Lögberg - 17.04.1930, Page 6
Bla. 6.
LÖOBBRG, FIMTUDAGINN 17. A/PRÍL 1930.
Mary Turner Eftir M ARV IN D AN A.
Maðurinn, sem hún talaði við, varð fölari í
andliti heldur en hann átti að sér. Hann mundi
nú vel eftir þesisari stúlku og hvað þeim hafði
farið á milli. Hann skildi vel, hvað hér var um
að vera, því honum var sízt vamað vits, Orð
hennar vora einföld og blátt áfram, en þau
snertu hann í hjartastað, engu að síður. Hann
fann, að hann var ekki saklaus, og sekt hans
var nú að koma niður á honum sjálfum, og það
sem verra var, á syni hans.
“Eruð þér sama stúlkan?’' sagði hann.
Hann var þó ekki eiginlega að ispyrja um þetta,
heldur frekar að samsinna það, sem stúlkan
hafði sagt.
“Eg er saana stúlkan.”
Hún þagnaði allra snöggvast. Svo hélt hún
áfram:
“Þér eyðilögðuð mannorð mitt og alt líf
mitt. “Þér senduð mig í tugthúsið án allra
saka. Þér skuldið fyrir alt þetta. Nú hefi eg
byrjað að innkalla skuldir mínar. ”
Edward Gilder, þeSsi stóri og sterki og auð-
uði og gáfaði maður, stóð þaraa nokkur augna-
blik hreyfingarlaus og horfði í gaupnir sér.
Á þeim augnablikum hugsaði hann margt, sem
aldrei hafði áður í huga hans komið. Loks tók
hann til máls.
“Svo það var þess vegna, að þér giftust
drengnum mínum?”
“Já, það var þess vegna,” svaraði Mary.
Enginn, sem viðstaddur var, efaðist um, að
hún segði þetta rétt eins og var, nema maður-
inn hennar. Þessu fanst lionum hann ómögu-
lega geta látið mótmælt.
“Nei, það var ekki þess vegna,” hrópaði
hann með hárri röddu og töluverðum ákafa.
• Bæði Burke og Demarest reyndu að fá hann
til að hafa sig hægan. Burke með hávaða og
frekju. Demarest með hægð, en góðum rökum.
Dick tók því fjarri, að þeir væru nokkuð að
skifta sér af þessu.
“Þetta kemur mér einum við,” sagði hann
og þögnuðu hinir mennimir þá.
Hann stóð upp og gekk til Mary og tók fast
en ástúðlega um báðar hendurnar á henni.
“Mary, ” sagði hann með ástúð og sannfær-
ingarvissu, ‘,þú giftist mér af því þú elskaðir
mig.”
Það var auðséð, að Mary tók töluvert nsern
sér að svara eins og hún vildi svara, en hún lét
það þó ekki aftra sér.
“Nei,” sagði hún. “Nei, eg gerði það ekki
þess vegna.”
“Og þú elskar mig nú,” sagði hann með á-
kafa.
“Nei, nei!” sagði hún; en það var samt
eins og hún þyrfti að þvinga sjálfa sig til að
segja það.
“Jú, þú elskar mig nú,” endurtók liann og
vildi ekki hlusta á neinar mótbárur.
“Nei, eg geri það ekki,” endurtók hún nokk-
uð hörkulega.
Hann tók um höfuðið á henni og sneri and-
liti hennar þannig, að hann gat horft beint inn
í augu henna.r
“Horfðu framan í mig, og segðu þetta aft-
ur,” sagði hann.
Þaðvarð.þögn í herberginu, sem virtist
furðu löng, þó hún í raun og veru væri það
ekki. Mennirnir stóðu þarna hreyfingarlausir
og þorðu ekki að skifta sér neitt af því, sem
fram fór milli hjónanna. Mary hafði svo íengi
þráð þessa stund, að nú gat ekki tekið nokkru
tali, að snúa aftur. Hún talaði í lágum róm,
en sterkum og ákveðnum.
“Eg elska þig ekki.”
Jafnvel þetta ákveðna. svar, lét Dick ekki á
sig fá.
“Jæja, hvað sem því líður,” sagði hann,
“þá ert þú nú konan mín, og eg ætla ekki að
sleppa þér, og eg ætla að sjá um, að þú getir
ekki annað en elskað mig. ”
Það fór gleðibylgja um sál hennar, sem þó
var blandin ótta.
“Þú getur það ekki,” sagði hún. “Þú ert
sor.ur hans!”
“Henni er ekki treystandi i neinu,” sagði
Burke.
“Eg hirði ekki um það, hvernig þú hefir
verið”, sagði Dick. “Eftir þetta verður þú
góð og heiðaríeg kona, svo aldrei hefir nein
önnur verið betri. Allar misjafnar tilfinning-
ar verða að víkja úr hjarta þínu, því eg fylli
það með því, sem göfugt er og gott. Eg ætla
að láta þig elska mig. ’ ’
Burke átti afar bágt með að láta þetta af-
skiftalaust.
“Eg hefi sagt yður, að hún er glæpamann-
eskja,” sagði hann.
Mary skeytti þessu engu, en vék sér aftur
að Gilder.
“E£ eg er glæpamanneskja, hver á þá sök á
því? Ef þér sendið unga stúlku í tugthúsið og
látið hana vera þar í þrjú ár, þá getið þér ekki
búist við, að hún komi þaðan með óspiltu hug-
arfari.”
“Það lítur ekki út fyrir, að hún hafi hagað
sér neitt sérlega vel í fangelsinu, því hún var
þar allan tímann, sem hún var dæmd til að
vera þar,” sagði Burke.
“Sem betur fór, var eg þar allan tímann,”
sagði Mary. “Vitið þér hvað fram fer innan
steinveggja fangelsisins? Vitið þér það, herra
saksóknari, sem hafið þá atvinnu, að koma
stúlkum þangað, Vitið þér, hvað það er, sem
ætlast er til af stúlkunum, ef þær eiga að fá
uppgjöf á einhverju af fangavistinni, fyrir
góða hegðun ? Ef þér vitið það ekki, þá er bezt
fyrir yður að komast að því hjá fangavörðun-
um.”
Gilder ókyrðist við að heyra þetta. Það var
eins og honum ofbyðn.
“Og þér—”
Hann komst ekki lengra; því Mary svaraði
þegar.
“Eg var þar allan tímann — hverja einustu
mínútu af jiessum þremur árum. Furðar yður á
því, að eg vil reyna að ná mér niðri, og einhver
verði að gjalda þessa ranglætis? Fyrir fjór-
um árum tókuð þér frá mér nafn mitt og gáfuð
mér tölustafi í staðinn. Nú hefi eg yðar nafn
— þér getið haft tölustafina. ’ ’
XV. KAPITULI.
Gilder feðgunum leið báðum afar illa næstu
nótt og daginn eftir að samtal það við Mary
Turner átti sér stað heima hjá henni, sem frá
sefir verið skýrt hér að framan. Þar hafði
hún sagt það hreint og beint, að hún hefði gifzt
Dick í þeim tilgangi einum, að hefna sín á föð-
ur hans. Dick hafði farið burt af heimili Mary
Turaer rétt á eftir hinum mönnunum, vegna
þess, að hún hafði stranglega krafist þess.
Hann átti því ekki kost á að tala við hana eins-
lega. Síðan hafði hann hvað eftir annað reynt
að ná tali af henni, en það hafði alt mistekist
og honum hafði verið þverlega neitað um að
mega koma á heimili hennar. Þegar hann sím-
aði, þá svaraði enginn nema vinnustúlkan, og
þegar hann skrifaði, þá var lionum ekki svar-
að. Hann tók sér þetta afar nærri, enda var
þetta í fyrsta sinn á æfinni, sem nokkuð veru-
lega mótdrægt hafði komið fyrir hann. En nú
sýndi Dick Gilder, að hann hafði sízt farið var-
hluta af kjarki og staðfestu, þó það hefði kann-
ske lítið komið í ljós til þessa, en nú gerðu þau
jægar í nauðiraar rak. Það var enginn efi á
því, að þeir Burke og Demarest höfðu sagt
honum satt um stúlkuna, sem hann hafði gifzt.
Hún hafði orðið uppvís að þjófnaði, og fyrir
það hafði hún veri þrjú ár í fangelsi. En hon-
um datt þar fyrir alls ekki í hug a trúa því, að
hún í raun og veru væri sek um þann glæp, sem
hún hafði verið sakfeld fyrir. Hún hafði vafa-
laust verið dæmd án sannra saka. Hitt fanst
honum hann geta skilið, að fyrir þær langvinnu
þjáningar, sem hún hafði orðið að þola, hefði
hefnigirnin orðið öllu öðru yfirsterkari í huga
hennar og þass vegna hafði hún hugsað upp
það ráð, sem nú var fram komið, og þar sem
hann varð sjálfur svo átakanlega að líða fyrir
syndir annara. Hann gerði ekki mikið úr
því, þó hún nú síðasta árið hefði kannske farið
eitthvað í kring um lögin, til að afla peninga.
Hún hefði væntanlega ekki átt annars kost.
Hann setti sér fyrir sjónir þær hörmungar, sem
hún hafði orðið að líða, eftir að henni var loks-
ins slept úr fangelsinu, og sem endað höfu með
því, að hún hafði gert tilraun til að fyrirfara
sér. Það var svo sem auðséð, að henni voru
allar bjargir bannaðar til að hafa ofan af fyrir
sér. Hann dáðist að yfirburða gáfum þessar-
ar konu, sem hann unni, og honum datt ekki í
hug að ímynda sér, að í raun og veru væri hún
nokkur misindis manneskja. Hann gat ekki
betur fundið, en að [>rátt fvrir alt og alt, sem
hún hafði orðið að líða, þá hafði hún þó varð-
veitt sínar beztu dygðir, og fanst honum j>að að-
dáunarvært. Hann hafði að vísu ekki kynst
henni nema stutta stund, en engu að síður var
hann fullkomlega viss um }>að, að þessi stúlka
hafði til að bera marga hina ágætustu eigin-
leika, sem konu má prýða. Það var fyrst og
fremst vegna þessara eiginleika hennar, sem
hann lia.fði fest ást á henni og gifst henni, þó
hitt réði sjálfsagt töluvert miklu, hve -gáfuð
hún var og glæsileg.
Hefði ást lians ekki verið eins einlæg, eins
og hún var, mundi annað eins svöðusár, eins
og þetta, vafalaust hafa riðið henni að fullu.
En svo varð ekki, Di-ck var Mary eins einlægur
og trúr eins og áður. Það var fjarri því, að
honum kæmi til hugar, að láta að vilja föður
síns og segja skilið við hana. Hans eina liugs--
un var, að vinna hana til að vera í raun og veru
konan sín og svo að vera henni í einu og öllu
eins góður, eins og maður getur frekast verið
konu sinni. Hann trúði ekki öðru, en að hún
elskaði sig. Þó j>að kynni að hafa verið til-
gangur hennar í fyrstunni að nota hann eins
og verkfæri til að ná sér niðri á föður hans, og
þó það jafnvel kynni að vera ásetningur henn-
ar nú, að hafa ekkert meira saman við hann að
sælda, þá var hann þess þó fullviss, að hún inst
í hjarta sínu bæri ást til sín, sem aldrei gæti að
fullu horfið. Fyrir jæs.su fanst honum hann
hafa ótal sannanir, sem væru fullkomlega á-
byggilegar.
Þetta varð honum til mikillar huggunar í
þessum raunum hans. En samt sem áður leið
honum afar illa. Það var eins og hann yrði
mörgum árum eldri á einni nóttu. En hann
varð líka þroskaðri. Hann hætti að vera dreng-
ur og var fullorðinn maður, stöðuglyndur,
hans. Hann var maður, sem fann mikið til
sín, eins og oft vill verða fyrir auðmönuum,
og var kjarkmikill og áræðinn.
Gamla manninum leið ekki betur, en syni
sín, eins og mörgum hættir við, sem komast vel
áfram í heiminum, eins og kallað er. Hann
hafði bvgt upp afar mikla verzlun, og var fvr-
ir löngu orðinn stórauðugur maður. 1 við-
skifalífinu var meira tillit til hans tekið, held-
ur en flestra annara manna í hans umhverfi,
og sömuleiðis í félagslífinu yfirleitt. En af
öllum gæðum, sem hamingjan hafði látið hon-
um falla í skaut, mat hann son sinn mest, og
þótti mest til hans koma. Nú fanst honum
heiðri sínum mjög hnekt og lítilsvirðing al-
mennings stara sér í augu. En ekki aðeins sér,
heldur líka einu manneskjunni í heiminum,
sem hann einlæglega og hjartanlega unni, sem
var sonur hans. Flestir feður, í hans sporum,
myndu hafa orðið óðir og uppvægir út af öðru
eins og þessu, og gert alt, sem þeir gátu, til að
fá syni sína til að hætta við aðra eins vitleysu,
eins og þessa, ef ekki gat gengið með góðu.
Edward Gilder gerði ekkert þvílíkt, þrátt fyrir
það hjartasár, sem hann þafði hlotið. Honum
þótti of vænt um sPnsinn til þess, að geranokk-
uð, sem honum gæti orðið að óánægju eða van-
virðu, ef mögulegt var að komast hjá því. En
honum fanst hins vegar, að það væri með engu
móti óhætt, að láta Dick vera einráðan um
þetta mál. Honum skildist fullkomlega, að
Dick elskaði þessa stúlku, og hann furðaði sig
ekkert á því. Það hafði alls ekki farið fram
hjá hans glöggskygna auga, hve afar glæsileg
kona Mary Turaer var, hvort heldur um vöxt
hennar eða andlitsfegurð var að ræða. Hon-
um skildist einnig, að hér væri um óvenjulega
gáfaða konu að ræða. Þótt hann kannaðist
ekki við það, ekki einu sinni fyrir sjálfum sér,
þá gat hann þó skilið, að þessi stúlka j>ættist
eiga við hann óbættar sakir, og vildi því gjam-
an ná sér niðri á honum. Hann þekti eitthvað
til slíkra tilfinninga. . Það var máske ein-
hver ástæða til, að hún bæri þungan hug til
hans. En slíkum hugsunum vildi hann þó ekki
gefa lausan tauminn, og hann vildi ekki kann-
ast við, að hann hefði gert Mary Turner rangt
til. Það var ekki nema rétt, að hún yrði að
líða fyrir afbrot sitt. Hann vildi ekki hugsa
um þessa stúlku öðru vísi en sem misendis-
manneskju, sem með sinni miklu fegurð og
yndisleik hefði töfrað son hans, með þeim á-
setningi, að hafa fé, mikið fé, út úr þeim feðg-
um.
Gilder gekk um gólf í skrifstofu sinni heima
hjá sér kvöldið eftir þá atburði, sem sagt hef-
ir verið frá. Hann var alt annað en rólegur
í skapi, og hann hlustaði stöðugt eftir að heyra
til sonar síns koma inn í húsið. Hann hafði
verið heiðursgestur í samsæti, sem viðskifta-
ráðið hafði haldið þá um kveldið. Hann hafði
haldið ræðu, og talað með alveg sama djarf-
leik og kjarki, eins og hann átti að sér, þrátt
fyrir þá örðugleika, sem hann nú átti við að
stríða. En það1 var ekki viðskiftalífið eða fé-
lagslífið, eða neitt þess konar, sem nú lá hon-
um á hjarta. Það var eingöngu ráð sonar
hans, sem hann var að hugsa um. Hann gat
ekki betur séð, en að sonur hans hefði orðið
fyrir því óláni, að vera táldreginn af óhlut-
vöndum kvenmanni. Hann kastaði eingöngu
skuldinni á hana, og afsakaði son sinn. Honum
fanst hann endilega þurfa að tala við Dick og
leiða honum fyrir sjónir í hvaða hættu hann
væri staddur. Ef það dygði ekki, þá yrði hann
að taka til sinna ráða, og nota og beita þeim
áhrifum, sem hann hafði í því mannfélagi, þar
sem hann átti heima, því hvað sem það kost-
aðið yrði hann að frelsa son sinn frá hætfunni
og vanvirðunni, sem hann hafði vilst út í.
Herbergið, sem hann nú hafðist við í, sýnd-
ist samsvara eigandanum ágætlega. Það var
stórt og þar var afar hátt undir loft. Ekki að-
eins herbergið sjálft, lieldur líka alt, sem þar
var innanstokks, var afar vandað og að því
leyti einkennilegt, hve mikið var í það borið.
Veggirair, sem ekki voru huldir af bókaskáp-
um, voru skreyttir dýrindis veggtjvildum. Nú
var ekki önnur birta í herberginu en sú, sem
kom frá lampanum, sem á skrifborðinu stóð.
Önnur ljós höfðu ekki verið kveikt. Gilder var
orðinn óþolinmóður að bíða, en loksins hevrði
hann, að útidvrnar vora opnaðar og gengið var
inn í húsið, og varð hann glaður við.
“Þarna kemur Dick loksins,” tautaði hann
fyrir munni sér.
Þetta reyndust ekki vonbrigði. Dick opn-
aði hurðina og kom inn og gekk beint til föð-
ur síns, sem stóð j>ar á rniðju gólfi og horfði
til dyranna.
“Mér þykir fyrir því, pabbi, að eg skyldi
koma svona seint,” sagði hann um leið og hann
kom inn.
“Hvar hefir þú verið?” spurði gamli mað-
urinn al alvarlega. En J>ó nokkur alvöruþungi
væri í röddinni, þá leit hann þó ástúðlega til
sonar síns og lagði blíðlega hendina á öxl hans.
“Hefirðu verið hjá þessum kvenmanni?”
“Nei, pabbi, eg hefi ekki verið hjá lienni.
Hún vill ekki sjá mig,” sagði Dick.
“Það er ekki við að búast,” sagði Gilder, og
Það var auðfundin gremjan í röddinni. “Hún
hefir fengið alt, sem hún kærir sig um frá þér
—nafn mitt.”
Hann endurtókl sömu orðin, með einn meiri
gremjukeim í röddinni: “Nafn mitt.”
“Þetta nafn er líka mitt nafn, eins og þú
veizt, ” sagði Dick hæglátalega og stillilega.
, Þetta einfalda svar varð til þess, að þetta
mál varð enn gleggra í huga gamla mannsins,
heldur en það hafði áður verið. Hann fann, að
'Svo mikið sem þetta mál snerti hann sjálfan,
þá snerti það þó son hans enn meira. Það sem
hann sjálfur fann serstaklega til, var sá van-
heiður, sem þessu var samfara. Fyrir Dick
var þetta hjartans mál. Það gat ekki verið
neinum vafa bundið, að hann ejskaði jiessa
s’túlku. Já, það var nafn sonar hans, ekki síð-
ur en hans eigið, sem Mary Tumer hafði náð
í. En hún hafði ekki að eins náð haldi á nafni
hans, heldur líka á lífsgleði hans og ánægju. Á
því var enginn efi, að það var Diok, sem var
aðal persónan í þessum sorgarleik. Svo nærri
sem hann sjálfur tók sér þetta, 'J>á mátti nærri
geta, að sonur hans tækí sér það miklu nær.
Hjá því varð ekki komist. Það var hann, sem
hafði látið ginnast út í þessa heimsku, og hann
hlaut að líða fyrir það meira en nokkur annar.
En hvað sem leið, þá gat þeta ekki gengið
svona.
%
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
Kjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVE. BAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offlce: 6tfl Floor, Bank ofHftmMtonOhainber*_
“Heyrðu, Dick!” sagði hann, og röddin
skalf dálítið vegna þess, að hann átti töluvert
örðugt með að ráða við tilfiningar sínar. “Mér
finst aði þú sért eiginlega alt, sem eg á í ver-
öldinni, og eg má ekki við því að missa þig-
Þú verður að losa þig við þennan kvenmann
einhvem veginn. ” Gilder horfði mjög alvar-
lega á son sinn dálitla stund og bætti svo við:
“Þú verður að gera það mikið mín vegna.”
Dick leit einarðlega og djarflega á föður
sinn, og þótt augnaráð hans lýsti bæði virðingu
og ást, þá sá faðir hans þar þó eitthvað, sem
hann fann að ekki var á sínu valdi að ráða við.
Það var auðfundið, a)ð það sem Dick sagði,
kom beint frá hjartanu.
“Mér ber líka að taka tillit til hennar,”
sagði hann.
Þessu fanst Gilder hann ekki geta lát.ið
ómótniælt.
“Hvaða skvldur hefir þú við hana að
rækja?” sagði hann all-þungbúinn. “Með
undirferli fékk hiín þig til að giftast sér, svona
að nafninu til. Það er að minsta kosti mjög
vafasamt, að þeta geti.skoðast lögleg gifting.
Það mundi ekki reynast mjög örðugt, að fá
þetta hjónaband gert ógilt. Það að hún vill nú
ekkert hafa með þig að gera, gerir þetta líka
auðveldara. Það er hægt að fá þessu fram-
gengnt. Og þú verður, hvað sem það kostar,
að komast út úr þessu.”
Hann sneri sér við, og gekk að skfofborð-
inu, eins og hann ætlaði að setjast niður, en
geri J>að þó ekki, og sneri sér aftur að syni sín-
nm, þegar hann heyrði hann svara.
“Eg er ekki viss um, að eg kæri mig um að
losna úr hjónabandinu.”
Gilder féll ekik þetta svar, og þótti það vafa-
laust fávíslegt eða vanhugsað, og gætti þess
ekki, að tala eins varlega eins og hann þó vildi.
“Svo að þú vilt virkilega vera giftur tugt-
húslim!” sagði hann með töluverðum æsingi.
Þetta æsti skap hins unga manns. Hann
elskaði Mary, hveraig svo sem ástatt var um
hana. Hann virti hana líka, og næstum tilbað
bana. Að heyra hana nefnda slíku nafni, var
honum ofraun. En hann gætti sín þó, því hann
vissi að sá, sem við hann talaði, unni honum
hugástum. Hann mintist þess einnig, að það,
sem faðir hans hafði um hana sagt, var ekki
nema satt, þó honum sjálfum félli illa að heyra
}>að. Hann beið við dálitla stund, til að ná
fullu valdi yfir sjálfum sér. Og þegar svarið
kom, voru það eins sterk mótmæli, eins og hægt
var fram að bera, svo einfalt §em það þó var.
Það var ekki fyrir fram, eða vandlega hugsað,
en það var einlægt.
“Mér finst hún öllum konum yndislegri.”
Einmitt vegna jiess, hve þetta svar var ein-
falt, og blátt áfram, hafði J>að miklu meiri á-
hrif á Gilder, heldur en langar röksemdafærsl-
nr mundu hafa gert. Það varð dálítil þögn.
Hvað var eiginlega hægt að gera, þegar blind
ástin var annars vegar?
“En nú, þegar þú veizt hvernig alt er, finst
}>ér þá ekki öðru máli að gegna?” sagði liann
eftir nokkra umhugsun.
“Þegar eg veit hvernig ástatt er?” sagði
Dick, og var auðfundið, að liann bar enn fult
traust til Mary. “Skilurðu það ekki, faðir
minn, að hún hefir margt sér til afsökunar, eða
henni finst J>að sjálfri að minsta kosti. Hún
var saklaus, þegar hún var dæmd til fangolsis-
vistar, og l>að er ekki að furða, j>ó henni finn-
ist hún eiga heiminum grátt að gjalda—”
. Faðir hans rildi ekki hlusta á þessar rök-
semdir, er varla var von, því þetta var svo
nærri áfellisdómi yfir honum sjálfum.
“Blessaður segðu mér ekkert um sakleysi
hennar. Næst ferðu líklega að sýna mér fram
á, að hún lifi í raun og veru engu glæpalífi,
vegna þess að henni hefir hepnast að halda sér
innan takmarka laganna, síðan henni var slept
úr tugthúsinu. En þú verður að gæta þess, að
glæpur er glæpur, hvort sem refsiarmur lag-
anna nær til hans eða ekki.”
Gilder horfði á son sinn mjög alvarlega, og
hélt svo áfram.
“Það er ekki nema aðeins ein leið, sem þú
getur farið í þessu máli, drengur minn. Þú
verður að losna við þessa stúlku.”
Dick leit góðlátlega en-djarflega framan í
föður sinn, og á honum var engan bilbug að
finna.
“Eg hefi sa^t þér, pabbi—” sagði hann, en
komst ekki lengra, því faðir hans tók fram í
fyrir honum.
“Þú mátt til að gera það. Þú getur ekki
komist hjá því. Hvað ætlar þú að gera, þegyr
lögreglan kemur einhvern daginn heim til þín
og tekur konuna þína fasta og fer með hana í
tugthúsið? Það hlýtur að koma að því, fyr eða
síðar. Eg efast ekki um, að hún sé afbragðs-
vel gáfuð, en þeir sem gáfaðastir eru, misstíga
sig líka stundum, og það kemur einhvern tíma
*að því, að hún gerir það líka.”
Dick átti erfitt með að halda sér í skefjum,
en stilti sig þó vel og gætti þess við hvern hann
átti. En faðir hans hélt áfram:
“Hugsaðu þér, að hiin eigi að standa eins
og myndastytta, þar sem lögreglumenn, með
grímur fyrir andlitunum, skoða hana í krók og
kring. Þeir hafa náttúrlega mynd af henni
nú. En þeir taka aðra mynd af henni bráðum.
Einnig myndir af hennar fingraförum og mál
vexti hennar.”