Lögberg - 11.09.1930, Page 6
eis. s
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. SEIPTEMBER 1930.
Sonur Guðanna
Eftir
R E X B E AC H.
“Ert þú veikur líka?” spurði hún. Sam
liristi höfuðið.
“Eg hefi verið veik. Eg verð að deyja.”
“Það er ósköp raunalegt,” sagði Sam.
“Hefir þú aldrei verið veikur?”
“Nei, ég hefi alt af verið ósköp heilsu-
góður.”
“Því lei'kur þú þér ekki með hinum krökk-
unum!-------Þú ert kínverskur, er það ekkil
Þú talar ekki líkt þeim samt. Eg er viss um,
að það er ákaflega erfitt að tala kínversku. —
— Við höfum þrjá lækna heima hjá hkkur í
einu og mamma mín varð gráhærð á einni
nóttu.------Því leikurðu þér ekki? Eg skyldi
leika mér, ef eg gæti, en eg get það ekki. Hefir
þú ekki gaman af að leika þér? Eg hafði það.
En nú hefi eg óbeit á því.”
“Faðir minn vill, að eg leggi alla stund á að
þros'ka minn andlega hæfileika. Hann segir
að þeir, sem vilji komast langt í þeim efnum,
verði að leggja alla stund á að læra.”
“Faðir minn gekk aldrei á skóla. Hann er
þingmaður og hann segir----------Það hlýtur
annars að vera skrítið að vera Kínverji! Eg
vildi heldur vera veik.---Eg hefi haft köldu
og eg hafði hitasótt og höfuðverk og mér var
ilt í maganum. Eg hefi haft alla mögulega
veiki.” Það var engu líkara, en hún 'þættist
meiri manneskja af öllum þessum. veikindum.
“Osköp hefir þú hlotið að taka mikið út i
öllum þessum veikindum,” sagði Sam ofur hæ-
versklega.
“Já, þetta litla. En heyrðu! Eg er viss
um að eg veit, hvers vegna þú leikur þér ekki.
Hinir krakkarnir vilja ekki leika við þig. En
mér er alveg sama, þó þú sért Kíni. Þú getur
leikið þér við mig — þangað til mér batnar. ”
Því var ekki að neita, að hún var nokkuð
frek í tali og opinská, en hún var vinsamleg og
einlæg. Þó hún væri ekki eins prúð í tali eins
ðg æskilegt hefði verið, þá kom það ekki til af
neinum ásetningi, heldur aðallega af því, hve
opinská hún var. Það var hægðarleikur að
kvnnast henni, því það var ekki aðeins að hún
segði alt, sem hún vissi um sjálfa sig, heldur
svaraði hún líka flestum sínum eigin spuming-
um, áður en Sam gat komist að til að svara
þeim og það gerði samtalið enn greiðlegra fyr-
ir hann. Hún var allra mesta málaskjóða. Hún
hét Eiléen 'Cassidy, pg þama var Jim bróðir
hennar. Hann kom þarna með hana á hverjum
degi. Þau áttu heima niður á Oliver stræti. —
“Pabbi minn tók mig einu sinni inn í búðina
ykkar. Fjarskalega er hún stór! Þið búið
uppi á loftinu, eða er það ekki? ' Mér þykir
gaman að koma í búðir, þar sem er góð lvkt,
eins og í ykltar búð.---Pabbi minn segir, að
pabbi þinn sé ákaflega ríkur. — — Er þessi
maður þinn kennari? Það hlýtur að vera gam-
an, að hafa kennara út af fyrir sig. — Barna-
skólarnir .eru óttalegir. Þar er svo mikið af
útlendingum. Mamma segir, að það sé voða-
legt.-----Jim bróðir minn er að fara í hund-
ana. Hann fer um alt, með þessum ólukkans
Itölum og gerir ýmislegt sem hann á ekki að
gera. Við eram írsk.------Því spyrðu mig ekki
um eitthvað? Pabbi minn var einu sinni lög-
reglumaður.”
Lögreglumaður! Það vom töluvert merki-
legar upplýsingar. Miss Cassidy var óþrosk-
uð andlega, en faðir hennar var einn af þessum
mönnum, sem lét til sín ta'ka og mátti sín mik-
ils, og því gat vel verið, að hún hefði einhver
áhrif og 'Sam langaði mikið til að vita meira
en hann vissi um lögreglumenn. Hann fór því
að tala meira við stúlkuna, og þau urðu fljót-
lega góðir vinir. Eileen færði sig nær honum
og hún spurði hann í þaula, því hún vildi vita
um alla skapaða hluti, og Sam reyndi nú í
fyrsta sinn hve gott það er, að fá mikið hrós
fyrir gáfur og fróðleik. Stúlkunni fanst afar-
mikið til um það, hve mikið hann vissi. Því
lengur, sem þau töluðu saman, því meir fanst
henni til hans koma.
Þegar hann gekk heim með kennara sínum,
var hann mjög þegjandalegur, en mjög glaður
í huga. Sko'ðun hans á hvítu bömunum hafði
breyzt mjög. Nú átti hann vin.
1 gleði sinni út af þessu sagði hann Lee
Ying alt um þetta æfintýri, sem fyrir sig
hefði komið, og sem honum sjálfum þótti svo
mikið til koma. Gamli maðurinn hlustaði á
sögu hans, góðlálega og brosandi, og svaraði
þegar hann var 'búinn: “Já, eg þekki föður
hennar vel. Hann er maður, sem hefir mikið
að segja í sínu nágrenni.”
“Hún var frelsuð úr dauðans hættu, með
reglulegu kraftaverki,” sagði Sam, “og veik-
indi hennar fengu svo mikið á móður hennar,
að hárið á henni varð alveg hvítt á einni nóttu.
Það vora þrír læknar yfir henni, og meðulin sem
þeir gáfu henni vora beisk á bragðið. Hún er
ekki ljót, eins og önnur hvít börn. Hún hefir
blá augu og það er sólskin í þeim. Það er und-
arlegt, að guð hvítu mannanna skyldi leggja
öll þessi veikindi á þetta stúlkubam. Væri það
e*kki mögulegt, að gefa henni eitthvað og sýna
henni með því, að mér hefði þótt vænt um að
kynnast henni?”
“Það væri ekkert á móti því. En hvaða gjöf
heldur þú að væri bezt viðeigandi?”
Sam hugBaði sig um stundarkom. “Hún
segist vera ósköp svöng, kveljast reglulega af
hungri. Kannske box af sætum kökum og
brjóstsykri—”
“Sem þú fengir svo sjálfur helminginn af
að minsta kosti? Nei, það dugar ökki. Fyrir
stúdent væri bezt viðengandi, að gefa bók, en
eg býst ekki við, að þessi stúlka kæri sig mikið
um bækur. Eg held það væri gott, að gefa
henni fallega brúðu, eða einhver önnur barna-
gull.”
Sam hélt að það væri ágætt.
Jim bróðir hennar var stór og sterkur og
fullur af fjöri, og það var langt frá, að honuiri
félli vel það starf, að hjúkra systur sinni. Hon-
um þótti því mjög vænt um, þegar Sam fór að
koma og sitja hjá henni og tala við hana, því
þá gat hann betur notað tímann til að leika
sér. Sam kom svo að segja daglega með eitt-
hvað handa Eileen. Hin bömin tóku náttúr-
lega fljótt eftir þessu og þeim fanst þau sjá
leik á borði með því að koma sér sem bezt
við Sam, því þá kynnu þau að fá eitthvað líka.
Sam féll þetta vel, en skildi ekki í bráðina hvað
af því mundi leiða.
Það leið ekki á löngu, þangað til Eileen sýndi
það í verki, að hún var tryggur vinur. Einn
daginn kom Sam með eitthvert leikfang, sem
hvorki hún né hin bömin höfðu nokkum tíma
séð. Þau söfnuðust því að þeim til að skoða
þetta og voru æði frek og aðgangshörð. Loks
greip stór og ruddalegur strákur þeta leikfang
af Eileen og gerði sig líklegan til að hlaupa
burt með það. Sam beið ekki boðanna, og réð-
ist þegar á hann, og nú var um að gera hvor
væri sterkari og meiri áflogamaður.
Þetta var í fyrsta sinn, sem Sam hafði
flogist á, og hann varð sjálfur hissa á því, hve.
mikið áhugamál honum varð þegar að vinna
sigur. Þetta dýrmæti, sem þeir börðust um,
var trampað undir fótum og fór alt í mola.
Eileen varð svo mikið um, að hún varð mátt-
vana og vissi ekki hvað gera átti. Hinir dreng-
irnir hjálpuðu félaga sínum og réðust margir
á Sam í einu, en hann var of reiður til að finna
sársaukann, hvemig sem þeir meiddu hann.
Þeir börðu hann og rifu sundur af honum föt-
in og léku hann afar illa, og þar að auki smán-
uðu þeir hann með öllum illum orðum, sem þeir
kunnu, og þau voru æði mörg. Eileen var nú
búin að ná sér aftur og hún tók sinn fulla þátt
í bardaganum og lamdi strákana alt sem hún
mögulega gat, en það var vitanlega ekki mjög
mikið. “Eg skal drepa ykkur. ” hrópaði hún
af öllum kröftum. “Eg skal klóra úr ykkur aug-
un, ef þið meiðið hann.-----Sleppið þið hon-
um.-------Þið eruð óþverralegir, ítalskir dón-
ar! Eg skal segja pabba mínum frá þessu.”
Það könnuðust allir við Dan, Cassidy og
strákarnir voru allir hræddir við hann. Þeir
vissu, að þar var ekki lamb að leika við, sem
hann var. Eileen hafði hljóðpípu föður síns,
þá sem liann hafði notað, þegar hann var lög-
reglumaður. Nú notaði hún hana og blés í hana
af öllum mætti. Það skaut strákunum skelk í
bringu, enda vora þeir nú nokkurn veginn bún-
ir að svala sér á Sam, og nú höfðu þeir sig
fljótlega burtu og fóru sinn í hverja áttina.
Þeir skildu við Eileen, þar sem hún stóð og
steytti hnefann, stappaði niður fætinum og
hótaði þeim öllu illu.
Það var ekki sjón að sjá Sam. Hann var
blár og blóðugur og hann kendi ákaflega til í
nefinu. Nefið á honum var ekki líkt neinu
mannsnefi. Það var orðið alt of stórt og það
blæddi úr því. Það var líka blóðbragð í munn-
inum á honum. Það var svo sem enginn efi
á því, að honum mundi blæða til ólífis, en
sú fullvissa fékk ekki eins mikið á hann, eins og
hið æsta skap, sem hann hafði komist í. Hon-
um hafði verið innrætt, að koma jafnan fram
sem prúðmenni og forðast allan ofstopa, og
honum hafði verið kent að hann ætti að hafa
frið við alla menn og í því væri ánægja lífsins
innifalin. Hvað var það þá, sem því var vald-
andi, að hann hafði gefið reiðinni svona lausan
tauminn og hagað sér þvert á móti því, sem
honum bar að gera? En það var ekki snefill
af iðrun í huga hans. Sárin, sem hann hafði
hlotið í þessum bardaga, gerðu ekkert til og
hann var eins og drukkinn af gleði yfir því að
hafa getað leikið hai t suma ^f f jandmönnum
sínum að minsta kosti. Hann vildi ekki að sár-
in gréru, því þau mintu hann á, að hann átti
sín í að hefna. Hann skyldi síðar ná sér niðri
á þeim. Hann skyldi ’berja þá til óbóta. Hann
skyldi drepa þá! Einn á móti tíu. Þessu skyldi
hann allrei gleyma, og þetta skyldi hann aldr-
ei fyrirgefa. Hann grét af geðshræringu.
Eileen grét líka, en samt talaði hún í ákafa.
Hún var ekki að gráta út af því, að það sem
Sam gaf henni, var eyðilagt, heldur var hún að
gráta yfir honum. Hún var vinstúlka hans;
eini vinurinn, sem hann átti meðal hvíta fólks-
ins. Hún greip í handlegginn á honum og tog-
aði hann með sér burt af orastuvellinum og
heim á leið til móður sinnar.
“Hamingjan góða! Hvað hefir þú nú ver-
ið að hafast að, og hver er með þér?” spurði
Mrs. Cassidy fáeinum mínútum seinna, þegar
dóttir hennar 'kom inn í húsið með töluvert
hiklum hávaða og hálf dró Sam á eftir sér.
“Svo þetta er þessi góði,x fríði kínverski
drengur, sem þú hefir verið að leika við? Þið
ættuð bæði að skammast ykkar fyrir að hafa
verið í áflogum. Hættið þið þessum skælum.
Hvort ykkar vill segja mér, hvað eiginlega kom
fyrir?”
Eileen varð til þess að segja frá, hvað fyrir
hefði komið, það var svo sem auðvitað, því hún
átti mjög erfitt með að þegja. Hún sagði sög-
una, eins og hún gekk, en átti þó töluvert erfitt
með það vegna grátekkans. Á meðan reyndi
Sam sem bezt hann gat að jafna sig og koma
sjálfum sér í sínar vanalegu stellingar. En það
var enginn hægðarleikur. Fyrst og fremst var
hann allur blár og marinn í andlitinu, en hitt
var þó verra, að það var langt frá því, að skap-
ið væri enn komið í samt lag. Það var enn
mjög æst.
En hér mættu þau bæði góðum skilningi og
mikilli góðvild. Mrs. Cassidy ávítaði þau ekki
og gerði heldur ekki lítið úr því, sem fyrir hafði
komið. Þvert á móti hældi hún Sam töluvert
fyrir það, hve hugaður og djarfur hann hafði
verið, og hún var góð og alúðleg við hann. Hún
fór með hann inn í baðherbergið og þvoði lion-
um vandlega um andlit og hendur og bar ein-
hver smyrsl á sárin, sem góð lýkt var af, en
sem Sam kannaðist ekkert við. Svo burstaði
hún fötin hans og gerði dálítið við þau, þar sem
þau voru rifin. Hún kallaði hann aldrei Kína,
eða lét hann skilja, að hún gerði nokkurt mun
á honum og öðrum drengjum.
“Kærðu þig ekki, þó þú yrðir fyrir dálitlu
skakkáfalli í þetta sinn. Eg er viss um, að þú
hefðir fullkomlega við hverjum einum af þess-
um ófriðarseggjum. Þetta eru verstu strák-
arnir hér í nágrenninu og eg er viss um, að þeir
verða aldrei að mönnum. Eileen segir mér, að
þú sért prúður og góður drengur. Eg vona, að
hún hafi ekki gleymt að þakka þér fyrir alt,
sem þú gafst henni, þegar hún var veik.”
“Þér eruð dæmalaust góðar,” sagði Sam
og var æði skjálfraddaður. “Eg hefi aldrei fyr
lent í áflogum. Það eru aðeins óþroskaðir
menn og illa siðaðir, sem það gera. Betri menn
era staðfastir, en rífast ekki né fljúgast á.”
“Heyrirðu þetta, Eileen? Þetta er greind-
arpiltur og hann talar ágæta ensku, en þií Eileen
talar versta hrognamál, sem þú lærir af krökk-
unum á strætinu. Þetta kom alt til af því, að
strákarnir tóku frá þér það sem þú áttir og
Sam hafði gefið þér, og Jimmy bróðir þinn
hefði átt að taka upp fyrir þig, en í þess stað
lætur hann annan dreng halda uppi vömum
fyrir fjölskylduna. Hvað ætli að Dan Cassidy
segi um það?”
Þegar Sam fór, fylgdi Mrs. Cassidy honum
til dyra og var einstaklega alúðleg og góð við
hann. Hún strauk á honum hárið og klappaði
honum á kinnina, og hún sagði honum að koma
þangað hvenær sem hann vildi.
“Á leiðinni heim sat honum kökkur í hálsi.
Mrs. Cassidy minti hann á móður hans, Pan
Yi, sem hann mintist jafnan með söknuði og
með virðingu. Hann var að hugsa um, hvemig
á því gæti staðið, að honum hafði alt af legið
við að gráta, þegar þessi hvíta kona snerti við
honum. Hann hafði langað svo undarlega mik-
ið til að hún snerti sig. Önnur kínversk börn
höfðu hálfgerðan viðbjóð á því, að snerta hvítt
fólk, en honum féll það vel. Honum fanst ein-
hvem veginn, að Mrs. Cassidy og Eileen væru
alveg samskonar fól'k, eins og hann sjálfur.
. Næsta sunnudag komu þeir báðir heim til
Cassidy, Lee Ying og Lee Sam og voru báðir
klæddir í kínverska þjóðbúninga, mjög vand-
aða. Hjónin voru heima og bæði börnin.
Gamli maðurinn lmeigði sig djúpt fyrir þing-
manninum og konu hans og fyrir Jim og
Eileen, og Jiað gerði Sam líka. Svo þakkaði
Lee Ting þeim mjög hævebskelga fyrir dive
góð þau hefðu verið syni sínum.
“Það e'r ek'kert að þakka,” sagði Cassidy.
“Síður en svo, því það var yðar drengur, sem
barðist við strákana, en það hefði minn sonur
átt að gera. (Mér ber að þakka ykkur. Gerið
þér svo vel að fá yður sæti, Mr. Lee. Mér er
ánægja að bjóða yður velkominn hingað.”
Svo sneri hann sér að Sam og sagði góðlát-
lega: “Komdu héma, drengur minn, og lof-
aðu mér að sjá þig. Eg hefi heyrt, að þú vær-
ir svo gáfaður og myndarlegur í öllu, og þú
lítur líka út fyrir að vera það. Eileen segir,
að þú sért lang-beztur og skemilegastur af
öllum krökkunum í nágrenninu.” Um leið og
hann sagði þetta, lagði liann sína stóra og
sterklegu hönd á herðamar á drengnum.
Sam þótti mikið varið í að heyra þetta, en
hann stilti sig vel og sagði alvarlega:
“Mér þykir heiður í því að eiga hana fyrir
vinstúlku. Maður á alt af að kjósa sér vin,
sem er betri en maður sjálfur, annars er betra
að hafa enga vini.”
“Heyrirðu iiþetta, mamma?'” sagði jDan
Cassidy, “liann talar rétt eins og fullorðinn
maður.”
“Þú mátt ekki láta hólið leiða þig afvega,”
sagði Lee Ying við son sinn. “Sá sem bendir
þér á gallana, er kennari, en sá, sem hælir þér
um skör fram, gerir þér meira ilt en gott.”
En við Mrs. Cassidy sagði hann: “Sam færði
yður ofurlítinn hlut í þakklætis og vináttu
skyni fyrir það, hve góðar þér voruð við hann
og eg bið yður að sýna lítillæti og þiggja
hann.” Jafnframt og hann talaði, tók hann
umhúðimar utan af ljómandi fallegu postul-
ínskeri og rétti henni.
Mrs. Cassidy dáðist mikið að þessari gjöf
og hélt að það væri vel til fallið, að láta þetta
fallega postulínsker standa rétt hjá myndinni
af manninum sínum, þar sem hann var með
háan silkihatt og í síðum frakka eins og aðrir
löggjafar ríkisins. Þessi góða kona hafði enga
hugmynd um listagildi þessa dýrgrips, en hún
var nógu einlæg til að segja það sem henni
fanst vera.
Hún varaði þau Jim og Eileen við því, að
brjóta nú ekki þennan fallega hlut. “Það er
það leiðinlegasta við börnin, Mr. Lee, að mað-
ur er aldrei óhultur með nokkum skapaðan
hlut í húsinu fyrir þeim.” Lee Ying reyndi
að brosað þó hann ætti erfitt með það, því hon-
um ofbauð skilningsleysi konunnar á listinni,
KAUP© AVALT
LUMBER
Kjá
THE EMPSRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRfAVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offloe: 6t*i Floor, Bank ofHamHton OhamMri
sérstaklega þegar hún bætti við: “Eg er ekki
viss um, að eg þori að láta regluleg blóm í
kiukkuna, hún er eins þunn eins og eggja-
skurn.”
Lee Ying samsinti því, en heldur dauflega.
“Einhvern tíma, þegar Dan hefir nóga
peninga til þess, ætla ég að koma í búðina til
yðar og kaupa marga af þessum þunnu og
fallegu diskum, sem þér hafið.”
“Það skyldi vera mér mikil ánægja, og eg
skal afgreiða yður sjálfur. Við Kínverjar
búum til fallegri hluti úr postulíni og leir,
heldur en nokkrir aðrir. Við 'kunnum þá list
löngu á undan nokkurri annari þjóð. Við
bjuggum til regluleg listaverk af þessu tagi,
meðan aðrar þjóðir kunnu ekkert með það að
fara.”
“Já, einmitt það. Það er líklega þess
vegna, sem þið seljið þessa hluti svo ódýrt.
Eg segi aDn alt af, að lijá ykkur geti eg fengið
virði peninganna, en það fær maður aldrei á
Broadway eða Bowery. ”
“Eg vona þér hafið ekki hirt drenginn
neitt fyrir ]>að, þó hann lenti í þessum áflog-
um?” sagði Cassidy.
“Nei, þvert á móti. Eg hæhli honum fyrir
það, þó við Kínverjar , að vísu, höfum mikla
óbeit á hnefaréttinum. ”
“Þér eruð heimspekingur.’ ’
“AJmenn Skynsemi og heimspeki, er eitt
og hið sama. Við erum elzta menningarþjóð
í heimi, og við höldum fast við lífsskoðanir
og kenningar forfeðra vorra.”
“Það er líklega ekki svo galið. Þið vitið
miklu meira, en við höldum, eða viðurkenn-
um. ”
Lee Ying brosti. “Við erum óneitanlega
töluvert stoltir af aldri vomm og vísdómi.
Okkar mestu spekingar voru uppi áður en
Sókrates og Plató fæddust. Við eigum bók-
mentir, sem eru eldri heldur en Bómaborg.
Þér eruð einn af löggjöfum þessa ríkis, Mr.
Cassidy. Þér hefðuð máske gaman af að
heyra, að landar mínir, sem voru uppi fjórum
öldum fyrir Krists burð, héldu fram alipennri
mentun, frjálsri verzlun milli allra þjóða, og
því að enginn skattur skyldi goldinn af neinu
nema af landinu, rétt eins og Henry George.”
“Nei, er það mögulegt! Frjáls verzlun!”
sagði Cassidy. Svo sneri hann sér að konu
sinni: “Þú og bömin geta leikið við Sam
stundarkorn. IMr. Lee er demókrat og eg verð
að fá hann í okkar félagsskap.”
Þetta var byrjunin á vinskap þessara
tveggja manna, vinskap, sem hefir haldist við
í mörg ár. Eileen var orðin ung stúlka og
gekk á verzlunarskóla. Jim hafði stöðu lijá
félagi, sem stundaði vöruflutninga. Vinstúlk-
ur Eileenar mintust stundum á vin hennar á
Mott stræti, þegar þær skrifuðu henni. Hún
var að vísu oftast tilbúin að gera að gamni
sínu, hvert sem umtalsefnið var, nema þegar
minst var á Sam. Þá hafði hún engin gaman-
vrði á reiðum höndum, eins og endrarnær.
Einu sinni reiddist hún svo mikið við Jim
bróður sinn, að hún flaug á hann, út af því, að
hann kallaði Sam kínverska kærastann hennar.
Brúarvígsla
Nýja brúin á Skjálfandafljót
var vígð til umferða á sunnudag-
inn var. Afar mikið f jölmenni var
viðstatt, ekki einungis úr Þingeyj-
arsýslu heldur og af Akureyri og
ur Eyjafirði. Vígsluathöfnin hóf^j
ld.3 e. h. og byrjaði með því, að
hornaflokkur Akureyrar lék nokk-
ur lög, og síðan setti Sigurður
Bjarklind kaupfélagsstjóri sam-
komuna með stuttri ræðu.
Forsætisráðherra, Tryggvi Þór-
hallsson, kom hinlgað til Akureyr-
ar á föstudagskvöldið á leið aust-
ur til þess að vígja brúna. En
næstu nótt veiktist hann, svo að
hann gat ekki framkvæmt þá at-
höfn. Ingólfur Bjarnason þing-
maður Suður.Þingeyinga hélt því
vígsluræðuna í forföllum forsæt-
isráðherra. Að ræðunni lokinni
hófst skrúðganga austur yfir
fcrúna; var Ingólfur þar í broddi
fylkin!gar ásamt dóttur forsætis-
ráðherrans, er kipti í sundur
brúarbandið, og var brúin þar
með opnuð til umferðar. Hélt
síðan skrúðfylkingin aftur vestur
yfir brúna. Á meðan á skrúð-
göngunni stóð, spilaði hornaflokk-
urinn. Að því búnu söng flokkur
karla úr Þingeyjarsýslu nokkur
lög. Auk vígsluræðu þingmanns-
ins fluttu tölur þeir séra Knútur
Arngrímsson á Húsavík, Jón Sig-
urðsson í Yzta-Felli o!g Baldvjn
Baldvinsson á ófeigsstöðum. Síð-
an skemtu menn sér við dans.
Veitingaskáli var á staðnum, þar
sem selt var kaffi, er reyndist of
litill fyrir mannfjöldann. Kulda-
stormur var á og því veður leið-
inlegt og moldryk. Spilti það á-
nægju manna á samkomunni. —
Brúin liggur yfir fljótið skamt
fyrir neðan Goðafoss. Hún er
bygð úr járni og er 70 metrar á
lengd. Hún hvílir á endastólpum
úr steinsteypu, og eru þeir nokkra
metra frá fljótinu. Á standberg-
inu beggja vegna við fljótið, eru
steyptir stöplar undir brúna, og
er fljótið á milli þeirra um 45
metra á breidd. Brúin er traust
og mikið mannvirki að allra dómi
er séð hafa, hún er bygð í brúar-
smiðju ríkisins í Reykjavík, var
tilbúin á síðastliðnu hausti, en
mistókst þá að koma henni yfir
fljótið.
Á þessum sömu stöðvum var
timburbrú yfir Skjálfandafljót.
Hún er nú orðin 47 ára gömul og
nær ónýt fyrir fúa sakir. Var því
ekki vanlþörf á nýju brúnni, og
fagna menn þeirri mikilvægu
samgöngubót. — Dagur 7. ág.
Dýravemdarinn,
(3.—4. blað)l er nýkomið út. Flyt-
ur >hann marlgar góðar ritgerðir,
kvæði o. f 1., og hafa þessir höf-
undar lagt til eínið: Böðvar
Magnússon á Laugavatni, Páll
Guðmundsson, Hjálmstöðum; Dan-
íel Daníel'sson, V.S.V.; Sesselja
Sigurðardóttir, Jökli, Eyjaf.; Stef-
án Vagnsson, Hjaltast., Skagaf.;
Guðmundur Andrésson og ritstjór-
inn Einar Sæmundsen. Auk þess
er þýdd grein eftir Jóhannes Buc-
holtz, danskan dýravin. — Vísir.