Lögberg - 11.09.1930, Blaðsíða 8
Bls. 8
IíÖOBERG. FIMTUDAGINN 11. SEiPTEMBER 1930.
RobínllHood
FI/OUR
Gerir betra brauð, kökur og kryddbrauð
■+ +.
Úr bœnum
Rafenar H. Ragnar píanókenn
ari hefir nýopnað kenslustofu að!
558 Maryland Str. Sími: 36 492. I
Veitið athygli auglýsingu um
tombólu stúk. Heklu. Þar verður
margt á boðstólum, svo sem eldi
viður og fleira. Styrkið gott mál-
efni. Fjölmennið.
Dr. A. V. Johnson
tslenzkur Tannlæknir.
212 Curry Building, Winnipe'g
Gegnt pó'sthúsinu.
Sími: 23 742 Heimilis: 33 328
Séra Rúnólfur Marteinsson
ferðast norður til Mikleyjar í
þessari viku og flytur þar guðs-
þjónustu næsta sunnudag. Einn-
ig gjörir hann ráð fyrir að flytja
þar erindi um Panama-ferð sína.
•+
Ágúst Ólafsson, starfsmaður á
s s. “Brúarfoss”, æskir vitneskju
um heimilisfang Hrólfs Árnason-
ar, er fluttist vestur um haf.
S^r Jóbann Bjarnason fór
norður til Silver Bay síðastliðinn
þriðjudag og hefir fermingar-
messu þar næsta sunnudag, þ. 14.
þ. m. Að þyí búnu býst hann við
að fara vestur yfir Manitobavatn
og hafa messur hjá Skálholts- og
Hólasöfnuðum tvo næstu sunnu-
daga, Iþann 21. og 28. sept. Fólk á
þeim stöðvum beðið að veita þessu
athygli og láta sem flesta vita, sem
til verður náð.
Björn Ólafsson á Vopnafirði
æskir eftir því, að vita um heim
ilisfang Sigurðar og Þórarins
I'innbogasona, er dvelja vestan
hans.
Jónas Pálsson
Pianist and Teacher
107 Lenore St., Winnipeg
Pupils prepared for the Associ-
ated Board of the Royal Aca-
demy and Royal College of Mus-
ic, London, England.
Dr. Ragnar E. Eyolfson
Chiropractor
837 Somerset Bldg.
Viðtalstímar: kl. 10—12 f. h.
2—5.30 og 7—8 e. h.
Skrifst. sim. 80 726—Heima 39 265
Sunnudaginn 14. sept. messar
séra Haraldur Sigmar í Péturs-
safnaðar kirkju kl. 11 f.h. og í
Fjallakirkju kl. 3 e. h. Allir boðn.
ir og velkomnir. H. Sigm.
Hr. Guttormur J. Guttormsson
skáld, var staddur í borginni í
vikunni sem leið.
Gjörðabók kirkjuþingsins 1930,
er nú út komin og fæst hjá fé-
hirði kirkjufélagsirís og þeim er
sæti áttu á þinginu. Kostar 25
cents eintakið.
Mr. Thorvaldur Kristjánsson
frá Bay End, Man., var staddur í
borginni í þessari viku.
Hinn ungi og efnilegi landi vor,
Dr. Albert V. Johnson, hefir keypt
Iækningastofu Dr. H. C. Hod'gson,
að 212 Curry Building á IPortage
Ave., galgnvart pósthúsinu, og
hefir nú sezt þar að sem tann-
læknir. Þarf ekki að efa, að
margir íslendingar muni vitja
hans, þegar þeir þurfa á tann-
lækningum að halda. Hann hefir
nú þegar fengið allmikla reynslu
í þeim efnum. Sími hans á lækn-
ingastofunnni er 23 742, en heima
33 328.
Jón Bjarnason, er til Vestur-
heims fór frá Norðfirði á íslandi,
á bréf á skrifstofu Lögbergs. Er
það frá bróður hans, Magnúsi
Bjarnasyni, búsettum á Norð-
firði.
Við guðsþjónustu þá, sem hald-
in var í byrjun læknaþingsins, sem
háð var hér í borginni í síðastliðn-
um mánuði, fyrir framan þing-
húsið, komu fram konur ýmsra
þjóðflokka í þjóðbúningum sin-
um, þar á meðal nokkrar íslenzk-
ar konur í íslenzkum þjóðbún-
ingi. Þeir, sem sérstaklega stóðu
fyrir þessum hluta samkomunnar,
Dr. H. M. Speechly og Miss Esth-
er Thompson, hafa látið í ljós
mikla ánægju yfir því, hve vel
þetta hafi tekist oig dáðust þau
mikið að því, hve búningarnir
væru fallegir og hve íslenzku kon-
urnar, sem þar voru hafi borið
þá vel.
•+1 +■
THEATEE
PH.: 88 525
R0SE
SARGENT at ARLINGTON
THUR.—FRI.—SAT„ THIS WEEK
100% Talking - Singrinjc - Dancing
HARRY RICHMAN
—IN—
“PLITTINO
ON TI1C
RITZ
99
Added—Serial Comedj- Cartoon
MON.—TUES.—WED., NEXT WEEK
ALICE WHITE—CHESTER MOKKIS
—IN—
44
PLAYING
AROIND”
Fundur verður haldinn í ung-
lingastúkunni “Liberty” þriðju-
dagskveldið þann 16. þ.m., kl. 8.
Verður þar ýmislegt til skemtun-
ar og kaffidrykkja á eftir.
Dr Tweed tannlæknir, verður
staddur á Riverton Hotel, laugar-
daginn þann 13. þ. m., síðde'gis.
Sinnir hann í það skiftið engum
óðrum lækningum, en að draga út
tennur.
Mr. Guðmundur Jónasson frá
Mountain, N. Dak., kom til borg-
arinnar um síðustu helgi. í för
með honum voru Miss Sylvia John-
son, er yfir umsjón hefir með al-
þýðuskólum í Pembina héraði, og
Mrs. Helgi Sigurðsson héðan úr
borg, ásamt tveim dætrum sínum.
BRÉF
frá nemanda Jóns Bjarnasonar
skóla, síðastliðinn vetur:
Mozart, Sask., 6. sept. 1930.
Kæri Mr Marteinsson:—
Eg þakka þér innilega fyrir þitt
vinsamlega bréf, meðtekið fyrir
nokkrum dögum.
Eg er innilega þakklát fyrir, að
hafa komið á skólann ykkar, og
mun eg ávalt minnast hans með
Dr. Ragnar E. Eyolfson, íslenzk-
ur Chiropractor, sem auglýsir í
þessu blaði, er útskrifaður af Na-
tional College of Chiropractic,
undir umsjón lækna, sem eru
meðlimir af American Medícal
Association. Síðan hefir hann
stundað þessar lækningar í sex ár
í Prince Rupert, B.C. Nú hefir
hann leigt sér lækningastofu, 837
Somerset Building, Portage Ave.,
Winnipeg, og er þar til viðtals kl.
10—12 f.h. og 2—530 og 7—8 e.h.
Talsími hans í lækningastofunni
er 80 726, en heima 39 265.
Wonderland Leikhúsið.
Á fimtudaginn og föstudaginn
sýnir Wonderland leikhúsið mynd-
ina “Sarah and iSon” og á þriðju-
daginn og miðvikudaginn “Ýoung
Man of Manhattan”. Allar eru
kvikmyndir þessar ágætar og leik-
endurnir leika prýðisvel
TIL LEIGU—eitt uppbúið her-
bergi, með öllum þægindum, í
“block” á Sargent Ave. — Sími:
88 184, ágætt fyrir einhleypan
mann.
Mr. og Mrsi Albert Johnson,
Grafton, N. Dak., urðu fyrir þeirri
miklu sorg, að missa þriggja ára
gamlan son sinn, Allan Bennett,
hinn 3. þ.m. Botnlangabólga varð
banamein hans, og var gerður á
honum uppskurður, en hann dó
skömmu síðar. Systir Mrs. John-
son, Mrs. Cain, héðan úr borginni,
þakklæti. Vera mín á skóIanuiJ fór 9uður og var við jarðarförina,
var í alla staði ánægjuleg og mér
til varanlegs góðs, og gerir mér
mögulegt að læra það starf, sem
eg hefi lengi þráð að læra. Líka
vil eg þakka kennurunum fyrir
hvað vinsamlega þeir gerðu alt,
sem í þeirra valdi stóð til að
hjálpa okkur og hughreysta okk-
ur nemendurna.
Svo er það ósk mín, að skólinn
megi halda áfram sínu góða starfi
í framtíðinni.
Með vinsemd,
Jónína J. Skafel.
Gefið að Betel í Ágúst.
Harri M. Grosen .......... $5.00
Sig. Sigurðsson Farts, Wpg 10.00
Ónefndur ............... 1.00
A. P. Jóhannsson, Wpg..... 6.00
S. F. Olafson, Wpg ....... 5.00
29. ág. Mrs. A. Hinriksson
til minningar um föður sinn,
S. P. Bardal............25.00
Hjörtur Guðmundsson, Arnes,
12 pund ull. Mrs. Benjamínsson,
Geysir, 14 pd ull. Mrs. Skúlason,
Geysir, 7 pd. ull. Mrs. G-J Magn-
ússon, Geysir 16 pd. ull.
Ónefndur frá Otto, Man.... $2.00
Innilega þakkað,
Jónas Jóhannesson.
675 McDermot Ave., Wpeg.
sem fór fram hinn 5. þ. m.
Á mánudagskveldið komu frá
íslandi Mr. og Mrs. ófeigur Sig-
urðsson frá Red Deer, Alta., og
Mrs. Helga Westdal frá Wynyard,
Sask., og á þriðjudagsmorguninn
komu Mr. og Mrs. Davíð Gíslason,
Hayland, Man., Mr. Björn B. John-
•son og Mr. Árni Johnson frá Gimli.
Svo og Mrs. H. Pálsson, Lundar.
Alt þetta fólk sótti Alþingishátíð-
ina á Þingvöllum. Eitthvað fleira
af fólki hefir verið að koma heim
frá íslandi þessa dagana.
Á fundi kvenfélags Fyrsta lút.
safnaðar, sem haldinn verður í
samkomusal kirkjunnar kl. 3 í
dag, verður skýrt frá því, sem
gerðist á nýafstöðnu þingi Hins
sameinaða kvenfélags. Einnig fara
þar fram nokkrar skemtanir. Kon-
ur, sem kynnu að vilja sækja
þennan fund, eru velkomnar, þó
þær tilheyri ekki kvenfélaginu.
TIL LEIGU—eitt eða tvö her-
bergi, með eða án húsgagna, —
einnig fæði ef
íyrir skólafólk
Fánamál Færeyinga
Eg geri ráð fyrir, að íslenzk
blöð hafi birt símfregnir af upp-
þoti því, er varð hér í Þórshöfn
á ólafsvökudag, í sabandi við
fána Færeyinga. Fjölmargir ís-
lendingar sáu og hinn ólöggilta
fána frænda vorra á Alþinlgishá-
tíðinni, og enn fleiri urðu varir
við hvell þann, er Danir gerðu
út af notkun hans á Þingvöllum.
Vér íslendingar erum minnugir
fánabaráttu vorrar, og vafalaust
er það, að Færeyingar eiga sam-
hug vorn óskiftan í fánamáli 'sínu
og öðrum kröfum u fullan þjóð-
ernislelgan rétt. Get eg því til,
að ýmsir muni fagna því, að fá
upplýsingar nokkrar um fána.
málið, og frásögn sjónarvottar um
það, er hér gerðist á ólafsvöku-
dag.
Hugmyndin um sérfána fyrir
Færeyinga kom kom fyrst fram
á stúdentafundi í Kaupmanna-
höfn 1918. Var ráðgert, að fán-
inn yrði innanlandsfáni, svo sem
íslandsfáni var 1915—1918, en
eigi mun enn hufesað til hans sem
aiglingafána. Stúdentar þeir, er
báru hugmyndina upp, komu um
leið fram með tilög um fánalgerð
þá, er síðan hefir notuð verið, en
það er hvítur feldur með bláum!
krossi og rauðum innan í — hlui*
föll sömu og í fána vorum, Hug-
mynd þessi fékk þegar nokkurn
byr, en ýmsir sambandsmenn
tóku -hana óstint upp. Þess er t.
d. Igetið, að A. Samuelsen þjóð-
þingsmaður gekk af stúdenta-
fundi, er hún kom fyrst fram.
Innan skamms tóku færeyingar
að nota fánann heima fyrir, og
jókst það brátt. Litu Danir og
dankir Færeyingar það illu auga
og lá þó kyrt um hríð. Þá bar
það til tíðinda, er Kristján kon-
ungur tíundi var í Færeyjum á
íslandsferð 1921, að nlgr maður
frá Svíney sigldi á báti sínum til
Þórshafnar með færeyskan fána í
stafni. Var fáninn tekinn af hon-
um, er hingað kom og sýslumann-
inum í Sandey send skipun um
að taka málið til rannsóknar. En|
sú skipun var afturkölluð og datt
það mál niður.
Bar nú eigi til tíðinda fram að
þessu ári, nema að fánanum óx
fylgi og voru jafnvel einstöku
sambandsmenn farnir að draga
hann á stöng. En atburðurinn á
Þingvöllum, gaf fánamönnum nýj-
an byr í seglin. Bæði samhugur
og viðurkenning íslendinga og
óskast. Hentugt' gremja Danai o!g smámunasemi.
Sími 88 190. 1 Hefir vafalaust ýmsum dottið
hug, að láta nú til skarar skríða
fánakröfurnar á ólafsvökuhátíð-
inni í ár og eftirfarandi lögþingi.
Færeyingar halda, svo sem kunn-
ugt er, þjóðhátíð í Þórshöfn á
Ólafsvöku (29. júní) ár hvert, og
I safnast þá þangað fjölipenni úr
| öllum eyjunum. í ár er hátíð
| þessi meiri en venjulega, því að
| nú eru 900 ár liðin frá falli hins
| heilaga Ólafs konunjgs á Stikla-
stöðum. Var hér mikið um dýrð-
ir og mátti heita þriggja daga há-
tíð. Bátar, stórir og smáir, þyrpt-
ust að höfninni, hlaðnir fólki. Og
flestir þeirra höfðu fána uppi,
miklu fleifi færeskan en danskan.
Aftur bar meira á dönskum fánum
á stöngum Þórshafnarbúa.
Ólafsvökuaftan (28. júní) flutti
Jóannés Paturson, hin glæsilega
frelsishetja Færeyinga, fyrirlest-
ur um fánamálið, úti olg yfir fjöl-
menni. Því miður gat ég ekki kom-
ið því við að vera þar viðstaddur.
En vafalaust hefir fyrirlesturinn
verið snjall, og eggjað mun Jó-
annes hafa landa 'sína lögeggjan.
Hefir vafalaust mörgum hitnað
lóð í æðum og runnið vígamóður
á ýmsa. Þá nótt drólgu ungir
menn færeyskan fána ó stöng. á
lögþingshúsinu. Blakti hann þar
til morguns, en þá mun lögreglan
hafa tekið hann niður.
Ólafsvökudag kl. 1 átti að setja
lögþingið hátíðlega á vellinum
við þinghúsið. Átti sú athöfn að
fara fram svipað olg setning Al-
þingis að Lögbergi í sumar.
Snotur pallur hafði verið gerður
við suðurgafl þinghússins. Voru
þar sæti fyrir þingmenn og rúm
fyrir söngflokk. Uppi á húsgafl-
inum, yfir þingpalli, blakti klofin
Dannebrolg á stöng. Lúðraflokk-
ur lék. Þingmenn og amtmaður
komu í skrúðgöngu frá Þingnesi
og gengu í sæti sin. Kom þá fylk-
ing manna að þingstaðnum og bar
Færeyjafána allmarga. Fremst-
ur gekk Páll Paturson kóngsbóndi
í Kirkjubæ (sonur Jóannesar)
og bar stærsta fánann. Ávarpaði
hann þingið og krafðist þess, að
fáninn yrði dreginn upp á þing-
húsið, en Dannebrog felld. Var
því neitað, sem vænta mátti.
Nú hófst athöfnin á því, að
söngflokkurinn söng ættjarðar-
Ijóð, mjög prýðile'ga. Næst átti
að syngja Ijóðaflokk, sem ort
hafði Edw. Mitens lögþingsfor
seti, hinn myndarlegi fulltrúi
Færeyinga á Þingvöllum, en Vaag-
stein organisti gert lög við. Beið
mannfjöldinn söngs þessa með
eftirvæntingu. En áður en hann
byrjaði, opnaðist gluggi á efri
hæð þinghússins, yfir pallinum.
Var þar kominrt Páll Patursson
og festi Færeyskan fána á hús-
gaflinn, yfir höfðum þingmanna.
Síðan skar hann sundur streng-
inn, sem Dannebrog hékk á, svo
að hún blakti um stund í lausu
lofti, en féll síðan niður á pall-
inn. Hafði þá amtmaður staðið
upp og gengið af þingi og margir
þinlgmenn með honum. Varð nú
hvorki af hátíðasöng né þingsetn-
ingu. Lögreglan ætlaði að taka
Pál Patursson fastan, en mann-
f jöldinn tók hann af 4ienni og bar
hann burt á gullstóli. Gekk síðan
allstór fylking ungra manna um
bæinn með Pál í fararbroddi, und-
ir færeyskum fánum, og sungu fær-
eysk ættjarðarljóð. Síðan fóru þeir
upp í vígið (“Skansen”), og drógu
lanann þar upp. Blakti hann þar
litla stund.
Mikill mannfjöldi var saman
kominn við þinghúsið, er atburð-
ur þessi gerðist. Flestir voru þar
k.aldir olg rólegir. Fjöldi manna
íylgdi Páli í því, að óska eftir
Færeyjafána upp á þinghúsið og
breiða hann út um gluggann, er
Pálmi Pálmason
'Teacher of Violin
Pupils prapared
for examinations.
654 Banning St.
Phone 37 843.
Sigurrós Anderson
Teacher of Piano
Studio 1123 Ingersoll St.
Phone 26 174
hann fékst ekki dreginn upp. En
er hann skar Dannebrog niður,
hafði hann ekki hugi almennings
með sér, enda hefir hann vafa-
laust slegið vopn úr höndum
fánavind og sjá)Ifstæðismanna
með því. Mælt var, að Páll væri
ör af víni, og er sennilegt.
Sennilega verður þetta færeyska
fánauppþot á Ólafsvöku þýðing-
arlaust. Það var ekki til þess
fallið, að vekja samhug með fána-
hreyfin'gunni og safna Færeying-
um saman — til þess var það of
strákslegt og tilefnislaust. Það
var eigi líklegt til hins heldur, að
deyfa áhuga og dreifa kröftum.
Kröfunum verður sjálfsagt hald-
ið fram, þar til sigur vinst, því
að æskan fylgir þeim. Og Danir
standa á móti af næilegri festu og
skilningsleysi til þess að skerpa
þær.
Þórshöfn, 1. ágúst 1930.
Aðalsteinn Sigmundson.
—Lögrétta.
Gylliniæð
Gerð Útlæg.
“Eg þjáðist iengi af óstjórn-
egum kláða í sambandi við
gylliniæð,” segir Mrs. W.
Hughes, í Hochelaga Street,
Montreal.
“Sársauki, þverrandi máttur,
var mitt daglega hlutskifti,
þar til eg komst í tæri við
Zam-Buk. Eg veit nú af eig-
in reynslu, að ekkert í heimi
jafnast á við þetta merkilega
jurtalyf. Eftir að meðal þetta
bjargaði mér, er það mín heit-
asta ósk, að kynna Zam-Buk
sem allra víðast. Askjan 50c
Nemur á brott sársauka með
töfrakrafti.
ramBuk
Náttúrunnar
jurta-meðal
WO NDERLAN0
■ ■ THEATRE ■■
—Sargrent Ave., Cor, Sherbrooke—
NOTE OUR NEW POLICY
Children, Any Tlme..............10c
Adults, Dally from 6 to 7 n.m...25o
Sat. & Holidays from 1 to 7 p.m.25c
THUR. & FRI. THIS WEEK
Rt'TH CHATTERTON IN
“SARAH AND SON”
ADDED—NICK STUARD In
“CAMPUS CRUSHES”
I-atest Weekly News
SAT. & MON., SEPT. 6 & 7
WARNElt BAXTER IN
“THE ARIZONA
KID”
ADDED-LLOl'D HAJIILTON IN
“GOOD MORNING
SHERIFF”
—ALSO—
“MY PONY BOY” (Song Cartoon)
TIIES—WED„ Sept. 1« & 17
CHARLES RUCGI.ES IN
"YOUNG MAN OF
MANHATTAN”
—BRING THE KIDDIES—
Complete Change of Program
Tuesday—Thursday—Saturday
Nýr efrimálstofu forseti
Forseti efri málstofu sambands-
þingsins í Ottawa er skipaður af
stjórninni, en ekki kosinn af þing-
deildinni. Hefir Hon. Pierre E
Blondin verið skipaður í það em-
bætti. Hann hefir lengi 'gefið sig
við stjórnmálum, og var um eitt
skeið póstmála ráðherra. Hann
er franskur, eins og nafnið bend-
ir til.
Farið fram á tíu centa
fargjöld
Fyrir fáum vikum voru far-
gjöld með strætisvögnum í Win-
nipeg hækkuð upp í sjö cents. Nú
hefir félagið aftur farið fram á
fargjalda hækkun og vill nú fá
10 cents, en er þó til með að selja
þrjá farseðla fyrir 25 cents, eða
kannske sex farseðla fyrir 45c.
Vestur-Islendingur
fór í sjóinn
Glóði röðull geisla bál,
glitraði allur flóinn.
Vesturheimskan, hrygg í sál,
horfði út á sjóinn.
Sumar lék um vog og vík,
vall í holti spóinn.
Ást til landsims—engu lík—
augum Igaut á sjóinn.
Landinn yfir láðið frítt
leit, — en græn var tóin.
Alt var nú sem orðið nýtt,
yfir land og sjóinn.
Báran lék við svalan sand,
suðaði vætukjóinn.
ísland, — fagra ættarland!
Nú ætlaði 'hann í sjóinn.
Ærnar runnu breiða braut
og breiddust út um móinn.
Bitu í haga hross og naut.
’ann hlaut að fara í sjóinn.
Aldrei sá hann undur slík
eins og jökulsnjóinn
og blóma klædda klettabrík.
—Nú kaus hann bara sjóinn.
Hann beljaðl, grét og barði sér,
burt var gleði fróin.
Brjóstið vall sem heitur hver.
Nú hljóp hann út í ‘sjóinn.
Bærist tunga, titrar negg,
truflast lífsins róin.
Hann vildi bergja bana dregg
og byltast út um sjóinn.
Síðar fanst hann liðið lík,
sem Landi einhver dró inn
og reri inn í Reykjavík,
reiður mjög við sjóinn.
Bjarkar-meiður ítur er
á hans leiði gróinn.
Bautasteinninn þýðir þér
þjóðræknina’ og sjóinn.
Söndahl.
öðru nafni S. B. Benedictsson.
Tombóla og Dans
Verður haldin undir umsjón stúkunnar Tleklu, Nr. 33
Mánudaginn 15. September
i G. T. húsinu á Sargent Avenue.
Byrjar kl. 8 e. h. Dansinn kl. io e. h.
Inngangur með einum drætti 25C.
WINNIPEG ELECTRIC CO.
Hinn . þ. m. voru liðin þrjátíu og
átta ár, síðan strætisvalgnar
knúðir af rafmagni, voru fyrst
notaðir í Winnipeg. Allir, sem
vildu, gátu þann dag ferðast með
vögnnnum, án þess að borga nokk'
uð fyrir það. Þótti þetta þá ný-
stárlegt 0g mikill hraði, að geta
farið sjö mílur á klukkustund. ■
Hestavagnarnir voru þá líka við
lýði, og alt þar til 11. maí 1894,
að Winnipeg Electric félagið
keypti allar eignir þess félags.
Um vöxt Winnipeg iborgar geta
menn Igert sér nokkra hugmynd
með því að athuga eftirfylgjandi
tölur. Fyrsta árið voru að eins
28 strætisvagnar og sjö mílur af
járnbrautarspori og farþegarnir
voru alls á árinu 1,111,938. Nú
hefir innipeg Electric félagið 300
strætisvagna, 120 mílur af járn
brautaspori dg vagnarnir fara á
ári vegalengd, sem er 9,378,948
mílur. Þar að auki fara “Buses”
1,591,512, eða samtals 10,968,460
mílur og flytja þessi fólksflutnga-
tæki 61,228,734 farþega á ári.
THOMAS JEWELRY CO.
Úrsmíði verður ekki lærð á
einu eða tveimur árum. Tutt-
ugu og fimm ára reynsla sann-
ar fulkomna þekkingu.
Hreinsim $1. Gangfjöður $1
Waltham úr $12.00.
Póstsendingar afgreiddar taf-
arlaust.
CARL THORLAKSON
Úrsmiður
627 Sargent Ave. Winnipeg
Painting and Decorating
CONTRACTORS
Alt, sem lýtur að því að prýða
híbýli manna, utan sem innan:
Paperhanging, Graining,
Marbling
Óteljandi tegundir af nýjustu
inanhúss skrautmálning.
Phone 24 065
L. MATTHEWS
S. dOHNSON
frá Cavalier, N. Dak.
hefir opnað skósmíðaverkstæði
að 678 Sargent Ave. hér í borg-
inni, og æskir viðskifta frá
löndum sínum. Fljót afgreiðsla.
Vandað verk.
PJÓÐLEGASTA KAFFI- OO
MAT-8ÖLUHÚSIÐ
sem þessi borg hefir nokkurn
tíma haft innan vébanda slnna.
Pyrirtaks máltlSir, skyr, pönnu-
kökur, röllupylsa og þjööræknls-
kaffl.—Utanbæjarmenn fá sér
ávalt fyrst hressingu á
WEVEL CAFE
(92 SARGENT AVE.
Slml: 37 <64
ROONEY STEVENS, eigandl.
100 herbergi,
meö eöa án baös.
Sanngjarnt
verö.
SEYM0UR H0TEL
Slmi: 28 411
Björt og rúmgéð setustofa.
Market og King Street.
C. G. HUTCHISON, elgandi.
Winnipeg, Manitoba.
Eina hóteliö er ielgir herbergl
fyrir $1.00 á dag.—Húsið eldtrygt
sem bezt má verða. — Alt meö
Norðuráifusniöi.
CLLB tlOTEL
(Gustafson og Wood)
652 Main St., Winnlpeg.
Phone: 25 738. Skamt norðan viö
C.P.R. stöðina. ReyniÖ oss.
MANIT0BA H0TEL
Gegnt City Hall
ALT SAMAN ENDURFÁGAÐ
Heitt og kalt vatn. Herbergi frá
$1.00 og hækkandi
Rúmgöö setustr'T.
LACEY og SERYTUK, Eigendur
SAFETY TAXICAB C0.
LIMITED
Til taka dag og nótt. Sanngiamt
verB. Sími: 23 309.
Afgreiösla: Leland Hotel.
N. CHARACK, forstjúri.
Gas er fljótvirkt
Og það kostar lítið,
með voru sérstaklega lága verði
á gasi til vatnshitunar.
Símar: 842 312 og 842314.
WINKIPEG ELECTRIC
COMPANY--^
“Your Guarcmtee of Good Service’’
FJúrar búðir: Appliance Dept., Power Bldg., Portage and
Vaughan; 1841 Portage Ave., St. James; Marion and Tache,
St. Boniface; 511 Selkirk Ave. •»
f$$5$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$5$$$$$$$$$$$$$$$$4*$$$$$$$$$$$$$$$$v ’