Lögberg - 23.01.1930, Side 8

Lögberg - 23.01.1930, Side 8
Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JANÚAR, 1930 Til bökunarinnar þarf minni tíma, minni vinnu og minna mjöl, ef þér notið FLOUR Dr. Tweed verður staddur í Ár- borg niiðvikudag og fimtudag þann 29. og 30. yfirstandandi niánaðar. Mr. J. Eastman, frá Kenaston, Sask., skotkappinn góðkunni, var staddur í borginni í vikunni sem leið. , Eins og sjá má af auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu, er Al- manak hr. Ó. S. Thorgeirssonar fyr- ir 1930 nýkomið út. Er það næsta fjölbreytt að innihaldi- og sérlega vandað að öllum ytra frágangi. Mr. og Mrs. Jón K. Jónsson frá Tantallon, Sask., eru stödd í borg- inni um þessar mundir. Komu þau til þess að heilsa upp á kunningja og virii. Þau hjón ráðgerðu að dvelja hér nokkra daga. Landkönnuðurinn heimsfrægi, Dr. Vilhjálmur Stefánsson flytur ræðu yfir C.N.R.W. víðvarpið í Montreal, fimtudaginn þann 23. þ. m., frá 10 til 11 að kveldi Eastern Standard Time. Sunnudaginn 26. j an. messar séra H. Sigmar í kirkju Vídalíns- safnaðar kl. 2. e.h. Allir boðnir og velkomnir. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar heldur fund i samkomusaS kirkj- unnnar kl. 3 í dag. fimtudag. Mjög áríðani að kvenfélagskonur sæki þenna fund. Trúboðsfélag kvenna í Fyrsta lút. söfnuði, heldur næsta fund sinn á heimili Mrs. S. Sigðurjóns- son, að 724 Beverley St., á þriðju- dagskvöldið í næstu viku, 28. jan. Séra Jóhann Bjarnason messar i efri sal Goodtemplarahússins kl. £ eftir hádegi á sunnudaginn kemur, 26. janúar. Fólk er beð- ið að hafa með sér sálmabækur. Alllir velkomnir. íslendingar í Selkirk eru mintir á það, að stofnun Goodtemplara stúku þar í bæ fer fram föstudags- kvöldið þann 24. þ. m. og byrjar kl. 7.30 í safnaðar samkomuhúsinu. Alt það fólk, sem nú þegar hefir skrifað undir inngöngubeiðni og eins það annað, sem vildi vera með, er beðið að athuga ]ietta og koma stundvíslega. Ötull og reglusamur sendisveinn, getur fengið atvinnu nú þegar. Upp- lýsingar veitir Mr. Halldór Bjarna- son, Wellington Grocery. Athygli íslenzks almennings, skal hér með dregin að auglýsing- unni, sem nú er hér í blaðinu, um hina nýju, auknu og endurbættu Websters orðabók. Er útgáfa þessi framúrskarandi vönduð, og hefir ótæmandi fróðleik að geyma. Þetta eir bók, sem aillra flestir ‘ís- lendingar ættu að eignast. Gjafir til Betel. Mrs. E. H. Reykjalín, Sher- wood, N. D................$5.00 Mrs. HL Halldórssón, Sher- Qood, N. D................ 5.00 Mr. H. J Helgason, Sexsmith, Alta, ...................... 10.00 Innilega þakkað, J. Jóhannesson, féh. 675 McDermot, Wpg. íslenzka iStúdentafélagið heldur fund næsta mánudagskveld kl. 8 í Jóns Bjarnasonar skóla. Aðalatrið- ið á skemtiskránni verður kapp- ræða um Brandson bikarinn—hin þriðja á skólaárinu. Efnið verður: “Resolved that the Icelandic race in America has deteriorated since immigration.” Með jákvæðu hlið- inni tala þau Harold Johannsson og Andrea Sigurjónsson, en með hinni r.eikvæðu, Jón Bjarnason og Svan- hvít Johannesson. Allir íslenzkir stúdentar boðnir og velkomnir. Á þriðjudaginn í þessari viku, andaðist Mrs. Kristín Johnson, kona Magnúsar Johnson, til heim- ilis að Ste. 17, Corinne Apts., hér í borginni. Hún yar á áttunda ári yfir sextugt. Hafa þau hjón átt | heima hér í borginni yfir 40 ár og eru mörgum að góðu kunn. Jarð- arförin fer fram í dag, fimtudag, kl. 2 frá Fyrstu lútersku kirkju. lEins og getið var um í síðasta blaði, verður ársþing hins sam- einaða kvenfélags haldið í kt-kju Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg, hinn 11. og J2. febrúar næstkom- andi og hefst þingið kl. 2 eftir há- degi þann 11. Leggja erindsrek- ar félaganna, sem hinu Samein- aða kvenfélagi tilheyra, þar fram skýrslur sínar og einnig verður tekið á móti félögum, sem enn hafa ekki gengið í sambandið, er gera það vonandi nú. GARRICK LAST SHOWING TODAY AND TOMORROW BELLE BAKER “SONG OF LOVE” STARTING FRIDAY ■ Cffa MANaríTHE MOMENT ROD LAAOCQUE ALSO AI.L-TALKING, SINGING, DANUIXG COMKDTKS AT OITR RKGULAR PRICES MATINEES, 25c • • • • EVENXNGS, 40C Brynjólfur Þorláksson og söngkensla hans í Glenboro og Argyle. Brynjólfur Þorláksson, hinn nafnkunni hljóðfærameistari og söngstjóri, sem mest orð hefir fengið fyrir að æfa unglinga sðng- flokka víðsvegar um bygðir og bæi vestur-íslendinga, fór héðan rétt fyrir nýárið, eftir að hafa starfað hér hjá Frelsis, Fríkirkju og Glenboro söfnuðum, við það að æfa söngflokka, á þriðja mán- uð. Hann æfði unglinga söng- flokka hjá Fríkirkjusíöfnuði og í Glenboro, og kirkju söngflokka hjá Frelsis og Fríkirkju söfnuði. Er þetta í þriðja sinn, sem nann hefir starfað hér. Einn mánuð haustið 1927, hátt á þriðja mánuð haustið 1928 og svo í haust. — Eins og áður er sagt, ber öllum saman um það, að hann leysti verk sitt snildarlega af hendi, enda er það álit söngfróðra manna, að hann eigi ekki sinn líka sem söng- stjóri í hópi Vestur-íslendinga. í öll skiftin, sem hann hefir starfað hér, hefir hann haldið söngsamkomur í vertíðarlok, og það, hve vel honum hefir tekist að æfa unglingana, hefir verið dáð af öllum sönge.lskum og smekkvís- um mönnum og konum. í haust hafði hann fjórar samkomur, en fimm í fyrra. í haust í kirkju Frelsis safnaðar þann 18. nóvem- ber, í kirkju Glenboro safnaðar þann 21., í kirkju Fríkirkjusafn- aðar þann 25, og síðast í I. O. O. F. Hall, Glenboro. þann 29.; það var sameiginleg samkoma allra flokkanna fjögurra, sem hann hafði æft. — Samkomurnar »roru allar lakar sóttar en skyldi, er stafaði af ófærum vegum vegna snjóa og óveðra, sem byrjuðu með nóvember og héldust uppihalds- laust mánuðinn út. En samkorn- urnar voru allar frábærlega á- nægjulegar, og færðu öllum mikla uppbyggingu, sem Ilögðu það á sig að sækja þær. Hinir yndislegu, íslenzku sóngv- ar voru aðdáanlega túlkaðir af börnunum, ljósgeislar ánægjunn- ar ljómuðu á andlitum þeirra, og raddirnar voru ; prýðisvel æfðar saman. Brynjólfur hefir sérstakt lag á því að ná valdi yfir ungling- unum, og ná því bezta sem þeir hafa að bjóða, og draga fram hjá þeim áhuga og sterkan lífsþrótt, svo öll verða sem einn maður, sem keppir að marki fullkomnunar. Og hann er sérlega smekkvís og vandur að virðingu sinni, svo hann býður ekki neitt af list sinni, fyr Sárar hendur og saxi á hand- leggjum BerSu dálítiS af Zam-Buk á hendurnar og handleggina og þaS læknar strax saxann og tekur úr allan sviSa. ÞaS er alveg ágætt. Zam-Buk hefir í sér ágæt jurta- lyf, sem mýkir taugavefinn, læknar verki, eySir bólgu, og gerir skinniS heilbrigt og fallegt. Kuldabólga og kuldasár og alt þess konar læknast strax meS því aS nota Zam-Buk. ÞaS er bezta meSaliS við öllu, sem er aS húSinni. K\'EF—Ef þaS er í höfðinu, láttu Zam-Buk í lófann og andaSu ]>ví aS þér. Ef í brjósti eða baki, þá hitaðu Zam-Buk ofurlítiS og berðu þaS á þig kvölds og morguns. ramBuk LINAR ÞJANINGAR ÚTILOKAR BLÓÐEITRAN en hann er ánægður með að það standist gagnrýni þeirra, sem vitj hafa á. Hin sameiginlega samkoma, semj haldin var þann 29., var tvímæla- laust sú bezta söngsamkoma, sem hér hefir verið haldin árum sam- an, eða jafnvel nokkurn tíma, af heimafóllki, ensk eða íslenzk. Var skemtiskráin bæði 'listræn og þróttmikil, og einnig afar-lðng. Hérlendir, söngelskir menn dáð- ust að söngstjóranum og sóng- fólkinu. Var þar sungið bæði á ensku og íslenzku af söngflokkn- um; einsöngvar voru einnig sungn- ir og leikið 4 hljóðfæri á milli (Piano BóTos).—.Prestur samein- uðu kirkjunnar, Rev. J. B. Franc- is. hélt ræðu, en séra K. K. Olaf- son stjórnaði skemtiskránni með sínum alkunna dugnaðarskap. — Ágóðinn af samkomunum í ár, hrökk ekki alveg til að mæta kostn- aði, en aðeins tiltölulega lítið þurftu söfnuðirnir að borga úr safnaðasjóði. En í fyrra, er veðr- átta var hagstæðari, varð drjúg- ur afgangur, eftir að kaup söng- kennara var borgað. Afkoman frá fjárhagslegp sjónarmiði, hefir því verið ágæt, kostnaður því nær all- ur hafst upp með samkomunum. En andleg áhrif af svona starfi eru ómetanleg, þar sem nokkur lífsþróttur er í menningarlegu lífi fólksins, hjá öllum sem líta lítið eitt hærra, en að eins á strit- ir fyrir tilverunni frá sjónarmiði efnishyggju og auragræðginn- ar. Það er ekki einungis uppbyggi- legt frá sjónarmiði söngllistarnn- ar og áhrifa þeirra, sem það hefir i því að glæða þekkngu á íslenzku máli hjá unglingunum, með því að syngja íslenzka söngva; heldur líka opnar það andlega heima á ýmsum sviðum og veitir mennlng- arstraumi inn í hugann, að vera í svona sambandi. Brynjólfur Þorláksson er ekki einungis snilllingur í sinni list, heldur er hann andans maður, gáf aður, fjölfróður og víðlesinn, og getur ekki betri félaga; kannske nokkuð seintekinn, en þeim mun uppbyggilegri og skemtilegri, er maður kynnist honum lengur. Hann er maður með hugsanafestu og jafnvægi, endurbótamaður í skoðunum, en enginn “radical” eins og sumir byltingamenn vorir, sem alt vilja rífa niður, en byggja ekk ert í staðinn. — Eitt sannprýðir hann mörgum fremur, það, að hann er heiill maður, hefir óbelt á öllu tildri og hégómaskap og heimsku, sem f jöldinn fylgi í hugs- unaúleysi. Hann er listrænn, ekki einungis í sinni sérfræði; hann er lstrænn á öllum sviðum' og glögg- ur á alt það, sem betur má fara, og vill hlúa að því. Héðan fór Brynjólfur til Ár- borgar, eða þangað var 'ferðinni heitið. Þar hyggur hann á að starfa til vorsins. < Hugheilar hamingjuóskir fjölda margra vina hans hér fylgja hon- um, hvar sem leið hans liggur, með kæru þakklæti fyrir hans Uppbyggilega starf. G. J. Oleson, Glenboro, Man. Frá kirkjumálanefndinni. Kirkjumálanfendin hefir setið að störfum hér í bænum um nokk- urt skeið undanfarið. Hefir hún unnið að sumum en fuillgert önn- ur þeirra frumvarpa, um kirkju- leg efni, sem hér eru talin: ALMANAK 1930 INNIHALD. Almanaksmilnuðlrnir og um tfmatalið .....................1—20 Prentsmiðja Jóns Matthiassonar, með myndum, Bftir Halldðr Hermannsson .........................21—37 Á Rauðuskriðum. Eftir Sigurð Jðnsson við Bantry, N. D...38—55 Safn til landníimssögu Islendinga í Vesturheimi. 1. Landnðmssöguþættir. frá íslendingum i Winnipegosis Kftir Finnbogra Hjáimarsson, með mynd ...........56___121 2. Islendingar á Kyrrahafsströndinni. II. Blaine. Samið hefir Margrét J. Benedictsson, Niðurlag....122—137 Leiðréttingar við þætti Islendinga I Blaine ..........137—140 Jðsep Davlðsson, með mynd ............................141—143 íslenzkar sagnir: 1. Jðn Andrésson, smiður. Eftir Magnús Thorarinsson, með eftirmála eftir Sigurð Bárðarson ............144—154 2. Bjargsig og slys í Ingðlfshöfða. Eftir Eirik Rafnkellsson. Ritað eftir sjálfs hans fyrirsögn af G. Árnasyni.155—157 Nýtt tfmatal .........................................158—160 Fögur erfðaskrá ..............,.......................160—161 Ýmislegt smávegis til minnis..........................162—164 Helztu viðburðir og mannalát meðal tslendinga í Vestutheimi 165—174 AlmanakiO kostar í þetta sinn 75 centn. Eins og séð verður af inni- haldsskránni er þessi 36. útgáfa um einum þriðja lengri að blaðsíðu fjölda en áður og því ógemingur að binda sig við það afar-lága verO, sem Almanakið hefir verið selt fyrir undanfarin mörg ár og þykist ég fullvís að englnn af kaupendum þess fáist um, heldur fagni yfir að fá svo miklð og vandað lesmál nú um þessi tímamðt. Með beztu nýársðskum, yðar einlægur, ÖLAFUR S. THORGEIRSSON, , 674 Sargent Ave, Winnipeg. Almennurfundur Islendingadagsnefndin Boðar hér með til al- menns fundar í Goodtemplara húsinu á horni McGee og Sargent, þann 27. janúar 1930. Fund- urinn byrjar kl. 8 e. h. A þeim fundi skilar nefndin af sér skýrslum og reikningum yfir síðastliðið ár. Einnig ligg- ur fyrir þeim fundi, að ákveða um Islendinga- dagshald þetta ár og kjósa nefnd þar, sem meiri hluti núveraudi nefndar segir af sér sam- kva>mt yfirlýsing frá nefndinni á öðrum stað í þessu bíaði. NEFNDIN. Œt)e OTmntpeg Clectrtc JBafeerp Nýja islenzka bakaríiO á Hargent og McGce strœti. Vér erum ávalt reiðubúnir að mðttaka pantanir yðar á giftingar- og afmælis-kökum. Margar nýjar tegundir af kökum og vfnarbrauð- um næatkomandi laugardag, 25. þ. m. Einnig verða á boðstðlum hinar ágætu amerísku kökur, svo sem kaffi-kökur, kringlur og allskonar kryddkökur, alt af beztu tegundum. Sérstfikt hreinlætl. AK bakað við rafurmagn. , Virðingarfylst, ®þe ®Hínnípes (Electrú Babcrþ j 1 :»4444444444444444444444$44S4444Í44S4444$«Í444Í444S444Í44444444444C44«$44$4444 Geysir Bakaríið Lætur þess getið að um óákveð- inn tíma eru tvíbökur og kringl- ur seldar í 12 punda kössum á $2.00 fhelmingur af hvoruj. Ut- anbæjar íslendingar borga flutn- in&sgjald við móttöku, en “vx- press” gjald á Ibrauðvöru er mik- ið lægra en á öðrum vörum. Þökk fyrir velvild og góð viðskifti. G. P. THORDARSON, 724 Sargent Ave. Painting and Decorating CONTRACTORS Alt, sem lýtur að því að prýða híbýli manna, utan sem innan: Paperhanging, Graining, Marbling Óteljandi tegundir af nýjustu inanhúss skrautmálning. Phone 24 065 L. MATTHEWS og A. SÆDAL CUNARD LINE 1840—1929 Elz a eimrkip ifálagið. sem siglir frá Canada 1MS3 Juper A*«. EDMONTON 100 Plnder Block SASKATOON 401 Lancaster Bldf. CALGARY 270 Maln St. WINNIPEG, Man. 36 Welllngton St. W. TORONTO, Ont. 227 St. Socrament St. MONTREAL, Oue. Cunard Ilnan veitir ágætar samgöng- ur milli Canada og Noregs, Svfþjððar og Danraerkur, bæði til og frá Mon- treal og Quebec. Eitt, sem mælir með þvi að ferðast með þessari línu, er það, hve þægilegt er að koma við I London, stærstu borg heimslns. Cunard línan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu t Winnipeg, fyrir Norðurlönd. Skrifstofustjðrinn er Mr, Carl Jacobsen, sem útvegar bændum Is- lenzkt vinnufðlk vinnumenn og vinnu- lconur, eða heilar fjölskyldur. — pað fer vel um frændur yðar og vini, ef þeir koma til Canada með Cunard lín- unni. Skrifið 4 yðar eigin máli, eftir upp- lýsingum og sendið bréfin á þann stað. sem gefinn er hér að neðan. Öllum fyrirspurnum svarað fljðtt og yður að kostnaðarlausu. Frumjvarp; um kjirkjuráð. — veitingu prestakalla. — kirkjur. — kirkjugarða. — höfuðkirknasjóð. — höfuðkirkjur. — bókasöfn prestakalla. — utanfararstyrki presta. — embættiskostnað presta. — húsabyggingar á prests- setrum. Nefndin hefir nú slitið fundum að þessu sinni vegna jóla-anna þeirra presta, sem eiga þar sæti. —iLesb. 20. des. SPARIÐ $50.00 Á VETRAR ELDIVIÐARKAUPUM YÐAR MEÐ pVÍ AÐ KAUPA Koppers Kók Vér verslum aOeins meO hiO ekta ameríska harOkola kók — Vinsœlasti eldiviOurinn i Winnipeg. Eldiviður þessi er búinn til úr tvennskonar kolum, er hafa mest hitunarmagnð og er því bezt lagað- ur fyrir alla miðstöðvarhitun. Sðt- laus, gjaltlaus og öskulitil. Kostar frá $4.00 til $5.00 minna tonnið en harðkol. Með þessu er sameinað sparnaður og þægindi. Fylgið her- skörunum, sem þetta nota og þér munið aldrei skifta um. VÉR ÁBYRGJUMST PENNA ELDXVIÐ Stove og Nut stœrOir $15.50 tonniö HALLIDAY BR0S. Símar: 25 337—27 165—37 722—41 751 342 PORTAGE AVE. Hafið þér sára fætur? ef svo, finnið DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910. 334 Somerset Block Phone 23 137 Winnipeg ROSE Sargent and Arlington West End’s Finest Thcatre PERFECTION IN SOUND. THURS., FRI„ SAT. — This Week All-Talking Singing Dancing Added: All-Talking Comedy 100 herbergi, Sanngjarnt með eða án baðs. verð. SEYMOUR HOTEL Sími: 28 411 Björt og rúmgóð aetustofa. Market og King Street, C. G. Hutchison, eigandi. Winnipeg - Manítoba SAFETY TAXICAB C0. LTD. Beztu bílar í ▼•röldinui Til taks dag og nótt. Sann- gjamt verð. Sími, 23 309. Afgreiðsla: Leland Eotel. N. CHARACK, forstjóri. Eina hótelið er leigir herbergi fyrir $1.00 á dag. — Húsið eld- trygt sem bezt má verða. — Alt með Norðurálfusniði CLUB HOTEL (Gustafson og Wood) 6 52 MainSt. Winnipeg Ph. 25 738. Skamt norðan vk C.P.R. stöðina. Rejmið oss. PC þú hefir aldrei X-íL neina verki og PP blóðiðer hreint L*1 og í bezta lag i þá Lestu þetta ekki! Vér gefum endurgjaldslaust eina flösku af hinum fræga Pain KilXer, Ulackhawk’s (Rattlesnake Oil) In- dian Líniment Til aO lœkna gigt, taugaveiklun, bakverk, bólgna og sára fœtur og allskonar rerki. Einnig gefum vér f eina viku með Blackhawk’s Blood and Body Tonic. Agætis meðal, sem kemur 1 veg fyrir 90% af orsökum allra mannlegra sjúkdðma. pað hreinsar blóðið og kemur líffærunum í eðli- legt ástand. Blackhawk's Indian Liniment kost- ar $1.00 flaskan. Meðan þetta boð stendur, sendið oss þessa auglýs- ingu og $1.00 og vér sendum yður pðstfrítt tvær flöskur og vikuforða af Blood p.nd Body Tonic, alt fyrir $1.00. HJúkrunarkonur mæla með því. Abyrgst að vel reynist. BLACKHAWK INDIAN REMEDY CO. DEI’T. 6. 29G Giadstone Jsye„ TORÖNTÖ $7 ÖWPU Business Education Pays ESPECIALLY “SUCCESS TRAINING” Scientifically directed individual instruction and a high standard of thoroughness have resulted in our Placement Department annually receiving more than 2,700 calls—a record unequalled in Canada. Write for free prospectus of courses. Train in Winnipeg, Westem Canada’s largest employment centre. SUCCESS BUSINESS COLLEGE PORTAGE AVE. at Edmonton St. Winnipeg, Manitoba. (Owners of Reliance School ot Commerce, Regina) Aukahití! iSkjótur aukahiti er kærkominu á morgnana þegar eldurinn er kulnaður. Vér.höfum mikið úrval af gas og rafmagns hitunar tækjum. Þér getið fengið eitt þeirra strax fyrir litla niðurborg’un. Afgangurinn með hægum borg- unarskilmálum. WINNIPEG ELECTRIC ——COMPANY- Your Guarantee of Good Service." Þrjár búðir: Appliance Department, Power Bldg., Portage and Vaughan; 1841 Portage Ave., 8t. James; Marion and Tache, St. Boniface

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.