Lögberg - 23.10.1930, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.10.1930, Blaðsíða 5
LÖGRERG. FIMTUDAGINN 23. OKTÓRER 1930. Bla. 5. Dveljið um jólin o!g nýárið í yðar forna föðurlandi. Sigl- ið á einu hinna stóru Cunard ikipa frá Montreal—afbragðs farrými, fyrirtaks fæði og fyrsta flokks aðbúð. Sérstök Jólaferð (undir um- sjón Mr. Einars Lindblad) með S.S. “Antonia” 21. nóv- ember til skandinavisku land- anna. Lágt verð til stór- borga Norðurálfunnar. Leitið upplýsinga á yðar eig- in tungumáli. J70 Maln Sl Wlnnlpeft , - Canadian Service “ 1840- 1930 Vikulegar siglingar frá. Montreal til Evrópu fram að 28. növ., eftir það frá Halifax. ) menn, er mestan íþáttinn áttu í hin- um ágætu viðtökum Færeyin'ga. — Skal þá sögunni haldið áfram. Hinn 26. júlí var risið úr rekkju árla dags og haldið út á völl að æfa. Völlurinn er stór og upphækkaðir “pallar” frá náttúr- unnar hendi á alla vegu, því hann er umkringdur lágum, 'grasigrón- um hæðum. Var mikið erfiði að ryðja þennan völl og er hann góð- ur, nema vesturhluti hans er með smátorfi enn þá. Aðalgallinn er þó skurðurinn, sem er í kring um hann allan og ávalt með vatni, svo knötturinnve ijðu'r mjög blautur og þunlgur, þegar hann lendir þar í. En þetta verður lagað áður en langt um líður. Að æfingunni lokinni var hald- ið heim á gistihúsið aftur. Við settum nú íslenzka fánann út um einn gluggann á 'gistihúsinu og þar blakti hann síðan meðan við avöldum í Þórshöfn. Á erlendum vettvangi finnur maður bezt hvers virði fáninn er og hve mikið við megum þakka þeim mönnum, sem bezt börðust fyrir því að vér get- um nú, hvar sem er um víða ver- öld, sýnt vort eigið þjóðarmerki. í fánanum sáum við landið okkar og þjóðina, sem að baki honum stendur, dg hann minti okkur á að berjast með sæmd og til sæmd- ar í knattspyrnu orustunni. Við gengum svo um bæinn nokkra stund og skoðuðum okkur um. Þórshöfn er mjög vinalegur bær og þrifalegur. Göturnar eru að vísu ekki breiðar, en þær eru margar og nokkrar þeirra eru með háum, stórum trjám á báða vegu. Fyrir framan flest húsin eru blómgarðar með mörgum háum og fallegum trjám, miklu hærri en hér hjá okkur í Reykjavík. Prýð- ir þetta mjög bæinn og eru Þórs- hafnarúar frömri Reykvíkingum á þessu sviði. Einni'g er mikið af flaggstöngum fyrir framan hús- in og á þeim bæði danskir og fær- eyskir fánar. í Þórshöfn er mest af timburhúsum og þeim flestum vel við haldið. í bænum er vatns- veita og rafmagn og önnur þæg- indj, sem nauðsynleg eru hverjum fyrirmyndarbæ. Mikið er einnig hí túnum. Þar er stór spitali og heilsuhæli fyrir uta.n bæinn. Ernnig nokkur önnur stórhýsi. — Almenn velmegun virðist vera í Þórshöfn og allir hafa nóg að starfa. Mikið er þar af sjálfstæð- um mönnum, sem eiga hús og lít- ínn túnblett með. — Fátækra- hjálpin þar nemur aðeins 700— 800 krónum eftir því sem kunnug- ur maður sagði mér, og á því má sjá velmegun bæjarbúa. Hver bæjarbúi gerir það að skyldu sinni að hjálpa ekkjum af fremsta megni. Á seinni árum er búið að gera þar ágæta höfn og stóra haf- skipabryggju, og meðfram allri höfninni er steyptur hafnarbakki Eæjarstjórnin er skipuð sex sam bandsmönnum og tveimur sjálf slæðismönnum og á þvi geta menn séð hvoru megin bæjarbúar eru í “pólitíkinni.” Við kunnum þegar ágætlega við okkur í þessum snorra bæ og ósk- uðum, að þessi fagri skógur væri kominn heim til að prýða höfuð- borgina okkar. Kl. 2 vorum við boðnir að Kirjubæ til Joannesar Paturson. Komu Niclasen og Sundorph með fimm ágæta fólksflutningsbíla (drossíur- til að flytja okkur í. Var ekið hið röskasta og lá veg- urinn þvert yfir eyjuna, og upp l móti. Þegar komið var hátt upp var útsýni hið fegursta. Sáum við RADIOS Victor Majestic Rogers Rrunswick Marconi Sparton DeForest Crosley... General Electric Þegar þér kaupið radió, þá kaup- ið þér eina af þessum vel þektu tegundum. Þér getið séð þær all- ar í búð vorri, þar sem þær standa hver <hjá annari og þar er gott að bera þær saman. Hæ'gir borgunarskilmálar. J. J. H. McLEAN 329 Portage Ave. - WINNIPEG - <*19 Academy Road and lOth Street, Brandon “Tanglefin Fiski Net Veiða Meiri Fisk” Linen og Cotton Net, hæfileg fyrir öll vötn I Manitoba. WINNIPEG-VATN; Sea Island Cotton Natco fyrir Tulibee- veiðar með No. 30, 32, 36 og 40 mðskva dýpt, með 60/6, 70/6 3g 80/6 stærðum. Lake Manitoba, Winnipegosis og Dauphin: Linen og Cotton Net af öllum vanalegum stærðum. Auk þess saumþráður, flær og sökkur. Vér fellum net, ef óskað er. Komið og sjáið, eða skrifíð og biðjjð um verðlista og sýn- ishorn. FISHERMEN’S SUPPLIES LTD. 132 Princess St., Cor. William & Princess, Winnipeg Telephone 28 071 þá inn Vagafjörðinn og blasti þá við okkur Tröllkonutindur, hár og einkennilega fallegur.— Kom okk-j ur þá ósjálfrátt í hug hið fagra kvæði, sem eitt af beztu skáldum Færeyinga, Fr. Petersen, hefir ort. Eru tvö erindin svohljóðandi: ! Eg oyggjar veit, sum hava fjöll og gröna líð, og taktar eru tær við mjöll um vetrartíð; og áir renna vakrar har og fossa nógv, tær vilja allar skunda sær í bláan sjógv. Gud signi mitt födiland Föroyar. Og tá ið veðrið tað er gott um summardag, og havið er so silvurlátt um sólarlag, og spegilklárt og deyðastilt • o ghimmalreint — tað er ein sjón, eg veit tú vilt væl gloyma seint. Gud signi mitt födiland Föroyar. Eftir 45 mínútna akstur vorum við komnir til Kirkjubæjar. — Þar blakti færeyski og íslenzki; máninn hvor á sinni stönginni. Og nú kom Paturson og synir hansj þrír út út á móti okkur og heils- uðu sem beztu kunningjum. Jo- annes Paturson er, eins og öllum fslendingum mun kunnugt, for- ingi færeyskra sjálfstæðismanna og 'giftur íslenzkri konu. Býr hann þarna rausnarbúi og er Kirkjubær einn af stærstu jörð- unum í Færeyum.j Páll sonur bans stendur nú fyrir búinu. — Einnig er Kirkjubær merkilegurj sögustaður. Það fyrsta, sem við skoðuðum, \ voru hinar 700 ára gömlu kirkju-j rústir. Sungum við þar inni fær- eyska og íslenzka þjóðsönginn og j húrruðum fyrir Færeyingum. — Hljómaði söngurinn ágætlega ij þessum gömlu rústum. Skamt frá rústununi er kirkjan, sem er um 800 ára gömul, en hefir auðvitað verið oft endurbætt og í henni er messað öðru hvoru. Síðan var haldið inn í hið stóra hús, sem bygt er eingöngu úr trjám og höfðum við aldrei séð jafn rama byggingu úr tré. Það hús er einn- ig nokkur hundruð ára. Þar kom- um við á hina svonefndu “bisk- upsskrifstofu” uppi á lofti í hús- inu og rituðum nöfn okkar þar í gestabókina. Þar er bókasafn mikið, sem Paturson á. Síðan skoðuðum við húsið hátt og lágt og þótti okkur það hið einkenni- legasta. Einnig voru þarna á veggjum margir gamlir forngrip- ir. Vorum við mjög hrifnir inn- an um allar þessar gömlu minjari Færeyinga og munum við seintj gleyma þeirri stuttu stund, sen við dvöldum á Kirkjubæ. Eftir að Paturson hafði sýnt okk- ur alt hið merkilegasta, bauð hann okkur inn í íbúðarhús sitt til kaffidrykkju og þar tók húsfreyj- an á móti okkur með hinni al- kunnu íslenzku gestrisni og hlýju. Að borðum hélt fararstjóri ræðu fyrir minni Patursons og lét 1 ljós ánægju sina og íslenzku knattspyrnumannanna yfir því að! vera nú staddir á heimili þessa merka 'þjóðmálamanns Færeyinga og ágæta íslandsvinar. — Mintist hinnar kærkomnu gjafar, sem Færeyingar hefðu gefið íslenzku þjóðinni á Alþingishátíðinni, o'g sem Paturson hegði átt sinn þátt i að prýða með hinum fagurlega útskorna ramma. — Þakkaði þeim hjónunum fyrir þær innilegu við- tökur, sem íslendingarnir hefðu fengið í dag á heimili þeirra og tóku knattspyrnumennirnir undir það með ferföldu húrra. Jóannes Paturson svaraði með ræðu fyrir minni Islands og bað okkur að flytja íslenzku þjóðinni sínar hjartanleegustu þakkir fyr- ir viðtökurnar í sumar á Alþin'gis- hátíðinni og alla þá vinsemd, sem íslendingar hefðu þá og áður sýnt færeysku þjóðinni. Óskaði þess, að þessar gömlu frændþjóð- ir mættu tengjast æ sterkari og meiri vin.afoöndum. Á eftir ræðu hans var sungið “ó, guð vors lands” Þá voru og sungnir nokkrir færeyskir og íslenzkir söngvar. Nokkru síðar var hald- ið aftur á leið til Þórshafnar. Voru menn glaðir yfir að hafa komið á þennan söjguríka stað og ágæta heimili. Framh. — Lesb. IMINNING m Árni Magnússon Freeman. Hann var fæddur á Fótaskinni í Þin!geyjarsýslu 27. marz 1854. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson Jónssonar, er eitt sinn bjó á Garðsá í Eyjafirði, og Guðrún Jónsdóttir, Hall- dórssonar, er síðast bjó á A»-bót í Aðal-Reykjadal í Þingeyjar- sýslu. Foreldrar hans bjuggu einnig í AðaLReykjadalnum. Þegar hann var 16 ára, fór hann fhá foreldrum sínum, og gjörð- ist vinnumaður í sveitinni, en tvö síðustu árin, sem hann var á íslandi, gjörðist hann lausa- maður, með vissu heimilisað- setri, með þeim til'gangi að njóta dálítillar prívat mentunar, sem þá var sú eina mentun, er menn gátu veitt sér til sveita á ís- landi. Fyrri veturinn var hann hjá séra B. Kristjánssyni á Grenjaðarstað og ’Jóni Þórar- inssyni á Langavatni; en síðari veturinn var hann við ensku- nám einungis 'hjá séra Lárusi Eysteinssyni, er þá var á Helga- Stöðum í sömu sveit, því þá hafði hann afráðið að fara til Canada. Árið 1884 fór hann með föður sinn vestur um haf; en móðir hans var þá dáin fyr- ir nokkrum árum; í þessari ferð var séra Jón Bjarnason að koma alfarinn til Winnipeg til safnaðar, er þar var allareiðu myndaður. Hann var túlkur fólksins á leiðinni og hópurinn lenti í Winnipeg 10. ágúst. — Tæpu ári síðar, eða 23. apríl 1885, giftist Árni ungfrú Jón- ínu Elízabetu Björnsdóttur Jónassonar frá Dálkstöðum við Eyjafjörð. — Á þessum tíma var þröngt í búi meðal nýkom- inna íslendinga, sem margir komu allslausir. Leiddi það til mikils áhuga fyrir nýlendu myndun hér og þar í landinu, svo árið 1887 var Árni Freeman einn af þeim fyrstu, er námu land í svokallaðri Álftavatns- bygð; en fjórum árum síðar flutti Árni til Grunnavatns- bygðar, sem þar er áfðst við.— Oft hefir verið talað um hörm- ungar allslausra landnema, en margt af þeim hefir aldrei kom ið fyrir almennings sjónir. Að setjast að á eyðilandi, tugi imílna frá kauptúni, enginn skóli, ekkert pósthús, enginn læknir og enginn félagsskapur nokkur fyrstu árin. Að yfir- stíga alla þessa annmarka, með iallsleysið fyrir dyrum, tók kjark, atorku o'g ráðdeild og .sjálfsafneitun. Árni byígði sér heimili, sem síðar var nefnt Vestfold, og kom það nafn með nýju póst- húsi; var hann þar póstaf- greiðslumaður í 26 ár, og póst- flutningsmaður í 22 ár, eða þar 'til hann flutti burt. Við skóla- mál héraðsins var hann mikið 'riðinn- hann var skrifari og gjaldkeri þess héraðs í 20 ár. Strjálbygð og mannfæð héraðs- ins gjörði félagsskap erfiðan, en Árni var fremstur í flokki að mynda þar kristilegan fé- lagsskap, lúterskan söfnuð, sem gat þó ekki staðið lengi sökum mannfæðar og skiftra skoð- ana. — Þau hjón bjuggu mynd- arbúi þar á Vestfold í 30 ár, o'g var framleiðslan að mestu inni- falin í griparækt o'g mjólkur- framleiðslu, en mikil vinna var við þá búskapar grein, en sem þau hjón bæði intu af hendi með ötulleik. Þau eignuðust alls 9 börn; dóu 3 af þeim á unga aldri, tvær stúlkur og einn drengur; sex börn eru á lífi, fimm stúlkur og einn drengur, öll uppkomin og 'gift, nema ein dóttir, sem hefir verið heima. Árið 1921 seldi Mr. Freeman búpening sinn og bújörðina, og flutti til Winnipeg, þar *em þau hjónin hafa dvalið síðan. Voru bæði biluð orðin á heilsu eftir 34 ára stöðugan búskap. og áttu skilið að hafa næði, það sem eftir var æfinnar. Margir af hinum dyggu og trýggu Íslendingum, sem frá íslandi komu fyrir fjörutíu eða fimtíu árum, til þess að leita gæfunnar og reisa bú hérna megin hafsins, eru nú óðum að falla í val, eftir langt og vel unnið dagsverk; einn í þeirra tölu var Árni heitinn Freeman. Þess má geta, að þegar Árni Freeman flutti til Winmpeg, keypti hann stórt og vandað tveggja íbúða hús á Lipton St., skapt fyrir norðan Porta'ge Ave, nr. 281 og nr. 283. Þar bjuggu þau hjón í ró og næði, ásamt einni dóttur þeirra og manni hennar, einnig yngstu dóttur- inni, þar til það hörmulega slys ^ vildi til, 3. maí 1930, að Árri Freeman varð fyrir bílslysi og sætti svo alvarlegum meiðslum, að hann var samstundis flutt- ur á spítala; dvaldi hann þa^ undir lækna höndum, þar t'l hann lézt 27. júlí sama ár; af- leiðingar af áðurgreindu slysi leiddu hann til dauða. Árni var prýðisvel greindur maður, áreiðanlegur í öllum viðskiftum, umhyggjusamur heimilisfaðir, fylgdist vel með öllum framfaramálum fram til hins síðasta. Hann var 76 ára, þegar hann lézt. Syrgja hann nú aldurhnigin ekkja og sex börn: Vilbald, giftur Eyjólfínu Skag- feld, verzlunarmaður á Oak Point. Magnea, gift F. A. Staddan, Magðalena, gift A. F. Cameron, og Guðrún, gift J. C. AHhristie, öll búsett í Winnipeg. Emilie, gift V. G. Clark, bú- sett í San Francisco, og Ada, ógift heima hjá móður sinni. Jarðarför Árna Freemans hófst fr áheimilinu undir um- sjón A. S. Bardal, að viðstödd- um fjölda manns, enskra og ís- lenzkra vina. Hann var jarð- sunginn af séra B. B. Jónssyni, og jarðaður í Brookside grafreit 30. júlí 1930. Vinur og nágranni fjölskyld- unnar. Mjólk, Rjómi, Smjör og Áfir Er ódýrasta fæðan, sem þér getið keypt MODERN DAIRY LIMITED PHONE 201101 Fullkomnasta Rjómabú í Canada “Þér getið þeytt rjóma vorn, en aldrei fengið mjóik, sem skarar fram úr vorri” Purity Flour Kökur Haldast Ferskar Sætabrauðskaka á Toronto sýningunni, tilbúin eftir þessari fyrirsögn, hélzt ó- skemd í fimm daga í hitanum og úti- loftinu, og án allrar varnar. Búið þær ti'l nú — úr Purity. 1 bolli hvítur sykur, % bolli smjör, hrærist vand- lega saman. Tvær hræröar eggjarauöur, % bolli af mjólk og volgt vatn, 3 teskeiðar bökunarduft i l'Á bolla af Purity Plour, ofurlítiö salt, 1 te- skeið vanilla, hræriö eggjahvltuna vel og látiö i deigiö. Bakist við hægan eld (375°) I 20 mín- fltur. Purity er saösamt og ágætt hveitimjöl malað úr höröu Vesturlands hveiti. "Betra brauð,” hvaö sem bakaö er. “Ennþá hið besta til brau ðgerðar.” Sendið 3 Oc fyrir Purity Flour Cook Book Western Canada Flour Mills Co. Ltd., Toronto 308 TVinnipeg, Calgary. reimiin Gætið að nafni félagsins á Purity Flour sekkjum. Það er trygging yðar fyrir hreinni og vandaðri vöru frá áreiðanlegu félagi. The Living Drama (By Tom Keene) To westcrn theatre goers one of the highlights in the happenings of the moment out this wav is the chance offered by C. P. Walker, of Winnipeg, to enjoy again the living draina, with cor- rect and appropriate setting. The Walker, always a beauti- ful theatre, has heen reinodell- ed, redecorated, and has receiv- ed every latest touch to give it a most inviting and channing ap- pearance, and to provide com- fort for its patrons. It is truly a courageous ven- ture, lnit “C.P.” has taken more than a few of these, and gener- ally he has had the support of enough folks imbued with the spirit that “the play’s the thing” to make the effort successful. It is a long call back to the night when “C.P.” opened to western playgoers a beautiful theatre, with Louis James and Marie Wainwright, in a classical bill—as delightful a performance as Broadway enjoyed. “C.P.” at The Walker, gave the west the grandest and most delightíul theatricai offerings of the vears when the stage had stars of intellectual superiority such as may not again be seen. In those days, Winnipeg had a reþutation on the big circuits of being a “good show toxvn”— which meant it was a live centre, a place of cuíture, and in the front line of the up-to-date cities of this continent. This was to a considerable ex- tent the result of the venture- some (enterprise of “C.P.” in whose make hankered a spirit to prövide for the public high-class, beneficial entertainment, in which he himself was interested and had aKvays enjoyed. The stage stars of long ago, in their clever and artistic portray- al of the characters in.the class- icai plays, appealed to him, as they did to most of those asso ciatéd with the art with which “C.P.” has been connected. He was a printer away back there, but that was so far back that it would be difflcult now to class him as anything other than a theatrical pastmaster. He gave the west so much charming theatrical education and enjoy- ment that he is well entitled to the good wishes of all who ap- preciate high-class entertain- ment for the success of his lat- est effort to poþularize again the living drama. HAUSTRAUST. Stormahörpur stilli, stórra fjalla milii, hljóðsins heima. fylli himins þrumuraust, rökkurblæju breiði blóma yfir leiði, sól í hæðir seiði, sýni lífs þíns haust. Græt ég bliknuð blómin, blíða fuglahljóminn. Sólar síðsti Ijóminn sem á tinda skín. Fölvann færi grundu, frost ég gef úr mundu, oft þó létta lundu ljúfu kvöldin mín. / • Sígur sól að viði, sálin laulgast friði, linnir lífsins kliði, lífið andar fró. Sjá þú himna heima, heiða stjörnugeima. Daginn sé ég dreyma djúpt í húmsins ró. Kr. Sig. Kristjánsson. — Lesb. Aukakosningar í Ontario Aukakosningar til fylkisþings- ins í Ontario, fara fram hinn 29. þ. m. í fjórum kjördæmum. Út- nefningar fóru fram á laugar- daginn. Fimm nýir ráðherrar þurftu líka að leita endurkosn- inga, en þeir náðu allir endur- kosningu gagnsóknarlaust, ems og oftast er. USED Phonograph Specials Reconditioned Phonographs and Orthophonic Victrolas priced at a new fraction of their worth. — They are all in perfect mech from new. NEW ORTHOPHONIC 4-3 Reg $115, aqe Special..vPOv Regular Special Columbia $175 $25 McLagan $250 $45 Victor, large model Í275 $35 Orthophonic Model 4-7 $165 $60 McLagan $125 $35 Orthophonic Console $200 $60 Edison, beauti- ful wal. case $265 $45 $5 Cash delivers a phonograph to your home. wmmi rn ^ VJi Branches at St. James, Transcona, Brandon, Dauphin, Yorkton and Port Arthur. Stores Open Saturday Night Until 10 o’clock Kjörkaup!. Kjörkaup! SEINNI PART YFIRSTANDANDI VIKU iPickerel Filletts, glænýjar, 20 cents pundið Nýr hvftfiskur, 16 cents pundið. iNorskur harðfiskur, 35 cents pundið. Reykt Igullaugu, 28 cents pundið. Nýr lax, 32 cents pundið. Nýtt heilagfiski, 32c pd. SARGENT FISH MARKET 702 SARGENT AVE. Phone: 34 933.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.