Lögberg - 29.05.1930, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MAÍ 1930.
Bls. 15.
Frá hveitisamlaginu.
Hveitisamlaginu 'hefir verið
um það kent, að verð á hveiti er
nú ekki hærra en það er. Það
hefir verið sagt, að Bretar og
aðrar þjóðir í Evrópu, sem keypt
hafa mest af hveiti voru, vilji nú
helzt ekkert af því kaupa, og
hveitisamlaginu er kent um það.
Atvinnuleysið, sem nú er svo
mikið kvartað um, og deyfð yfir
viðskiftum yfirleitt, á líka að
vera skuld hveitisamlagsins, að
því er sumir segja.
Þrátt fyrir þetta, verður ekki
betur séð, en að bændurnir séu
fyllilega sannfærðir um, að á-
standið, hvað hveitisöluna snert-
ir, mundi vera miklu lakara held-
ur en það nú er, ef ekki væri fyr-
ir aðgerðir hveitisamlagsins. Það
er ekki aðeins, að meðlimatalan
hafi haldist við, heldur hefir hún
stórkostlega aukist. Um ára-
mótin síðustu var meðlimatalan
140,779. í byrjun maímánaðar
var hún komin upp í 142,614.
Þetta á við þrjú vesturfylkin að-
eins, en þegar Ontario er með
talin, selur Canada hveitisamlag
;ð nú hveiti fyrir 155,611 bændur.
Hveitikaupmennirnir kenna
hveitisamlaginu um það, hve erf-
iit hefir verið að selja hveiti frá
Canada nú lengi. Hvað hæft er í
þeirri ákæru, sézt bezt með því,
að athuga vandlega það, sem A.
J. McPhail, forseti Canada hveiti-
samlagsins, hafði um þetta mál
að segja í ræðu, sem hann, ekki
fyrir all-löngu, flutti fyrir við-
skiftaráðinu í Winnipeg og i Re-
gna. Fer því hér á eftir nokkur
hluti þess, sem hann þar sagði
um þetta mál:
“Þér munið, að árið 1928 höfð-
um vér meiri uppskeru, heldur en
nokkur dæmi eru til áður í þessu
landi, og einnig tiltölulega meira
af lakari tegundum, heldur en
nokkru sinni fyr. Á þessu sama
ári var uppskera í Argentine
miklu meiri, heldur en hún hefir
þar nokkurn tíma áður verið, og
langt um meiri, heldur en búist
var við af nokkrum, sem þar þekti
til. Eg má geta þess, að hveiti-
samlagið gerði ráð fyrir meiri!
uppskeru þar, heldur en nokkur
annar, en samt ekki nærri því
eins mikilli eins og hún varð.
Frá janúar 1929 og síðan höf-
um við átt við hina megnustu
samkepni að stríða, vegna hins
mikla hveitiforða frá Argentine.
En þrátt fyrir þessa miklu sam-
kepni og þrátt :fyrir það, að yfir
vetrarmánuðina árið sem leið, var
hveitiverðið í Winnipeg óeðlilega'
hátt í samanburði við hveiti frá
Argentine. Þá seldum vér samt
173 til 174 miljónir mæla þang-
að til í fyrstu viku maímánaðar,
af þeim 250 miljónum mæla, er(
vér höfum fyrirliggjandi, þar(
með talið það, sem selt var heima^
fyrir. Enginn, sem nokkuð þekkirj
til hveitisölu, getur sagt, að við(
höfum ekki tekið hvert tækifæri(
til að selja hveiti vort, þrátt fyr-
ir afar mikla samkepni, og þrátt
fyrir það verðlag, sem almenn-
ir.gur virtjst naumast ánægður
með, né heldur bændurnir. Til að
geta selt svona mikið fyrir þann
tíma, getum vér ekki hjá því kom-
ist, að færa okkur í nyt það háa
braskverð, sem hægt var að fá í
Winnipeg, og það til mikilla
muna, en reyndum jafnframt, að.
halda verðinu í sem mestu sam-j
ræmi við söluverð á öðru hveiti,1
sem vér urðum að keppa við á
Evrópu markaðnum.
Þegar hið mikla verðfall kom í
maímánuði og hveitið :fór ofan í
81.06 og $1.08 mælirinn, ákváðumj
vér að taka ákveðna mótstöðu |
gegn þeirri árás, er vér álitum að,
hér væri gerð á hveitimarkaðinn.|
Vér keyptum milli fjórar og fimm
n.iljónir mæla af hveiti. Þetta
var í annað sinn, sem vér höfðum
gert slíkt, síðan hveitisamlagifí
var myndað. Gæti nokkur hleypi-
dómalaus maður sagt, að það
hefði ekki verið réttmætt á þeim
tíma?
Sumir munu að sjálfsögðu spyrja,
því vér höfum ekki tekið þá af-
stöðu til markaðarins, er kæmi
voru verði í samræmi við verðið
á hveitinu :frá Argentine. Á þeimj
tíma, sem eg hefi talað um, að
hveitiverðið í Carjadai féll svo'
afar mikið, féll fverðið á Argen-
tine hveitinu engu síður, og það
\ar ekki hægt að sjá hvað lágt
verðið á því hveiti myndi falla.
Það er ekki vafa bundið, að ef
vér hefðum tekið þá afstöðu, að
jafna vort verð við verðið á Ar-
gentine Ihveitinu, þá hefði það
leitt til markaðsstríðs milli þess-
ara tveggja landa. Enginn gat
séð fyrir afleiðingarnar, eða það,
hve lágt hveitiverðið gæti fallið.
Eg má einnig taka það fram, að
það hveiti, sem vér keyptum fyr-
ir hér um bil $1.07 og $1.08 til að
gera markaðinn stöðugri, seldum
vér fyrir $1.14 til $1.16. Það er
nægileg skýring, að eg held, á
því, að vér höfðum ekki of mikla
trú á því verði, en vildum aðeins
koma í veg fyrir, að verðið félli
niður úr öllu viti. Frá þeim tima,
að hveiti komst upp í $1.14 og
$1.15 í júnímánuði, höfum vér
æfinlega haft hveiti á boðstólum
fyrir gangverð.
Þegar hveitiverðið hækkaði svo
mjög síðastliðið sumar vegna þess
að kunnugt varð að uppskeran
myndi verða lítil hér í landi, þá
varð verðið hærra heldur- en það
hefði átt að verða, vegna þess,
að það var svo afar mikið til af
hinum lakari tegundum, en 'lítið
af hinu betra, eða ekki nægilegt
til að mæta þörfinni. Alt síðast-
liðið sumar og haust, seldum vér
hveiti við öll tækifæri sem buð-
ust. Ef hveitisamlagið hefði
gengið harðara að því að selja
hveitið undir þeim kringumstæð-
um, sem áttu sér stað í haust, og
sem þér allir vitið meira og minna
um, myndum vér hafa skapað það
ástand, sem átti sér stað fyrir
nokkrum vikum, og það komið
fyr á árinu, en raun varð á, og
því myndi hafa verið haldið fram,
að þessi félagssamtök ættu sök-
ina í því. Eins og mörgum yðar
er vel kunnugt, (reyndu allir
helztu hveitikaupmenn hér í
landi og annars staðar, að halda
hveitiverðinu lágu síðastliðið
liaust. Eg hika ekki við að segja,
að hveitisamlagið áleit í haust,
að meðalverð hveitis ætti að vera
$1.35 til $1.55. Vér megum eins
vel kannast við, að oss óraði ekki
fyrir þvíi ástandi, sem átt hefir
sér stað síðan um nýár, og það
gerði heldur engan annan. Jafn-
vel þó oss hefði grunað hvernig
fara myndi, og vér tekið aðra
stefnu, efa eg stórlega, að nokk-
uð verulega betur myndi farið
hafa. Eg held meira að segja, að
verðhrunið í haust myndi hafa
orðið enn stórkostlegra og lága
verðið varað enn lengur.”
Fermingarpiltur: Vindil!
Þjónn: Á það að vera Manilla,
HaVana eða súkkulaði?
Frá Islandi.
Reykjavík, 27. apríl.
Vikan 20. til 26. apríl — Næstu
\:ku á undan voru hlýindi um alt
lan^ með hægviðri. Hélzt sú
veðrátta fram til 21. apríl (2. dag
páska). Þá snerist til norðan-
áttar og varð úr hinn versti norð-
angarður, með fannkomu á Norð-
ur- og Austurlandi evo og Vest-
fjörðum. Frost var þó lítið sem
ekkert í lágsveitum, en á Vest-
fjörðum var nokkurra stiga frost.
Á Austur- og Suðurlandi hélzt
norðangarðurinn fram á fimtud.
(sumardaginn fyrsta), en á Vest-
fjörðum alt þangað til á aðfara-
nótt laugardags.
Margir óttuðust að í þessu páska-
og sumarmálahreti mundi ísinn
koma upp að landinu. En engar
ísfregnir fékk Veðurstofan á
laugardag. Þá var þó bjartviðri
og hefði átt að sjást til íssins, ef
hann væri einhvers staðar nærri
landi.
Illviðri þetta, sem geysaði yf-
ir landið, náði ekki yfir langt
svæði. Á Jan Meyen var t.d. hlý
austanátt, og eins var gott veður
á Grænlandi. En vegna þess hve
garðurinn náði lítið yfir Norður-
íshafið, hefir hann minni áhrif
haft á ísrek. Stormur var og aust-
lægur, og því minni hætta á að
ísinn ræki upp að landinu.
Enn helzit uppgripaafli á Sel-
vogsbanka. Þar eru nú togarar
allir að veiðum — við Hraunið.
Eftir illviðrin í vikunni hefr þar
verið stórfeld aflahrota. T. d.
í'ékk “Skallagrímur” 30 “poka” á
þrem klukkustundum, botnvarp-
an full eftir svo sem 15 mín. Og
fiskur er þar nú með allra vænsta
móti — en ekki lifrarmikill.
Aflinn á öllu landinu var um
miðjan apríl talinn 197,000 skpd.
En fyrir sex árum voru 200 þús-
und skippund talin meðal árs-
afli. — Þegar fjórir mánuðir árs-
ms eru liðnir verður aflinn ná-
lægt kvart-milj. skpd.
Um verðlag er ekkert hægt að
fullyrða en verður engu góðu
spáð. Afli Norðmanna í ár eins
og hér, meiri en nokkru sinni
fyr. — Mgbl.
Smælki.
Hún Hér stendur að meðalald-
urinn hafi hækkað um 13 ár.
Hann: Það er fyrirtak.
Hún: Því ertu svo ánægður yf-
ir því?
Hann: Þá geri eg mér von um
að þú ljúkir við að stoppa sokk
ana mína.
— Píablbj, kennarinn segir, að
silkiormurinn sé mesta nytjadýr.
— J5vo. — Konan hans noþar
senniíega ekki silkisokka.
Lögreglan í smábænum Flint í
Bandaríkjunum leitar nú að þjóf-
um, sem vinna í mjög stórum stíl.
Komu kærur um það frá 4 fjöl-
skyldum, að öllum húsbúnaði
þeirra, hverar um sig, hafi verið
stolið.
Sextugur maður dó nýlega af
hjartaslagi í Philadelphia, er hann
frétti, að frændi hans hefði dáið
og arfleitt hann að 30 þús. doll-
urum.
Meðan lögreglan var að gera
upptækt áfengi í húsi einu í
Massachusetts, kom bófi einn og
stal bifreið lögreglunnar. Náð-
ist ekki í hann síðan.
Ung stúlka í Gla%gow varð ný-
lega fyrir járnbrautarlest, en
bjargaðist fyrir snarræði prest,
er hrópaði til hennar að kasta sér
flatri. Stúlkan gerði það, en held-
ur seint, og meiddist hún því all-
mikið á öðrum handlegg. — Lb.
— Þú þekir ekki muninn á
vinnu og verðmæti.
— Jú, ef eg lána þér 100 kall,
þá er það verðgmæti.
— En vinnan?
i— Hún verður í því fólgin að
nú í hann aftur.
Árn« 1 iðaróskir |
til íslenzka þjóðflokksins
í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis
Ti ryggingin felst í nafninu!
Pantið beztu tegundirnar
ÖL, BJÓR Og STOUT
frá gömlu og velþektu ölgerðarhúsi
Ri M edle Brewery
Stadacona og Talbot
Phone 57 241
“COTTAGE”
Bezta tegund af tisaue.
I ágætum umbúðum.
3,000 blöð, full tala.
EDDY'S -
NaW
TISSUE
"NAVY”
Full vigt af ágætis tis-
sue—700 blö8 af mjúk-
um, góðum, hættulaus-
um pappír.
"DREADNOUGHT”
Mjög ódýr Eddy tegund.
Sjö únzur af bezta papp-
ír í hverjum stranga.
BEZTI TISSUE PAPPlR í CANADA
Ef það er Eddy Tissue
pappír þá er hann hœttu-
laus, hreinn og heilnæmur
Þegar þér kaupiÖ Eddy baðherbergis pappír, þá kaupið þér það allra
bezta sem hægt er að fá af þeirri tegund.
Tissue pappír, sem er eiits hreinn og mjúkur eins og vísindalegar að-
ferðir geta framleitt slíkan pappír beztan. Tissue pappír gerður úr
óskemdu og beztu efni og hreinsaður þannig að engin hætta getur af
honum stafað.
/? jjvtgc verð, fulla vigt, og fulla tölu fáið þér í
KyÍXUJJíXOfZ^ oilum þessum Eddy tissue pappírs tárhreinu
suöngum. Fullvirði, öiuggleiki og hagnaður er
yður irygður ef þér fáið þenna. pappír fyrir
‘raðherbergi yðai. Kaupið æfinlega Eddy
Allra bezti pappir, í
fallegum boxum, sem
engin óhollusta kemst
að. Líta út eins og þau
væru úr nikkel* eða
postulfni.
tissue pappír.
EDDYS
Sterilized
TOILET TISSUES
THE E. B. EDDY COMPANY, LIMITED, HULL, CANADA