Lögberg - 29.05.1930, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.05.1930, Blaðsíða 4
Bls. 12. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MAÍ 1930. Til athugunar Efti dr. Th. Thordarson. Hér í Bandaríkjunum hefir til skamms tíma allur þorri manna verið öldungis ófróður um ís- land. Fáeinir hafa að vísu vitað, að til væri eylenda með því nafni einhvers staðar í norðurhöfum, en talið víst, að hún væri þakin ísum og bygð af Skrælingjum. Nafnið höfðu þeir.séð á landa- bréfum og í landfræðibókum al- þýðuskólanna, og þess getið, að land þetta væri undir yfiráðum Dana. Aðra fræðslu höfðu þeir enga fengið um það efni, og þau rit, er til voru á ensku máli, er oinkum voru ferðasögur þeirra, er til íslands höfðu komið, lásu fáir eða engir. En þetta hefir nokkuð breyzt hin síðari árin, síðan samgöngur urðu greiðari og ferðir erlendra manna til íslands miklu tíðari en áður. Nú er svo komið, að iðu- lega sjást greinir um ísland í hérlendum blöðum og enda stöku sinnum í merkum tímaritum, er vakið hafa nokkurt athygli meðal hérlendra manna, þó því fari fjarri, að það hafi enn vakið al- menna eftirtekt, og enn má svo að orði kveða, að allur fjöldi líandamanna viti lítið eða ekkert um ísland; þess er heldur ekki að vænta, að meira hafi áunnist í því efni á svo skömmum tíma, þegar þess er einnig gætt, að flest það, sem hér í landi hefir verið ritað nýlega um ísland í blöðum og tímaritum, hefir, að undan- teknum sárfáum tímaritagerin- um, verið mjög léttvægt, og þess vegna, líkt og auglýsingar skipafélaganna, ekki vakið neina almenna eftirtekt, enda sumt af því borið töluverðan keim af aug-. lýsingaskrumi. Þó eru til stöku greinir um ísland í hérlendum blöðum sanngjarnar og vel ritað- ar; má þar til telja eina, er birt- ist í mörgum stórblöðum Banda- ríkjanna sunnudaginn 20. apríl, eftir Earl Hanson, sem ferðaðist um ísland árið 1927 og er mörg- um íslendingum að góðu kunnur; hún er einkar vel rituð, hlutdrægn- islaus og sannsöguleg, og lýsir staðgóðri þekkingu höfundar á landi og þjóð. Það mun naumast orka tví- mælis, að þau 30 ár, sem nú eru liðin af tuttugustu öldinni, séu hið atburðaríkasta og atorkumesta tímabil í sögu íslendinga. Þrátt fyrir alla vora marg-lofuðu frægð í fornöld, gerðist ekkert þli — að undantekinni bókmentastarfsemi þjóðarinnar—sem á nokkurn hátt geti komist í samanburð við þá bylting, er orðið hefir á högum og háttum þjóðarinnar hin síð- ustu árin. Breytingar þær og framfarir, er orðið hafa hjá flest- um siðmenningarþjóðum heims- ins á þessu tímabili eru svo mikl- ar að undrum sætir, en þó að lík- mdum hvergi eins stórkostlegar cg á íslandi. Leyst úr einangr- unarkreppu, sem áður gerði því nær ókleif öll viðskifti við aðrar þjóðir, er íslenzka þjóðin nú í fullkomnu nýtízkui-sambandi við allan heim. Meða síma og loft- skeytum berast fregnir og alt annað, er þau tæki flytja, innan lands og utan; með hraðskreiðum eimskipum ferðast menn daglega Iandshornanna milli eða til ann- ara landa. Með bilum ferðast menn nú að sumarlagi um mikinn hluta landsins, og fara það á fá- um klukustundum, sem áður var margra daga ferð. Ágætar akbrautir eru víða lagð- ar, og þær aukast óðfluga ár frá ári. Allar ár á fjölförnum vegum eru brúaðar, og brúm fjölgar ár- le?a. Loftför eru fá og loftfarir ekki enn mjög tíðar, en þó að til- tölu við fólksfjölda ekki ótíðari en í sumum öðrum löndum Norð- urálfunnar. Þannig má kalla, að samgöngur allar, nema í afskekt- ustu héruðum landsins, séu ger- breyttar frá því, sem þær voru fyrir síðustu aldamót. Þessar miklu samgöngubætur eru að sjálfsögðu grndvöllur þeirra framfara, sem orðnar eru á lífskjörum þjóðar- innar. Samfara samgöngubótum hefir verzlun 'aukist 'svo ört, að fádæmum sætir, og það er nú mjög í frásögur fært að íslend- ingar, að tiltölu við fólksfjölda, reki meiri verzlun við önnur lönd, en nokkur önnur þjóð í heimi, og það hefir vakið töluverða eftir- tekt hér í landi, því að Banda- menn eru fljótir að sjá verzlun- argildi annara þjóða. Aðrir at- vinnuvegir íslendinga hafa tekið framförum að sama skapi, semj verzlunin, sérstaklega sjávarút-í vegur, sem nú er hin helzta auðs-| uppspretta þjóðarinnar. í stað' hinna fornu róðrarbáta, er lítt! voru hæfir til sjósóknar, er núi korninn tmikill floti, botnvörpu- skipa og vélbáta, með fullkomn- um nýtízku útbúnaði og fær í flestan sjó, og að dómi þeirra út- lendinga, er Ikynst ’hafa íslenzk- um sjómönnum, eru þeir flestum öðrum sjómönnum fremri að lag- virkni, atorku og áræði. — Hinn þriðji helzti atvinnuvegur þjóð- arinnar: landbúnaðurinn, er enn, þrátt fyrir margar og miklar um- bætur, miklu arðminni en sjávar- útvegurinn, og valda því margir og miklir erfiðleikar, er bóndinn á við að stríða, sumir þess eðlis, að ekki verður bót á ráðin eins og ófrjór jarðvegur, sem illa borgar jarðræktarskostnað, og oft og tíðum óhagstætt veðráttufar. En það, sem mest háir landbúnaði á íslandi, eins og reyndar hér í landi og víðar, er vinnufólksekl- an, sem þar kvað vera orðin svo mikil, að margur bóndi verður að brjótast áfram sem einyrki, eða því sem næst. En þrátt fyrir alla erfiðleika, hefir landbúnaðurinn tekið miklum framförum, mikið land hefir verið sléttað, engjar stórum bættar með áveitu, tún ræktuð miklu betur en áður, og matjurtagarðar gefa víða góðan arð, þar sem engir voru áður. — Kvikfjárrækt, sem forðum var aðal-lífsstofn landsmanna og víð- ast hörmulega bágborin, er nú stunduð af mikilli alúð og stað- góðri þekkingu, er menn afla sér á góðum búnaðarskólum innan- lands og utan, og nokkur kúabú eru komin á stofn, ere gefa mikl- ar og góðar afurðir. Stóraukin framleiðsla og marg- faldar afurðir lands og sjávar, hafa svo bætt efnahag þjóðarinn- ar, að kalla má að hún hafi hafist frá örbirgð til velmegunar á tæp- um mannsaldri, og samfara þvi hefir líkamlegur aðúnaður og lífskjör manna tekið þeim stakka- skiftum, að furðu sætir, sem einna glöggast má sjá á þeim breytingum, er orðið hafaá hí- býlum manna. Margt hefir ver- ið ritað um íslenzka bæi og þó einkum um hina alkunnu bað- stofu, og margt og mikið hefir henni af ýmsum verið talið til gildis; en því verður þó naumast með sanngirni neitað, að hún var oft og einatt mjög óvistleg sakir þrengsla, kulda og óþrifnaðar, og lítil eftirsjá, þó flestar þeirra líði undir lok, enda kvað þeim nú óðum fækka. Steinsteypuhús, rúmgóð, hituð og þrifleg, eru nú víða reist í stað torfbæjanna gömlu. Eitt af því, sem lengst um olli mestum óþægindum í híbýlum manna á íslandi, var eldiviðar- leysi. Það var oft af skornum skamti, sem eldhúsið hafði undir pottinn, og þess var enginn kost- ur, upp til sveita, að brenna neinu til þess að hita hús í grimmustu vetrarveðrum. En nú er öldin önnur. 1 sumum héruðum geta nú flestir eða allir hitað hús sín þegar þörf er á, og á allmörgum bóndabæjum er rafmagn nú not- að til hitunar. En það sem mark- verðast er við híbýlahitun á ís- landi, og sýnir hve úrræðagóð þjóðin er, þegar í nauðir rekur, er það tiltæki hennar, að nota heitt vatn úr hverum og laugum til þess að hita hús sín. Þar sem hverir eru í nánd, hafa nú margir bóndabæir veitt heita vatninu í hús með þeim umbúð- um, sem alment eru hafðar við vatnshitun, og sá hitagjafi kost- ar ekkert, eftir það að honum er eitt sinn komið vel fyrir. En sér- staklega er þó hitun Reykjavíkur eftirtektarverð. Eins og mörg- um hér vestra mun kunnugt, eru laugar nokkrar í grend við Reykjavík, sem bærinn notaði lengi til þvota og sundlaug var gerð þar fyrir mörgum árum. Bærinn notaði kol og mó mest til hitunar,. var það mjög kostnað- arsamt, og að öðru leyti ekki annmarkalaust. Hverir voru eng- ir í nánd og vatnið í laugunum LIMITED Envelope Manufacturers and Paper Dealers Established 1876 Congratulates the Icelandic Race on the Occasion of the Millennial Celebration of the Icelandic Parliament T Envelopes Made in Winnipeg of lítið og ekki nógu heitt til þess að tiltækilegt væri að veita því í bæinn til hitunar. Þá fundu verkfræðingar það, að líkindi væru til að heitt vatn væri neð- anjarðar í nánd við laugarnar. Brunnar voru boraðir og vatn var fengið mikið og töluvert heit- ara en laugavatnið. Þykir nú lík- legt, að þar megi fá svo mikið heitt vatn, að nægi til að hita bæ, hálfu stærri en Reykjavík er nú. Mörg bændabýli og öll kaup- tún landsins hafa nú rafmagn til ljósa og allvíða einnig til hitun- ar, en sem vinnuafl er það lítið notað, því iðnaður er enn ekki hafinn í landinu svo teljandi sé. Að andlegri menningu hefir þjóðin auðvitað vaxið tiltölulega, því að til hennar eiga allar verk- legar framfarir rót sína að rekja. Skólar eru margir af ýmsu tægi, vel sóttir og standa fyllilega jafnfætis skólum annara menn- ingarþjóða. Margir fara árlega til annar landa til þess að full- komna nám sitt, einkum í þeim námsgreinum, sem ekki er enn unt að kenna til hlítar í æðri skólum landsins, og landið á nú nokkra ágæta fræðimenn í vís- indagreinum, sem til skamms tíma máttu heita óþektar á ís- landi. Sérstaklega eru eftirtekt- arverðar hinar miklu framfarir í heilsufræði og læknislist. Þjóð- in á nú mrga ágæta lækna. Heilsuhæli og sjúkrahús eru mörg og flest í bezta lagi að öllum út- búnaði; landfarssóttum er út- rýmt með árvekni og atorku, og nianndauði er nú að tiltölu minni á íslandi en í flestum öðrum lönd- um Norðurálfunnar. Listir og íþróttir, sem áður voru að heita mátti ókunnar á íslandi, hafa nú á fám árum lifnað og náð ótrúlegum þroska. Þjóðin á nú tiltölulega marga á- gæta listamenn, og er þegar orðin Bandamönnum og sumum öðrum stórþjóðum hlutfallslega fremri í listrænni starfsemi. íþróttir stundar æskulýður landsins víða af miklu kappi og er þegar orð- inn þar í mörgum greinum eng- inn eftirbátur annara þjóða. Heimsstyrjöldin mikla og af- leiðingar hennar, höfðu sem kunnugt er, svo djúptæk áhrif á huga og hagi Norðurálfuþjóða, að ráðlag þeirra flestra fór mjög á ringulreið. Þau áhrif voru að vísu ekki eins átakanleg á Norð- urlöndum og í öðrum löndum álf- unnar, og að líkindum minst á íslandi, en þó nægileg til þess að ríða baggamuninn á byltingar- hug þjóðarinnar í stjórnmálum. Eins og sumar aðrar Norðurálfu- þjóðir, er þá fengu fult frelsi, voru íslendingar lítt undir það búnir að taka við fullri sjálf- stjórn, og því ehgin furða þó ým- islegt hafi gengið nokkuð skrykkj- ótt í stjórnarstörfum þeirra, síð- an þeir fengu fullveldi. Hitt er miklu fremur aðdáunarvert, hve vel þeir hafa farið með sjálf- stæði sitt eftir margra alda á- þján og óstjórn, svo að þeir hafa til þessa séð stjórn sinni far- borða stórslysalaust. Að sjálf- sögðu er stjórn þeirra enn ekki á öruggum grundvelli og enn ekki unt að segja, hvort hún muni eflast að eindrægni, eða sundr- ung verði henni að fótakefli. Stjórnmálasundrung er bersýni- lega mikil í landinu. fhaldsmenn, afturhaldsmenn, jafnaðarmenn, sameignamenn o. fl. stjórnmála- flokkar berjast þar hver fyrir sínum áhugamálum; enda “bols- arnir rússnesku munu þar eiga allmikil ítök í hugum manna, og talið er að allmargir hinna yngri nianna á íslandi álíti stjórnar- fyrirkomulag Rússanna hið bezta í heimi. Allur stjórnmálaglund- roði á það skylt við illgresið, að hann þrífst bezt í jarðvegi ný- græðingsins, og því er ekkert undur, þó hans gæti mjög í hin- (framh. á 14. bls.) \ friendly firm towards the Logberg^ wishes to offer the heartiest congratula- tions to the Icelandic na- tionality in connection with the Millennial Cele- bration of the Icelandic Parliament. ARNAÐAROSKIR HIÐ UNGA BRITISH COL.UMBIA FYLKI, flytur hér með íslenzku þjóðinni sínar innBegustu hamingjuóskir í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis. Megi hugrekki það og máttur, sem einkent hefir þjóðina á liðnum öldum verða blikvitar hennar í framtíðinni. Megin íslenzka þjóðin, ásamt vorri ungu vestrænu þjóð, bergja af lindum þess bezta úr fortíðinni til uppörfunar í þroskabaráttu ókominna ára. S. F. TOLMIE, forsætísráðgjafi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.