Lögberg - 11.09.1930, Síða 4
BIs. 4.
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. SEtPTEMBEiR 1930.
Högíjerg
Gefið út hvem fimtudag af
TIIE COLZJMBIA PRE8S, LTD.,
Cor. Sargent Ave. og Toronto St.
Winnipeg, Manitoba.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaÖsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 urn árið. Borgist fyrirfram.
The "Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Hugrakkir menn
Lang hættulegasti óvinur sérhvers manns,
er hans eigið ístöðuleysi, óttinn við það, sem
ástæðulaust er að óttast, eða jafnvel eitthvað,
sem aldrei var til.
Hinir hugrökku menn, þeir er dregið hafa
fána mannréttindanna hæzt við hún, voru jafn-
an svo sannfærðir um sigurmátt skoðana sinna,
að hvorki ótti né efi fékk inni í sálu þeirra,
hvernig sem viðraði, eða hvað sem á móti blés.
Það var traustið á takmarkalausu, eilífu rétt-
læti, er brent hafði sig inn í hug þeirra og
hjarta, og mótað stefnu þeirra í lífinu.
Eftirleikurinn er ýmsum geðþekkur, og er
hið sama um það að segja, að ganga í spora-
slóð. Hinir sönnu og hugrökku forustumenn
lýðsins, hirða eigi um hinar troðnu slóðir,
heldur sækja þeir á brattann með þeirri skap-
festu, og þeim mjmdugleik, er andlegum aðals-
mönnum sæmir; þeir hopa hvergi, þótt horfst
sé í augu við eld og c^auða, en við eldraun
hverja vex þeim ásmegin og innri styrkur.
Sérhver voldugur forustumaður hefir eigi
að eins þurft að fóma miklu, heldur jafnvel
öllu, fyrir hugsjónir sínar. iStefán píslarvott-
ur var grýttur í hel; Jesús frá Nazaret kvalinn
og krossfestur, og enn þann dag í dag sætir
fjöldi manna og kvenna víðsvegar um heim of-
sóknum fyrir trúmensku sína við mikilvæg-
ustu málefni mannkjmsins. Allar slíkar fóm-
ir, voru fómir hjartalagsins, grundvallaðar á
ástríðumagni heilagrar hrifningar, er þeir ein-
ir eiga yfir að ráða, er líf sitt vígja í þarfir
réttlætishugsjónanna.
Sérhver sá, sem í orðsins fylsta skilningi, er
trúr sjálfum sér, er í flestum tilfellum trúr og
sannur við lífið og samferðamennina.
óttinn er fyrirrennari ósigursins og taps-
ins, en hugrekkið og hetjulundin blikvitar
stærstu sigurvinninga mannsandans.
Flestum mönnum er það í brjóst lagið, að
þrá frelsi; þó er enginn frjáls annar en sá, er
gert hefir óttann landflótta úr sálu sinni.
óttinn á venjulegast samleið með fákænsku
0g flaustri; menn gefa sér ekki tíma til að átta
sig á hvað það nú helzt var, er óttast þurfti.
Hetjuhugsjónir hins djarfsækna fomstu-
manns era þjóðfélagsins dýrmætasta innstæða.
Yfir sálarlífi hins hugrakka manns, hvelfist
sí-bjartur dýrðarhiminn vors 0g vona.
Og hvað er svo í rauninni að .óttast, þegar
alt kemur til alls, annað en eigið ístöðulevsi?
Er ekki lífið ávalt eitt og hið sama, óslitin op-
inberunarkeðja um dásemdir Guðs? 0g hlasir
ökki endurjmgingin og upprisan ávalt við sjón-
um vorum, í hvaða átt sem litið er?
Bindandi samningar
Flogið hefir það fyrir undanfarandi, að
hinir og þessir samlagsmeðlimir myndu vera í
þann veginn að rjúfa samninga sína við hveiti-
samlagið, ef þeir hefðu þá ekki þegar gert það.
Sem betur fer, mun hér vera um kviksögur ein-
ar að ræða, runnar undan rifjum þeirra, er
kjósa vildu þegar í öndverðu feigð á samlagið,
og gefið hafa því homauga jafnan síðan.
Hveitisamlagið canadiska, er umfangs-
mesta stofnun slíkrar tegundar í heimi. Bænd-
ur Sléttufylkjanna hafa vakið á sér alþjóða-
athygli fyrir þessi voldugu samtök, og hafa
þeir til þess góða og gilda ástæðu, að finna til
nokkurs metnaðar yfir því. Að þeir reynist
þessari afar þýðingarmiklu stofnun sinni ótrú-
ir, þegar mest liggur við, nær vitanlega ekki
nokkurri minstu átt; þeim er það ljóst, að samn-
ingar þeirra við samlagið, em bindandi að lög-
um og tjón hlýzt af, ef út af er bragðið.
Hinir miklu og margvíslegu ókostir hins
eldra sölufyrirkomulags á hveiti, standa bænd-
um Sléttufylkjanna vafalaust enn í fersku
minni, er ekki var um annað að gera, en hrúga
hveitinu tafarlaust á markaðinn, hvað sem
verðlagi leið. Þeir sætta sig aldrei við þá að-
ferð framar, hvað sem öllum undirróðri við-
víkur af hálfu hinna gömlu hveitimangara.
Hveitisamlagið er augljóst spor í rétta átt,
og hefir þegar miklu góðu til vegar komið.
Meiri fjarstæða en það, að núverandi lágverð
hveitis, sé samlaginu að kenna, getur tæjiast
hugsast, þótt ýmsir láti svo í veðri vaka. En
þess ber að gæta, að slíkar raddir berast að-
eins úr herbúðum þeirra, sem óvinveittir era
samlaginu og flýta vilja fyrir dauða þess.
Einmitt nú, þegar harðast er í ári og mest
reynir á þolrifin, ríður að sjálfsögðu mest á,
að samlagsmeðlimir vinni saman í einingu að
vexti og viðgangi þessarar þjóðþrifa stofnunar.
Aukaþing
Síðastliðinn mánudag, var sambandsþingið
í Ottawa kvatt til funda. Megin hlutverk þess
skal vera það, samkvæmt áðurgefnu loforði
hins nýja forsætisráðgjafa, að binda enda á
atvinnuleysi það hið alvarlega, er þjóðin can-
adiska á við að búa um þessar mundir. A
þessu stigi málsins, verður vitanlega ekkert
um það sagt, hver árangur kann að verða af
störfum þingsins, en mikill má hann til með að
vera, eigi hann að fullnægja að öllu fyrirheit-
um Mr. Bennetts í sambandi við atvinnu-
málin.
Eins og liggur í augum uppi, hefir aukaþing
þetta vitanlega allmikinn kostnað í för með sér;
þó er samt sem áður ástæðulaust að horfa í
kostnaðinn og verður heldur ekki gert, takist
þingi og stjóm að ráða bót á atvinnuleysinu til
veralegra muna. Við bíðum 0g sjáum hvað
setur.
Vikið er að því í hásætisræðunni, að toll-
verndarmálið muni að einhverju leyti verða
tekið til meðferðar á þessu aukaþingi, og
sennilega einhverjar bretingar gerðar í áttina
til hækkaðra verndartolla. Slí'kt hefði, að vorri
hyggju, átt að hafa beðið hins reglubundna
þings, og er þess að vænta, að ekki verði að
neinu hrapað í þessu tilliti á aukaþinginu, sem
að eins er til þess saman kvatt, að ráða fram úr
atvinnuleysinu.
Ritsjá
Aðalsteinn Kristjcmsson: A skotspónum.
Smápistlar, æfintýri og sögubrot. Prentsmiðj-
an Columbia Press, Ltd., Winnipeg. 1930.
Fyrri bækur hr. Aðalsteins Kristjánssonar,
svo sem “Austur í blámóðu fjalla" og “Svip-
leiftur samtíðarmanna”, hafa gert höfundinn
það kunnan meðal Islendinga vestan hafs, að
frekari formála af vorri hálfu, er engan veginn
þörf.
Eins og titill þessarar nýju bókar bendir til,
felur hún í sér samsafn af smápistlum, æfintýr-
um og sögubrotum, er mestmegnis munu vera
nýsamin, eða því sem næst; kennir þar margra
grasa, því höfundurinn er víðförall á fleiri en
eina vísu. “Sumt var gaman, sumt var þarft;
sumt vér ei um tölum. ”
Hr. Aðalsteinn Kristjánsson hefir hreint
ekfki svo litla athugunargáfu til branns að bera,
og hefði málsment hans og hæfileiki til lipurr-
ar frásagnar, farið þar eftir, myndi ritsmíða
hans hafa nokkru frekar gætt, en raun hefir
orðið á. Þó nær hann hér og þar hnyttilegum
tilþrifum, sem ekki verður auðveldlega fram
v hjá gengið. 1
Lang snyrtilegasta ritsmíðin í þessu nýja
safni Aðalsteins, virðist oss sú, er hann nefnir
“Öfund”. 1 henni stendur meðal annars þessi
kafli:
“Alveg fyrirvaralaust mætti ég þessari
fomaldar ófreskju — öfundinni. Já, og það á
hinum ólíklegasta stað. Eg heyrði einhvem
segja: “Hún er einstakur meinleysingi. — Já,
það má nú segja; hún er geðgóð—æfinlega eins.
— Hún stekkur ekki upp á nef sér.”
“En hvað um þaðF' Hún öfund á marga
búninga, — þú hefir mætt henni, lesari góður,
því hún tilheyrir sama félagsskapnum og þú.
Hún þarf lítið að sofa. Ef æskan vakir árris-
ul yfir gróandi vorhugsjón, þá er öfundin á
ferð og flugi um nætur og daga. Hún vinnur
ekki einsömul, því hún á systir, sem heitir hlut-
drægni. Þær velja sér oft bústað í fjölmenni;
þær kunna betur við sig í meirihlutanum.” —
Síðar í sama sögukorni, er komist þannig að
orði:----
“Hann vinur minn spurði mig sömu spurn-
inga, eins 0g fiskimaðurinn um framtíðarhorf-
ur í Amerí'ku. Eg man ekki hverju ég svar-
aði, enda skiftir það engu. Hann átti gömlu
fiðluna sína enn, þar sem tilfinningar okkar
höfðu mælt sér mót, þegar ég var lítill drengur.
“Exhu nú að fara?” spurði hamrabúinn mig,
þegar hann sá, að eg var að svipast um eftir
hattinum mínum. Eg bað hann að spila eitt
eða tvö lög á gömlu fiðluna. Hann varð dálítið
þunglyndislegur á svipinn. Drættirnir vora
stirðari en til foraa, þegar eg fyrst heyrði
hann spila, en þeir bogadrættir, með aðstoð
strengjanna, sögðu mér æfisögu — fluttu mér
boðskap. 'Spurningar komu fram, sem eg kunni
ekki að svara. — Eg heyrði öldumar rísa og
falla undir bergstallinum. — Þær stundu svo
þungan. — Hverskonar eilífðarvonir höfðu öld-
umar að bjóða? —
“Hann vinur minn fylgdi mér á leið til Ak-
ureyrar. Við töluðum á “víð og dreif ”. — Hann
dró athygli mína að því, hversu vingjamlegt og
fagurt útsýnið var af hæðunum með fram Eyja-
firði að vestan. Vafalaust höfðu þessar sömu
hæðir heillað margar kynslóðir, sem nú voru
gengnar inn í eilífðina. — Ættjarðarástin end-
urfæðist í vorgróðrinum, mönnum 0g skepnum
til blessunar.
“Mér fanst, þegar við skildum, að eg vera
fátækari; því enn hvísluðu vonimar fögram
Arabíu-draumum að hamrabúanum, sem ekki
hafði yfirgefið heimahagana.
“0g þess vegna öfundaði ég hann.”
Þótt saga.þessi sé stutt, þá slær hún þó engu
að síður á viðkvæma strengi mannlegs tilfinn-
ingalífs, sem vel era þess virði, að þeim sé at-
hygli veitt. Hitt og annað er fleira vel læsilegt
í þessari nýju bók hr. Aðalsteins Kristjáns-
sonar, þó hinu verði jafnframt ekki neitað, að
þar sé sitthvað einnig að finna, er tiltölulega
sé fremur lítið á að græða.
Að því er pappír og prentun viðkemur, er
bókin í alla staði hin prýðilegasta.
Gleðiboðskapur
Eftir Sig. Júl. Jóhannesson.
IV.
Þá minnist Heimskringla á þjóðræknismál-
in. Þau hafa orðið flestum friðsamlegum störf-
um að fótakefli meðal Islendinga í síðastliðin
tíu (10) ár, eða síðan Þjóðræknisfélagið var
stofnað. Margir ólu þær vonir, að fæðing þess
mundi vísa veg til sátta og samúðar, en því
miður rættist það ekki.
Sökum þessa gleðiboðskapar Heimskringlu,
að hún vilji ræða málin með rökum, hógværð
og stillingu, skal hér ekki rakin saga Þjóðrækn-
isfélagsins. Mér er ekki það geðslag gefið, að
geta sagt þá sögu rétta með hógværð og still-
ingu. Mér finst satt að segja, að það mundi
vera hverjum sönnum Islendingi ofvaxið. En
sleppum félaginu og látum þá dauðu grafa sína
dauðu.
Um þjóðræknismálin sjálf mætti aftur á
móti segja fáein orð. Tvær eru stefnur í þeim
málum sem öðrum. Önnur er sú, að vilja tildra
upp og trana fram hverju því, sem íslenzkt er,
hversu lélegt og óhæft sem það kann að vera,
eða hversu mikilli óheillastefnu sem það styddi;
eiga þar við einkar vel orð skáldsins Hannesar
Hafsteins, þar sem hann segir:
“Bara’ ef lúsin íslenzk er,
er þér bitið sómi.”
Hin stefnan er sú, að styðja þá eina til upp-
hefðar og embættis, sem íslenzku þjóðinni
megi verða sómi að; það er að segja heiðvirða
hæfileikamenn, er fylgja þeim stefnum, sem til
heilla horfi og Islendingum sé samboðið að
leggja lið.
Hér verð eg að biðja mína hógværa Heims-
kringlu fyrirgefningar á því, að að eg fer eft-
ir mínum eigin óleigðum skoðunum og tilfinn-
ingum; eg hefi ekkert annað við að styðjast.
Eg álít það t. d. svik við heiðurs-hugsjónir Is-
lendinga, að styðja þá til löggjafar-áhrifa, sem
líklegir væra til þess að greiða atkvæði með
kúgunar- og ofbeldis-löggjöf vegna flokksfylg-
is — eins og reynsla liðinna tíma sýnir og sann-
ar, er það stefna afturhaldsins hér í landi.
Af þessum ástæðum vann eg á móti Sveini
Thorvaldssyni, þótt mætur maður sé í ýmsum
efnum, og á móti M. H. Hannessyni, þótt hann
sé góðum gáfum gæddur. Þeir fyltu báðir þann
flokk, sem æfinlega hefir leitt ógæfu yfir land
og lýð, þegar hann hefir náð völdum. Eg tel
það þjóðræknislega skyldu hvers Islendings, að
leggja fram sinn litla skerf til þess að forða
löndum sínum frá þeirri vanvirðu, að fylla slík-
an flokk. Þar eiga með réttu heima einungis
svartir sauðir, en ekki hvítir Islendingar. Þótt
fáeinir góðir drengir hafi því miður vilzt þang-
að, þá era Islendingar yfirleitt framsóknar- og
frjálslyndir menn.
Um stefnu Heimskringlu er erfitt að dæma;
hún fylgdi eindregið afturhaldsflokknum á með-
an hann hafði fjárráð í fylki eða sambandi.
Þegar sá flokkur veiktist 0g purfti liðveizlu, en
hafði ekkert fjárveitingarvald, þá gat auðvit-
að ekki verið um neina matrást að ræða lengur,
enda yfirgaf blaðið þá flokkinn og lýsti honum
og stefnu hans þannig, að jafnvel ég hefi aldr-
ei málað hann eins svartan.
Nú er flokkurinn aftur að ná yfirráðum
sjóðanna, og einhvem veginn hittist það þannig
á — líklega rétt af hendingu — að þá snýst
Heimskringla 0g tekur upp afturhaldsstefnuna
aftui’, þótt hún áður væri, eða þættist vera ein-
dregið 'framsóknarbl að, Líklega ræður þar
einhver dulin þjóðrækni.
Það var heilög þjóðræknisskylda að fylgja
Thorson, eftir dæmi Heimskringlu, þegar hann
sótti í fyrra skiftið, þá var hann óreyndur sem
þingmaður; nú skoraði blaðið aftur á móti á
íslendinga að kjósa andstæðing hans, sem
reyndur var að því, eftir dómi Heimskringlu
sjálfrar, að vera óhæfur þingmaður. Thorson
hafði reynst einn hinna allra atkvæðamestu
manna, er þing hafa setið í fyrsta skifti; um
það kom öllum saman, andstæðingum hans
jafnt sem fylgjendúm — meira að segja Heims-
kringlu sjálfri.
V.
Svo margra grasa kennir í Heimskringlu-
greininni, að ekki er hægt að snerta við þeim
öllum. Hún minnist á heimfararmálið í þeim
gleðiboðskap. Líklega á það að skiljast þannig,
að það mál sé undanskilið, þegar hógværðinni
og stillingunni er lofað; því blaðið heitir því,
að heimfararmálið verði síðar rætt og gefur í
skyn, að þar verði ekki gengið að verki með
silkivetlingum. Blaðið staðhæfir það, að sjálf-
boðanefndin hafi verið til þess stofnuð að koma
Þjóðræknisfélaginu fyrir kattarnef; hafi hún
unnið íslendingum hér í landi skömm og skaða,
klofið hóp heimfarendanna og skapað úlfúð og
sundurlyndi. Sem einn meðlimur þessarar
nefndar, tel eg það eitthvert áhrifamesta og
árangursbezta þjóðræknisstarf, sem hér hafi
átt sér stað, sem sjálfboðanfendin leysti af
hendi. Hún gerði tvent:
1. Hún ljóstaði upp og mót-
mælti leynibetli, sem framið
var víðsvegar í nafni Vestur-
íslendinga, án þess að þeir
væru kvaddir til ráða eða sam-
þykkis.
2. Þegar mótmælt hafði ver-
ið, taldi hún það skyldu sína að
sjá svo um, að þeir, sem sníkj-
unum vora andstæðir, þvrftu
ekki annað hvort að ferðast
undir betliflaggi heimfarar-
nefndarinnar, eða sitja heima.
Þetta gerði hún og sá þeim
fyrir sæmilegu fari. Með þessu
var heiðri Vestur-lslendinga
borgið. Nú er heimförin um
garð gengin, skal eg því ekki
f jölyrða um hana, en stoltur er
eg af því að hafa átt sæti í
sjálfboðanefndinni; hafi hún
ekki leyst af hendi sannarlegt
þjóðræknisstarf, þá hefir aldr-
ei verið trúlega unnið þjóð-
ræknisstarf með Vestur-ls-
lendingum. Sagan talar síðar.
VI.
Heimskringla er gleið yfir
því,( að Lögberg hafi neyðst til^
þess að láta mig hætta ritstjóm1
á stríðsáranum til þess að forða
sér út úr þeim landráðaógöng-j
um, sem eg hafi komið því í.
Satt er það, að stjórnendum
Lögbergs fanst að þeir verða
að taka þau ráð; en illa situr,
á Heimskringlu að vera tálkna-
gleið yfir því; enn þá stendur,
það svart á hvítu í Heims-,
kringlu sjálfri, þegar hún
reyndi að rægja mig frá Lög-
bergi, og enn þá muna menn
vísuna, sem Stephan G. Steph-1
ansson orti þá:
“Engin lýti að fara frá,
fall er sigur nógur
þegar bítur ekki á
annað vopn en rógur.”
Það voru ekki Lögberging-
ar, sem Stefán átti við, þegar
hann mintnst á róginn.
Annars mætti é geta þess, að,
þótt mig greindi á við Lögberg-
inga um stríðsmálin, þá var
mér gefinn kostur á því að
halda áfram ritstjórn blaðsins
og skrifa óhindrað um hvaða
önnur mál sem væru eftir eig-
in geðþótta, ef eg aðeins léti
afskiftalaus stríðsmálin og á-
1 meir en iþriðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bakverk,
gi'gt, þvagteppu og mörgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 50c. askajn, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.,
Toronto, ef borgun fylgir.
roenningu, sem hefir myndast upp
úr heimsstyrjöldinni eða bylting-
unum á eftir. Sumt af þessu er
sjálfsagt fálm og mjög misjafnt
og sumt mjög 1 sömu stefnu og
eldri list.
Einn af þeim málurum, sem
mikla athylgli dregur nú að sér,
er Mexicó-maðurinn Don Diego
Rivera, sem stundum er kallaður
málari samei'gnarstefnunnar eða
Rafael kommúnismans. Rivera
dregur einnig enga dul á það, að
hann sé kommúnisti í skoðunum
og efniviður flestra mynda hans
er byltingin, öreigarnir og um-
myndun menningarinnar. En samt
hefir það æxlast svo fyrir Riv-
era, að miðstjórn kommúnista-
flokksins í Moskva hefir gert hann
flokksrækan. Henni þykir hann
ekki nógu sanntrúaður — ekki
mála nógu rauðar myndir, segja.
aðdáendur hans — og þar að auki
er sá ljóður á ráði hans, að hann
starfar í þjónustu mexikönsku
stjórnarinnar, sem í stjórnmálum
er harðsnúin á móti kommúnist-
um.
En þetta hefir stjórnin samt
ekki látið bitna á Rivera og mál-
aralist hans. Hún hefir þvert á
móti tekið þá stefnu, sem mun vera
hartnær einstæð, að gefa Rivera
algerlega frjálsar hendur til þess
að skreyta veggi margra opinberra
bygginga á hvern þann hátt, sem
sjálfum honum þóknast, og launa
reitti ekki stjórnina í sambandi
við þau á meðan á stríðinu
stæði. Vora þetta ólíkt rýmri
kjör en sumir Heimskringlurit-
stjórarnir hafa átt við að búa
upp á síðkastið; en eg hefi
aldrei átt lund til þess að þegja
um áhugamál mín, hver sem
þau voru, eða hvernig sem á
stóð.
Málari sameignarstefn-
unnar flokksrœkur í
Moskva
Á heimsstyrjaldarárunum og þar
á eftir kom fram málaralist, sem
mikið var deilt um og margir töldu
ekki einungis leirburð, heldur
beinlínis vitfirringu. Málaralist
þessi reyndi að lýsa mönnum,
landslagi, atburðum o'g hugsun-
um eins og þetta birtist' í raun og
veru fyrir augum og í huga mál-
aranna, að því er þeir töldu, en
ekki fært í stílinn á borgaralegan
og gamalda'gs hátt, eins og þeir
álitu, að málararlistin hefði gert
til þessa. Þeir töldu því oft, að
mikið af málverkasöfnum frá
fyrri tímum væri bezt komið á
hafsbotni, en í staðinn ætti að
koma önnur nýtízku list, sem frá
sjónarmiði eldri mannanna var
formlaust fikt með liti og línur,
þar sem oft var ómögulegt að sjá
hvort m.vnd var af manni, nauti
eða skipi, og þar sem dansandi
kvenmaður |gat verið málaðaur
þannig, að höfuðið var sérstakt á
miðri myndinni áfast við einhvern
part af líkamanum, annar fótur-
inn einhversstaðar uppi í homi
og hinn flatur neðst á myndinni
o. s. frv.
Þessi stefna eða stefnur í mál-
aralist eru nú svo að segja alveg
úr sögunni, 0g má þó enn sjá leif-
ar hennar á Listsýningunni, sem
nú er hér í Reykjavík. En þar
fyrir hafa hinir yngri málarar
ekki horfið aftur til þess að vera
einungis hermikrákur eldri list-
ar. Um víða veröld vinna nú
þessir málarar að allskonar til-
raunum til þess að móta nýja lif-
ndi list, list, sem sé í samræmi
við það nýja sálarlííf o!g þá nýju
honum fyrir. En hann ihefir not-
að þetta leyfi til þess að fylla
hvem veggflötinn af öðrum í
stjórnarráðum ríkisins með furðu-
legustu og oft fegurstu myndum
af sameignarhugsunum sínum og
hugsjónum. 1 myndum sínum dreg-
ur hann dár að eða ristir níð auð-
valdi, hervaldi og kirkjuvaldi, en
lofar vinnusemina, nægjusemina,
námgiraina og mentunina. 1
myndum sínum notar hann oft
form, sem minnir á kirkjulega
list, þótt efnið sé veraldlegt.. Ein
byggingin, sem hann hefir mynd-
skreytt, hefir verið nefnd “sixt-
inska kapella byltingarinnar”. —
Sögumyndir málar Rivera einnig
og vinnur nú að mynd af prestin-
um Hidalgo, sjálfstæðishetju
Mexicó. Er það stærðar vegg-
mynd, 80 feta löng og 30 til 50
feta há, máluð á stigagang í Pal-
acio Nacional í Mexicoborg. —
Lögr.
Island og Danmörk
f dönskum blöðum er alt af öðru
hvoru rætt talsvert um samband
íslands og Danmerkur og mögu-
leika á slitum þess. Nýlega rit-
aði dr. Edvard Brandes, einn af
kunnustu rithöfundum og stjórn-
málamönnum Dana, grein í Poli-
tiken og vildi láta Dani bjóða fs-
lendinlgum uppsögn sambandslag-
anna nú þegar, ef þeir vildu sjálf-
ir. Ýmsir danskir stjórnmála-
menn hafa fallist á þetta, þar á
meðal Möller, foringi íhalds-
manna, en þó því aðeins að ís-
lendingar fari sjálfir fram á
þetta. En Stauning forsætisráð-
herra segir, að þetta komi ekki
til mála, sambandslögin eigi að
standa óhögguð sinn ákveðna
tíma. — íslenzkir stjórnmálamenn
hafa ekki látið opinberlega í ljós
álit sitt á 'grein dr. Brandes, nema
Sig. Eggerz, sem sagði að uppá-
stunga hans mundi vekja samúð
allstaðar á íslandi. — Lögr.
Sigfús Jónsson á Norðfirði á
íslandi, æskir upplýsinga um
bróður sinn, Pál J. Nordal, er til
Vesturheims fór frá Seyðisfirði.