fallið til að dæma hugsan-
ir og hugrenningar hjartans. Og
enginn skapaður hlutur er honum
hulinn, heldur er alt bert og nak-
ið fyrir augum hans” (4: 12-13).
Það þarf því að nota Guðs orð,
til að finna sálina.”
Prófessorinn: “Þið eruð æfin-
lega með þessa bibliu.”
Bóndinn: “Leyfið mér að leggja
fyrir yður ofur einfalda spurn-
ingu, hr. prófessor: Elskið þér
konu yðar?”
Prófessorinn: “Er það spurn-
ing! — já, auðvitað.”
Bóndinn: “Segið okkur þá, hvar
þessi kærleikur yðar hefir að-
setur: í blóðinu,' maganum eða
nýrunum? Við trúum yður ekki,
nema þér getið sagt okkur það.”
Prófessorinn: “Þér eruð alveg
ómögulegur náungi!”
Bóndinn víkur sér að heim-
speki-prófessornum:
“Hæstvirta frú >— nú megið þér
ekki misvirða það við mig, þótt
eg beini nokkrum orðum til yðar.
Gerið svo vel að segja mér: hvern
álítið þér Jesúm Krist vera?”
Frúin: “Hann var einn hinn
vitrasti og göfugasti maður, sem
uppi hefir verið.”
Bóndinn: “Mér finst það und-
arlegt, að þér, sem hafið lesið svo
margar bækur merkra höfunda,
skulið ekki hafa lesið bók h a n s
um ódauðleikann.”
Frúin: “Hvaða bók er það? Eg
man alls ekki-------”
Bóndinn: “Já, vissi eg ekki!—
í Jóhannesar guðspjalli segir Jes-
trúir þeim, sem sendi mig, hefir
eilíft líf” (5:24)t Ef þér aðeins
v;lduð fara að ráðum Jesú, þá
munduð þér sannarlega fá að vita
eitthvað um eilíft líf.”
Frúin yptir öxlum.
Bóndinn: “Já, það er einmitt
ógæfan, að við ráfum í myrkri,
bæði með og án vísindanna. Okk-
ur ferst öllum eins; við fálmum
og villumst, og þó höfum við Ijós-
ið. Pétur postuli segir: “Því á-
reiðanlegra er oss nú hið spá-
mannlega orð, og það er rétt af
yður, að gefa gaum að því, eins
og ljósi, sem skín á myrkum stað”
(II, 1:19). Þetta Ijós er Guðs orð.
f þess ljósi sjáum við bæði Guð
og sálina og ódauðleikann. En
án þess sjáum við ekki hyldýpið,
sem við stefnum út í.
Jæja, eg ætla nú ekki að segja
meira og bið afsökunar á því, að
eg hefi tafið tímann. Eg er þér
þakklátur, hr. formaður, og bið
þig að virða á betri veg, hafi eg
sagt eitthvað, sem ekki átti við.”
Formaðurinn: “Ekkert að af-
saka. Þér eruð auðsjáanlega vel
heima í biblíunni.”1
Rödd úr1 áheyrendahópnum:
“Við þökkum formanninum fyrir
óhlutdrægni hans, en þó miklu
fremur Iwan bónda, fyrir einarð-
legan vitnisburð hans um sann-
leikann. Eg legg það til, að við
stöndum öll upp og syngjum:
“Lofið vorn Drottin”, því eg
vænti þess, að tónar og orð þess
dýrðlega sálms muni vekja sömti
tilfinningar hjá okkur öllum.”
Allir rísa úr sæti og syngja.
Þá gengur Iwan bóndi fram á
ný, lýtur höfði, spennir greipar
og segir: “Lofaður sé Guð, fyrir
þessa kvöldstund!”
Einfalt húsmeðal
lœknar fljótt og vel
slœma magaveiki
Ef þú þjáist af magaveiki, svo
sem gasi, sárinda verkjum og öðru
slíku, þá mun þér fljótt batna, ef
þú fylgir þessu góða ráði.
Þess er sjaldan þörf, að neita
sér um mat, eða borða bara vissa
fæðu. Oftast nær má fólk borða
það, sem það langar í, ef séð er , *
* ii- . 7 - ! - skoðun, og
um að ekki safnist fyrir í magan-
um óhollar sýrur, sem hindra
meltinguna. Bezta og þægilegasta
ráðið til þess, er að taka dálítið
af Bisurated Magnesia eftir mál-
tíð hverja. Þessi bragðgóða og
algerlega skaðlausa tegund af
Magnesia, eyðir sýrunum mjög
fljótlega og kemur meltingarfær-
unum í gott lag.
Ef þú reynir Bisurated Magn-
esia (duft eða töflur), sem allir
góðir lyfsalar hafa og selja mjög ;míg nokkurra boisjevikka.
odyrt, muntu fljott sannfærast
um að hægt er að umflýja 90 prct.
af vanalegum veikindum í mag-
anum. Reyndu Bisurated Magn-
esia strax í dag.
j komin skoðanakúgun. Stalin, ein-
j valdsherrann, hefir þetta vopn í
hendi sér, og í því liggur leyndar-
dómurinn við vald hans.
Enginn maður í Rússlandi fær
að vita annað en það, sem Stalin
vill. Engar fréttir berast nema
þær, sem hann vill, og eins og
hann vill laga þær. Enginn fær
þar að heyra nema annan máls-
aðilann. Þeir vita ekki betur þar,
en að bolsjevisminn sé sú eina
að hann sé að fara
sigurför um heiminn.
Rússar voru kallaðir kúguð þjóð
áður. Nú eru þeir kúguð þjóð
inst og yzt, fátækir hið ytra, fá-
fróðir hið innra. Þeir fá ekki að
anda að sér lofti, nema það sé
pestnæmt af þjóðmálalygum. Heil
stórþjóð er nú alin upp á slíkri
fæðu. Þeir eru teknir úr guðs
góða heimi og látnir lifa í hráka-
á að hafa til þess að mynda sér
skoðanir í fullu frelsi og eftir
beztu samvizku.
Og þetta fremja þeir, sem eru
sítalandi um aukin mannréttmdi.
Sumir ganga með þá flugu, að
sósíalisminn berjist fyrir frelsi
og snúast í lið með honum af
þeirri ástæðu. Þetta efni þarf
síðar að skrifa um. En hér hefir
nú verið nefnt eitt dæmi upp á
það frelsi sem hlýtur að sigla í
kjölfar sósíalimans, þar sem hann
nær að “þjóðnýta” alt, og þá líka
skoðanir manna. Og þetta ófrelsi
þarf ekki að stafa af neinni
mannvonsku þeirra, sem við völd-
in eru eða misnotkun. Það er ekk-
ert annað en rökrétt afleiðing
sósíalismans. Hann er, eftir öllu
eðli sínu, ófrelsisstefna.
Og skoðanakúgun hans er einn
þáttur þessa ófrelsis.
—Mgbl. “Stefmr ’.
Við lestur þessarar frásagnar
um baráttu fagnaðarerindisins í
Rússlandi, hljótum vér að minn-
ast orða Páls postula: “Hver er
vitringur? Hver fræðimaður?
Hver orðkappi þessarar aldar?
Hefir Guð ekki gert að heimsku
speki heimsins?”
Slíka afkristnunar-æsingafundi
eru guðleysingjar (í Rússlandi)
nú að mestu hættir að halda, þar
eð árangur þeirra reyndist öfug-
ur við það, sem til var ætlast.
“Guðleysingjarnir eru oft okk-
ar beztu samverkamenn”, skrifa
bræður vorir í Rússlandi.
(Lauslega þýtt úr norsku blaði,
—Lesb. Á. Jóh.).
Skoðanakúgun
Á öllum tímum hafa verið uppi
menn og stofnanir, sem hafa beitt
skoðanakúgun. Þess vegna er
samvizkufrelsi og skoðanafrelsi
eitt af því 'fyrsta, sem reynt er að
tryggja, hvar sem lýðfrelsi á að
vera.
Skoðanakúgunin fylgir harð-
stjórninni ávalt eins og skugginn
hlutunum. En aðstæðurnar valda
því, að hún verður að koma fram
í ýmsum myndum. Þar sem fólkið
er frjálslynt og vakandi, og vald-
hafinn og veikur á svellinu til
þess að beita beinni kúgun, lcem-
ur hún fram í dulargerfi. Hún
kemur þá fram í því , að menn eru
ofsóttir, sviftir atvinnu og bolað
frá öllu, ef þeir leyfa sér að hafa
aðrar skoðanir en sá, sem við
völdin situr. En hugarfarið, sem
á bak við stendur, er það sama.—
Þessar stjórnarathafnir eru eins
og nokkurs konar skráargöt, sem
gægjast má inn um, inn í sauð-
svarta kúgunarsálina.
Þegar þess konar menn ná fast-
ari tökum, er ekki að sökum að
spyrja. Þeir koma í ljós eins og
tunglið, þegar fer að dimma. —-
Dæmin sunnan og austan úr álf-
unni tala þar sinu glögga máli,
og hefir Stefnir sagt nokkuð frá
þessari kúgun, bæði í Rússlandi
og Miðjarðarhafslöndunm.
1 þessu efni er betra að vera á
verða. Hverjum frjálsbornum
manni má. betra þykja að láta
lífið, en búa við slík þ rælakjör.
Enda vantar ekki píslarvottana á
þessari leið, menn, sem hafa neit-
að að kalla það hvítt, sem þeir
sáu að var svart, jafnvel þótt
skammbyssan eða hengingarólin
eða bálið væri við hendina.
En það er þó til önnur skoðana-
kúgun, sem er ennþá verri, ef
mögulegt væri.
Ef nota mætti það orð, þá hefir
opinbera kúgunin þann kost i för
með sér, að hver góður drengur
finnur til hennar og særist undan
henni. Hún hleður undir sjálfa
sig sprengiefninu, og þá Hður
sjaldan á löngu, áður en einhver
ber neistann að tundrinu.
En það er til önnur skoðana-
legri, að hún gerir menn að þræl-
um svo að segja án þess að þeir
viti, og heldur þeim þar í mjúk-
um en óslítandi Gleipni.
Þetta er sú skoðanakúgun, sem
óhjákvæmilega fer í kjölfar só-
síalismans, ef hann nær fullum
tökúm og “þjóðnýtir” alt, tekur
rikisrekstur á öllu. Því að þar
fylgja einnig með blöð, bækur og
hvað eina, sem haft er til þess að
hafa áhrif á skoðanir manna.
Það er “þjóðnýting” á skoðunum,
en sú þjóðnýting þýðir ekkert
annað en það, að engar skoðanir
heyrast nema skoðanir valdhaf-
anna.
Valdið yfir fréttatækjunum og
“própaganda” tækjunum er sterk-
asta vald nútímans. Því eru ná-
lega engin takmörk sett. Þeir fáu
menn, sem þeim tækjum ráða í
framtíðarriki sósíalista, verða
drotnarar, og um það stendur
bardaginn, eins og um hásætin á
einveldistímunum.
Þetta er eitt hið skaðlegasta við
fullkominn ríkissósíalisma. Hann
setur valdið yfir sálum mannanna
í hendur eins eða fárra manna,
hneppir þær í þrældóm undir einn
eða fáa galeiðuhöfðingja.
Á stríðstímunum leyfðu menn
sér margt vegna yfirstandandi
neyðar. Þjóðirnar sættu sig við
alt, sem talið var sigurvænlegt.
—jOg þá tóku stjórnirnar þessi
fréttatæki í sínar hendur, eftir
því sem hægt var, og héldu við
striðsæðinu. Var þó langt frá,
að þetta væri gert til fullnustu.
í síðasta hefti Stefnis var get-
ið um aðrarir Rivera við blöðin á
Spáni, og fascistar á ítalíu láta
ekki heldur fólkið fá að heyra
nema það, sem þeim þykir gott.
En dæmið er þó bezt að sækja
til þess eina lands, sem hefir hlot-
ið “blessun” sósíalismans í fullum
mæli. í Rússlandi hefir ráðstjórn-
in á sínu valdi öll fréttatæki, blöð,
bækur, kvikmyndir. Og reynslan
sýnir, að fyrir þessu ógurlega
valdi stendur alt varnar- og
hjálparvana. Þar ræður nú full-
Átakanlegt dæmi upp á vald
þessarar starfsemi, er saga
Trotskys.
Trotsky var annað mesta átrún-
aðargoð þjóðarinnar. Lenin og
Trotsky, það voru hinir tveir
miklu himinlíkamir, er lýstu rúss-
nesku þjóðinni í myrkrum bylt-
ingarinnar. Á hverjum opinber-
um stað voru myndir af þessum
tveim þjóðhetjum, og myndir af
þeim voru bornar í öllum skrúð
göngum. Þeir voru sá eldstólpi,
sem þjóðin fylgdi á þessari ógur-
legu eyðimerkurgöngu. — Og þó
var Trotsky að sumu leyti enn
vinsælli, hershöfðinginn, er skóp
rauða herinn og “stökti “óvinum
byltingarinnar” á flótta; r»ðu
snillirigurinn, gáfumaðurinn, er
mönnum fanst neistar sindra frá,
hvar sem hann kom.
En svo náði iStalin taumhald-
inu. Lenin var dáinn. En Trotsky
lifði, og hann var hættulegastl
meðbiðillinn. Og nú var þessu
ógurlega stórskotaliði fréttastarf-
seminnar beint að honum.
Hann var vinsæll og sterkur,
en hann varð fljótt að víkja. —
Ekkert vígi stenzt stórskotahríð,
þegar ekkert skotvopn er til á
móti. Hann er hraktur og rekinn
stað úr stað og loks hröklaðist
hann úr landi.
Nú var um að gera, að láta hann
hverfa. Og þetta sama tæki var
alveg örugt til þess starfa líka.
Nafn hans var aldrei nefnt á
prenti. Skólabækur Voru allar
skrifaðar að nýju til þess að
losna við frásagnlr um afreks-
verk hans, og að eins minst lítil-
lega á, að hann hefði gerst óvin-
ur byltingarinnar og drottinssvik-
ari. Myndir af honm hurfu allar.
Allir kaflar um hann voru sniðn-
ir úr kvikmyndum þeim, sem boða
fólkinu trú bolsjevikka.
Árangurinn kvað vera sá, að
Trotsky má nú heita gleymdur i
Rússlandi. Eftir lifir aðeins veik
minning um uppvöðsluseggg og ó-
lánsræfil. Fólkið er á valdi þess,
sem það fær að sjá og heyra.
Þetta er skoðanakúgun að marki.
Þetta er sú mesta andlega neyð,
sem hægt er að leiða yfir nokkra
þjóð, að halda fyrir henni þeim
meðfædda rétti, sem hver maður
Hví eru borðhnífar oddlausir?
í byrjun seytjándu aldar, voru
borðhnífar venjulega með oddi,
og voru þá oft notaðir sömu hníf-
ar við máltíðir og við veiðar og
sláturstörf. En tildrögin til pð
þetta breyttist, eru sem hér segir:
Richelieu kardínáli hafð eitt sinn
sem oftar gestaboð. Einn gest-
anna kunni sig svo illa, að hann
notaði odd borðhnífsins til þess
að stanga úr tönnum sér. Þetta
mislíkaði kardínálanum stórlega.
Skipaði hann svo fyrir, að borð-
Magic
baking
powder
sS^NTAINS NOA^ilJ
Magic bckuraicuft
er ávalt það bezta í
kökurog anr.að kaffi-
brauð. það inniheldur
ekkert alum, né nokk-
ur önnur efni, sem
valdið gætu skemd.
hnífar skyldu þar upp frá þessu
vera oddlausir. — Var sá siðui
síðan upp tekinn. — Mgbl.
ús: “Sá, sem heyrir mitt orð og kúgun, sem er að því leyti háska-
Látið
CANADIAN NATIONAL—
CUNARD LINE
/ sambandi vi0 The Icelandic MiUennial Celebratton
Committee.
Dr. B. J. Brandson,
H. A. Bergman,
Dr. S. J. Johannesson,
E. P Jonsson,
Dr. B. H. Olson,
S. Anderson,
A. B. Olson,
G. Johannson,
L. J. Hallgrimsson,
S. K. Hall,
G. Stefansson,
A. C. Johnson,
J. H. Gtslason,
Jonas Palsson,
P. Bardal,
M. Markusson,
W. A. Davldson.
Xslendingar t Canada, eins og
landar þeirra, sem dvelja vtðs-
vegar annarsstaðar fjarri fóstur-
jörSinni, eru nú meir en nokkru
sinrú áður farnir að hlakka til
þúsund ára Alþingisháttðarinnar
t Reykjavtk, t júntmánuði 1930.
tsland, vaggo. lýðveldisins, eins
og vér nú þekkjum það, stofnaði
hið elzta löggjafarþing t júnt-
mánuði árið 930. pað er ekkert
[slenzkt hjarta, sem elcki gleðst
og slær hraðara við hugsunina
um þessa þúsund ára Alþingis-
háttð, sem stjórn tslands hefir
ákveðið að halda á viðeigandi
hátt.
Annast um ferðir yðar á hina
SLENZKU - - -
Þúsund ára AlþingishátíÖ
REYKJAVlK
jONl - - •
1930
Canadian National járnbrauta-
kerfið og Cunard eimskipafélagið
vinna t samlögum að þvt, að
flytja tslendinga hundruðum sam-
an og fólk af íslenzku bergi brot-
ið, til tslands tkl að taka þátt t
hátíðinni og siglir sérstakt skip
frá Montreal t þessu skyni. Meðal
annars, sem á borð verður borið
á skipinu, verða tslenzkir, gðm-
sætir réttir. par verða leikir og
ýmsar skemtanir um hönd hafð-
ar og fréttablað gefið út.
Spyrjist fyrir um vorar sérstöku ráðstafanir
Fishermen’s Supplies Limited
Umboðsmenn fyrir—
Tanglefin Fiskinet, tilbúin af National Net and Twine Co.
Brownie kaðla og tvinna.
Vér höfum í Winnipe'g birgðir af
Tanglefin Fiskinetjum, með lögákveðinni möskvastærð.
Maitre kagla og tvinna.
Kork og blý.
Togleður fatnað.
Komið og sjáið oss, þegar þér komið til Winnipeg, eða skrif-
ið oss og vér skulum senda yður Verðlista og sýnishorn.
Fishermen’s Supplies Limited
401 Confederation Life Bldg. Winnipeg. Sími 28 071
Stofnað 1882
Hafa hitað heimili í Winnipeg síðan “82”
D. D.WOOD & SONS, LTD.
VICTOR A. WOOD
President
HOWARD WOOD
Treasuser
LIONEL E. WOOD
Secretary
(Piltamir, sem öllum reyna að þóknast)
KOL og KÓK
Talsími: 87 308
Þrjár símalínur
Leitið upplýslnga hjá Canadian Nattonal. umboðsmannlnum t
Winnipeg Saskatoon, Edmonton, eða skrifið beint til
J. H. GISLASON, Winnipeg (phone 88 811) 409 Mining Exchange Bldg
CANADIAN NATIONAL RAILWAYS
eOa einhverjum umboðsmanni
CUNARD STEAMSHIP LINE
STOCK
ALE
SHEÁS WINNIPEG BREU/ERY LIMITED