Lögberg - 06.02.1930, Side 3

Lögberg - 06.02.1930, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1930. Bls. 3. Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga Ákvœðaskáldið (Niðurlag.) 4. Betri er belgur hjá en barn. Nú var Torfi gamli í essinu sínu. Aldrei á sefi sinni hafði hann lifað aðra eins hamingju- stund. Alt heimilisfólkið snerist í kring um hann, eins og skopparakringlur, og vildi nú hver verða fvrstur til að gera honum greiða. Sýslumaður skrapp fram í stofu og kom um ha>l inn aftur með spegilfagra spesíu. Hann ætlaði að leggja spesíuna í lófann á Torfa gamla, en í sömu svipan barst að eyrum hans ómur af skærum og hvellum barnshlátri. Hann hætti við að fá Torfa spesíuna og leit til dvra. Var baðstofuhurðinni þá hrundið upp, og inn kom Hrefna litla dóttir hanis með fasi miklu. Hún ætlaði að segja eitthvað, en gat ekki kom- ið upp einu einasta orði fvrir hlátri. “Þú mátt ekki hlæja svona hátt, góða mín, þegar gestir eru komnir,” sagði móðir hennar <>g strauk hendinni um vangann á henni. “Eg get ekki annað en hlegið,” sagði Hrefna. “ Eg sá nokkuð skrítið áðan.” Svo hló hún og flissaði, eins og hún væri ekki með öllum mjalla. “Hvað sástu, barn?” spurði svslumaður og leit framan í Hrefnu. Það var ekki að sjá, að hún hefði verið úti í illviðri. Hún var kafrjóð út undir eyru, og gleðin geislaði úr augunum á henni. “Eg sat úti á túni,” sagði liún, “og var að búa mér til festi úr fíflaleggjum, en þá varð mér alt í einu litið heim að bænum. Eg sá tvo stóra kláfa bak við bæinn, og upp úr öðrum þeirra kom ljótur strákur. Þá fleygði eg mér niður í laut, til þess að láta hami ekki sjá mig.” Torfi fór að ókyrrast í sæti sínu og kvaðst ekki mega slóra lengur. Hann stóð upp og ætl- aði að ganga út, en sýslumaður skipaði vinnu- mönnum -sínum að standa fyrir baðstofudyr- unum og láta hann ekki sleppa. “Betri er belgur en bam,” tautaði Torfi gamli og- gaut hronauga til Hrefnu litlu. Hann aá sér engrar midankomu a-uðið, ])ví að þrír ungir og hraustir menn stóðu fyrir dyrunum, og voru þeir ekki árennilegir. Nú var yfirlæt- issvipurinn horfinn af andliti hans. Hann lit- aðist um með flóttalegu augnaráði. Sýslumann var farið að gruna margt. Hann bað Hrefnu að segja sér, hvað hún hefði séð uieira, og var hún ekki -sein til svars: “Strák- Urinn lauk upp hinuml kláfnum og tók upp úr honum fýsibelg og skjóðu, og tvö gæru-skinn. Svo fór hann með þetta alt saman upp á t«e- inn.” “Og livað gerði strákurinn svo?” spurði aýslumaður. “Hann setti fýsibelginn ofan { strompiim fór að blás-a ótt og títt.” “Ekki skal mig furða, þó að stormuriim v®ri stinnur,” sagði sýslumaður og hvesti aug- uu á Torfa. Og hvað gerði strákurinn svo?” _ “Hann tók grjón úr skjóðunni, og jós þeim ;i báða glugga. ” “Ekki skal mig furða, þó að hríðin væri hörð!” sagði sýslumaður. “Og hvað gerði ®trákurinn svo?” “Hann tók bæði gæruskinnin og breiddi þau ^fir gluggana.” “ Ekki skal mig fui'ða, þó að sólmvrkvinn v*ri svartur,” sagði sýslumaður. “Og hvað ««rði strákurinn svo?” Hann tók skjóðuna,\fýsibelginn og gæru- fkninin og lét það alt saman ofan í annan kláf- |Un, en skreið sjálfur ofan í hinn. ” Hrefna var a svert upp með sér, því að allir rendu augum 1 hennar og hlustuðu með undrun og gaum- .-rírHni á hvert orð, sem hún sagði. j Sýslumaður leit óhýrlega til Torfa og kvað lann vera hinn mesta mannhund, “en ekki er jler vits varnað,” sagði hann. “Hefir þú leik- raargan manninn grátt hér um -slóðir, og skalt a ta þín makleg málagjöld.” 5. Rósaleppurinn. i’að fór nú að minka gorgeirinn í Torfa. ytaniJ boríði í gaupnir sér og mælti ekki orð. ai iann bundinn rammlega með nýjum reip- m og lokaður inni í skemmu, Síðan voru kláf- öði'11 b°rnir iieim ú hlaðið. Lauk sýslumaður p Jurn beirra, upp, og kendi þar margra grasa. 8jJrst kom fýsibelgur, ]>á skjóða og tvö gæru- «. nIr’ 1°^ iniís b°m ull og smjör, ,sem Torfa samia hafði áiskrvfnn:c+ á afði áskotnast á ferðum ðhi vissu menn ekki fyr, en lokið sinum. á kláf njenai okiu íyr, en iokio a hinum ,jrp llllrn brökk upp, og st-ökk upp úr lionum leb 11 ab gizka sjö ára gamall. Hann Ur f° as,0fúim í kring um sig, eins og fangað- <)tr ‘. Hann var illa til fara, með úfið liár ann -nn 1 fvaman. Það skein í bera olnbog- af ,.;a 1()imm> og neglurnar stóðu langt- fram nguigomunum, eins og hrafnsklær. 0£>. foiarna er ]tóti strákuriiin,” sagði Hrefna R (f(aldl sig bak við móður sína. maðm-Va^ beifir bú, litli snáði?” spurði sýslu- láo-t ^ v !H'ifi Haukur,” svaraði drengurinn svo að I>að heyrðist varla. írekk ^t‘|b U11(larlegt nafn,” sagði frúin. Hún fvri,- dren?Slnf °S virti hann kostgæfilega leg. J r' ‘ x °..fuií bún báðum höndum mjúk- an um b°fuð lians og lyfti því betur upp. Drengurinn leit feiminn framan í hana, og sá hún þá, að liann var móeygur. Þá varð hún alveg heilluð og gleymdi öllu öðru. “En hvað augun í þér eru falleg. Er mig að dreyma? Mér finst eg hálf-kannast við þessi blíðlegu, tindrandi barnsaugu. Einu sinni átti ég dreng, sem hafði -svipuð augu, en hann er nú fyrir löngu dáinn. Æ, lofaðu mér að horfa lengur í augun á ])ér, ljúfurinn minn. Þau eru svo fögur og saklevsisleg. Ó, að eg mætti horfa í þau um alla eilífð! Eg fimi, að það sefar sorg mína. Það hefir betri álirif á mig, en að lesa fögur ljóð. Það fær mér meiri unaðar, en að hlusta á hljómfagran söng. ” Það var eins og frúin væri að tala upp úr svefni, og sælu- ríkt bros lék um varir hennar, eins og hún væri hugfangin af einhvegrri dýrðlegri draumsjón. Nú fór sýslumanni ekki að lítast á blikuna. Hann héÞ, að konan sín \ærii farin að tala óráð. “'Hvar er hann fóstri minn?” spurði dreng- urinn kjökrandi. “Hann er lokaður inni í skemmu,” svaraði sýslumaður.. Þá fór drengurinn að gráta, og tárin hrundu í drorpatali niður vangana. Hann tók ofurlít- inn rósalepp úr barmi sér* og fór að ])erra af sér tárin með honum. Sýslumannsfrúin átti bágt með að trúa sín- um eigin augum, og hjarta hennar barðist milli vonar og ótta. Hún þreif rúsaleppinn af drengnum og fór að skoða hann. Svq flýtti hún sér upp á dyraloft og kom að vörmu spori aft- ur með rúsaleppinn, sem hún hafði geymt í kistunni. Voru nú rúsaleppamir bornir sam- an, og kom það þá í ljós, að þeir voru nákvæm- lega jafn-stórir og rósimar þær sömu, bæði að lögun og Ht. Sýslumaður lét undir eins leiða Torfa út úr skemmunni og skipaði honurn að segja satt frá ættemi þessa drengs, og livernig á því stæði, að ])essi rósaleppur væri í fómm lians. “Ekki tjáir að deila við dómarann,” sagði Torfi, og mun eg nú segja alt sem eg veit um drenginn og rúsaleppinn, en frjáls vil eg vera meðan eg segi sögu mína.” . Voru þá leyst af honum böndin, og settist hann á annan kláfinn, en drengurinn hljóp til hans og vildi hvergi aars staðar vera. Tók ])á Torfi drenginn og s-etti hami á hné sér og lét vel að honum. Hóf hann síðan mál sitt á þess-a leið: “Fyrir fjórum áram var eg á ferð suður í Kjós. Eg var fótgangandi, með kláfah-est í taumi að vanda. Kom þá maður ríðandi á inóti mér. Hann var í grárri úlpu og reið rauð- blesóttum liesti. Kastaði eg á hann kveðju, og tókum við tal með okkur, en ekki vildi hann fara af baki. Nú brá svo undarlegai við, að eg heyrði barnsgrát rétt hjá mér, og vissi ekki gjörla, hvaðan hljóðið kom. Maðurinn sló í liestinn og ætlaði að halda áfram, en í sama bili kom fálmandi barnshönd út úr barminum á úlpunni ha-ns. Kendi eg í brjósti um barnið og þóttist vita, að liann mundi hafa stolið því. Eg tók í taumana á hestinum -og stöðvaði hann. Spurði eg nú manninn að heiti, en hann vildi ekki segja. til na-fns síns. Skipaði eg honum þá að láta bamið laust, og kvaðst eg ella. mundu kveða hann niður -og láta jörðina svelgja hann lif- andi. Eg -sagði honum sem satt var, að eg væri T-orfi ákvæðaskáld. Hann hafði þá ekki hug til að halda baminu lengur, hnepti frá sér úlp- unni og rétti mér ofurlítinn drenghnokka, sem hann liafði reift fvrir framan sig undir úlp- unni. Fór hann síðan leiðar sinnar og reið mikinn. Eg fór að ist-umra yfir drengnum og spurði hann að heiti. Kvaðst hann heita Gaukur, og lofaði eg honum að halda því nafni. Fór eg nú með hann heim til næsta bæjar og fékk mjólk handa honum. Varð hann ])á allhress og hætti að vola, Þegar eg tók af lionum skóna um kvöldið, var rósaleppurinn sá ama í öðrum skónum lians, en hinum lia.fði hann týnt. Eg spurðist víða fyrir um ætterni drengsins, en enginn vissi deili á lionum. Réð eg það ])á við mig að ala önn fyrir honum sjálfur og hafa hann með mér á fei'ðum mínum, enda var hann nú orðinn svo elskur að mér, að hann mátti ekki alf mér sjá. ” , Nú þoldi frúin ekki lengur mátið, og rann henni blóðið til skyldunnar. Hún tók drenginn í fang sér og faðmaði hann að sér, frá sér num- in af gleði. “Þú heitir ekki Gaukur,” sagði hún. “Þú heitir Ha-ukur, og eg er mamma þín, elsku drengurinn minn.” “Og eg er faðir þinn, ljúfurinn minn,” sagði sýslumaður og klappaði Ha.uk á -kollinn. “Og eg er -systnr þín,” sagði Hrefna. Hún náði í annan fótinn á Hauk og lagði hann undir vanga sirin. “Nú trúi eg ekki!” sagði Haukur. Hann skimaði í allar áttir og vii-tei ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. Þá ])rýsti móðir lians brennheitum kossi á vangann á lionum og var svo góð við haun, að 'hann gat ekki efast lengur. Hann hallaði sér ömggur að móðurhjartanu, sem sló svo ört af ást og gleði. Frúin hélt enn á rósaleppunum í hendinni, en nú stakk hún þeim í barm sér og sagðist víst skyldi gevma l)á eins og sjáaldur auga síns meðan liún lifði. Alt heimilisfólkið safnaðist kring um sýslu- maunsfrúna með miklum fögnuði, og vildu nú allir bera Hauk á höndum sér. “Ekki óraði mig fyrir því, að slík heill mundi hljótast af komu þinni,” sagði sýslu- maður og sneri sér að Torfa gamla. “Vel gerð- ir þú að bjarga syni mínum úr klóm Finns flakkara, því að hann hefir það verið og eng- inn annar, sem tók Hauk frá oklcur. Skal eg nú gefa þér tvær spesíur, og máttu svo fara leiðar þinnar í friði, og get eg ekki fengið af mér að refsa þér.” Torfi varð hnugginn og mælti: “Fullþung refsing finst mér ]>að vera, að þurfa nú að skilja við þennan hugljúfa. dreng, sem eg liefi tekið ástfóstri við, og vildi eg heldur vera laminn með lurk. Enginn maður lie-fir auðsýnt mér blíöu, nema þessi litli drengur, enda hefir liann verið eini geislinn. á götu minnar auðnulausu æfi.” “Þá mun eg gera þér annan kost,” sagði sýslumaður. “Þii ska.lt Vera hér hjá mér það sem eftir er æfinnar, svo að þú þurfir ekki að skilja \nð Hauk litla. Mátt.u hafa svo mikið frjálsiæði sem þú vilt, og vinna þau verk, sem þér sýnist.” Torfi tók þessu kostaboði með þökkum, og var nú allkátur yfir því, að mega vera samvist- um við Hailk. Um kvöldið var lialdið veglegt afmælisgildi, því að nú var Haukur orðinn -sjö ára gamall. Hafði honum verið þvegið -og hár hans greitt, og neglur af bonum skomar. -Sat -hann nú við borðið, m-eð silkiklút um liálsinn, og höfðu menn orð á því, hvað hann væri fríður sýnum. “Þá gall eldabuskan við og mælti: ‘ ‘ Ilvert á barninu að bregða, nema beint í ættina! ’ ’ Torfi gamli ák\æðaskáld sat á aðra hönd sýslumanni og var mjög í hávegum hafður. — skemti hann mönnum vel og lét fjúka í kviðl- ingum. Hafði ekki í manna minnum verið öimur e-insi glaðværð á sýslumanns-setrinu. —Geislar I. Sigurb. Sveinsson. Ljósið uppi á hæðinni Eftir Iíarvey Everton Averill. J. P. tsdal, þýddi. “Arama, lieldur þú að Sankti Kláus muni koma hingað í nótt?” spurði* Ethel. — Það var ekki í fyrsta sinni þennan dag, að húsfrú Spen- cer hafði lieyrt, þessa spumingu, en samt sem áður liafði hún ekki uppgötvað, hvemig hiin ætti að geta svarað henni sannsögulega. “Já, það ætti að vera æskileg nótt fvrir liann að koma nú, elskan mín. Jörðin er þakin snjó, og það ætti að vera létt og auðvelt fvrir hreindýrin hans, að þessu sinni. Hann hlýtur að hafa vilst á rangan veg síða-stliðið ár; en á- reiðanlega getur liann fundið okkur nú, á þess- um nýja upphleypta þjóðvegi.” “Mig vantar að sjá Sankti Kláus, þegar liann kemur,” sagði Tom, sem var 5 ára gamall, mjög alvarlegur. “Þú verður sofnaður áður en hann kemur,” svaraði Ethel. “Þar að auki mundir þú verða hræddur við hann,” ákærði hún hann um. “Eg veðja, að eg mundi ekki hræðast hann heldur,” sagði Tom í kappræðu-hita skjótlega. ‘ ‘ Það er engin þörf á því, að hræðast Sankti Kláus,” sagði Ethel, leidd af sínu sjö ára þrovsk- aða þekkingar-viti. “Hann er góður \nð böm- in og segir aldrei höstugt orð við þau; er það ekki satt, mamma?” “Nei, það gjörir liann ekki, kæra börn,” svaraði hún hæglátlega, um leið og það flaug í huga hennar, hversu önuglynd að hún hafði verið um síðastliðinn tíma, sem var af vöjdum mikillar áhyggju. “Það væri betra fyrir’vkk- ur að taka upp viðinn ykkar nú, og fara heim 1 í húsið. Það er of kalt fvrir ykkur að leika úti hér, og amma á eftir að klára öll sín verk enn- þá.” ' Hlýðnislega röðuðu þyu á sína litlu hand- leggi, eins mörgum spýtum og þou gátu haldið. Enda hafði ])að verið afsökun þeirra, til að komast út úr húsinu, út í snjóinn í nokkrar mín- útur. Hún liorfði á eftir þeim, meðan þau trítluðu eftir hinum mjóa gangstíg, sem hún liafði mokað af gegn um snjóinn fvrir þau; og þau Ikifruðu upp hinar mjög svo lirörlegu tröppur og hurfú inn í húsið. En að því búnu sneri hún sér frá og andvarpaði. Alundi Sankti Kláus koma í nótt? Mundi hann nokkura tíma) koma til Iþessa ,heimilis aftur? Það var uppmáluð hrygð í augum hennar, þegar hún kannaðist við það með sjálfri sér, að hún gavti ekki svarað spurning- um ])essum nokkuð betur, þegar liún spurði þeirra, en hún hafði gjört fyrir börnin. Þrevulega rétti liún úr sínum bogna lík- ama og .setti liönd yfir auga sér, þegar hún horfði niður eftir veginum, í áttina til þorpsins. Frá heimili sínu uppi á liæðinni, gat hún séð svo mílum skifti í kringum sig, þar som nú var lítið til þess að rjúfa hið leiðinlega, tilhreyting- arlausa útsýni á þessari líflausu, hvítu ábreiðu. Langt í burtu, í hliðinni á annari brekku, gat hún séð hesta-par, sem hægt og hægt togaði avki sitt upp liallann, og hún hoiTði á það, þar til það komst alla leið upp og hvarf úr augsýn. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfræðingur Skrifstofa: Roora 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 Lindal Buhr & Stefánsson íslenzkir lögfrseCingar. 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 peir hafa einnig skrifstofur a5 Lundar, Riverton, Gimli og Piney, og eru þar aö hitta á eftirfylgjandi tímum: Lundar: Fyrsta miBvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimll: Fyrsta miCvikudag, Piney: priCja föstudag I hverjum mánuOi. J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) Islenzkur lögmaður. Rosevear, Rutherford Mdntosh and Johnson. 910-911 Electric Railway Chmbr*. Winnipeg, Canada Sími: 23 082 Heima: 71 753 Cable Address: Roscum J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfræOingur SCARTH, GUILD & THORSON Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg., Main St. South of Portage PHONE: 22 768 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfræCingur Skrifstofa: 702 Cönfederation Life Building. Main St. gegnt City Hall PHONE: 24 587 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgO af öllu tagi. PHONE: 26 349 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aO sér aO ávaxta sparifé fölks. Selur eldsábyrgB og blf- reiöa ábyrgCir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraO samstundis. Skrifstofusími: 24 263 ffeimasimi: 33 328 ALLAR TEOUNDIR FLUTNINGA l Nú er veturinn genginn f garfl, og ættuB þér þvl aO leita til mfn, þegar þér þurfiO á kolum og vlO a8 halda. Jakob F. Bjamason 668 Avlerstone. Síml 71 898 % pJÓÐLEGASTA KAFFI- OG MAT-BÖLUBÚ8IÐ sem þessi borg heíir nokkum tfma haft innan vébanda slnna. Fyrirtaks máltíOir, skyr, pönnu- kökur, rúllupylsa og þjöOræknis- kaffi.—Utanbæjarmenn fá sér ávalt fyrst hressingu á WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Sími: 37 464 ROONEY STEVENS, eigandi. GUÐRÚN S. HELGASON A.T.C.M. kennari í Pianóspili og hljómfrœSi (Theory) Kenslustofa: 540 AGNES ST. Slmi: 31 416 Skugyar kvöldsins voru að læðast yfir Okla- lioma slétturnar. Sólin var að síga hægt niður í mjúkt skýbólsturs rúm, bak við hæð eina, eins og dauf-máluð mynd, bak við skýjadrög vest- urloftsins, og kulda-andvari aðkomandi nætur var ineira ;ið segja nú helzt til bítandi, gegn um ■ hennar þunna, fremur litla klæðnað. Þarna til suðurs, í áttina til litla bæjar- þorpsins, lá vegurinn, eftir hverjum að sonur hennar hafði farið, nótt þá, sem hann yfirgaf gamla heimilið. Ó, hve árin höfðu verið lengi að líða, síðan það skeði! Já, miklu lengur að líða, þar sem engin frétt í nokkurri mynd hafði komið því viðvíkjandi, hvað um hann hefði orðið. Hafði hann lialdið áfram til suðurs? eða hafði hann farið til norðurs? Hún gat ekki vitað það. En á einhvem hátt vakti von í hjarta henliar, að vegur sá, sem liafði tekið liann í burtu, mundi einhvem tíma leiða hann lieilan á húfi heim aftur. Hún hélt áfram vinnu sinni, þó hún hríð- skylfi af kulda. Hrossin vom mumrandi af löngun í hey sitt; svínin í stíu sinni voru hrín- andi eftir fæðu sinni; hænsnin voru lilaupandi kring um fætur hennar, með gjallandi njasi í ákafa sínum eftir fóðri sínu; og meira að segja voru kýrnar, sem æfinlega era þolinmóðar, baulandi í stöllum sínum í gripagirðingunni. Framh.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.