Lögberg - 14.08.1930, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. ÁGÚST 1930.
Bla. 7.
Ivar Kreuger
Æfintýrið um eldspýturnar.
Stóriðja og auður.
Sænski eldspýtna kóngurinn svo-
nefndi, Ivar Kreuger hefir á síSustu
árum veriö einn af þeim kaupsýslu-
og framkvæmdamönnum, sem mest
hefir verið um talað í heiminum.
Hann hefir á tiltölulega skömmum
tíma lagt undir sig svo að segja all-
an heiminn, að því er eldspýtna-
framleiðslu og eldspýtnasölu snertir.
Og þótt það megi í fljótu bragði
virðast ólíklegt að svo lítill varning-
ur sem eldspýtur eru, geti orðið að
margfaldri miljónavöru, sem hefir
stórpólitisk áhrif út um víöa veröld,
þá er sannleikurinn sá, að í höndum
Kreugers hafa eldspýturnar orðið
eitt af æfintýralegustu stórgróða-
fyrirtækjum veraldarinnar.
Afi Kreugers og faðir hans höfðu
báðir fengist við eldspýtnafram-
leiðslu og verzlun, en ekki orðið úr
nein tiltakanlega stór fyrirtæki.
Yngsti Kreuger fór ekki heldur að
fá verulegan áhuga á þessari grein
fyr en rétt fyrir stríðsbyrjun. En
áður hafði hann, frá því um tvítugs-
aldur, starfað sem verkfræðingur i
Englandi, Suður-Afríku og Norður-
Ameriku og kom heim aftur til Sví-
þjóðar árið 1907 og starfaði þá við
byggingafyrirtæki í Stokkhólmi, á-
samt Poul Toll. Fyrstu afskifti
Kreugers af eldspýtnagerðinni gengu
fremur treglega. En árið 1917
hafSi honum tekist að bræða saman
allar smærri sænsku eldspýtnasmiðj-
urnar og hið mikla samlag “Jönköp-
ing-Vulcan.” Heimsstyrjölclin varð
starfsemi hans að ýmsu leyti til
tálmunar og trafala. En þeir erfið-
leikar, sem þá urðu á vegi hans urðu
samt einmitt til þess að reyna hann
til þrautar og til þess að koma fót-
um undir heimsveldi fyrirtækja
hans.
Sænsku eldspýtnasmiðjurnar
höfðu fengið talsvert af efnum sín-
um frá Þýzkalandi. En vegna sam-
göngubannsins á ófriðarárunum
teptust þessir flutningar og neydd-
ust sæpsku eldspýtnasmiðjurnar þá
til þess að beina öllu afli sínu að því
að verða sjálfum sér nógar og fór
svo, að það tókst að afla alls efni-
viðar heima í Svíþjóð. En það er
ekki nóg að framleiða, ef ekki tekst
líka til að selja framleiðsluna. En
sænska eldspýtnasalan beið mikinn
hnekki á ófriðatárunum. Sænskar
eldspýtur voru víða komnar á góð-
an veg með að ná öruggri útbreiðslu,
en ófriðurinn gerði ýms strik i þann
reiking. Austur í Japan höfðu
' sænskar eldspýtur t. d. verið mikið
notaðar, en á stríðsárunum var þeim
að mildu leyti bægt burt af markað-
inum og Japan fór meira að segja
að flytja út eldspýtur í stórum stíl
og urðu Svíum meira að segja
hættulegir keppinautar erlendis.
En Kreuger setti krók á móti
bragði. Hann sýndi fram á það, að
til þess að geta staðist samkepnina á
heimsmarkaðinum væri það lifs-
nauðsyn áð koma á sambandi allra
sænskra eldspýtnasmiðja. Þetta
tókst. Kreuger stofnaði sænska eld-
spýtnahringinn með 45 miljón króna>
höfuðstól, sem var innborgaSur með
200% og hafði hringurinn því raun-
verulega 90 miljónir kr. starfsfé
þegar í upphafi. Svo hófst baráttan
fyrir þvi að ná yfirráðum yfir mark-
aðinum út um lönd—löng seiglings-
barátta og fjárfrek. 60 miljónir
þóttist Kreuger j)urfa að fá til þess
starfs og fékk j)ær hjá tveimur
sænskum bönkum, fékk þær gegn
sinni persónulegu ábyrgð einni sam-
an. Eftir þetta varð eldspýtnahring-
ur Kreugers heimsxeldi á 5 árum.
Hann lagði undir sig markaðinn í
hverju landinu á fætur öðru og réð-
ist ekki á garðinn þar sem hanti var
lægstur. Hann lagði undir sig
brezka markaðinn, en afstaðan á
japanska markaðinum er ekki sízt
athyglisverð og þar sem Japanar
höfðu komið sér hvað bezt fyrir, t.
d. í Indlandi. Kreuger hefir að visu
ekki eldspýtnaeinokun i Japan, en
hann ræður nú raunverulega yfir-
gnæfandi mestu af markaðinum þar
og i Indlandi hefir markaðurinn fyr-
ir sænsku eldspýturnar aukist svo,
aS nú ræður Kreuger þar mestu þótt
á stríðsárunum væri sala hans orðin
svo lítil, vegna sámkepni Japana, að
hún nam tæpum 3% útfl. Kreuger
hefir einnig náð undir sig mestu af
brezka markaðinum og hefir notað
til þess enskt félag fBryant og
May). Hann hefir einnig náð einka-
leyfum í mörgum löndum eða á ann-
an hátt öðlast yfirgnæfandi áhrif á
eldspýtnasöluna og á einhver öflug
ítök í svo að segja öllum helztu
löndum, eins og marka má af því, að
■verksmiðjur hans f ramleiða nú
kringum 80°/0 af öllum þeim eld-
spýtum, sem framleiddar eru i heim-
lnum og þriðji hver maður um víða
veröld kveikir daglega á eldspýtum
frá Kreuger — 6 hundruð miljónir
tuanna um alla jörðina nota daglega
eldspýtnastokk frá honum og gjalda
konum skatt.
Hin mikla framleiðsla og mark-
aðsaukning og það traust, sem
Kreuger nýtur fyrir fjármálasnilli
sína og dugnað hefir orðið til þess
aS óhemjuauður hefir safnast um
fyrirtækin. Og það er fjármagn
þeirra, fyrst óg fremst, sem brotið
hefir þeim braut um heiminn. Upp-
haflega var fjárstyrkur félagsins
eingöngu sænskur, en þegar Kreuger
þóttist sjá að sá fjárafli væri ekki
nægur til þess að fyrirætlanir hans
hepnuðust, þá safnaði hann að sér
meiru fé frá Ameríku. Það er eig-
inlega sérstakt félag sem stendur á
bak við fjármálastarfsemi eld-
spýtnahringsins og hinar miklu lán-
veitingar hans til ýmsra ríkja, t. d.
125 þúsund dollara lánið til Þýzka-
lands og 75 þúsund dollara lánið til
Frakklands. Fjármagn þessa félags
—-það heitir alþjóða eldspýtnafélag-
ið—er aðallega ameriskt, en Kreuger
er lífið og sálin i því og eiginlega
einráður. Höfuðstóll þess var við
stofnun þess 1923, 128 miljónir doll-
Það er talið eiga allar erlendar
EF ÞÉR ÞJÁIST AF STIFLU.
Stífla orsakar það, að ýms eit-
urefni setjast að í líkamanum, og
geta þau á skömmum tíma veikl-
að svo að segja öll líffærin. Nuga-
Tone hreinsar blóðið, styrkir nýr-
un og veitir nýjan lífsþrótt. Jafn-
skjótt og eiturefnin hafa verið
numin á brott, taka vöðvar og
taugar að styrkjast.
Nuga-Tone veitir góða matar-
lyst, skerpir meltinguna og veit-
ir væran svefn. Heilsuveiklað
fólk ætti ekki að láta hjá líða, að
fá' sér Nuga-Tone; það er hreint
og beint undravert, hve\ meðal
þetta vinnur fljótt hlutverk sitt.
Hafi lyfsali yðar meðalið ekki við
hendina, þá getur hann ávalt út-
vegað það.
ara.
eignir sænska eldspýtnafélagsins. En
öllum fyrirtækjum Kreugers er eig-
inlega komið fyrir í fjórurn stórum
sambandsfélögum, sem að vissu
leyti eru öðru óháð, en hafa þó sam-
band sin á milli og styrkja hvert
annað og Ioks er svo meginstoðin
ur.dir þeim öllum og sambadsliður-
inn milli þeirra, sem sé Kreuger
sjálfur.
Það er ekki gott að gera, í stuttu
máli, grein fyrir því hversu um-
fangsmikil eru fyrirtæki Kreugers.
Þau hvíla að vísu á eldspýtnafram-
leiðslunni, en fjármála- og banka-
starfsemin er afarmikill liður í þeim.
Eldspýtnaframleiðslan sjálf er, með
hinum nýjustu tækjum, orðin tröll-
aukih og æfintýraleg iðngrein. Það
er Alexander Lagermann, sem eig-
inlega lagði grundvöll hennar í ný-
tísku formi hennar og er það of
langt mál og flókið að gera grein
fyrir eldspýtnagerðinni í einstökum
atriðum. En menn geta fengið
nokkra hugmynd um það hvilík stór-
framleiðsla er hér á seiði, þegar þeir
minnast þess, að ein af hinum tröll-
auknu Lagermannsvélum getur
framleitt 200 þúsund eldspýtustokka
á klukkustund. Kreugersfélögin
eiga sjálf stórar skógarlendur víða,
þar sem þau reka stórfelt skógar-
högg til þess að kljúfa tré niður í
eldspýtur. En til ])ess að viðurinn
gangi ekki til þurðar, rekur Kreuger
einnig skógrækt í stórum stíl. Hann
; á einnig stórar prentsmiðjur, sem
prenta einkennismiða á stokkana og
alt smátt og stórt sem að iðngrein
hans lýtur, lætur hann sjálfur fram-
leiða í sínum eigin verksmiðjutn.
Kreuger hefir venjulega haft þá
aðferð þegar hann hefir verið að
koma sér fyrir á nýjum erlendum
markaði, að hann hefir ekki notað
neina þarlenda milliliði, heldur
sænska sölumenn, sem hann ræður
sjálfur. Hann stendur því í beinu
milliliðalausu sambandi við alla sölu-
staði sína. Hinsvegar lætur hann
þessa fulltrúa sína starfa hvern í
sinu umboðslandi á sem allra þjóð-
legastan hátt og varast að eggja til
nokkurrar þjóðlegrar andúðar gegn
eldspýtunum. Þar sem honum þyk-
ir það við eiga eru einkennismiðarn-
ir á stokkunum þá á þess lands máli,
þar sem eldspýturnar á að selja og
oft notar hann áfram gömul og þekt
merki þeirra félaga, sem hann hefir
lagt undir sig og lætur félögin starfa
sem innleng félög, þó að í raun og
veru sé fjármagn þeirra frá honunt
og stjórn þeirra í hans höndum. Til
þess að annast þessi fjármálavið-
skifti fyrirtækjanna hefir Kreuger
eignast banka í ýmsum’ stórborgum,
t. d. í Stokkhólmi, Amsterdam,
París, Berlin, Bukarest, Genf og
\ arsjá. Þessir bankar reka öll al-
menn bankaviðskifti, en eru jafn-
framt, eða öllu heldur fyrst og
fremst, útverðir og stoðir eldspýtna-
hringsins.
Kreuger hefir veitt fjölda að ríkj-
um lán þegar þau hafa verið illa
j stödd, oftast með sæmilegum eða
góðum kjörum—en hann áskilur sér
jafnframt ýms friðindi fyrir eld-
spýtur sinar, helzt alveg einkasölu.
Þannig hefir hann bjargað við fjár-
hag ýmsra rikja um leið og hann
bjargaði við sínum eldspýtum og út-
breiddi 'þær og jók fyrirtæki sin.
Hann hljóp undir bag^a með frank-
anum þegar liann var hriðfallandi,
hann lánaði Þjóðverjum 125 þús.
dollara og á svipaðan hátt hefir far-
ið i Póllandi, Eistlandi, Grikklandi,
Tyrklandi, Peru, Rumeniu Ecuador.
í öllum þessum löndum hefir Kreu-
ger eldspýtnaeinkaleyfi.
Hann er stórveldi, sem riki og
þing og stjórn verða að taka tillit til.
Hann situr fund með áhrifa mestu
stjórnmálamönnum álfunnar stund-
um þegar helstu málum hennar er til
lykta ráðið, t. d. á Haagfundinum.
l’ersónulega er hann sagður yfir-
lætislaus maður og hæggerður, en
þéttur í lund og þybbinn fyrir. “Ef
þér talið í þessum tón, þá fer eg,”
sagði hann þegar honum þótti full-
trúi þýzku stjórnarinnar tala óþarf-
lega hvast á Haagfundinum. En
Kreuger má ekki fara því Kreuger
hefir peningana, hugsa stjórnirnar,
sem ekki hafa peningana. Kreuger
er einn eftirtektarverðasti og helsti
fulltrúi stóriðju og auðvalds nútím-
ans—þess iðjuvalds, sem er einn af
hyrningarsteinum nútímamenning-
arinnar.
Fáeinar hugleiðingar
um Eirík rauða og Kolumbus.
/
(Sjá “Siglingar og Landnám Forn-
manna” eftir Vilhjálm Stefánsson
í 30. tölublaði Lögbergs þ. á.)
Ekki er líklegt, að Eiríkur rauði
hefði farið í landaleit,. þó sjó-
garpur væri, hefði ekki þriggja
ára útlegð ýtt undir annars veg-
ar. Hann segir Styr Þorgeirssyni
og þeim, er veittu honum að mál-
um, er hann var gerður sekur á
Þórsnesþingi, að hann ætlaði að
leita lands þess, er Gunnbjörn
Úlfsson sá, er hann rak vestur
um haf og fann Gunnbjarnar-
sker, og kvaðst mundu aftur
leita til vina sinna, ef hann fyndi
landið.
Án efa hefir Eirikur trúað frá-
sögu Gunnbjarnar. Enda var
engin ástæða að vefengja hana
fremur en annað, er í frásögur
var fært. Hér var því Teiðbein-
ing’, og Ihún býsna glögg; því
ekki var um að villast, hvað aðal-
áttina snerti. Um vegalengdina
og landkosti,. var auðvitað öðru alt fram á daga Kolumbusar.
máli að skifta. Um það leyti sum-
rannsakaða flest gögn og skírteini
þar að lútandi.
Margar sögur hafa skapast um
Kolumbus og margar sannar sög-
ur úr lagi færðar — sem upphaf-
lega höfðu annan frásagnarblæ.
Ekki er ólíklegt, að sagan um
deyjandi sjómanninn sé að mestu
leyti tilbúningur. En sagan um
för Kolumbusar til íslands, er að
öllum líkindum sönn. En mikið
hefir út af henni spunnist; og
margt hleypur þar á bláþráðumv
Setjum nú svo, að hann hafi
farið til íslands, og frétt þar um
fund Leifs, eða jafnvel að honum
hafi verið það áður kunnugt, og
Hafí leitað hér sannindamerkja,
og fundið þau. Virðist þá eðli-
legast, að ímynda sér, að hann
hafi álitið Grænland og Vínland
hið góða, ekkert annað en nýfund-
inn hluta hins lítt kunna og ó-
kannaða norðurgeims, er álitið
var í þann tíð, að meginland Evr-
ópu endaði í. Fróðleiksfýsi haris
um alt, sem að sjó og siglingum
laut, var næg ástæða til þessarar
ferðar. Alt hans líf snerist um
þetta eitt. Það var þetta, sem dró
hann til Lisbon, er þá var miðstöð
alls fróðleiks, er að siglingum
laut. Hér var heimili hans um
langa hríð, og starfaði hann hér
að land- og sjókortagerð. Við og
víð fór hann í siglingar um þetta
skeið. Fram með ströndum Afr-
íku, til til Cape Verde eyjanna,
Azores, Norvegs og ef til vill til
fslands. Það var í Lisbon, að
hugmynd sú, að til Indlandseyja
mætti komast með því að sigla í
vestur, gagntók huga hans. Þess-
ari hugmynd 'helgaði hann alt sitt
starf frá þeirri stundu.
Auðvitað var Kolumbus ekki
frumkvöðull að þessari kenningu.
Hún var ævagömul. Nærri 600
árum fyrir Krist, kendi Pyþagor-
as, að jörðin væri hnattmynduð;
og það sama kendu Plato og Ar-
istotle, og síðar allir fremstu leið*
toar í vísindalegum rannsóknum,
En
ZAM-BUK
Galt við meiðalum og útilokar
BLÓÐEITRUN
Ointment 50c. Medicinal Soap 25c. I
svo kjarnlítil og óljós var þessi
öryggi Kolumbusar í sinni trú,
kom ef til vill aldrei betur í ljós,
en á leiðinni yfir hafið. Hann
trúði því fastlega, að Indlands-
eyjar lægju ekki lengra en svo sem
2,500 mílur í vestur frá Spáni.
Nú voru þeir komnir 2,700 mílur,
og ekkert land sjáanlegt. Þetta
var honum ráðgáta. Honum tókst
að halda þessu leyndu fyrir skip-
verjum, með því að halda tvær
reikningsskrár; aðra rétta, fyrir
sjálfan sig, en hina, skakt inn-
færða, fyrir skipshöfnina, sem nú
var orðin hamslaus að snúa aft-
ur. En það var nú ekki nærri því
komandi. Hann hótaði þeim öllu
illu, ef þeir ekki léti af þrjózku
þessari.
Þegar segulnálar skekkjunnar
fór að verða vart, þá fyrst skaut
nú skipuverjum fyrir alvöru skelk
í bringu. Þeim fanst nú, sem
náttúran sjálf væri að Hefjast
handa gegn óforsjálni þeirra.
Segulnálin geigaði nú dálítið -til
suðvesturs frá beinni stefnu á
pólstjörnuna. Þó Kolumbus vissi
ekki fremur en hinir, hvað þessu
olli, þóttist hann samt sem áður
vita, hvernig á því stóð, og tókst
á einhvern hátt að gefa þeim full-
nægjandi útskýringu á þessu nátt-
úru afbrigði.
Fáum mun koma til hugar að
segja, að Kolumbus hafi leyst það
verk af hendi, er engum öðrum
manni hefði verið framkvæman-
legt. Nei, langt í frá. Mikilhæfi
hans liggur ekki á því sviði. Og
ekki heldur liggur hún í því, að
hafa fundið Ameríku; því það var
tilviljun ein. Né var hugmyndin
frumlega hans; hún var búin að
hrekjast frá einum til annars nærri
því frá ómunatíð, þó hún nyti
J aldrei fullkominnar viðurkenn-
NÝJAR BÆKUR.
“Fru Gytha Thorlacius Erind-
ringer fra Island i Aarene 1801—
1815” er titill á bók, sem Vísi
hefir verið send nýlega. Er hún
gefin út á þessu ári af Levin og
Munksgaards Forlag í Kaup-
mannahöfn. Endurminningar frú-
arinnar hafa áður verið gefnar
út 1845 af J. Victor Bloch, Lic.
theol. og sóknarpresti. Endur-
minningarnar eru nú gefnar út
öðru sinni, ásamt sjálfsæfisögu
Skúla Thorlaciusar, justisráðs og
rektors, og hefir Harald Prytz séð
um útgáfuna. Bókin er tileinkuð
dr. phil. Hannesi Þorsteinssyni,
þjóðskjalaverði. — Vísir.
Gjöf til Islands
ars, er þetta gerðist, var lítið kenning, að hún bar engan veru-
meiri hætta að silgla í vestur frá legan ávöxt, í verklegum .skiln-
íslandi, en að halda til Noregs eða^ ingi. Það var svo margt, sem reiðj
Suðureyja. En á hinn bóginn varj.í bága við þessa hugmynd, að
til mikils að vinna, fyndi hann' mönnum fanst. Spurningin, hvern-
landið, jafnvel þótt það reyndistj ig andfætingar þeirra gæti geng-
ekki alls kostar gott. Þar beið ið( þar sem höfuð þeirra vissi nið-
hans sæmd og metorð, sem fyrstaj Ur, var hin dýpsta ráðgáta vitr-
landnámsmanni nýlendunnar. Þar^ ustu manna; því Newton var enn
gat hann ráðið hverjir næstir ókominn til sögunnar, og þyngd-
honum byggju, og þar að auki arlögmálið því óútþýtt. Koper-
sjálfkjörinn höfðingi síns héraðs,* nicus var þá barn i vöggu, og þvi
og gat jafnvel náð þar föstum| enn ekki búinn að útskýra sólkerf-
tökum á þegni og þjóð. Hefði ishugmynd sína, sem enn stendur
hann aftur á móti leitað til Nor-j óhögguð. Og þótt Sir John Mende-
egs, eður annara staða, er Norð-( ville segði í bók sinni (1356), að
menn bygðu, gátu ættingjar þeirra jörðin væri hnöttur og snerist um
er hann átti í höggi við í Noregi möndul sinn, og að hann hefði
verið þar fyrir, og var þá nýrra' sjálfur séð pólstjöruna rísa hærýa
víga að vænta og landflótta í og hærra á lofti, eftir því sem norð-
þriðja sinn. Virtist því þessi leið-j ar dró, og hið sama væri að segja
in bæði tryggust og arðvænleg-j um störnur suðurhvolfsins, þeg-
ust 0g áhættuminst, þegar á alt ar til suðurs væri haldið; og að
er litið, jafnvel þó alt gengi ekki það væri ekki einungis mögulegt,
sem allra bezt. j heldur og líka fýsilegt, að sigla
Að Eiríkur gergði leiðangur umhverfis jörðina og koma aft-
þenna svo vel úr garði, og rann-j ur í þann stað, sem ferðin væri
sakaði landið svo ítarlega, átti^ hafin frá. En hvorki Jón sjálf-
rótt sína að rekia til þess, að hann ur, né aðrir sjógarpar í hans tíð.
var ekki frjáls sinna ferða næstu voru nógu hugdjarfir til að tak-
þrjú árin. Meiri hætta var fyrir ast slíka hættuför á hendur. Það
hann nð hverfa aftur, en að halda var Kolumus einn, er fyrstur
þar kyrru fyrir. Var þá ekki eðli- allra var viljugur til að leggja
legast, að hann hagnýtti þenna út í slíka för — reiðubúinn að
tíma til ránnsókna, því lá nú ekki leggja lífið í sölurnar, ef því var
framtíð hans hér?
Á orðum Eiríks er það að,
ingar fyr en hjá honum. Yfir-
burðir hans eru í því fólgnir, að
hann var sá fyrsti — sá eini, sem
I átti nægan hug og dug til þess að
prófa og sanna ábyggileik kenn-
ingarinnar, sem til þessa var eigt
annað en lærdómsáætlun ein.
Sökum þessa verður Kolumbus
ætíð talinn mestur allra þeirra,
er höfin hafa siglt eður lönd
numið.
Point Roberts, Wash.
2. ágúst 1930.
Árni S. Mýrdal.
Óþekti hermaðurinn
Er óþekti 'hermaðurinn, sem
grafinn liggur I Westminster
Abbey í London, í raun og veru
óþektur? lOft og síðum hefir
þessari spurningu verið hreyft í
enskum blöðum, og varð það til
þess, að menn þeir, er stóðu íyrir
valinu á óþekta hermanninum, á-
kváðu að kveða niður allan grun
með því að skýra nákvæmlega frá
hvernig hann var valinn:
Enski, óþekti hermaðurinn var,
sem kunnugt er, sóttur af vígvöll-
unum í Frakklandi. Sex kistur
voru grafnar upp af ýmsum stöð-
um, ein frá óþektri gröf í Ypres,
önnur frá Marne, þriðja frá Ar-
ras o. s. frv. Þessar sex kistur
voru síðan færðar saman og flutt
ar í fylkingu, sepn m. a. enskir
prestar tóku þátt í, til Norður-
Frakklands. Þar voru þær kvöld
nokkurt settar í kofa einn og látn-
ar vera þar um nóttina. Dyrnar
voru harðlæstar og strangur
vörður um kofann, svo að engin
ieið var að komast inn, fyrir aðra
en þá, sem til þess höfðu leyfi.
Árla næsta morguns fór hátt
settur herforingi í kofann, með
bundið fyrir augun. Hann fálm
aði sig áfram og fyrsta kistan,
sem hann kom við, var valin.”
Nú þegar þetta hefir verið gert
lvðum Ijóst, hafa menn spurt-
“Eru þó engir möguleikar til þess
að herforingi sá, sem sá um flutn
ing kistunnar til Englands, hafi
getað séð frá hvaða vígvelli hún
var.
Yfirvöldin hafa svaraði þessu a
þá leið, að vissulega séu mögu
leikar til þessa, en ef svo væri,
mundi herforinginn taka leyndar-
dóminn með sér í gröfina.—'Lesb.
í Noregi eru fjöldamörg bind-
indisfélög, auk góðtemplararegl-
unnar. Hafa þau samband sín á
meðal og kjósa sér árlega for-
stöðunefnd, landsnefnd, sem í eru
áhrifamiklir menn úr ýmsum fé-
lögum. í tilefni af alþingishátíð-
inni samþykti sambandið, að senda
Stórstúku lslands ávarp og gjöf.
Til að flytja hvorttveggja, var
valinn Stórþingsm. Knud Mark-
hus frá Hörðalandi, sem er einn
af áhrifamönnum í landsnefnd-
inni og stórg. Ungl.starfs í regl-
unni. Hann kom með s.s. “Óalfi
Helga”, en fékk ekki tíma til að
heimsækja stórstúkuþingið, með-
an það var að störfum, en á mánu-
daginn var kom hann á aukafund
í Stórstúkunni og flutti þar kveðj-
una frá norskum bindindisvinum
og færði Stórstúkunni gjöfina:
stóran íslenzkan silkifána. Mælti
hann fyrir fánanum við afhend-
ínguna, en stórtemplar Pétur
Zophoníasson þakkaði bæði gjöf-
ina og kveðjuna frá norskum
bindindis- og bannvinum.
Ræða Stórþingsmannsins var
stíluð sem þakklæti til íslenzkra
góðtemplara fyrir starfsemina í
rúm 45 ár, forgöngu þeirra í
bannmálinu, sem hefði vísað
skoðunarbræðrum í Noregi leið-
ina. Hann tók það skýrt fram, að
ástandið á íslandi og þó einkum
Alþingis hátíðahöldin, bæri hinn
fegursta vott um starf Reglunn-
ar. Hefði það starf verið óunn-
ið, mundi hátíðahöldln hafa haft
annan svip en þau höfðu. Hrós-
aði hann mjög framkomu almenn-
ings á Þingvöllum. — Stórtempl-
ai Pétur Zophoniasson þakkaði
í ræðu sinni norskum bindindis-
og bannvinum þann stuðning, sem
þeir hafa veitt íslenzkum skoð-
anabræðrum fyr og síðar, eink-
um þá er Spánarundanþágan var
í aðsigi.
Knud Markus er gervilegur
maður, með einbeittum og hrein-
um svip 0g með beztu ræðuskör-
ungum á Stórþingi Norðmanna og
á þingum góðtemplara.
—Vísir. P. J.
Dómilr í morðmálinu.
Lögreglustjóri hefir nýlega kveð-
ið upp dóm í morðmálinu. Var
Elgjll Hjálmarsson dæmdur í 16
ára typtunarhússvinnu; hann var
dæmdur eftir 187. grein hegning-
arlaganna, sem er svo hljóðandi:
“Hver sá, sem af ásettu ráði tek-
ur annan mann af lífi, skal sæta
typtunarhússvinnu, 8 ára eða
fleiri eða æfilan'gt . . . . ef miklar
sakir eru.” — Mgbl.
sja,
að skifta, til þess að sanna á-
byggileik hnatt - kenningarinnar.
að vernig sem færi, væri lang- Svo bjargtraust var trú hans á
vistum hans lokið á íslandi. I sannleik þessarar kenningar, að
.Það, að Eiríkur rauði ætti að aldrei hvarflaði hugur hans um
teljast annar mesti landnámsmað-j eitt strik í þessi löngu og ströngu
ur heimsins, ber sagan hvergi með ellefu ár, er hann barðist gegn fá-
sér. En að sögulegar rannsóknir| vizku og hindurvitnum, örbirgð og
leiði það síðar í ljós, er mjög hungri, alt af í þessari von, að
miklum vafa bundið. hann kæmi þessu hjartfólgna á-
Hér og hvar i sögu framkvæmd- hugaefni í framkvæmd. Hvað
anna sjáum vér nafn eins eður eftir annað, ár eftir ár, gekk hann
annars atgerfisjötuns, sem dreg-
ur athygli vora, líkt og skær, blik-
andi stjarna um heiðríka nótt.
Það hefir öðlast frægðarljóma
fyrir afreksverk þess, er nafnið það á einn veg.
bar, og ,sem hvorki tíð né
.1
fyrir konunga og aðalsmenn og
hvern þann, er honum gat hug-
kvæmst að gæti að einhverju leyti
orðið honum að liði. En alt fór
Engum auðnaðist
tími að sjá sannleiksljós það, sem skein
megnar að depra. Eitt slíkra1 þó svo bjart fyrir augum hans,
nafna er Kristófer Kólumbus.
Á meðal stjórnvitringa heimsins
unz hann að lokum, sem beininga-
maður, rakst á klausturstjórann,
stendur Julius Sesar öllum höfði Juan Perez. Fyrir tilstilli þessa
hærri. Eins er það alment viður-j manns, fékk Kolumbus áheyrn Isa-
kent, að Napoleon Bonaparte tellu drotningar. Svo mikill sann-
standi fremstur allra þeirra hers-1 leikskraftur fylgdi máli hans í
höfðingja, er sögur fara af. Og þetta sinn — eða var það máske
það mun flestra álit, að Shakes-j þotta undarlega, djúpsæja hug-
peare skipi að verðugleikum æðsta! boð, sem kvenmaðurinn á í svo
sæti í heimi bókmentanna. En að ríkum mæli? — að drotningin varð
Kristófer Kolumus sé tvímælalaust gagntekin af áhuga fyrir málefn-
öndvegishöldur á sviði, siglingaj inu, og varð nú frá þessari stundu
og landnáma, er einróma úrskurð- hans stoð 0g stytta á meðan hún
ur allra þeirra, er ítarlega hafa lifði.
Eigendur bíla, dráttarvéla og
ilutningsbíla finna, að þessat
vörur — seldar af stóru canad-
isku félagi — gera þeim jafn-
auðvelt að nota vélarnrv allan
ársins hring.
Ár eftir ár bætast við þúsundir
bíleigenda, sem kaupa British
American gasolíu, 0g olíu til að
bera á vélarnar.
VISS TEGUND FYRIR
BÍL, DRÁTTARVEL OG
IXGSBIL.
HVERN
FLUTN-
77/d BRITISH AMERICAN Oil Co. Limited
Suþer-Power and Bntish AnnMÍtMii ETHVL Grtsolcnes - Cnúotonc Oih
1