Lögberg - 23.10.1930, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.10.1930, Blaðsíða 4
Bls. 4. LÖGBRRG. FIMTUDAGINN 23. OKTÓBER 1930. Högtierg Gefið út hvern fimtudag’ af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borcfist fyrirfrant. The “tfðRberg’” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. +-------------------------+ Bannaður innflutningur rússneskra kola Þrátt í'yrir ítrekaðar tilraunir af hálfu rúss- neskra stjórnarvalda, um leyfi til innflutnings á rússneskum harðkolum hingað til lands, hefir sambandsstjórnin í Ottawa synjað um innflutn- ing frekari byrgða úr þeirri átt, en þegar hefir verið samið um, að því viðbættu, að þeim rúss- neskum kolaskipum, er um þessar mundir liggja á canadískum liöfnum, er heimilað að selja farm sinn. Lagt var allmjög að hinni canadísku stjórn, að veita hið áminsta leyfi, og því jafnframt hald- ið fram, að innflutningur harðkola frá Rúss- landi kepti að engu leyti við canadiska kola- framleiðslu, með því að hér væri ekkert fram- leitt af liarðkolum. Þetta er að vísu rétt; en samt sem áður leit stjórnin svo á, að canadíska þjóðin gæti engan hagnað haft af kolainnflutn- ingi frá Rússlandi eins og sakir stæðu, og þess- vegna væri ástæðulaust að veita leyfi til inn- flutnings slíkri vörutegund. Mikill meiri hluti þeirra harðkolabirgða, er can^diska þjóðin notar, kemur frá Bandaríkj- unum, sem glegst má af því ráða, að árið sem leið nam innflutningur harðkola að sunnan þrem miljónum og tvö hundruð þúsundum smálesta, til móts við fimm hundruð þrjátíu og fimm þús- und smálestir, er á sama tímabili fluttust hingað frá Bretlandi. Þegar núverandi nýlenduráðgjafi Breta, Mr. Thomas, var hér á ferð í fyrra, lét hann þess oftar en einu sinni getið í ræðum sínum, hve ákjósanlegt það væri, að Canada og Bretland stofnuðu til gagnskifta með sér á hveiti og kol- um, þannig, að fyrir aukin hveitikaup liéðan úr landi, skyldi Canada jafnframt auka kolainn- flutning sinn frá Bretlandi. 1 sama streng hefir einnig nýlegá tekið annar áhrifamaður í brezka ráðneytinu, Mr. Graham, er heldur því fram að canadíska þjóðin geti því aðeins vænst forrétt- inda á Bretlandi, hveitikaupum viðvíkjandi, að hún auki að sama skapi innkaup sín á kolum og stáli þaðan. Ekkert land í heimi kemst í hálfkvisti við Rússland hvað harðkolanámum viðvíkur; er á- ætlað, að slík náttúrufríðindi rússnesku þjóðar- innar séu fimm sinnum meiri en með nokkurri annari þjóð. Arið 1928, nam innflutningur rússneskra kola hingað til lands sex þúsund tvö hundruð og f jór- um smáles’tum, er seldust í alt fyrir þrjátíu 0g níu þúsundir, þrjú hundruð áttatíu og þrjá dali. Svo vel þótti níssnesku stjórninni hafa tekist til um þessa fyrstu tilraun sína hér í landi, að hún afréð þegar að leggja alt hugsanlegt kapp á kola- innflutning hingað í framtíðinni. Árið sem leið höfðu viðskiftin á þessu sviði aukist það mikið, að innflutningur rússneskra harðkola til Can- ada, nam eitt hundrað og seytján þúsundum og f jögur hundruð og fjórum smálestum, er seldust í alt fyrir sex hundruð níutíu 0g tvær þúsundir og fimm hundruð níutíu og tvo dali, og nú í ár hefir innflutningurinn enn aukist að miklum mun. Harðkol, sem hingað flytjast inn, eru undan- þegin innflutningstolli; er það því sízt að undra, þótt hinar ýmsu þjóðir, er þá vörutegund fram- leiða, kosti kapps um að verða aðnjótandi hins canadiska. markaðar. Þau rússnesk verzlunarfélög, er harðkol fluttu hingað til lands, staðhæfðu lengí vel, að slíkur innflutningur gæti undir engum kringum- stæðum haft skaðleg áhrif á kolainnflutning frá Bretlandi, né heldur lagt nokkrar hömlur á brezkan markað; ef um samkepni væri að ræða, þá yrði það einna helzt við Bandaríkin. Slíkan skilning var hin canadíska stjórn með öllu ó- fáanleg til að leggja í málið, og þessvegna tók hún þá afstöðu, sem getið var um hér að framan. Að vísu var það sambandsstjórninni í lófa iagið, að leggja innflutningstoll á rússnesk kol, ef svo bauð við að horfa; ástæðulaust hefði ver- ið að saka hana um stefnuskrárbrot fyrir það. 1 þessu tilfelli valdi stjórnin þó heldur þann veg- inn, að leggja blátt bann við innflutningi rúss- neskra kola, en að bvggjanýja tollmúra, og verð- ur ekki arrnað séð, en henni hafi tekist vel til úr því sem ráða var. ♦——---------------------- ----------------+ Undarlegt afskiftaleysi +—-------------------——------------------—+ Ekki alls fyrir löngu, lét yfir-eftirlitsmaður vínbannslaganna í Bandaríkjunum, þá yfirlýs- ingu frá sér fara, að héðan í frá yrði engin til- raun til þess gerð, að draga þá Bandaríkjaborg- ara fyrir lög og dóm, er framleiddu á heimilum sínum öl og vín til heimilisnota. Hefir yfirlýs- ing þessi, sem vænta mátti, vakið allmikið um- tal, sem ekki er mótvon, því margir líta svo á, • að hún sé í beinni mótsögn við ítrekaðar yfir- lýsingar Mr. Hoovers í síðustu forsetakosning- um, er ákváðu bannlöggjöf þjóðarinnar fylstu, hugsanlega vernd. Hver er afstaða forsetans til þessa mikilvæga máls, eins og nú horfir við? Eða á þögnin að skoðast sem fullkomið sam- þykki af hans hendi? Tæpast munu orðið geta skiftar skoðanir um það, að með þessari nýju ráðstöfun af þeirra hálfu, er bannlaganna eiga að gæta, sé stigið alvarlegt spor í 'þá átt, að veikja undirstöðu vín- bannsins, í stað þess að styrkja hana; finst mörgum, sem sízt er að undra, ráðstöfun þessi vera mjög í ósamræmi við stefnuskrá forseta og furða sig á því, að liann skyldi ekki skerast í leikinn. En honum virðist óneitanlega hafa fallið betur afskiftaleysið og þögnin, en ákveð- in og röggsamleg afstaða, hver sem ástæðan kann að hafa verið. Mikið má það vera, ef þeim flokki, sem nú fer með völd í Bandaríkjunum, Republicana flokknum, kemui ekki alvarlega í koll við kosn- ingarnar til þjóðþingsins þann 4. næsta mánað- ar, þetta einkennilega afskiftaleysi forsetans. +------------------------------------------ Sigurför læknisfræðinnar +----------------—------------------------- Hið merkilega læknaþing, sem nýlega var haldið í Winnipeg af læknafélagi brezka veld- isins, vekur til íhugunar þær stórkostlegu fram- farir, sem læknisfræðin liefir tekið síðastliðna hálfa öld. Til dæmis um breytingamar, sem orðið hafa, má geta þess, að í einni stórborg í Bandaríkjun- um fyrir fimtíu árum, dóu þrjú börn af hverjum f jórum, áður en þau urðu ársgömul; nú deyr þar aðeins eitt af liverjum seytján á sama aldri. Or- sakirnar fyrir liinum mörgu dauðsföllum fyr, voru: vanræksla, þekkingarleysi og erfðalijá- trú. 1 þá daga var ekki hægt að búast við hærri aldri en fjörutíu árum; nú lifa margir í fimtíu og átta eða sextíu ár. Ný hreifing skaut rótum árið 1848, er það maikmið hafði, að efla hreinlæti í borgum og bæjum þessa lands. Þá dóu fleiri en fæddust, 28 á móti hverju þúsundi, en dóu 30. Nú fæðast 20 á móti hverju þúsundi en 12 deyja. Þessi nýja hreifing kom því til leiðar, að dimmir og rakir kjallarar voru fordæmdir til íbúðar. Saur- rennur voru gerðar; það var fordæmt, að margt fólk hrúgaðist saman í litlar og þröngar kvtr- ur; áherzla var lögð á hreint neyzluvatn og eft- irlit haft með því, að mjólk væri höndluð með hreinlæti. Þessar hreinlætis ráðstafanir björguðu f jölda mannslífa, og sóttvarnir komu í veg fyrir hindr- unarlausa útbreiðslu farsótta. Árangurinn af þessari hreifingu kom bráðlega í ljós; dauðsföll- um af völdum sumarkóleru barna, fækkaði mjög, og sömuleiðis kóleru, sem gamalt fólk hafði dá- ið úr. Bóluveikin, gula hitasóttin og taugaveik- in, létu stórum undan vopnum vísindanna og heilbrigðisreglum, sem stranglega var fram- fyigt. Árið 1900, hófst fyrir alvöru baráttan gegn tæringunni; var hún einkum og sérílagi í því fólgin, að upplýsa almenning um eðli 0g hætti veikinnar og vanmir gegn henni. Eftir það fór fólkið að skilja, að veikin væri hættuleg, að iiún væri læknandi 0g að mikið mætti gera til þess að verjast henni. Það var erfitt verk og seinunnið, að vekja skyldutilfinning manna fyr- ir baráttunni gegn þessari plágu, en það tókst. Síðar hófst barátta gegn kynferðissjúkdóm- um, geðbilun, krabbameini, sóttnæmum augna- sjúkdómum og barnadauða. Læknirinn, foreldr- arnir og kennarinn tóku höndum saman til þess að bjarga lífi mannanna, einstaklinganna sem heildarinnar, til að gera lífið bærilegra 0g hörm- ungaminna. Hér skulu talin afreksverk læknisfræðinnar, að því er starfsemi hennar snertir heilsunni til verndar á síðastliðnum aldarhelmingi: Lifnaðarhættir, sem tryggja líkamlegt heil- brigði; hreinlæti á heimilunuum 0g í verksmiðj- unum; hreint vatn, hrein mjólk og heilnæm fæða, burthreinsun úrgangs og hroða; rennur fyrir saur og önnur óhreinindi, 0. s. frv. Baráttan hefir oft verið erfið 0g við hana hefir oft þurft á mikilli þolinmæði að halda. Sigrarnir eru margir og miklir, þótt meira sé óunnið. Síðustu þrjátíu árin, hafa verið starfs- og stríðs-ár—reglulegt þrjátíu ára stríð í sögu læknisfræðinnar, 0g hefir þar hver sigurinn rek- ið annan/ / Þegar athuguð eru dauðsföll í New York, er það eftirtektarvert, hve miklar hafa orðið fram- farimar síðastliðin fimtíu árin. Þar deyja nú 80 af hverjum 100,000 úr skarlatsveiki; 235 af hverjum 100,000 úr barnaveiki; 235 úr barna- kóleru af 100,000, innan fimm ára aldurs, og 404 ’ af hverjum 100,000 úr tæringu. Þetta er stórfengilegur sigur í hinni miklu og látlausu vísindabaráttu í sóttvörnum og heil- brigðismálum.— Ofanskráð grein er þýdd úr tímaritinu The Western Home Monthly. + --------------------------* Þjóðbrautakerfið +----------------------------* Ýms leiðandi blöð afturhaldsflokksins, virð- ast ekki með öllu áhyggjulaus út af því, hvernig þjóðbrautakerfinu muni reiða af undir leið sögn núverandi þingmeirihluta og stjómar. Iivort ótti sá, er á nokkram verulegum rökum bygður eða ekki, skal ósagt látið; en gott er til þess að vita, að áhrifablað líkt og Montreal Gaz- ette, skuli hafa vakið djarflega máls á því, hve nauðsvnlegt það sé, að halda þessari dýrmætu þjóðeign utan við flokkapólitíkina; bendir blað- ið gtjórninni á það í fullri alvöru, að þjóðin muni ekki líða það óátalið, að farið sé eftir pólitiskri flokksafstöðu, þá er skipa skal fram- kvæmdarstjórn kerfisins; einungis liagkvæm reynsla 0g hæfileikar geti komið þar til greina. Blaðið Ottawa Journal, sem er eitt af áhrifa- mestu stuðningsblöðum núverandi sambands- stjórnar, tekur mjög ákveðið í sama streng, og skorar á stjórnmálamenn þessa lands, án tillits til flokka, að sýna þjóðbrautakerfinu fullkomið hlutleysi, með því að sýnt sé, að því sé vel stjórnað um þessar mundir. Vestur á strönd hefir allmikið umtal spunn- ist út af því, hvort þjóðbrautakerfið ætti að stofna til eimskipasambands milli Vancouver, Seattle og Victoria. Um þessar mundir starf- rækir Canadian Pacific félagið eimskipaferðir milli þessara þriggja hafna. Blaðið Victoria Colonist, legst á móti því, að þjóðbrautakerfið ráðist í slíkta fyrirtæki, og hið sama er um Montreal Gazette að segja. Gegn stefnu beggja þeirra blaða í því máli, ræðst Ottawa Journal af kappi miklu, og kemst meðal annars þannig að orði: “Sá tími er nú um garð genginn, er telja mátti fólkinu trú um, að þjóðbrautakerfinu væri bezt borgið í höndum sambandsþingsins og stjórnmálámannanna. Canada hefir síiia sögu að segja í því tilliti. Þarf ekki í annað að vitna, en meðferðina á Intercolonial brautinni gömlu; hún stendur þjóðinni vafalaust enn í fersku minni. Eins lengi og þjóðin minnist reynslu sinnar í því efni, og eins lengi og framkvæmd- arstjórn þjóðbrautanna er í jafn-góðum hönd- um og hún er nú, er ekki ástæða til þess að breyta til. Ætti framkvæmdarstjórnin að hafa í því frjálsar og óbundnar hendur, hvaða stefnu skuli fylgt með tilliti til nýrrar útbreiðslu kerf- isins, hvort heldur sem um lagning nýrra brauta, eða starfrækslu nýrra eimskipasambanda, er að ræða.” Blaðið Toronto Globe, telur víst, að ofan- nefnd ummæli Ottawa Journal, ættu að taka af skarið um afstöðu Mr. Bennetts og stuðnings- manna hans til þjóðeignabrautanna, með því að svo megi vel líta á, sem þau orð séu mælt fyrir munn stjórnarinnar. +----------------------------——■* Liátaskólinn í Ontario ---------------------------------+ Samkvæmt fregnum frá Toronto, eru horf- urnar fyrir stóraukinni aðsókn að listaskóla Ontariofylkis, glæsilegri enn nokkra sinni fyr. Árið 1917, var fyrsta skrefið stigið í þá átt, að sameina listaskóla þenna við háskólann í Toronto, en tneð lögum, er afgreidd voru í fylk- isþinginu, árið 1919, var sameiningunni að fullu ráðið til lykta, og hefir þessi nýja deild háskól- anst fært mjög út kvíarnar síðan. Nú er svo komið, að ráðstafanir hafa verið gerðar, er að því lúta, að nemendur gangi undir próf í hin- um og þessurn greinum listarinnar, er þeir sjálfir kjósa, og skulu einkunnir við slíkt próf, jafngilda einkunnum í hinum algengu fræði- greinum, sem kendar eru, og teljast fullgildar til burtfararprófs. Fyr meir, lagði listaskóli Ontariofylkis, hvað mesta rækt við þá tegund dráttlistarinnar, er að viðskiftum laut; nú skal þessu til batnaðar breytt þannig, að mest sé áherzla lögð á fegurð- arlilið sannrar listmálunar. Umsóknir að hinum aukna og endurbætta listaskóla, berast rni að úr öllum áttum;#eigi aðeins héðan úr landi, heldur og sunnan úr Bandaríkjum líka. Hefir verið lagt á það sér- stakt kapp, að velja þá kennara eina, er frum- legir era í hugsun og kunnir að því, að ferðast eigi ávalt eftir fjölförnustu' götunum. Spáir slíkt góðu um framtíð þessarar þörfu lista- stofnunar. I Fœreyjaför íslenzkra knattspymumanna. Eftir Erlend Pétursson. í lyftingu á e. s. Botníu stóðu 25. júlí 17 unfeir íslendingar og biðu með óþreyju eftir að sjá hina fyrstu landsýn í Færeyjum, þang- að sem ferðinni var heitið. Þótt ekki sé nema tveggja daga ferð milli Islands og Færeyja, hafði samt enginn af þessum stóra hóp komið þanigað áður. Og þótt ís- lendingar þekki vel færeyska fiski- menn, þá vitum við samt lítið um landið þeirra. Nema um þokuna Um hana höfuð við heyrt. Og “vei þeim sem í þokunni búa” stendur einhversstaðar, en það á nú ekki við um vini og frændur okkar Fær- í meir en þriðjung aldar hafa> Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverkr gifet, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askajn, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd.r Toronto, ef borgun fylgir. eyinga. Nei, síður en svo. Og heill þeim, sem í þokunni búa í Færeyjum, segjum við eftir ferð- ina. Við bölvum samt þokunni; hún tefur fyrir landsýn,, en loks léttir þó lítið eitt upp og kl. 2.30 e. h. sjáum við vestasta oddann í Fær- eyjum, sem heitir Mykjunesholm- ur, og litlu síðar Mykjunes, er rís hátt pp úr sjónum. Þokunni létt- ir smátt og smátt. Nú blasa á móti okkur háar og tignarlegar eyjar allar grasigrónar með smáþorpum. Stærsta eyjan, sem við nú sjáum, heitir Vagar og komum við þá inn Vagafjörð og síðan Hestafjörð o!g eru þar tvær smærri eyjar, sem bera við syðsta oddann á stærstu eyjunni, Streymoy. — Er Þórshöfn á henni og syðst er Kirkjubær, sem allir íslendingar kannast við. Siglum við þar rétt fram hjá og beygjum fyrir Kirkjubæarnes og íslenzk lög og eftir borðhald far- inn langur göngutúr og genginn Hoydalsvegur. Var um leið stað- næmst stutta stund á Iþróttavell- inum. Veður var hið fegursta og mikill hiti þó kl. væri orðin um 11. Það lagði því ekki aðeins hlýj- an straum frá fólkinu sjálfu til okkar íslendinganna, heldur var eins og landið sjálft vildi veita oss sömu hlýju. Áður en lengra er farið, er rétt að lesendurnir fái nú þ egar að vita frekari deili á þeim tveimur mönnum, er aðallega stóðu fyrir mótinu. Poul Niclasen ritstjóri var far- arstjóri færeyska knattspyrnu- flokksins, er hér kom í fyrra. Er hann mikill áhugamaður um í- þróttamál Færeyinga, sem og öll önnur mál, er þeim eru til heilla. Hann nýtur mikils trausts meðal inn Nólsoyarf jörðinn og sjáum Færeyinga og er mjög vinsæll mað- Nólsoy. Eftir stutta stund erum við komnir til Þórshafnar, þang- að sem við ætlum að heyja bar- daga í fyrsta sinn á erlendri grund. Ekki með eiturgasi, held- ur í Færeyjum. Enda er öll íramkoma hans blátt áfram og hin prúðmannlegasta. — Um lö ára skeið var hann þingmaður á lög- þingi Færeyinga og var þá yngsti ur með drengskap íþróttanna. —! maðurinn, sem kosinn hefir verið Þegar skipið hefir hafnað sig,| á þing þeirra. En vegna mikilla koma um borð til okkar Poul rit- stjóri Niclasen, Sundorph lög reglustjóri og formaður knatt- anna sagði hann af sér þing- mensku. Fyrir 2 árum var hann valinn af utanríkisráðuneytinu til spyrnuráðsins í Færeyjum, og ag ferðast um sem fulltrúi Fær- Egholm, hinn góðkunni bakvörð-! eyinga til þeirra landa, sem þeir ur, sem var hér í fyrra með fær-Jselja aðallega afurðir sínar. Fórst eyska knattspyrnuflokknum. Bjóóa þeir okkur hjartanlega velkomna. honum það prýðilega úr hendi. Hann er ritstjóri stærsta blaðs- “Dimmalætting” heitir. Er það blað sambandsflokksins og til- heyrir hann þeim flokki, og ef all- ir sambandsmenn eru eins og Síðan er haldið í land á stórum jng) gem gefið er út í Færeyjum og vélbáti, og þegar að hafnarbakk- anum kemur, er þar mikill fólks- fjöldi að taka á móti okkur. Fer þar fram hin opinbera móttaka. og býður Niclasen ritstjóri fyrir hann, þá verð ég að segja það, hönd bæjarbúa alla íslendingana hvað sem allri “pólitík” líður, að velkomna, flytur ágæta ræðu fyr- þejr eru góðir Færeyingar. í Þórs- ír minni íslands, og að henni lok- höfn; skipar Niclasen margar inni fagnar fólksfjöldinn komu ls- J trúnaðarstöður fyrir bæinn og er lendinganna með margföldu auic þess vara borgarstjóri. Hefir húrra. Þá syngja allir íslenzku knattspyrnumennirnir þjóðsöng hann átt mikinn þátt í þeim verk- legu framkvæmdum, sem gerðar Færeyinga, “Þú alfagra land hafa evrið í Þórshöfn á síðar: ár- mitt” eftir Simun av Skarði. Hafa[um. Niclasen var aðalhvatamað- flestir íslendingar heyrt hans get-[ ur þesg> að okkur íslendingum var ið frá ferð hans hér í fyrra. Þóttijboðið til Færeyja og studdi fær- Færeyingum söngurinn takast eysku knattspyrnumennina með prýðilega, og þótti þeim vissulegaj ráðum og dáð í því verki. vænt um þessa fyrstu kveðju ís- lendinganna. Farstjóri mælti því næst fyrir minni Færeyinga og þakkaði hið vinsamlega og rausn- arlega boð þeirra og íslendingarn- ri tóku undir með snjöllu -húrra. Að því loknu stígum við í fyrsta sinn á færeyska grund og höldum á leið til gistihússins. Fólkið tek- ur á móti okkur með mikilli ‘blíðu’ á þeirra máli. Ungu stúlkurnar “nikka” til okkar “blikka”, en gamlir iSundorph lögreglustjóri er mað- ur á bezta aldri, rúmlega þrítug- ur. Er hann danskur að ætt og hefir verið lögreglustjóri í rúm fimm ár. Hann er mjög áhuga- samur um allár íþróttir og hefir unnið mikið að eflingu þeirra í Færeyjum og þá sórstaklega í Þórshöfn. Er hann formaður Knattspyrnuráðsins þar og jafn- framt formaður fyrir “Aavnar og jafnvel Boldfelag”. Iðkaði hann knatt- Færeyingar spyrnu mikið í Danmörku og var koma 0g hielsa okkur með handa- þar talinn ágætur knattspyrnumað- bandi. Eru þeir hættir sjóferð- r. Nú stjórnar hann knattspyrnu- um, en hafa allir verið á íslandi ■ málum Færeyinga með mikilli ó- °g þykir þeim mjög vænt um að sérplægni og dugnaði. Einnig er fá tækifæri til að sjá og heilsa’ hann formaður fyrir skátafélagi upp á fslendinga. Víðast hvar í í Þórshöfn og er mjög hrifinn af bænum er flaggað fyrir okkur og þeirri hreyfingu. það jafnt með danska fánanum og! ,. , , . , ,, , ,,, — Hann er vinsæll maður l læreyska flalgginu hvita með blaa' * . . . ,, | Þorshöfn serstaklega meðal æsku- og rauða krossinum. Eftir nokkrai_____ . lýðsins og er íþróttunum mikill styrkur í að eiga svo ágætan for- ingja. f viðkynningu er hann hlnn frjálslyndasti og bezti drengur. Og stund erum við komnir að gisti- húsinu þar sem knattspyrnumenn- irnir eiga að búa„ að undanskild- um farstjóra, sem bjó hjá lög- , ,., ... _ ,, til marks um það hvað hann er reglugtjoranum. Kl. 9 unl kvoldið voru allir þoðnir til kvöldverðar1 hrlfinn af Færeyjum, minnist ég hjá Sundorph lögreglustjóra. Bauð, þeSS.Sam hann sagði við mig eina ‘ smni, að hann gæti ekki hugsað sér yndislegri stað að dvelja á. — Hann hafði einna mestan veg og vanda af móttökunni í Færeyjum og fórst það fara vel úr hendi, svo við getum seint fullþakað hon- um alla þá vinsemd og umhyggju, sem hann sýndi okkur. Hefi ég þá getið um þá tvo hann íslenzku knattspyrnumennina velkomna fyrir hönd knattspyrnu- ráðsins með vinsamlegri ræðu. Fararstjóri þakkaði hið rausnar- lega boð lögreglustjóra og bar fram kveðju í. S. í. til færeyskra íþróttamanna. Niclasen talaði fvrir minni íslenzkra knattspyrnu- manna. Þá voru sungin nokkur

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.