Lögberg - 05.06.1930, Blaðsíða 5

Lögberg - 05.06.1930, Blaðsíða 5
LÖGKERG, FIMTUDAGINN 5. JÚNÍ 1930. Bla. 5. Elzta eimskipasamband við Canada 1840—1930 Nú er tíminn til að annast um farar-útbúnað bræðra, systra, eig- in-kvenna, barna, foreldra, ást- meyja og unnusta á gamla land- inu, er flytja ætla til Canada. Cunard línan hefir hlotið frægð fyrir ágætt fæði, fljótar ferðir og sanngjarnt verð. Vér höfum skrifstofur í öllum löndum Norðurálfunnar, er greiða jaifnt fyrir einstaklingum sem fjölskyldum. Vér sendum pen- inga fyrir yður til Norðurálfunn- ar fyrir sanngjöm ómakslaun. Ef þér heimsækið gamla land- ið, þurfið þér vegabréf, sem og endurkomu skírteini. Vér hjálp- um yður til að koma þessu í kring. Skrifið oss á móðurmáli yðar í sambandi %nð upplýsingar, er yð- ur verða í té látnar kostnaðar- laust. --Ca^adian Service sumir, er héldu að við værum að nota félagspeninga til að auka okkaii fé á þennan hátt, og bauð eg þá nefndinni, að samlagið mætti hafa það á hvern veg sem það vildi, að það hefði ágóðann eða tapið, ellegar samkvæmt samningum að við bræður hefð- um það og borguðum samlaginu vist á pundið í samræmi við áður gerða samninga. Og var þá nefnd sett til að yfirfara málið, og komst að þeirri niðurstöðu, að það hefði ekki verið neinn gróði í fyrirtækinu, og þess vegna tæki það heldur fyrstu samningum, ,að við bræður borguðum vist á pundið, sem nam freklega $2,500, miklu meira en mitt kaup; og þar sem eg seldi fiskinn sjálfur á sama tíma og félagsins fisk, þá virðist mér að samlagið hafi stór- um þénað á. fyrirtækinu, en við tapað, og fiskimenn yfirleitt feng- ið meira fyrir fisk sinn í Winni- pegosis, vegna samkepni á kaup- um milli annara félaga og okkar bræðra. Og enn fremur höfðu þá önnur félög ekki haft tækifæri ti) að kaupa ódýran fisk itl að leggja á markaðinn í smkepni við fisk frá öðrum vötnum, sem hefði átt ð vera hagnaður fyrir samlagið 1 heild sinni.. Þetta mál kom til umræðu Síðan að áðurnefnd grein var rituð, hefir önnur grein frá Ár- manni komið út í Heimskringlu, og sé eg ekkert við hana, fremur en þá fyrri. Að eins eitt, sem hann minnist á, að Elliott hafi sagt mér upp vistinni þrisvar, og vildi eg gefa dálitla útskýringu á því sambandi. Til að byrja með, Já bauð eg ráðanefnd samlagsins að hætta í 7marz 1929, þegar eg kom heim frá Bandaríkjunum, og sá hvað nefndir félagsmenn höfðu starfað í fjarveru minni og sömu- leiðis án vitundar minnar á þeim timum, þegar eg var í skrifstof- unni, en þeir báðu mig að bíða úrslita aðálfundarins. iEftir þann fund var mér sagt, að tveir samverkamenn mínir ættu að hætta og sagði eg þeim þá, að heldur en að láta tvo menn fara, skyldi eg hætta, þvi það var ó- hugsandi, eð við gætum unnið saman allir þrír lengur. En stjórnarnefndin hélt fast við sína stefnu, og starfaði eg sem ráðsmaður samlagsins, þar til Elliott tók við 20. ágúst 1929, og ástæðan fyrir að hann var feng- inn, var sú, að eg sagði nefnd- inni, að það væri ofverk fyrir einn mann að stjórna félags- skapnum og á sama tíma selja fiskinn svo að vel væri, og þar nefndin til vitnis um það, sem hér fer á undan. Það er margt fleira, sem eg gæti ritað til útskýringar í tilefni af ritsmíði Ármanns; en þar eð fcg kæri mig ekki um að þreyta ó- viðkomandi fólk á málum, sem það kærir sig ekkert um að lesa, býð eg öllum þeim, sem láta sig málió varða og heimild hafa til upplýs-j ingar, að koma á skrifstofu fé- iagsins eða skrifa eftir þeim, og mega þeir eiga vissu fyrir að fá fylstu útskýringar á hverju því máli, sem kemur félagsskapnum við. Það eru haldnar bækur yfir all- ar gjörðir Samlagsins, og óvil- hallir yfirskoðunarmenn fengnir á tímabilum til að yfirfara alla reikninga; og ef Ármann vildi snúa sér beint til okkar, þá hefði hann getað fengið miklu greiðari svör, heldur en í gegn um opinber blöð; enda hefi eg svarað öllum hans bréfum og útskýrt það sem hann hefir spurt eftir. Það er engum vafa bundið, að samlagsvinna er hyggileg og hag- kvæm fyrir framleiðendur. En svona félagsskapur, sem saman- stendur af mörgum misjöfnum, útheimtir mikla nærgætni, þolin- rcæði og þrautseigju. Og því fer betur, að við höfum marga fram- leiðendur gædda þessum kostum. Og þrátt fyrir þá allra óhag- kvæmustu vertíð, sem eg hefi þekt, sem nú er nýafstaðin, þá hefi eg góðar vonir um, að Fiski- samlagið eigi eftir langa framtíö og hagkvæma í þarfir fiskifram- leiðénda víðávegar. Fiskisamlagið heldur ársfunf sinn þann 10. þ. m. hér í borginni. Á þann fund væri æskilegt að Ármann Björnsson kæmi, og þeir aðrir, er eitthvað alvarlegt hafa að athuga við starfrækslu Fiski- samlagsins. Verða á fundinum lagðar fram nákvæmar skýrslur, yfir starfsemi félagsskaparins frá byrjun, ásamt skýrslum yfir hin einstöku fiskiveiða tímabil. G. F. Jónasson. ÆFIMINNING ársfundi félagsins síðastliðið’ sem það virtist ill-mögulegt að fá sumar, og útskýrði eg það fyrirj sölumann, þá lagði eg til, að ef fundinum svo að allir virtust ekki fengist betri maður, þá vera ánægðir. Hvað viðvíkur bátakaupum fé- lagsins ÍWinnipegosis, þá kom það til umræðu á ráðstefnufundi vet- urinn 1928—(29, að nauðsynlegt Væri fyrir samlagiðj að höndla fisk frá meðlimum allan árshring- inn, en til þess er nauðsynlegt að eiga flutningsbát, sem getur tek- ið á móti áflanum við fiskiveiða- stöðvar og flutt hann til járn- brautar. Kom þá til umræðu út- vegun slíks skips, og þar sem við bræður höfðum ný-undanfarandi keypt skip til slíks brúks, en sem var nú I aðgerðarleysi vegna þess að eg hætti utgerð til að starfa i þjónustu samlagsins, þá náttúr- lega bauð eg ráðunautum sam- iagsins bátinn til kaups. Við bræður borguðum $1,500 fyrir hann, nýlega bygðan, og svipaða uPphæ? fyrir aðgerðir, sem nauð- synlegar voru til að gera hann bentugan fyrir okkar brúk, o'g bar að auki á áttunda hundrað fyrir frystivélar og annan kostn- í sambandi við innsetningu Þeirra. 1 alt mun báturinn hafa kostað okkur talsvert á fjórða þús- und. Við buðum hann á $3,000 með vélum, eða $2,500 án þeirra; °g þar sem þrír af ráðunautum félagsins höfðu skoðað skipið, þá burfti ekki minnar sögu við til að fullvissa þá um hvort kaupin væru hyggileg, hvað verðlag báts- lns snerti, enda var hægt fyrir bá að vísa frá sér tilobðinu, ef ó- rýmilegt hefði þótt. Eftir grand- gæfilega íhugun afréð ráðnefnd- srstefnan að kaupa bátinn. Komu bá til umræðu borgunarskilmálar bauð eg að ekkert þyrfti að borga í eitt ár; og satt að segja er nú komið töluvert á annað ár °í? ekkert borgað, enda hefi eg €kki farið fram á borgun, vitandi ó'hagstæðar kringumstæður. skyldi eg gera það sem í mínu valdi stæði til að selja fiskinn, ef þeir fengju stjórnarmann, sem liti eftir skrifstofunni og félags- skapnum heima fyrir, og var þá Elliott fenginn, og hafði eg ekk- ert með það að gera, að útvega hann. Mánuði eftir að hann byrj- aði starf sitt, sagði eg stjórnar- nefnd samlagsins, að hann væri ekki heppilegur fyrir starfið, og gaf ástæður fyrir; en þar sem hann hafði góð meðmæli aðsend, þá trúðu þeir ekki minni sögu. Þess vegna varð eg að bíða, þar til nefndin varð áskynja um, að hann var ekki ,vaxinn starfínu; en það virðist hafa verið helzt til seint. Eftir því, sem tímar liðu, gekk okkur ver að vinna saman, vegna þess að eg þóttist sjá, að Eliott starfaði í ranga átt. Þá \ar það sem hann sagði mér upp vistinni, og satt að segja þótti mér vænt um. Kom þá saman stjórnarnefnd samlagsins og beiddi mig að vera kyr, en eg vildi ekki gefa kost á þvi, þar til banka- stjóri samlagsins sagði að ef eg hætti, þá myndi hann ekki lána samlaginu meira fé, sem hefði haft slæmar afleiðingar fyrir samlagið. Þess vegna gaf eg eft- ir að halda áfram til 1. apríl. Skömmu síðar vísaði stjórnar- nefndin Elliott frá sföðunni, og var F. E. Snædal, forseti sam- lagsins, við stjórnina Um stuttan tíma, og beiddu þeir mig þá að taka við stjórninni að nýju. Á fundi, sem haldinn var i apríl, kom til umræðu að samlag' ið gæti máske komist af með ódýr- ari mann heldur en mig, og bauð eg stjórninni á þeim fundi að gefa eftir $1,400 skuld, sem samlagið 0!í v*nina þá skuldaði mér, ef það vildi fá annan mann og ekki biðja mig að vera kyrran; og er stjórnar- Til œttingja og vina nær og íjær Síðan í vetur hefir okkur alt af langað til að biðja Lögberg fyrir þakkarorð til ykkar, en vegna veik- indanna hefir það dregist miklu lengur en við hefðum viljað vera láta. En okkur finst þó, að betra sé seint en aldrei. Mrs. Kirstin H. Olafson sagði frá því í grein í Lögbergi, að þá er gullbrúðkaupsdagur okkar (22. des. 1929) nálgaðist, ákvarðaði bygðarfólkið hér, undir leiðsögn kvenfélagsins og í samráði við ættingja okkar nær og fjær, að heiðra okkur með samsæti, er fram færi í samkomuhúsinu Gardar. Þetta var líka búið að tilkynna okkur. En svo komu veik- indin, sem ykkur eru kunn, og hömluðu frekari framkvæmd um það samkomuhald. Tók þá kven- félagið það ráð, að láta minnast gullbrúðkaups viðburðarins, og lesa in mörgu vinsamlegu fagnað- arskeyti, sem til okkar voru kom in, og framvísa vinargjöfunum frá ættingjum og vinum, við jóla- guðsþjónustuna á Gardar síðast liðið aðfangadagskveld. Voru okkur svo færð þessi skeyti og þessar gjafir heim til okkar strax þar á eftir. Ekki kunnum við tök á því, að þakka þetta alt svo vel sem okkur langar til. Frábærlega vandaðar og fagrar voru minningargjafir ættingjanna og vinanna, og fyrir þær þökkum við af einlægu hjarta, og þó þökkum við ekki hvað sízt íyrir þá miklu ástúð og það djúpa vinarþel, sem þær bera með sér. Og við erum ekki síður þakklát f.vrir öll þau hlýju ástúðar og vináttu skeyti, bæði í bundnu og óbundnu máli, sem okkur bárust úr öllum áttum. Þeim skeytum gleymum við ekki. Og ekki gleym- um við heldur ástúð kvenfélags ins, bygðarfólksins, ættingjanna cg vinina mörgu, er voru svo vel samtaka um það að heiðra okkur og gleðja sem allra mest og bezt á gullbrúðkaupsdegi okkar. Fyr- ir allan hinn mikla kærleik í garð okkar nú og ávalt, þökkum við af hrærðu hjarta, og biðjumGuð að blessa bygðarfólkið, ættingjana 20. maí 1930. Ingibjörg Walter, Joseph Walter. JÓHANNES ÓLAFUR OLSON. Jóhannes Ólafur Olson, tannlæknir, andaðist á Almenna spítalanum í Winnipeg 20. janúar s. 1., eftir fjögra daga legu í inflúenzu. Var þá þungur harmur kveðinn að aldur- hnignum foreldrum, ekkju og ættingjum og vinum hins látna. Andlát hans bar mjög óvænt að, því hann var á bezta aldri og í blóma lífsins, og var ekki annað fyrirsjáan- legt, en að ihann ætti langa og nytsama æfi fyrir höndum. En vér mennirnir erum oftast skammsýnni en vér hyggjum, og svo reyndist í þessu tilfelli. En djúpa hrygð vekur það ávalt, þegar ungt fólk með fullu fjöri, og miklum mannkost- um háð, hnígur snögglega fyrir sigð dauðans. Jóhannes læknir var fæddur í Winnipeg 2. marz 1894, og var því tæplega 36 ára, er hann dó. Foreldrar hans eru hin valinkunnu hjón, Haraldur Jóhannesson Olson, og Katrín Hansína Einarsdóttir, bæði ættuð frá Húsavík í Þingeyjarsýslu. Systkiþi hans á lífi eru; frú Sigríður Thorsteinsson að Wynyard, Sask.; Baldur Olson læknir og Wilhjálmur Olson, báðir búsettir í Winnipeg. Jóhannes ólst upp í foreldrahúsum; hann útskrifaðist úr barnaskóla Vorið 1908; stundaði nám við miðskóla Win- nipeg-borgar um hríð; svo var hann í verzlunarskóla um tíma, og þar^hæst gaf hann sig við bankastörfum í hálft þriðja ár. Þá gekk hann í Jóns Bjarnasonar skóla tvo vetur. En 25. marz 1916, gekk hann í Canada-herinn og var skrá- settur í 223. herdeild. 1. apríl 1917 var honum veitt lausn úr herþjónustu, og það sama ár byrjaði hann nám við tann- lækninga-skóla í Toronto, The Royal College of Dental Surgeons; tók þar burtfararpróf í maí 1922, með fyrstu ágætiseinkunn (1A). Þar með hlaut hann nafnbótina Doctor of Dentistry. Rétt þar á eftir gekk hann undir próf í tannlækningafræði, er gildir fyrir alla Canada. Lauk hann því prófi einnig lofsamlega. Að prófunum loknum, byrjaðihann að stunda tannlækn- ingar hér í Winnipeg. Hafði hann aðsókn mikla þegar í byrjun, því hann var alment í miklu áliti. Lét honum starfið vel, og hann gat sér brátt góðan orðstír í stöðu sinni. Árið 1923, 21. júlí, gekk hann að eiga hjúkrunarkonu Guðrúnu Ingiríði Thompson, dóttur Sveins Thompson ak- týgjasmiðs og konu hans Sigurlaugar Steinsdóttur, að Sel- kirk, Man. Eignuðust þau tvær dætur, er heita: Lorna Marion, nú 5 ára, og Emma Elinore, 4 ára. Eru þær báðar hjá móður sinni, og sérlega efnilegar. Jóhannes læknir var vel meðalmaður á hæð og ítur- vaxinn, kvikur á fæti og snarlegur í öllum hreyfingum, og skarpur til sálar og líkama; manna fríðastur sýnum, gáfu- legur og góðmannlegur, og þýður í öllu viðmóti. Hann var snemma fjörmikill, og gaf sig því allmikið við íþróttum á námsárunum. Hann sótti ávalt kappsamlega fram, en lék þó ávalt sem góðum dreng sæmdi, svo, að hann ávann sér velvild og virðing leikbræðra sinna, jafnt þeirra, sem hann lék á móti, sem með. í stöðu sinni óx hann með ’hverju líðanda ári; þótti sér- lega vandvirkur og nákvæmur 1 öllu, sem laut að læknis- starfi hans. Þeir, sem til hans leituðu, gátu ávalt treyst honum og hánn ráðlagði þeim ætíð eftir beztu þekkingu og reynslu; bar velferð þeirra meira fyrir brjósti, en sinn eig- in hag. Hann var því sérlega vel kyntur, og í miklu áliti sem tannlæknir, bæði á meðal íslendinga og annara þjóða fólks hér um slóðir. Hann átti marga vini, enda var hann sjálfur trygglyndur og einlægur við þá, sem hann tók vin- áttu við. Varð hann því mörgum harmdauði. Útför Jóhannesar heitins fór fram 23. janúar, frá Fyrstu lút. kirkju, að viðstöddu mesta fjölmenni. Áður en gengið var í kirkjuna, fór fram húskveðja á heimili hins látna, að viðstöddum nánustu ættihgjum og vinum. Blóm- skrúð fagurt og mikið prýddi útförina. Blómin túlka bezt tilfinningar syrgjendanna, og minna oss ósjálfrátt á, að “Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi, því tára-döggvar falla stundum skjótt og vinir berast burt á tímans straumi”, og fyrr en oss varir, verðum vér að kveðja vora kærustu vini í hinzta sinn. Aldrei finnum vér jafn ákveðið til van- máttar vors og á þeirri stund, — fáum aðeins sagt: “Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alt og alt.” Fjölment samsæti Afar fjölment samsæti var þeim, Dr. og Mrs. Sig. Júl. Jóhannesson, haldið á miðvikudagskveldið í vikunni sem leið, hinn 28. maí. Fór samsætið fram í Goodtempl- arathúsinu og munu þar hafa set- ið til borðs 250 manns eða vel það. Höfðu þau hjón þá verið gift í 25 ár, og var þetta því silf- urbrúðkaup þeirra, og vildu vinir ir þeirra, hinir mörgu, taka það tækifæri, að sýna þeim nokkurn vott vináttu sinnar og virðingar. Þegar allir voru seztir að borð- um, eitthvað kl. 8.30 um kveldið, fór fram stutt helgi athöfn, sem séra Rúnólfur Marteinsson stýrði. Flutti hann bæn og sömuleiðis séra Jóhann Bjarnason. Sálmar voru sungnir af öllum, sem sung- ið gátu. Miss Jónína Johnson spilaði á hljóðfæri. Að því búnu voru mjög góðar og myndarlegar veitingar fram reiddar, en að mál- tíðinni lokinni, tók Gunnlaugur Jóhannsson við stjórninni. Á- varpaði hann silfurbrúðhjónin nokkrum orðum, og gat hann þes's meðal annars, að þó þetta fjöl- menna samsæti sannaði æði ljós- lega hinar miklu vinsældir, sem Dr. Jóhannesson og; frú hans nytu meðal íslendinga í Winni- peg og annars staðar, þá væri það þó engan veginn einu sannanirn- ar fyrir Iþeirri staðreynd. Nefnd- inni, sem fyrir samsætinu hefði staðið, hefði borist fjöldi bréfa, sem engu síður en samsætið bæri vott um hinar miklu vinsældir læknisins. Las hann eitt þeirra, og var það frá Mr. J. K. Jónasson, Vogar, Man. Einnig las hann kvæði til silfurbrúðhjónanna frá Mrs. 'Oddnýju Helgason. Enn- fremur bárust lækninum sjálfum og frú hans margar hamingju- óskir frá mörgum fjarlægum vin- um. Má þar sérstaklega nefna langt kvæði frá Lárusi Sigurjóns- syni, guðfræðingi í Chicago. Um leið og veizlustjóri lauk á- varpsorðum sínum, afhenti hann silfurbrúðhjónunum mjög vand- að Radio sem minningargjöf frá vinum þeirra, og einnig fallega klukku frá dætrum þeirra tveimur. Auk þess, sem þegar er getið, fóru fram margskonar skemtanir í samsæti þessu. Mrs. Dr. J. Stefánsson, skemti með söng og hljóðfæraslætti. Miss Helga Jó- hannesson og Mr. Pálmi Pálma- son léku á fiðlu. Til máls tóku þeir séra Jóhann Bjarnason, Dr. O. Bjömson, Mr. Björn Magnús- son, Dr. J. Stefánsson, Dr. B. J. Brandson og Mr. J. G. Jóhannsson kennari. Bkki skal hér út í það farið, að segja frá efninu í öllum þessum ræðum, en þess má þó geta, að ræður læknanna báru þess Ijós vitni, að Dr. Jóhannes- son nýtur mikils trausts og vin- sælda innan sinnar eigin stéttar, eins og annars staðar. Kvæði fluttu silfur brúðhjónunum, Mr. Þ. Þ. Þorsteinsson, Mr. S. B. Bene- dictson, Mr. Jón Jónatansson og Mr. Lúðvík Kristjánsson. Silfurbrúðkaup eru engan veg- inn fátíð, meðal Vestur-íslend- inga, en svona fjölmenn silfur- brúðkaups samsæti, eru áreiðan- lega fátíð. Þetta er heldur ekkert undarlegt. Dr. Sig. Júl. Jóhann- esson hefir látið margt til sín taka nm dagana, og oft sótt sitt mál af miklu kpapi. Hann hefir því eðlilega átt marga mótstöðumenn og á enn. En þrátt fyrir það, hafa vinsældir hans farið vaxandi, eft- ir því sem árin hafa liðið og fólk Mikill Árangur smarri byrjun Hið mesta auðsafn átti líka sína byrj- un. Jafnvel góð af- koma varð einhvern tíma að byrja.. Það vita allir. Því byrj- ið ÞÉR þá ekki strax í dag? $1 byrjar viðskiftin 31% rentur Manitoba fylki ber ábyrgð á. end- urborgun allra innlaga. Bankinn opinn 9 f. h. til 6 e.‘ h. á laugardögum 9 f. h. til 1 e. h. Provinceof Manitoba Savings Ofíice Donald St. at Ellice Ave. and 984 Main St. Winnipeg hefir betur lært að skilja hann. Var þetta f jölmenna samsæti, með- al annars vöttur þess. Ætluðu Bandaríkja- menn að kaupa Island fyrir sextíu áium ? Hinn góðkunni lslandsyjnur, Earl Hianson, efir ritað grein í tímaritið Worlds Work”um fram- farir íslanda, og .Alþmgishátíð- ina. Þar talar hapn enn fremur um rannsóknir Vilhjálms Stefáns- sonar og yfireittr um það, sem far- ið hafi á milli . íslendinga og Bandaríkjamanna .’.í grein þess- ari segir Earl Hanson frá því, að Bandarikjamenn muni eitt sinn hafa hugleitt að kaupa ísland og Grænland. Þar sekir hann meðal annars: Árið 1868 kom út einkenníleg skýrsla í Bandaríkjunum. Fjall- aði hún um landgæði Grænlands og fslands. Skýrslu þessa hafði Benjamín Peirce samið. Seword hafði þá nýlega kéypt Alaska af Rússum. Hann var með þá hug- mynd í kollinum, að kaupa Græn- land og ísland af Dönum í sömu atrennu. Senniliega hefir málið aldrei komist svo langt, að samningar um það hafi verið teknir upp. Seward var skaimmaður óbóta- skömmum fyrir kaupin á Alaska. Er líklegt, að það hafi dregið úr honum kjarkinn til þess að bera fram þá hugmynd, að keypt yrðu lönd í viðbót, sem almenningur hélt að væru jökli hulin. En skýrslan er við lýði, og talar sínu máli. Höfundur hennar hafði að vísu hvorki til Grænlands eða ís- lnads komið. En skýrslan var samin með kostgæfni og ná- kvæmni- eftir heAmfiIdum Jþeim, sem hægt var að ná til. En hvað ætlaði Seward sér með fsland? Hann ætlaði ekkert með ísland út af fyrir sig. En hann 1 ætlaði að ná 1 Grænland og ís- land. Og vel má véra, að sú hug- mynd hans hafi verið í nánu sam- bandil við Alaska-kaupin. (Framh. i næsta bl.) ! L Falcon Silver Fox Ranch | TIL SÖLU 10 pör af tóuhvolpum (silver black) regis- tered Canadian National Livestock Records. í sambandi við verð, skilmála og ranching, skrifið ANDERSON BROS., Dominion City, Man. “Ungur þú dóst, en yfir þínu leiði ætíð er ljóst, og sólin skín í heiði.” J. St. ÞETTA MÍKLA KOSTABOÐ STENDUR ENN ! feng?ð YÐAR' PERLUR ENN? Vér höfum fengið meira upplag af þessum A- gætu verðlaunum og þér getið enn fengið eina af þessum 60 þuml. festum þar sem hver perla er út af fyrir sig, og endast i hið óendanlega. Ódýrar fyrir $1.00, en fást fyrir aðeins TVO NAFNMIDA AF Royal Crown Flaked Lye OG 25 CENTS Kaupið 2 bauka af Royal Crown Lye I búðinni. Send- ið oss nafnmiðana tvo og 25c og greinilega skrifað nafn yðar og utanáskrift. Verður perlufestin bá send yður og pðstgjald borgað. Fáið þær nú meðan upp- lagið endist. THE ROYAL CROWN SOAPS LTD. WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.