Lögberg - 05.06.1930, Blaðsíða 4
BIs. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JÚNÍ 1930.
Xögtiers
(Jefið út hvem fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The "Lögberg” is prlnted and publlshed bj
The Columbia Press, Llmited, in the Columbia
Bullding, 6»5 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba.
Mikilvœgt málefni
Eitt meðal þeirra miklu og margvíslegu
viðfangsefna, er canadiska þjóðin hefir með
höndum haft á undanförnum árum, og hefir
enn, er St. Lawrence skipaskurðurinn, eða sigl-
ingaleiðin fyrirhugaða frá ströndum Atlants-
haf.s til vatnanna miklu í Ontario. Hafa for-
t
ustumenn stjórnmálaflokkanna látið sig málið
nokkru skifta, þótt sitt hafi ef til vill sýnst
hverjum, að því er framkvæmdunum viðkom.
Hnígur nú margt í þá átt, að þeirri hinni frjáls-
lyndu stjórn, er enn f<^r með völd í Ottawa,
muni auðnast að koma nvjum skrið á málið, og
fá það leyst úr læðingi. Er málefni þetta svo
umfangsmikið í eðli sínu, að ekki er nema sjálf-
sagt að fylstu varúðar sé gætt við undirbúning
þess, og að engu hrapað.
Tiltölulega sjaldan hefir á mál þetta verið
minst í hinum íslenzku blöðum, og má það því
furðulegra teljast, þar sim hér er þó vafa-
laust um að ræða eitt allra umfangsmesta
fjTÍrtækið, er nokkru sinni hefir verið á dag-
skrá hér í landi, að undanteknum jámbrautar-
lagningum.
Um veturinn 1928, flutti hinn mikilhæfi
landi Vor, Mr. J. T. Thorson, sambandsþing-
maður fyrir Mið-Winnipeg kjördæmið hið
syðra, afar merka og fróðlega ræðu um St.
Lawrence skipaskurðinn og þýðing hans fyrir
viðskiftalíf hinnar canadisku þjóðar, sem og
nágrannaþ.jóðar vorrar sunnan landamæranna.
Var margt og mikið á ræðu Mr. Thorsons að
græða, sem áður hafði eigi verið lýðum Ijóst.
Uað eru ekki aðeins vikublöðin íslenzku, er
saka má um afskiftaleysi gagnvart þcssu stór-
mikilvæga máli, því hið sama gildir um flest
önnur blöð vestanlands, þau, er vér höfum litið
yfir, að undanteknu blaðinu Manitoba Free
Press, er flutt hefir öðra hvoru nokkra smá-
pistla málinu til skýringar. Upplýsinga verð-
ur því aðallega að leita til Austurfylkjanna,
og þá einkum og sérílagi til þeirra blaða, sem
gefin eru út í Toronto og Montreal.
Meðal þeirra stórblaða eystra, er sérstak-
lega hafa látið mál þetta til sín taka, má nefna
Toronto Daily Star, er flutt hefir hverja rit-
gerðina annari veigameiri, um þessa fyrirhug-
uðu siglingaleið, og notagildi hennar fyrir þær
þjóðir, er meginland Norður-Ameríku byggja.
Eins og mál þetta nú horfir við, er það eigi
aðeins eðlilegt, heldur og beinlínis sjálfsagt,
að almenningur krefjist um það fullrar vitn-
eskju, við hvað sé í raun og veru átt, er St.
Lawrence skipaskurðinn bera á góma, hver
hagnaðurinn af opnun hans kunni að verða
fyrir bændur og búalýð og hvað kostnaðurinn
muni verða mikill, um það er lýkur.
Tilgangurinn með St. Lawrence skipaskurð-
inum er sá, að tengja stórvötnin í Norður-
Ameríku við hafnarstaðina við strendur At-
lantshafs, með því að opna tuttugu og fimm
feta djúpan farveg, er venjulega stór vöruflutn-
ingaskip geti siglt eftir tvö þúsund mílur upp í
land, eða freklega það.
Nokkuð hefir þegar verið að því unnið, að
dýpka innsiglingu um St. Lawrence fljót, og
greiða skipagöngum þar með veg. Þó er það
samt ekki nema lítill hundraðshluti þess, sem
enn er ógert og framtíðin krefst að hrundið
verði í framkvæmd.
Verkfræðingum þeim, er fyrir stjóraarinn-
ar hönd liafa starfað að rannsóknum við St.
Lawrence fljót, telst svo til, að framleiða megi
þar fimin miljónir hestafla af raforku.
Hvað orku framleiðslunni viðvíkur, er vert
að geta þess, að hinn beini hagnaður myndi
ekki gera vart \áð sig nema á tiltölulega litlu
svæði, segjum einum Þunda hluta af Ontario-
fylki og Quebec. En þar hafa hka bækistöð
sína flest stærstu og umfangsmestu iðnfyrir-
tæki landsins. Kostnaðurinn við framleiðslu
orkunnar, mun svara til þriggja-fjórðu, en út-
gjöldin við sprengingu flúða, dýpkvun á fljót-
inu og annað það, er að endurbótum siglinga-
leiðarinnar sjálfrar lýtur, mjmdi því að eins
nema fjórða hluta allra fjárframlaga í sam-
bandi við fyrirtækið. Nærliggjandi iðnstofn-
anir myndu greiða svo mikið fé fyrir orkunot,
að stjórnin myndi sama sem ekkert þurfa að
leggja fram, aðeijjs hafa yfir-umsjón með notk-
un og viðhaldi skipskurðarins.
Kostnaðinum við aflstöðvarnar mætti jafna
niður á mörg ár, þannig, að bætt yrði við þær
eftir þörfum, í hvert sinn og samningar um
ný orkunot tækjust.
Af þessu, sem nú hefir sagt verið, er það
sýnt, að þjóðin þarf ekki að láta kostnaðinn við
fyrirtækið vaxa sér í augum. Hagnaðurinn
myndi verða svo stórvægilegur, að greiða
myndi á skömmum tíma fyrir alt fyrirtækið að
fullu.
Að því er sérfræðingum, er að máli þessu
hafa starfað, segist frá, mun rafvirkjun við
St. Lawrence fljót, hafa í för með sér eina þá
allra ódýrustu orku til iðnreksturs, er hugsast
getur.
Ef til þess kæmi, að stjórnir Canada og
Bandaríkjanna, sem báðar myndu að sjálf-
sögðu standá að þessu máli, æsktu tilboða í
raforkuna við St. Lawrence fljót, gegn því skil-
yrði, að þeir, er hlunnindanna yrðu aðnjótandi,
önnuðust sjálfir um nauðsynlegar umbætur
siglingaleiðarinnar, og féllust jafnframt á, að
sú orka skyldi seld neðan við verð þeirrar
orku, sem framleidd er við Chippawa skurðinn,
þá myndi samt sem áður mega ganga út frá
því sem gefnu, að auðmenn og iðjuhöldar
myndu róa að’ því öllum árum, að verða hlunn-
indanna aðnjótandi, svo sízt myndi skortur
verða á fjörugri samképni.
Andstæðingar St. Lawrenoe skipaskurðar-
ins, sem vitanlega eru hreint ekki svo fáir, láta
ekkert tækifæri ónotað til þess að draga málið
á langinn og hræða úr þjóðinni kjarkinn. Svo
mikla áhættu á fyrirtækið að hafa í för með sér,
að reglulegur þjóðarháski geti stafað af. En
til hvaða vopna myndu slíkir herrar grípa, ef
tilboð kæmu fram um það, að hrinda fyrirtæk-
inu í framkvæmd, án þess að það kostaði ríkis-
fjárhirzluna canadisku grænan túskilding?
Myndu þeir ekki blygðast sín og fara í felur,
eins og þeir jafnan gera, er eitthvað hafa ó-
hreint og ómannlegt í pokahorainu?
Á það hefir verið bent, að orkuframleiðslan
við St. Lawrence fljót, hlyti að verða nokkuð
staðbundin fyrst um sinn, og þarafleiðandi
mætti því-ekki gera ráð fyrir nema óbeinum
hagnaði. En að því er samgöngu- og siglinga-
leiðina snertir, horfir málið nokkuð öðruvísi
við. Þar er auðsjáanlega um beinan og ótví-
ræðan ávinning að ræða, er djúpt grípur inn í
efnalega velfarnan þjóðarinnar allrar. Vöru-
flutningar með skipum hafa alla jafna verið
ódýrustu og hentugustu flutningamir, og mun
svo enn verða um langan aldur. /
Um fimtíu miljónir manna, bæði í Canada
og Bandaríkjunum, myndu hagnast stórkost-
lega við opnun St' Lawrence skipaskurðarins,
og canadiskur iðnaður taka risavöxnum fram-
förum frá strönd til strandar. Bændum myndi
sparast árlega mikið fé í lækkuðum flutnings
gjöldum á komi, sem og öðrum búnaðarafurðum.
Nýjar siglingaleiðir myndu reynast þjóðinni
það notadrjúgar, að jafnvel þótt ekki í yrði í
sambandi við þær eitt einasta hestafl af raf-
orku, þá myndi það samt sem áður marg-
borga sig, að verja þeim til opnunar miklu fé,
og gera þær þar með nothæfar fyrir verzlun-
arflota þjóðarinnar.
Þess gengur enginn dulinn, að St. Lawrence
skipaskurðurinn eigi við all-snarpa mótspyrnu
að etja, þótt rökin á þá hliðina sýnist ekki
næsta innviðasterk. Jafnvel fylkistjómin í
Ontario, er um eitt skeið barðist af miklum
móði fyrir framgangi málsins, felur sig nii í
eyðimörk afskiftaleysisins, og lætur sér fátt
um finnast. Er þaðan því tæplegast styrks að
\ænta fyrst um sinn. Þess brýnni verður þvi
þörfin fyrir sérhvem þann, sem trúaður er á
gildi fyrirtækisins, að vaka á verði og knýja
almenningsálitið á sína sveif með rökföstum
myndugleik í ræðu og riti.
Frá því á árinu 1920, hafa stjómir Canada
og Bandaríkjanna, látið sérfræðinga sína í sam-
einingu rannsaka málið frá sem flestum hlið-
um, og verður ekki annað sagt, en að álit þeirra
hafi mjög gengið fyrirtækinu í vil. Og hún
ekki alls fyrir löngu, hefir Bandaríkjastjóra
farið þess á leit við sambandsstjóm vora, að
hefja tilraunir að nýju,*með það fyrir augum,
að komast niður á fastan samvinnugrundvöll
fyrirtækinu til framgangs. Ylrðist því nú
horfast nokkru vænlegar á um framgang þessa
nauðsynjamáls, en nokkru sinni fyr.
En það, sem mest ríður á, er að málið verði
ekki gert að pólitiskum fótbolta, því flokka-
skifting í því tilliti, gæti auðveldlega hamlað
framkvæmdum um ófyrirsjáanlegan tíma.
Meðan núverandi stjórn fer með völd, mun þó
tæpast líklegt, að til nokkurs slíks komi.
Fregnir frá Ottawa
eftir L. P. Bancroft, þingm. Selkirk-kjörd.
+-----------------------------—------------+
Þá er nú svo komið, að " sambandsþingið
hefir verið rofið og nýjar kosningar fyrirskip-
aðar þann 28. júlí næstkomandi. Eiga kjósend-
ur þá að gera út um það, hvort hin frjálslynda
stjóm, undir leiðsögn Mackenzie King, skuli
fara með völd næstu fjögur til fimm ár, eða
hvort íhaldsliðinu og Mr. Bennett, verði fengn-
ir stjómartaumarair í hendur.
Megin ástaiðan fyrir því, að þing var rofið
og kosningar fyrirskipaðar svona snemma, er
sú, að Mr. King leit svo á, að eigi væri rétt-
mætt að stjórn sín tæki þátt í samveldisstefnu
þeirri, er háð skal í Lundúnum í septembermán-
uði næstkomandi, nema með endurnýjuðu um-
boði frá kjósendum; mun víst mega telja, að
þessi ályktan forsætisráðgjafans mælist hvar-
vetna vel fyrir og stuðli að sigri frjálslyndu
stefnunnar, er til næstu kosninga kemur.
Samkvæmt stjórnskipulögum landsins, er
hið canadiska þing kosið til fimm ára; er það
því sýnt, að ef stjóminni hefði boðið svo við
að horfa, hefði hún auðveldlega getað setið að
völdum eitt árið enn, án þess að til kosninga
yrði gengið. En sem sagt, þá leit forsætisráð-
gjafi þannig á, og vafalaust meðstarfsmenn
hans allir í ráðuneytinu, að svo væri hin fyrir-
hugaða samveldisstefna þýðingarmikil fyrir
hina canadisku þjóða, að ekki gæti komið til
nokkurra mála, að stjórnin tæki þátt í henni,
nema að áðurfengnu umboði frá kjósenda
hálfu. Á samveldisstefnunni verða tekin til
meðferðar margvísleg alvörumál, er miklu
varða framÞð hinnar canadisku þjóðar, og
djúpt grípa inn í réttarfarslega afsíöðu henn-
ar; hafa sum þessara mála verið þó nokkuð
rædd á þingi, og skoðanir orðið talsvert skift-
ar, eins og gengur og gerist. Sérstök nefnd,
undir forustu þeirra Hon. Ernest Lapointe,
dómsmálaráðherra, og Dr. O. D. Skelton, að-
stoðarráðgjafa utanrfkismálanna, hefir haft
með höndum undanfarandi breytingar þær, sem
líklegt þykir að til umræðu komi í sambandi
við stjórnskipulega afstöðu hinnar canadisku
þjóðar. Tillögur nfendarinnar í málinu hafa
verið lagðar fram í þinginu, og mun það ekki
ofmælt, að Mr. Bennett hafi fundist þær ganga
helzti langt í sjálfstæðisáttina, og svipuðum
augum hafa ýmsir af hans nánustu fylgifisk-
um litið á málið. Hin frjálslynda stjóm hefir
aftur á móti á hinn bógin stigið hvert sporið
öðru meira í áttina til fullveldisviðurkenningar
og vakað á verði yfir því, að hvergi yrði
þröngvað að canadiskum þjóðréttindum.
Eins og vænta mátti, bar atvinnumálin mjög
á góma í þinginu, og skiftust einnig þar skoð-
anir þingmanna, sem á flestum! öðrum sviðum.
Hvað svo sejn um árangurinn af umræðunum
um þau mál má að öðru leyti segja, þá leiddu
þær þó að minsta kosti óbeinlínis til þess, að
nú hefir verið lögleiddur átta stunda vinnutími
í öllum deildum stjórnarþjónustunnar. Um þetta
atriði mátti heita, að allir flokkar yrðu sam-
mála. •
Deilan á milli sambandsstjóraarinnar og
vesturfylkjanna, í sambandi við endurheimt
náttúrufríðinda þeirra, er nú á enda kljáð,
þannig, að allir aðiljar mega vel við una. A
stjómin skylda þjóðarþökk fyrir framkomu
sína og stefnu í þessu merkilega og langdræga
deilumáli, sem og bændaflokks þingmennimir
að vestan, er vel og drengilega studdu að fram-
gangi málsins.
Alls voru afgreidd á hinu nýafstaðna þingi,
325 lagafrumvörp, sum næsta mikilvæg, svo
sem lögin um endurbætt launakjör heimkom-
inna hermanna, endurmat hermannajarða, end-
urheimt náttúrufríðinda SJéttufylkjanna, lögin
um átta stunda vinnutíma í öllum deildum
stjómarþjónustu, ásamt breytingum á kosn-
ingalögunum, fiskiveiða- og komsölu lögum.
Síðast, en ekki sízt, ber að minnast löggjafar-
innar, er synja skal héðan í frá skipum, er á-
fengan vínanda ætla að flytja suður til Banda-
ríkjanna, eða annara bannþjóða, um afgreiðslu.
Flutti forsætisráðgjafinn sjálfur frumvarp
þetta, og sá því borgið gegn um þingið. Var
hér um hið mesta þarfaverk að ræða, því sam-
vizka þjóðarinnar þoldi eigi lengur smyglunar
fargan það, er við hafði gengist í liðinni tíð.
Að öllu athuguðu, verður eigi annað sagt,
en að störf þingsins gengju yfirleitt vel; sam-
komulagið var yfir liöfuð að tala gott og minni
flokksbeiskja í umræðum, en venja hefir verið
til. Svo mátti heita, að síðustu sólarhringana
væri starfað dag og nótt, enda. vir^jst mörgum
þingmönnum það hið mesta kappsmál, að kom-
ast sem fyrst heim til kjördæma sinna, eftir að
heyrinkunnugt varð, hve skamt væri eftir fram
til kosninga.
Canada framtíðarlandið
Svo má heita, að sama regla
gildi í Alberta*og hinum fylkjum
sambandsins, að því er útmæling
áhrærir. Var byrjað að mæla frá
landamerkjalínu Bandaríkjanna.
Hin stærri útmældu svæði, er
seetion, eða fermílur af landi, er
taka yfir 640 ekrur. Sérhvert
township, þannig mælt út, inni-
heldur 36 sections, eða 23,000 ekr-
ur. Spildum þeim, er sections
kallast, er svo aftur skift í fjórð-
unga, eða 160 ekra býli.
Héraðsvegir í fylkinu mega á-
gætir kallast, enda hefir ^erið til
þeirra varið miklu fé, bæði frá
sveita, sambands og fylkisstjórn-
um.
Fylkið saman stendur af borg-
um, bæjum, þorpum og sveitar-
félögum, er hafa sína eigin fram-
kvæmdarstjórn, að því er heima-
málefni áhrærir. Alls eru sex
borgir í fylkinu. Er þeim stjórn-
að af borgarstjóra og bæjarráðs-
mönnum, kjörnum í almennum
kosningum. Þó er stjórnarfyr-
irkomulag borganna sumstaðar
talsvert mismunandi. Sérhverri
þorg er stjórnað samkvæmt lög-
giltri reglugjörð eða grundvallar-
lögum. — Bæjum er stjórnað af
bæjarstjórn og sex fulltrúum, en
þorpunum stýra oddvitar ásamt
þrem kosnum ráðsmðnnum. —
Lög þau, eða reglugerðir, sem
bæjum og þorpum ber að hegða
sér eftir, nefnast The Town Act
og The Village Act.
Sveitarfélög eru löggilt af
fylkisstjórn, eða stjórnardeild
þeirri, er með höndum hefir eft-
irlit með * héraðsmálefnum —
Municipal Affairs — samkvæmt
bænarskrá frá kjósendum, er í
bygðarlaginu eiga dvöl. Sveitar-
félagi er stjórnað af sex þar til
kjörnum ráðsmönnum, og er for-
maður þeirra nefndur sveitarodd-
viti.
Sveitarfélög, sem eru að byggj-
ast en haifa eigi hlotið löggild-
ingu, standa undir beinu eftirliti
fylkisstjórnarinnar.
Eins og í hinum Sléttufylkjun-
um, er að finna í Alberta allar
nútíðar-menningarstofnanir, svo
sem bókasöfn, sjúkrahús, skóla og
kirkjur. Eru barna og unglinga-
skólar í hverju löggiltu bæjar- eða
sveitarfélagi, svo og gagnfræða-
skólar, kennaraskólar, iðnskólar;
enn fremur landbúnaðar og verzl-
unarskólar, er njóta góðs styrks
frá stjórninni. Skólahéruð má
stofna, þar sem eigi búa færri en
fjórir fast-búsettir gjaldendur, og
eigi færri en átta börn frá fimm
til átta heimilum. Skylt er öllum
foreldrum að láta börn sín sækja
skóla, þar til þau hafa náð fimtán
ára aldri. Heimilað er og sam-
kvæmt lögum að láta reisa íbúð-
arhús handa kennurum á kostnað
hins opinbera, þar sem svo býður
við að horfa, og nauðsynlegt þyk-
ir vera.
Skólahóruðum fer fjölgandi
jafnt og þétt, og er ekkert til
sparað, að koma mentastofnunum
fýlkisins í sem allra bezt horf.
Á landbúnaðarskólunum nema
bændaefnin vísindalegar og verk-
legar aðferðir í búnaði, en stúlk-
um er kend hússtjórn og heimilis-
vísindi.
Réttur minnihlutans er trygð-
ur með sérskólum, sem standa
undir eftirliti fylkisstjórnarinn-
ar, enda verður auk hinna sér-
stöku greina, að kenna þar allar
hinar sömu námsgreinir, sem eru
kendar í skólum þeim, sem eru
fylkiseign.
í borgum og bæjum eru gagn-
fræða og kennaraskólar og 1 sum-
um þorpum einnig. — Mentamála-
deild fylkisstjórnarinnar hefir að-
al ujnsjón með skólakerfinu, ann-
ast um að fyrirmælum skólalag-
anna sé stranglega framfylgt. —
Þrír kennaraskólar eru í fylkinu:
í Edmonton, í Calgary og í Cam-
rose. Verða öll kennaraefni, lög-
um samkvæmt, að ganga á náms-
skeið, þar sem kend eru undir-
stöðuatriði í akuryrkju.
Háskóli í Alberta er í Suður-
Edmonton. Eru þar kendar allar
algengar vísindagreinar, er kraf-
ist er að þeir nemi, er embætti
vilja fá í þjónustu hins opin-
bera. ,
í fylkinu eru sex skólar, er það
sérstaka verkefni hafa með hönd-
um, að veita sveitapiltum og
stú’lkum tilsögn í grundvallarat-
riðum landbúnaðarins, svo sem
akuryrkju, húsdýrarækt, mjólkur-
meðferð og ostagerð, enn fremur
bókfærslu, er við kemur heimilis-
í meir en þriðjung aldar hafa
Dodd's Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bakverk,
gigt, þvagteppu og mörgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
söþum, fyrir 50c. askjan, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.,
Toronto, ef borgun fylgir.
haldi. Skólar þessir eru í Ver-
million, Olds, Claresholm, Ray-
mond, Gliechen og Youngstown.
Námsskeið fyrir bændur eru
haldin á ári hverju við landbún-
aðarskólana, og fer aðsókn að þeim
mjög vaxandi.
Útskýring
í tilefni af ritbulli, er birtist í
Heimskringlu 23. apríl s. 1., er
það máske viðeigandi jað skýra
málið stuttlega frá sjónarmiði
fiskisamlagsins, og hvers vegna
það virðist vera svo erfitt, að
koma fiskisamlagi á réttar lagg-
ir. Samt ætla eg ekki að svara
áminstri' grein , því þkð virðist
vera svo, að þessi ntvillingur
frá Winnipegosis, hafi farið einu
sinni of oft “niður á hornin”, og
ekki vera byrjaður að átta sig,
þegar hann hitti Sigfús, sem af
útliti að dæma var þá á ferð norð-
ur í Winnipegosis í leit eftir ein
hverju hrafli í blað sitt, og kom
sér þá vel, að hitta Ármann.
Sömuleiðis er það mitt álit, að
þau málefni, sem aðeins koma fé-
iagsskapnum og meðlimum hans
við, eigi alls ekki heima í opin-
berum blöðum. Ekki fyrir þá á-
stæðu, að eg álíti það vera neitt
í sambandi við félagsskapinn,
sem að sé launungarmál nokkurs,
heldur einungis fyrir þá ástæðu,
að þetta eru málefni, sem almenn-
ingur er kaupir Heimskringlu,
lætur sig engu varða, og býst
fremur við að sjá upplyftandi,
fræðandi ritgerðir og gagnlegar
fréttir, heldur en óhróðursdylgjur,
aðdróttanir og þess háttar frá
mönnum, sem helzt eru til slíks
hæfir. Og má það kalla mjög
slæmt, þegar þannig innrættir
piltar ná inngöngu í félagsskap,
sem styður að almennum, gagn-
legum fyrirtækjum. Því oftast
mun það sannast, að sjaldan muni
gott af þeim hljótast, og því mið-
ur hefir fiskisamlagið sína
raunasögu að segja í því sam-
bandi.
í einum stað vellu sinnar,
kveður Ármann það vera van-
stjórn á samlaginu, að fiskur frá
einhverjum fiskimönnum þar
norður frá, var ekki keyptur, til
að stemma stigu 'fyrir að hann
væri settur á markaðinn í sam-
kepni við fiskinn sinn. Hann 1-
hugar ekki, að til þess þurfti
meira fé, en samlagið hefir nokk-
ur ráð á og hefir stjórnarnefndin
enga heimild til að nota fé félags-
ins þannig.
iEg veit dæmi til, að stór-auð-
ugt félag reyndi eitt sinn að ná
haldi á markaðnum á þennan hátt
og tapaði svo miklu fé, að það
muri seint bíða bætur af.
Á öðrum stað í grein sinni fer
Ármann mörgum orðum um
fiskikaup okkar bræðra í Winni-
pegosis veturinn 1928—30. Win-
nipegosis-vatn hefir það gildl
umfram önnur vötn, að framleiða
þann fisk, sem selst betur heldur
en fiskur frá öðrum vötnum, og
er það oft og tiðum nauðsynlegt,
að hafa þann fisk með, til að geta
gefið kaupendum þá vöru, sem
þeir óska eftir. Og þar af leið-
andi kom stjórnarnefnd félagsins
sér saman um, að nauðsynlegt
væri að samlagið fengi nokkuð af
þessum fiski, og þar sem samlag-
ið hafði ekkj fé til að kaupa fisk-
inn, þá var það samkomulag
nefndarinnar, að við bræður
keyptum fisk í Winnipegosis og
Mafeking, og samlagið fengi vist
á pundið 4 sölulaun. Eftir að
vertíðin var nærri liðin, voru