Lögberg - 02.01.1930, Side 4

Lögberg - 02.01.1930, Side 4
Högberg (Jefið út hvern fimtudag af The Col umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfrara. The ''Lögrberx” Is printed and publlshed by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 6S5 Sargrent Ave., Winnipeg, Manitoba. >oc..^>ocrDoc Friðarmálin Sennilega verða ekki mikið skiftar skoð- anir um það, að á yfirstandandi tímum sé unnið kappsamlegar og með meiri forsjá að friðarmál- um mannkynsins, en nokkru sinni fyr, og hlýtur slíkt að verða hverjum alvarlega hugsandi manni, óumræðilegt fagnaðarefni. Starfsemi þjóðbandalagsins, hefir þegar miklu góðu til vegar komið, þótt vafalaust megi með fullum rétti vænta enn frekara árangurs, eftir að fult samræmi grundvallaratriða þeirrar stofnunar við ákvæði Kellogg sáttmálans, hefir náðst. Sem afleiðing af samtalsfundi þeirra Eam- say MacDonalds, stjórnarformanns Breta, og Hoovers Bandaríkjaforseta, í haust er leið, sezt innan skamms á rökstóla í Lundúnum, nefnd manna, samsett af fimm þjóðum, er það hlut- verk hefir með höndum, að fjalla um takmark- anir hervarna á sjó, og þá sennilega aðrar tak- markanir vígbúnaðar líka. Þjóðir þær, er í þessari fyrirhuguðu vopnatakmörkunarstefnu taka þátt, eru Bretar, Bandaríkjamenn, Japan- ar, Italir og Frakkar. Um einlægni þjóða þess- ara í máli þessu, er óþarft að efast, og þess- vegna mun vel mega gera sér von um mikinn og góðan árangur. Fullkomin óbeit á styrjöldum og stríði, virð- ist um þessar mundir vera að skjóta æ dvpri og dýpri rótum í meðvitund þjóðanna. Heims- styrjöldin síðasta, með öllum hennar ógnum, og allri hennar skelfilegn tortímingu, virðist, sem betur fer, vera sjálfrátt, eða ósjálfrátt, farin að knýja fram í samvizku jarðarbama, ómót- stæðilega og einlæga þrá eftir varanlegum friði. Að styrjaldir séu óguðlegar, og í eðli sínu ósam- •boðnar siðuðum þjóðum, ætti nú ekki framar að geta talist tii ágreiningsmálanna. Þessvegna er það, að beztu menn þjóðanna hafa á yfirstand- andi tímum, lagst á eitt með það, að draga frið- arfánann að hún og sökkva á fertugu dýpi, að svo miklu leyti sem í mannlegu valdi stendur, tortryggni og öfundaranda þeim, er í liðinni tíð hefir truflað jafnvægi skynsamlegra athugana, og orsakað blóðsúthellingar og stríð. Víðsýnum og alvarlega hugsandi mönnum, er nú farið að skiljast það æ betur og betur, að mannkynið sé í raun og veru ein fjölskylda, hvað svo sem þjóðemislegum landamerkjalín- um viðkemur, og að þarafleiðandi ætti innbyrð- is ágreiningur, hvað þá heldur stríð, ekki að koma til nokkurra mála. Kjörorð þeirra er frjálst og friðað mannkyn, hvað sem þjóðemis- legum uppruna líður, eða svokölluðum landa- merkjalínum. Og svo á það líka að vera. Því íleiri sem þannig líta á málið, þess betra og sigurvænlegra fyrir mannkynsheildina. Því er eins farið með friðartilraunirnar, sem og flestar aðrar tilraunir mannlegra at- hafna, að þeim hefir verið, og Verður vafalaust enn um langt skeið, fundið hitt og þetta til for- áttu. Ýmsum þykir þær ganga oflangt, en öðr- um of skamt. Þó hlýtur að reka að því fyr en síðar, að augu almexmings opnist svo fyrir gildi málskjarnans sjálfs, að ekki verði um stefnur vilst,—að allir stefni sigurfagnandi að einu og sama marki,—alþjóða bræðralagi og friði um alla jörð. Eins og sakir standa um þessar mundir, verð- ur það því miður ekki sagt, að bræðralagshug- sjónin hafi náð yfirtökunum í lífi mannanna, þótt betur horfist á en í liðinni tíð. Menn eru enn efagjarnir um margt, er undir engum kringumstæðum má efast um. Menn vantreysta enn ýmsu því, er undir engum kringumstæðum má vantreysta,—vantreysta sínu eigin gildi og vantreysta jafnvel höfundi tilverunnar. Að bálför slíks vantrausts, í hvaða mynd sem er, ætti hið nýbyrjaða ár að verða vakandi vitni. Menn efast um gildi þjóðbandalagsins, fyrir heimsfriðinn, og þó hafa þeir, að minsta kosti á þessu stigi málsins, ekkert annað betra að fojóða. Menn efast líka um gildi Kellogg sátt- málans, og véfengja jafnvel einlægni þeirra mætu manna, er að honum stóðu. Samt hafa þeir ekki á takteinum sem stendur, nokkra sig- urvænlegri hugsjón í þarfir friðarmála mann- kynsins. Menn efast einnig um hina fyrirhug- uðu Lundúnastefnu, þótt þeir á yfirborðinu tjá- ist meðmæltir takmörkunum hervarna á sjó. Slíkan tvískinnungshátt þarf að kveða niður, og skal slíkt verða lxlutskifti hins nýja árs. Að þjóðbandalaginu hafi margt og mikið áunnist, verður ekki um vilst. Að með Kellogg sáttmálanum hafi líka verið stigið stórt spor í friðaráttina, verður heldur ekki um vilst. Og gangi ált að óskum, er engan veginn óhugsandi, að með hinni væntanlegu Lundúnastefnu, verði ef til vill, stigið eitt allra þýðingarmesta sporið, sem nokkru sinni hefir stigið verið í áttina til varanlegs friðar. Heimshöfin eru í eðli sínu alþjóðaeign. Kétt- ur til siglinga um þau, á að ná jafnt til allra þjóða. Bryndrekarnir hverfa smátt og smátt úr sögunni, en í stað þeirra koma löggæzlu snekkj- ur, er tryggja ótrufluð sambönd heilbrigðs við- ( skiftalífs. Orustuflögg hins liðna tíma hverfa, en í þeirra stað skal blakta yfir framtíðinni flekklaus fáni friðar og bræðralags. Bókfell fortíðarinnar, mörg hver, voru rit- in blóði. Megi allar mannlegar athafnir, í sam- tíð og framtíð; verða helgaðar mannúðinni og friðarmálefnum mannkynsins! Ferðalög um Island Eftirfylgjandi grein birtist fyrir skömmu í enska tímaritinu “Spectator”, sem gefið er út í Lundúnum. Er höfundur hennar Athole Murray, sem hvað ofan í annað hefir brugðið sér til Islands, og ferðast víða um, ásamt konu sinni. — Greinin hljóðar á þessa leið: Það mun mega að miklu leyti til sanns veg- ar færast, að enginn láti sér nægja eina ferð til íslands. Þeir, sem heimsækja einu sinni þetta einkennilega land, þar sem frost og funi mæt- ast, verða svo hugfangnir af því, er fyrir augu ber, að ganga má út frá því sem gefnu, að leið- ir þeirra liggi þangað bráðlega aftur. Það er ekki einasta, að Island sé heimsóknarvert, held- ur er það þess virði, að leita þangað úr fjar- lægð. Að mörgu leyti, er landið einstakt í sinni röð. Það er stærra ummáls en Irland, og þó er þar ekki einn einasti járnbrautarspotti, og tiltölulega lítið af viðunanlegum þjóðvegum. Landið er afar fjöllótt, auk þess sem á stórum svæðum getur 7að líta risajökla, hveri, laugar og háa hengifossa, er þylja ótruflaðir eyði- merkur-óð sinn. Allmargt er þar og eldfjalla, er spúð hafa hraunleðju í ýmsar áttir, og skil- ið eftir ber og gróðurlaus flæmi. Fjöldi speg- iltærra vatna prýðir landið, svo að segja í hvaða átt, sem litið er. Um gistihús til sveita, er tæpast að ræða, að undanteknum bændabýlum, er verða á vegi manns hér og þar, þar sem svo er mikið um gras og gróður, að beit sé nægileg fyrir sauðfé og nautgripi. Mörg þessara bændabýla eru hin reisulegustu, þar sem ávalt eru sérstakar stofur til taks, til afnota fyrir gesti. Umgengi er að öllu leyti hin prýðilegasta, og hreinlæti upp á það bezta. Um viðurgeming þarf ekki að efast, matur bæði mikill og heilnæmur. Gestrisni Islendinga er einstök í sinni röð. Eg minnist þess, er eg, öllum allsendis ókunnugur, kom á bóndabæ einn, er liðið var fram á nótt, þar sem mér var tekið með opnum örmum. Sennilega væri ekki úr vegi, að veita nokkr- ar hagkvæmar upplýsingar í sambandi við ferðalög héðan (frá Englandi) til íslands. — Þægileg póstflutninga- og farþegaskip sigla héðan til Islands vikulega, eða því sem næst, og stundum oftar. Bein sigling til Reykjavík- ur, tekur venjulegast þetta fjóra til fimm daga. Þó geta þeir, er vilja, tekið sér far með öðrum skipum, er fara umhverfis land, staldr- að stundum þó nokkuð við á hinum ýmsu höfn- um, notið hins hrífandi innfjarða-útsýnis, og ef til vill skroppið á hestbak. Flestir ferðamenn frá brezku eyjunum, er til íslands leita, sigla beint til Reykjavíkur. Með því að staldra þar við aðeins tvo eða þrjá daga, þarf öll ferðin ekki að standa yfir nema svo sem hálfan mánuð. En með þeim hætti geta gestir ekki skoðað annað af landinu, en nærliggjandi héruð, er bezta hafa bílvegina. Þeir geta brugðið sér til Þingvalla, og litast um á hinum fornu og söguríku þingstöðvum, þar sem hið fyrsta þjóðþing Islendinga kom saman fyrir hart nær þúsund árum. títsýnið er séPstaklega tilkomumikið og hrífandi. Get- ur þar að líta mílna langar, hyldjúpar gjár, sprungur og brunahraun. Framundan þenst Þingvallavatn, er jafnast fyllilega á við það fegursta, er önnur lönd hafa upp á að bjóða. Frá Reykjavík geta menn ekið í bíl austur yfir Hellisheiði, sem er grýtt og nakin eyði- mörk, er minnir á steinrunnið úthaf. Niður af austurbrúninni, liggur vegurinn í ótal bugðum, unz ofan á undirlendið kemur. Er bratti heið- arinnar þeim megin um tólf hundruð fet. Lengra austur, á hinu sama sléttlendi, er hinn frægi Geysir, er þeytir upp feikna gufustrók- um á tveggja klukkustunda fresti. Gestir þeir, er heimsækja Island, og í raun og veru láta sér ant um að kynnast sveitum þess, þurfa að fá sér reiðskjóta, og nota þá við ferðalögin. Þeir menn, er í hyggju hafa lang- ferðir, ættu jafnan að ráðfæra sig við ferða- mannafélögin, bæði hvað hestum og útbúnaði viðvíkur. Flestir forsjálir ferðamenn, taka með sér nesti, niðursoðin matvæli og eitthvað af á- vöxtum. Þá kemur það og að góðu liði, að taka með sér tjald, því með þeim hætti geta menn látið fara vel um sig, þótt í afskektum óbygð- um sé, og skoðað sig margfalt meira um, en ella myndi verið hafa. Getur slíkt og í mörg- uni tilfellum, verið nauðsynlegt, ekki sízt þar sem svo getur oft hagað til, að býli þau, er leit- að er gistingar á, eru fullskipuð gestum áður. Einu sinni ferðuðumst við lijónin (kona mín hefir ávalt verið með mér í Islandsferðum), fimm daga samfleytt, án þess að verða nokk- ursstaðar vör við mannabústaði, og sváfum í tjöldum. Margt það, er fyrir augu bar á því ferðalagi, var svo stórfengilegt og hrífandi, að það er málað með óafmaanlegu letri í minni okkar og meðvitund. Svo getur auðveldlega farið, að ýmsum þeim, er Island heimsækja, og nokkuð verulega ferðast um, þyki kostnaðurinn keyra úr hófi. Er slíkt þó engan veginn óumflýjanlegt. Menn geta auðveldlega valið sér bændabýli að dval- arstað, fengið þar lánaða hezta og fylgd eftir þörfum, við sanngjörnu verði. Með þessum hætti má fara víða, og kynnast mörgu, án þess að kostnaðurinn verði sérlega tilfinnanlegur. Þeir, sem kynst hafa íslenzkum fornsögum, geta heimsótt þá liina ýmsu sögustaði, er þeir hafa lesið um. Æski þeir frekari upplýsinga, þarf ekki langt að leita, því svo má. heita að livert einasta mannsbam kunni sögurnar út í æsar, og sé upp með sér af þeim. Þeir, sem yndi hafa af því að veiða á hand- færi, eiga sannarlega erindi til Islands. Er þar svo mikið um lax og silung, að óvíða getur 'betra. Að vísu hefir laxveiðin all mikinn kostn- að í för með sér. Um silunginn er nokkuð öðru máli að gegna. Er svo mikið af honum í ám og lækjum víða til sveita, að ekkert er sett upp fyrir veiðileyfi. Með það fyrir augum, hve sæmilega góður aðbúnaður á Islandi er, hve gestrisni er fram- úrskarandi, hve fólkið er yfirleitt vel ment, hve greiður er aðgangurinn að bókum, og hve gott er þar til veiðifanga, verður ekki annað sagt, en að þar sé liin ákjósanlegasti staður til sum- arhvíldar, og þá ekki hvað sízt, er tekið er tillit til þess, að pósturiim truflar mann ekki nema svo sem einu sinni á viku. Sumarveðráttunni á Islandi svipar mjög til þess, sem viðgengst á bezku eyjunum. Blási af norðri, getur oft orðið tilfinnanlega svalt. Stórrigningar eru þar éngan veginn ótíðar, og styttir þá oftast upp með jafn snöggum hætti og skúrir hófust. Oft ber það þó við, þegar mest er um rigingár á Englandi, að einmunatíð og þurkar ráða ríkjum á Islandi. I fyrra vetur, skall yfir England afskapleg- ur harðinda kafli. Um sama leyti ríkti sú ein- munablíða á Islandi, að flytja varð iim ís frá Englandi til þess að verja íslenzkan fisk skemd- um. ísland er enn með öllu óskaddað land, ef svo mætti að orði kveða. Landið er tiltölulega lítið umbreytt,—yfir ám þess og vötnum hvelf- ist heiður norðurhiminn. Sumardvöl á Islandi tekur útlendinginn í vissum skilningi aftur í miðaldirnar, þótt vissulega sé þar nokkuð af ný- tízku þægindum. Ferðalög á hestbaki eru eigi aðeins holl og hressandi, heldur hafa þau einnig í för með sér gerbreyting frá hinu daglega starfi og hinum daglegu skemtunum flestra manna. Og til þess að kynnast landi og þjóð út í æsar, þekki eg engan betri veg. Ánægjulegastur dvalartími fyrir útlenda ferðamenn á Islandi, er frá byrjun júnímánað- ar og fram í septemberlok. 1 júní og júlí eru íslenzkar nætur bjartar sem heiðskír dagur. En þegar dag fer að stytta, bíður manns stjörnu- björt norðurljósanótt. Islendingar mæla á norræna frumtungu, tungu, sem um eitt skeið, var töluð eigi aðeins um Norðurlönd, heldur og víðar. Islendingar eru í eðli sínu miklir tungumálamenn. Kenna þeir, meðal margra annara tungumála, enska tungu í skólum sínum. í'lerðamenn, er ísland heimsækja, verða því ekki í nokkrum minstu vandræðum með það, að útvega sér enskumæl- andi túlk sem fylgdarmann, og er þeim þá vel borgið. Canada framtíðarlandið Þess hefir verið getið í undan- förnum greinum, hve fólksstraum- urinn inn í landið hafi aukist stórkostlega, svo að sjaldan eða aldrei hafi streymt hingað jafn- mikið af nýbyggjum frá Norður- löndum, svo sem Danmörku, Sví- þjóð og Noregi. Meginþorri þess fólks hefir leitað vestur á bóginn og tekið sér bólfestu í Saskatchewan og Alberta fylkjunum, einkum því síðarnefnda. Fjöldinn af fólki þessu er þaulvant landbúnaði, sérstaklega griparækt, og ætti þar af leiðandi að vegna vel í hinu nýja kjorlandi sínu. Eins og drepið hefir verið á, eru skilyrðin fyrir arðvænlegri búpeningsrækt í Vesturfylkjunum hin ákjósanlegasta, en þó ef til vill hvergi jafngóð og í Alberta. Hefir sá atvinnuvegur alla jafna verið stór þýðingarmikill fyrir fylkisbúa. Eru sláturgripir þar oft á meðal hinna allra beztu í landinu. Fram að aldamótunum síðustu var nautgriparæktin höfuð at- vinnuvegur íbúa Suðurfylkisins. í Norður- og Miðfylkinu var þá einnig allmikið um griparækt. Er fram liðu stundir, fóru bændur að leggja mikla áherzlu á fram- leiðslu mjólkurafurða og er nú smjörgerð fylkisins komin á afar- hátt stig. Hefir stjórnin unnið að því allmikið, að hvetja bænd- ur og veita þeim upplýsingar í öllu því, er að kynbótum naut- gripa lýtur. Nú orðið má svo heita, að griparæktin og kornuppskeran sé stunduð jöfnum höndum. Á býl- um þeim, er næst liggja borgun- um, er mjólkurframleiðslan að jafnaði mest. Enda er markað- urinn hagstæður. Á sléttum Suður-fylkisins var griparæktin mest stunduð lengi vel framan af. En nú er orðið þar mikið um akuryrkju líka. í meir en þriðjung aldar hafa Ðodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Fréttabréf. Kenosha, Wis., 4607 Sheridan Koad, 26. desember 1929. Herra ritstjóri Lögbergs: Háaldraður og heiðarlegur landi í Washington Island, sendi mér boð og bað mig að geta um það í Lögbergi, að kona sín ‘hefði skilið við þenna heim á gamlársdag 1928. Maðurinn heitir Jón jóns- son. Mrs. Jónsson hét Guðrún, var hún fædd á Eyrarbakka í júní mán. 1846, faðir hennar var danskur og hét Ruud, en móðirin íslenzk; hún ólst þar upp og mun að nokkru leyti hafa átt þar heima, þangað til hún fór til Ameríku. Hún lenti á Washingí ton eyjunni, og skömmu eftir komu, hennar þar, giftist hún, en mánaðardag eða ár man ekki sá, sem þetta ritar, og getur ekki séð hér, þótt hann væri sá er “saman gaf.” — Jón hafði keypt land og bygt laglegt heimiM, því hann mun hafa vonast eftir henni. — Þessi hjón voru samhent og dug- leg, og gekk því búskapurinn vel, alt hreint og fágað innan húss og laglega í hag komið utan. Timburtekja er afar arðvænleg í fylkinu og í flestum ár er tals- verð silungsveiði. Hinu kjarngóða beitilandi er það að þakka, hve sláturgripir i Alberta eru vænir. Veðráttufar- ið er heilnæmt öllum jurta- gróðri. Saggaloft blátt áfram þekkist þar ekki. Griparæktarbændur hafa að jafnaði keypt og alið upp kyn- bótanaut, svo sem Shorthorn, Hereford og Aberdeen-Angus. Og víða hafa gripir af þessu tagi selzt við afarháu verði á markað- inum í Bandaríkjunum. Þeim hjónum fæddust tveir syn- ir; annar, að nafni Guðmundur, dó ungur, 17 eða 18 ára, að .mig minnir; hinn heitir Hálfdán Njáll, hefir fiskiútgerð allmikla, er hann vel giftur og gefa þau hjón börnum sínum góða og kristilega uppfræðslu. Um Guðrúnu sál. má það segja, að hún var kona trúuð og skyldu- rækin, og má segja, að hún ætti engan óvin. Eftir að þau brugðu búi og fluttu sig, sýnist svo, að þau hjón væru miður ánægð en áður, enda var heilsuleysi henn- ar nóg til að kasta skugga á líf þeirra. A. G. í Peace River héraðinu er og griparæktin að aukast jafnt og þétt. Eftirspurnin eftir góðu nautakjöti hefir aukist árlega, og þar af leiðandi hefir æ verið lögð meiri og meiri áherzla á gripa- ræktina. Bændur hafa lagt og leggja enn mikla rækt við endurbætur hjarða sinna. Eru kynbótanaut í afar háu verði. Hefir það kom- ið fyrir, að kálfur af bezta kyni hefir selst fyrir fimm þúsund dali. Eins og áður hefir verið getið um, er mjólkur- og smjör- fram- leiðsla á miklu þroskastigi. Skil- yrðin til slíkrar framleiðslu eru og hin beztu, sem hugsast getur. Akuryrkjumáladeildin hefir æ í þjónustu sinni sérfnæðinga, sem hafa eftirlit með smjörframleiðsl- unni. Alls eru í fylkinu 57 sameign- ar rjómabú og 13, sem eru ein- stakra manna eign. í flestum hinna stærri bæja, er að finna eitt eða fleiri rjómabú. Framan af var stjórnin hluthafi í sam- eignafélögum þessum og hafði þar af leiðandi strangt eftirlit með starfrækslu þeirra. Nú eru það bygðarlögin, eða sveitafélög- in, sem eiga flest rjómabúin, en samt sem áður standa þau undir beinu eftirliti landbúnaðar ráðu- neytisins. Rjómanum er skift í flokka, eftir því hve mismunandi smjörfitan er. Ostagerðinni í fylkinu hefir, enn sem komið er, miðað tiltölu- lega seint áfram. Bændur hafa allmikið af mjólkinni til gripa- eldis og kjósa heldur að selja rjómann. Enda er það, að öllu samanlögðu, hentugra og auð- veldara. Svo fáein orð um Jón Jónsson. Hann er ættaður úr Hafnarfirði, eða þar bjó faðir hans, Jón Daní- elsson, sem mun hafa verið bróð- ir Vigfúsar Daníelssonar á Apa- vatni. Til Washington eyjarinnar kom Jón fyrir 47 árum, — og aldrei farið út fyrir hana síðan. Jón sagði mér, að hann og fyrrum ráðherra Einar Arnórsson væru systrasynir. Jón hefir hvorki lært latínu eða lög, eins og frændi hans, en hann hefir verið trúr við það, sem hann var settur til, og mun hann um langan tíma hafa verið hirðir sauða uppi í Þingvallasveit. Um allmörg ár hefir Jón verið blindur, og hefir ríkið borgað honum -100 árlega. Hann mun hafa fjóra um áttrætt. A. G. PETTERSON KONUNGUR. Fyrir 30 árum fórst sænskt skip hjá ströndum Nýju Guineu. Að- eins einn maður,, Karl Petterson að nafni, bjargaðist í land. Þar var hann þegar umkringdur af mannætum, sem ætluðu að gera sér gott af honum. En í því bar þar að dóttur höfðingjans og feldi hún ástarhug til Pettersons og fyrir hennar fortölur lét fað- ir hennar tilleiðast að gefa hon- um líf. Svo giftust þau, og að höfðingjanum látnum varð Petter- son konungur yfir mannætunum og hefir ríkt þar vel og lengi. Konu sína misti hann fyrir 20 árum. Þá fór hann til Spánar °g náði sér í aðra konu þar og fór með hana sem drotningu heim í ríki sitt. Nú er Petterson orð- inn 65 ára að aldri og ætlar að segja af sér konungdómi, flytjast heim til Svíþjóðar og eyða þar seinustu dögum æfi sinnar. — Lesb. Mgbl.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.