Lögberg


Lögberg - 21.11.1929, Qupperneq 5

Lögberg - 21.11.1929, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. NÓVEMBER 1929. Bl&. ö. ICtLHNDlC MILLENNIAl CELEERATICN [] Montreal - Reykjavik S.S. ANDANIA Siglir frá Montreal 6. Júní 1930 Cunard línan hefir opinber- lega v e r i ð kjörin af sjálfboða- nefnd Vestur- Islendinga til að flytja heim islenzku Al- þinglshátíðar gestina. B. J. Brandson, forseti. G. Stefánsson, Dr. B. H. Olson, S. Anderson, G. Johannson, S. K Hall, A. C. Johnson, Jonas Palsson, P. Bardal, M. Markusson, W. A. Davidson. L. J. Hallgrímsson, J. H. Gfslason, H. A. Bergman. E. P. Jðnsson, Dr. S. J. Johannesson, A. B. Olson, Spyrjist fyrir um aukaferðir. Arlðandi að kaupa farbréf sem fyrst, til að tryggja sér gott pláss. Frekari upplýsingar á öllum skrifstofum Cunard-félagsins, eða hjá J. H. Gíslason, Convener Volunteer Committee, 409 Mining Exchange Building, Winmpeg, Canada. Miss Thorstina Jackson, Passenger Executive Department CUNARD LINE, 25 broadway, new york, n. y. Búskaparhjal Eftir J. Áraason. Bjarni og Sigurður voru gamlir æskuvinir heiman af gamla land- inu. Báðir höfðu þeir tekið sér heimilisréttarlönd út við Manito- bavatn. Þó ekki í nálægð hvor við annan. Þeir komu báðir ung- ir til þessa lands, dvöldu fyrstu árin í Winnipeg-borg, en þeim leiddist borgarlífið og byrjuðu bú- skap við lítil efni, eins og svo margir á þeim árum. Bjarni stundaði blandaðan bú- skap, og var álitinn að komast heldur vel af. Hann var vanur að bregða sér til Winnipeg einu- sinni á ári, svona rétt til að lyfta sér upp, eftir vel unnið ársstarf. Nú var hann staddur á eimlest- inni á hraðri ferð til stórborgar- innar og var rétt að hugsa um, hvað margt hefði breyzt síðan hann flutti út á land fyrir 20 ár- um síðan. Ekki hafði hann séð Sigurð kunningja sinn, síðan þeir dvöldu í Winnipeg. En heyrt hafði hann, að honum hefði ekki gengið vel búskapurinn. Sigurður var nú líka á ferð tii Winnipeg; hann hafði aldrel áð- ur farið til Winnipeg, síðan hann flutti út á landið, en frá þeim tíma voru nú liðin 18 ár. Sigurður þekti Bjarna, strax og hann kom inn í lestina, en Bja,,ni þekti ekki Sigurð, svo var hann nú breyttur.—Skárra er nú mont- ið í honum, hann þykist ekki þekkja mig, hugsaði Sigurður. Bjarni tók eftir því, að Sigurður horfði á hann, en hann gat ekki komið honum fyrir sigj En samt, ójú, þetta mun vera hann Sigurð- ur, gamli kunningi minn. Bjarni stóð nú strax upp og heilsaði upp á Sigurð: “Komdu nú blessaður og sæll, Sigurður, gamli vinur. Langt er nú síðan við höfum sézt. Eg ætl- aði hreint ekki að þekkja þig, þú ert orðinn svo breyttur. Hvernig líður þér annars?” “Komdu sæll, Bjarni. Mér líð- ur svona eftir vonum. Ekkert basl. En hvernig líður þér?” “Mér líður vel, ágætlega. Seztu niður hérna, við skulum rabba saman, því löng er nú leiðin eftir enn til stórborgarinnar.” “Eg hefi heyrt sagt, að þú sért orðinn ríkur, Bjarni.” “Ekki get eg nú sagt, að eg sé ríkur, en eg er ekki í skuldum.” “Þú munt hafa töluvert bú og fjölda af gripum?” “Ekki ef það nú,” ansaði Bjarni. “Eg á bara eitt land og leigi ann- að af stjórninni fyrir beit. Eg mjólka 20 kýr, svo hefi eg nokk- uð af ungviði og góðan Shorthorn kynbætisbola. Mér finst borga sig bezt, að hafa gripina færri en betri. En iþú, Sigurður minn, þú munt hafa nokkuð margt af grip- um?” “Ó, ekki er það nú margt; eg hefi um 20 hausa í alt; það fjölg- ar lítið hjá mér, eg hefi verið ó- heppinn. Til dæmis misti eg fjóra beztu kálfana mína í holuna, sem eg brynni gripunum úr í vatninu, því eg hefi ekki brunn; það er nú svona, að eg er gutla við þetta fiskirí, og hefi ekki tíma til að standa yfir gripunum, meðan þeir eru að drekka. Eg var nú svo ó- heppinn að missa eina beztu kúna mína, núna rétt um daginn, úr uppþembu. Og- svona gengur það.” “En, Sigurður minn, gaztu ekki fengið laxersalt í næsta kaupstað, til að gefa henni?” “Ójú, víst hefði eg nú getað það, en það var nú svona, að í fyrra haust, þá voru hrossin mín með innýflis-ormum, og mér var ráðlagt, að gefa þeim inn til hreinsunar; en f . . . . hafi það, eg misti þau öll. Mér var sagt eft- ir á, að laxersalt væri bannvænt fyrir hross, eg átti nefnilega að gefa þeim hráa fernisolíu, og þá hefði alt verið gott og blessað. Eg gerði sama skellinn aftur með kúna; eg ætlaði nú ekki að gefa henni laxersalt og láta það drepa hana. Eg keypti fernisolíu oft} dreif í hana; en hún fór samt. Olían var nefnilega soðin, eða málolía, en eg átti að fá hráolíu, og það vissi eg ekki. Og svona gengur það. Sjaldan er ein bára stök, er gamalt máltæki. En eg tek nú þetta alt með rólegheit- um.” “Er gott kyn að gripunum þín- um, Sigurður minn” spurði Bjarni. “Ónei, ekki get eg nú sagt það; þeir eru af öllum litum, en eg á ljómandi fallegan bola, hvítkoll- óttan; en eg er nú búinn. að eiga hann í 11 ár, og hefi ekki tímt að farga honum; eg er nú samt hálf- partinn að hugsa um að farga honum í haust, ef gott verð verð- ur á gripum.” “Þú hefðir átt að fá þér ann- an bola fyrir löngu, Sigurður minn,” varða Bjarna að orði. “Það er von að griparæktin gangi ekki vel fyrir þér.” “Það getur nú skeð,” ansaði Sigurður, “en mér óar við að borga þetta voðaverð fyrir kyn- bætisbola. Þeir eru nú ekki gefn- ir.” “Þú segist vera að fiska, Sig- urður. Hvernig hefir þér lukkast undanfarinár ár?” “Svona eftir vonum. Eg fisk-* aði ekki sem verst fyrst, á meðan netin voru ný. En netin mín eru nú farin að lýast hjá mér, orðin töluvert rifin og farin að fúna Htið eitt; en jneðan að þau halda fiskli, læt eg þau slarka, því ný net eru býsna dýr. Allir kvarta um þetta fiskileysi, svo það er ekki von, að eg fiski betur en aðrir.” “Það getur skeð, að þú hafir að sumu leyti rétt fyrir þér, Sigurð ur minn, en samt held eg, að þú ættir að fá þér nokkur ný net, og kasta verstu ræflunum.” “Það getur skeð,” svaraði Sig- urður; “en það er nú svona, að vera centalítill. Þú ert víst vatnsbakkanum Ifka, og fiskar eins og eg, Bjarni?” “Já, landið mitt er við vatnið; eg stunda fiskiveiðar dálítið, en 1 ér finst borga sig bezt, að hafa netin í góðu ásigkomulagi.” “Þú munt hafa töluvert af sauð- fé líka, Bjarni?” “Ekki get eg sagt, að það sé margt. Eg hefi 40 ær.” “Finst þér þær spyr Sigurður. borga sig? “Víst held eg það. Þessar 40 ær gefa mér árlega um 60 lömb og svo ullina. Vinna við kindur er sáralítil, í samanburði við gripi. Hugsaðu þér til dæmis, 60 lömb á 7 dali hvert, gerir $420, og svo ullin þar að auki.” “Eg segi það, að þú hefir vel upp úr rollunum,” varð sigurði að orði. “Það er víst einhver gæðategund, sem þú hefir?” “Ekki get eg nú sagt það, auð- vitað eru þær nokkuð bættar. Núna er eg nýbúinn að fá mér kynbætishrút frá búnaðarskólan- um og borgaði $50 fyrir hann; en eg sé ekki eftir þeim kaupum.” “Það lá að,” varð Sigurði að orði. “Þess vegna muntu hafa svona margar tvílembdar. Slíkt hefði mér aldrei dottið í hug.” “Ónei, Sigurður minn, ekki hef- ir þú þar rétt fyrir þér. Kynbæt- ishrútar gefa manni vænni lömb, en með því að láta ærnar sínar eiga gott, verða alt af fleiri tvi- lembdar.” “Þú ert mesti búmaður, Bjarni, og fróður í þeim efnum; þú munt víst lesa allar búfræðis skruddur og blöðin?” “El?ki get eg neitað því; fræð- andi greinar um þau efni eru oft hjálpsamar í viðlögum, finst þér það ekki, Sigurður minn?” “Eg veit ekki, eg kaupi nú bara eitt blað, hana Heimskringlu, hún hefir dugað mér hingað til.” “Þú munt sjálfur hafa eitthvað af kindum, Sigurður minn?” “Ónei, ekki get eg nú talið það. Eg hefi 13 gamalrollur; þær eru oftast einlembdar hjá mér, en geta samt varla mjólkað ofan í lömbin, fyr en fer að grænka á vorin; og svo hefir úlfurinn drep- ið margt hjá mér. Getur þú ráð- lagt mér nokkuð til að varna þeim frá kindum?” “Nei, ekki beinlínis; eg hefi mínar inngirtar með kindavír, og svo hefi eg hræður hér og hvar til vonar og vara, ef úlfur skyldi koma inn fyrir girðinguna. Eitt er víst, að nágrannar mínir missa oft lömb í úlfskjaft, en kind hefi eg ekki mist í mörg ár.” “En það er nú ekki fyrir alla, að fá sér kindavír,” varð Sigurði að orði. “Nei, heldur mundi eg nú selja allar rollurnar mínar, og auka við mig hæsnum. Eg hevri sagt, að það megi hafa drjúga peninga upp úr þeim. Heldurðu >að ekki, Bjarni?” “Ójú, mín hænsni borga sig á- gætlega; eg hefi nú ekki mörg, eitthvað um 100 hænur. Þær gáfu mér í hreinan ágóða 250 dali árið sem leið.” “Ja, nú er eg alveg hissa,” varð Sigurði enn að orði. “Þú munt líklega hafa þær í hesthúsinu?” “Ónei, Sigurður minn, eg hefi alveg sérstakt hús fyrir þær, gef >eim nóg korn að éta, og læt þær vinna fyrir mat sínum.” “Nú held eg að þú sért að spauga, Bjárni, að láta hænur Vinna fyrir mat sínum?” “Ónei, Sigurður minn, það er ekkert spaug. Þú misskildir mig aðeins. Eg nefnilega læt svo mik- ið strá á gólfið hjá þeim. Smátt og smátt er eg svo að kasta korn- inu í stráið, og til þess að finna kornið, verða þær að rusla í strá- inu.” “Ójá, nú skil eg það,” ansaði Sigurður. “En hvernig ferðu að láta þær verpa yfir háveturinn?” “Þær gera það nú af sjálfu sér, ef rétt er með þær farið,” ansaði Bjarni. “En þú varst áðan að segja mér, að þú værir sjállur að hugsa um að auka við þig hænsna- ræktinni. Þú munt víst eiga fá- einar til að byrja með, Sigurður minn?” Ójá, eg hefi eitthvað um 30, en þær eru nú flestar farnar að eldast hiá mér; eg hefi verið ó- heppinn með útungun, og rottan hefir drepið fyrir mér meira og minna af ungunum. Húsplássið læt eg nú vera, þær gætu verpt hjá mér að vetrinum kuldans vegna; eg hefi þær nefnilega í kúafjósinu mínu. Eg skal nú segja þér hvernig eg hafði það; eg bjó til sérstakan pall uppi yfir kúnum og girti svo alt í kring með hænsnavír. Þetta hefir mér lukk- ast vel, því áður voru þær úti um alt fjós hjá mér og urðu oft fyrir slysum.” “En, Sigurður‘minn, er ekki hálf- gert myrkur á þeim þarna uppi^í mæninum hjá þér?” “Ekki skil eg í því, að það þurfi að vera bjartara hjá þeim heldur en hjá kúnum, því þær sjá vel til að éta,” ansaði Sigurður. “Jú, víst er nóg birtan.” “Hvað gefur þú þeim að éta, Sigurður minn?” spurði Bjarni. “Eg gef þeim alt af fylli sína af soðnum fiski á hverju kveldi, ja, einu sinni á dag alt sem þær geta í sig látið. Eg er ekki að kaupa korn handa þeim, þær eru ekki að verpa, hvort sem er, svo eg læt fiskinn duga.” “Jæja, Sigurður minn, við skul- u mhætta að tala um þennan bú- skap. Þú ert líklega ekki að hugsa um að fara heim til íslands 1930?” “Ójú, eg var nú hálfpartinn að hugsa um það. En svo verður nú líklega ekkert af því, fyrst að heimfararnefndin gat ekki fengið þennan stjórnarstyrk. Við fá- tæklingarnir verðum að sitja heima, sem hefðum líklegast ann- ars fengið frítt fargjald. Svo hefir mér skilist, að verja tti þess- um stjórnarstyrk. En þú, Bjarni, þú ferð víst sjálfsagt, því þú þarft ekki á stjórnarstyrknum að halda?” “Já, Sigurður minn, eg er að hugsa um að fara heim, og er ein- mitt í þeim erindagerðum núna, að festa mér far á “Andaniu”. Nú stanzaði lestin. Þeir voru komnir að C. N. R. járnbrautar- stöðinni í Winnipeg. Samtalið hætti nú, og þar skildu þessir gömlu vinir með hlýju handa- bandi og árnaðaróskum. CUNARD LINE 1840—I9Z9 Elzta eimskipafélagið, sem siglir írá Canada. í meir en þriðjung aldar hafa Ðodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. 1MS3 Jupcr At*. EDMONTON 1M Plnder Dlock SASKATOON 4M Lancaicer Bldft. CALGARY 27» Maln Sc. WINNIPEG, Man. M Welllnftton St. W. TORONTO, Ont. 227 St. Sacrement St. MONTRKAL. Oue. Kirkjuvígsla að Sæbóli Sunnuaginn 29. sept. var vígð ný kirkja að Sæbóli á Ingjalds- sandi, Hefir söfnuðurinn þar reist hana í sumar. Er það lítil en mjög falleg kirkja, bygð úr stein- steypu, veggir hvítmálaðir en hvelfing máluð ljósbleik með gyltum stjörnum. Yfir altarinu er stór hvítur kross og bak við hann máluð sól í geislastöfum allra regnbogalita. Myndar kveikt ljós þessa sól og lýsir hún upp geislastafina, svo að kórveggur- inn yfir altarinu ber mikla feg- urð. Hefir yfirsmiður kirkjunn- ar verið Torfi Hermannsson tre- smiðameistari hjá Jóni líilldórs- syni, en Björn Guðmundsson skólastjóri á Núpi, hefir málað kirkjuna. Séra Sigtryggur Guð- laugsson prófastur á Núpi fram- kvæmdi vígsluna og flutti fagra vígsluræðu frá altari hinnar nýju kirkju. Honum til aðstoðar voru sóknarnefndarmaður Bjarni ív- arsson í Álfa^al, og safnaðarfull- trúi Hjelgi Felixson, Brekku, á- samt viðstöddum sóknarprestum prófastsdæmisins, séra Jóni Ól- afssyni á Flateyri, og séra Sig- urði Z. Gíslasyni á Þingeyri, er báðir fluttu stólræður við vígsl- una. Viðstadur var allur söfnuð- ur Ingjaldssands sóknar og all- margt manna úr önundarfirði og Dýrafirði, enda þótt veður væri slæmt. Hefir söfnuðurinn sýnt mikinn áhuga og fórnfýsi við byggingu þessarar kirkju. Jón Oddsson skipstjóri í Englandi, ættaður af Ingjaldssandi, gaf 190 sterlings- pund, o gHalIdór Eiríksson kaup- maður í Reykjavík, ættaður at sandi, gaf og stórgjöf. Enn frem- ur gáfu margir aðrir, m. a. vand- að orgel og messuklæði hin vönd- uðustu. — Mgbl. 19. okt. Dan McLean For Mayor Cunard línan veitir ágætar sam- göngur milli Canada og Noregs, Sví- þjóðar og Danmerkur, bæði til og frá Montreal og Quebec. Eitt, sem mælir með þvi að ferðast með þessari línu, er það, hve þægilegt er að koma við í London, stærstu borg heimsins. Cunard linan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir Norðurlönd. Skrifstofustjórinn er Mr. Carl Tacobsen, sem útvegar hætid- um ísleuzkt vinnufólk vinnumenn og vinnuikonur. eða heilar fjölskyldur.— Það fer vel um frændur yðar og vini, ef þeir koma til Canada með Cunard línunni. Skrifið á yðar eigin máli, eftir upp- lýsingum og sendið bréfin á þann stað. sem gefinn er hér að neðan. ÖHum fyrirspurnum svarað fljótt og yður að kostnaðarlausu. BOJARÐIR í Árborg og grendinni með ýmsum umbótum og mannvirkjum TIL SÖLU Skrifið eftir upplýsingum til THE MANITOBA FARM LOANS ASSOCIATION 166 Portage Ave. E., Winnipeg Greiðið atkvæði kosningadaginn-Nœsta föstudag Greiðið WEBB fyrsta atkvæði Policy: Industrial Development Mark Your Ballot Thus: McLean, Dan 1 VOTE 1, 2, 3 for MAYOR Endurkjósið W. R. MILTON sem skólaráðsmann fyrir 2. kjördeild Hann er út- nefndur af fólkinu. Hann er mað- ur, sem lætur til sín taka. Það gengur undan honum. Merkið ekki X á atkvæða seðl- ana fyrir borg- arstjóra og 'bæjarráðsmenn Merkið tölurn- ar, 1 .2. 3. við nöfn umsækj- enda þeirra, er þér viljið kjósa Greiðið WEBB No. 1 atkvœði fyrir borgarstjóra Fyrir bæjarráðsmenn, greiðið þessum atkv. í yðar kjörd: I. Kjördeild II. Kjördeild III. Kjördeild Andrews^ H. (Bert> Luce, F. M. Calof, Rockmil. Borrowman (CjE) L.F. Maybank, Ralph. Barry, J. A. Simonite, C. E. Roberts, A. J. Winnipeg Civic Progress Association Mr. Milton er einn af hagnýtustu og beztu borgur- um þessa bæjarfélags. Hann hefir reynst ágætlega sem skólaráðsmaður, og verðskuldar endurkosningu með yfir- gnæfandi meiri hluta. MERKIÐ SEÐILINN ÞANNIG: MARTIN £> CO. TÆKIFÆRIS-SALAN veitir yður mikil kjörkaup ÁGÆTT 0RVAL - - HÆGIR BORGUNARSKILMÁLAR Fyrir NIÐUR Sendum vér yður hvaða flík, sem er í búð vorri, sem kostar alt að $55.00. Afgangur í viku eða mán- aðar afborgunum, jafn- framt og fötin eru notuð. KVEN-YFIRHAFNIR (Furskreyttar) $19.75 til $97.50 Það er þægilegt, að borga smátt og smátt. KJÓLAR $12.75 til $35.00 Ákætt verð og fallegar gerðir. FUR-YFIRHAFNIR $65.00 til $265.00 Haldið við í heilt ár kostnaðarlaust. Karlmanna-alfatnaðir og yfirhafnir Föt, sem vér ábyrgjumst. « Búðin opin til k). 10 á laugardagskvöldum. HARTIN & CO. Casy Paumcnts Ltd. 2nd Floor, Winnipcg; Plano Btdg. Portagre and Hargravc

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.