Lögberg - 11.09.1930, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. S0PTEMIBÐR 1930.
Bls. 7.
Píslarsýningarnar í
Oberammergau
Á miðöldunum tíðkaðist það
víða um Evrópu og ekki sízt 1
Þýzkalandi, að sýndir voru svo-
nefndir píslarleikir, þ. e. a. s. písl-
arsaga Krists var sýnd í sjón-
leikjum, sem oft voru leiknir í
kirkjunum og undir vernd klerka-
stéttarinnar. Þessir leikir eru nú
víðast hvar lagðir niður fyrir
löngu. En á einum stað hafa þeir
lifað fram á þennan dag og orðið
stórfrægir, sem sé í Oberammer-
gau, smábæ skamt frá Munchen
í Þýzkalandi. Píslarsýningarnar
þar eru orðnar að einskonar
fastri stofnun, sem bæjarfélagið
sér um, venjulega á tíu úra fresti,
og þær draga að sér alheimsat-
hygli og sækir þangað mikill
fjöldi ferðamanna viðsvegar að.
Sýningar þessar fara einnig
fram í ár, hófust 11. maí og lýkur
23. september, og fer ein sýning-
in einmitt fram í dag. Alls voru
ráðgerðar í sumar 33 sýningar og
aukasýnin!gar, ef aðsókn yrði
mikil.
Píslarsýningarnar í Oberam-
mergau eru gamlar, sagt að rekja
megi þær aftur á 15. öld, en frá
1634 hafa menn áreiðanlegar
sagnir um þær. Þá hafði gengið
mikil pest þar um sveitir o'g féll
fólkið unnvörpum. Gerðu þorps-
búar þá það heit, oð 'þeir skyldu
sýna píslarleik tíunda hvert ár
guði til dýrðar og þakkar, ef plág-
unni létti af iþeim. Það varð og
síðan hafa píslafsýningarnar eig-
inlega aldrei fallið niður í Obei-
ammergau. Þær eru nú orðnar
að stóru og dýru fyrirtæki og
framkvæmdar eftir nákvæman
undirbúning eftir listarinnar
reglum. En borgararnir halda
enn fast við það, að sýningarnar
séu ekki fyrst og fremst leikur
og gróðafyrirtæki, heldur heilög
skylda og þakkarfórnir og margir
þorpsbúar lifa og hrærast í hugs-
uninni um þessar sýningar. Þeir
segja, að fyrstu 200 árin hafi leik-
urinn verið sýndur með miklu
tapi, sem þorpið og kirkjan hafi
borið. En síðustu áratugina hefir
sívaxandi straumur ferðamanna
sótt til þeirra, og þeir virðast vera
orðnir bæjarbúum álitleg tekju-
lind, en kostnaður er einnig mik-
ill. ‘'Oberammergau leitar ekki
sinnar sæmdar eða rangfengins
gróða með píslarsýningunum,”
segir í formála borgaranna fyrir
leikjunum í ár. “Þorpið vill standa
í þjónustu hins allra hæsta og það
veit að fyrir guðlega forsjón hef-
ír það átt köllun að rækja í rás
aldanna, þá, að með því að halda
heit sitt, hefir það átt að leiða
heiminn, sem þráir friðinn, undir
kross Krists, þangað sem hinn
sanni friður kemur frá.”
Píslarsýningarnar fóru upphaf-
lega fram í kirkju þorpsins, síðan
á kirkjutorginu fyrir utan og loks
og lengstum á sérstöku svæði
undir beru lofti. Skýli var reist
yfir áhorfendur utan um leiksvið-
ið. Þetta gamla leiksvið þótti nú
úr sér gengið og fyrir sýningarn-
ar í ár hefir verið reist nýtt leik-
svið, eða áhorfendasvæði fyrir
rúmlega fimm þúsund manna, en
leiksviðið sjálft er eftir sem áður
undir berum himni. Þessar nýju
byggingar kostuðu miljón mörk.
Höfundur píslarsýninganna, eins
og þær fara nú fram, var prestur
í Obeirammergau, J. A. Daisen-
berger (fæddur 1799), en hann
notaði ýmislegt úr gömlum text-
um. Lögin eru eftir Dedler, frá
1811 og 1820, en voru endurskoð-
uð af Feldige árið 1900. Undir-
búningur og skipulag sýninganna
er annars þannig, að hæfilegum
tíma áður en þær eiga að byrja —
i þetta sinn 13. marz 1928 — eru
allir borgarar kvaddir á ráðstefnu
og borgarstjórinn minnir þá á hið
heilaga heit iþorpsins. Síðan er
tekin ákvörðun um næstu sýning-
ar og kosin 22 manna forstöðu-
nefnd. Hún sér svo um allan und-
irbúning og kýs m. a. leikarana og
er þeirri kosningu fylgt með afar-
hiikilli athygli í iþorpinu, og síð-
ast, þegar kosningar fóru fram,
sendu þýzk, amerísk og ensk blöð
þangað fréttaritara sína og Ijós*-
myndara. Kosningarnar hefjast
með stuttri guðsþjónustu og síð-
an standa kosningarnar yfir í tvo
daga, enda þarf að kjósa 124 tal-
andi leikendur og nokkur hundr-
uð aðstoðarmenn.
Þorpsbúar eru sérstaklega æfð-
'r til þessara leika, eða æfa sig
ajálfir og það er talinn mikill
heiður, að vera kosinn í aðal hlut-
verkin. Næstu misserin á undan
hverri sýningu má sjá mjög
marga þorpsbúa ganga til verka
sinna með sítt hár og skegg, sem
annars tíðkast ekki. En það er
gert eftir áskorun sýningar-
nefndarinnar, að menn skera ekki
hár sitt eða skegg, því að falskt
hár er aldrei notað í þessum leikj-
um, eins o'g annars er venja í
leikhúsum.
1 ár hefir Ayois Lang á hendi
aðalhlutverkið, Krist, og er hann
frændi þess Anton Lang, sem
leikið hefir Krist þrjú undanfar-
in skifti og orðið heimsfrægur
af. Guido Mayr leikur Júdas eins
og síðast, Breitsamter leikur Píl-
atus, Hanni Preisinger leikur
Maríu Magðalenu o. s. frv. Alls
koma fram í leiknum 685 persón-
ur, þar af 50 konur og 200 börn.
50 manna hljómsveit spilar og 45
manna landað kór syngur. Leik-
stjórinn í ár heitir Georg Johan
Lang myndhöggvari.
Píslarsýningarnar sjálfar eru i
þremur bálkum, en 16 sýningum
og með 24 svonefndum “lifandi
myndum.” Textinn er bæði í
lausu máli og ljóðum. Fyrst er
forspjall og fyrsta lifandi mynd-
in: burtrekstur Adams og Evu úr
Paradís, o'g á eftir forspjallinu
önnur mynd, tilbeiðsla krossins.
Þá hefst fyrsti bálkur píslarsög-
unnar frá innreið Krists í Jerú-
salem unz hann er tekinn fastur.
Síðasta sýningin þar er á Olíuf jall-
inu. Annar bálkurinn er frá
handtökunni og þangað til Krist-
ur er dæmdur af Pílatusi, og þriðji
bálkur þaðan til upprisunnar.
Síðasti þátturinn sýnir upprisnna
sjálfa. Á eftir er svipuð sýning
og í upphafi og táknar sigur og
tign Krists. Innanum leikinn og
á undan ýmsum hinum eiginlegu
píslarsögusýningum, eru sýnd
ýms atriði úr ritnin'gunni, eða
relzt úr gamla testamentinu, sem
minna á aðalsýninguna. Sýnend-
ur klæðast fornum búningum.
Sýningarnar byrja kl. 8 að
morgni og standa til kl. sex að
kvöldi, með tveggja stunda mið-
degishléi. Sæti kosta frá 5 o'g upp
í 20 mörk. Um sýningartímann er
uppi fótur og fit í Oberammer-
gau. Það er orðtak að þorpsbúar
tali ekki um annað en sýningarn-
ar í öll tíu árin sem milli þeirra
líða, í fyrstu fimm árin tala þeir
um sýninguna sem var og í næstu
fimm árin nm sýninguna sem á
að verða. Flestum, ,sem sjá sýn-
ingarnar þykir einnig mikið til
þxeirra koma. — Lögr.
Svarað Kerulí
Heiðursborgari
Akureyrar
Akureyri, 31. júlí 1930.
Séra Jón Sveinsson, hinn góð-
kunni rithöfundur, sem samið hef-
ir sögur, er þýddar hafa verið á
um uttugu tungur, og hvarvetna
hlotið afburða - vinsældir, eink-
um meðal barna og unglinga, kom
hingað til Akureyrar með Drotn-
ingunni á fimtudaginn var og ætl-
ar að dvelja hér um tíma á æsku-
stöðvum sínum.
Kl. 5 síðd. í dag kvaddi bæj-
arstjórnin séra Jón á fund sinn í
bæjarþingsalinn. Var tedrykkja
um hönd höfð. Við það tækifæri
afhenti bæjarstjórinn, fyrir hönd
bæjarstjórnarinnar, séra Jóni
Sveinssyni skjal, skrautritað af
Jóni Norðfjörð, er var svohljóð-
andi:
PATER JÓN SVEINSSON,
kjörinn héiðursborgari Akureyrar
þann 26. júlí 19130, með svohljóð-
andi fundarályktun:
“Bæjarfulltrúum er það Ijóst, að
hinn mesti heiður, er bæjarfélagið
getur í té látið, má ei'gi hlotnast
neinum, nema svo mikill ljómi sé
yfir æfistarfi hans, að ætla megi
samhuga vilja borgara bæjarins,
að honum verði auðsýndur hinn
fyllsti vottur virðingar og þakk-
lætis bæjarfélagsins. Um leið og
bæjarstjórnin 'gerir sér þetta fylli-
lega ljós, er hún öll sammála um,
að Pater Jón Sveinsson, sem í
bernsku dvaldi á Akureyri og hef-
ir með rithöfundarstarfi sínu bor-
ið nafn bæjarins víða um heim,
bænum og þjóðinni til vegsauka
og gleði, verði kjörinn heiðurs-
borgari Akureyrarbæjar, nú er
hann gistir bæinn eftir rúma sex-
tíu ára fjarveru.”
(Undirskrift bæjarstjórnar.)
—Dagur.
Lögerg 12. júní þ. á. flutti mér
svar frá E. Kerulf, viðvíkjandi
athugasemd þeirri, er eg skrifaði
um skýringar hans á vísum Gunn-
laugs Ormstungu. En þegar mér
barst blaðiðð, hafði eg annað að
starfa, sem mér fanst þarfara að
leiða athygli mitt að, en að fara
að svara þessu skrifi. En lit vil
eg þó sýna á því að fara um það
nokkrum orðum.
Eg tel það leiðinlegan mis-
skilning, sem Kerulf hefir gripið
á Iþessum orðum, er standa í vísna-
skýringum sögunnar: “ég lék mér
oft í faðmi hennar í æsku”, og
þeim háðungarorðum sem hann
fór þar um, mótmælti eg með því
að faðmlög væru alt annarar
merkingar en fíflingar. Þetta
telur hajin ósæmileg undanbrögð,
vegna þðss að í skýringu þeirri,
sem eg telji rétta, sé ekki talað
um faðmlög heldur faðmlagaleik.
En hvað kemur fram í þessari
staðhæfing? Er það ekki undan-
bragð eða hártogun? er siðaðir
menn eins o'g Kerulf munu telja
ósæmilegt hjá öðrum en sjálfum
sér. — En slíkt viðhafa engir vel
siðaðir menn í nokkru máli, er til
rökræðu kemur.
1 vísuskýringum sögunnar, er
ekki drepið á neitt, sem bendir til
þess, að sú meining verði lögð í
hin umræddu orð, er Helgu yrðu
til ósæmdar virt, fremur en bún
léki sér 1 lyngbrekkum og berja-
móum með leikbróður sínum.
Hvorutveggja geta verið jafnmikl-
ar “firrur”. En um skýringuna á
vísunni fer E. K. svo feldum orð-
um í sinni skýringargrein: “Mað-
ur furðar eig á að skýrendurnir
skyldu neita sér um að láta Gunn-
laug óska þess, að Helga yrði allra
gagn. Því ekki það, eins vel eins
og hitt, að biðja hana að fara
beint til helvítis.” — Jafn siðuð-
um manni, sem þessi Kerulf er,
sóma vel slík orð í “rökræðu”. O'g
engu isíður en læknir getur hann
verið góður bakari í rithætti.
Þetta veit hann vel, því kallar
hann sig bakara. En miður hefir
honum tekist að hnoða saman
“Bil borða hölds og svarra” í kv.k.
Og hlýtur slíkt hraungl að hrynja
af sjálfu sér.
En að Gunnlaugur hafi getað
brugðið foreldrum Hel'gu um
launráð við sig=undir klæðum,—
hefir ekki fengið góðan lit hjá
honum við bökunina, því ekkert’Þegar Matarlystin er Slæm
bendir til þess í sögunni. En hend-! °S Svefninn óvær.
ingarnar: “Herr hafi hölds og^ pað er næstum ótrúlegt, hve fljótt
■svarra hagvirki svá fagra”, geta Nuga-Tone bætir matarlystina og
vel skilist á þann hátt sem gert veitir
er
endurnærandi svefn. Þessi
. , . ■ „ ___„x'mikli heilsu- og orkugjafi hreins-
í skynngunum við söguna, að . , , ■ ■
. .... I ar skaðleg efni ur líkamanum,
“herr merki tröll, og Gunnlaug-j hægðaleysi, gefur þér
ur meini ekkert annað með þessum betri matarlyst, bætir meltinguna
og gerir veikburða manneskjur
sterkari og hraustari.
Nuga-Tone er sérstaklega nauð-
1 synlegt fyrir veikburða manneskj-
ur, hvort sem orsökin er ellilaS'
orðun en að hagvirki þeirra skuli
verða sér gleymt=týnt og tröll-
um gefið. M. ö. o. vonum hans
með Helgu er á glæ kastað. En að
hann hafi meint skikkjuna, er. leiki, langvinn heilsubilun eða
engin heimild fyrir í sögunni, —' of mikil áreynSla á einhver líf-
ekki heldur líkur til þess, að,færi. Þú getur fengið Nuga-Tone
Gunnlaugur hafi verið sá ódreng-, ^ðar þar sem meðul eru seW
„ T— , , , , . , * Ef lyfsalinn hefir það ekkx við
ur að gera Helgu þa svxvxrðu, að ^& ,-lt_
ihendina, þá beiddu hann að
vera að flangsa við hana eftir að„ega það frá heildsölunni.
húix er gefin Hrafni. En vel mátti! _______________________________
hún hafa eignast skikkjuna, eftiri
hans fyrirmælum, að honum
dauðum.
Hálfkenningar segir Kerulf, að
hvergi komi fyrir í óbrjáluðum
vísum höfuðskáldanna. Það má
vel vera. En Gunnlau'gur gat ekki
talist höfuðskáld. Hann var þó
svo mikið skáld, að nota heldur
hálfkenningu, en að færa orðið
lit í samkenningu við Ásynjuheit-
ið Eir. Svo kemst þetta orð hvergi
að í vísunni, sem eg líka tók fram
í ath.s., enda sést það hvergi í
kenningum fornskálda vorra. Orð-
ið lítt verður að standa hér. Um;
það er engum löðum að fletta. —
Stökk það, sem E. K. segir, að eg
hafi tekið með þetta orð, sér hver
maður, er vísuna les, að er rugla-
þeytinlgur úr honum sjálfum.
En svo bendir hann mér á það:
eða öllu heldur engum hefir hepn-
ast að taka upp eftir.
En næst kemur þessi velnefndi
vinur fram í þeim “lit”, sem eg
vil þó ekki fara að kenna hann við,
— og gefur það nú til kynna, að
hann sé bakari, er orðið hafi fyr-
ir refsingu, er hann standi illa
að vígi um að þola. — “Vill hann
því mega stinga því að mér, hvort
mér þætti ekki réttara að beina ill-
kvittni minni til Snorra, þareð
hann sé eiginlega sökudólgur.”
Það er líklega þessi vísa, sem hann
gróf upp úr hans Háttatali, er
hann finnur honum til saka. En
með því, að eg finn ekki að sú
vísa geti haft nokkur minstu á-
hrif á nokkurn skapaðan hlut,'
hvorki til ill's eða !góða, þá fer eg
að dæmi úlfs, og tek ekki við hans
vegna seðlaintidráttar hans 1. nóv-
ember í vetur. Tap bankans í
fasteignum námu 1 milj. 429 þús.
kr. Afskrifuð töp aðalbankan«
nema tæpi. 61% þús. kr., töp úti-
búsins á Selfossi námu nal. 87
þús. kr., töp sparisjóðs Árnessýslu
r.ámu 25 þús. kr. og töp útibúsxns
á Eskifirði 530 þús. kr. 1 skýrslu
bankans segir m. a.:
Húsagerð hefir á þessu ári ver-
ið meiri en nokkru sinni áður
bæði i bæjum og sveitum. 1 Rvxk
hafa verið bygð 154 verzlunar- og
íbúðarhús og 49 geymsluhús og
þess háttar, fyrir samtals ruml.
7 miljónir króna. Voru í þeim 254
íbúðir. Á Akureyri voru bygb 24
íbúðabhús og 15 önnur hús, og a
Siglufirði 28 íbúðarhús og fjogur
önnur. Nokkur frystihús og fxskij
mjölsverksmiðjur
bygðar og allmörgum íshúsum
breytt í vélfrystihús. Sænska
frystihúsið er fullgert og larigt
komið að byggja síldarverksmxðju
ríkisins.
Smjörlíkisverksmiðjui'snar fjór-
ar hafa framleitt 880 tonn af
smjörlíki. Ullarverksmiðjurnar 3
hafa unnið úr 132 tonnum af ull.
Mjólkursamlag Kaupfélags Ey-
firðinga hefir tekið á móti exnnx
milj. lítra af mjólk. Mjólkurbú
F’óamanna tók til starfa í desem-
bermánuði síðastl. Sláturfélag
Suðurlands kom upp á árinu full-
kominni matvælaniðursuðu og enn
fremur var unnið að kjötniðursuðu
í Borgarnesi (H.f. Mjöll)
Sýrar í maganum
Læknar segja, að í níu af hverj-
um tíu tilfellum orsakaist veik-
indi í maganum af óhollum sýr-
um. Valda þær meltingarleysi,
gasi, uppþembu o!g fleini þvílíku.
Hinar nákvæmu himnur innan
í maganum, 'þola ekki þessar sýr-
ur, en veikjast og veldur það ým-
iskonar óþægindum, sem margir
kannast vel við.
Sérstaklega tilbúnar fæðuteg-
undir eru ekki nauðsynlegar, þeg-
ar svona stendur á o!g geta jafnvel
veriS skaðlegar. Bezt er að eiga
ekkert við þær, en fá í þess stað
í einhveri lyfjabúð Bisurated Mag-
nesia og taka annað hvort eina
teskeið af duftinu eða fjórar töfl-
ur, í vatni eftir hverja máltíð. —
Þetta eyðir hinum óhollu sýrum
og kemur í veg fyrir allan sárs-
auka og er algerlega hættulaust
o!g er langbezta meðalið, sem til
er við veikindum í maganum. Það
er nú notað af þúsundum manna,
sem nú !geta borðað hvaða mat sem
er, án þess að þurfa að óttast
nokkrar illar afleiðingar.
I ’ tannahvarfs hleypiskarfi”. Met
—“með mestu virktum , að eg þetta sem ómerkilegt þvaður.
geti ekki ritað svo um rím áj jgn er maðurinn að fimbul-
var 'soðið niður um 90
kjöti og 10 tonn af fiski
stöð Sambands ísl. samvinnufé-
Alls
tonn af
Garna-
dróttkveðinni vísu, að það valdi fam,ba með þetta illkvittnisrugl? laga vann að 250,755 stk. af görn
ekki hneyksli. Hér hafa einhver-
ir “órar” stigið honurn til hðfuðs,
Finst honum ekki, að hann hafi
nó'gu mikið af þeirri vörutegund
því eg hefi aldrei neitt ritað um sjá]fur> án þess að fá að láni hjá
rím, hvorki í ath.s. né annar- ögruin fil þess að beita henni
um og nam verðmæti þeirra um
200,000 kr. Sjö fiskimjölsverk-
emiðjur framleiddu á árinu 2,917
tonn af fiskimjöli og nemur verð-
mæti þess um 1 milj. kr. Sildar^
verksmiðjurnar (6) unnu úr 516
þú's. hl. af síld og framleiddu 7,695
tonn af síldarolíu og 7,394 tonn
síldarmjöli. ölgertjin Egill
af
staðar. En eg skrifaði um með- gagnVart þeim, sem “löglega eru
1 ferð hans á 13. vísu sögunnar, forfaiiagir fr4 þvi að svara fyrir
eins og hann færir hana í ó- sj,g»?—Að minsta kasti ber skýr-
bundið mál, eftir sinni iskýrgrein.^ ingagrein hans þá formhlið þess
Þetta ber ath.s. með sér. | máis> ag hún muni vera honum
En til þess að reyra að mér 1.jicf j merg runnin, er hann hafi
rembihnútinn og reka mig á þar 6sieitilega beitt
“stampinn” með allar mínar firr- þ^frj^ er agur höfðu skýrt vísurn- framleiddi 9,000 stk. sjóklæða, að
ur”, kemur minn góði kunningi ar j sðgU Gunnlaugs Ormstungu. verðmæti um 100 þús. kr.
Kerulf með vísu úr Háttatali Var sú aðferg hans a. m. k. ekki Tn útflutnings mun hafa verið
Snorra. Hún skal sanna, að fyrri heiðarleg, þar eð honm var þaði slátrað um 200 þús. fjár. Af
og síðari hluta átthendrar vísu, vitanle!gt, að þeir voru “löglega' frystu kjöti voru fluttir út 30 þús-
iSkalla/grímson framleiddi 5,116
gagnvart hl. af öli og Sjóklæðagerð íslands
skuli mega rugla saman um O-^ forfanagir frá því ag svara fyrir
samstæð efni. Þarna fann hann sjg.”
fyrirmynd, sem Snorra einum jyj. g.
hafði tekist að finna fyrir íslenzka _____________
vísnagerð, en sem þó fáum víst,!
Frumherjar
Flutt á gleðimóti að Gimli 13. júlí 1930.
Fyrir þúsund árum er þing bent á, —
að Þingvöllum heima við öxará,
þá lýður fyrst löggjöf fékk heyra.
—Viku svo margir í vestræn lönd,
þeir vildu skifta um laga-bönd —
fá útsýni enn þá meira.
Vor hugsun landnemum hneigist að,
hér vill nú fólkið minnast á það,
er fanst fyrir fimtíu árum.
Suma þá frumherja sjáum í da!g
sitja við kappróðurs árar-lag
í bátum á nútímans bárum.
Úr Goðafræði hlaut Gimli sitt nafn,
gróðursælt pláss, og nú með safn
af fólki í fegurðar lundum.—
Hér landneminn íslenzki lög út bjó,
til lífsbjargar fiska úr vatninu dró —
en erfitt fanst uppdráttar stundum.
Nú kemur í hugann sú hverfandi tíð,
er kjör voru oftar ströng en blíð,
fjöldans á fyrstu árum:
Bjarlgar skortur og bólu-pest,
brölt var með sleða og hunda í lest
og fólk gekk á fótum sárum.
Guði eé lof, það er liðið alt,
þó lukkuhjól margra sé enn þá valt,
og allsnægt ei allir hljóti.
Hér landnemar fyrstu enn finnast á stjá,
þeir ferðast til Lögbergs við Almannagjá,
Þar falgna á frumherja móti.
Nú breytt eru lög og búskapar lag,
og betri tæki, sem fólk á í dag,
til framleiðslu’ og ferðalaga.
Eimlest og bílum berumst við á,
búsýslu nákvæmt að skýra frá
yrði hér of löng saga.
Nú lifir í minnum sú forna frétt*
um frumherjans lö'ggjöf á íslenzkum klett
hjá ferlegum fjalla gjótum.
En lögboð heyrðust á fjöllum fyr,
sem fjöldans í hugsunum standa ei kyr,
—sumt týnist og treðst undir fótum.
Um Þúsund áranna yfirlit
ættjarðar, fornmanna löggjöf og vit,
á Lögbergi’ er lofsungið heima.
Og við hér, að Gimli í Vesturheim,
viljum í anda fylgjast með þeim,
um æfiskeið iðja og dreyma.
Guðjón H. Hjaltalín.
Landsbankinn
í nýkomnum reikningum Lands.
bankans fyrir síðastliðið ár (’29),
segir, að tekjur aðalbankans ásamt
útibúum hafi numið alls c: 4 milj.
777 þús. kr. móts við 4 milj. 250
þús. kr. árinu áður. Gjöldin námu
3 milj. 633 þús. kr. og varð því
tekjuafgangur er nam 1 milj. 144
þús. kr., og frá fyrra ári voru
fluttar rúml. 223 þús. kr. Gull-
forðinn jókst um ca. 560 þús. kr.,
mest vegna gulldollaranna, sem
keyptir voru af Islandsbanka
und skrokkar um áramót. — Til
jarðabóta nam styrkur um hálfri
milj. króna. Aflabrögð voru góð
og bárust á land 417 þúsund skip-
pund (þar af keypt af erlendum
skipum 32 þús. skpd.L Botnvorp-
ungar voru í árslok 40, bættist
einn v'ið á árinu, en togaraflinn
var samt minni en 1928. Síldveið-
in var góð, saltaðar voru 138 þús.
tunnur og brædd 342 þús. mál —
Um 'samgöngur er það að segja,
að áætlunarferðir til íslands frá
útlöndum voru 132 og áætlunar-
ferðir með ströndum fram 79. Til
vegalagninga varði ríkissjóður
897 þús. kr. og til brúargerðar
670 þús. kr. Á landinu voru alls
1,065 bifreiðar 1. júlí 1929, fjölg-
aði á árinu um 312. Tvær flug-
vélar héldu uppi loftsamgöngum
um sumarið og flugu 56 þús. km.
með 1100 farþega á 40 staði. —
Lögr.
Sögufélagið
Sðgufélagið var stofnað til
þess að gefa út heimildir og rann-
sóknarit um sögu íslands á síðari
öldum, en þær sátu fremur á hak-
anum 'hjá eldri fræðafélðgum en
fornaldirnar. Sögufélagið hef»'
gefið út ýms slík rit og sum þeirra
mjög merk heimildarrit, t. d. Al-
þingisbækurnar, Biskupasögur
séra Jóns í Hítardal, Æfisögu séra
Jóns Steingrímssonar og er nú að
gefa út Þjóðsögur Jóns Árnason-
ar nákvæmlega eftir frumútgáf-
unni. ‘Félagið gefur einnig út
Blöndu með ýmislegum fróðleik
o!g tíningi og er sumt léttmeti,
eins og gengur, en annað heimild-
ir og frásagnir sem fengur er i
og sumar skemtilegar. Féla’gar
Sögufélagsins eru nú á tólfta
hundrað og hagur félagsins, sem
hefir verið þröngur, er að batna
og það er að losna “úr langvinn-
um og lamandi stórskuldafjötr-
um“, segir í skýrslu þes'sa árs.
Forseti félagsins er dr. Hannes
Þorsteinsson þjóðskjalavörður,
hinn margfróðasti maður um ís-
lenzk fræði, sem auk starfa sinna
í Sögufélaginu gefur út fyrir Bók-
mentafélagið hið merka íslenzka
annálasafn. — Lögr.
Frá Islandi
Súlan sótti veikan mann upp í
Hvalfjörð í gær. Hún flaug líka
til Vestmannaeyja og settist á
Hlíðarvatn í Selvogi á heimleið,
til þess að taka þrjá farþega. Var
einn þeirra níutíu og tvtíggja ára
gömul kona, og hafði henni þótt
mikið til flugferðarinnar koma.—
Vísir, 12. ágúst.
Höfuð atriðið
n
u
n
s
H
fé
8
fi
Það ástand, sem nú starir VesturÁIanada búum í augu, þeim
er jarðyrkju stunda, er ekki glæsilegt. Þar sem uppskeran
hefir nú verið heldur lítil og verð á hveiti og öðrum kornteg-
undum svo lágt, að það mætir ekki almennum kostnaði við fram-
leiðsluna, þá verða bændurnir enn einu sinni að komast af, án
nægilegra peninga. Engum er þetta kunnugra heldur en
hveitisamlögunum í Manitoba, Saskatchewan og Alberta.
Fyrsta borgun fyrir þessa árs uppekeru, sem Canada hveiti-
samlagið hefir nú ákveðið, er eins há, eins og hún mögulega
getur verið, án þess að þessum samtökum sé stofnað í nokkra
fjárhagslega hættu. Embættismönnum Samlagsins, er það
fyllilega Ijóst, að hún er ekki nægilega há, í*mörgum tilfellum,
til að mæta nauðsynlegustu útgjöldum; en það er með öllu ó-
hjákvæmilegt fyrir velferð þessara bænda-samtaka, að Sam-
la'gið varist að stíga nokkutt það spor, sem framtíð samtak-
anna gæti stafað hætta af.
Því hefir verið spáð, á vissum stöðum, að eins og nú stend-
ur á, mundu Samlag&bændur brjóta samninga sína við hveiti-
samlagið. Þessi tilgáta er illgjörn og það er ástæðulaust að
ætla Samlagsbændum nokkuð 'slíkt. Það hveitimagn, sem hing-
að til hefir verið flutt til markaðar, sýnir að hveitisamlagið
hefir fullkomlega fengið sinn skerf. Gildi þeirra samninga,
sem gerðir eru milli hveitisamlagsins og meðlima þess, hefir
verið staðfest af dómstólunum, svo ekki er um að villast, fyrir
löngu síðan. Samlagsbændur, sem atvinnurekendur og samvinnumenn, skilja fullkomlega
og viðurkenna gildi þessara samninga og hafa nóg siðferðislegt þrek til að vísa á bug hverri
uppástungu um að þeir bregðist sínum eigin félags-samtökum, sem þeir sjálfir eiga og
stjórna og hafa bygt upp sjálfum sér til hagsmuna á mörgum árum, þrátt fyrir mikla örð-
ugleika og miklar úrtölur.
Eins og verð á korntegundum er nú, geta Samlagsbændur ekki gert sér vonir um, að
auka árstekjur sínar, þó þeir selji uppskeruna til hveitikaupmanna, og ekki sé við því amast,
að þeir brjóti samninga sína.
Þeir bændur einir, sem afhenda hveitisamlaginu hveiti sitt, geta gert sér von um nokk-
urn hagnað af því, ef hveitiverðið skyldi hækka síðar á iþessu uppskeru ári.
CANADIAN WHEAT P00L
WINNIPEG ^
ú
0
S
0
%
0
0
0
Q
0
s
ú
0
o
0
0
0
»
0