Lögberg


Lögberg - 16.01.1930, Qupperneq 2

Lögberg - 16.01.1930, Qupperneq 2
Ble. 2. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JANÚAR 1930 Athugasemd við bókafregn Jóhannesar Eiríkssonar Lögberg 5. des. s. 1. birtir ofur- litla grein eftir Jóhannes Eiríksson. Fjallar hún um skáldsoguna “ííróðir Ylfing,” eftir Friðrik Ás- mundsson Brekkan. Telur hann bókina fróðlega, en ó'þarflega langa og alls ekki skemtilega. Finnur hann það henni helzt til foráttu, hvernig lifsferill söguhetjunnar Bróður Ylfing er þar rakinn. Og eftir j)eim skilningi sem grein- arhöfundurinn leggur í þann sögu- feril, verður Bróðir Ylfing hvorki meira né minna en víkingur af verstu tegund, er blóðug öxin verði alt í öllu,—blóthundur hjá blót- mönnum, galdrakarl hjá völvum og seiðkonum, guðníðingur, svikari í sínu eigin liði, fyrirlitlegur morð- ingi er myröir varnarlaust gama'- menni. —Alt þetta sameinað í einni persónu, sem var upprunalega guðs- J>jónn. Að Bróðir Ylfing hafi uppruna- lega verið guðsþjónn, á J. E. lík- lega við þann munklifnað, sem hann var tekinn í sem óvita barn, og hafði aldrei af öðru að segja í uppvext- inum en þeim meinlætalifnaði sem munkareglunum fylgdi. — lemja sjálfan sig með stálhöröum hnúta- svipum á berann líkamann, og kvelja sig i lús og óþrifnaði. Þetta var meginreglan, ýmsra þeirra ein- setumunka, er ekki gátu samþýðst r.einum heiðarlegum félagsskap. En i klaustrunum gátu þeir heilögu bræður hjálpast að þvi að lemja hver annan, voru þá oft ósvikin högg er þeir veittu hver öðrum i þeirri viðureign;—og þá litlu bætt um þrifnaðinn í þeim hibýlum. Þegar hinn mannvænlegi ungi maður hefir fengið nokkurn þroska til slrkra guðræknisiðkana, sem hér hefir verið getið, er hann tekinn inn í munkaregluna af fósturföður sínum, einum hinna heilögu bræðra, er helgað hafði sig einverunni í þjónustu guðs. Við það hefir hann svarið þann dýra eið, að helga guði iíf sitt i hans þjónustu, sem hann hefir þó hvergi rofið, við breyttur athafnaskoðanir, síðar, að því er ráða má af sögunni. Sjálfsagt hafa margir þessara manna er fylgt hafa þessum kat- ólsku munkareglum — verið góðir menn. En að þeir hafi verið guðs- þjónar öðrum frernur, nær engri átt. Sú veglega viðurkenning, að kallast guðsþjónn,—eða guðsþjón- ar,—getur ekki átt við neina sér- staka stétt mannfélagsins, eða trú- arathöfn. Því þjónusta guðs er vinna, sem unnin er í innilegri sam- úð til allra manna og dýra,—rétta hluta þeirra, sem verða fyrir of- beldisfullum yfirgangi óhlutvandra manna. Að vera þeim drengur i raun, sem megna sín lítils eða ekk- ert, en eiga við bág kjör að búa, — það er unnið í anda lærimeistarans frá Nazaret. Því verður það miklu meira í samræmi við þjónustu Guðs, að Bróðir Ylfing kastar meinlætasvip- unni, en tekur upp öxina, og gengur i félag við óspak, er þeir setja sér það markmið, að verja löndin um- hverfis Eystrasalt fyrir ágangi annara vikinga, sem lágu þar fyrir i leynivogum og víkum, en gerðu svo þaðan áhlaup á landsbygðina, er minst varði, og oft þar sem minst var fyrir vörnin. — Drápu þá sem reyndu að verja eignir sinar og skyldulið, skildu svo við bygðirnar í eldrústum. Þetta er sú lýsing sem fornsögur vorar gefa af víkingalífi þeirra tima, sem Jóh. E. segir að ekki verði umlbætt af Brekkan eða nokkrum öðrum. Það takmark þeirra félaga, Óspaks og Bróður Ylfing, að frelsa þess- ar ánauðugu þjóðir frá þeim hörm- ungum, sem yfir þeim vofðu og þær um langan aldur höfðu orðið að líða, var í fylzta skilningi mann- úðarverk, og ef svo mætti að orði kveða, í þjónustu hins algóða guðs. Þó segir Jóhannes að Bróðir Ylfing hafi verið vikingur af verstu tegund. Hvernig skildi hann geta heimfært það? Má kalla, að Brekkan hafi með þessu fordæmi þeirra félaga, bæti mikið um þá lýsingu, sem fornsög- ur vorar hafa gefið af herskap og ránshætti fornaldarþjóðanna. Nú er saga Brekkans að mestu leyti skáld- skapur, — Skulum við segja. — En allur góður skáldskapur hefir í sér mikið sannleiksgildi fólgið, er fylli- lega má segja um þá sögu. En Bróðir var blóthundur,—seg- ir Jóhannes. Ekki sé eg hvað lagt verður upp úr slíku ákvæði, í hverri eiginlegri merkingu það getur ver- ið. Mætti helzt draga þá ályktun út frá því, að hann algjörlega mis- skilji þau helgitákn Ásatrúarinnar, sem Bróðir hefir tekið upp, í stað hinna fáránlegu sjálfspyndinga, sem honum áður voru innblásin, sem guði þóknanleg athöfn, — en voru i hinni mestu mótsetning við hina hreinu fornhelgu Ásatrú, og sem mörgum hefir orðið það á að misskilja. Það er auðsætt, að þegar kristnin er viðtekin, og hinum helgu tákn- um Asatrúarmanna er kastað af stalli, og goðin eru svívirt í orði, eins og sjá má af vísu Hjalta, eru hin fornu blót ekiki einungis talin fánýt og heimskulé&, heldur jafnvel óguðleg; við það fá þau algjör- lega ranga merkingu i hugum krist- inna manna, sem verður öfug við það sem þau höfðu upprunalega fengið. Þar af er það runnið, að þau orð er þykja ljót, eru kölluð blótsyrði óg blótsamir þeir, sem þau viðhafa. Þessi ranga merking orðsins, er sprottin af siíkum mis- skilningi á hinni helgu athöfn Ása- trúarmanna í blótinu, það er fórn- inni, sem þeir færðu guðum sínum, er fylgdi alvöruþrungin lotning fyrir guðdóminum. Líkneski guð- anna er aðeins tá'kn hinna ósýnilegu guða, um nálægð þeirra í tilbeiðsl- ur.ni, og kemur fram í sömu merk- ir.gu, sem guðsdýrkun kristinna manna, í þeirra helgiathöfn. Annar skilningur verður ekki lagður i at- höfn blótsins. Orðið blót hefir sömu merkingu sem fóm, sem er mikilvægt skilyrði til samfélags við guð, hjá kristnum mönnum sem heiðnum,—þó á mismunandi hátt. Asatrúarmenn færa sjálfir guðun- um fórnina. En í kristninni er það guð, sem færir mönnunum fórnina í dauða sonarins, til friðþægingar fyrir þeirra misgjörðir, — þó með því móti, að þeir meðtaki hana í trúnni. Þessi fórnin er það full- komnari, að hún er ein, algild fyrir alla tíma, og er bygð á miklu hag- feldari grundvelli en fórnir mann- anna. En í báðum þessum trúar- brögðum gildir sama ákvæðið um ástandið eftir dauðann, fyrir breytni manna í þessu lífi. Þó var i kristn- inni öllu meiri áherzla lögð á trú- aratriðið, sem ekki átti sér stað í hinum frjálsa helgidómi heiðninnar. En eins og kristnin var boðuð hvervetna fram eftir öldunum, var farið með hana eftir hugþótta hvers eins er með það erindi fór. Bland- aðist hún því ýmsum hjákátlegum mannasetningum, sem voru fjærri hinni fögru og hreinu lífsstefnu lærimeistarans, sem hún er kend við, og því næsta ólík því, sem hann kendi hana sínum lærisveinum. Og á tíundu og elleftu öld mátti hún að mestu heita ókunn, ekki einungis alþýðu manna, heídur öllum fjölda hinna lærðu, er ekki voru nærri allir svo læsir, að þeir kæmust fram úr þeim helgu ritum kristindóms- ins, að þeir hefðu þeirra nokkur not. Enda voru þær bækur í hönd- um örfárra manna, er héldu þeim lokuðum fyrir öllum fjölda þeirra, sem eitthvað kunni þó í máli sem þær voru ritaðar á. Það væri engin furða, um þann mann, sem kæmi fram úr meinlæta- klefa þeirrar kristni er þar hefir verið kend, þótt hann yrði nokkuð hvumsa við, að kynnast hinu frjálsa og einfalda trúarlífi hinnar nor- rænu goðatrúar, er hinir “heilögu bræður” töldu vera fjandsamlegt guði og öllu heilögu,—en sjá þá af eigin staðreynd hversu þeirri trú var þó siðferðislega miklu betur farið, en því öníurlega fargi, er hann óvitandi hafði undirgefist að MALDEN ELEVATOR COMYANY LIMITED StjórnarleyfJ og ábyrgB. ABatekrifstofa: Grain Exchange, Winnipeg. StocJís - Bonds r Mines - Grain Vér höfum skrifstofur í öllum helztu borgum t Vestur-Canada, og einka simasamband vi8 alla hveiti- og stock-markaði og bjóðum þvt viðsklfta- vinum vorum hina beztu afgreiðslu. Hveitikaup íyrir aðra eru höndluð með sömu varfærni og hygglndum, eins og stocks og bonds. Leitið upp- lýsinga hjá hvaða banka sem er. t. Komiat í samband við rdOsmann vom á þeirrl skrifstofu, sem noest yður er. Winnipeg Regina Moose Jaw Swift Current Saskatoon Calgary Brandon Rosetown Guli Lake Assiniboia Herbert Weyburn Biggar Indian Head Prince Albert Tofield Edmonton Kerrobert Til að vera vlss, skriíið á yðar Bills of lading: "Advise Malden Elevator Company, Limited, Grain Exchange, Winnipeg." halda í sitíni bernskutrú, og álitið hið eina sanna sáluhjálparatriði. Það getur sízt talist ólíklegt um norrænan hetjuson, að hann mætti vera það eðallyndur, að honum al- gjörlega féllust hendur með þau sáluhjálparmeðul er hann þá hefir fundið, að voru þó engin heilbrigð- ismeðul, hvorki fyrir sjálfan sig né aðra, og slept þeim ásetningi, að boða slíkt erindi í hinum ókristnaða hluta írlands, þar sem miklu hreinna og heilbrigðara trúarlíf var ríkjandi fyrir. Þetta var manndómsbragð, sem hæfði sönnu göfugmenni, að slíta sig upp frá rótgrónum vana óheilbrigðrar lífsskoðunar, og taka upp þann kostinn, er honum betur hæfði, að skríða. nú ekki lengur sem maðkur í mold fyrir auðvirðilegustu mannasetningum og ofstækisfullum trúarákvæðum, en ganga frá þeim óskelfdur, að drengskaparheiti for- feðranna í hinni dáðríku lífsskoðun þeirra, og skeyta engu hinum voða- legustu hótunum hinna “heilögu bræðra” fyrir slíka ofdirfsku. Hér hefir Bróðir Ylfing gengið í gegnum hina ægilegustu eldraun í sínum straumhvörfum, sem fáir eða engir hafa vogað sér í þá daga, eins og trúarákvæði katólsku kirkj- unnar voru þá stíluð, þeim sem nokkuð brugðu út af fyrirskipun- um hennar heilögu valdhafa. Það er auðsætt að Bróðir hefir verið afburðamaður,—engu síður að sálarþreki en karlmensku. Hann hefir sýnt frábært sjálfstæði í sín- um hamskiftum, og ósleitilega fvlgt sinni sannfæringu í þeim breyting- um, sem verið hafa á sterkustu rök- um bygðar. Það hefir yerið sann- færing hans, að hann gerði rétt í því að taka þá lífsstefnu, er hann þekti heilbrigðasta, en kasta munka- kuflinuni, sem átti að einkenna hann sem guðsþjón. Fyrir þetta fær hann þá viðurkenningu, að kallast guðníðingur. Það var 50O árum síðar, að Lúter fekk sama niðingsnafnið, fyrir sínar skoðana- breytingar, er hann kastaði af sér munkakápunni. En hann var fædd- ur í fyllingu tírnans, og var upp- lýstari en Bróðir, og hann hafði aðgang að hinum helgu ritum krist- indómsins, var læs og gat haldið sér að þeim. Hvorugur þeirra hafði þó nítt guð eða lastað hann á nokk- urn hátt, a. m. k. eru engar heim- ildir fyrir því. En að Bróðir hafi gleymt guði er hann varð ástfang- inn af hinni fögru og glæsilegu drotningu írlands, er ofur skiljan- legt, því fæstir munu fara að sökkva sér niður í guðlegar hugleiðingar er þeir fyrir alvöru verða fyrir örvaskeytum ástarinnar. Annað atriði er líka rétt hjá Jó- hannesi, að hann telur Bróður Ýlf- ing svikara í sínu eigin liði, er hann skaut jarlinn úr Orkneyjum spjóti í gegnum í Brjánsbardaga, en þeir voru þar samliðar móti Brjáni, og keptu um sömu konuna og konung- dóm á írlandi. Auðvitað, má telja slíkt óhæfuverk. En það var ást- in, sem var honum alt í öllu, og frá henni varð ekki vikið um hársbreidd. En ástin getur verið óbilgjörn, og komið fram í miklu ósvinnlegra gervi, en í þessu tilfelli, og má rekja þann feril óslitinn veg niður til vorra daga og aftur í fornsögu gyðinga. Flest okkar, sem haft höfum þá helgu bók með höndum, þekkjum frásöguna um Davíð, þeg- ar hann leit konu Úríasar. Skip- aði hann svo fyrir, að Úrías væri settur þar í fylking móti óvinasveit- ur.um, er mest var hættan fyrir, svo hann hlyti að falla. Þetta hreif, og Úrías féll við góðan orðstír, einn hans bezti liðsmaður. En Davíð tók konuna. Fyrir þetta tiltæki fekk hann harðvítugar átölur—og grét, því hann var viðkvæmur, og hefir haft það til að vera eðallynd- ur, þó ástin yrði honum þarna ofur- efli. En svo hefir þessi fornkon- ungur verið kallaður guðsmaður, og má það vera rétt, frá einhverju öðru sjónarmiði en því níðings- verki, sem hann vann á liðsmanni sínum, sem var langtum ódrengi- legra verk, en það sem Bróðir vann á jarlinum, sem var honum óvin- veittur. Því Sigurður jarl var her- skár víkingur, er herjaði á saklaus- ar þjóðir, sem Bróðir var einmitt viðbúinn að verja með Óspaki fé- laga sínum, hvar sem þeir máttu því viðkoma. Þetta dæmi, sem hér hefir verið bent á, sýnir það glögt, að verri svikari í sínu eigin liði en Bróðir var í þessu óhappaverki,— hefir þó fundist. Þetta tilfelli, sem hér hefir verið tilfært, er það eina, sem Bróður verður talið til ámælis, af því sem Jóhannes tileinkar honum, og telur honum til óhæfu. En Bróðir varð blótmaður, þ. e. færði guðunum fórnir, er hann hafði skift um trúarskoðanir, og hann leitaði frétta til fjölkyngis- manna. Skildi nokkur geta kallað Ingólf Arnarson blóthund, án þess að blygðast sín fyrir? Var hann þó blótmaður mikill, sem Land- náma tilfærir. “Þenna vetur (S74) gekk Ingólfur að blóti miklu, og leitaði sér heilla um forlög sín. Fréttin vísaði honum til íslands.” Vinnan yar mér kval- ræði, nú hefi eg ánœgju af henni Þetta Segir Mr. M. Weiss, Eftir, Að Hafa Brúkað Dodd’s Kidney Pills. Winnipeg, Man. 15. jan. (Einkaskeyti) 'T mörg ár hefi eg þjáðst af nýrna- veiki,” segir Mr. M. Weiss, 899 Aber- deen Ave., Winnipeg, Man. “Hvert sinn sem eg fekk kvef fékk eg lika bakverk og blöðrusjúkdðm, sem orsak- aði mikil ðþægindi. Við þessu hafa Dodd’s Kidney Pills reynst mér betur en nokkurt annað meðal, sem eg hefi reynt." “Nfl hefi eg ánægju af vinnunni, en tók út þrautir með henni áður en eg reyndi Dodd’s Kidney Pills. Eg er viss um að þeir, sem hafa nýmaveiki fá heilsubðt, ef þeir reyna Dodd's Kidney Pills. pað eru þessu líkir vitnisburðir, sem hafa aflað Dood’s Kidney Pills þess á- lits, sem þær njðta og viðhaldur þvt. Dood’s Kidney Pills eru eingöngu nýrnameðal. Fást hjá öllum lyfsölum og hjá The Dodd's Medicine Co., Ltd., Toronto 2, Ont. Alheimsmál Novial og esperantó. Og mundi ekki sá maður bera nið- ingsnafn hjá hverjum sönnum ís- lendingi er kallaði Helga magra guðníðing? “Hann trúði á Krist en hét á Þór til sjófara og harðræða. Þá er Helgi sá ísland, gekk hann til frétta við Þór hvar land skyldi taka, en fréttin vísaði honum norð- ur um landið,” segir Landnáma. Eða mundi nokkur leyfa sér að kalla íngimund gamla galdrakarl hjá völvum og seiðkonum? Hann leitar þó frétta um hlut þann, er hann týndi úr pússi sínu, hjá fjöl- kunnugum Finnum. Hvort það voru karlar eða konur, sem fóru þeim hamförum, sem þar er getið, varöar minstu eða engu. Það, sem hér er sagt af þessum landnáms- skörungum íslands, sameinast hjá BróSur Ylfing í hans lífsferli. En svo telur Jóhannes, að Bróð- ir hafi verið fyrirlitlegur morðingi er myrðir varnarlaust gamalmenni. Það getur ekki verið að öllu leyti rétt, að Brjánn hafi verið varnar- laus, þegar Bróðir hjó af honum höfuðið. Njála getur þess, að fátt manna hafi verið eftir hjá skjald- borginni. En hvað örugt það lið hafi verið til varnar er þar stóð eftir verður ekki um sagt. En fyrirlit- legur er Bróðir alls ekki fyrir það víg. Hann hefir löngu áður orð- ið ástfanginn af hinni ungu og fögru drotningu og þau hvort af öðru. En svo hefir Brjánn kon- ungur gift sér hana, henni nauð- ugt og notað sér það vald, er hann hafði yfir föður hennar, að hann var hans yfirkonungur, og ráðhag- inn varð að samþykkja, hversu ó- geðfeldur sem henni hlaut hann að verða, jafnvel andstyggilegur hinni fegurstu konu á unga aldri að gift- ast örvasa gamalmenni, hversu á- gætur konungur, sem hann hafi þótt, —sem er lika óvíst að hann hafi verið. Sú frásögn, sem tekin er til marks um ágæti þessa konungs er svo ónákvæm, að ekkert verður af henni ráðið um það atriði. En fyr- irlitlegur mætti Brjánn fremur kall- ast fyrir sitt tiltæki gagnvart hinni ungu drotningu, heldur en nokkuru sinni Bróðir, er hann lét öxina ganga á honum milli bols og höf- uðs. Það er auðsætt, að frásögnin af Brjánsbardaga og það sem af Bróð- ur er sagt, muni komin til íslands með Þorsteini Síðu-Hallssyni er var í bardaganum, og dvaldi síðan með Kerþjálfaði eftir bardagann. En þar hefir Bróður fráleitt verið borin vel sagan, er hann varð bana- maður Brjáns og fyrir það verið hataður af hans mönnum, sem létu sér það sæma, að murka úr honum lífið á níðingslegasta hátt. Og lík- lega engu betur farið með orðstír inn að honum látnum. En Þor- steinn hefir tekið þær frásagnir eins og þær bárust honum, og engu þar bætt við. Af likri rót mun það runnið, hvernig Kormlöðu drotn- ingu er borin þar sagan. Eins og sýnt hefir verið hér að framan, hefir það ekki verið að á- stæðulausu, þótt drottning hafi orð- ið beisk í huga. hinum aldraða kon- ungi, er svo var ófyrirleitinn í ásta- málum, gagnvart henni, að hneppa hana í grimmilegustu ánauð til sam- fara sig sig, þótt á drotningarstól væri. En Bróðir leysir ástmey sína úr þeim álögum, og fórnar fyrir það lífi sínu. Þangað horfir hin stórláta drottning, þar sem níðing- arnir kvelja úr honum lífið. Og hún kýs heldur að deyja með elsk- huga sínum, en að hafa lifað í eftir- læti með Brjáni, sem fangaður fugl í búri. Þar býður hún harðhentum örlögum birginn, er hún steypir sér fram af svölunum, að fótum ást- vinar síns. Og þau deyja i þeirri sælufullu meðvitund, að hafa elák- að hvort annað, sem göfugum elsk- endum hæfði. Sagan endar sorglega, en fyrir það verður hún stórbrotnari, því hún er prýðisvel sögð. Hún má kallast stórskáldleg, fróðleg og á- hrifamikil . Og fyrir það, er hún skemtileg. Ritað á nýársdag 1930. Magnús Sigurðsson á Storð. Otto Jespersen heitir prófessor einn danskur. Hann er málfræð- ingur mikill og þó einkum hljóð- fræðingur. Stendur hann i fremstu röð vísindanna á því sviði og er frægur um allan hinn mentaða heim. Munu og margir íslending- ar íkannast við einhver rit hans, t. d. enskunámsbók hans. — Hitt mun mönnum siður kunnugt um, að hann hefir árum saman fengist mikið við ýmis alþjóðleg hjálparmál. Hann var fyrst esperantisti,—ef migminn- ir rétt—en þegar idistar klofnuðu frá árið 1907, fylti hann þann flokk. Hann tjáir sig þó aldrei hafa verið ánægðan með ido, og nú fyrir skömmu sagði hann skilið við það og kom fram með nýtt mál, sem hann nefnir novial. Hefir hann ritað um það á ýmsum tungumál- um, m. a. á dönsku. Ritling þann hefir stúdentafræðslan danska gef- ið út í ritsafni sínu “Kultur og Videnskab.” Hann heitir “Et Verdenssprog” þHeimsmál). Bók þessi hefst með greinargerð á þvi, við hvað sé átt með orðinu heimsmál. Kveður O. J. það vera tilbúið mál (\>. e. a. s. ekki þjóð- tunga eins og t. d. íslenzka eða enska), sem engin þjóð eigi annari fremur, en sé notað í viðskiftum öllum milli manna af ólíkum tung- um, þegar þeirra eigin mál hrökkva eigi til. Heimsmál þetta sé því að- eins hjálparmál. Þessu næst telur O. J. upp nokk- ur þau atriði, sem gera þörfina fyrir svona mál meiri og tilfinii- anlegri með hverjum degi: bættar samgöngur og aukin viðskifti milli manna. Vöxtur útvarpsins sé þar og mikill liður. Annars liggur þetta svo í augum uppi, að engin ástæða virðist til að þreyta lesendurna á lengra máli um það. Það er skoðun sumra manna, að best myndi að gera einhverja þjóð- tungu að hjálparmáli. Hyggja þeir, að slíkt geti komið að fullum notum. Þessu hrindir O. J., og þykir það helst valda, að aldrei myndi nást samkomulag um að gefa einni sérstakri þjóð þau geysi- miklu og einstæðu forréttindi, sem því hlytu að fylgja, að gera mál hennar að allsherjarmáli. Svo sé lika allar þjóðtungur margfalt örð- ugri til náms en tilbúið mál þyrfti að vera. Sama megi segja um ýmis dauð mál, s. s. latínu. Þá kemur kafli, þar sem O. J. hrekur ýmsar mótbárur gegn til- búnu hjálparmáli. Sú er fyrst, að slíkt mál verði jafnan líflaust. I því sambandi bendir O. J. á það, að í öllum málum sé árlega búinn til mesti sægur nýyrða, og þá ættu þau engu að síður að vera líflaus, en þau öðlist líf jafnskjótt og menn taki að nota þau. Sama sé með tilbúið mál, sé það haganlega saman sett. Önnur mótbáran er það, að fram- burður manna á slíku máli verði jafnan mjög ólíkur: Englendingar og Frakkar myndu aldrei bera sömu orðin fram á sama hátt. I þessu kveður O. J. litinn sannleik, og þakkar það mjög hinni nýju hljóð- fræði. Jafnframt því hljóti fram- burður í tilbúnu hjálparmáli að vera ákaflega auðveldur, enda geti eng- inn stimplað annan með nafni út- lendings eða viðvanings, þótt hann tali með eitthvað öðrum málblæ i stöku atriðum. Auk þess heflist slíkar ójöfnur fljótt af viðkynn- ingu manna af ýmsum þjóðum. Fundir idista og esperantista hafi lika ótvirætt sannað tilhæfuleysi þessarar mótbáru. O. J. segir, að lakar sé að eiga við það, ef málið hafi eitthvað í byggingu sinni, sem sumum þjóð- um sé ótamt, því að það verði þeim stöðug hneykslunarhella. Sem dæmi nefnir hann hve þolfallið í esper- anto verði Englendingum erfitt (Að vísu er þolfall til í ensiku, svo að dæmið er skrítiðj. En fram hjá öllu sliku mætti þó sneiða með því að hafa málið nógu einfalt. Hættu telur O. J. á því, að menn taki ýmsar venjur úr móðurmáli sinu upp í hjálparmálið og komi þess vegna sérstakur svipur á það eftir því hverrar þjóðar maður fari með það. Þetta hverfi þó að mestu við aukna þekkingu og skilning á eðli tungumála. Sjálfur kveðst hann hafa fengið bréf hundruðum saman á ýmsum hjálparmálum, og sé ómögulegt að sjá af málblæ flestra þeirra hvaðan þau séu kom- in. Þá segja menn, að tilbúið mál geti aldrei orðið eins gott og þjóð- tunga. Þetta hyggur O. J. satt vera, en þá beri að gæta þess, að tilbúna málið sé aðeins hjálparmál. Það sé þess vegna ósanngjarnt að heimta eins mikið af því og móðurmáli sinu, nema þá eins og útlendingar tali það, en þar hljóti tilbúna mál- ið að Ibcra af, þvi að það sé auð- veldara. Sú er siðasta mótbáran, að þótt allir menn á jörðunni töluðu nú sama mál, myndi gamla sagan end- urtaka sig og það greinast sundur í margvisleg mál. Þetta segir O. J. mestu fjarstæðu, því að það geti einungis átt sér stað vegna einangr- unar, og meðan hjálparmálið sé not- að i milliþjóðaskiftúm myndi það alls ekki kvíslast í ýms mál eða mál- lýskur. Að þessari greinargerð lokinni kemur stutt yfirlit yfir sögu tilbú- inna mála. Er þar minst á ýms hjálparmál, s. s. volapúk, esperanto, ido, og occidental, og öllum fundið eitthvað til foráttu. Verður getið um sumt af þvi síðar. Þá kemur mállýsing nýja málsins og lokum nókkurir leskaflar á því. Þar eru meðal annars þýðingar á kafla úr bæklingnum sjálfum og “Nýju fötunum keisarans” eftir H. C. Andersen. Fimm eru þau atriði, sem O. J. telur einkum novial til gildis fram yfir önnur hjálparmál. Þau skuiu nú tekin og borin saman við esper- anto, því að bæði er það mál nokk- uð kunnugt hérlendum mönnum og svo segir O. J. að nú sé “auðvelt að sjá að það er fjarri því að vera fullkomið.” Skal nú lagt undir dóm lesendanna hvort þessara tveggja hjálparmála er “fullkomn- ara.” 1. “Stafrofið er eins auðvelt og unt er.” Stafirnir eru 23. En ekki er fylgt reglu þeirri, sem dr. Zam- enhof setti í máli sinu, esperanto: einn stafur fyrir hvert hljóð. Sýn- ist þessi undantekning í novial lítt til bóta. Aftur á móti mun okkur Islendingum þykja gott að losna við tvö blisturhljóð, sem esperanto hefir umfram novial, þvi að nóg finst ökkur eftir samt. En ekki finnur O. J. það að stafrofinu í esperanto, heldur hitt, að þar skul: vera merki yfir nokkurum stöfum. “Ekkert hefir unnið heimsmáls- hugsuninni jafnmikið tjón,” segir hann. Ekki má hún við miklu og ekki á hún marga óvini sé þetta satt. 2. “Sömu reglur gilda um beyg- ingu (tölu, kyn og fall) fornafna og annara orða.” Þetta á sér líka að miklu leyti stað í esperanto. 3. “Einföld og eðlileg sagnbeyg- ing með fáum myndum og með hjálparorðum í samræmi við stefn- una ( sögulegri þróun Evrópumál- anna okkar.” En nákvæmur sam- anburður sýnir, að esperanto er ein- mitt í þessum efnum einfaldara og betra en novial. I esperanto enda allar sagnir á i í nafnhætti. Má bæta þeim staf aftan við hvaða orðstofn sem er, ef hugsunin leyfir þar sögn. Nútíð endar á as famas) þátíð á is þamis), framtíð á os famos) og skildagatíð á us (amusj. —Boðháttur endar á u ('amu). — í raun og veru eru ekki fleiri tíðir til í esperanto en þetta, en til að ná hugsuninni, sem í hinum felst er notuð hjálparsögnin esti fað vera) og lýsingarhátturinn. Hjálparsögn- in getur beygst á sama hátt og aðrar sagnir. Með þessu næst miklu meiri nákvæmni en í íslenzku og flestum öðrum málum, en venju- lega eru ósamsettu tíðirnar látnar nægja, miklu oftar en i íslenzku. Eins er líka hægt að mynda nafn- orð af lýsingarhættinum með því að setja endastaf nafnorða í stað- inn fyrir endastaf lýsingarorða: amanto=maður sem elskar, aminto ; maður, sem hefir elskað, amonto= j =maður, sem mun elska. í novial er aðeins hægt að mynda nafnorð með nútíðarmerking. Sama er að stgja um atviksorðin. “Eg kem gangandi” er i novial “me veni irantim,” og á esperanto “mi venas irante.” 4. “Orðmyndunarreglurnar gera málið liprara og eðlilegra en stirfin rökfestan i ido og reglulegra en occidental er.” O. J. nefnir hér ekki esperanto, en þar sem hann tel- ur það standa ido að ibaki er dóm- ur hans auðsær. Má og lengi um það deila, hvort eitt mál sé öðru liprara. Hitt ættu allir þeir að vita, sem eitthvað hafa lesið og skrifað á esperanto, að þar er unt að sýna svo mikla lipurð og hárfín blæ- brigði, að afarörðugt er að ná þeim Sýrur í maganum orsaka Meltingarleysi Læknar segja að nálega nlu tíundu hlutar af magaveiki, gasi í maganum, meltingarleysi og öðru slíku orsakist af öhollum sýrum í maganum. Hin fin- gerða himna innan I maganum særist og það tefur fyrir meltingunni og það orsakar þessi miklu óþægindi, sem þeir allir kannast svo vel við, sem við meltingarleysi hafa átt að striða. Tilbúin meltingarlyf er ekki nauð- synlegt að nota þegar þannig stendur á, og geta þau jaínvel orðið til tjöns. Reynið að láta þau eiga sig, en fáið í þess stað í lyfjabúðinni, eða öðrum göðum búðum, þar sem meðul eru seld Bisurated Magnesia og takið inn eina teskeið af duftinu, i vatni, eða Hiórar töflur eftir máltiðir. pað kemur i veg fyrir að óhollar sýrur myndist, eyðir gasi og heldur meltingarfærun- um í lagi. Bisurated Magnesia, (töfl- ur eða duft, aldrei vökvi) er skaðlaust og bragðgott og reynist ágætlega. pús- undir manna nota það og þurfa þá ekki að óttast að þeir geti ekki melt matinn. í þýSingu. Sumum esperanto-þýS- ingum er líka viSbrugSiS. Þannig segir ekki ómerkari málfræSingur en Collinson prófessor, aS þýSing dr. Zamenhofs á Hamlet muni vera sú besta, sem til er. Hinu ber sízt aS neita, aS novial mun líka vera lipurt mál þótt ekki sé gott aö full- yrSa um þaS eftir lestur aSeins fárra síSa. En þaS brýtur eina mikilvægustu regluna, sem verSur aS gilda í hverju tilbúnu hjálpar- máli: ÞaS er ekki reglulegt. Al- staSar eru undantekningar. 5. Ekkert beygingar- eSa orS- myndunarefni er tekið af handa- hófi.” O. J. ásakar esperanto mjög fyrir þetta handahófsval ýmissa orSmynda, en um slíkt má léngi deila. Jespersen virSist miSa mál sitt mest viS vísindamenn. AlþýSu- mennina, sem lítinn tíma hafa til tungumálanáms, hirSir hann minna um. En einmitt þeim er hvaS mest þörfin á hjálparmáli, auSveldu og lipru, en til þess þarf þaS aS vera reglulegt og sjálfu sér samkvæmt. Öllum þessum kröfum fullnægir esperanto, en novial ékki nema sumum. Þó er eftir ónefndur einn af kostum esperanto, og það sá, sem ef til vill hefir hvaö mest stuSlaS aS útbreiSsIu þessu. Og hann er alls ekki til í novial. O. J. segir sjálfur: “En jafnframt er þaS sýnilegt, aS slíkt hjálparmál getur aldrei orSiS nokkurum manni mál hjartans á sama hátt og móSurmál- iS er það, .... þaS getur aldrei losnað viS að hafa eitthvað óskáld- legt og jarSbundið yfir sér.” ÞaS niá vel vera að þetta sé rétt um novial. En það er rangt að því er esperanto viSvíkur. ÞaS mál er upphaflega boriS fram af brennandi hjarta eins hins mesta mannvinar, til þess að hjálpa smælingjunum, olnbogabömunum, og gera jarSlíf- ið betra og fegurra. Þetta er sú hugsjón, sem andar blæþýtt eða j)rumar týrammt i hverri einustu ritsmlð dr. Zamenhofs. Esperanto er vaxiS upp úr þessum jarSvegi og ber þess menjar. Andi bræSra- lags og jafnréttis fylgir því stöSugt. Úr því hafa margir góðir drengir um víSa veröld teygað þyrstum sál- um sínum lífsmagn. Þar hafa þeir fundiS starfsviS fyrir krafta sína, er þeir hafa viljaö leggja fram sambræðrum sínum til heilla. Novial er gersneytt svona hug- sjón. Og það tjáir ekkert að segja, að hægt sé aS skapa hana. Hún er alls ekki til frá höfundarins hendi. Hún getur þess vegna aldrei orSið samgróin málinu. Þaþ á að þjóna efnislegum hagnaSi mann- anna einum. ÞaS getur esperanto líka gert alt eins vel. En novia! hefir ekkert fram aS bjóSa mótj andlegum auðæfum þess. Novial er mál heilans eins, esperanto mál bæði heila og hjarta. Og þá er ekki líklegt aS þeir menn—karlar og kon- ur— sem sjá ögn út fyrir eigin tún- garð og hugsa ofurlítiS um velferð annara en sjálfra sín, verSi ler.gi að ráSa viS sig hvoru málinu þeir eigi aS ljá liðsinni. Og með fylgi slíkra manna er hverju málefni best borgið í bráð og lengd. Ól. Þ. Kristjánsson. Rosedale Kol Lump $12.00 Stove $11.00 FORD COKE $15.50 Ton SCRANfON HARDKOL POCA LUMP og CANMORE BRICQUETS Thomas Jackson & Sons 370 COLONY ST. PHONE: 37 021

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.