Lögberg - 12.06.1930, Blaðsíða 1
E iONE: 85 311
& ******
CoT*
For
Service
and Satisfaction
(ffi.
43. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. JÚNÍ 1930
NÚMER 24
Breyt
ingar í MacDonald
ráðu neytinu
MadDonald, forsætisráðherra
Breta, hefir gert töluverðar breyt-
ingar á ráðuneyti s'ínu nú nýlega.
Sir Oswald Mosley sagði af sér
21. maí vegna þess, að ráðuneytið
sá sér skki fært að fylgja ráðum
hans, sem að því miðuðu að bæta
úr atvinnuleysinu, sem nú lengi
hefir verið eitt hið mesta 'böl,
sem Bretar eiga við að stríða.
Við hans embætti tók Clement
Richard Attlee. Þá hefir og J. H.
Thom>a|s, jjnnsiglisvörður og at-
vinnuLeýsismál f’áðherra,verið
íærður í annað ráðherraembætti.
Innsiglisvörður er nú Vernon
Hartshorn, en MacDonald hefir
sjálfur tekið að sér atvinnuleys-
ismálin. Hefir það mælst vel
fyrir hjá hinum ákafari flokks-
mönnum hans, að minsta kosti.
Nokkrum sinnum hefir legið mjög
Jiærri, að stjórnin mundi falla, og
vafalaust er hún ekki vel föst í
sessi, en líklega engu veikari nú,
heldur en hún hefir verið.
Minni hveitiuppskera
í Evrópu
Eftir því, sem nú lítur út fyrir,
verður hveitiuppskeran miklu
minni í Evrópu þetta sumar, en í
fyrra, enda var hún þá óvanalega
mikil. Vorið hefir þar víða verið
kalt og sumstaðar of votviðra-
samt, og er því kent um að upp-
skeruhorfurnar séu ekki nærri
góðar. Vegna þess hvað uppsker-
an var mikil í fyrra, er hveiti-
verðið í Evrópu enn lágt, en nú er
adment búist við, að það hækki
síðar á árinu. Á þeim fimm mán-
uðum, sem liðnir eru af þessu
ári, voru ekki fluttir til Evrópu
nema 5,857,000 mælar hveitis, en
á sama tíma árið sem leið 9,454,
000 mælar. Mörg lönd hafa síð-
Ustu árin lagt miklu meiri rækt
við að rækta hveiti, heldur en þau
hafa áður gert, og þar sem upp-
skeran var mjðg góð í fyrra, þá
sýnist vel skiljanlegt, að erfitt
hefir reynst að selja hveiti frá
Canada í Evrópu, nú að undan-
förnu, enda hefir sú raunin á
orðið.
För R-100 enn frestað
Þess hefir verið getið hér í
blaðinu, að til stæði að hið mikla
brezka loftskip, R-100, kæmi til
Canada um mánaðamótin síðustu.
Hefir það annars staðið til nú æði
lengi, þó ekkert hafi orðið af því
enn sem komið er. Og enn hefir
ferð loftskipsins verið frestað, til
óákveðins tíma. Er því kent um,
að þeir, sem fyrir ráða, vilji hafa
alt svo vel undir búið, áður en
lagt er af stað, að sem allra bezt
trygging sé fyrir því, sem mögu-
legt er, að ferðin hepnist vel að
öllu lejdi.
Fimm nýjir Senatorar
Stjórnin skipaði fimm nýja Sen-
ora í vikunni sem leið, til að fylla
auð sæti í öldungadeild þings-
ins. Hafa þeir allir verið sam-
bandsþingmenn fyrir Quebec-
fylki. Þeir eru: George Parent,
Hon. Rodolphe Lemieux, E.
W. Toben, J. E. Provost og L. A.
Wilson. Lemieux hefir verið for-
seti neðri málstofunnar. Þá hafa
þeir og verið skipaðir Senatorar:
Hr. J. H. King frá British Col-
umbia og J. E. Sinclair frá Prince
Edward Island.
Meiri tekjuskattur
Á tveimur síðastliðnum mánuð-
uin, apríl og maí, hefir sambands-
stjórnin innheimt $2,329,009 meiri
tekjuskatt, heldur en hún gerði á
sama tímabili í fyrra. AIls nam
tekjuskattur á þessum tveimur
«íánuðum $57,783, 024, en í fyrra
$55,454.015. Á flestum stöðum í
VesturiCanada hefir skatturinn
orðið töluvert meiri á þessu tíma-
b*H nú, heldur en 1929. Sumstað-
ar miklu meiri, t. d. í Vapcouver.
Dœmdur í fangelsi
Hveitikaupmaður í Winnipeg,
Fred. H. Bole að nafni, hefir ver-
íð dæmdur til tveggja ára fang-
elsisvistar fyrir að gefa falskar
skýrslur um efnahag þeirra fé-
laga, sem hann var forseti fyrir,
í þeim tilgangi, að fá peningalán
hjá bankanum. Þótti fullsannað,
að hann hefði gefið þessar fölsku
skýrslur vísvitandi og af ásettu
ráði. Fékk hann þannig $85,000
lán hjá Montreal bankanum. Alt
til þessa hefir maður þessi þótt
áreiðanlegur og er vel kyntur.
Með Cunard skipinu “Antonia, sem
sigldi frá Montreal til Reykjavíkur
þann 6. þ.m., tóku sér far 700 ferða-
menn,—þar af 300 Islendingar.
Minsta konungsríkið
Eftir Einar Fors Bergström.
Kákasus kynflokkurinn
Spurningunni um það, hvort
Asíu-þjóðflokkurinn^ Hindúar og
Arabar, tilheyri Kákasus þjóð
fluokknum, getur ekki orðið svar-
að án þekkingar á helztu greinum
mannfræðinnar.
Merki þau hin helztu, er mann-
fræðingar fara eftir,, til sundur-
greiningar á þjóðflokkunum, eru
bæði hið innra og hið ytra á lík-
amsbyggingunni; beinalagið í
heild sinni, einkanlega í byggingu
höfuðsins, og svo hið ytra: hör-
undsliturinn, háralagið og litur
þess og hin önnur auðsæ merki, er
sjást á lifandi mönnum; þó nokk-
ur skoðanamunur sé á því, að hve
miklu leyti merki þessi séu á-
byggileg, er nú samt álitið, að
fara megi eftir hörundslit, hára-
fari og höfuðlagi, í sundurgrein-
ing þjóðflokkanna. Er þetta skoð-
un helztu náttúrufræðinga. Á
þessu byggja helztu vísindamenn,
svo sem Huxley, Heachel, Muller
og Brocká, sundurgreingar-auð-
kenni mannkynsins. ílBezt sann-
ast merki þessi á Negrunum, því
þeir hafa allir undantekningar-
laust kolsvart, gróft hár, flatt að
lögun, og sézt einnig á mongólska
þjóðflokknum, og Ameríku-Indí-
ánunum, sem allir hafa óhrokkið,
svart hár, með hrosshárs-áferð og
sívalt í lögun.—Á Kákasus-mönn-
um er það mismunandi, en sá
mismunur er ætíð innan vissra
takmarka. Það getur verið bæði
hrokkið og óhrokkið, slétt eða
brúsandi, en aldrei með grófril
svíns- eða hrosshárs-áferð. Hára-;
liturinn er einnig mjög mismun-
andi, alt frá svörtu til hins ljós-
gula, brúna eða jarpa og jafnvel
rauða háralits; enda þótt það
virðist oft fara saman, dökt hár
og ljós hörundslitur, og hins veg-
ar Ijóst hár og ljós hörundslitur,
hjá tveirh kvíslum kynflokksins
sjálfs.
Eftir að hafa tekið ofangreind
auðkenni sem óyggjandi sundur-
greiningar - merki, ásamt öðru
fleiru á líkamsbyggingunni, hafa
hinir fremstu náttúrufræðingar,
alt frá Linnevus og Blumenbach,
til Huxley og Tapinard, skift ö.llu
mannkyninu í þrjár, eða í mesta
lagi fjórar kynkvíslir eða aðal-
þjóðflokka.
Hina svörtu, stríðhærðu Negra;
hina gulu, slétthærðu Mongóla;
hina hvítu, fínhærðu Kákasus-
menn, og hina koparlitu, lang-
hærðu Ameríku-Indíána, og hina
brúnu, strýhærðu Malaya-Polin-
esíumenn. En hinum síðast-
nefndu er nú algjörlega slept úr
tölunni, því uppgötvast hefir, að
þeir séu blendingar af Mongólum
og Negrum. Einnig álíta nú
fræðimenn Ameríku-Indíana Mon-
gólakyns; svo nú þurfum vér ekki
að taka til greina nema hina þrjá
fyrstnefndu þjóðflokka, nefnilega
Negra, Mongóla og Kákasus-
menn.
En ekki má samt ímynda sér, að
áðurnefnd sérkenni þessara
þriggja flokka séu strax auðsæ á
þeim öllum. Egta, óblandinn
Negri, Mongóli eða Kákasusmað-
ur, verður að þekkjast af að hafa
aðal-sérkennin sameinuð, sem
eiga að auðkenna þjóðflokk þann,
sem hann er af.
Vér sjáum enga ástæðu til, að
andmæla landafræðinni, sem
taldi Indverja og Araba til Káka-
sus kynflokksins.
—Þýtt úr ensku af Jakobínu J.
Stefánsson, Hecla P.O., Man.
í sumar sem leið var sænskur
blaðamaður hér á ferð, Einar Fors
Bergström að nafni. Hann kom
fyrst til Austfjarða og fór norður
um land hingað til Reykjavíkur.
Ferðaðist hann síðan um Suður-
land. í vetur hafa birzt eftir
hann greinar um Island í “Svenska
Dag'bladet”. Bera greinar hans
vott um, að hann hefir á ferð
sinni hér í fyrra fengið nánari
kynni af landi og þjóð, en títt er
um erlenda menn, er hafa hér
skamma dvöl. Hér birtist kafli
úr einni grein hans í lauslegri
þýðingu. —
Eigi verður hjá því komist, að
skoða Island sem eitt af dverg-
ríkjunum í Evrópu. Og víst er um
það, að ísland er einkennilegt
ríki, sérstætt á marga grein
Þegar að er gætt, er þetta kotríki
Norðurlanda alt öðru vísi en önn
ur dvergríki álfunnar. Því þótt
það sé lítið, þá hefir það ekki
dvergríkis svip.
Önnur dverg-ríki álfunnar hafa
ekki sérstakt þjóðerni eða sér-
staka tungu. Þau hafa annað-
hvort orðið til út af landamæra-
þrætum stærri þjóða, ellegar þau
eru leifar af löngu horfnum ríkj-
um — forngripir. í raun og veru
eru þau alténd öðrum ríkjum háð
og sýna ósjálfstæði sitt með því
að vera t. d. í tollsambandi við
stærri ríkin.
Menn brosa, er þeir heyra
nefndan alræðismann fyrir San
Marino, eða þegar talað er um
málarekstur út af ríkiserfðum í
Monaco, eða stjórnmálaþrætum í
Lichtenstein. Menn taka ekki
Listamaður heiðraður.
Listmálarinn víðkunni, Mr. Em-
ile Walters, hefir verið kjörinn
fulltrúi listamanna sambands
Bandaríkjanna, The American
Federation of Art, til þess
mæta fyrir þess hönd á Alþingis-
hátíðinni. Mr. Walters sigldi á-
leiðis til íslands ásavn; frú sinni,
með -Cunard skipinu “Antonia.”
Nýju kjörskrárnar
legt verði hjá þeim vanskapað og
með kotungsbrag
í Evrópu efast menn venjulega
um, að kotríkin geti yfirleitt lif-
að — og þá er átt við smáríki,
sem eru margfalt öflugri en Is-
land. Menn hafa jafnvel efast
um það, hvort Norðurlandaríkin
gætu bjargað sér. Og enda þótt
við Svíar séum ekki miklir fyrir
okkur, þá höfum við þó sett okk-
ur upp á þann háa hest, að líta
niður á nágrannaþjóðir okkar við
Eystrasalt, og látið í veðri vaka,
að þær myndu eiga erfitt upp-
dráttar. Getur ríki eins og Eist-
land átt framtíð fyrir sér, með
aðeins rúma miljón íbúa? Um
þetta hafa menn talað hér, án
þess að setja það í nokkurt sam-
band við hættu þá, sem vofir yf-
ir þessari þjóð frá Rússum.
Margir líta svo á, að þjóð sem er
svo lítil, rambi á glötunarbarmi,
og tortímist þegar minst varir.
Að svo lítil þjóð geti ekki verið
sjálfri sér nóg, og komið upp og
haldið við allri þeirri fjölbreyttu
starfrækslu, sem tímarnir krefj-
ast nú.
En Eystrasaltsrikin hafa nu
komist af í einn áratug, og þar
hafa margskonar framfarir dafn-
að. Við Svíar höfum getað glaðst
yfir því, að hrakspár okkar hafa
ekki reynst á rökum bygðar. En
málefni þessara kotríkja alvarlega,| alt fyrir það, er ekki nema eðli-
vita sem er, að hægt er má þau'logt, að við spyrjum hvernig smá-
Kjörskrárnar, sem farið verður
eftir við almennu kosningarnar,
sem fram fara 28. jdlí, eru samd-
ag ar með öðrum hætti heldur en áð-
ur hefir tíðkast. Hingað til hefir
hver maður orðið að fara í vissa
staði til að vera skrásettur, en nú
eru menn sendir í hvert hús til
að safna nöfnunum. Hér í Win-
nipeg var heill skari af fólki við
þessa vinnu, vikuna sem leið. Er
búist við, að nú verði miklu fleiri
nöfn á lcjörskránum heldur en
nokkurn tíma hefir áður verið,
eða alls um hundrað og fimtíu
þúsund. Árið 1926, þegar kjör-
skrár voru síðast samdar fyrir
sambandiskosi^ingar, voru nöfnin
ekki nema 77,154. í öllum kjör-
dæmum Winnipegborgar verða nú
miklu fleiri nöfn á kjörskránum,
heldur en nokkru sinni áður, og
það svo þúsundum skiftir.
burtu úr tölu ríkja á hvaða augna-
bliki sem er.
öðru máli er að gegna með ís-
land. Þó þjóðin sé lítil, þá er
hún alveg sérstök þjóð með sínum
sérkennum og 1000 ára sögu að
baki. í 1000 ár hefir þjóð þessi
alið sérstæða menningu. Vegna, í Ijós, er þeir líta til ríkisins
þess hve landið er afskekt og lífs-
kjör þar bág, hafa íslendingar
sloppið við að fá yfir sig inn-
flytjendastraum, er legði landið
undir sig. Þessi hætta hefir þó
alt af verið yfir vofandi, og það
er hrein furða, hvað íslendingar
hafa sloppið vel fram á þenna
dag. Því gagnvart innflytjenda-
straum hafa íslendingar altaf
staðið varnarlausir, og varnar-
lausir standa þeir enn í dag. 1
því tilliti standa þeir eins að
vígi eins og hinar dvergþjóðirn-
ar. — Þurfa menn ekki að hafa
náin kynni af stjórnmálum þeirra,
til að komast að raun um, að þeim
er full-kunnugt um þessa hættu,
sem yfir þeim vofir.
En annars eru viðfangsefni Is-
lendinga og dagskrármál alt önn-
ur, en meðal annara smáþjóða.
íjslendingum er það ekki nóg,
þeim er það ekki mögulegt, að vera
úthérað innan takmarka framandi
þjóðmenningar. Saga þeirra öll
er sga um baráttu til að vernda
það, ^lem þjóðl eetgagommnrl23
það, sem þjóðlegt er og ramm-
íslenzkt. ísland getur aldrei í
menningarlegu tilliti orðið útibú
frá Dönum, eð nokkurri annari
þjóð.
En þá vaknar sú spurning: Er
það mögulegt fyrir svo fámenna
þjóð, sem íslendinga, að vernda
hið sjálfstæða þjóðerni sitt og
leysa viðfangsefni sín á viðun-
andi hátt á sviði stjórnmála, fé-
lagsmála og menningarmála? —
Geta þeir þetta, án þess að ýmis-
ríkin geti bjargast áfram, og sé-
um forvitnir eftir að fá sem
skýrust svör.
En íbúatala íslands er ekki
nema einn-tíundi af íbúatölu
Eistlands. Því er það ekki nema
eðlilegt, að menn láti undrun sína
norðanverðu
spyrji hvort
möguleika.
Atlaíntshafif, ' og
það eigi framtíðar-
Strax á fyrstu höfninni, í fyrsta
fiskiþorpinu, sem menn koma í,
fá þeir hugmynd um hvernig hið
fátæka og fámenna ríki getur
stáðið straum af starfrækslu
þeirri, er til þarf. Þetta tekst
vegna þess, hve almenningur er
þar nægjusamur. Erfitt er það
og ekki hættulaust. En það geng-
ur stórslysalaust. Fjölsýslanin
er leiðin, fjölsýslanin getur hér
komið til greina, vegna þess hve
menn gera hér litlar kröfur, litl-
ar kröfur til starfsmannanna og
þeir til launanna og lífsþægind-
anna.
Fyrst mætir maður tollverðin-
um, sem jafnframt er lögreglu-
þjónn. Því næst héraðslæknin-
um, sem enn fremur er póstmeist-
ari. Þá úrsmiðnum, sem jafn-
framt er símastjóri, og ritstjóran-
um, sem sjálfur vinnur við prent-
un blaðs síns. Við nánari við-
kynningu fyrirhittir maður prest-
inn og ritstjórann, sem eru rit-
höfundar, og bóndann, sem yrkir,
eða sendir vísihdalegar sagn
fræði eða fornfræðigreinar í
tímaritin í Reykjavík. Jafnvel í
höfuðstaðnum eru þeir til, sem
vita bókstaflega ekki hvað það er
af störfum þeirra, sem þeir eiga
að skoða sem aðal atvinnu og
hvað sem aukavinnu. Þeir eru
neyddir til þess að dreifa kröftum
sínum, og afkasta þó mikilsverðu
verki. En þó menn leggi mikið á
sig í þágu menningar og þjóðern-
is, verður eigi hjá því komist, að
rnargt, sem gert er undir þessum
kringumstæðum, beri viðvanings-
blæ.
Jafnframt hefir það áhrif á alt
útsýni manna, hve ísland er fjarri
öðrum löndum og umhverfið er
þröngt heima fyrir. 1 hinum tak-
markaða hring, þar sem menn
enn í dag nefna alla menn með
fornöfnum, hefir persónuleg við-
kynning og kunningskapur til-
tölulega meira að segja, en þar
sem umhverfið er stærra í snið-
unum. Vissulega verður þetta til
þess, að menn eiga auðvelt með
að hreiðra um sig, og skoða sig
sem heima hjá sér hvar sem þeir
fara, innan hins þrönga íslenzka
sviðs. En þetta verður líka til
þess, að persónurnar verða látn-
ar sitja í fyrirrúmi fyrir málefn-
unum , málefnin gleymast og
stefnurnar, í landi persónuhaturs
og kunningsskapar. Þetta kemur
ljósast fram í stjórnmálalífinu
þar sem baráttan að jafnaði er
háð :með meiri persónuhatri en
annars staðar, jafnframt því sem
stefnur flokkanna eru reikulli,
en venja er til.
lEinangran íslenzku þjóðarinnar
og fjarlægð frá öðrum þjóðum,
gerir það að verkum, að ýmsar
aðgerðir eru undarlega fálmandi,
jafnframt því, sem almenningur
á erfitt með að skilja og gera
sér grein fyrir rás viðburðanna í
heiminum.
Það er erfitt fyrir íslendinga,
að öðlast fullan skilning á högum
Evrópuþjóða, á kröfum þeim, sem
gerðar eru til pólitísks velsæmis
i viðskiftum þjóða á milli, á hinu
stranga lögmáli, að sá einn á
framtíð fyrir sér, sem fús er til
að fórna öllu.
íslendingum er gjarnt að hall-
ast að og halda fram óframkvæm-
anlegum hlutum. Samband raun-
hyggju og draumlyndis er þeim
eðlilegt. Þegar merkur fræðimað-
ur á íslandi, G. finnbogason pró-
fessor, stingur upp á því, að Ev-
rópuríkin ættu að koma sér sam-
an um, að láta ráðherra og þing-
menn vera í fylkingarbrjósti, er
til ófriðar kæmi, þá er þetta ekki
sagt í gamni, heldur er það ætl-
un landsbókavarðarins, að itllög-
um þessum sé gaumur gefinn og
þær ræddar í fullri alvöru.
Þó íslendingar hafi vakandi auga
á því, að spyrna f öllum mætti
gegn innflytjendstraum, sem gæti
orðið íslenzku þjóðerni að grandi,
og þótt þeir oft verði heitir, er
þeir tala um frelsi sitt og sjálf-
stæðisbaráttu, þá lifa^ þeir utan
við hin hörðu viðskiftalögmál Ev-
rópu — enda skilja þeir eigi þau
lögmál til fulls....
Síðan talar höf. um, að íslend-
ingar ferðist allmikið til útlanda,
og hfi alt af haft talsverð sam-
bönd við umheiminn. En þrátt fyr-
ir það séu íslendingar, og jafnvel
mentamenn hér að jafnaði heima-
alningslegir og óheflaðir.
Þá talar hann um það, hve erf-
itt sé hér á landi að fylgjast með
því, sem gerist í heiminum, vegna
þess, hve dagblögin eru lítil og
fréttir sem almenningi berast óná-
kvæmar og strjálar. Þá talar hann
um leikstarfsemina, sem haldið er
hér við, þrátt fyrir örðugleik fá-
mennis, og bókaútgáfuna hér, sem
slampast furðanlega, þó markað-
urinn sé þröngur. Og enn talar
höf. um háskólann hérna og segir
m. a.: Er hægt að komast hjá því
að brosa, og kenna til meðaumkv-
unar, er menn sjá hina þýðingar-
ingoænnaazi aðxn;,g,stgð noln
miklu mentastofnun, sem nefnd
er “Háskóli íslands”. Segir hann
frá því, hve hagur þessarar stofn-
unar er þröngur, húsrúm lélegt,
kenslugreinar fáar og kesnnaralið
af skornum skamti. Heimspeki-j
deildin hafi ekki annað en norræn^
fræði.
Höfundur endar grein sína á
þessa leið:
Það er eðlilegt, en jafnframt
raunalegt, að íslendingar skuli
ekki geta gert háskóla sinn betur
úr garði. Þv,í þótt við Norður-
landabúar metum hin norrænu
fræði mikils, og sjáum hve mikils
virði það er fyrir íslendinga sér-
staklega, að leggja rækt við þau,
þá hljótum við jafnframt að sjá,
hve hættulegt það er fyrir íslend-
inga, að einskorða svo vísinda- og
mentalíf sitt. Því er nú ver, að
meðal þessarar litlu, afskektu þjóð-
ar, er til sú stefna, að lítilsvirða
það, sem erlent er, og hef ja alt hið
innlenda til skýjanna. Til er þar
ást á hinum íslenzka þjóðmenn-
ingararfi, ást af því tagi, sem ger-
ir menn blinda.
Ást og umönnun fyrir því, sem
innlent er, er nauðsynleg í sjálf-
stæðisbaráttu smáþjóða. Því með
því að leggja rækt við það inn-
lenda, forðast þjóðin þá hættu að
virða alt sem útlent er, umíram
verðleika — ekki sízt kurteisi ann-
ara þjóða og vinarhót. Hin opin-
bera þátttaka í hátíðahöldunum við
kardínálaheimsóknina í Reykjavík
í fyrra, stafaði ekki af því, að
menn væru vinveittir kaþólskri
trú, heldur af hinu, að menn voru
hreyknir af því, að andlegt stór-
veldi sýndi Islandi kurteisl.
En þó það sé æskilegt, að ís-
lendingar varðveiti það, sem þjóð-
legt er, þá er þeim það ekki síður
nauðsyn, að hafa rétt sjálfsmat á
þjóðmenningu sinni, svo ekki lendi
alt í sjálfhóli og sjáfsáliti, ef Is-
lendingum á að takast að bjargast
óskemdum yfir elfur ýmiskonar er-
lendra menningarstraumhvarfa, er
seint skullu yfir söguþjóðina litlu.
En það efni er nægilegt í aðra
grein. — Lesb.
Carol prins orðinn
kóngur í Rúmeníu
Carol Rúmeníuprins, sem ekki
fékk að taka við konungdómi,
þegar faðir hans dó, vegna þess,
að hann hafði skilið við Helenu
prinsessu, er nú kominn til Rúm-
eníu og hefir alt í einu, og svo
að segja umsvifalaust, sezt þar
að ríkjum. í janúar 1926 afsal-
aði hann sér sínum erfðarétti til
konnungstignar, og hefir síðan
með fylgikonu sinni, en sonur
búið utanlands, aðallega í París,
hans, Michael, hefir borið kon-
ungs nafn, en hann er enn bara
lítill drengur. Skilnaður þeirra
Carol og Helenu verður úr gildi
numinn, að sagt er, og verður
Helen þá að sjálfsögðu drotning,
og Michael litli erfðaprinsinn.
Þingið í Rúmeníu hefir samþykt
þessi konungaskifti, með svo að
segja öllum atkvæðum, og sýnist
alt þetta hafa gengið einstaklega
friðsamlega.
Þingmennirnir koma
til Churchill
Eins og áður hefir verið getið
um hér í blaðinu, eru all-marglr
af þingmönnum Manitoba-fylkls
nú á ferð um norðurhluta fylkis-
ins. Komu þeir til Churchiil hinn
9. þ. m. Þótti ferðamönnum ein-
kennilegt hvað þar var hlýtt í
veðri. Gluggarnir á járnbraut-
arvögnunum voru opnir, og raf-
magns blævængirnir voru látnir
ganga til að kæla vagnana. En
sjálfsagt hefir þessi hiti ekki
verið búinn að vara lengi, þvl enn
þá var ísinn ekki allr leystur af
höfninni, þó hann sé nú á förum.
Þar eru margir menn að vinna
við að byggja járnbrautarstöðvar
og hafnargarð og undirbúa aðra
vinnu við höfnina. Eftir fáa
daga verður líka byrjað að byggja
þar afar stóra kornhlöðu, og er
sagt, að yfir þúsund verkamenn
verði við vinnu í Churchill í alt
sumar.
Dr. Thornton segir
af sér
Rev. J. Bruce Thornson, D.D..,
sem þjónað hefir St. Paul söfnuð-
inum í Winnipeg, síðastl. þrettán
ár, ætlar nú að ferðast umhverfis
jörðina og flytja fyrirlestra og
prédikanir, og jafnframt að safna
sér efnis í fyrirlestra, er hann
hygst að flytja þegar hann kemur
aftur. Hann fer fyrst til Evrópu,
og heldur svo áfram til Austur-
landa. 1 Betlehem ætlar hann að
vera á jóladaginn.
Frá íslandi
í fyrradag varð slys á togaran-
um “Venus. Mann tók þar fyrir
borð og druknaði hann. Skipið
var á heimleið, er slysið varð.
Bvasviðri var á, en ekki mjög ilt
í sjó. Maðurinn var frá Hafnar-
arfirði, Kristján Á. Kristjánsson
að nafni. Hann var rúmlega þrí-
tugur að aldri, kvæntur og átti
fyrir fjórum börnum að sjá. Skip-
ið nam staðar, þegar er manninn
tók fyrir borð, en honum skaut
ekki upp og varð því engri björg-
un við komið. — Kristján heitinn
var hinn bezti drengur og dugn-
aðarmaður. — Vísir 24. apr.
ísafirði, 23. apríl.
Bíóhúsið hér í bænum brann til
kaldra kola í dag. Ræstunarkon-
an ætlaði að fara að kveikja eld
kl. 1 og vrð þá vör við reyk í öðr-
um enda hússins, en annars býr
enginn í húsinu, og ekki kunnugt
um, að gengið hafi verið um það
í dag af öðrum. Slökkviliðið kom
þegar á vettvang og tókst með
dugnaði að verja næstu hús, því
hörkustormur og hríð var, á norð-
an. Gizkað er á að Jcviknað hafi
frá rafmagni. í húpinu brann
Messuboð
Séra H. Sigmar messar í kirkju
Vídalíns safnaðar næsta sunnu-
dag, 15..júní kl. 11 f.h. Verður
það fyrsta guðsþjónusta þar, síð-
an viðgerð á kirkjunni hófst, og
verður þetta því sérstök hátíð
fyrir söfnuðinn, og vandað til
söngs og annars, sem að guðs-
þjónustunni lýtur. Offur geng-
ur þann dag í viðgerðarsjóðinn
og er vonast eftir, að fólkið minn-
ist þess með stóru offri.
Að kveldi sama sunnnudags
prédikar séra Haraldur í Hallson
kl. 8, og verður sú guðaþjónusta
flutt á ensku.
meðal annars búningar og tjöld
leikfélagsins, en var þó vátrygt.
- Vísir 24. apr.
Danska skonnortu, sem Fylla
heitir, rak upp undir Kveldúlfs-
bryggju í storminum í gær og var
all hætt komin um tíma. Dráttar-
báturinn Magni kom henni til
hjálpar og dró hana inn á höfn-
ina. — Vísir 24. apr.
í gærkveldi var veðrið farið
að lægja víða um land og orðið
mildara; þó var enn 2 stiga frost
og norðanhríð á Isafirði, en víðast
hvar á Norðurlandi var frostlaust
og bleytuhríð eða rigning. Á Aust-
fjörðum var mildara og var hitinn
kominn upp í 5 stig á Seyðisfirði.
—Vísir 24. apríl.