Lögberg - 14.08.1930, Blaðsíða 6
EIs. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. ÁGÚST 1930.
Sonur Guðanna
Eftir
R E X B E A C II.
“Aldrei, og eg skal segja þér hvers vegna.
Það er vegna þess, að eg hefi ekki tækifæri til
þess. Það þarf langan tíma og mikla peninga
til að fullkomna sig í listinm. Eg fer aftur til
Bartonville, eftir að liafa fengið ofurlítinn
smekk af listinni, nógu mikinn til að hafa ógeð
á öllu öðru. Eg verð að hreinsa húsið, elda,
þvo og vera hjúkrunarkona. Eg svo sem sé, að
þetta verður svona að vera, en eg vildi heldur
deyja, heldur en þurfa að fara heim aftur.”
“Við eigum orðatiltæki, sem hljóðar þ>ann-
ig: “Því meiri örðugleikum, sem eg mæti, því
meira legg eg á mig til að ná takmarkinu.” —
Það er mikið vit í þessari hugsun, hún er bygð
á langri reynslu. Oss, börnum Kína, eru kend-
ar margar merkilegar þjóðsögur og lærdóms-
ríkar, og margir af okkar kennurum hafa orðið
að leggja afar hart að sér, áður en þeir hafa
orðið færir um að ná kennarastöðu. Ein af
þ'essum sögum, sem okkur eru sagðar, er af
dreng, sem var svo fátækur, að hann átti eng-
an lampa og enga peninga til að kaupa olíu. En
þá fór hann og veiddi eldflugur og notaði þær
svo hann gæti lesið bækurnar sínar á kveldin,
þegar aðrir sváfu.”
“Það er skrítið, að ykkar sögur eru allar
um drengi.”
“Það er of margt kvenfólk í Kfna.”
“Það er of margt kvenfólk allstaðar, og eg
er ein af þeim, sem er eins og afgangs- Eg sé
engar eldflugur. Eg læt mig dreyma um París,
um lífsgleðina, og svo verð eg að fara aftur til
Bartonville, og það verður ekkert úr listinni.”
Það var töluvert gremjuhþjóð í röddinni.
Eftir þetta samtal, fór Sam að gefa Alice
stærri gjafir en áður, þó hún maldaði í móinn
og þættist ekki vilja taka við þeim. 1 dag hafði
hann gefið henni vandaðan kjól og í kveld vakti
hann máls á nokkru við hana, sem hann hafði
lengi hugsað um. Hann byrjaði á því, að segja
henni frá föður sínum. Hann hafði sjaldan
minst á Lee Ying, en í kveld sagði hann henni,
að þessi auðugi kaupmaður væri afar góðgerða-
samur, og gerði mjög mikið til að hjálpa öðr-
um án tillits til þjóðernis. Hann daufheyrðist
aldrei, þegar hann væri beðinn um hjálp. Hann
sagði henni, að það væru peningar föður síns,
sem hann lánaði félögum sínum þarna við skól-
ann, og það væri gert með hans samþykki.
Gamli maðurinn hefði hvað eftir annað sagt
syni sínum, að hann ætti að hjálpa þeim, sem
væru ver staddir heldur en hann sjálfur og
sagt lionum að slík hjálp gæti orðið þeim til ó-
metanlegs gagns seinna í lífinu. Hann spurði
hana blátt áfram, hvort hún mundi taka það illa
upp, ef hann hjálpaði henni á sama hátt, eins
og þeim Gorham og Wade.
“Þér eigið við peninga?”
“Já, auðvtiað. En þér skiljið, að það eru
ekki mínir peningar, heldur peningar föður
míns. Honum er það ávalt ánægjuefni, að
hjálpa þeim, sem eru að brjótast áfram og upp-
ávið á mentabrautinni.”
“Neþ, það get eg ekki þegið,” sagði Alice
fljótlega. “ÍMér finst eg níðast nógu mikið á
góðsemi yðar og örlæti, eins og er, þó ekki sé
lengra gengið. Eg held eg gæti ómögulega þol-
að, að nokkur vissi um þetta- Fyrir alla muni,
segið þér onum ekki neitt um mig. Eg vil ekki
að hann eða nokkur atmar viti um þetta.”
“Hafið þér sagt fólki yðar nokkuð um
mig?”
“Nei, eg hefði sagt ekki. Það er bara að
bíða eftir tækifæri að láta mig koma heim.”
Sam hugsaði sig um stundarkorn og varð
mjög alvarlegur á svipinn. “Fyrst svona er,”
sagði hann, “býst eg við, að við verðum að
hætta þessum ökutúrum. Eg vildi ekki með
nokkru móti verða til þess, að spilla á nokkurn
hátt milli yðar og fólksins yðar. ”
Alice tók mjúklega í handlegginn á honum
og leit blíðlega framan í hann. “Kærið þér
yður ekkert um að sjá mig nokkurn tíma oft-
ar f ”
Hann fullvissaði hana um, að hann vildi sjá
hana, helzst sem allra oftast. Hann sagðist
ekki geta sagt henni eins og það væri, hversu
mikla ánægju hann hefði haft af að kvnnast
henni. “Það er enginn maður meira einmana
í öllum skólanum, heldur en eg er, og eg sé ekk-
ert óheiðarlegt eða rangt við okkar kunnings-
skap. En eg er ekki blindur eða skilningslaus.
Eg skil vers vegna þér viljið helzt, að við mæt-
umst, þar sem dimmast er á strætinu, og hvers
vegna þér viljið ekki fara með mér inn á neina
opin'bera staði, þar sem fólk mundi þekkja okk-
ur. En þetta er óneitanlega nokkuð hart að
göngu. ’ ’
Þau háldu áfram nokkra sftmd þegjandi.
Eftir all-langa þögn sagði Alice: “Er þetta
mín skuld, frekar en yðarf”
“Nei, þetta er ekki okkar eigin skuld. Það,
sem þessu veldur, eru Ideypidómar almennings,
sem eg hata, af því eg skil þá ekki. Þar að auki
er mér illa við alt, sem í laumi er gert. Við
getum ekki haldið áfram svona.”
“Því ekki?”
“Fvrst er nú það, að eg finn töluvert mikið
til míns eigin þjóðernis, og annað hitt, að eg
hefi lært að virða föður minn og hlýðnast hon-
um. Það er eng-u síður yðar skylda, að virða
yðar foreldra og taka vilja þeirra til greina.”
“Já, það er líklegast. Þér munið eftir sög-
unni í kínverska æfintýrinu? Cin Ting, eða
hét hún það ekki? Foreldrar hennar bönnuðu
henni að sækja hátíðahöldin og sjá ljósadýrðina
þar, en pilturinn hjálpaði henni til að sleppa
út og komast þangað. Það var gert með leynd.
Eg býst við að fólkið sé svipað hvar sem er, í
Kína og Ameríku, og allsstaðar. Það er dálít-
ið gaman að þessu, sem fram fer með leynd,
það er dálítið æsandi.” Þessar síðustu setn-
ingar sagði Alice einstaklega glaðlega og færði
sig um leið alveg að honum í sætinu. Hann
fann að hjartað fór að slá hraðara. “Við skul-
um ekki fara að verða tepruleg, Sam. Við er-
um orðin of kunnug til þess. Eg vil ekki hætta
við kunningsskapinn. Ekki fyrir hégómaskap,
heimsku og hleypidóma annara. Eg er alt of
eigingjörn til að gera það.”
“Annað hvort verður þá kunningsskapurinn
að vera meiri en hann er, eða þá töluvert mikið
minni.”
“ Jæja þá, en eins og ástatt er, getum við ekki
verið saman á almanna færi. Þér ættuð að losa
yður við þetta kínverska þjóðardramb. Annað
hvort okkar verður að gæta skynseminnar. Eg
hefi lært að líta á hlutina eins og þeir eru, þó
þér hafið ekki gert það. Eg var fyrst hrædd
við yður. Flestir menn eru alt of frekir og
nærgöngulir við stúlkurnar, þegar þær eru ein-
samlar með þeim—”
“Hvernig getum við fundist aftur og verið
meira saman?”
“Það er nú einmitt það, sem eg er að hugsa
um. Hvernig er það með þennan þjón, sem
þér hafið?”
“May ?”
“Getið þér treyst honum? Mundi hann segja
nokkuð um það, þó eg kæmi heim til yðar? Ef
þér getið ekki komið til mín, án þess slúðrað
sé um það, hvað er þá á móti því, að eg heim-
sæki yður?”
“Vilduð þér gera það?”
“Eg veit ekki. Ættum við að láta það eyði-
leggja okkar vinfengi, að fólkið er heimskt og
vill ekki vera öðru vísi? Það sem það veit
ekkert um, gerir því ekkert til. Sam! Mig
langar til að sjá ljósadýrðina. ”
Seinasta mánuðinn, áður eú skólanum var
sagt upp, var Alice mörg kveld heima hjá Sam.
Hún fann til þess, að hér væri kannske full
langt gengið, en einmitt það gerði þessar heim-
sóknir enn skemtilegri. En hún gleymdi því
ekki, að vera varfærin og aðgætin, og hana
grunaði stöðugt, að Sam væri kannske ekki all-
ur þar sem hann væri séður. En þar sem hann
sýndi henni aldrei annað en sömu. prúðmensk-
una og kurteisina, eins og hann hafði gert, þeg-
ar þau voru úti að keyra, þá eyddist þessi grun-
ur og hún undi sér þarna ágætlega og fór smátt
og smátt að verða þarna eins og heima hjá sér,
og jafnvel eins og hálfgerð húsmóðir. Sam
mundi hafa fallið hún að minsta kosti rétt eins
vel, þó hún hefði látið minna til sín taka, því
karlmenn eru vanalega varfæmari, en konur.
En nú var hann kominn of langt, til að snúa aft-
ur. Hann var eins og aðrir menn, vitaskuld,
og þó það væri, eins og á stóð, nokkuð erfitt, að
gæta allra smámuna gestrisninnar, þá hepnaðist
honum það þó einhvern veginn, svo ekki bar út
af- Hann tók á móti Alice, eins og hverjum
öðrum góðum gesti, ágætis veitingar voru jafn
an fram reiddar, og hann skemti henni eins og
hann vissi, að bezt átti við hennar skap. Þarna
voru alls konar austurlenzkir skrautmunir,
»
margir gerðir af mikilli list, og ef hann varð
þess var, að hann langaði til að eiga eitthvað
af þeim, þá gaf hann lienni það sem hún vildi
eiga. Sá Austurlanda siður féll Alice einstak-
lega vel í geð. Þegar hún var í góðu skapi, þá
talaði hann við hana um það, sem hún vildi
Iielzt tala um, og þegar hún var ekki í góðu
skapi, þá hafði hann alt af lag á að koma henni
í gott skap. Hann kunni svo margt, sem hún
hafði aldrei haft neina hugmynd um áður, og
hún kallaþi hann austurlenzkan töframann.
Hún komst líka fljótt að því, að þó hann hefði
ekki lagt 'fyrir sig söngfræði, þá spilaði hann
vel á hljóðfæri og hann söng líka vel. Stundum
klæddi hann sig eins og kínverskur höfðingi og
söng kínverska söngva. Alice sagði honum oft,
að ef hitt skólafólkið þekti hann eins vel eins
og hún gerði, þá gæti hann ekki komist hjá því,
að taka meiri þátt í félagslífinu en liann gerði.
Þegar dró að skólalokum, sagði Alice honum,
að sitt ráð væri mjög á reiki og hún væri eigin-
lega í mestu vandræðum. Foreldrar hennar
vildu, ,að hún kæmi heim, og hún vissi fullvel,
að það væri sama og að hún hætti fyrir fult
og alt við námið. Hins vegar gæti hún ómögu-
lega verið þar austur frá, nema hún fengi at-
vinnu, og það væri enginn hægðarleikur að fá
nokkuð að gera. Henni virtist framtíðin dap-
urleg.
Sam bauð aftur að lána lienni peninga, en
það gat hún ekki með nokkru móti þegið. Hún
gat ekki hugsað til þess. Sjálfsvirðingunni hafði
hún þó ekki enn tapað. Og hvaða gagn var í
i aun og veru að því, þó hún gæti verið ári leng-
ur á skólanum, ef hún ætti þess ekki kost, að
fara til annara landa og fullkomna sig í list
sinni? Hún vissi sjálf, að sér hefði ekki verið
gefin nein framúrskarandi listagáfa í vöggu-
gjöf- Hún var engu að síður sannfærð um, að
hún gæti gert sæmilega vel með tímanum, ef
hún gæti haldið áfram, því hún hafði allgóða
hæfileika og heilmikið vinnuþrek', en þar með
var líka alt búið. Þetta var meir en lítið óað-
gengilegt, en verst af öllu var það, að nú mundi
hún aldrei aftur sjá Sam. Engar meiri bíl-
ferðir, ekkert meira skemtilegt samtal, engar
fleiri lieimsóknir. Það var ekki hægt við að
gera. Heimurinn er fullur af þessum meðal-
mönnum, körlum og konum, hálfgerðum lista-
mönnum, sem töpuðust og glötuðust úti á eyði-
mörk mannlífsins. Hálfgerðum óláns mann-
eskjum, sem lentu á rangri hillu, lentu þar sem
þær áttu ekki heima og nytu sín svo aldrei f
lífinu. Það var svo sem hægðarleikur að segja,
að maður ætti að leggja hart að sér og leggja
mikið í sölumar til þess að feta þá grýttu braut
sem til sigurs lægi, en hvað hafði hún, sem hún
gat í sölurnar lagt? Hverju gat hún offrað? •
“Eldflugur!” Það þarf margar af þeim til
að lýsa leiðina til París. Aumingja litla Chin
Ting! Ósköp hlyti hana að hafa langað til að
losna úr fangelsinu.
“Þér getið fengið að sjá ljósadýrðina, ef
þér viljið,” sagði Sam við hana alvarlega.
“Hvernig þá?”
“Með því að koma við í New York og vera
þar svo sem vikutíma, og lofa mér að sýna yður
sumt af því, sem þar er að sjá.”
“Það er alt of dýrt að vera í New York fyr-
ir listastúdent frá Bartonville.”
“Ef þér vilduð vera þar minn gestur, þá
væri mér það ánægjuefni.”
Alice leit til hans spyrjandi augum- Hún
afði einmitt verið að hugsa um, og hálfvegis
. verið að vonast eftir einhverju tilboði þessu
líku. En þegar það kom, var hún hálf hrædd
við það, vegna afleiðinganna, sem það kynni
að hafa- Með töluverðri óþolinmæði beið hún
eftir því, að hann héldi áfram.
“Þér getið verið á einu gistihúsinu, því
bezta sem til er í borginni, og enginn þyrfti
nokkurn tíma að vita, að þér væruð minn gest-
ur. Eg gæti gert yður eitthvað til skemtunar,
farið með yður á leikhúsin og í búðirnar—”
“Væri það ekki elskulegt!”
“Og þér hefðuð kannske ánægju af að kynn-
ast föður mínum. Eg vil að hann kynnist yð-
ur. Hann er lærður maður og heimspekingur,
enginn hversdagsmaður. Það er ekki ólíklegt,
að hann gæti útvegað yður eitthvað að gera
yfir sumarið.”
“Viljið þér virkilega gera þetta fyrir mig,
Sam! Mig hefir alt af langað svo mikið til að
hjá stóru búðimar í New York. Og að fá at-
vinnu! Þér eruð töframaður, eða eins og prins-
arnir í æfintýrunum. Ó-nei, þér erað bara
elskulegur maður, Sam!” Hún neri saman
höndunum af ánægju. “Ef þér gerið þetta fyr-
ir mig, þá getur skeð að eg hafi enn tækifæri til
• að komast eitthvað áfram á listabrautinni. Eg
skal ekki láta mér mistakast. En látið þér mig
ekki þurfa aftur að fara til Bartonville, og
verða að engu á þeirri eyðimörk. Gerið þér
það ekki!”
Bíllinn, sem Sam Lee átti, vakti engu minni
eftirtekt á Fifth Avenue, heldur en í háskóla-
bænum. Hvar sem bíllinn stóð á götunni, safn-
aðist fólk að honum til að skoða hann. Alice
Hart fann töluvert til sín, þegar hún kom út úr
einu glæsilegasta gistiúsi í New York og steig
upp í þennan glæsilega bíl- Hún reyndi að líta
út eins og mikil manneskja, eða auðug mann-
eskja, sem var eitt og hið sama í hennar aug-
um. Það var áreiðanlega nokkuð, sem var ein-
hvers virði, að láta sjá sig þarna í höfuðborg-
inni með þessum glæsilega unga manni, Sam
Lee. Hér sýndist enginn taka hann — fyrir út-
lending. Það var eitt af þessu merkilega og
undarlega við stórborgirnar, eins og New York,
að þar vissi fólk ekkert hvað um annað, og virt-
ist ekkert kæra sig um að vita það. Hér liafði
hver og einn nóg með að hugsa um sjálfan sig.
Hér voru peningarnir það eina, sem nokkru
verulegu varðaði. Þeir eru það nú raunar all-
staðar.
Sam kom fáeinum mínútum seinna, en til
stóð, fyrsta morguninn, er hún var í New York.
Fólkið í gistiúsinu hafði umgengist hana eins
og hefðarkonu — ríkiskonu. Síðan þau fóru
af stað, hafði hún hvað eftir annað veitt því
eftirtekt, hvað það þýðir að aka um götur
stórborgarinnar í fimtán þúsund dala bíl, og
það einmitt í þessu heimkynni Mammons dýrk-
unarinnar. Aldrei fyr hafði hún skilið greini-
lega, hvað það er að “sigla undir fölskn
flaggi.” En hún gat ekki varist því, að hálf-
brosa, þegar hún veitti því eftirtekt, að marg-
ir sýndu henni meiri virðingarmerki og voru
enn stimamýkri við hana heldur en konur og
dætur mestu auðmannanna í New York —
henni, Alice Hart frá Bartonville. Hún tók
líka eftir því, að Sam var veitt meiri eftirtekt
heldur en flestum öðrum og eins og meira haft
við hann heldur en aðra. Sveitastúlkunni frá
Bartonville var þetta ekki skiljanlegt-
Þau höfðu farið víða urn morgina og séð
marga búðarglugga, því Alice hafði langað til
þess. Svo hafði Sam sýnt henni nokkrar búð
ir, þar sem margskonar skrautgripir voru seld-
ir, sérstaklega úr ýmsum málmi og fílabeini.
Það voru slíkir munir, sem Sam hafði meira
gaman af að skdða, lieldur en nokkra aðra
verzlunarvöru. En diún naut fyrst ánægjunn-
ar fullkomlega, eftir að hún kom í þær búðim-
ar, þar sem kvenfatnaður var seldur. Þar var
fögnuður hennar mikill.
Þau borðuðu saman um hádegisbilið, og þau
drukku te seinna um daginn í veitingasal, sem
Alice hafði lengi langað til að sjá. Þar dvöldu
þau nokkuð lengi. Þar var flest, sem hugann
mátti gleðja. Agætur hljóðfærasláttur fyrst
og fremst og margskona skraut og öll möguleg
þægindi, sem veitingasalur getur haft að bjóða.
Hún varð næstum drukkin af öllum þessum un-
aði. En hún gleymdi því ekki samt, að þessa
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRYAVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offlce: 6tti Floor, Bank of HamHton Ohambers
unaðar átti hún ekki ko.st að njóta til lang-
frama. Þessi staður var fyrir þá eina, sem
nóga höfðu peninga. Hér var nokkuð, sem
ekki tilheyrði henni.
Sam Lee líktist ekki Kínverja. Hann var
meira líkur Spánverjum, eða Itölum, eða þá
Rúmeníumönnum, Grikkjum, Rússum,, eða
reyndar hvaða þjóðar mönnum, sem vera
vildi. Alice fanst allir útlendingar hver öðr-
um líkir. Dæmalaust væri ánægjulegt, ef—.
Hann var í raun og veru elslculegasti maður-
inn, sem hún hafði nokkurn tíma kynst, og
hið allra bezta var það, hvað hann var prúður
og siðsamur. Hann hafði aldrei nokkurn tíma
einu sinni réynt að kyssa hana. Kínverjar
voru kannske ekki gefnir fyrir þessa kossa, sem
betur fór. Hún var að hugsa um það, hvorl
þeir hefðu ekki sömu tilfmningar og ástríður
eins og hvítir menn.
Dæmalaust var það annars ánægjulegt, að
geta verið á svona stað, og helzt af ölln að
mega koma þar oft. Væri liún regluleg lista
kona, þá gæti hún það sjálfsagt. Þetta var líf,
sem vert var um að tala. Svo hafði Sam tvo
aðgöngumiða að bezta leikhúsinu fyrir kveldið.
Þessi dagur hafði verið með afbrigðum á-
nægjulegur, en ánægjulegast af öllu var þó að
koma heim í gistihúsið, þar sem hún hélt til.
A rúminu voru margir bögglar, og þegar hún
opnaði þá, fann hún að þeir höfðu inni að halda
flest af því, se mliún hafði um daginn séð í búð-
unum og dáðst að. Þarna var heilmikið af
kvenfatnaði, sem hana liafði lengi langað til
að eiga, en aldrei haft efni á að kaupa. Svona
falleg föt hafði hun aldrei átt á æfi sinni fyr.
Hún var afar glöð, yfir öllum þessum gjöfum,
og hún dáðist mikið að þeim. Þetta var líkt
Sam. Alt, sem hann gerði, gerði hann vel og s
myndarlega, og það var einmitt það, sem átti
við liana, þó hún gæti aldrei sjálf farið eftir
því, sem hún vildi- Eyðslusemi! Vitaskuld,
en nú var hún rík! Hver fatnaður af þessu,
hafði kostað meira en alt, sem liún átti áður.
Hún fór úr ódýra kjólnum, sem hún var í, og í
fallegasta kjólinn, sem Sam hafði sent henni.
Það mátti ekki minna vera, hans vegna, en að
hún liti eins vel út og kostur var á það kveldið,
og sjálf mátti hún gjarnan njóta ánægjunnar af
því, að horfa á sjálfa sig í þessum prýðilega
kjól. Hún hafði ætlað að borða ein í herbergi
sínu, því Sam borðaði með| föður sínum. Nú
fanst henni að rétt væri að borða með öðrum
gestum í borðsalnum. París sýndist ekki eins
langt í burtu eins og áður. ... “ Vitlausir eftir
hvítum stúlkum.” Hvar hafði hún heyrt
þetta? Jú, hún mundi það. New York var
ekki háskólabær. Hér gat hún verið með Sam
hvar sem var. Hún gat orðið listakona,, ef hún
bara hefði tækifæri til þess, og fyrir það vildi
hún gefa næstum hvað sem vera skyldi. Mundu
ekki allar stúlkur gera það? '-------Ef karl-
mennirnir væru bara ánægðir með kossa — en
þeir voru svo’ herfilega eigingjamar skepnur.
því var nú ver.
Nú var Alice alt í einu farið að langa til
að sýna sig og sjá aðra, og þess vegna fóru þau
saman inn í danssal, þegar þau komu úr leik-
húsinu- Salurinn var afar skrautlegur, hljóð-
færaslátturinn ágætur og allir voru prúðbúnir.
Dansinn var ákaflega líflegur. Hún hafði
aldrei fyr verið á dansleik líkum þessum. Hún
var eins og hálf drukkin af allri þessari gleði.
Hvað eftir ann'að hvíslaði hann í eyra henni,
að hún væri fallegasta og elskulegasta stúlkan,
sem þarna væri, og hún trúði því. Þau döns-
uðu þangað til þau voru orðin dauðþreytt.
Sam kysti hana ekki á leiðinni heim til
gistihússins, og bjóst hún þó fullkomlega við,
að hann myndi gera það.
HASUMAR-^
Sumardýrð og sólaryndi.
Sveigist björk í liægum vindi.
Skepnur allar leika í lyndi.
Lífsins hjarta af gleði slær.
Lindir brosa. Blómin anga.
Bjartar nætur, daga langa
geislum vefjast vÖtn og sær.
Loftið fyllist lækjarniði,
léttum söng og fuglakliði.
Þýtur blær í vöxnum viði
vegu langa um dal og fjöll.
Eftir hita og hreyfing dagsins
hlæja töfrar sólarlagsins.
Bráðum sefur sveitin öll.
Drúpir blóm og döggum grætur.
Döknar laut við fjallsins rætur.
Sefur fold í faðmi nætur
fögur, víð og gróðurleg.
Ofar rísa liimnar háir,
heiðir, djúpir, fagurbláir, —
eilífð rasta á allan veg.
—Les. Böðvar frá Hnífsdal.
••••••••••••••••••<
r