Lögberg - 20.03.1930, Page 6

Lögberg - 20.03.1930, Page 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. MARZ 1930. Mary Turner Eftir M ARV I N D AN A. “Yður fellur þetta ekki,” sagði hún blíð- lega. “Það var ágætt! Eg vonáði alt af, að þér vilduð það ekki. Nú skal eg segja yður annað, sem mér hefir dottið í hug. Setjum svo að þér færuð vestur í land — eitthvað, þar sem þér hafið sæmilegt tækifæri til að komast áfram, og setjum svo, að þér hefðuð nægilega peninga til áð geta lifað sómasamlega, þangað til tækifærið byðistf” Það var eins og nýtt líf færðist í vesalings stúlkuna með nýjum vonum, sem með þessum orðum voru vaktar í brjósti hennar. Hún leit upp og í fyrsta sinn, síðan hún kom inn í hús- ið, brá fyrir gleðisvip á andliti hennar. “Egskal gera yður þetta mögulegt,” sagði Mary, “ef þér í raun og veru viljið það.” Þetta vinsamlega og höfðinglega tilboð hafði þau áhrif á vesalings stúlkuna, að hún varð í svipinn eins og önnur manneskja. Hún rétti úr sér og talaði í fullum rómi: “Vissulega vil eg það,” sagði hún og leit þakklátlega til þeirrar, sem við hana talaði. Mary stóð á fætur, gekk að stúlkunni, sem hélt áfram að horfa fast á hana. Góðvildin oá einlægnin lýsti sér í öllu látbragði hennar. Hún mintist sinnar eigin reynslu, þegar hún horfði á þetta mótlætisbam, og án hennar hefði hún fráleitt getað fundið eins innilega til með Hel- en, eins og hún gerði. Hún hafð lært mikið af sinni eigin reynslu, og aðvaranir hennar vom ekki gripnar úr lausu lofti. “Það er eitt, sem eg þarf fyrst að segja yð- ur,. Ef þér í raun og vem ætlið að lifa heiðar- legu lífi héðan af, þá er yður áríðandi að 'byrja rétt og víkja aldrei frá þessum góða ásetningi. Vitið þér hvað eg er að fara!” “Þér eigið við, að eg eigi alt af að haga mér vel og heiðarlega,” sagði Helen, og talaði nú með meiri kjarki en áður, og kjarkinn hlaut hún að hafa fengið frá Mary. “Eg á ekki við það eitt,” sagði Mary ein- læglega. “Eg á við, að þér eigið að gleyma því, að þér hafið nokkurn tíma verið í fangelsi. Eg veit ekki hvað þér hafið gert, og eg held ekki, að eg kæri mig um að vita það. En hvað sem það hefir verið, þá hafið þér goldið fyrir það, goldið fyrir það hátt verð.” Þetta var sagt af svo miklu sannfæringarafli, að Helen fanst hún áreiðanlega hafa rétt að mæla. “Já, það má nú segja,” sagði hún. “Jæja, þá,” hélt Mary áfram. “Bara byrj- ið alveg að nýju og gætið þess, að láta ekki ganga á yðar rétti. Gætið þess, að þeir láti yð- ur ekki borga í annað sinn. Farið þangað, sem enginn þekkir yður, en þér megið ekki segja fyrstu manneskjunni, sem er vinsamleg við yður, að þér hafið gert einhver afglöp og verið í fangelsi. Bara hagið yður vel og ráðvand- lega, og þá hefir enginn ástæðu til að amast neitt við yður. Viljið þér nú lofa mér þess?” “Já, eg lofa því,” sagði Helen alvarlega. “Það.var ágætt,” sagði Mary glaðlega. “Bíðið þér ofurlítið,” bætti hún við og fór út úr herbreginu. “En sú vitleysa, að láta ókunnugt fólk taka svona af sér peninga,” sagði Aggie við Joe og sýndi á sér nokkum óánægjusvip út af því, hvað Mary var brjóstgóð og hjálpsöm. Sú hugsun hafði ávalt verið henni afar fjarri skapi, og eiginlega langt fyrir utan hennar skilning, að það væri nokkurt vit í því, að láta peninga af hendi, án þess að fá eitthvað fyrir þá. Það var hins vegar alls ekki langt frá skapferli Garsons, að hafa töluverða meðlíðan með öðrum, þó honum að vísu þætti nóg um, hvað Mary var hjálpsöm og örlát við þá, sem bágt áttu. Samt sem áður datt honum ekki í hug, að gera nokkuð í þá átt, að draga úr hjálp- semi hennar. Mary kom aftur eftir fáeinar mínútur og hélt á vænum bunka af seðlum í annari hend- inni, sem hún rétti stúlkunni. Hún talaði al- varlega en þó blíðlega: “Héma er dálítið af peningum. Það er nóg til að borga fargjaldið og nóg handa yðui að lifa af góðan tíma eftir að þér komið vestur, ef þér farið vel með það.” Vesalings stúlkunni brá mjög við. Hún • hnipraði sig saman og leit undan og skalf eins og hrísla. “Eg get ekki tekið við þessu,” sagði hún hálf stamandi. “Eg get það ekki. Eg get það ekki!” Mary stóð eins og agndofa dálitla stund, svo furðaði hana á þessu. Þegar hún tók aft- ur til máls, var röddin ekki eins blíðleg, eins og áður. Það er engan veginn þægilegt, að láta aðra neita að þiggja vorar eigin vel- gerðir. “Komuð þér ekki hingað til þess að fá hjálp?” spurði hún. “Jú,” sagði stúlkan, “en — en — eg vissi ekki — að það vomð þér.” “Þér hafið þá þekt mig áðurí” sagði Mary. “Nei, nei,” sagði stúlkan í hvellum róm. “Hún lýgur,” gall Aggie við. Garson sagði ekkert, en það var auðséð á svip hans og augnaráði, að hann var alveg á sama máli og Aggie, og það var Mary vafa- laust líka, þvf það, sem hún sagði, gaf það til kynna. “Svo þér hafið kynst mér áður? Hvar?” óafvitandi, eða án þess að ráða við það, játaði Helen að neitun sín um það, að hún hefði áður þekt Mary, væri ekki sönn. “Eg get ekki sagt það,” sagði hún dauf- lega og vandræðalega. “Þér verðið að segja það,” sagði Mary. Hana grunaði, aft hér væri um eitthvað að ræða, sem hana snerti beinlínis sjálfa og sem henni máske va*ri nauðsvnlegt að vita. “Þér verðið að segja það,” endurtók hún. Stúlkan gerði ekki annað en endurtaka sömu o: ðin án þess að líta upp: “Eg get það ekki.” “Hvers vegna getið þér það ekki?” spurði Mary. Brjóstgæði hennar voru nú svo að segja þrotin, en gmnur hennar vakinn, að hér væri um eitthve.t undirferli að ræða. “Vegna þess — vegna þess —” sagði Hel- en og komst ekki lengra. Það, hvað Mary var fljót að hugsa og úr- raiðagóð, kom henni nú, eins og oftar, að góðu haldi. Hún hagaði orðum sínum öðra vísi. “Fyrir hvað voruð þér dæmdar í tugthús- ið?” spuiði hún. Stúlkan svaraði ekki, og það var Garson, sem rauf þögnina. “Komið þér með það,” sagði hann og það svo grimmilega, að stúlkan varð hrædd og þorði ekki annað en láta undan. Mary gaf hon- um bendingu um, að skifta sér ekki af þessu. og hann gerði það ekki aftur, en það sem hann sagði, hafði engu að síður sín áhrif að draga það upp úr stúlkunni, sem hiín vildi ekki segja. “Fyiir að stela,” sagði hún í hálfum hljóð- um. “Stela hverju?” spurði Mary. “ Vörum.” “Hvar?” Hún svaraði í svo lágum hljóðum, að það varla heyrðist. “The Emporium.” Nú sá Mary alt í einu ljóst og skýrt, hvemig ástatt var. “The Emporium, biíð Edwards Gilder,” mælti hún fyrir munni sér. Röddin varð köld og þur. Hatrið, sem hún hafði lengi alið í brjósti, gerði nú aftur vart við sig. “Svo þér emð—” “Hún komst ekki lengra, því stúlkan greip fram í fyrir henni og æpti upp yfir sig: “Eg er ekl^i! Eg er ekki!” Mary næstum tapaði valdi á sjálfri sér rét! í svipinn, og hún talaði óeðlielga hátt: “Þér eruð víst!” Stúlku vesalingurinn gafst alveg upp. Hún reyndi ekki aö verjast lengur. Mary hafði næstum mist vald vfir sér, en fljótt náði hún sér þó aftur, svo að hún gat komið upp orði, þó málrómurinn væri æði mikið öðru vísi, held- ur en hann átti að sér.. “Hún gerði það!” hrópaði hún upp yfir sig. Svo sneri hún sér að stúlkunni og talaði nokkurn veginn stillilega: “Hvers vegna eknduð þér mér um þetta?” Helen gerði hVerja tilraunina eftir aðra, að taka til máls, áður en henni hepnaðist það, og þegar hún loks gat komið upp orði, þá komu orðin á strjálingi, og hún átti afar erfitt með að tala. “Eg kofst að því, að þeir væra að gefa mér gætur, og eg var hrædd um, að þeir mundu taka mig fasta. Svo eg fór með það, sem eg tók, inn í fata-herbergið, og lét það í einn fataskápinn, sem ekki var nærri mínum skáp og sumt lét eg í vasa á yfirhöfn, sem þar hékk. Hamingjan veit, að eg visi ekki hver hana átti. E? bara stakk þessu þarna, eg var svo hrædd—” “0g þér létuð mig fara í tugthúsið í þrjú ár fyrir þetta!” sagði Mary í þeim málróm, að Helen kveinkaði sér ákaflega. “Eg var hrædd,” sagði hún svo lágt, að varla heyrðist. “Eg þorði ekkert að segja.” “En þeir náðu yður seinna,” sagði Mary. “Hvers vegna játuðuð þér þá að hafa stolið?” “Eg var enn hræddari. Eg sagði þeim, að þetta væri í fyrsta sinn, sem eg hefði tekið nokkuð, og þeir dæmdu mig bara í eins árs fangelsi.” “Þér sluppuð með eitt ár, af því þér skæld- uð og luguð. Eg vildi ekki gráta framan í þá, og eg sagði það eitt, sem satt var—”. Hún komst ekki lengra, og það setti að henni ákaf- an ekka, en ekki tárfeldi hún. Hún varð náföl í andliti og hún stóð þama hreyfingarlaus og horfði á þessa manneskju, sem hafði orðið til þess að eyðileggja líf hennar og hrekja hana af þeirri lífsstefnu, sem hún hafði fastlega sett sér að halda og sem hún enn vissi að var hin eina rétta. Barson stóð á fætur, og leit ýmist á stúlk- una, sem hann hafði frelsað úr dauðans hættu, eða Iiina, sem þess var í raun og veru valdandi, að hun hafði leitað sér hvíldar í hinni votu gröf. Hann langaði vafalaust til að vera Mary til hjálpar, en við nánari athugun, fanst honum hyggilegast að láta þetta afskiftalaust í bráð- ina, og settist ]>ví hljóðlega aftur í sæti sitt, án þess að segja nokkurt orð. Aggie tók nú tækifærið að segja eitthvað meðan þögnin var. Hún var hálf ergileg í mál- rómnum. “Sumar manneskjur era reglulegar ótugt- ir. Það má þó segja.” Þó þetta væri alt anað en vinsamlegt, þá kom það þó Helen til hjálpar; hún eins og rank- aði við sér. Nú setti að henni grát mikinn, en hún reyndi samt að bera fram afsakanir. “Eg skal aldrei fyrirgefa sjálfri mér þetta”, sagði hún. “Aldrei!” Mary fékk enn meiri fyrirlitningu fyrir þessari stúlku. “ó, jú,” sagði hún afar hörkulega. “Fólk fvrirgefur sjálfu sér furðu hæglega! Hættið þessum skælum. Það er engin hætta á ferð- um.” Hún rétti henni aftur peningana og meira að segja stakk þeim í lófa hennar, þegar hún lézt ekki vilja taka við þeim. “Takið þér við peningunum, og farið svo út,” sagði Mary í byrstum róm. “Eg ge^ekki tekið við þeim,” sagði Helen vandræðalega, en slepti þó ekki haldi á pening- unum; hún stóð upp og gekk nokkur fet í átt- ina til dyranna. “Takið tækifærið, meðan tími er til,” sagði Mary. “Farið, áður en eg tek aðra stefnu,” og hún benti á dyrnar. Helen beið ekki boðanna, en hafði sig á stað eins fljótt og hún gat og þakkaði vafalaust sínum sæla fyrir að sleppa, og það með alla þessa peninga, svona þægilega frá þessari stúlku, sem hún hafði gert svo óskaplega rangt til, og ekki síður að sleppa frá þessum voða- lega manni, sem þarna sat og sem henni fanst að mundi drepa sig, ef hann næði í sig, enda ætti hún það kannske helzt skilið. Góða stund eftir að stúlkan var farin, stóð Mary hreyfingarlaus í sömu sporum. Svo gekk hún hægt að stólnum, sem stóð hjá skrifborð- inu og settist þar. “Þessi stúlka, sem eg þekti ekkert,” sagði hún með nokkrum ákafa, “og sem eg hefi kann- ske aldrei talað orð við, hún eyðileggur alt líf mitt svona herfilega. Ef það væri ekki eins óttalegt, eins og það er hlægilegt. Það er hlægilegt!” og hún hló hátt og óeðlilega. “Þetta er skrítið, reglulega skrítið!” “Mary!” sagði Garsou stillilega og alvar- lega, gekk til hennar og staðnanndist rétt fyrir framan hana. “Þetta dugar ekki.” Aggie kom líka, og var mikið niðri fyrir. “Nei, þetta dugar- ekki!” sagði hún í hvell- um rómi. Þetta vaið nóg til þess, að> Mary gætti sín betur og stilti sig, en hún varð að taka á öllu viljaþreki sínu til að ná sér eftir þessa miklu geðshræringu, en smátt og smátt hepnaðist henni það þó nokkurn veginn, eftir litla stund. “Það er alveg rétt, sem þið segið,” sagði hún eins og tilfinningarlaust. “En það er bú- ið og verður ekki aftur tekið. Eg var heimsk, að láta ]»etta hafa svona mikil áhrif á mig. Eg hélt eg væri nokkurn veginn búin að jafna mig eftir allar kvalirnar, sem eg varð að líða, en þegar eg sá stúlkuna, sem völd var að þessu, þá rifjaðist .-alt upp fyrir mér aftur, og mér fanst það alveg ætla að gera út af við mig. Þið skiljið þetta?” “Já, við skiljum það,” sagði Garson, tölu- vert hörkulega, en það var ekki tóm harka í svip hans og augnaráði. Aggie fanst það ekki nema viðeigandi, að hún legði líka orð í belg. “Við kannske skiljum þetta, en ekki eg samt, það get eg sagt ykkur. En ef einhver ókind sendi mig í tugthúsið í þrjú ár, og kæmi svo og vildi fá frá mér peninga, þá get eg sagt ykkur með sanni, að það skyldi nú verða eitt- hvað annaðt en eg færi að lijálpa lienni. Hún gæti skælt alt sem hún vildi upp á þá vegi að að gera. Hún gæti frekar dregið úr mér síð- ustu tönnina, heldur en hún fengi nokkum skilding frá mér.” Aggie hafði ekki meira að segja, en henni hafði alveg ofboðið, þegar M'ary fékk þessari stúlku peningana. XII. KAIPTULI. Þegar Aggie var búin að láta út úr sér, það sem að framan er sagt, varð löng þögn. Hún fann einhvern veginn, að nú mundi sér hentast og hollast að segja ekki meira í bráðina, en láta Mary hafa frið til að jafna sig. Hún kveikti sér því í vindlingi og fór að lesa leikhúss tíma- rit. Garson þagði líka, því hann var hræddur um, að ef hann talaði nokkuð, þá mundi það kannske æsa skap stúlkunnar að nýju. Sér- staklega fanst honum hann verða að forðast að brjóta upp á því umtalsefni, sem efst var í huga hans og sem hann hafði komið til að tala um. Mary leið ilta. Þunglyndið sótti að henni. Henni fanst mótlætið steðja að sér og leggjast á sig eins og farg, sem hún gæti naumast risið undir. Hún Var þreytt á sál og líkama. Eftir góða stund reis hún á fætur og gekk þvert yfir herbergið og lagðist niður á legubekk, sem þar var og lét fara eins vel um sig eins og hún gat, og mintist hún þess í huganum, að slíkra þæg- inda hafði hún ekki notið, áður en hún komst 5 þann félagskap, þar sem hún nú var. . Þama hvíldi hún sig stundarkom og það leið ekki á mjög löngu, þan^að til henni fanst nýtt líf fær- ast um sig. Það átti hún öllu fremur sinni á- gætu heilsu að þakka. Fljótt náði hún því aft- ur fullum kröftum og skap hennar komst líka von bráðar í jafnvægi, eða því sem næst. Eftir að liún hafði legið þama æði lengi, settist hún upp oF leit í kring um sig- Hélt Gar- son þá að nú væri óhætt fyrir sig að bera fram erindið. “Þú veizt,” sagði hann, “því Aggie sagði þér það, að Oassidy var sendur hingað frá lög- reglustöðvunum. Hann nefndi engin nöfn, en það er svo sem auðvitað, hvað hann átti við. ” Mary horfi á hann með spyrjandi augnaráði, eins og hún skildi ekki, hvað hann væri að fara, og hélt hann þá áfram að skýra það sem fyrir honum vakti. “Eg býst við þú verðir að hætta öllum kunningsskap við Diek Gilder. Það er komið til lögreglunnar. Gamli Gilder hefir náttúrlega beðið hana að skerast í leikinn.” “Láttu þetta ekki valda þér áhyggju, Joe,” sagði hún stillilega. Hún þagði ofurlitla stund og bætti svo við, rétt eins og hún væri að segja frá einhverju nauða ómerkilegu: “Eg giftist Dick í morgun.” KAUPIÐ AVALT LUMBER Kji THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. BAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard OfAoe: 6th Floor, Bank of HamHtonOhambert Aggie varð ofsa kát við þessa fregn, en tor- trygnin var auðsæ í svip Garsons. “Já,” hélt Mary áfram jafn stillilega. “Eg giftist honum í morgun. Það var þetta áríð- andi erindi, sem eg átti við hann,” bætti hún við og leit brosandi til Aggie. Einhverra or- saka vegna, sem hún sjálf gerði sér naumast grein fyrir, hlífðist hún við að líta framan í Garson rétt í svipinn. Ba: naslega andlitið á Aggie varð alt að einu brosi. “En sú hunda-hepni,” sagði hún. “Þama veiddirðu reglulega vænan fisk! Skelfing þyk- ir mér annars vænt um, að þú náðir í hann.” “Þakka þér fyrir,” sagði Mary og brosti, en það var meiri gletni en góðvild í svarinu. Garson var stundum jafnvel undarlega til- finninganæmur fyrir öðrum, þrátt fyrir það líf, sem hann lifði, og eigingirnin hafði enn ekki fengið nærri algert vald yfir honum, og nú gat hann ekki stilt sig- um, að leggja alvarlega spurningu fyrir Mary. “Elskar þú þennan mann?” spurði hann. Mary átti alls ekki von á þessari spurn- ingu og hún kom henni mjög á óvart. Samt sem áður hepnaðist henni að hafa svo gott vald á rödd sinni, að fæstir mundu hafa. tekið eftir því, að þar kendi nokkurs óstyrks, eða hún væri nokkra vitund skjálfrödduð. “Nei,” sagði hún. Því fylgdi engin skýr- ing, engin afsökun, ekkert nema bara neitun. Aggie þótti þetta undarlegt svar, þótt, hún skildi ástina að vísu á töluvert annan veg, held- ur en skáldin lýsa henni. “Er hann ekki ungur?” spurði hún með á- kafa. “Er liann ekki laglegur, og ör á pening- * um, jafnvel svo úr hófi keyrir? Ef eg kæmist í kynni við einhvern náunga, sem hefði ems mikla peninga og væri eins ör á þeim eins og þessi Dick, þá skyldi eg víst láta mér þykja vænt um hann, þó hann væri þrisvar sinnum eldri. Eg gæti alveg tilbeðið hann.” “Hvers vegna gi,ftistu honum þá?” spurði Garson, og þó þessi spurning væri óneitanlega nokkuð nærgöngul, þá var hún einlæg' og því afsakanleg. Það var að minsta kosti óhætt að segja, að lionum var ant um þessa stúlku, sem ekki var undarlegt, því það var fyrir hans að- gerðir, að hún var enn á lífi. Hefði hann látið hana afskiftalausa, vairi hún nú dáin og glevmd. Honum fanst hann því bera ábyrgð á lífi henn- ar, og hann fann til þeirrar ábyrgðar. Það leit út fyrir, að M*ary fyndist líka, að hann ætti það skilið, að hún sýndi honum ein- lægni, og því sagði hún honum eins og var. “I næstum heilt ár hefi eg verið að hugsa um þetta, og unnið að því öllum árum, að þetta nuetti hafa framgang, ” sagði hún, “og nú er það orðið. En þetta er ekki nema byrjunin. ” Garson skildi fljótt, hvað um var að vera, enda var hann í raun og veru gáfaður maður og glöggskygn. Annars hefði hann ekki getað lifað reglulegu glæpamannslífi í mörg ár, án þess að komast nokkurn tíma undir manna hendur. “Þú ferð þá ekki frá okkur? Við höldum áfram eins og áður? Þú ætlar ekki að búa me'ð honum?” “Búa með honum?” hafði Mary upp eftir Garson, rétt eins og það væri einhver fjarstæða. “Auðvitað ekki.” Nú datt alveg ofan yfir Aggie. Svipur hennar varð óendanlega skrítinn, en ekki bein- línis prúðkvendislegur. “Svo þú ætlar að halda áfram að vera hér hjá okkur?” spurði hún forviða. . “ Auðvitað,” sagði Mary á þann hátt, að það var ekki um að villasþ að henni var full alvara. Aggie skildi enn ekki, hvernig þetta gat eiginlega látið sig gera. “Hvar á hann góði þinn þá að vera?” spurði hún. Brúðurin lét sér ekki bregða við þessa spurn- ingu, en svaraði blátt áfram: “Hvar sem hann vill, nema ekki hér. ” Stofnað 1882 Löggilt 1914 Hafa hitað heimili í Winnipeg síðan “82” B. Ð. WOOD & SONS, LTD. VICTOR A WOOD HOWARD WOOD LIONEL E. WOOD Presidcnt Treccucer Secretary (Pilt&mir, sem öllum reyna að þóknast) KOL og KÓK Talsími: 87 308 Þrjár símalínur

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.