Lögberg - 23.01.1930, Side 6

Lögberg - 23.01.1930, Side 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JANÚAR, 1930. Mary Turner Eftir M A R V J N D AN A. “Kannske líka þess vegna, þeim mun minni ástæða til að trúa því, að liún sé í raun og veru þjófur, ” svaraði lögmaðurinn alvarlega. Hann þagnaði efurlitla stund og hélt svo áfram, og það var alvöruþungi í röddinni. “Áður en dómarinn kvað upp dóminn, spurði hann stúlk una, hvort hún liefði nokkuð fyrir sig að hera. Það er forms atriði, eins og þér vitið, sem þýðir ekkkert í raun og veru, eða ekki vanalega. En hér var nokkuð öðru máli að gegna, má eg segja yður. Það eins og datt ofan yfir okkur alla, þegar hún sagðist hafa nokkuð fyrir sig að bera. Mér þótti reglulega slæmt, að þér heyrð- uð ekki það sem hún sagði. Hún flutti prýðis myndarlega tölu.” Það var auðhevrt, að lögmaðurinn var fylli- h‘ga einlægur, eins og hann var sannfærður um að það, sem hann hafði heyrt stúlkuna segja í dórosalnum, hefði verið í einlægni sagt. “Ósköp eru að heyra til yðar,” sagði Gild- er með sama mótþróanum, “það er engu líkara en hún hafi hreint og beint dáleitt yður.” En nú kom ný hugsun í huga hans. Hann mundi e'ftir blaðamönnunum, sem jafnan voru við- staddir' öll réttarhöld og alt af voru að reyna að finna einhvern hégóma til að fylla með dálk- ana í blöðum sínum. “Sngði hún nokkuð misjafnt um mig?” spurði hann. “Ekki orð,” svaraði lögmaðurinn og huldi vandjega brosið, sem var að reyna að læðast . fram iá varir hans. /‘Hún isagði okkur blátt á- fram* að faðir sinmhefði dáið, þegar hún var >se\tárt -árai'-••• Eftir það'hefði hún ekki átt ann- ars koWfr-b’S'íið Wnna fyrir sér sjálf. $vo sagði hún ’rfkkör, að liún hefði unnið hjá yður stöðugt ' í frmm Yif og'alláh þann tíma hefðu yfirmenn sínir'áVált verið ánægðir með sitt verk, og kldréí'Jiefði nökkur minsti óráðvendnisgrunur á sig fallið. Hún sagðist áídrei hafa séð þétta, sem stolið hefði veríð og. sem fundist hefði í skápnujn sem hújj jjotaði,,, Húh spurði dómar- , ann, liypyt h.ann, skildi. sj,álfur hvað það þýddi fvrir unga stiílku, að vera dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir glæp, sem hún hefði ekki drýgt. Eg má segja yður, Mr. Gilder, að þetta hafði mikil áhrif á alla, sem viðstaddir voru. Vegna stöðu minnár og reynslu, ætti eg að geta skilið svona lagað mörgum öðrum betur, og mér fanst, áð það seín hun var að segja, væri ekki aðeins sermilegt, heldur blátt áfram satt. Það sem hún sagði og hvernig hún sagði það, var mér fulJ sönnun þess, að þessi stúlka hefði bæði mikinn kjark og væri góðum gáfum gedd. Vanalegir þjófar, hafa hvorugt. Mér fanst því, að hún væri að segja sannleikann. Það sem hún .sagði, var áreiðanlega sennilegt, og mér er þess ekki varnað að finna býsna glögglega, hvað er satt og hvað ósatt. ” Það varð enn dá- lítil þogn og lögmaðurinn hélt áfram að ganga um gólf. Svo bætti hann við: “Eg held ekki að Lawlor dómari hefði dæmt hana til fanga- vistar, ef ekki hefði verið fyrir samtal yðar við hann í morgun. ” Það leyndi sér ekki að þetta fékk töluvert á Gilder, þó hann hefði lengi tamið sér að leyna tilfinningum; það var auðséð, að honum stóð ekki á sama um það, sem lögmðurinn var að segja. Hans instu og hjartanlegustu tilfinning- ar hefðu máske verið grafnar fyrir fu't og alt með hans ungu og elskulegu konu, ef ekki hefði verið vegna sonar hans. Yfirleitt var hann kaldlyndur maður og tilfinningar hans gagn- vart öðrum, voru ekki sérlega næmar. Hann sat stundarkorn þegjandi og reykti ákaflega. Og þegar hann tók til máls, var eins og röddin brgmálaði í herberginu. “Eg gerði bara skyldu mína,” sagði hann. “Þér vitið, að eg óskaði ekki eftir samtali við Lawlor dómara. Hann bað mig að finna sig og spurði mig um mitt álit á þessu máli, hvort eg héldi að rétt væri að sleppa henni, þó með sér- stöku eftirliti lögreglunnar. Eg sagði honum hreint og beint, að eg héldi að rétt væri að hegna henni, sérstaklega til viðvörunar öðrum, sem kynnu að hafa freistingu til óráðvendni. Eign- arétturinn er enn í gildi, Demarest, þó annar- hvor maður sýnist að vísu nú á dögum, tilbuinn að neita því nær sem vera skal.” Nú breyttist rödin þannig, að það var ekki laust við, að í henni kendi hræðslu eða kvíða, þegar hann hélt áfram: “Eg skil ekkert í því, að stúlkan vill endilega fá að tala við mig. ” Lögmaðurinn brosti dálítið kuldalega og sneri sér undan rétt sem snöggvast. “Hún sagði, að ef þér rilduð hlusta á sig svo sem tíu mínútur, þá skvldi hún kenna yður ráð til þess að komast hjá því, að stolið yrði frá vður úr búðinni.” Það glaðnaði yfir Gilder og hann lagði hnefann þétt á borðið. “Þarna kemur það,” sagði hann. “Nú skil eg hvemig í þessu ligg- ur. Stúlkan ætlar að játa vfirsjón sína. Þetta eru fyrstu merki þess, að hún hafi nokkrar ær- legar tilfinningar, síðan þetta mál kom fyrir. Það er líklega bezt, að eg tali við hana. Getur líka verið, að fleiri hafi verið við þetta riðnir.” Demarest gerði enga tilraun til að draga úr þeim grun hans. “Það er ekki óhugsandi, ” sagði hann, án þess þó að láta það á nokkurn hátt á sér skilj- ast, að hann grunaði að svo væri. “Það er að minista kosti skaðlaust, að þér talið við hana. Eg efaði ekki, að þér munduð gera það. Eg talaði því við saksóknarann, og hann skipaði svo fyrir, að farið væri með hana hingað, áður en hún verður flutt í fangelsið, þar sem hún á að vera. Eg vona, að þér talið við hana. Það getur ekki gert neitt ilt.” Að svo mæltu fór lögmaðurinn út úr biíðinni og skildi verzlunar- eigandann einan eftir í illu skai)i. TV. KAPITULT. ‘ ‘ Hulló, pabbi! ’ ’ Eftir að lögmaðurinn var farinn, hafði Gilder verið í töluvert æstu skapi, og hann hafði kepst við að vinna. En þó hann væri önnum kafinn, gat hann ekki hrundið þeirri hugsu frá sér, að það hefði verið óþarfi af lög- manninum, að reyna að vekja hjá sér með- aumkvun með þessari -stúlku, sem fundin var sek og dæmd fvrir þjófnað. Honum fanst það bara einhver veiklun hjá sjálfum sér, ef haim léti þá ímyndun lögmannsins hafa nokkur áhrif að mögulegt væri, að stúlkan væri nú kannske saklaus. En þessi hugsun sótti þó á huga hans og hann varð að beita hörðu við sjálfan sig til að hrinda henni frá sér. Hepnaðist honum það nokkum veginn með því að slá því föstu, að alt yrði að víkja fyrir réttlætinu. Það var einmitt þegar hugurinn var fastur \dð þetta, sem hann heyrði þessi tvö einstaklega geðþekku orð, og þá rödd, sem hann þráði öllu öðra frekar að hevra, því röddin var rödd sonar hans. Samt leit hann ekki upp. Þetta gat ekki átt, sér nokk- urn stað. Drengurinn var. einhvers staðar í Evrópu. Hann vissi ekki rétt sem stóð, hvar hann væri, en hann mundi nú fljótlega fá að vita það, því það liði víst ekki á löngu þangað til símskeyti kæmi frá honum, þar sem hann beiddi um meiri peninga. Tilfinningar hans höfðu verið töluvert. æstar þá um morguninn, en nú vildi hann láta sig dreyma um það, sem hann þráði. Þetta var að eins augnablik. Svo leit hann upp. Jú, þetta var rétt. Það var Dick, sem stóð þaraa brosandi í dyrunum. Áreiðanlega var það Dick, og enginn annar. Oilder spratt á fætur og það var eins og hann yrði alt í einu miklu unglegri og hlíðlegri. Feðgarnir tóku fast og innilega höndum saman og hvorugur sagði neitt ofurlitla stund. Gilder tók fyrst til máls, og þrátt fyrir það, að hann reyndi að vera alvarlegur strangur, þá var röddin þó blíðlegri, en hún hafði verið lengi. “Hverig stendur á því, að þú ert kominn?” spurði hann. Dick hafði líka orðið töluvert um það, að hitta aftur föður sinn. Hann varð að ræskja sig tvisvar eða þrisvar áður en hann gat svarað, og það var eins og það vefðist fyrir honum, hvað hann ætti að segja. Fljótlega svaraði hann þó eins glaðlega og léttilega eins og hann gat. “Mig bara langaði til að koma heim, pabbi,” sagði hann, og' nú datt honum nokkuð í hug, sem í bráðina gat hjálpað honum út úr hálfgerðum vandræðum, sem honum fanst hann vera kominn í. “Fyrir alla muni, eg þarf að gefa Saddie fimm dali. Hún lánaði mér þá til að borga ökumanninum. Eg var orðinn alveg peningalaus, pabbi.” “Já, það má nú nærri geta,” sagði Gílder og hló. “Þú hefir kannske spilað fullmikið á skipinu, á heimleiðinni. ” “Ekki var það nú eigilega það, sem fór með peningana, þó það hjálpaði til, því eg spilaði dálítið, bæði á skipinu og eins í Evrópu. Þeir era skæðir þar. En það var ekki það, sem gerði mig peningalausan. Peningarnir bara eyddust eivehr veginn. Það er mesti hægð- arleikur að losna við þá þama hinu megin. ” “Og héraa megin líka,” sagði gamli maður- inn heldur þunglega. “ Jæja, það gerir ekki svo mikið til,” sagði Dick, hálf kæruleysislega. “En segðu mér nú pabbi, hveraig alt gengur. ” “Býsna vel,” svaraði faðir hans góðlátlega. “Það gengur alt bærilega. Mér þykir vænt um, að þú ert kominn heim aftur, drengur minn,” og það var auðfundið, að Gilder talaði í fullri meiningu. “Mér þykir líka vænt um, að vera kominn heirn og mega aftur—” hann varð að sækja í sig veðrið áður en hann gat lokið við setning- una — “og mega aftur vera hér hjá þér, pabbi. ’ ’ Gilder varð að gæta sín, að láta ekki of mik- ið á tilfinningum sínum bera, 0g hélt að bezt væri að skifta um umtalsefni. “Skemtirðu þér vel!” spurði hann, og fór •eitthvað að fást við skjöl, sem voru á skrif- borðinu. ‘ ‘ Eg skemti mér alveg ágætlega, og hefði þó kannske skemt mér enn meir, ef peningarnir hefðu enst lengur. ” ‘ ‘ Mér finst eg hafi heyrt eitthvað þessu líkt áður, ” sagði Giler, en horfði þó á son sinn jafn ástúðlega og áður. “Því sendirðu mér ekki símskeyti?” spurði hann svo, eins og vildi hann láta son sinn skilja, að hægðarleikur hefði verið að bæta úr f járþröng hans. “Eg gerði það ekki vegna þess, ” sagði Dick, “að þá hefði eg haft minni ástæðu til að koma heim svona fljótt.” Sarah kom inn í þessu og truflaði samtabð milli feðganna. Hún hafði þekt Dick síðan hann var lítill drengur, hafði þá þótt vænt um hann og gefið honum brjóstsykur, og henni þótti engu síður vænt um hann enn, nema frek- ar væri. Hún brosti til hans glaðlega og góð- látlega, eins og hún vildi með því bjóða hann velkominn. “Eg sé, að þér hafið fundið hann,” sagði hún hlæjandi. Dick þótti í raun og veru vænt um, að hún kom, en svaraði þó í alt öðrum tón, en hún tal- aði. “Sarah,” sagði hann æði alvarlega, “þér lítið betur út heldur en nokkru sinni fvr, og þér erað svo miklu grennri.” Stúlkuna hafði alt af langað til að vera grönn, og þótti því meira. en lítið vænt um betta og tók það, sem Dick sagði, í fulliá alvöru. “Finst vður það, Mr. Dick ?” sagði hún raeð miklum fögnuði. “Hvað mikið haldið þér að eg hafi lézt!” Dick horfði á hana stundar korn, eins og vildi hann gera sér sem nákvæmasta grein fyr- ir því, hvað mikið léttari hún nú væri í raun og veru, helur en hún liafði verið, síðast þegar hann sá hana, og hann lét sem sér væri hrein og bein alvara. “Eg býst við að þér hafið lézt um svo sem hálft pund,” sagði hann eftir dálitla um- hugsun. Hann svaraði engu, en það leyndi sér ekki, að henni féll |>etta stórilla, enda tók Dick fljót- lega eftir því. Hann hafði ekki gert sér grein fyrir því, hve viðkvæm hún var einmitt fyrir þessu og hve illa henni féll að vera gild og feitvaxin. “Mér þykir ósköp slæmt, að eg skyldi segja þetta,” sagði hann vinsamlega. Þér megið ó- mögulega vera reiðar við mig. Auðvitað ætl- aði eg ekki—” “Að brigzla mér um mína galla”, sagði Sarah með töluverðri þvkkju. “....Nei, þefta tekur engu tali,” sagði Diok. “Þér eruð ekki svo feitar, að þér þurfið að taka yður það nærri. Ekkert svipað því, þér eruð rétt mátulegar. — Þér megið ekki vera reið, Saddie. Gefið þér mér einn koss, eins og þér gerðuð, þegar eg var lítill,” Og hann tók hana í fang sér og rak að henni rembings koss. “Hana nú! Verið þér nó góðar. Þetta er rétt til að sýna yður, að eg hugsa ekki nema vel um yður.” Aumingja stúlkan vissi ekki hvað hún átti af sér að gera. “Því gerið þér þetta, Mr. Dick?” hálf-stam- aði hún út úr sér. “Því gerið þér þetta?” Gilder horfði á þetta og ofbauð vafalaust, að sonur sinn skyldi haga sér svona. “Hættu þessu, drengur,” sagði hann tölu- vert alvarlega. “Þú ert að gera stúlkunni rangt tij. Það er nóg komið af þessu.” Hinn ungi maður slepti stúlkunni að vísu, en það var ekki á honum að sjá, að honum þætti mikið fyrir því, sem hann hafði gert. Hann gekk nær föður sínum og horfði á hann brosandi. — “Einn smá-koss gerir engum mein,” sagði hann glaðlega. “Eg skal bara sýna þér það.” Þar með vafði hann báðum höndum um háls föður síns og kysti hann svo, fyrst á nægri kinnina, svo á hina vinstri, og var búinn að því áður en gamli maðurinn gat áttað sig á, hvað hann væri að gera. Að þessu búnu leit hann dá- lítið kýmnislega til stúlkunnar. Sjálfur var hann alveg sannfærður um, að hann hefði gert það eitt, sem rétt var. Hann elskaði föður sinn, og með þessu hafði hann tjáð honum ást sína, og honum þótti vænt um, að hann nafði gert það. Gamli maðurinn gekk tvö eða þrjú fet aftur á bak og stóð þar hreyfingarlaus og horfði á gon sinn, eins og hann vissi ekki hvað hann ætti að hugsa eða gera, og þegar hann tók til rmils, var röddin hálf óstyrk og skjálfandi. “Guð sé oss næstur,” hrópaði hann upp yfir sig, og svo strauk hann um kinnarnar, fyrst aðra og svo hina, en það, sem hann sagði, gaf greinilega til kynna hverjar tilfinningar hans voru. “Þetta er í fyrsta sinni, sem þú hefir kyst mig, Dick, síðan þú varst lítill drengur. En eg man vel eftir því, ’ ’ bætti hann við og það var gleðihreimur í röddinni. Dick hugsaði með sér, að kannske hefði hann nú reynt heldur mikið á tilfinningar föður síns og hann gekk til hans, lagði hönd á öxl honum og sagði ástúðlega: “Mér þykir fjarskalega vænt um það, pabbi minn, að vera kominn heim til þín aftur.” “Þykir þér það, sonur minn?” sagði Gilder einstaklega góðlátlega. En það var eins og hon- um fyndist hann vera að gefa tilfinningum sín- um heldur um of lausan tauminn. Honum fanst að það, sem nú hafði fram farið, væri naumast viðeigandi fyrir sig. “Farðu nú þína leið, drengur minn. Eg hefi mikið að gera, sem verður að komast í verk. Bíddu annars við eina mínútu, ” bætti hann við og tók úr vasa sínum saman vafða bankaseðla, sem ekki var hægt að sjá hvað voru margir, eða stórir, og rétti þá syni sínum. “Héraa eru nokkrir skild- ingar fyrir þig í bráðina, og farðu nú þína leið, svo við getum haldið áfram við það, sem eg þarf að gera. Við sjáumst aftur við miðdags- verðinn. Dick stakk peningunum í vasa sinn og gekk f áttina til dyranna. “Þú hefir alt af sama ráðið til að losna við mig, og það dugar æfinlega,” sagði hann gletn- islega. Og nú sýndi hann Ijóslega, að hann hafði nokkuð af þeim hyggindum, sem í hag KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENftV AVE. EASf. - - WINNIPEG, MAIM. Yard Offlce: 6tn Floor, ftank ot HamiltonOhamber*_ koma, eins og gamli maðurinn. Hann borgaði stúlkunni ekki þessa fimm dali, sem hann hafði fengið hjá henni, en um leið og hann opnaði liurðina, sneri han sér að föður síum og bað hann fvrir alla muni að gleyma því nú ekki að borga Saddie þessa peninga. Svo fór hann út. VerZlunareigandinn bvrjaði aftur a vinnu sinni með ánægju, því það, að sonur hans var nú aftur kominn heim, var þess valdandi, að hann var í næstum óvanalega góðu skapi. Ef til vill hafði það verið hepni fyrir Mary Tura- er ef hún hefði getað komið á hans fund, ein- mitt nú, meðan skapið var létt. En atvikin hög- uðu því þannig, að sú hepjii átti ekki fyrir lienni að liggja, og kom það brátt í ljós, eftir að Smithson kom inn í skrifstofuna, en það var skömmu eftir að Dick fór út. Það var auðséð á manninum, strax og liann kom inn, að eitt- hvað óþægilegt eða ógeðfelt hafði komið fyrir. Hann gekk hratt inn að skrifborðinu og þegar liann bvrjaði að tala, var auðhevrt, að honum var mikið niðri fvrir. Húsbóndinn leit á hann alvarlega. “McCracken hefir tekið konu fasta í búð- inni,” sagði hann hálf veiklulega. “Hún hefir verið rannsökuð og við höfum fundið á henni hér um bil hundrað dala virði af kniplingum.” “Já, hvað um það?” svaraði Gilder óþolin- móðlega. Þet-ta var svo algengt í búðinni, að liann taldi ekki nauðsynlegt, að komið væri til sín með slík mál í hvert sinn. “Því eruð þér að segja mér frá þessu? Þið vitið fullvel, hvað gera skal.” Smithsón varð enn vandræðalegri á svip- inn, en fór þó ekki. “Mér þykir fyrir að ónáða yður,” sagði , hann og hikaði við, “en eg hélt að réttai’a væri að skvra vður frá þes-su, áður en lengra væri farið.” “Það var alveg óþarfi,” sagði Gilder hörku- lega. “ Þér vitið vel, hvernig eg lít á þessa hluti. Segið MdCracken að láta lögregluna taka þjófinn fastan.” Smithson hikaði við að hlýða skipunum hús- bónda síns orðalaust, en vissi hins vegar ekki hverng hann átti að koma orðum að því, sem honum fanst hann þurfa að segja. “Ilún er ekki eiginlega þjófur,” sagði hann hikandi eftir nokkra umhugsun. “Hvaða hégóma tal er þetta, Smitlison?” sagði verzlunareigandinn, og var nú orðinn nokkuð æstur. “Ekki þjófur! og samt funduð þið hundrað dala virði af kniplingum í hennar vörzlum, sem hún hafði ekki keypt. Samt er hún ekki þjófur? Hvað ætli hún sé?” “Hún er ein af þessum manneskjum, sem þjáist af stelsýki,” svaraði Smithson og var nú eins og ákveðnari en áður. “Það vill þannig til, að konan sem eg er að tala um, er kona J. W. Garskell bankastjóra. Þér kannist við hana. ” Jú, Gilder kannaðist við hana. Svipur hans gaf það ótvírætt til kynna, að afstaða hans öll til þessa máls breyttist á svipstundu. Áður hafði það eitt verið í huga hans, að beita lög- unnum vægðarlaust. Hegna þjófnum. Nú hugs- aði hann um það eitt, hve afar leiðinlegt það væri, að þessa konu skyldi henda þetta ólán. “Þetta var afar leiðingt,” sagði hann og það var enginn efi á því, að honum þótti þetta í raun og veru mjög slæmt. Hann leit góðlát- lega á Smithson, sem nú enn á ný naut þeirrar gleði, að vita sjálfan sig hafa komið sér vel við húsbóndann, en það hafði hann lengi stundað af mikilli aíúð. “Það var alveg rétt af yður, Smithson, að eegja mér frá þessu.” Dálitla stund sat hann þegjandi og hugsaði hvað gera skyldi, og sagði svo í ákveðnum róm, eins og honum var eðlilegt: “Við getum auðvitað ekk- ert við þetta gert, nema látið þetta sem hún tók, aftur á búðarborðið og látið hana fara.” Smithson hafði enn ekki sagt alt, sem hon- um fanst hann þurfa að segja. 1 stað þess að fara strax 0g gera eins og lagt hafði verið fyr- ir hann, þá stóð hann enn kyr og ræksti sig. “ Konan er afar-reið, Mr. Gilder,” sagði hann hálf-feimnislega. “Hún -heimtar, að hún sé beðin fyrirgefningar.” Verzlunareigandinn spratt á fætur, en sett- ist þó strax niður aftur. Hann mintist í hug- anum heimkomu sonar síns og hugsaði um, live skamt væri oft á milli þess, sem ánægjulegt væri og óánægjulegt. Fyrir fáum mínútum hafði hann verið hjartanlega glaður, en þá þurfti þetta endilega að koma fyrir. Skara langt fram úr. 3 fyrstu verðlaun auk 24 heiðursborða hlaut MONARCH hjörðin á Al- þjóðar Vestur-Canada Silver Fox Sýningunni í Winnipeg 1929. Einnig fyrstu verðlaun 1927. Byrjið loðskinna framleiðslu með MONARCH Silver Fox, sem vinna öll verðlaun MONARCH Mink. Skrifið og biðjið um ókeypis bækling. WINNIPEG SILVER FOX COMPANY LTD. Sven Klintberg, ráðsmaður. Bird’s Hill. Manitoba.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.