Lögberg - 30.10.1930, Qupperneq 6
fll*. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. OKTÓEER. 1930.
Sonur Guðanna
Eftir
R E X B E A C H.
“Prinsinn skiftir um útlit og búning,’r sagði
hann, “en hann verður að muna ávalt hver hann
er. Keisarar, vitringar og helgir menn, hafa
oft í leit sinni að sannleikanum, klæðst tötra-
legum búningi og verið um stund með þeim,
sem ómentaðir eru og líitilsigldii-. 1 því getur
vafalaust verið töluverð lífsreynsla. En það er
erfið leið og hún er full af hættum og freist-
ingum. i>ú vilt ekki þiggja af mér peninga, svo
eg get að eins fylt pyngju þína með nokkrum
vísdóms gimsteinum, sem meistararnir hafa
eftir látið oss. I>ú getur fengið þá, því þeir
ganga ekki kaupum og sölum, þeir eru ekki verð-
lögð vara. Mundu það, fyrst og fremst, að
sannarlegt göfugmenni þekkir ekki harm eða
ótta. Ef hann finnur enga sök, þegar hann
rannsakar hjarta sitt, þá héfir hann ekki yfir
neinu að hryggjast og ekkert að óttast. Þetta
skvldi maður hugleiða, þegar nóttin er dimm og
leiðin ógreiðfær. Svo er annað: Maður hras-
ar um moldvörpuhauginn, en ekki um f jallið.
Þú ættir líka að muna, að þegar manni finst
maður hafa mikið að segja, þá að segja minna,
en nauðsynlegt er, því það er liollara en að
segja of mikið. Eg ætti kannske einmitt nú að
fylgja þessari reglu, en eg get það ekki. Eg
tala til aíí halda þér hjá mér. Sá maður mætir
óvirðingu, sem gerir mikið úr og ber út bresti
annara, og sá, sem ekki hefir þrek til að bre>da
sjálfur, eins og hann krefst af öðrum.’’
“Eg skal aldrei láta þín viturlegu orð mér
úr minni líða,” sagði Sam.
“Eg hefi svo fjarska margt að segja þér,”
hélt gamli maðurinn áfram og það var eins og
hann tæki 'út kvalir, og það voru krampadiætt-
ir á andlitinu. “Vertu öðrum góður og heimt-
aðu ekki þakklátsemi. Forðastu bituryrði, en
temdu þér að vera vinsamlegur. Vinsamlegt
orð hefir nóga hlýju fyrir þrjá vetur, en bitur-
yrði veldur sex mánaða kulda. — A^ei, varir
mínar hreyfast, en orð mín eru þýðingarlaus,
því hver liefir nokkurn tíma grætt á revnslu
annaraf Eg er eins og smiður, s(im afhendi þér
smíðatól mín, en guðirnir einir geta gefið þér
skilning til að fara rétt með þau. Það hryggir
mig, að eg get ekki farið með þér. Eg vildi
gjarnan hreinsa kartöflur fyrir hina virðulegu
skipshöfn, og þvo diskana —”
“Það var eins og Lee Ying gæti ekki sagt
meira. Hann stóð á fætur og gekk yfir spegil-
fagurt góifið, þangað sem sonur hans stóð, og
nú reyndi hann ekki lengur að dylja tilfinning-
. ar sínar. Hann tók son sinn í fang sér og
þKrsti honum að hjarta sínu. Þannig stóð
hann stundarkorn og tók svo aftur til máls, en
röddin var veik og hann átti erfitt með að
' tala.
“Farðu nú, sonur minn, eins og þú hefir
ásett þér. Eg hlakka til þess eins, að þú kom-
ir aftur. Lofaðu mér því, að skrifa mér oft,
skrifa mér um það, sem ófaglega kemur fyrir
þig, því mig hungrar og þyrstir að fá að vith
það. Lofaðu mér því, að skrifa skýrt og með
stóru letri, því augu mín verða full af tárupi
og eg á bágt með að sjá. Farðu nú, meðan eg
get enn séð þig.”
Lee Ying stóð grafkyr þangað til dyrnar
að lyftivélinni lokuðust og hljóðið dó út í vél-
inni, sem bar Sam fyrsta áfangann út í ver-
öldina, sem hann langaði-svo mikið til að
kynnast . Þá var eins og kraftar hans fjör-
uðu út. Hann gekk að dyrum bænahússins
og með töluverðum erfiðismunum opnaði hann
hurðina og kveikti á ljósunum, og féll síðan á
kné til að biðjast fyrir. Tárin streymdu niður
kinnar hans.
Sam leið líka alt annað en vel á þessari skiln-
aðarstundu. Nú skildi hann betur en nokkru
sinni fyr, hve gamall og veikburða faðir hans
var orðinn, og hve einmana hann mundi verða.
Honum skildist nú, að hann sjálfur væri van-
þakklátur sonur, sem vanrækti skyldur sínar
gagnvart sínum aldraða og göfuga föður. Hon-
um hafði fundist hann mega til að fara, en nú
var mikill efi í huga hans og hann vissi ekki
sjáltur, hvort hann var að gera rétt eða rangt.
En hann gat ekki að þessu gert. Hann mátti til
að fara, hvað mikið sem það særði gamla mann-
inn. Það var eitthvert ómótstæðilegt afl, sem
rak hann út í heiminn.
Hann var svo sokkinn niður í hugsanir sín-
ar, að hann mundi alls ekki hafa veitt eftirtekt
manneskju, sem stóð við útidyrnar, ef hann hefði
ekki heyrt nafn sitt nefnt. Honum varð hverft
við, þegar hann sá, að þama var Eileen Cassidy
komin.
Það var afar kalt þarna niðri í ganginum,
og liún var sjálfsagt búin að bíða æði lengi, því
henni var sjáanlega orðið mjög kalt. Sam fanst
hún vera minni og unglengri, heldur en hún
átti að sér. Hún var eins og hún hafði verið,
þegar þau voru unglingar og léku sér saman.
“Ætlarðu að fara, án þess að kveðja vini
þína?” sagði hún.
“Eileen! Eg hélt að enginn vissi, að ég
væri að fara. Eg vissi ekki, að eg ætti neina
vini.”
“Eg hólt ekki, að þú mundir segja þetta við
mig,”sagði hún.
“Eg hefði ekki átt að gera það, Eileen. Það
var rangt af mér,” svaraði Sam.
“Hvaða herjans vitleysa er þetta annars,
að stökkva svona burtu, án þess að hafa nokkra
peninga, en geta þó haft eins mikið af þeim og
þú vilt?”
“Eg veit ekki, hvort ég get skýrt það fyrir
þér. Eg er orðinn jireyttur á því, að hafa alla
hluti, sem svo er kallað, en vita jafnframt, að
eg hefi. ekkert, sem nokkurs er virði. ”
“Eg veit þú tekur þér nærri ranglætið, sem
j>ú verður fyfir. Mig furðar það ekki. Það er
nóg til þess að koma þér til að hata okkur öll.”
“Já, alveg nóg,” sagði Sam.
“Þú hefir líklega lært þetta af okkur Irun-
um, sem þú ætlar nú að gera. Svona kom pabbi
minn til Ameríku. Þú værir ágætur íri, Sam.
Þú ert svo góður og einfaldur og óhagsýnn.
Er það annars satt, að þú vinnir fyrir fari
þínuf ”
“Og hvað ætlarðu að vera lengi burtuf ”
Sam hugsaði sig um dálitla stund, áður en
hann svaraði.
“Þangað til eg get komið heim á fyrsta far-
rými. Þangað til eg hefi séð eitthvað af heim-
inum, og þangað til eg hefi lært að þekkja Sam
Lee.” , '
‘ ‘ Þetta er alt" eitthvað svo skemtilega
heimskulegt. Eg vildi, að eg mætti fara líka.”
“Eg kem ekki aftur fyr en eg hefi gleymt
mörgu af því, sem eg hefi reynt, og^ mörgu
fólki, sem eg hefi kynst.”
!‘Mér, Sam? Eg skal aldrei glevma þér.”
“Því ekki, ” sagði Sam hálf kuídalega. ‘‘Eg
er ekkert nema Kíni. Við erum sitt af hvoru
sauðahúsi. Við getum ekki einu sinni tekið í
hendina hvort á öðru.”-
Svo sem til að sanna honum, að þetta væri
ekki svo, tók hún báðum litlu höndunum sínum,
sem nú voru kaldar, utan um aðra höndina á
honum, og sagði góðlátlega: “Mér hefir aldrei
komið þetta til hugar. Mér hefir alt af fundist
þú nokkurs konar prins. Eg kom með nokkuð
handa þér að taka með þér. Það gerir þér á-
reiðanlega ekkert ilt, en það verður þér kann-
ske til góðs. Hún hnepti frá sér yfirhöfninni,
sem var ?kki nærri nógu skjólgóð fyrir svona
veður, og sömuleiðis hálsmálinu á kjólnum sín-
um, og tók þaðan nokkurs konar brjóst- og
herðahlíf, sem er algengur helgigripur kaþ-
ólskra manna, og rétti honum.
“Eg veit ekki hvort mín trúarbrögð eru
nokkuð betri en þín og föður þíns, en það ætti
ekki að gera neitt ilt, þó þau blönduðust dá-
lítiðr Hann biður áre-iðanlega fyrir þér, og það
geri eg líka. Bænir okkar beggja hljóta að
verða þér til góðs. Og ef það skyldi einhvern
tíma koma fyrir jng, að þurfa hauðsynlega á
peningum að halda, *en liafir enga, þá finn-
urðu þarna saumaðan í hlífina, tuttugu dala
gullpening. Það 'eru fyrstu peningarnir, sem
eg liefi unnið fyrir.”
Sam horfði á stúlkuna, og það var kökkur í
hálsinum á honum eins harður eins og gullpen-
ingurinn, sem hann hélt á í hendinni. Hann
]>akkaði henni í hálfum liljóðum og bevgði sig
til að kvssa á hönd hennar, en Eileen vafði báð-
um höndunum um háls honum, og kysti liann á
munninn.
“ Vertu sæll,” hvíslaði hún. “Komdu aft-
ur eins góður drengur, eins og þú ferð.”
Þetta var saklaus meygarkoss, og þetta var
í fyrsta sinn, sem nokkur stúlka hafði kyst
Sam. Hann gat naumast áttað sig á því, sem
f.vrir hafði komið. Föðurleg hlessun og mevj-
arkoss! Kaj)ólskur helgigripur á brjóstum
Kínverjans! Hvað gat hónuni grandað? ,
XI. KAPITULI.
Sam var of góður Kínverji til þess, að lít-
ilsvirða loforð sitt að skrifa oft heim til sín,
en ef hann hefði gert sér ljósa grein fyrir, hve
kærkomin bréf lians voru, mundi hann jafnvel
hafa skrifað enn oftar. En það hefði hinsveg-
ar kannske komið honum til að hugsa, að hann
væri sjálfur þýðingarmeiri, heldur en hann
vildi sjálfur viðurkenna að hann .væri. Hann
hafði alls ekki of mikið sjálfsálit, eða stærilæti.
Lí hann hefði haft það, mundi hann ekki hafa
siglt að heiman á þann hátt, sem hann gerði.
Sam óskaði Jiess oft, að hann væri eins ró-
Lyndur eins og faðir hans. Lee Ying gerði sér
ljósa grein fyrir sínum eigin veikleika í ýms-
um efnum, en hann hafði nógu mikið traust á
sjálfum sér og nóg stöðuglyndi og stillingu til
að láta ekki hrekjast frá settu marki. Honum
þótti mikið til þjóðernis síns koma, og hvað ætt-
emi og mentun snerti, farist honum hann ekki
standa að baki neinnra hvítra manna, sem
lmnn þekti, en töluvert framar flestum þeirra.
Hann hafði góða og gilda ástæðu til að hafa það
traust á sjálfum sér, sem hann hafði. Kynni
hans af hinni vestrænu menningu, hafði á *eng-
an hatt veikt traust hans á menning sinnar eig-
in þjóðar. Hann var enn eins “ffulur”, eins og
hann hafði verið, þegar hann fyrir mörguin ár-
um kom til i\meríku. Fáfræði Ameríkumanna
á Kínverjum og hleypidómar þeirra gegn öllu,
sem kínverskt var, var honum því ekkert hrygð-
arefni. Hann meira að segja hafði hálf gaman
af því.
Sam hefði viljað gefa mikið til,*að geta litið*
eins á þessa hluti, en honum var alveg ómögu-
legt að gera þaó.
Fvrst eftir að honum hafði verið vísað burt
af háskólanum, hafði hann alvarlega verið að
hugsa um, að fara alfarinn til Kína og evða
aldri sínum í landi feðra sinna, og verða það,
sem náttúran hefði ætlast til að hann yrði,
hfeinn og beinn kínverji. Hann hélt að vísu, að
það mundi verða örðugt, en ekki ómögulegt. Það
er hægt að þrýsta heitri olíu inn í við, hve þur
og harður sem hann er, og gera hann með því
móti mjúkan og sveigjanlegan. Yæntanlega gat
hann líka lagað sjálfan sig, þangað til liann félli
í kínverska mótið. Samt gat hann ekki felt sig
við Jietta, og afréð Jiví að fara til Evrópu, þar
sem honum skildist að allir útlendingar væru
velkomnir, hveraig sem hörundslitur Jieirra
væri. Hann hugsaði sér að þar gæti Austur-
landamaður, með vestrænni menningu og vest-
rænum hugsunarhætti, lifað eins og jafningi
annara manna, ef það annars var hægt nokk-
urs staðar í lieiminum.
Það leið ekki á löngu, eftir að Sam lagði af
st.að að heiman, að hann lærði betur en áður að
þekkja sína eigin krafta. Örðugleikarnir mættu
honum fljótt, en hann komst yfir þá miklu bet-
ur, en hann sjálfur hafði þorað að vona. Þama
á skipinu vissi enginn, að hann var Kínverji,
eða það bar ekkert á því að mirista kosti, og
J)ótti honum mjög vænt um það. Hann var bara
einn af skipverjunum, ruddalegur eins og þeir
og alt, sem þessari skipshöfn viðkom. Þessir
nýju félagar lians höfðu mjög lítið af þjóð-
rækni eða þjóðardrambi, alt slíkt var bara hé-
gómi frá þeirra sjónarmiði. Þeir áttu hvergi
heima, en flæktust frá einum stað í annan og
voru flestir mislukkaðir menn Meðal þeirra
eignaðist Sam ba'ði vini og óvini. Kynni hans
við þá, áttu sinn þátt í því, að vekja sjálfstraust
hans og hér fann hann betur en nokkru sinni
fyr til sinna eigin yfirburða.
Hér lærði hann að skilja gildi hlýðninnar,
örðugleika og gleði vinnunnar og nauðsynina á
því, að treysta á sjálfan sig. Hér lærðist hon-
um, að grípa jafnvel daglega fæðu, á svipaðan
hátt og rándýrið og engra þæginda naut hann
á nokkurn hátt, nema nejda krafta sinna og
klókinda. Hann vandist óþrifnaði, sem hann
hafði aldrei fyr þekt og ódaun í skipinu, en
hann naut líka hreina sjávarloftsins, sem var
meir en nóg til að vega á móti óloftinu í skip-
inu. Honum fanst hann vera sjálfstæðari mað-
ur, en hann liafði nokkurn tíma áður verið, og
stóð ekki hinum að baki. Hann stóð þeim tölu-
vert framar, meira að segja. Hann var glað-
ari í liuga, heldur en hann hafði lengi verið, og
hann hló meira en hann átti að sér. Það var
gott.
Einu sinni kom Eileen Cassidy til að for-
vitnast um, livemig Sam liði. Lee Ying sagði
henni það, sem hún spurði um. ‘ ‘ Honum líður
vel, og hann er ánægður. Hin huldu öfl liafa
leitt skip lians farsællega gegn um stormana og
hætturnar allar, og eg er innilega glaður. Eg
vissi, að þau gerðu J>að, því eg borgaði þeim
vel. ” (.
“Hverjum? Guðunum?”
Gamli maðurinn hneigði höfuðið til sam-
þykkis. “Ef hann hefði fariét á leiðinni, þá
hefði eg ekki lialdið þeirra messu í dag.”
“Þetta hefir mér nú aldrei dottið í hug,”
sagði Eileen. “En það er einn vegur til að
hafa sitt fram, að ganga eftir því með nógu
mikilli harðneskju. En hvað hefir hann að
segja?”
“Eg veit satt að segja naumast hvað ég á
að hugsa um það, sem hann skrifar. Mér hálf-
ofbýður sumt af því. Hann hefir tekið miklum
breytingum. Eg hefi leyft honum að fara út
í heiminn til að kvnnast mannlífinu ofurlítið.
Hann sýnist hafa kastað af sér hjúp siðfágun-
arinnar og vera orðinn liálfgerður slarkari. Eg
gaf honurri mörg góð ráð, og áminti hann um,
að gæta virðingar sinnar; en eg má segja yður,
að það lítur út fyrir, að hann fari ekki ná-
kvæmlega eftir því. Eg skal lesa dálítið fyrir
yfcur.” Hann tók bréf úr ermi sinni, sem Eileen
sýndist nokkuð einkennilegt, og hún veitti því
nána eftirtekt.
“Er þetta kínverska?” spurði hún. “Sam
er dæmalaust gáfaður piltur.”
“Eg hefi marg-sagt honum, að góðir menn
væru fastheldnir og létu ekki lilut sinn, en þeim
bæri að varast deilur og illindi. Hlustið Jfér
nú á mig.” Lee Ying fletti nokkrum blöðum og
það var einkennilegur glampi í augunum á hon-
um, sem heldur benti í Jiá átt, að honum væri
kannske ekki svo leitt, sem hann léti. Svo bvrj-
aði hann að lesa.
“Það er eitt af hinum augljósu merkjum um
gæzku guðanna, að maðurinn erfir vanalega
meira af kostum feðra sinna, en ókostum og
veikleikum. Það eru lög náttúrunnar, að hið
sterkara vinni sigur á því, sem er máttarminna.
En hvað mig snertir, óttaát ég, að hið gagn-
stæða eigi sér stað, því mínar verri tilhneiging-
ar eiga í sífeldu stríði við minn betra mann.
Það sækir alt af á mig, að langa til að gera ým-
islegt, sem eg veit að e,g má ekki gera. Það eru
vafalaust einhverjir illir andar, sem hér eru að
leiða mig afvega. ”
“Hefir Sam skrifað þetta?” spurði Eileen.
“Eg þýði það, sem hann skrifar, eins ná-
kvæmlega eins og hægt er á yðar mál,” Hann
hélt áfram að lesa: “Eg er einn af þeim, sem
fyllilega er sannfærður nm að þeir, sem meíJ
vopnum vega, muni og fyrir vopnum falla, eins
og hvítu mennimir kenna, en fylgja ekki sínum
eigin kenningum í því né öðru. Éngu að síður
hefi eg sterka ástríðu til þess, að berjast við
náungann, ef svo ber undir. Þinn óverðugi
sonur hefir nú þegar tvisvar lent í áflogum,
8em engum siðuðum manni er sæmilegt að gera,
eða getur eftir á haft nokkra ánægju af. Mat-
reiðslumaðurinn á skipinu var einn af þessum
mönnum, sem hafa ánægju af því einu, að vera
öðrum til meins, og það, sem honum féll ver en
nokkuð annað, sem hann þekti, var það, að
nokkur annar en hann sjálfur nytf nokkurs
góðs. Einu sinni lentum við í dálítilli þrætu,
og þar gætti þessi maður engrar sanngirni, svo
þínum óverðuga syni varð það á, að grípa skó-
garm, sem fyrir hendi var, og slá til hans með
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD
H&NRUVE. EAST. - - WINNIPEG, IVIAIM
Yard Offlce: 6th Floor, Bank of Hamilton Chamber*
honum, og féll liann við fyrsta liögg, og vissi
hvoiki í þenna heim né annan stundarkorn.
“Því miður hefir þínum óverðuga syni ekki
lánast að finna til iðrunar út af þessu verki, alt
til þessa dags. Það hefir miklu fremur glatt
huga hans.”
“Þetta var ágætt,” sagði Eileen og komst
öll á loft af gleði. “Hvernig gekk með hinn
bardagann?”
“Það gekk nú þannig, að Sam fékk blátt
auga, sem hann gekk með í marga daga, jafn-
vel eftir að hann lenti á Englandi, en er nú
orðinn jafngóður aftur. Mótstöðumaður hans,
sem var einn af skipverjunum, barði liann í
andlitið með járnpípu, áður en liann gat varast
hann. Sam notaði ekki annað sér til vamar en
hnefana, en gekk þó þannig frá mótstöðumanni
sínum, að hann- óskaði ekki að eiga neitt við
Sam frekar, því hann fann, að hann var ekki
maður til þess. Það fór eins í þeta sinn eins og
áður, að þetta hefir valdið Sam meiri gleði en
hrygðar.” ,
“Þetta líkar mér að lieyra,” sagði Eileen.
“Hann hefir lært að bera hönd fyrir höfuð sér
og honum þykir sjálfum vænt um að hann hefir
lært það og hann er ánægður með það.”
“Þó við Kínverjar séum^ekki miklir bar-
dagamenn, þá liafa þó margir af vorum gáfuðu
forfeðrum verið það, og eg get ekki fundið það
í hjarta mínu, að mér beri að ávíta drenginn.”
“Avíta liann! Þó J)að væri nú ekki. Þér
verðið að lóta hann finna, að þér virðið þetta
við liann. Alt sem hann J>arf nú, er að hafa
verulega befur nokkrum sinnum, og þá fer
hann að finna meira til sín. Þegar liann fór,
sagði ég lionum, að hann væri lietja., og honum
þótti vænt um það.”
Eitt af því, sem var eirikennilegt við Lee
Ying, var Jiað, að hann brosti mjög oft, þegar
hann talaði, en hann hló mjög sjaldan upphátt,
en nú gat hann ekki stilt, sig um það, og það var
ekki um að villast, að hann var reglulega glað-
ur í huga, þó hann vildi ekki viðurkenna, að
Sam hefði farið alveg rétt að ráði sínu. í‘Það
er ekki rétt af honum að neyta krafta sinna á
þennan hátt,” sagði hann, en gat þó ekki stilt
sig um að lialda áfram að hlæja.
“Hvert ætlar hann að fara fró Liverpool?”
spurði Eileen. “Hvað hugsar liann sér að
leggja fyrit- sig, og við livern ætlar hann að
berjast næst?”
“Hann gerir ekki miklar kröfur og hann
beldur, að tungumálaþekking sín muni revnast
sér góð hjálp til að geta haft ofan af fyrir sér.
Hann er að tala um London, París, Berlín—”
“París.! Það var við að búast. Þar er hún
þessi stúlka. Svo hann ætlar til París! Mikið
flón má ég vera. Það var svo sem við þessu að
búast.”
“Ilann giftist aldrei neinni stúlku í Ev-
rópu.”
“Oliio er ekki í Evrópu. Það er eitt af
Bandaríkjunum. ”~
“Þér þurfið ekkert að. óttast í þessu efni,
Sam er Kínverji. Hann skilur okki enn til fulls
hvað það þýðir, en hann lærir smátt og smátt
að skilja það.”
“Þér eigið við, að engin hvít stúlka mundi
giftast honum. Það er bara vitleysa. Hann
líkist ekkert Kínverjum í útliti. ”
“Guðirnir geta látið livern og einn líta út
eins og Jieir vilja, og tilbreytnin er margvísleg.
Sam er sonur guðanna.”
“Þetta finst mér vera óttalegt tal,” sagði
Eileen. “Þér eruð góður maður, Mr. Lee, og
mér fellur einstaklega,vel við yður, en eg vildi
að þér vikluð eiga tal við föður Deneen um trú-
arbrögð. Það mundi gera yður mikið gott, því
liann getur útskýrt alt, sem þar að lýtur, svo
dásamlega vel. Sam er ágætis piltur, en það er
óskaplegt að tala svona um hann, eins og þér
gerið. Því fylgir engin gæfa fyrir hann. Þér
megið trúa }>ví. Þér vitið ekki, að liann ber á
sér kaþólskan verndargrip. ”
“Hvað eruð þér að segja?”
“Eg gaf honum hann. Og eg saumaði í
hann tuttugu dala gnillpening.”
“Já, einmitt það. Kannske þessum grip
fylgi nógu miklir töfrar, til að vernda hann
fyrir hættunum.”
Sendið korn yðar
úi
U HITED GRAIN GROWERSI?
Bank of Hamilton Chambers Lougheed Building
WINNIPEG CALGARY
Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er