Lögberg - 17.04.1930, Page 1
1 iONE: 80 3lj
Se’"*n Ls*»
j i im
l'uJjjí!S *** F"
Service
and Satisfaction
PHONE; 86 311
Seven l.ines
\0V
CjL *Tcv*£*
For
Better
Dry Cleaning
and Laundry
43. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 17. APRÍL 1930
NUMER 16
Frá Islandi
+•—■■
■+
Úr Húnaþingi í marz.
Laust fyrir miðjan nóvember
s. 1., þann 10., 11. og 12., dreif
niður af norðri mikla fönn, svo
til vandræða horfði. Allar sam-
göngur teptust nema fyrir lausa-
menn á skíðum. Fljótlega snerist
áttin í austur-suð-austur, oft með
feikna hvassviðri, dreif fönnina
saman í stórskafla. Breytti svo
von bráðár og hleypti öllu í gadd.
Allan desember og janúar mánuð
var ráðandi áttin austan-suðaust-
an. 1 janúar var víða orðið hag-
skarpt fyrir hross og mikið vatns-
leysi. í sumum sveitum í Austur-
Húnavatnssýslu hefir að | mestu
verið innigjöf á sauðfé síðan um
miðjan nóvember s. 1.— FiskafliJ var hann jafnframt prófastur
í Húnaflóa enginn vegna ógæfta.
Skepnuhöld hafa, að því er
frézt hefir, víða verið sæmileg.
Þó hefir lungnaveiklunar í sauð-
fé orðið vart hingað og þangað,
t. d. í Hrútafirði, Svínadal, Langa-
dal og norður á Skaga, en fregnir
um það ekki greinilegar.
Heilsufar hefir verið misjafnt,
sumstaðar gengið æði vond in-
flúensa og lagt alla í rúmið. Þó
ekki valdið manndauða. Sjúkra-
húsið á Blönduósi alt af fult,
þótt væri stækkað siðastliðið
sumar. Uppskurðir þar með
flesta móti í vetur, og allir
hepnast vel.
Þann 12. nóv. s. I. var auka-
sýslufundur á Bjlönduósi út af
hinni væntanlegu hafnargerð á
Skagaströnd.
Fasteignanefndin ferðaðist í s.
1. nóvember og desember um Vind-
hælishrepp, 1 suðurhlutlann, og
Engihlíðarhrepp. Enn fremur
lauk hún við Blöndósinn.
Áhuginn fyrir aukningu síma-
sambanda virðist fara vaxandi.
Frézt hefir, að á næsta sumri
verði lögð Miðfjarðarlínan og
ennfr. símalíná frá Hvammstanga
út Vatnsnes að vestan að Illuga-
stöðum. Þess utan mun vera bú-
ið að senda landsímastjóra beiðni
um lagningu á smá línuspottum,
samkvæmt einkasímalögunum, t.
d. niður Ásana til Blönduóss, um
Hagabæina—samband við Blöndu
ós — enn fremur í fremri hluta
Vatnsdals í sambandi við land-
símalínuna þar og jafnvel víðar.
Frézt hefir, að g. næsta sumri
eigi að setja upp rafstöð í Stóru-
Giljá í Þingi. Framkvæmd verks-
ins mun hafa á hendi Bjarni Run-
ólfson frá Hólmi. Gert er ráð
fyrir að orkan verði 20 hestöfl.
Búist er við, að flutningur á bif-
reiðum muni minka, og stafar
það af hækkun flutningsgjalda.
Munu bændur ekki treysta sér til
að greiða þann aukna skatt, með
því viðhorfi, sem nú er á búnað-
arsviðinu.
EWci er enn kunnugt, hve al-
menn þátttaka verur í þjóðhátíð-
inni, en búast má við, að marg-
ir verði að sitja heima, sem fara
vilja, en ástæður á heimilunum
leyfa ekki brottför margra.
í október s. 1. andaðist að Stað-
arbakka í Miðfirði frú Guðrún
Einarsdóttir frá Sámsstaðabrekku,
hátt á sextugs aldri. — Vísir.
ferð í prestakalli sínu í fyrradag
(sd. 16. niarz)i. Hann mun hafa
hnigið af baki milli bæja og var
hann örendur, þegar að, honum
var komið. Með séra Bjarna pró-
festi er hniginn í valinn einn af
ágætismönnum ísl. prestastéttar.
Hann var fæddur á Bjarteyjar-
sandi á Hvalfjarðraströnd 9. maí
1867, og varð þannig 63 ára, fátt
í tveim mánuðum. Hann gekk
inn í lærða skólann 1883 og út>
skrifaðist þaðan 1888. írið 1891
gekk hann á prestaskólann og út-
skrifaðist þaðan 1893. í öllum
prófum hlaut séra Bjarni lofs-
einkanir, enda var hann náms-
maður í fremstu röð. Síðan fékst
hann við kenslu í Reykjavík
nokkra vetur, en vígðist vorið
1897 til Brjámslækjar, sem hann
þjónaði til dauðadags. Frá 1902
1
Barðastrandarsýslu.
Bjarni prófastur var mikill
mannkostamaður, prýðilega' gáf
aður, lærður vel og bókamaður
mikill, trygglyndur og einlægur
og stakasta valmenni. Hann
vildi í engu vamm sitt vita og
reyndi í öllum greinum að koma
fram til góðs. Var hann því af
öllum, sem honum kyntust, elsk-
aður og virtur og átti alla tíð
mestu vinsældum að fagna sökum
ljúkmensku sinnar og annara
mannkosta. Sem prestur var hann
jafn-vel metinn, enda kennimaður
góður og barnafræðari ágætur,
Er því fyrir allra hluta sakir
mikil eftirsjón að séra Bjarna
prófasti.
Bjarni prófastur var kvæntur
Kristínu Jónsdóttur (prests á
Breiðabólstað í Vesturhópi Sig-
urðssonar), er áður var gefin séra
Þorvaldi Stefánssyni. í Hvammi.
Lifir hún mann sinn háöldruð
Ekki var þeim barna auðið, en
stjúpsynir séra Bjarna, þeir séra
Jón Þorvaldsson á Stað og Árni
skólakennari á Akureyri
Mgbl. Dr. J. H.
HELZTU HEIMSFRÉTTIR
+■
Manitobaþinginu slitið
Því var slitið á mánudaginn í
þessari viku. Var þetta hið þriðja
þing hins átjánda kjörtímabils.
Fóru þingslit fram með vanalegri
viðhöfn og ávarpaði fylkisstjór-
inn þingmennina nokkrum orðum
og þakkaði þeim fyrir alt sem að
þeir höfðu gert í þinginu. Þing-
menn voru heldur fáir viðstadd-
ir, ekki nema 28, hinir höfðu far-
ið heim til sín um helgina. Brack-
en forsætisráðherra var ekki við-
staddur; var farinn til Churchill,
eða eitthvað norður í óbygðir, og
er Hon. R. A. Hoey settur forsæt-
isráðherra á meðan.
Ekki verður annað sagt, en að
þetta þing hafi leyst mikið verk
af hendi, jafnvel óvanalega mik-
ið, sem aðallega kemur til af því,
að mörg lagafrumvörp þurfti að
semja og samþykkja í sambandi
við náttúruapðæfi fylkisins, sem
það nú tekur við, 15. júlí í sumar.
Alls hélt þingið 59 fundi og sam-
þykti 106 lagafrumvörp, og er það
óneitanlega góð viðkoma á einu
ári. Þrettán frumvörp, sem lögð
voru fyrir þingið, náðu ekki fram
að ganga. Samkomulag milli
þingmannaanna og þingflokk-
anna, mun hafa verið með betra
móti. Á föstudagskveldið í síð-
ustu viku, kastaðist þó nokkuð í
kekki, og var þá ekki þingfundi
slitið fyr en klukkan fjögur um
nóttina. Ágreiningsefnið var út
af erfðaskatti.
Macdonald erfðamálið
Nú lítur út fyrir, að þessu
marg-umtalaða máli sé lokið.
Hefir stuttlega, en all-greinilega,
verið skýrt frá aðalatriðum þess
hér í blaðinu. Stubbs dómari réði
til að kosin væri þingnefnd, til
að rannsaka þetta mál frá öllum
hliðum. Var tillaga borin fram í
þinginu þess efnis, en feld með
öllum atkvæðum gegn þremur,
verkamannaflokks þingmannanna.
Þó réði Stubbs dómari einnig til
þess, að sakamál væru höfðuð
gegn tveimur niönnum út af
þessu máli, þeim W. A. Irish og
John A. Forlong. Frá máli Ir-
ish hefir áður verið skýrt, að lög-
regludómarinn taldi enga ástæðu
til sakamáls rannsóknar. í vik-
unni, sem leið, kom fál Foílongs
fyrir lögregluréttinn, og fór það
á sömu leið, að lögregludómar-
inn, R. B. Graham, táldi enga á-
stæðu til frekari rannsóknar, en
þar fór fram, og lét málsóknina
niður falla. Dómurum í Manito-
ba hefir sjáanlega sýnst sitt
hverjum í þessu máli, en engin
ástæða er til að efast um, að þeir
hafi hver um sig farið eftir því,
semj þeir sjálfir vissu sannast og
réttast. /
Reykjavík, 7 marz.
Ólafur Stefánsson, bóndi í Kal-
manstungu, andaðist í morgun í
Landakotsspítala. Hann var fædd-
ur í Kalmanstungu 24. ág. 1865,
og hafði búið þar miklu rausnar-
búi í nær 42 ár. Hann kvæntist
árið 1890 Sesselju Jónsdóttur,
frá Galtarholti, og lifir hún mann
sinní ásamt tveim sonum og einni
dóttur, sem öll eru upp komin. Þá
fóstruðu þau og tvo drengi, sem
enn eru á heimili þeirra, báðir
milli fermingar og tvítugs.
Ólafur heitinn var mikill mað-
ur vexti og orðlagður atorkumað-
ur. Hafði hann komið upp stóru
steinhúsi í Kalmanstungu, og
bætt jörðina á margan hátt, og
mun þar lengi mega sjá ávöxt af
starfi þessa mikla athafnamanns,
sem átt hefir fáa sína líka að at-
orku og dugnði. — Vísir.
Reykjavík 18. marz.
Séra Bjarni Símonarson á Brjáms-
læk, varð brákvaddur í embættis-
Frónskvöld með nemend-
um Jóns Bjarnasonar skóla
Skemtifundur Fróns, þann 8.
þessa mánaðar, var að nokkru
leyti frábrugðinn hinum skemti-
fundum deildarinnar. í þetta sinn
voru það nemendur Jóns Bjarna-
sonar skóla, er sáu algerlega um
skemtiskrána. Forseti Fróns, B.
E. Johnson, stýrði fundi. Hafði
hann nokkur inngangsorð fyrir
skemtiskrá; mintist á starf skól-
ans hvað íslenzku snerti, og trú-
leik skólastjóra við þau mál, einn-
ig umönnun hans og vináttu í
garð ungra íslendinga vestan
hafs.
Skemtiskráin var öll á íslenzku
Á píanó léku þær: Lily Bergson,
Signý og ósk Bardal. Framsögn
fluttu: Anna Guðmundsson, Mar-
grét Ólafsson, Jónína Skafel og
Birgitta Guttormsson. Samsöng
höfðu nokkrar stúlkur frá skól-
anum, undir stjórn Miss Salóme
Halldórsson. Söng flokurinn sex
íslenzk [lög (og fórst ágætlega.
Eiga allir þessir ungu íslending-
ar þakkir skyldar fyrir góða, ís-
lenzka skemtun þetta kvöld.
Ræðu flutti skólastjóri, séra
Rúnólfur Marteinsson. Var það
erindi í fám orðum um þýðing há-
tíðarinnar á íslandi í sumar.
Skýrði hann frá, hvernig þing var
stofnað á íslandi og hvernig öllu
var háttað við svoleiðis tækifæri
í fornöld. Var erindi hans upp-
fræðandi fyrir unga íslendinga,
og er eg honum fullkomlega sam-
dóma um, að þýðing eða merking
þúsund ára hátíðarinnar hefði
átt að vera innprentuð i hvert ís-
lenzkt unglingshjarta vestan hafs.
Ef allir íslendingar hefðu tekið
höndum saman um að fræða ung-
lingana um þýðing þessa atburð-
ar, í öllum bygðum og bæjum og
gert það að sínu áhugamáli
sambandi við hátíðina, þá hefði
mikið verið til gagns unnið.
Nemendur skólans sýndu þetta
kvöld, að íslenzkan er ekki á fall-
anda fæti hjá þeim, og er það von
mín, að þetta verði að eins byrj
un á mörgum skemtikvöldum, sem
meðlimir og vinir Fróns geti átt
með nemendum skólans.
B. E. J.
Sér Ríkisheildinni hættu
búna
Eins og kunnugt er, hefir Can-
ada nú sína eigin sendiherra í
Liondon, Washington, París og
Tokio, og þar að auki hefir Can-
ada skrifstofur og sína eigin
embættismenn í Geneva. Þetta
kostar þjóðina $■610,487 á ári.
Þegar þessi fjárveiting var til um-
ræðu fyrir nokkrum dögum síðan
á sambandsþinginu, mætti hún
æði mikilli mótspymu. Sá sem
sérstaklega lét til sín taka íþessu
máli, var T. L. Church frá Tor-
onto. Hann er íhaldsmaður og
hábrezkur Canadamaður, eins og
nærri má geta. Honum þótti
þetta brask, ekki að eins mesti ó
þarfi, heldur líka beinlínis hættu-
legt fyrrr ríkisheildina. Honum
fanst, að brezka ríkið mundi falla
í mola, ef Canada héldi upptekn-
um hætti, að ráða sjálf sínum
utanríkismálum. “Þetta þýðir
blátt áfram það,” sagði hann, “að
Canada er að verða sérstakt ríki,
óháð móðurlandinu.” Einhverjir
fleiri tóku í sama strenginn, en
forsætisfáðherra, Varði fimlega
stefnu stjórnarinnar í utanríkis-
málunum.
Fiskiveiðar í Hudsonfló-
anum
Fyrir fáum dögum flutti Hon
D. A. McKenzie ráðherra ræðu i
Young Men’s Liberal Club, Win-
nipeg, þar sem hann vék að fiski
veiðunum væntanlegu í Hudsons-
flóanum, þegar járnbrautin þang
að væri fyllilega tekin til starfa
Sagði hann meðal annars, að
hann hefði býs„na áreiðanlegar
heimildir fyrir því, að frá
Churchill mundu \þorskveiðar
verða stundaðar d stórum stíl, og
taldi hann engan efa á því, að
Hudsonsflóanum væru fiskimið
góð, og mundi þar áður en langt
líður verða veiddur mikill fiskur
og ekki sízt þorskur. Er þetta
samræmi við það, sem allir aðrir
hafa haldið fram, sem nokkuð
þekkja til, því allir háfa þeir
sagt, að Hudsonsflóinn mundi
reynast fiskisæll. Eru nú miklar
líkur til, að þess verði ekki langt
að bíða, að þorskur frá Manitoba
verði verzlunarvara á heimsmark
aðnum, sem fáum hefir kannske
dotti í hug fyrir fáum árum.
E. F. Hutchings dáinn
Hann andaðist aðfaranótt mánu-
dagsins í þessari viku, að heimili
sínu í Winnipeg. Hann var 75 ára
að aldri. Uppalinn var hann í
Ontario, en kom ti‘l Winnipeg árið
1876 og var hér ávalt síðan. Einn
af mestu iðjuhöldum Manitobafylk-
is og maður stórauðugur.
Eielson Come Home
By Richard Beck.
Weep not, Dakota, for your hero-son!
Death is not death when fall the great of soul.
Rejoice! His was a noble battle won;
Written in stars his trail across the Pole.
Proudly, Dakota, fold him to your breast;
Home is the dauntless rider of the sky:
A living symbol of the fearless quest
For truth eternal—and he can not die.
March 26, 1930.
Alþýðurit
Ur bænum
+■------------------------—•+
Séra K. K. Ólafson, forseti
kirkjufélagsins, var staddur í
borginni þm miðja vikuna sem
leið, á leið til Gimli. Hann kom
þaðan aftur á föstudaginn og fór
heimleiðis á laugardagsmorgun-
inn.
Messað verður í bænahúsinu,
603 Alverstone St., á föstudaginn
langa, þ. 18. apríl, kl. 3 e. h.
Séra Jóhann Bjarnason prédikar.
Allir velkomnir.
Séra Jóhann Bjarnason messar
í Piney á páskadaginn, þ. 20. apr.,
kl. 2 e. h. Fólk er til getur náð,
er beðið að íhuga þetta og koma
til messu.
Nær útnefningu
Mrs. Ruth Hanna McCormick
hafa Republicanar í Illionis út-
nefnt til að sækja um Senators
stöðu á Þjóðþingi Bandaríkj-
anna. Hlaut hún 260,000 atkxæði
fram yfir Senator Charles S.
Deneen. Faðir frúarinnar var
Senator, og það var líka maður
hennar, en hún er ekkja.
Næstu kosningar
Þær fréttir eru hvað eftir ann-
að að fljúga fyrir, að næstu al-
mennar sambandsþing'skosningar
eigi fram að fara nú bráðlega.
Allar eru þær fréttir þó tilgátur
einar, enn sem komið er, og hef-
ir King forsætisráðherra fyrir
fáum dögum lýst yfir því, að
það sé enn algerlega óákveðið,
hvenær næstu almennar kosning-
ar í Ganada verði látnar fram
fara.
Herkostnaður Banda-
ríkjanna
Samkvæmt skýrslum hermála-
deildarinnar, hefir heimsstyrj-
öldin og afleiðingar hennar, kost-
að Bandaríkin $51,400,000,000.
Sömu skýrslur skýra einnig frá
því, að stríðskostnaðurinn og ár-
legur kostnaður til hers og flota,
nemi 66 per cent, af öllum út-
gjöldum stjórnarinnar.
Ferð til Churchill fyrir-
huguð
Viðskiftráðin í öllum helztu bæj
um í Saskatchewan, eru að taka
sig saman um, að taka sér ferð
á hendur til Churchill einhvern
tíma í sumarí á sérstakri járn
brautarlest, sem á að heita “Sas-
katchewan-lestin”. Er ekki ólík
legt að Manitobamenn geri hið
sama.
Garrick Leikhúsið.
Hin fræga leikkona, Miss Ann
Harding, leikur aðal hlutverkið í
kvikmyndinni Her Private Life,
sem Garrick leikhúsið sýnir nú.
Það er hvorttveggja, að leikurinn
er í sjálfu sér mjög skemtilegur,
enda; leikur Miss Harding með
afbrigðum vel. Einn af hennar
miklu kostum sem leikari er sá,
hve málrómurinn er afbragðs
fallegur og skýr.
Ráðskona óskast á góðu bónda-
heimili nálægt Bellingham, Wash.
Upplýsingar fást hjá M. J. Bene-
dictson, Box 865, Blaine, Wosh.
Steingrímur Thorsteinsson :
Ljóðaþýðingar I. Reykjavík 1924.
II. Reykjavík 1926. Utgiefandi:
Axel Thorsteinsson.
H. C. Andersen: Saga frá Sand-
hólabygðinni. íslenzk þýðing eftir
Steingrím Thorsteinsson. Reykja-
vík. 1929. Útgefandi: Axel Thor-
steinsson.
Rökkur. VI. árg. Útgefandi: Ax-
el Thorsteinsson. Reykjavík 1929.
Rit þessi-bárust mér eigi alls
fyrir löngu til umsagnar. Er mér
ljúft, að geta þeirra að nokkru.
Fáir eru fremur velgjörðamenn
bókmenta vorra en þeir, sem, með
vandvirkni og snild, snúa á ís-
lenzka tungu merkum erlendum
skáldverkum og ljóðum. Þeir
brúa hafið; - veita frjófgandi
straumum inn í hugarlönd þjóð-
ar sinnar. Steingrímur Thor-
steinsson vár á því sviði einna
mikilvirkastur allra skálda vorra
að fornu og nýju, og að sama
skapi góðvirkur. Átti hann og
til að bera hina helztu kosti góðs
þýðanda: málsmekk, fegurðartil-
finning og nákvæmni. Skáldinu
entist því miður eigi aldur til að
safna ljóðaþýðingum sínum í
eina heild og gefa þær út. Hefir
sonur hans, Axel, tekið sér fyrir
hendur, að vinna það verk. Hef-
ir hann þar með áunnið sér þökk
allra þeirra, er góðum ljóðum
unna. Tvö fyrstu bindi þýðinga-
safnsins eru nú komin út. Munu
fleiri á eftir fara.
Það er eins og að koma á alls-
herjar skálda-þing, að lesa þetta
safn þýðinga Steingríms. Hér er
að finna kvæði eftir rúm fimtíu
skáld frá þrettán þjóðum heims,
alt frá Bíon og öðrum skáldum
forngrískum, til nítjándu aldar.
Auk þess eru kvæði eftir ónafn-
greinda höfunda. Og þýðandi
hefir ekki ráðist á garðinn, þar
sem hann var lægstur; hann hef-
ir auðsjáanlega kunnað vel sam-
vistunum við andlega höfðingja.
í safni hans eru meðal -annara
kvæði eftir þessa öndvegishölda
í ríki ljóðlistarinnar. Saffó, Hór-
azíus, Shakespeare, Byron, Burns,
Goethe* Schiller, Heine, Petöfi,
Tegnér, öhlenslæger, Björnson,
og Longfellow fer þó fjarri, að
allir séu taldir. Fjölbreytni er hér
því mikil í kvæðaefnum og efn-
ismeðferð; og margt er hér merk-
iskvæða. Ef dæma má eftir
fjölda þýðinga úr ljóðum ein-
stakra skálda, er svo að sjá, sem
Goethe, Byron, Petöfi, Schiller,
Heine og Buri)s hafi verið Stein-
grími kærastir. Er slíkt eigi að
undra. Svo sem þýðandinn, fylgdu
þeir hinni rómantisku stefnu, þó
ólíkir væru annars að ýmsu. Þeir
unnu heitt ættlandi, fegurð og
frelsi; vegsömuðu glæsileik fornra
tíða, ástina og hina ytri náttúru
Ekki verður annað sagt, en að
þýðingarnar séu yfirleitt mjög
góðar, margar ágætar, nákvæm-
ar, liprar og íslenzkar vel. Ekki
ósjaldan líkjast þær fremur frum-
orktum kvæðum en þýðingum
Enda eru mörg þessi kvæði orðin
almennings eign fyrir löngu síð-
an; hafa “sungið sig” inn
hjarta þjóðarinnar. Er hún að
því skapi auðugri.
Að ytra frágangi er útgáfan
snotur. Nokkrar skýringar fylgja
þýðingunum (þó aðeins fyrsta
bindinu), höfundaskrá og efnis-
yfirlit. Fyllri hefðu þó mátt
yfirlit. Fyllri hefðu þó mátt vera
frásagnirnar um sum merkis-
skáldin, svo sem Blicher, Inge-Í
mann og Uhland, að nokkrir séuj Söngflokkur Fyrsta lút. safnað-
nefndir. Ónákvæmt er það að ar hqfir ákveðið að syngja hina
segja, að The Courtship of Miles: fögru Cantötu Strainers, “The
Standish, eftir Longfellow, sé Crucifixion” í kirkjunni á föstu-
skáldsaga; það er söguljóð (nar-
rative poem). Prentvillur eru fá-
ar. Góð mynd af þýðanda
framan við hvort bindi.
daginn langa. Hinn ágæti tenor-
söngvari, Mr. Linton Kent, að-
er stoðar söngflokkinn. Samkoman
byrjar kl. 7 að kveldinu.
“Saga frá Sandhólabygðinni”,
er ein hinna styttri skáldsagna
æfintýra-skáldsins heimsfræga,
I H. C. Andersens. En hann ritaði
all-margar skáldsögur, eigi ó-
merkar, víðlesnar á sinni tíð.
Saga þessi gerist aðallega á Jót-
landi, en þar var höfundurinn
kunnugur, bæði landsháttum og
Þórir Leifur Hannesson og Miss
A'lice Catherine Dickenson, voru
þann 18. marz gefin saman í
hjónaband af séra Feath, að heim-
ili brúðarinnar, 197 Johnson Ave.
Elmwood. Samdægurs fóru þau
áleiðis til Yorkton, Sask., þar sem
brúðguminn hefir undanfarin ár
verið ráðsmaður við verzlun Hud-
íbuum. Er frasognin fjorleg, og „ ... _ -.
, , , sons Bay felagms, og verður þar
eigi oskemtileg, þo sagan se ' .
raunasaga. Koma hér fram ýms-
ir beztu kostir Andersens sem
söguskáldsþin skarpa athygli
hans, auðugt imyndunarafl og
djúp samúð með mönnum. Þýð-
ingin er góð, svo sem vænta
mátti; f rágangur allur hinn
prýðilegasti.
“Rökkur” er minna að fyrir-
ferð og eigi eins fjölbreytt að
efni sem að undanförnu, en þó
all-læsilegt. Þetta er innihald
þess: “Hún var ekki dugs”, lag-
leg smásaga, þýdd af Stgr. Thor-
steinsson; byrjun á lengri sögu,
“Vinasáttmálinn”; lýsing á Bel-
gíu, helztu mönnum og borgum,
lauslegt en eigi ófróðlegt yfirlit.
L.oks eru nokkrar stuttar bóka-
fregnir. útgefandi mun hafa í
hyggju, að gefa út stærra hefti i
ár og margþættara að innihaldi.
• Richard Beck.
framtíðarheimili þeirra.
Á sumardaginn fyrsta, þann 24.
apríl, verður haldin samkohaa í
lútersku kirkjunni í Árborg. Auk
söngs, sem þar verður, kappræða
þeir þar prestarnir, séra Jóhann
Bjarnason og séra Sig. ólafsson,
um það, hvort æskilegt sé, að
Vestur-lslendíngar Istuðli að út-
flutningi fólks frá Islandi til
Canada. Auk þess flytur séra
Sig. stutt inngangs-erindi um:
Vorþrá í íslenzkum skáldskap. —
Fólk er beðið að fjölmenna. Góð
skemtun á boðstólum. Samkom-
an verður undir umsjón safnað-
arnefndar. Inngangur verður
seldur.
Byggingar í Reykjavík
á árinu 1929.
Á árinu sem leið hafa verið
reist hér í bæ 22 timburhús ein-
lyft, og 132 steinhús, auk geymslu-
húsa, vinnustofa, gripahúsa o. fl.
Af þessum húsum eru 11 bygð
eingöngu fyrir verzlun og iðn-
rekstur, í 13 húsum eru bæði
verzlanir og og íbúðir, en 127 hús
eingöngu til íbúðar.
íbúðirnar í þessum nýju hús-
um skiftast þannig:
2 herbergi og eldhús, 48
3
4
5
6
7
8
91
61
30
7
8
9
Á föstudagsmorguninn, þann 11.
apríl, lézt að heimili dóttur sinn-
ar og tengdasonar, Mr. og Mrs.
B. E. Johnson, 1016 Dominion St.,
Björn Björnsson Byron, 82 ára
gamall. Björn var fæddur í Vatns-
dal og bjó síðast á íslandi að
Valdarás í Víðidal. Hann var
sonur Björns Guðmundssonar og
Gróu Snæbjörnsdóttur, og var
albróðir séra Jónasar og Stein-
dórs Björnssona, er druknuðu í
héraðsvötnum 1871. Jarðarför
Björns fór fram frá kirkjunni í
Selkirk sunnudaginn þan 13. apr-
íl. — Eru Islnadsblöð vinsamlega
beðin að taka upp þessa dánar-
fregn.
Hafa þá alls bæzt við á þessu ári
2154 nýjar íbúðir. Af þeim eru
22 í timburhúsum og 232 í stein-
húsum.
Þessi 154 verzlunar- og íbúð-
arhús, sem bygð voru á árinu,
eru samtals 138,885 m., en þeg-
ar geymsluhús, vinnustofur, gripa-
hús o, fl. er talið með, er tenings-
metratalan alls 135)200 og hafa
allar þær byggingar kostað um
7 miljónir króna, eða um 50 kr.
hver teningsmetri, og eru þá tald-
ar með leiðslur o. fl. En ef tald-
ar eru breytingar á eldri húsum,
viðgerðir á lóðum og girðingar,
þá nemur allur byggingarkostn-
aður árið sem leið, ekki minna en
7% milj. króna. Hefir verið var-
ið sérstaklega miklu fé þetta ár
til þess að gera vandaðar stein-
steypugirðingar í kring um húsa
lóðir. — Mgbl.
Sunnudaginn 6. april andaðist
Sigurður Björnsson á heimili
tengdasonar og dóttur, Mr. og
Mrs. Peter Thorfinnson, að Moun-
tain, N. Dak. Hefir hann ver;ð
þar rúmfastur í allan vetur og
oftlega mjög þjáður. Sigurður
sál. var skagfirzkur að ætt og þar
fæddur fyrir rúmum 76 árum. En
til Ameríku fluttist hann fyrir 32
árum og hefir dvalið í íslenzku
bygðunum í N. Dakota mest af
þeim tíma. Hann eftirlætur eig-
inkonu sína, Steinunni Jónasdótt-
ur Samson, sem nú er búsett á-
samt yngri syni sínum í Seattle,
Wash., og 8 börn. Þau hjón
mistu eina dóttur á barnsaldri, en
hin átta börnin lifa föðurinn á-
samt móður sinni.—Sigurður sál.
var dugnaðarmaður og góður
drengur, bjartsýnn, góðgjarn og
hjálpfús. — Jarðarförin fór fram
frá heimili Mr. og Mrs. Peter
Thorfinnson og kirkjunni að
Mountain, miðvikudaginn 9. apr.,
og fylgdi honum mikill fjöldi
ættingja 'pg vina og samferða-
manna til grafar. Séra H. Sig-
mar jarðsöng. Hann var lagður
til hvíldar í grafreit Vídalínssafn-
aðar, við hlið dóttur sinnar, sem
þar var jarðsungin fyrir mörgum
árum.
✓