Lögberg - 16.01.1930, Side 3

Lögberg - 16.01.1930, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JANÚAR 1930 Bls. 3. 11 Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga FUGLINN í FJÖRUNNI. Eftir A. B., (sem er velmetin þingeysk húsfreyja.) Á bláan sandinn, við sæbarinn stein, hann særður og máttvana hneig með velktan og brotinn sinn bjarta væng, í brjóstinu dauðans geig. Og augu hans brunnu af ótta og kvöl og aflvana frelsisþrá, en báran teygði sinn brimhvíta fald um bak hans, úrig og há. Hans bræður og systur, þau svifu brott á svanhvítum, léttum væng og vögguðu á brjóstum hins bláa hafs í bylgjunnar kviku sæng. Og aleinn hann þreyir á Unnar strönd við ógnir og dauðastríð, og kennir sér enga í kvölum fró, þótt kveldsólin vermi blíð. Þar breiddi nú hafið sinn bjarta faðm og bláloftin hvelfdust heið. En aldrei framar á örskreiðum væng Hann yfir þau djúpin leið. — Eg krýp liér á sandinn. Ó*, sævarbam, mín isorg og aumkun er heit: Til líknar þér aumum nú engin ráð ég önnur en dauðann veit. Þú, liraðfleygi sonur hins ljósa lofts, varst léttur og hreinn og frár. Þinn yfir brotna og blóðuga væng mín 'brennandi falla tár. Hvem glatt það fékk, að grýta þig, sem gleðinni yfir bjóst, að fella þig kvalinn á svartan sand og saurga þitt hvíta brjóst? Þú áður leiðst fannhvítur, frjáls og hreinn og fegraðir haf og strönd, og þrár okkar barstu til himins líátt og um höf í ókunn lönd. — Hver á svo grimman og gálausan hug, að gleðji þín dauðakvöl? Hver var það, sem fann ei, að fleygan væng að fella er synd og böl? Þú, fleygi vinur, nú vora mun senn og vængir bera þig heim af víðum þreyttir og veglausum sæ og voraldar ómælis geim. — En, vill nokkur brjóta þinn bjarta væng og brjóstin þín, glöð og hrein nú fella í mold eða svartan sand með svellköldum, þungum stein ? —Dýrav. TU S K A . Atburðir þeir, er eg nú ætla að greina, gerð- ust í Brunahvammi í Ýopnafirði. En mér finst þeir vera þess verðir, að telja þá meðal tíð- inda. Ætla eg því að geta þeirra, áður en þeir hverfa að fullu mér úr minni. Bóndi minn átti á eina, livíta að lit, er hann nefndi Tusku. Hún var fremur rýr og eigi þótti hún væn ásýndum. Hvorttveggja olli því, að hún varð að búa að þessu óprúða nafni. Vorið 1920, seint í sauðaburði, að mig minn- ir, sluppu tvær ær úr gœzlu. Varð þess ekki yart fyrr en síðla kvölds, er hýsa skyldi þær. Önnur ærin, sem vant var, hét Grákjamma. Hin var Tuska. Þeirra var ekki leitað að svo stöddu. Snemma næsta morgun, þegar bóndi minn kom út, mætti hann Tusku á hólnum utan við bæinn. Bann hún rakleitt að húsi því, er hún hafði verið í um veturinn, og jarmaði mik- ið. Fór hún inn í það, en bóndi minn lét það aftur. Hugði hann, að hún hefði tekið jóðsótt- ina og ætlaði henni að bera lambið í næði þar inni. Gekk hann síðan til bæjar og gat þess, hvar hann hefði mætt Tusku og hvar í húsi liún væri. Kvaðst liann fara til lambánna og beiddi þess að hennar yrði vitjað, áður en langt um liði. Sigríður systir mín er býsna fjárglögg, flestum nærgætnari við skepnur og þaulvön gripahirðingu. Hún var fjarstödd, er hér Segir. Um hádegisbilið var Tusku vitjað. og Vfir hún þá óborin. Svo leið og beið. Tuska ^leymdist. Seinna um daginn barst hún í orð- J^uðu okkar, Sigríði áheyrandi. Hugði hún Tusku löngu boma og 'brá þegar við að vitja hennar. Þegar hún kom í húsdyrnar, stóð Tuska þar og jarmaði mikið. Var því líkast, sem hún vildi út og var mjög óró. Þegar Sig- nður opnaði húsið, stygðist Tuska inn í króna. Veitti hiin því athygli, að ærin var nokkuð blóð- ug að aftan, en lamb var hvergi í húsinu. Þetta vakti grun Sigríðar um það, að ærin mundi vera þegar borin og lét hún hana þegar út. Ærin J1 flðp jannandi frá bænum, út götu, svo sem leið liggur, og veitti Sigríður henni eftirför. Á eitinu utan við túnið, mætti hún bónda mínum og skyrði honum frá háttum Tusku. Bað hún ann að vita, hvort ekki fyndust einhver vegs- ummei ki, sem bent gæti í þá átt, að ærin væri borm og hefði týnt lambinu. Svipaðist hann að anni og fann hana í litlum hvammi, skamt ut- an við tunið. Stóð hún þar hjá allstórum steini °g jarmaði af ákafa. Litaðist 'hann þar um og sa bæli eftir kind og lambsfylgju skamt frá steimnum. Allnærri bælinu kom hann auga á býsna stóra holu. Hugkvæmdist honum þá, að óhugsanlegt væri ekki, að Tuska kynni að hafa mist lambið sitt í holuna. Kannaði hann þar með hendinni og komst að þeirri niðurstöðu, að gryfja þessi myndi vera ærið stór um sig undir yfirborði jarðar og nokkuð djúp. Nú bað hann Sigríði að koma og líta á. Brást hún skjótt við og kom henni þegar í hug það snjallræði, að jarma ofan í gryfjuna. Þess var ekki langt að bíða, að henni væri svarað með veikum lambs- jarmi, langt neðan úr myrkrinu. Vakti þetta þeim, bónda mínum og Sigríði, nokkra undrun og glæddi þeim von um, að eigi væri séð lyrir Jiað, að einhver ráð kynni að finnast til að bjarga lambinu. Tuska stóð skamt frá þeim, og virtist hyggja vendilega að því, hversu alt færi þar fram. Hún færði sig nær opi gryfjunnar, hlustaði með sýnilegri athygli og starði niður í myrkrið. Svipbrigði hemiar orkuðu trauðla tvímælis. Augun störðu, djúp og stór. Og líkast var því, sem leiftur vonar og gleði léki oftast um þau. En þó fór eigi með öllu fjarrí því, að skuggar vonbrigða og hanna vörpuðu einstaka sinnum grátgljáa á sjáöldrin. 1 vitund sinni barðist hún ótvírætt milli vonar og ótta, þó að vonin væri henni sýnilega hugfólgnari. Þegar Sigríður liafði jarmað nokkrum sinn- ’ um, kom írautt höfuð á hrútlambi í ljós. Hún teygði sig ofan í gryfjuna, svo langt sém hún náði. Gat hún með þeim hætti náð tæpu taki við hornarót lambsins. Dró hún upp furðan- lega þrýstinn hrút og rétti hann Tusku, moður hans. Svo kom sjónarvottunum endurheimtin fyr- ir augu, að þeim loðir í minni, hvílíkur fagnað- arfundur varð þar, hvílík ástúðin var hjá ánni og fögnuðurinn hjá lambinu. Vesalings von- særða og hrelda móðirin vafði sig að endur- heimta syni sínum. Svo var hún glöð og lék á als oddi, að helzt þótti sjáöndum sem hún kynni sér eigi læti sakir feginleika. Hún drykkjaði son sinn á því, sem hún átti bezt til að bjóða, volgum spenanum. En hann svalg og iðaði, eins og tilveran myndi verða honum þrotlaus gleði og saman væri stilt með dásamlegum liætti dýr- legustu gjöf drottins, einstofna ást móðurinn- ar og afkvæmisins. Vesalings Tuska mín! Þú komst heim til að leita hjálpar hjá okkur. En þig skorti mest verðu gjöfina til okkar mannkindanna — málið. I U ' •* . Þér var því vamað, að gera þig skiljanlega okkur. Við misskildum þig. Þó var alt þitt líf, starf og barátta í þarfir okkar. Ullina af þér gafstu okkur, lömbin þín gafstu okkur einnig, þegar þú hafðir komið þeim nokkuð á fót, og að síðustu gafstu okkur þig sjálfa....Nafnið, sem þú hlauzt, var ófagurt, en það lýtti þig ekki. Og við okkur erfðir þú hvorki misskiln- ing né skort á mannúð. Fyrir okkur lagðir þú alt í sölurnar — alt óskorað...Minna mætti það ekki vera, en að eg beiddi Dýravemdarann að flytja þessar línur frá mér, beiddi hann, að tjá lesöndum sínum örfá orð um móðurást þína og örfá orð um vit þitt og þrautseigju þína, þeg- ar mest á reyndi. Sumardag síðasta 1929, Gioðfinna Þorsteinsdóttir. —Dýrav. HJÁSETAN. I. Það er heillandi fagur vordagsmorgun. Fjöll, hæðir og láglendi baðast í sólflekkjum. Elfurnar hvíslast um undirlendið og lvppast fram lygnar og tærar. 1 djúpi þeirra speglast himin og hauður í hátignarskmði vormorgun- dýrðarinnar. Plinu gámrnar, er sjást á spegl- andi elfa yfirborðinu, eru frá lífverum djúp- anna — silungunum, er skjótast öðm hvoru undan marbökkum og steinum upp á yfirborð- ið, til þess að hremma þar pöddur og flugur. Um loftvegu alvíddarinnar syngja fuglarnir margraddað með fögrum hljóm, glaðir, frjáls- ir og fagnandi. Iðgræn náttúran breiðir víð- feðmið lit mót sólríkju og söng. Alt vitnar um tendrandi framþrá, líf og starfa. II. Það er almennur smaladagur -— fráfæraa- dagur. Þess vegna ys og þys, hlaup, köll og hlátur. Hó-o-ó! Hó-o-ó! Tryggur! Sæktu það! Hærra! Hærra ! Hærr-r-r-a! Það var rétt! og Komdu með það! Svona, greyið! Hó-o-ó! Hó-o-ó! Smalarnir eru séðir og aðgætnir. Þeir ganga ekki ekki lengra en þeir endilega þurfa og mega til. Valfrá augu þeirra leita inn í dældir, gil og upp um hamra-hjalla. Komi þeir auga á kindur h'átt uppi í hlið eða uppi undir beltum, þá senda þeir livutta litla af stað. Hvutti er fljótur, snar í snúningum og vel vaninn. Hann þýtur upp brattann eftir bendingu húsbónda síns. Nemur öðra hvora staðar, til þess að taka á móti skipunum og svo hleypur hann aft- ur af stað. Loks kemur hann auga á kindahóp- inn, sem honum er ætlað að sækja. Eftir það þarf hvutti ekki fleiri bendinga við. Hann skilur nú hlutverk sitt. Hann hleypur hljóða- laust upp fyrir kindurnar. Svo heyrist alt í einu: voff-voff-voff! Kindurnar hrökkva við og þeytast niður hlíðina á undan hvutta. Þeir skilja hvor annan, smalinn og hvutti. Hó smalanna og gjamm rakkanna, berst um allar bygðir og endurómar frá fellum og fjöll- um. Hjarðirnar renna í löngum sveigum liér og þar niður hlíðamar, unz þær að lokum saman- tvinnast í lmapp, sem er umkringdur af glöð- um og gasprandi drengjum og lafmóðum, trítl- andi fylgirökkum. Hóparnir eru reknir að réttinni. Þar eru fvrir krakkar, kvenfólk og gamalmenni, og ef til vill era þar viðstaddir einn eða fleiri karlmenn frá næstu bæjum. til þess að hirða utanbæjarféð. Það gegur ekki hljóða- eða hlaupalaust, að koma safninu í réttina. því það er hrætt við skvaldrið, svipusmellina, veifur kvenfólksins og gjamm rakkanna. Lömbin hlaupa til og frá jarmandi, bopp- andi og hikandi. Oft brjóta þau varðhringinn og hendast þá með ærslum og stökkum út um holt og móa. En þ'á er hvutti litli sendur af stað á eftir þeim. Leikurinn er ójafn og alvar- legur, því lambið flýr undan hundinum, svo hart, sem fætur þess og litlu kraftar leyfa. Ef til vill tekst því stundum, að sleppa aftur inn fyrir varðhringinn áður en hvutti nær því, en oftar er það þó, sem lambið reynir til að flýja lengra og lengra á burt, því er sama hvert, því óttinn við dýrið, sem eltir það, er afskap- legur. Endirinn á þeim ójafna eltingaleik verð- ur sá, að hvutti grípur lambið og varpar því til jarðar. Þá kveður við rödd smalans, sem alt af hefir haft vakandi auga á sókn og vörn hundsins og lambsins: “Hægan, Tryggur! hæg- an! Giættu þess! passaðu það!” — Þá leggur hvutti aðra framlöppina ofan á lambið. sem ekki þorir á sér að bæra fyrir ótta við gapandi dýrið, sem yfir því stendur. Loks kemur smal- inn hlaupandi; hann tekur litla, yfirbugaða lambið mjúklega í aimia sína og lieldur á því heim í réttina. En hvutti litli hleypur lafmóð- ur við hlið húsbónda síns og dinglar skottinu vinalega'. III. Skvaldur, liróp, köll og hávaði blandast sam- an við skrækróma og skerandi lambajarminn. og látlaust, suðandi, hóst og hryglukent saknaðar- jarm ánna. Allir era á flugi og ferð, þeir eldri, sem hin- ir yngri, því allir eru önnum kafnir, karlmenn- irnir við að skilja utartbæjar- og heianaféð. Þeg- ar því er lokið, er það sent af stað í aliar átt- ir eftir því, sem boðleið liggur og skilagrein á- kveður. Að því búnu eru álitlegustu mjólkur- ærnar dregnar inn í hús eða dilk, sem stendur áfast við réttina. Stúlkurnar eru á þönum úti og inni í bæn- um, heitax og rjóðar af erfiði og áhuga. Störf þeirra eru meiri þennan dag en aðra daga, því margir era áferðinni. Auk þess þurfa þær að útbúa nesti fjallrekstrarmannanna, því geld- féð, lömbin og lökustu ærnar á að reka til af- réttar, undir eins og ragið er afstaðið. Fjallrekstrar-mennirnir leggja af stað. Þeir slá sér saman frá mörgum bæjum, því það þvk- ir að mörgu levti hentugra og félagslvndara, heldur en að kúldast hver út af fyrir sig. Safnið lvppast liægt og sígandi í löngum sveigum fram hálsinn í áttina til afréttarinnar. Það er búið að færa frá. Framli. DÆMISAGA. Tveir svangir kettir, Kolur og Mjaldur, höfðu stolið osti og hlupu með hann ofan í kjallara, því þær ætluðu að éta hann þar í góðu næði, en þrætugirni þeirra olli því, að þeim notaðist ekki að honum. “Eg veit að þú ert miklu tljót- ari að kingja en eg,” sagði Kolur, eldri köttur- inn, “og ekki treysti eg mér til að reyna við þig kappát, og er því bezt að við skiftum milli okkar ostinum.”—“Sé eg hvað þú munt vilja,” svaraði Mjaldur, “þú ætlar mér þann partinn, sem farinn er að skemmast, eða er ekki svo? en það þarftu ekki að hugsa þér, Kolur sæll! og ekki skaltu narra mig, því eg er engu óséðari en þú. ’ ’ — Jókst nú orð af orði þangað til þeir fóra að fljúgast á og klóra hvor annan, og gekk á því stundarkorn, þangað til Mjaldur segir: “Eg sé það, að við eram jafnir að kröftum, og verður svo enginn endir á þessari deilu okkar. Við skulum heldur fara og finna apann, hann Móra, hérna í nábýli okkar, hann er ritstofuapi hjá af- bragðs lögfræðingi og hlýtur að kunna eitthvað í lögum; látum hann skifta fyrir okkur ostin- um.” Nú fara þeir til apans, og skýra honum frá málavöxtum. Möri setur á sig embættis-svip og segir: “Um það get eg fullvissað ykkur, mínir kæru nábúar! að hjá mér munuð þið finna fulf réttlæti. Nú skulum við fara inn í skrifstofu húsónda míns og nota metaskálar hans, sem þar eru inni.”— Tók nú apinn metaskálarnar, skifti ostinum og lét sitt stykkið á hvora skálina. “Þetta stvkki hérna vegur heldur mikið,” segir liann, “við verðum að taka dálítið af því.” Þar með braut hann af því allvænan mola, stakk upp DR. B. J. BRANDSON H. A. BERGMAN, K.C. 216-220 Medical Arts Bldg:. Cor Graham og: Kennedy Sts. Islenzkur lögrfræöingur PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Skrifstofa: Room 811 McArthur Heimili 776 Victor St. Building, Portage Ave. Phone: 27 122 P. O. Box 1656 Winnipeg, Manitoba. PHONES: 26 849 og 26 840 DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 586 Winnipegr, Manitoba. DR. A. BLONDAL 202 Medical Arta Bldg. Stundar sérstaklega k v e n n a og barna sjúkdðma. Er að hitta frá. kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Sfmi: 28 180 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkningar og yfirsetur. Til viötals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá 6—8 að kveldinu. SHERBURN ST. 532 SÍMI: 30 877 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlœknar. 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOYD BLDG. PHONE: 24 171 WINNIPEG G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 MARYLAND STREET. (priðja hús norðan við Sargent). PHONE: 88 072 Viðtalstími kl. 10-11 f. h. og 3-5 e. h. pJÓÐLEOASTA KAFFl- OQ- MAT-SÖLUHÓSIÐ sem þessi borg hefir nokkurn tfma haft innan vðbanda sinna. Fyrirtaks máltíðir, skyr, pönnu- kökur, rúllupylsa og Þjððræknis- kaffi.—Utanbæjarmenn fá sér ávalt fyrst hressingu á WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Sfmi: 37 464 ROONEY STEVENS, eigandl. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur lfkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 HeimiUs talsími: 58 302 PALMI PÁLMASON Violinist and Teacher 654 BANNING ST. PHONE: 37 843 GUÐRÚN S. HELGASON A.T.C.M. kennari f Pianóspili og hljómfrœOi (Theory) Kenslustofa: 540 AGNES ST. i Sfmi: 31 416 DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg:. Cor. Graham ogr Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipegr, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 Lindal Buhr & Stefánsson íslenzkir lögfræðingar. 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 J>eir hafa einníg skrifstofur að Lundar, Riverton, Gimli og Piney, og eru þar að httta á eftirfylgjandi tímum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrsta miðvikudag, Piney: priðja föstudag f hverjum mánuði. J.RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslenzkur lögmaOur. Rosevear, Rutherford, Mclntosh and Johnson. 910-911 Electrlc Railway Chmbrs. Winnipeg, Canada Sfmi: 23 082 Heima: 71 753 Cable Address: Roscum J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfræðingur SCARTH, GUILD & THORSON Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg., Main St. South of Portage PHONE: 22 768 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfræðingur Skrifstofa: 702 Confederation Life Building. Main St. gegnt City Hall PHONE: 24 587 Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. Baldwinson, LL.B. Islenzkur lögfræðingur 708 MINING EXCHANGE 356 MAIN ST. WINNIPEG J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tagl. PHONE: 26 349 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparlfé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skrifstofusimi: 24 263 Heimasími: 33 328 ALLAR TEOUNDIR FLUTNINQA) Nú er veturinn genginn f garð, og ættuð þ>ér þvf að leita til mfn, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. Jakob F. Bjamason 668 Avlerstone. Sfmi 71 898 í sig og át. “Æ,” kallaði hann upp, “heldur mikið tók eg, nú verður þetta of létt og hitt of þungt; dálítið verður nú líka að taka af því; — svona!” Hann gerir það eins og áður, og nú var það stykkið orðið of létt, og þessu hélt hann áfram, að hann þóttist alt af vera að jafna í skálunum, braut af hvem molann eftir annan og át þá í embttis notum sem skiftaráðandi, og var nú ekki eftir af ostinum meira en tæpur helmingur. “Nei, hættið þér nú, herra Móri!” kallaði Mjaldur, “það er nú hér um bil jafnvægi og þó það skakkaði ógn litla ögn, þá gerir það ekkert til, við skulum láta okkur það lynda.” — “Þið látið ykkur það lynda,” segir Móri, “já, gott er nú það, en hver borgar mér mína fyrirhöfn? Bíðið þið nú við; þessu hérna held ég sjálfur fyrir mig; það er gjald mitt, sem mér ber að lögum; hitt megið þið sjálfir éta eftir geð- þekni.” — Fóru kettirnir sáróánægðir heim með sinn molann hvor af grjótharðri ostskorpu og hétu þeir því, að þeir skyldu aldrei framar fara í þrætumál. — Stgr. Th. þýddi.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.