Lögberg - 18.09.1930, Side 7

Lögberg - 18.09.1930, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. SEPTEMBER 1930. Bls. 7. Hátíðarljóðin. III. FLOKKUR, eftir JÖHANNES ÚR KÖTLUM. ' I. Ó, Ghið! Þú, sem ríkir í himnunum háu, sem huggar þá föllnu, sem lyf’tir þeim smáu! Ó, GuS! Þú, sem ljómar í sindrandi sólum og sigur þinn birtir í mannanna jólum! Vér krjúpum nú þér og þökkum þér, hin þunglyndu moldarbörn. 1 lifandi óði, með logandi blóði, vér lofum þig, — náð þína, hjálp og vörn. Ó, Guð! Þú, sem titrar í alheimsins æðum, í úthafsins djúpum, í ljósvakans slæðum! , Guð! Þú, sem horfir í bamsaugað bjarta og boðorð þín ritar í smælingjans hjarta! Vér söfnumst nú hér og þökkum þér, því þú ert vor eina hlíf. 1 lifandi óði, með brennandi blóði, vér blessum þá stund, er þú gafst oss líf! Ó, Guð! Þú, sem hrópar í klukkanna köllum og kærleikann, sannleikann boðar oss öllum! ó, Guð! Þú, sem hvíslar í þevnum sem þvtur, og þorstanum svalar og hlekkina brýtur! Vér syngjum nú hér og þökkum þér, — og þú ert vor allra sál. I lifandi óði, með brennai blóði, vér blessum þá stund, er þú gafst oss mál! Ó, Guð! Þú, sem skapaðir tign vorra tinda, svo takmark vort hófst upp úr duftinu blinda! Ó, Guð! Þú, sem bjóst oss hér nomænu nyrztu, svo næðum vér sigri — og yrðum þeir fyrstu! Vér fögnum nú hér og þökkum þér, sem þvrmdir, er ægði grand. t lifandi óði, með brennandi blóÖi, vér blessum þá stund, er þú gafst oss land! Ó, Guð! Þú, sem ríkir í aldanna öldum, í upphafsins gárum, í lokanna földum! Ó, Guð! Þií, sem ræður þeim eilífa arfi, er ávöxtinn gefur í kvnslóða starfi! Vér krjúpum nú hér og þökkum þér, vor þúsund blessuðu ár. 1 lifandi óði, með logandi blóði, vér lofum þig, sólnanna jöfur hár! II. Knúði þrá um kaldan sjá knerri háum voðum Noregs bláu fjörðum frá, fram hjá gráum boðum. Þar á flótta hélt um haf Hávadróttin bjarta. Langt var sótt, en ljósiÖ gaf landnámsþrótt í hjarta. FrelsisorÖi fólk það ann, föstum skorðum eigi. Nvja storðu fegið fann fjarst í norÖurvegi. Djúpin grófu Dofra-höll, drauma ófu nýja. Aldin hófust tslandsfjöll úti í kófi skýja. JökulfljóÖið — eyjan auÖ, orpin glóð og hjarni — faðminn Óðins aðli bauð, eins og móðir bami. Liðið hrausta stýrði að strönd, stefndi í naustin skeiðum. Svamm 'þá laust frá sjónarrönd sól á austurleiðum. m. Ó, feðragrund! Ó, lífs vors land! sem ljómar skærst við yztu höf, með ísa-hjálm og eldai-brand. Þú ert vor dýrsta náðargjöf.. 1 þínu skauti er vagga vor, öll vaxtarþrá, hvert manndómsspor, vor gleði, sorg — og gröf. Ó, sólskins land með eld í æð! Vor æska hyllir þína tign. Hún klifar upp í heiða hæð og horfir á þig, djörf og skygn. Hún undrast, hve þitt fjall er frítt og fossinn stór og hafið vítt og lind þín tær og lygn. Ó, óskaland, vor óðalsgrund! Vér elskum þig af lífi og sál. Það skóp oss táp og trygga lund að tefla djarft við ís og bál. Vér lofum þig við ljóssins yl, svo lengi sem vér finnum til og mælum íslenzkt mál. Ó, draumaland! Vér hyggjum hátt, og helgum þér vor störf og Ijóð. * Vér hófum við þinn hjartaslátt hvern harmagrát, hvern siguróð. Og þér vér helgum lífs vors lag, svo lengi sem vér kveðum brag og brennur íslenzkt blóð. Ó, feðragrund! ó, lífs vors land! Vér lifum þér, vér deyjum þér. Við þig oss hnýtir heilagt band, og hvar sem Islendingur fer, hann dáir þig, hann dreymir þig, og drekkur kraft þíns anda í sig, og guð þinn guð hans er. IV. Sjá, Þingvellir skarta! Um þinghelgi bjarta nú þjóÖvættir sveima, er minjarnar geyma. Ei sæmir að kvarta, því sól er í hjarta. Vor sál er'nú heima — og öðru skal gleyma. Ó, guð vors lands! Ó, guð vors lands er gestur dagsins í björtum ljóma. Og hugir vor allra liljóma við ylinn frá augliti lians. Hér náttúran kallar. — Hún kallar oss alla frá kotungsins harmi að skaparans barmi. Með hæð sinna fjalla, með vídd sinna valla, í vonanna bjanna Hún lyftir nú armi. Og vorið hlær og grasiÖ grær og gleðin ómar í hverjum hljómi, er Alþingi einum rómi á stiltustu strengina slær. V. Hlusta, íslenzk drótt! Hevr þú aldanna þyt! Veit þú örlögum feðranna gaum! Finn þinn sigrandi ,þrótt gegnum sársauka og strit! Vinn úr .sögunnar gnótt alt þitt framtíðar vit! Heyr’þú dáinna kynslóða draum! Framsöguþáttur: Sögulýður höfði hneigi! Hvílík bákn og fuit af táknum: Minning þjóðar, þjóðar menning, þingsins saga liðna daga! Þingvöll helgan sigursöngvar signa nú — það er vor trúa. — Þjóðin öll í brag sinn býður brosi og tárum þúsund ára. Reis í griðum æðstu Asa opin höll á þessum völlum. — Gjörði Logi. — Veggir vurðu voldug klif — en himinn yfir. Hugði skygna að breiðum bygðum bóndinn Grímur forðum tíma. ^ Svörin goða sungu í eyrum: Sjá þú, maður! Hér er staður! Þing var sett að lýðsins löngun. Lögin tjáð að Úlfljóts ráði. Lék um göfugt goðaríki giftusól að höfuðbóli. Bjartur Hrafn á bergi svörtu birti orð hins frjálsa norðurs. Heimi fæddust dýrir dómar djúprar speki, — skelfdust sekir. Heiði skein of heillar þjóðar lijartaslætti, andardrætti. Slyngir fluttu ferðalangar ferðasögur, skreyttar brögum. Sveinar léku sigurkænir, — svall þá blóð af hetjumóði. Ræddu meyjar, horfðu og hlýddu, — hiti og fjör í sál og vörum. i Tíminn leið við tign og ljóma. Týndust goð, — en kristni boðuð kveikti eld, er aldrei slökti illra daga raunasaga. — Sátu munkar, — röktu í riti reynslu sanna, örlög maima. Hóf þá Snorri öllum ofar andans skálm und sigurhjálmi. Brunnu eldar beztu manna. — Bjart er kringum Þveræinginn. — Frelsi og vor, — unz konungs-kalsi kom með haust og dauða að austan. Sturlu-tíðar styrjarferli stefnt var brátt til neyðar-sátta. — Aldir liðu. — Feigð um foldu fór sem röst í þungum köstum. Mildi guðs að afturelding eyddi ])oku og liungri að lokum. — Fjölnir lífsmark fann í valnum, — fvlkti Jón til nýrrar sjónar. Höftin brustu. — Hrestist aftur hjartasláttur, andardráttur. Frjálsu þjóðarþingi heilsa þúsund ár — með brosi og tárum. Hlusta, íslenzk þjóð! Heyr þú aldanna nið! Gegnnm áranna minningar svíf! Sjá hið storknaða blóð! Lít hið stórfelda svið! Heyr þú stígandi óð! sjá þú hnígandi liÖ! Mun þú látinna kynslóða líf! VI. Vér börðumst við böl og sorgir og bjuggum við þröngan kost og norðursins næturfrost. — En dagurinn rann, — vér hyltum hann og bygðum os.s nýjar borgir. Oss bent var á fornöld frána, — þá fyltumst vér nýrri dáð. Sú saga mun síðar skráð. — En sungið var dátt og hugsaÖ hátt um frelsi vort, þing og fána. Vér héldum aftur á hafið og hlóðum vor ungu skip, með fögnuð í sál og svip. — Þá Ijómaði um rann og fólkið fann það gull, sem var týnt og grafið. Vér litum á nakið landið og landnámsþráin oss snart, — að skrýða moldina í skart. Og gróðurinn spratt svo liátt og hratt, að alt varð sem ilmi blandið. Vor öld hefir sigrað sorgir með samhljómi starfs og óðs, og gengið veginn til góðs. — — En dagur er enn og muni menn, að enn þarf að byggja borgir. VII. Sjá, framtíÖin ljómar með leyndardómssvip, — svo lokkandi var hún ei fyr. Vor æska á öndinni stendur við ókunnra hásala dvr. Hún brosir í barnslegri von, — í bardaga leggur hún senli. Hún söng og hún þráði í þúsund ár og þráir og sjmgTir enn. Vor æska er kjarni liins eilífa draums, því óskirnar stefna svo hátt. — En framtíðin guðdómleg gáta, sem gefur hinn sigrandi mátt. 1 æskunnar óljósu þrá hvert einasta fyrirheit var. Að sérhverju stórvirki öld af öld, er upphafið jafnað þar. Að komast æ hærra og lengra til lífs, er ljóðið á æskunnar streng. — Og eiga ekki draumarnir allan hvem óspiltan, vaxandi dreng? Eða’ er ekki útþráin hrein og ástin vort fegursta hrós? Hjá æskunni varðveitist tímans tákn, og táknið er — meira ljós! Hve dýrðlegt þá stefnt er í heiðblámans hæð og liúminu vísaÖ á bug! Hve bjartar þær vængjuðu vonir og voldugt liið leikandi flug! Því æskan vill sumar og sól — og sigurinn er henni vís. Hún svngur, hún leitar unz sumra fer og sólin úr djúpi rís. Sjá, framtíðin ljómar og laðar til sín, — svo lokkandi var hiin ei fyr. Hvert hjarta af tilhlökkun titrar, við töfrandi, hálfopnar dyr. Hvert orð á sinn eggjandi hljóm, — hvert auga sitt biðjandi tár. Vor syngjandi æska skal sækja fram til sigurs — í þúsund ár! VIII. Hjálpa oss, herra! Hjálpa þú! Yngdu vorn anda! Auk oss trú! Ó, bú þú í hönd vorri og hjarta! Ó, hreinsa þú sál vora af meinum! Ó, lyft oss í blámann þinn bjarta! Ó, bind oss þér einum, — þér einum! Leið oss til ljóssins! Lækna vor sár! Þitt verði ríkið í þúsund ár, — í ótal þúsund ár! Hjálpa oss, herra! Heyr vort kvak! Viðkvæmra vona vængjablak. Ó, gef þú oss gullaldarljóma! Ö, gef þú, að merki vort sjáist! Ö, gef þú oss gleðinnar hljóma! Ó, gef þú, að sigurinn náist! Þyrm oss í þrautum! Þerra vor tár! Þinn verði máttur í þúsund ár, — í ótal þúsund ár! Hjálpa oss, herra! Hjálpa þú! Opna vor augu! Auk oss trú! Vér biðjum ó, brautina greið oss að bjartari, fegurri degi! Frá eilífð til eilífðar leið oss á andans og sannleikans vegi' Hefji’ oss þinn himinn, heiður og blár! Þín verði dýrðin í þúsund ár, — í ótal þúsund ár! Gas í Maganum Veikir Hjartað Gasólga í maga, sem stafar frá ofmikilli sýru, veldur ógleði og þjáningum og getur jafnvel or- sakað algert heilsuleysi eða dauða. Ef svo er ástatt, að þér finnið til þembu og ógleði, einkum fyrst eftir máltíðir, eða þér finnið til hjartveiki, þá er um að gera að taka ráð í tæka tíð. Til þess að losna við gasþemb- una og koma maga og meltingu í sitt eðlilega horf, er ekkert með- al betra, hvað þá heldur jafn gott og Bisurated Magnesia (duft eða töflur), er veitir skjótan bata. Bisurated Magnesia getur aldrei valdið tjóni, enda hafa læknar og lyfsalar mælt með því í meira en fimtán ár. Sérhver ábyggilegur lyfsali hefir það við hendi. Reynið það í dagj___________________ T I L Dr. Guðmundar Finnbogasonar. Hvers er stærra í hópnum hér heiðursnafn — og vegur—? Fyrst ég nærri orðinn er ... “óviðjafnanlegur.” Ferð mín til Þingvalla árið 1930. Mig dreymdi ég væri dauður, í dýrðlegri gyllingu sá Landana handan um hafið í hylling í Almannagjá. Á Þingvöll ég þorði ekki að stíga, þar sem að drotningin var, því hraunfastur hefði ég orðið —svo hræddist ég gjá-lífið þar. íslands Análl, Icsinn upp á Þingvöllum árið 2930. Heiðri krýndir, hlaðnir gulli og seim, heiðursgestir stýrðu drekum tveim ameríkanskir íslendingar heim. Eyjarskeggjar tóku á móti þeim. Ath.—Eg sá sem fljótast bókina “Vestan um haf” og rak augun í þetta orð “nærri” — og mér fanst það nærri óþolandi. K. N. Eg er hættur að yrkja nema eina vísu í senn um sama efni, ef skeð gæti að það hjálpaði eitthvað þessum fáu, sem enn eru að basla við að hafa ofan af fyrir sér og sínum með islenzkum kveðskap. íslenzk yrkisefni fara óðum þverrandi, ef ekki er gætilega með þau farið, vildi eg því mælast til þess við stéttarbræður mína, að fara sparlega með það, sem eftir er, á meðan íslenzkan er að logn- ast út af, svo fá þeir vinnu víð að kveða erfiljóð eftir hana, þegar enskan er búin að drepa hana, og getur það orðið hverjum hjálp og öðrum hugarléttir. K. N. FRÁ ÍSLANDI. Siglufirði, 16. ágúst. Stilt tíð og hagstæð til sjávar, en þokusöm og þurkalítil til lands- ins. Þorskafli góður þessa viku. — Síldveiði heldur áfram. Mikið saltað hér, til þessa: 100,731 tn., þar af kryddað og sykursaltað 27,838, fínsaltað og öðruvísi verk- að 8,795, bræðslusíld lögð á land hér um 130,000 máltunnur, þar af ríkisbræðslan 54,0ö0, og er nú með báðar þrærnar fullar. Sjómaður af vélskipinu Báran varð í gærdag á milli nótabáta og marðist svo að það varð að flytja hann á sjúkrahús. — Vísir. ísafirði, 19. ágúst. Treg reknetaveiði síðustu viku cg því kení um, að smokkfiskur hefir komið í netið öðru hvoru. Aftur hefir veiðst vel í snurpinót undir Rifi. f Norðanstormur síðustu daga. Verkalýðsfélagið hér hefir pert samþykt um að afgreiða ekki skip þau, er hafa meðferðis áfengi til álengisútsölunnar hér. Esperantonámsskeið heldur Þór- bergur Þórðarson. Kenslunni er hagað eftir talaðferð Che. Þátt- takendur um 59. — Vísir. Akureyri, 19. ágúst. Framhaldsfundur í verksmiðju- félagi Gefjunar var haldinn á laugardaginn, til að taka ákvörð- un um tilboð S. í. S. um kaup á verksmiðjunni. Fundurinn sam- þykt að gefa stjórninni heimild til samninga. Verði af samningum, tekur sambandið við frá næstu áramótum. Votviðrasamt hefir verið und- anfarna daga. Hey liggur sum- staðar undir skemdum. — Vísir. Úr Húna Þingi 13. ágúst 1930. Júnímánuður 1930 verður, þótt aldir líði, mánuður minninganna. Blíðviðri, útlit til lands og sjávar hið ezta. Þjóðarhugurinn ólg- andi í tilefni af Alþin'gishátíð- irnii. Gríp hér inn í frá sögu eins hátíðargestsins: Ferðalagið var töfrandi og vonirnar að hitta vini og vandamenn frá f jarlægum stöð- um á hinum fornhelgu slóðum, í víðfeðmi hinnar björtu júnínætur. Sameiginlegar óskir mætast. Að hátíðin megi verða landi og þjóð til sóma. Ótal fjallvegir voru farnir frá hinum ýmsu héruðum landsins. Þúsundirnar streymdu að Þingvðllum við öxará. Að há- tíðinni lokinni var haldið heim- leiðis. Hugurinn var fullur af ótal myndum, nýjum myndum inn í nýjan tima. Ræðuskörungarnir höfðu ‘ í stórum dráttum rakið þingsöguna, lýst stjórnarbarátt- unni og getið ýmissa mikilmenna, en frá háfjöllunum bárust með vorblænum hvatningarorð hins látna þjóðskálds: “En bót er oss heitið, ef bilar ei dáð” o. s. frv. — Áhrif og afleiðingar Alþingishá- tíðafinnar eru eitt af því óþekta og óútreiknanlega. Hvaðanæfa fréttist, að fólkið kom ánægt og glatt, kvaðst bera með sér endur minpingarnar alt sitt líf. — Það var fslands hamingja. Héraðsamkomur hafa verið á ýmsum stöðum. í Miðfirði, Skaga- firði og viðar. Ferðamanna- strumurinn með mesta móti. Sum- ir Vestur-líslendinganna leituðu til átthaganna, að sjá þá einu sinni — og kveðja. Þeir létu i Ijós ánægju sína með umhverfið hér, atorku heimaþjóðarinnar. Nú eru þeir farnir aftur vestur úm haf, til nýja ættlandsins, þar sem þeir hafa reynst sjálfum sér og gamla ættlandinu til sóma. Sumarkauptíðin er liðin. Virð- ist flest benda til þess, að afurða- sala sveitahéraðanna sé að kom- ast meir og meir í 'hendur kaup- félaganna. Landssíminn lætur mikið vinna í sýslunni, út til yztu annesja og inn til dala. Heyskapur gengur sem af er sæmilega. í júlí nokkrir óþurkar um tíma, en rættist vel úr. Gras- spretta í góðu meðallagi. Fiskafli á Húnaflóa fremur tregur, einkum austan til. Gæftir á tímabili stopular. Laxveiði með minna móti. í ám. Fornritaútgáfan. Tímabilið frá 25. júlí til 12. ágúst var hinn nafn- kunni málari Jóhannes Larsen á ferð hér í sýslu að mála myndir af sögustöðum. Hefir verið að þeim starfa á sumrin síðan 1927. í fylgd með honum var ólafur Tú- bals málari, frá Múlakoti í Fljóts- hlíð. Héðan fóru þeir til Skaga- fjarðar, svo áleiðis norður og austur um land. J. Larsen er kunnur fyrir málverk sín, einkum í þarfir vísindanna. Sumarið 1925 vann hann fyrir danskt vísindafé- lag í Grænlandi, Heilsufar hefir verið gott, að því er frézt hefir. Skemtisamkoma var haldin að t’ilhlutan kvenfélaganna á Blöndu- ósi sunnudaginn 10. þ. m. Tryggvi Kvaran flutti þar fyrirlestur um trúmál. Kristján Kristjánsson söngvari skemti með einsöng og þýzkur prófessor frá Wurtemberg er þar var staddur á ferðalagi. Af samkomunnni er látið hið bezta og einkum af söng og harmoniu- spili hins þýzka prófessors. Látið nafnkent fólk: Ólafur Ólafsson, Blönduósi, d. 25. júlí og ekkjan Guðrún Kristmundsdóttir, Másstöðum, dáin 27. júlí. — Vísir. Hann tók við kaupinu. — Hvað heitið þér og hve mik- ið kaup fáið þér? — Eg heiti Martin og eg fæ 20 mörk á viku. __Gott. Hér hafið þér ávísun á 20 mörk, 'sem þér getið fengið hjá gjaldkera. Og svo getið þér farið. Eg get ekki notað þá blaðamenn, sem liggja og reykja þegar þeir eiga að vinna. Hinn ungi maður sagði ekki eitt orð. Hann reis á fætur, tók við ávísuninni og hneigði sig. Morguninn eftir sendi gjald- keri útgefanda eftirfarandi bréf: — Hjá okkur hefir ekki verið r.einn blaðamaður, sem heitir Martin. Það hefir líklega verið blaðamaður frá einhverju öðru blaði, sem hefir komið hingað í heimsókn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.