Lögberg - 16.01.1930, Page 8

Lögberg - 16.01.1930, Page 8
Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JANÚAR 1930 Robin Hood BEZT af því það er pönnuþurkað Rapid Oats þegar þér einu sinni komist á pönnu-þurk aða bragðið af Robin Hood haframjöli, verðið þér aldrei ánœgðar með annað Ur bænum Mr. Haraldur Einarsson, frá Elfras, Sask., var staddur í borg- inni í þessari. Hinn 26. desember síðastl. and- aðist í McAlister, Oklahoma, John Gilbertson, nálega hálf fimtugur að aldri. Faðir hans er Stur- laugur Gilbertsson, Minneota, Minn. Gefin voru saman í hjónaband, þann 7. þ. m., William McCarthy og Pauline Asmundson. Vígsluna framkvæmdi Dr. Björn B. Jóns- son, að 774 Victor St. Síðastliðinn laugardag, brann íbúðarhús þeirra Mr. og Mrs. Her- mann Sigurðsson, að Church- bridge, Sask. Eldurinn kom upp laust fyrir hádegi. Sumu af hús- mununum varð bjargað. Eignatjón samt allmikið. Dr. Tweed verður staddur í Ár- borg, miðvikudag og fimtudag, þ. 29. og 30. þ. m. Þessu eru íslend- ingar í bænum og' grend’, beðnir að veita athygli. Séra Jóhann Bjarnason flytur guðsþjónustu í efri sal Goodtemplarahússins; sunnudag- inn hinn 19. þ. m., kl. 3 e. h. Fólk er beðið að taka með sér sálmabækur. Allir velkomnir. Með tilliti til atburða þeirra, sem gerst hatfa og í aðsigi eru, verður guðsþjónustan í Fvrstu lútersku kirkju að morgni næsta sunnudags (kl. 11) helguð friðar- hugsjón og friðar-horfum mann- kynsins. Allir boðnir og vel- komnir. Ráðskona óskast á gott íslenzkt bændaheimili í Saskatchewan. Upplýsingar veitir Miss Guð- mundsson, 316 Avenue Block, Sími 86 045. Heimasimi 24 578. Skemtisamkoma undir umsjón Goodtemplara, þriðjudag 21. jan, 1930, í Good Templars’ Hall. — Skemtun góð. Dans. — Sjá aug- lýsingu á öðrum stað i blaðinu. Sunnudaginn 19. jan. messar séra Sig. Ólafsson í Riverton. Mess- an byrjar kl. 2 e. h. Ársfundur | safnaðarins að messu lokinni. Fólk i vir.samlega beðið að sækja fundinn. j Mr. Jónas Jónasson, 522 Sher-j brooke St., liggur á Almenna spít-j alanum hér í borginni um þessari m,undir. Er hann sagður að vera' á sæmilegum batavegi. Séra Sig. Ólafsson messar i Ár- borg Sunnudaginn 26. jan. Mess- an byrjar á venjulegum tima, kl. 2 e. h. Ársfundur safnaðarins að messu aflokinni. Fólk vinsamlegast beð- ið að sækj^ fundinn. Barnastúkan Æskan, Nr. 4, byrj- ar aftur laugardaginn 18. jan. 1930 í neðri sal Goodtemplara- hússins. Fundurinn byrjar stund- víslega kl. 3 e. h. Þeir foreldrar, er vilja láta böm sín ganga í stúk- una, eru vinsamlegast beðnir að láta þau mæta á þessum fundi. — Fjölmennið, ungu vinir, og allir Goodtemplarar velkomnir. S.U.T. SKEMTIFUND heldur deildin Frón á mánudagskveldið þann 20. þessa mánaðar í efri sal Good- templarahússins. Byrjar tfundur- inn kl. 8.30. Leiða þar saman! hesta sína í kappræðu, þeir séraj Jóhann Bjarnason og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Einnig verður ,tnn- að fleira til skemtunar. Samskot tekin. Nefndin. GAHHICK STARTING FRIDAY BELLE BAKER 1©WE' ipith. RALPH UUtÆ $-MMi MJRV* fALL TALKMC - SMGMG/ A Ilackstage drama, hat will reach into I ’our soul! Extra—All-Talkjng, Singing Comedies Last Showing Wed and Thurs. BETTY COMIPSON “WOMAN TO WOMAN’’ Matinees 25c Evenings 40c Karla klúbburinn (The Men’s Club)i í Fyrstu lútersku kirkju, hélt sitt þriðja mánaðar samsæti í samkomusal kirkjunnar á þriðju- dagskveldið í þessari viku. Voru þar saman komnir um 70 menn og skemtu sér ágætlega. Ræðu- maðurinn í þetta sinn var Dr.Mc- Kay, alþektur ræðuskörungur. Flutti hann fróðlega og skemtilega tölu um ferð sína til Japan og Kína, en þangað fór hann í haust sem leið. Spilakveld Ásbjarnar Eggerts- sonar í Goodtemplarahúsinu, verð- ur næstkomandi laugardag, með nokkuð öðrum hætti en að undan- förnu. Hingað til hefir hann gef- ið sex verðlaun, en nú verða þau átta. Þeir, sem minsta vinninga hafa, fá líka eitthvað. Eftir að búið er að spila, verður dansað um stund, og þar verður spilað á harmoniku að góðum íslenzkum sið. Þeir, sem ekki dansa, geta skemt sér við tafl 0. fl. Veiting- ar eru ókeypis. Þeim fjölgar alt- af, sem spilakveldin sækja og eru ánægðir með góða skemtun, sem þeir njóta þar. I Þann 24. desember síðastliðinn, voru gefin saman í hjónaband í St. Margarets kirkjunni í Winnipeg, þau Sesselja Sigrrður Eyjólfson, yngsta dóttir merkishjónanna Þor- steins og Lilju Eyjólfsson, sem lengi hafa búið á Hóli við Riverton, og Frank Henry Fisher frá Kent á Englandi. Rev. F. Glover fram- kvæmdi hjónavígsluna. Framtíðar- heimili ungu hjónanna verður i Sioux Lookout, þar sem Mr. Fisher starfar fyrir “The North-American Mining Explorers” félagið. — Veitið athygli! Fimta ársþing hins sameinaða kvenfélags Hins ev. lút. kirkjufé- lags íslendinga í Vesturheimi, vérður haldið í Winnipeg á þriðju- dag og miðvikudag, þann 11. og 12. febúrar næstkomandi. Þingið fer fram í Fyrstu lútersku kirkju og verður sett kl 2 eftir hádegi þriðjudaginn þann 11. febrúar. Óskað er eftir, að fulltrúar hina ýmsu kvenfélagsdeilda sæki þingið. Nánar auglýst síðar. ROSE Quillan Doesn’t Save Football Game in “The Sophomore” Hail the Millennium! In “The Sophomore,” a new Pathe all- goes into the big football game at the crucial moment and fails to save the game! In fact, the very first play, after he has heroically dashed out to join his team, he has the wind knocked out of him and is carried off the field. Sally O’Neil is featured opposite Eddie Quillan in “The Sopho- more,” which comes to the ROSE theatre on Thurs, Fri. and Satur- day. Other important roles are enacted by Peanette Loff, Russell Gleason, Stanley Smith, Lew Ayr- es, Jimmy Aldine, Sarah Padden and Marilyn Morgan. WINNIPEG ELECTRIC CO. Ein sönnun fyrir því, að iðn- aður Winnipegborgar sé í lram- för, er sú, hve miklu meiri raf- orku Winnipeg Electric félagið og Manitoba Power félagið hafa selt árið sem leið, heldur en árið næsta á undan. Munu það um 49,363,690 kilowatt hours. Árið 1929 varði Manitoba Power félagið hér um um bil $3,000,000 til að virkja Sjö-systra fossana. Á þessu ári er gert ráð fyrir, að það verji í sama tilgangi $3,500,000. Nú sem stendur eru þar um 600 menn að verki, og verða væntanlega fleiri með vorinu. Síðastliðið ár seldi Winnipeg Electric 177,520,000 teningsfetum meira af gasi, neld- ur en árið áður. Kom þetta aðal- lega til af því, að hin nýja verk- smiðja, sem býr til flöskur, notar mikið gas. Til þess að geta orð- ið við kröfum þessarar verksimðju varði félagið $100,000 og jók gas- framleiðslu sína úr 2,600,000 upp í 6 miljón teningsfet á dag. Alls varði félagið árið 1929, $340,960 til umbóta á brautum sínum í borg- inni og býst við að vrja hundruð- um þúsunda í sama tilgangi á þessu ári. ÞAKKARAVARP. Heiðraði ritstjóri! Mér langar til að biðja þig að ljá mér pláss í þínu heiðrara blaði. til að votta mitt innilegasta þakk- læti til þeirra mörgu vina, sem hafa reynt að taka þátt i minni þungu sorg við fráfall mins elskulega eiginmanns, ISigurðar Guðfnunds- sonar og verð eg að biðja almátt- ugan guð að launa því fólki og vera því hjálplegur þegar því liggur mest á hans varðveislu. Mig langar til að setja hér nöfn þeirra, sem gáfu mér peninga. Elfros kvenfél.............$25.00 Mozart kvenfél............. Árni Jónsson, Mozart .... Mr. og Mrs. K. Gíslason, Wynyard ................ Kalli Halldórsson, Elfros . . Skúli Halldórsson, Elfros. . Mrs. H. Thorvardson, Ár- horg .(................. Mrs. J. Karvelson, Árborg Mrs. I. Guðmnudsson, Ár- borg ..................... Guð blessi alt þetta fólk. Með virðingu Mrs. S. S. Guðmundson, Árborg, Man. 25.00 5.00 10.00 25.00 25.00 5.00 6.00 7.00 Eina hótelið er Ieigir herbergi fyrir $1.00 á dag. — Húsið eld- trygt sem bezt má verða. ___ Alt með Norðurálfusniði CLUB HOTEL (Gustafson 0g Wood) 6 52 MaiaSt. Winnipeg Ph. 25 738. Skamt norðan vi.'. C.P.R. stöðina. Reynið oss. Þakkarávarp til kvenfélagsins í Eyford-bygð. Mig brestur orð til þess að láta í Ijós þakklæti mitt fyrir hönd barnanna og sjálfs mín, til ykkar I allra, góðu konur, og með þessum fáu linum votta eg mitt innileg- asta þakklæti til ykkar allra, hverrar fyrir sig, fyrir ykkar rausnarlegu og vel völdu gjafir, sem þið gáfuð litlu börnunum mínum um jólin. — Þegar maður er fallinn svo lágt, að maður verður að taka við slíkum gjöf- um ár eftir ár, með bara þakk- læti einu, þá finnur maður til samt sem áður,-hvað hart það er, að taka við gjöfum frá sömu kon- um hvað eftir annað, og vera þá ekki maður til þess að gjalda líku líkt, þá getur maður ekki annað en beðið góðan guð að blessa þessar góðu konur, og von- ast eftir, að skapari vor endur- gjaldi þeim þeirra góðverk, með því að leiða blessun sína yfir heimili þeirra allra og þær sjálf- ar með þessu komandi ári 1930 og öll ár þar frá. — Sérstaklega þakka eg Mrs. ,J. H. Hallgrímson fyrir mig og litlu bömin mín, fyrir hvað vel hún hefir reynst mér, og þau hjón bæði, frá því fyrsta, að hin þunga sorg sveif yfir heimilið, mig og börnin, að konan mín varð frá okkur að fara og fram á þennan dag. Hún, Mrs. Hallgrímson, hefir reynst mér sannur vinur. Guð blessi hana Sigríði Hallgrímson fyrir alt gott mér og börnunum auð- sýnt. — Einnig vil eg þakka sér- staklega konu Rosmans Gestson. þar sem hún enn á ný sendir mann sinn á annan í jólum með fultan kassa af allslags góðgæti 0g gjöfum. Hún, sem er mér mjög lítið kunnug, reynist mér samt og börnunum svo vel. Guð blessi hana Mrs. Roseman Gest- son. — Að endingu má eg ekki gleyma honum Daniel okkar Helgasyni, þar sem hann kom til mín á aðfangadag jóla og gleður litlu börnin mín með dálítilli pen- ingaupphæð. Eg óska Mr. Helga- son góðrar heilsu og blessun fylgi honum tíð. — Góðu eiginmenn, þið megið vera glaðir og ánægð- ir, meðan þessar góðu konur ykk- ar mega vera hjá ykkur og börn- unum. Það veit gjörla sá er reynir. Enn á ný þakka eg ykkur öllum, góðu konur, fyrir mig og börnin mín. Fyrir hönd barnanna, með þakklæti, er eg yðar einlægur, Tryggvi G. Johnson. Mr. Skúli Bjamason lagði af stað í gær, miðvikudag, áleiðis til Los Angeles, Cal. Hefir hann nú selt bakarí sitt á Sargent Ave. og mun hafa i hyggju að flytja al- farinn til Californíu, ef honum fellur vel þar syðra. Fjölskylda hans verður hér þó 'fyrst um sinn. CC þú hefir aldrei í-'í neina verki og PP blóðið er hreint ogíbeztalagiþá Lestu þetta ekki! Yér oefum endurgjaldslaust eina flösku af hinum frœga Pain Killer. lllackhawk’s (Rattlesnake Oil) In- dian Liniment Til að lœkna gigt, taugaveiklun, bakverk, bólgna og sára faetur og allskonar rerki. Einnig gefum vér I eina viku með Blackhawk’s Blood and Body Toníc. Agætís meðal, sem kemur I veg fyrir 90% af orsökum allra mannlegra sjúkdðma. Pað hreinsar bióðið og kemur líffærunum I eðli- legt ástand. Blackhawk’s Indian Liniment kost- ar $1.00 flaskan. Meðan þetta boð stendur, sendið oss þessa auglýs- ingu og $1.00 og vér sendum yður pðstfrítt tvær flöskur og vikuforða af Blood and Body Tonic, alt fyrir $1.00. Hjúkrunarkonur mæla með Þvl. Ábyrgst að vel reynist. BLACKHAWK INDIAN REMEDY CO. DEPT. 6. 296 Gladstone Ave., TORONTO 3, ONT. Undir umsjón Goodtemplara ÞRIÐJUDAGINN 21. jan. 1930. PROGRAM 1. Söngur—Mrs. Hope. 2. Ræða—Séra Jóhann Bjarnason. 3. Harmóníkuspil—S. Sölvason. 4. Söngur. 5. Kappræða milli fjögra manna. 6. Piano Solo. 7. Harmóníkuspil—S. Sölvason. 8. Piano Solo. DANS Inngangseyrir 25 cents. Veitingar seldar á staðnum. Byrjar kl. 8. Samkepni í Framsögn. Samkepni sú í framsögn, er deildin Frón hefir ákveðið að halda, verður í byrjunn febrúar, I og þurfa því öll nöfn þátttakenda að vera komin inn fyrir þann tíma. Það verða þrír flokkar: börn upp að 8 ára aldri, og frá 8 til 12 ára, og frá 12 til 16 ára. Það verður silfur og bronze medalía í hverj- um flokk, að verðlaunum. Þau börn, er vinna silfurmedalíu, taka þátt í samkepni um gullmedalíu, er haldin verður á þjóðræknisfé- lagsþingi í enda febrúar. Mörg börn tóku þátt í samkepninni síð- asta vetur og vonar deildin, að það verði enn fleiri í ár. Reglu- gjörð fyrir samkepninni var birt í báðum íslenzku blöðunum fyrir nokkru síðan. Geta þátttakendur gefið nöfn sín til Mrs. Jódísar Sigurðsson, sími 71 131; Ragnars Stefánssonar, sími 34 707, eða undirritaðs. B. E. Johnson, Simi: 38 515. Ávarp flutt af Mrs. H. Johnson, á af- miælishátíð Mrs. Elínar Þiðriks- son, 10. okt. síðastliðinn, i sam- komusal Víðinesbygðar, Husa- vick: Það er mér sönn ánægja, að meða ávarpa heiðurskonuúa, Mrs. Elínu Þiðriksson, hér í dag. En, eins og oft vill verða við svona tækifæri, þá brestur mig orðaval og samhengi til að bera fram hugsanir mínar svo vel, sem eg vildi, svo eg verð að biðja heið- ursgestinn að taka viljann fyrir verkið. Mrs. Elín Þiðriksson hefir starf- að í bygð vorri um fimtíu ár. All- an þann tíma hefir hún unnið af frábærri dygð og trúmensku fyr- ir söfnuðinn okkar og bygðina í reild sinnj. Ætíð hefir það ver- ið endurgjaldslaust og oft óþakk- að. Sérhverju okkar hefir hún sýnt á margvíslegan hátt góðvild og gestrisni. Við, sem erum hér saman kom- in til að gleðjast með þér á af- mælisdegi þínum, 78 ára ungri, ætlum að nota þá sömu stund til að þakka þér af hjarta fyrir öll þau störf með okkur, bæði fyr og síðar. Sérstaklega vildi eg þakka þér fyrir hönd allra safnaðar- lima starfið fyrir söfnuðinn okk- ar. Ekki mátt þú svo skilja þetta, 'að búin sé vinnan og starfi lok- ið, því enn ert þú leiðandi í bygð- arlífi hér, og Guð gefi, að lengi megi þér endast aldur og þrek. óskum við, að við megum njóta samvinnu þinnar í langan tíma enn. Sem lítinn vott um þakkláts- Painting and Oecorating CONTRACTORS Alt, sem lýtur að því að prýða híbýli manna, utan seminnan: Paperhanging, Graining, Marbling óteljandi tegundir af hýjustu inanhúss skrautmálning. Phone 24 065 L. MATTHEWS og A. SÆDAL 100 herbergi, Sanngjarnt I með eða án baðs. verð. SEYMOUR HOTEL Sími: 28 411 Björt og rúmgóð setustofa. Market og King Street, C. G- Hutchison, eigandi. Winnipeg - Manitoba Sparsemdarmað- urinn er ávalt vel staddur og hann ber engar áhyggjur fyrir framtiCinni. Hann á heimili sitt og getur veitt sér alt, sem hann þarf ; er ánægð- ur og gengur vel og velgengni hans er öðrum til hagnaðar. Hvernig hann komst i þess- ar gððu kringumstæður, er ekkert leyndarmál. Hann var sparsamur og lagði fyrir pen- inga reglulega. Pér getið komist í eins gðð- ar kringumstæður eins og hann, með þvi að fylgja dæmi hans. figrjið nú að leggja á bankann I THE Province of Manitoba Savings Office DONALD ST. and ELLICE AVE. WINNIPEG. CUNARD LINE 1840—1929 Elzua eimrkipafálagið. sem siglir frá Canada 10053 Jasper Are. EDMONTON 100 Plnder Block SASKATOON Cunard linan veitir ágætar samgöng- ur milli Canada og NoregS, Sviþjððar og Danmerkur, bæði til <^g frá Mon- treal og Quebec. 401 Lancaater Bld<. CALGARY 270 Maln St. WINNIPEG, Man. 36 Welllnftton St. W. TORONTO, Ont. 227 St. Sacrament St. Eitt, sem mælir með þvl að ferðast með þessari linu, er það, hve þægilegt er að koma við I London, stærstu borg heirnsins. Cunard línan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu I Winnipeg, fyrlr Norðurlönd. Skrifstofustjðrinn er Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bændum Is- lenzkt vlnnufðlk vinnumenn og vlnnu- konur, eða heilar fjölskyldur. — pað fer vel um frændur yðar og vini, ef þeir koma til Canada með Cunard lín- unni. Skrifið á yðar eigin máli, eftir upp- lýsingum og sendið bréfin á þann stað, sem gefinn er hér að neðan. Öllum fyrirspurnum svarað fljótt og yður að kostnaðarlausu. Cmú semi okkar, biðjum við þig nú að þiggja þessar gjafir, sem minn- ingu um þennan dag, stólinn, blómið og klútinn. Þær eru smá- ar, en þær eiga að auðsýna kær- leika frá vinum þínum, ekki ein- ungis okkur hér saman komnum, heldur öllum öðrum í bygðinni okkar, sem ekki gátu verið við- staddir í dag. Óskum við nú þér til lukku á hinu nýbyrjaða ári, og megi lán og blessun fylgja þér til æfiloka. Nú biðjum við þig að skemta þér með okkur, í dálitla stund og syngja með okkur söngva á með- an sýður á katlinum. Mrs. H. Johnson. Bækur, sem ætti að skila. Einhverjum góðum vini lánaðij eg SæmundarÆddu mína. Hún er búin að vera nokkuð lengi burtu. Eg vil biðja þennan vin, að koma henni til mín sem fyrst. Einhver maður hefir líka seinna bindið af Corpus Poeticum Boreale, sem tilheyrir Jóns Bjarnasonar skóla. Þann mann vil eg biðja sömu bón- ar, að skila henni sem fyrst. Eg hetfi tapað nokkrum bókum, sem eg hefi lánað. Auðvitað ér það að mestu leyti sjálfum mér að kenna. Annars er það almennur siður, að geyma hjá sér bækur, sem aðrir eiga. Það væri gott fyrir alla, á þessu nýbyrjaða ári, að atbuga hvaða bækur menn hafa og skila þeim, sem þeir ekki eiga sjálfir. — Gott væri, að enginn léti þetta eins og vind um eyru þjóta. Rúnólfur Marteinsson, 493 Lipton St., eða 652 Home St. ROSE Sargent and Arllngton West End's Fincst Thcatre PERFECTION IN SOUND. THURS., FRI., SAT. — This Week All-Talking, Singing, Dancing IT’S A WOff! All-Talking Comedy entitled “The End of the World” SERIAL FABLE MON., TUES., WED. — Next Week. Laugh’s and How AU-Talking, Singing, Dancing WHY UEAVE HOME • Business Education Pays ESPECIALLY “SUCCESS TRAINING” Scientifically directed individual instruction and a high standard of thoroughness have resulted in our Placement Department annually receiving more than 2,700 calls—a record unequalled in Canada. Write for free prospectus of courses. Train in Winnipeg, Westem Canada’s largest employment centre. SUCCESS BUSINESS COLIÆGE PORTAGE AVE. at Edmonton St. Winnipeg, Manitoba. (Owners of Reliance School ot Commerce, Regina) Meðan kaldast er! Ekkert er þægilegra og notalegra heldur en ra'fofn- arnir til að hlýja svefnherbergið á morgnana. Bara snúa á hitanum og herbergið verður strax mátulegt. Mjög sanngjarnt verð. Hægir borgunarskilmálar. WIHHIPEG ELECTRIC COMPAHY Your Guarantee of Good Service.” Þrjár búðir: Appliance Department, Power Bldg., Portage and Vaughan; 1841 Portage Ave., St. James; Marion and Tache, St. Boniface

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.