Lögberg - 20.11.1930, Síða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 20. NÓVEMBER 1930.
Bls. 3.
SOLSKIN
r?www^ftaiBasaeasaeMe^iiiii»t't<tTmTTW^»ww»wssss«»ws«c^
ÆFINTÝRIÐ
(Niðurl.)
Og dagarnir liðu og árin liðu. Og þau litu rósir
vaxa upp þúsundum saman, en blóð litu þau aldrei,
að eins rósir, angandi rósir; rauðar og hvítar, rauð-
ar sem blóðið fagurrautt, hvítar sem snjórinn á jökl-
unum. Og þau áttu sér eina dóttur barna, og þá er
hún óx upp, var hún fríð sýnum. Og allar rósirnar
hneigðu sig fyrir henni, þegar hún gekk um úti,
hneigðu sig og grétu af gleði. Þær grétu tærum
daggardropum ofan á litlu, hvítu fæturna hennar.—
Og dagarnir liðu o!g árin liðu og þau voru ham-
ingjusöm öll þrjú, því þau lifðu á meðal rósa. Og
litla dóttirin þeirra óx upp og varð há og fríð, með
ljósgult hár og blá augu. Og þau kölluðu hana
Sunnu, þvi Sunna þýðir sól — og Sunna, dóttirin
þeirra, var fögur sem sólin sjálf. Og Sunna varð
hærri með hverjum deginum. sem leið og æ fríðari.
Iðulega gekk hún fram með firðinum og lét öldurn-
ar þvo fætur sína.
Og vindurinn lék sér að hárinu hennar ljósa.
Oft sat hún á hamrinum og starði út á fjörðinn. Og
sön'gur marbendlanna barst að eyrum hennar. Sál
hennar fyltist unaði. Það var eins og hún vaggaði
sér á gullöldum fjarðarins. Og söngur hafsins kvað
sí og æ við í eyrum hennar, hvert sem hún fór. En
á Jónsmessunótt, þegar hún var réttra átján ára, sat
hún við hafið og hlustaði á niðinn í öldunum o!g á
söng marbenldanna. Og þegar sólin var hnigin til
viðar, kom til hennar unglingspiltur. Hann var hár
vexti og fríður sýnum, augun blá, djúp og hrein, eins
og sjórinn fram undan hamrinum. Og hann settist
við hlið hennar, tók í hönd hennar og sagði:
Eg hefi séð þig sitja hérna um sólarlagsbil o'g
stara út á hafið. Og eg hefi séð brjóst þín rísa og
hníga eins og gullöldurnar úti á firðinum. O'g eg
hefi lesið augu þín. “Ást! Ást!” las eg þar. Og
sál mín sveimaði í kringum þig, því eg las í augun-
um þínum bláu, að sál þín þráði sál mína.”
En er hann hafði mælt þetta, féll hún að barmi
hans, því hún unni honum. Og þau undu saman,
unz roða tók af skýjum á austurloftinu.
Þá hvarf hann á braut. ___
En hún gekk heim og bauð foreldrum sínum
góð^n daginn. Og þau litu í au!gu hennar.
Og faðir hennar og móðir litu í augu hvors ann-
ars og það skein skelfing og ótti úr þeim, er þau
heyrðu hvíslað þúsund röddum, ekki: ást, ást, held-
ur. ást og blóð, ást o!g blóð! Og engar rósir spruttu
við fætur þeirra. Og þau grétu og hvert tár þeirra
vqr blóðdropi. —
Þá leit faðir Sunnu á hana hrærður og mælti:
“Hví líturðu niður, barnið mitt, er við lítum
þig ástaraugum?”
Og Sunna tók til máls og sagði:
‘Þið ei!gið ekki ást mína lengur.”
Og Þá er hún hafði mælt þetta, grét hún og gekk
biður að firðinum. Hún gekk þar um daga og sat
þar um nætur. En þá er liðið var ár frá þeirri
stund, er hún sagði við foreldra sina; “Þið eigið-
ekki ást mína lengur,” jgekk hún niður að firðinum.
Og hún s’etist á hamarinn og beið þess, að sólin
hnigi til viðar og nóttin kæmi, Jónsmessunóttin. Og
er nóttin var komin, kom sá, er hún unni, til hennar.
Og hann sön'g fyrir hana um hafið, og hún sagði
honum æfintýri um Iltinn dreng, með Ijós!gult hár
°g hafblá augu, sem lá í vöggunni sinni og hló. —
Og faðir hennar, sem var reiður yfir að vera
rændur ást dóttur sinnar, hafði farið í humáttina á
eftir henni. Og hann óð að unglin'gnum og mælti:
“Leita á brott, svikari, sem hefir knúið fram
blóðug tár og helt banvænu eitri í bikar rósanna.”
Og hann laust unglinginn, sem brá sér í sels-
líki og svam út á fjörðinn. En úr auga hans rann
blóðið viðstöðulaust og litaði sjóinn. Og faðir
Sunnu gekk heim á leið. Hann byrgði andlitið í
höndum sínum, því hann vissi, að hann var feigur.
Og hendur hans urðu blóðugar af tárnm. — En dag-
arnir liðu og sótti á hann óyndi. Hann hratt báti
á flot og reri út á fjörðinn.
Sunna stóð á hamrinum. Hann kysti á fingur
sér til hennar, því hefði hann faðmað hana að sér,
þá hefði hann grátið blóði á hvít og hrein brjóstin
hennar. En Sunna stóð og horfði á eftir bátnum
litla. sem klauf spegilsléttan hafflötinn. Og hún
leit selahóp synda á eftir honum. Þeir voru nítján
alls, tveir stórir og seytján kó,par. Og úr auga þess,
er fremstur synti, rann blóðið og litaði sjóinn. Og
þeir syntu undir bátinn og hvolfdu honum.
Þá byrgði hún andlitið í höndum sér og grét,
grét blóði. Einnig hún grét blóði. —
Og dagarnir liðu og árin liðu. Og er leið að
Jónsmessunótt hið þriðja árið, gekk hún fram á
hamarinn. En er sólin var hnigin til viðar, bjóst
hún við ástvini sínum. En hann kom ekki. En fram
undan hamrinum synti selur og bunaði blóð úr
auga hans. Og hún kvað kvæði til selslns:
“Horfi eg af hamrinum,
er hnígur sól í mar,
er sígur sól í saltan mar.
Eg sæti og teldi stjörnurnar
á himninum háa,
á himninum víða og háa,
eg teldi þær svo tíminn liði,
tíminn liði fljótt,
unz gengin væri glóey að viði.
Því langar eru stundirnar,
ljúfurinn minn,
er ligg eg ein um nætur,
og þrái faðminn þinn,
þrái hann ein allar nætur,
er auga þitt blóðinu grætur.
En dagarnir þó liðu og loksins var ár
liðið frá þeim tíma, er faðir minn varð nár.
Og móðirin mín,
mædd og kvíðin hespar lín
í líkklæðin sín.
Því síðan pabbi sökk í mar
sálin hennar reikar þar
undir háum öldum,
á hafsbotni köldum.
Og sorgin mín er sár
og sorgin bar mér voða og fár,
er horfa verð eg á, að hún góða móðir mín
mædd og kvíðin sitji og vefi í líkklæðin sín.
Leitar þá mín sál að sjó
og sveimar þar um nætur,
en sveinninn minn grætur,
sveinninn litli sárt í vöggu grætur.
Svona var það árið alt,
árið sem leið.
Eg var mædd af kvíða
og mér var svo kalt,
unz maísólin hlý og heið
heiðar og haf,
er hafaldan svaf
færði í gyltan feld og fagurbláan.
í skikkjunni þeirri, er Iglóey gaf
græði, þegar vært hann svaf,
gaman var að sjá hann,
reifaðan gulli rauðu fagurbláan.
Og loksins kom dagurinn, er dreymt eg hafði
••
mest
og dagurinn sá er liðinn, því nú er eygló sezt.
Ó, komdu nú, vinurinn minn kæri,
komdu og syngdu, gígjuna eg hræri.
Komdu nú og kystu mig,
kystu burt mín tár,
kystu burt mín tár,
þú hefir ekki, karl minn, kyst
konuna þína í ár.
Henni hefir þrá og þreyta
þjakað árlangt,
því alt af vildu augun leita
út á sjó langt. í
Eirðarlaus það ár hún var,
allar bar hún sorgirnar
í leyni.
Hugurinn var hjá hafsins ungum sveini.
Svo í kvöld, er sólin loksins sigin var í mar.
, sorgum mædd á reiki hér við fjörðinn
ein eg var.
Allar stjörnur himinsins
eg hugði að telja þá,
unz heyra mundi eg fótatak þitt
jörðinni á.
Fótatak þitt. Fela þig við brjóstið mitt,
fegin hugði eg þá.
En á heiðum himinboga
hvergi sá eg stjörnu loga —
og ekki heyrði eg fasta
fótatakið þitt
og falið þig eg ekki gat
við særða brjóstið mitt.
En komdu nú, minn kæri,
komdu og syngdu, gígjuna eg hræri.
Komdu og syngdu, kæri minn,
komdu nú í faðminn minn.
Komdu, ekki bíð ég þessa bætur.
Blóði rauðu grætur
auga mitt þá,
er oft þú lagðir varir á,
varir þínar, vinurinn góði;
viknaðu af óði,
viknaðu af hjartans Ijúfu ljóði.”-----
Og hún starði út á fjörðinn og breiddi út faðm
sinn móti selnum. En hann kastaði ekki hamnum.
Og augað grét blóði sem fyr. Og hún kvað og kvað,
unz hann svam nær hamrinum og kvað: í
“Háður er eg ekki
ástinni þinni nú,
út hjá skerjum á eg bú.
Seytján börn í sjó,
sýnist þér nóg?
En háður eg eg ekki •
ástinni þinni nú,
Út hjá skerjum á eg bú.
Seytján börn í sjó,
sýnist þér nóg?
Og eitt þar að auki, en ekki í ektastandi,
uppi á þurru landi.
Ástinni þinni ekki er eg háður,
eitt sinn var eg smáður,
fagra min, af föður þínum smáður.
Og blóði grætur augað sem áður.”--------
“Og selurinn stakk sér á kaf og sást aldrei
framr. Og—”
Þórunn þagnaði. Hún hafði raulað kvæðin fyr-
ir munni sér. En þegar síga fór á seinni hlutann,
sofnaði Tumi við barm hennar. Hún var öll í
kvæðinu og tók ekki eftir, þegar hann sofnaði. —
Hún grét ofan í lokka hans, þegar hún lagði
hann til hvíldar. Og hún hvíslaði:
“Þegar þú verður stór, færðu að heyra, hvern-
ig æfintýrinu lyktaði — hvernig þeim vegnaði —
móðurinni særðu og syninum unga.”
—Rökkur.
SÖGUSAGNIR UM ESÓP.
Esóp var spekingur að viti. Hann var fæddur
á Frýgalandi (Phrygiu) í Litlu-Asíu á 6. öld f. Kr.
burð, um það skeið, er Krösus konungur hinn auðgi
ríkti í Lydíu. Krösus var forríkur að fé og löndum.
Esóp var ekki annað en fátækur, forljótur og bækl-
aður þræll, en þeim mun ríkari að vitsmunum og
sannaðist þar, að ekki ber að dæma manninn eftir
ytri álitum. Þar við bættist, að Esóp lifði í fátækt
sinni miklu sælla lífi en Krösus, og bar það til þess,
að hann var jafnan glaðlyndur og ánægður með
kjör sín.
Fyrsti lánardrottinn Esóps var f Lýdverjinn
Ksantus. Nú bar svo til, að Ksantus fór með Esóp
ásamt fleiri þrælum til markaðar í borginni og
ætlaði að selja þá þar. í þeirri för var hverjum ein-
um ætlað að bera eitthvað, en Esóp bað herra sinn
að ofþyngja sér ekki með áburði. Ksantus sagði þá,
að hann mætti bera hverja byrðina, sem hann vildi.
Esóp tók þær upp allar, til að reyna þyngd þeirra, og
valdi sér að lokum hina langþyngstu, nefnilega
körfu eina fulla af mat og vínföngum. Hlógu þá
allir að Esóp og köluðu hann fábjána. En um há-
degi var áð og étið vel og drukkið, og fór svo, að
Esóps karfa varð afarlétt. Þá sáu hinir, að Esóp
hafði ekki verið svo vitlaus, þar sem hann að lokum
hafði ekki annað að bera, en tóma körfuna.
Nú er frá því að segja, að þeir komu í borgina,
og er farið á markað með Esóp ásamt tveimur öðr-
um þrælum; var hann settur á miðið, til þess að enn
meira skyldi bera á hinum. sem voru fríðari sýnum.
Meðal borgara þeirra, sem á markaðinn komu, var
og maður nokkur lærðlr, Jadmon heimspekingur, og
fylgdu honum lærisvinar hans. Var hann maður
mikils metinn í borginni. Hann spyr fyrsta þrælinn,
hvað hann kunni. “Eg kann alt,” svaraði hann. Þá
hló Esóp. Síðan spurði hann hinn þriðja, hvað
hann kynni og svaraði hann á sömu leið; þá hló
Esóp enn meira. En eilgandinn setti svo mikið upp
fyrir þessa tvo, að maðurinn ætlaði frá að ganga og
fara, en lærisveinarnir beiddu hann þá að kaupa
ljóta þrælinn. Heimspekingurinn hafði ekki tekið
eftir Esóp og furðaði sig á beiðni lærisveinanna,
sem líklega hefir langað til að henda gaman að
þrælnum; sneri hann pér nú við og spurði Esóp
hvað hann kynni. “Eg kann alls ekki neitt,” svaraði
hann. “Hvernig stendr á því, að þú skulir ekkert
kunna?” spyr heimspekingurinn. “Nú,” segir Esóp,
“hvað ætti eg að geta kunnað? Þessir tveir kunna
alt, og hafa ekki skilið neitt eftir handa mér.” Þá
skildu lærisveinarnir, að þetta var það, sem Esóp
hafði hlegið að áður, og heimspekingnum geðjaðist
vel að gamansvari þessu og sagði við hann: “Viltu
vera drengur góður, ef eg kaupi þig?” En Esóp
svaraði: “Eg mun verða það alt að einu, þó þér
kaupið mig ekki.“ Þá spurði hinn enn fremur:
“Muntu nú líka strjúka frá mér?” — “Ef eg hefði
það í hyggju,” svaraði Esóp, “þá mundi ég víst ekki
gera yður aðvart um það fyrir fram.” — Að svör-
um þessum geðjaðist nú lærða manninum mæta vel,
en hins vegar var auðfundið, að hann fældist ljót-
leika Esóps. Það sárnaði Esóp nokkuð og því sagði
hann: “Meistari góður! lítið ekki á ytra sköpula'g-
ið, heldur hið innra, því gott vín smakkast vel, þó í
ljótu keri sé.”
Þá fann heimspekingurinn enn betur, að þótt
Esóp væri ljótur, þá mundi hann samt vera vits-
munamaður og geta orðið sér þarfur, og keypti hann
við mjög lágu verði, því það er óefað, að hefði ein-
hver keypt af kaupmanninum báða hina þrælana,
myndi hann hafa látið Esóp fylgja með í kaup-
bætir. — Nú sem Jadmon kemur með hann heim til
sín, þá fer hann ekki inn með hann þegar í stað, svo
að korui hans yrði ekki ilt við að sjá alt í einu svo
ljótan mann, því hún var dálítið undarleg. Sagði
hann því fyrst konu sinni, að hann hefði keypt handa
henni þræl. Henni þótti vænt um og spurði, hversu
mikið hann hefði gefið fyrir hann. — “Ekki mikið,”
svaraði hann. “En því læturðu hann ekki koma
inn?” mælti hún, “sov eg geti skoðað hann?” —
“Það stendur nú svo á því,” segir hann, “að hann
er fremur ófrýnn ósýndum og óhreinn.^ír ferðalag-
inu.” Og er hún sá Esóp, mælti hún: “Sé eg, að
ekki er mikið varið í það, sem þú hefir keypt handa
mér. Eitthvað hefðirðu getað keypt betra”, — og
var nú reið út af þessu. Þá segir Jadmon við
Esóp: MHvað kemur til að þú steinþegir, og ert þá
annars svo málgefinn?” — Þá datt Esóp í hug spak-
mælið forna, sem kveður þrjá illa hluti til vera:
vatnið, konuna og eldinn. Hann hafði það yfir við
konuna og varð hún þá enn reiðari. En Esóp sagði:
“Ekki átti eg við yður, frú mín góð, því spakmælið
er um vondar konur. Verið þér ekki reiðar, en hag-
ið yður svo, að þér verðið jafnan taldar meðal góðra
kvenna.” Þá varð konan hægari og sá hún brátt, að
'Esóp var ekki óvitur og eins líka komst hún að raun
um, að hann var hinn viljugasti og liprasti í öllu,
sem hann lagði hendur að.
(Meira.(
Látúnssmiðurinn og hundurinn hans.
Látúnssmiður nokkur átti lítinn hund. Meðan
smiðurinn hsynraði á látúninu, svaf hundurinn, en
jafnskjótt og hann settist að miðdegisverði sínum,
þá vaknaði hundurinn. “Hana, letinginn þinn!” sagði
smiðurinn um leið og hann kastaði til hans beini,
“þú sefur undir glumraganginum á steðja mínum,
en hvað lítið sem í tönnunum heyrist, þegar eg fer
að borða, þá ertu óðara vaknaður.”
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arta Bldg.
Cor Graham og Kennedy Sta.
PHONE: 21 834 Office tlmar:
Heimili 776 Victor St.
Phone: 27 122
Winnipeg, Manltoba.
Fuglarinn og lævirkinn.
Einu sinni var fuglari að leggja snörur sinar á
víðum velli. Þá kallaði til hans lævirki nokkur, sem
sá til hans álengdar, og spurði, hvað hann væri að
gera. “Eg er að búa til nýlendu,” svaraði fuglar-
inn; “legg eg hér nú grundvöllinn til fyrstu borg-
arinnar.” Að svo mæltu gekk hann burt og faldi
sig. Lævirkinn trúði orðum hans og flaug þegar
í stað þangað sem hann hafði verið, át af agninu
og festist í snöru. Þá kom fuglarinn óðara og tók
hann. “Þú ert fallegur karl,” mælti lævirkinn; “ef
nýlendurnar, sem þú stofnar, eru svona, þá munu
innflytjendurnir ekki verða margir.”
DR. O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy
PHONE: 21 834 Office Umar: 2-
HeimiU: 764 Vlctor St.,
Phone: 27 586
Winnipeg:, Manli íba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts
PHONE: 21 834 Offlce tlmar:
HeimlU: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipe*:, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medioal Arts Bldg
Cor. Graham o^r Kennedy Sts
PHONE: 21 834
Stnndar augna, eyrna nef og kverka
•Júkdöma.—Er aB hitta kl. 10-12 t
h. og 2-6 e. h. ,
HeimiH: »78 Hlver Ave. Tals.: 42 «»1
DR. A. BLONDAL
202 Medical Arta Bld*.
Stundar sörstaklega k v e n n a o«t
harna sjúkdóma. Er a8 hltta fr4 kl
10-12 f. h. og 3-5 e. h. «
Office Phone: 22 296
Heimill: 806 Victor St. Simi: 28 180
Dr. S. J. JOHANNESSON
stunrlar Urkninrjar og yfirxetvr
Til vintals kl. 11 f. h. til 4 e. h.
og frfl 6—8 a8 kveldlnu.
SHERBURN ST 532 StMI: 30 877
HAFIÐ PfíR 8ÁRA FÆTURf
ef svo, finni8
DR. B. A. LENNOX
ChiropodUt
Stofnaett 1910
Phone: 23 137
334 SOMERSET BLOCK,
WINNIPEG.
Drs. H. R. & H. W. Tweed
Tannlæknar.
406 TORONTO GEN'IOKAL TRUST
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE: 26 545 WINNIPBG
dr. a. b. ingimundson
Tannlæknir.
208 Avenue Block, Winnipeg
Sími 28 840. Heimilia 46 054
Dr.Ragnar LEyolfson
Chiropractor.
Stundar sjerstaklega Gigt, Bak-
verk, Taukaveiklun og Svefnleysi
Skrifst. sim. 80 726—Heima 39 265
■L-vTr.-—-
Suite 837, Somerset Bldg.
294 Portage Ave.
H. A. BERGMAN, K.C.
tslenzkur lögfr*8ingur
Skrifwtofa: Room 811 McArthur
BuUding, Portage Ave.
P. O. Box 1656
PHONES: 26 849 og 26 840
Lindal Buhr & Stefánsaon
talenzklr lögt'ræöingar
356 MAIN ST. TALS.: 24 96*
n,hrtln “’nntc skrifstofur a8
Lundar, Rlverton, Glmli og
Piney, og eru uar a8 hitta 4
eftirfvigjnndi tlmum:
Lundar: Fyrsta miBvikudag.
Hivertou: h'vrsta fimtudag.
ni-,11 • p'vr.tn mlBvtkudrtg.
Piney: RrlBja föstudag
1 hverjum mft.nu81.
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harv.)
lsitnnkur lögmaBur.
Roeevear. Rutberford Mclntoeb snd
Johnson.
9lÓ*-911 Electrlc Railwav Chmbra
Winnlpeg, Canada
Siml: 23 082 Helma: 71 758
Cable Address: Roecum
J. T. Thorson, K.C.
íslenzkur lögfræðingur.
Skrifst.: 411 Paris Building
Sími: 22 768.
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
LögfrteBlngur
Skrlfstofa: 702 Confederation
Llfe Buildlng.
Maln St. gegnt Ctty Hali
PHONE: 24 587
J.J.SWANSON&CO.
LIMITED
«111 P V RIS HT-.nO.. WINNIPBG
Fastelgnasalar. Lelgja htls. Ct-
vega penmgrtlOn "g eldsftbyrg8
af öUu tagt.
PHONE: 26 349
Dr. A. V. Johnson
tslenzkur Tannlæknir.
212 Curry Building, Winnipelg
Gegnt pósthú8inu.
Sími; 23 742 Heimilis: 33 328
A. C. JOHNSON
90? CoinedeiHUon Lite Bklg
WIN N 11 ’EO
Annaat um fartteignlr manna
Tekur aS sér a8 ávaxta sparll*
fölks Selur eldsftbyrgS og bif-
rei8a ftbyrgBlr. Skriflegum fyr-
,,..,ii,.hi .vur-ti' sainStundís.
Rkrifstofusimi 24 263
Hrimasimi: 33 328
DR. C. H. VROMAN
Tannlœknir
605 BOYD BLDG. PHONE: 24 171
WIHNIPBIO
G. W. MAGNUSSON
Nuddlseknir.
125 SHERBROOKE ST.
Phone: 36 137
VMtéia tlml klukkan 8 tll • a8
morgninum.
ALLAR TEOUNDIR FLUTNINGAI
Hvenær, sem þér þurfið að láta
flvtja eitthvað, smátt eða stórt,
þá hittið mig að máli. Sann-
gjarnt verð,- fljót afíreiðsla.
Jakob F. Bjamason
762 VICTOR ST.
Stmi: 24 500
-—■* " ——~
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Belur llkkistur og annaM. um Ot-
farlr. Allur tltbúna8ur sft bestl
■nnfremur selur hann allskonar
mlnnlsvarBa og legsteina.
Bkrlfstofu talsimi: 86 607
HrtmiUs talsimi: 68 802
Ótrúlegt—en satt
í Hartwell í Ohio í Bandaríkj-
um var nýlega feld stór eik. Þeg-
ar bolurinn var sagaður í sund-
ur, fanst innan í honum eldgömul
skeifa.
Novellus Torquatus gat leikið
þá list að drekka 13 lítra af víni
í einum teig. Tiberius keisari
heyrði getið um þetta, en trúði því
ekki. Lék þá Thorqpatus list sína
að honum ásjáandi, svo að hann
varð að trúa.
Maður nokkur í Los Angeles
heitir hinu fagra nafni Lleieuss-
zuieusszesszes Willihiminiziisteiz-
zii Hurrizzissteizzii. Öll nöfnin
eru borin fram í einu sem eitt
nafn.
Á 18. öld var það siður hefðar-
kvenna í Englandi, að skreyta
hatta sína með skipslíkönum. Voru
skipin með rá og reiða og undir
fullum seglum.
60 vætta terta hefir verið bök-
uð í Albion í New York ríkinu.
Hún er 4 metra á þykt. Auk hveit-
is og sykurs fóru í hana 125
skeffur af eplum.
Smáfiskum rignir á hverju ári
í Honduras. Fellibyljir og 3ký-
strókar soga smáfiskinn upp í
loftið og svo rignir honum lif-
andi nokkru síðar.
Það er talið, að býfluga þurfi
að fljúga 60,000 kílómetra til
þess að safna einu pundi af hun-
angi.
Indverska skáldið Chand Bardai
sem uppi var á 12. öld, orti kvæði,
er í voru 100,000 hendingar. Enn
í dag þykir mikið til kvæðisins
koma, og er það jafnvel kent i
sumum skólum. — Lesb.