Lögberg - 20.11.1930, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.11.1930, Blaðsíða 6
eia. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. NÓVEMBER 1930. .......... ! Sonur Guðanna Eftir R E X B E AC H. “Hvað eigið þér við? Hvað viljið þér þá, sem þér getið ekki fengið? Hver er hún?” Sam svaraði þessu ekki, en eftir ofurlitla þögn spurði hann: “Langar yður til að vtia, hvers vegna eg er svona heppinn?” “Auðvitað lanigar mig til að vita það.” Hann stakk fingrunum niður með kraganum sínum og tók þaðan dálitinn hlut, sem hann lagði á orðið fyrir framan hana. “Hvað er þetta? Kaþólskur verndargripur?” “Svo er það.” “Eg vissi ekki, að þér væruð kaþólskur. Eg er það ekki.” “Hver eru yðar trúarbrögð?” “Trúarbrögð? Yður er vorkunnarlaust að sjá, að eg tilbið Soninn. Annars hefi eg mesta trú á góðum mat og líkamsæfingum. En áður en við för- um mikið að tala um trúarbrögð, ættuð þér að segja þjónunum, að hætta við að koma með vinið, sem þér báðuð um. Það væri fallega gert, að snúa mér til réttrar trúar. Eg er heiðingi. Eg tek alt gott og gilt, sem þér segið. En meðal annara orða, haf- ið þér nokkra peninga? Mér kemur það reyndar ekkert við, en pabbi var að spyrja um það. Það er "■~það fyrsta, sem foreldrar spyrja um, ef dóttur þeirra lízt vel á einhvern. Ef svarið er neitandi, þá er óánælgjan vís. Pabbi segir, að eg sé ástsjúk, og sjái ekki fótum mínum forráð.” “Eg hefi enga peninga, sem eg geti sagt, að séu eiginlega mínir eigin peningar,” svaraði Sam. “Við skulum ekki fara lengra út í þá sálma. Eg hefi nóg og meir en það. Pabbi hefir meiri pen- inga en bankinn.” Hún þagnaði pfurlitla stund og það komu dálitlir rauðir dílar í kinnarnar á henni. “Hvernig stendur annars á því,” hélt hún áfram, “að yður er illa við mig? Eg er sæmilega lagleg” “Sæmilega? Óttalega! Langt fram yfir alt, sem eg get hugsað mér!” sagði Sam. “Og ég er sæmilega greind.” “Miklu meira en það. Þegar eg hugsa um gáf- ur yðar, þá dáist eg að þeim, og finn betur en nokk- urn tíma áður til minnar andlegu fátæktar.” Þetta var sagt blátt áfram en þannig, að það bar vott um einlægni. “Eg hefi mikið af þessu, sem ómögulegt er að lýsa seiðmagni, eða hvað það nú er, einhverju—” “Þér hafið það áreiðanlega og eg dáist að því.” “Því í ósköpunum takið þér mig þá ekki í fang- ið og dansið við mig?” Þau Sam og Alannna stóðu upp og fóru að dansa. Þau voru bæði eins og drukk- in af fögnuði. Þegar þau komu aftur, var búið að láta á borð- ið það sem Sam hafði beðið um. Dálitla stund sátu þau þegjandi, e4i Sam varð fyrri til að taka til máls. Tókuð þér eftir hjónunum, sem töluðu við mig? Kon- an lítúr út fyrir að vera spánversk.” “Þessi með stóra kambinn? Hver eru þau?” “Vinir Bathursts. Maðurinn er einn af þess- um olíukóngum frá Oklahoma, hún er kona hans. Bathurst sagði mér hvernig þau kyntust. Mig lang- ar til að segja yður það.” “Því það?” “Það er dálítið merkileg saga, eða mér finst það að minsta kosti. Hann kyntist henni í Monte Carlo og varð strax ástfanginn af henni, vegna þess hve falleg hún er. Hún er elskuleg kona, eða finst yður það ekki?” “Mér er ekkrt gefið um neinar konur, sem yður liggja svona orð til.” Hann var að hugsa um, hvernig hann gæti kom- ið því fyrir, að kynnast henni, þegar hún alt í einu hneigði sig fyrir honum og brosti—” “Hún er sjálfsagt frek, eins og Spánverjar eru flestir.” “Hún er alls ekki Spánverji. Hún er Osoge stúlka.” “Hún er hvað?” Osoge Indíani, frá sama ríkinu og hann er. Þessi Indíana flokkur er orðinn að ríku og mentuðu fólki. Þessi stúlka fékk ágæta mentun við Eastern háskólann. Hér er um hreina og göfuga ást að ræða. Mér finst það afar merkilegt.” “Að hverju leyti?” spurði Alanna. “Vegna þess, að margt fólk hefir svo afar mik- ið ógeð á öllum kynflokkum, öðrum en sínum eigin!” “Það er bara hégómi.” ‘Hafið þér ekki líka þessar tilfinningar? Mund- uð þér vilja giftast Indíana, eða nokkrum, sem ekki væri hvítur maður?” “Eg var einu sinni trúlofuð einum — frá Aust- ur-Indlandi. Það var nú auðvitað ekki nema leikur, en hann var býsna góður náungi, o!g hann var ekki svo mjög dökkur. Eg gæti ekki átt Svertingja. Þér hafið undarlegar skoðanir, Sam. Ef mér þætti vænt um mann, þá gæti eg ekki annað en gifst honum. Sem beUir fer, er eg þannig upp alin, að eg verð að láta alt eftir mér, sem mig langar til. Það er óþekt hjá okkur þetta “þú skalt ekki”. Eg mundi giftast honum, eða engin önnur skyldi giftast honum, að minsta kosti. Hafið þér aldrei orðið ástfanginn?” “Aldrei, þangað til eg dansaði við yður.” Alanna hallaðist áfram og studdi berum oln- bogunum á borðið, og studdi hönd undir kinn, eins og vani hennar var. Hún horfði fast og stöðugt á hann og það var engu líkara, en hann félli í hálf- gerða dáleiðslu. Honum hafði aldrei dottið í hug, að nokkur stúlka gæti verið svona lokkandi — seið- andi, eins og þessi, eða að það mundi nokkurn tíma koma fyrir sig, að lesa í augum nokkurrar stúlku þær hugsanir og tilfinningar, sem hann nú þóttist geta lesið úr augum Alanna Wagner. “Um hvað eruð þér að hugsa?” spurði Alanna eftir góða stund. “Bara þetta, að hið eðlilega, óhjákvæmilega, verður að koma fram, hvað sem öllum göfugum dygð- um og andlegum þroska líður,” svaraði Sam með hálf-óstyrkri rödd. Hljóðfærasláttrinn hafði hætt um stund, en nú byrjaði hann aftur, og þau Sam og Alanna fóru aft- ur að dansa. Sam var enn styrkari og öruggari en áður, og Alanna gladdist af að finna það. Hún gaf eftir, færðist alVeg að honum og hann fann andar- drátt hennar leika um vanga sér. Það var engu lík- ara, en þau hefðu komið sér saman um það, að hætta að dansa, þegar þa'u bar rétt að dyrunum, o'g þau fóru út og horfðu út á sjóinn. Það var logn og nóttin var hlýleg og anganin af blómunum lagði móti þeim þegar þau komu út. Þau genlgu niður mar- maratröppurnar og út í garðinn. Margir segja, að fegurri listigarð sé hvergi að finna í víðri veröld. Framundan þeim var breið o!g fögur gata, með fall- egum trjám báðu megin. Af þessari götu sást út á höfnina og það er meir en líklegt, að hún hafi verið lögð mað það í huga, að gera hentu'gan gang fyrir elskendurna. Þessi gata hafði strax orðið vinsæl og það var eins og fólki væri alt af að þykja meira og meira vænt um hana. Gestirnir, sem þarna höfðu verið, unnu henni. Þeir voru orðnir margir, sem áttu ýmsar þægile’gar endurminningar tengdar við þessa götu. Giftar konur sneyddu heldur hjá þess- ari götu, en ungu stúlkurnar, og piltarnir Iíka, voru þar æði oft. Einstöku sinnum höfðu líka sjálfsmorð verið framin þarna. Hér var Alanna þaulkunnug. Hér voru þau, Sam og Alanna, komin, án þess þau vissu hvers vegna, eða hvort þeirra hefði ráðið ferðinni. Hvorugt hafði í raun o'g veru gert það, þau bara fóru þarna, og þegar þau voru komin inn í hálf-dimmuna, þá stönzuðu þau, eins og þeim hefði verið gefin einhver þögul bending, og horfðu hvort á annað. Það var meir en hálf dimt, en þau sáu þó hvort annað vel, eða þeim fanst það. Alanna skildi vel, að hann var hálf-dáleiddur, hann gat ekki hu'gsað skýrt, eða hann gat að minsta kosti ekki látið skyn- semina ráða. Því var virkilega svo farið, að hann þá í bili misti taumhald á tilfinningum sínum. Hann, og hún í örmum hans. Hann faðmaði hana að sér og þrýsti hverjum kossinum eftir ann- an á varir hennar. Það var eins og hann hugs- aði ekkert um, hvað hann var að gera. En stúlkan tók kossum hans o!g faðmlögum með fögnuði. Henn- ar faðmlög gáfu hans ekkert eftir. Hér var í stuttu máli, um hamslausan ástafögnuð að ræða á báðar hliðar. Engin skynsamleg hugsun komst hér nokkurs staðar nærri. Flestum eða öllum hugsun- um má Iýsa með orðum. Jafnvel sorginni má lýsa, svo hún verði öðrum skiljanle!g. En ástafögnuðinum getur enginn lýst, svo meira verði en hálfverk. Alanna hafði sagt, að Sam væri kaldur í við- móti, hálfgerður járnstaur hafði hún sagt að hann væri. En járnið bráðnaði í þetta sinn og henni fanst það vera nokkuð heitt. Ekki of heitt, samt, það gat ekki verið. Þetta var ekki nýjung fyrir hana, eins o!g það var fyrir hann. Aðrir menn höfðu sýnt henni ásta-atlot og henni hafði fallið það vel. En alt, sem hún hafði áður reynt af þessu tagi, var bara eins og hégómi í samanurði við þá sælu, sem. hún nú naut. Það heyrðist mannamál, og fólk gekk fram hjá, en Sam og Alanna skeyttu því ekkert. Þau sátu stundarkorn á einum bekknum, sem var utan við götuna. Svo stóðu þau upp og gengu eitthvað, án þess að hulgsa nokkuð um það hvert þa fóru. Tím- inn leið og það var dimt og nú tóku þau eftir því, að rafljósin í garðinum höfðu verið slökt. En það var heiður himinn og stjörnurnar lýstu. Gosbrunnur- inn hélt áfram að þeyta vatninu upp í loftið, og þau heyrðu vjð og við til einstöku fugla, þó þeir væru flestir sofnaðir. Hljóðfærin í danssalnum voru löngu þögnuð. Elskendurnir voru þögul lengst af, og þegar þau sölgðu eitthvað, þá voru það bara efnislaus orð og sundurlaus. Þa voru bara að hugsa um sína eig- in sælu, og henni verður ekki lýst með orðum. “Þúsund sinnum hefir mig dreymt um það, að eg héldi þér í faðmi mínum, eins og eg geri nú,” sagði Sam 1 hálfum hljóðum. “Mér finst elg kann- ast við þessar sælu tilfinningar. Eg hefi nú lengi hugsað um fátt annað en þig. Á hverju kveldi hefi eg sofnað með mynd þína í huga mér. Mér hefir fundist, að hár þitt léki við kinnar mér, og mér hef- ir fundist að eg finna af því inndæla blóma- an!gan.” “Það er nú bara sápan hans föður míns,” sagði Alanna. “Það er góð lykt af henni og hún endist lengi.” “Pabbi þinn spurði, hvort eg hefði nokkra pen- inga og eg sagði þér—” “Segðu mér ekkert um það, elsku vinur minn. Hvað !gerir það til? Mig varðar ekkert um það eða neitt annað. í kvöld hugsa eg ekki um hann sem föð- ur minn. Nú er eg ekki hold og blóð og við mig loðir ekki snefill af neinu því, sem kalla má skyn- semi, eða eitthvað þess konar. Eg er “prinsessan sofandi”, sem er enn að núa augun. Það getur vel verið, að þú sért bara beiningamaður o!g flökkukind, en það gerir ekkert til.” “Nei, svo er fyrir að þakka, að eg er ekki bein- ingamaður. Eg held mér sé óhætt að segja, að eg hafi eins mikla peninga eins og faðir þinn, o!g kann- ske meiri, eða eg stend til að hafa það—” “Mér þykir leiðinlegt, að þú skyldir segja mér þetta. Eg vildi helzt, að þú værir óþektur og um- komulaus og hefðir ekkert nema mig. E!g vildi þú værir duftinu smærri.” “Því vildirðu það?” “Ef þú hugsar ekki eins um mig, þá get eg ekki gert þér það skiljanlegt. Þú mátt ekki biðja mig, að hugsa eða tala skynsamlega. Eg hefi rétt nú kom- ist að því, hver eg er og—” “Og eg verð að segja þér hver eg er—” “Ekki í kveld! Elsku vinur minn, gerðu það ekki. Eg* verð að fá að njóta óvissunnar. “Þú ert reglulegur gimsteinn. Eg tilbið þig.” “Kystu mig þá.” Aftan við sætið, sem þau sátu á, stóð líkneski. Það var af klæðlausri dansmey í þeim stellingum, að hún lyfti dálítið öðrum fœtinum, hallaði höfð- inu aftur á bak og lyfti upp báðum höndum. Hun var ímynd æskunnar o!g gleðinnar og ástríðanna. Alanna lagði andlitið við vangann á Sam. Herðar hennar og brjóst var eins slétt og ávalt eins og dans- meyjarinnar. Þegar þau loksins fóru inn í veitingahúsið, var aldimt. Vökumaðurinn gaf þeim grunsamlegt auga, en hélt svo í hina áttina. “Eg hafði enga hugmynd um, að það væri orðið svona framorðið,” sagði Sam þegar hann leit á úrið sitt. “Hvað heldurðu að faðir þinn segi?” Alanna hló, og la'gði handlegginn enn fastara utan um mittið á Sam. “Hann er skynsamur karl. Hann segir líklegast, að það sé betra fyrir stúlku, að vera úti seint en aldrei.” Alanna var vanalega löngu komin á fætur og farin út, áður en faðir hennar hafði morgunverð. Honum brá því í brún morguninn eftir, þegar hann sat við morgunverðinn og Alanna kom inn í borð- stofuna og settist hægt og letilega á stól gagnvart honum. Hún var enn í náttfötunum, föl og þreytu- leg og það var eins o'g hún gengi í svefni. Augna- ráðið var starandi og það var eins og hún horfði á föður sinn úr fjarska. “Halló,” sagði hann glaðlega. “Hvað hefir taf- ið þig í morgun, o!g hvað kemur til að eg nýt þeirrar ánægju—” hann þagnaði ofurlitla stund og hallað- ist fram á borðið. “Hamíngjan góða! Hvað gengur að þér, Alanna mín?” “Spurðu ekki um það,” sa!gði hún og rétti upp hendina seinlega. “Mjólkurmaðurinn kom með mig og eg hefi ekki fest blund. Eg skal aldrei sofa oft- ar, þar er glæpsamleg tímaeyðsla. Láttu þér ekki bregða við neitt, sem þú kant að heyra um mig. Þú eyrir aldrei meira en helminlginn af því, sem þó er satt. Ef einhver vökumaðurinn skyldi segja þér, að hann hafi séð mig hér eða þar, á þessum og þessum tíma, þá láttu þér ekki bylt við verða, því það er sjálfsagt satt. Eg hefi farið langa leið og kannað ókunnuga stigu, bæði á landi og sjó. Það er merki- legt, að eg skyldi slæðast aftur heim með rjóma- flöskunum.” Hún horfði með hálf-opnum augum innan um hina skrautlegu stofu. “Miklum breyt- ingum hefir þessi gamla stofa tekið.” “Ertu búin að fá kaffið?"' “Eg hefi ekkert fengið. Eg hefi fengið alt.” “En heyrðu mig! Hvað hefir eiginlega komið fyrir þig?” “Það er mér ómögulegt að segja. Eg reyndi svo margt í nótt, sem eg hefi aldrei reynt áður. Það er ómögulegt að segja frá því. Það var eitt- hvað, sem kalla mætti himnaríkis sælu. En eg gekk fram af sjálfri mér og er öll í molum.” “Þú varst úti með þessum Lee, eða var það ekki?” “Jú, við sátum úti garðinum í alla nótt, rétt eins og sjómennirnir gera o!g stúlkurnar þeirra.” “Úti í garði?” sagði Wagner, og var rétt eins og honum litist eitthvað ekki sem bezt á þetta. “Vertu nú hægur og góður, pabbi minn,” svar- aði Alanna, o!g sagði það með góðu, helzt eins og í prédikunarróm. “Eg sat undir stjörnubjörtum himn- inum og kulið lagði um fæturnar á mér og eg hafði ekkert á höfðinu. Það var mesta furða, að eg skyldi ekki fá versta kvef.” Hún horfði á föður sinn þannig, að honum varð meira um það, heldur en jafnvel nokkuð, sem hún hefði getað sagt. “Eg skil ekki, hvað þú ert að fara,” var alt sem hann gat sagt í bráðina. “Við erum i samræmi. Þú ert tilfinningalaus og eg er sofandi, eða meir en það, blóðið hefir storknað. Eg hefi óráð. En vektu mig ekki, kall- aðu ekki á læknir. Það gæti skeð að hann læknaði mig.” Wagner starði á dóttur sína og vissi ekki hvað hann ætti að hugsa eða segja. Honum var næst að halda, að þetta væri alt einhver uppgerð. “Er þér virkilega alvara? Er þetta satt, sem þú segir mér, hvar þú hafir verið? Það lítur út fyrir, að þú sért stolt af þessu framferði. Þú lætur eins og hálf-óð mannaeskja, eða einhver óhemja. Eg verð liklega að setja þig í bönd.” "Það er einmitt það sem það er stundum kallað.” “Úti heila nótt með ókunnugum manni! Eg hefi aldrei heyrt neitt því líkt.” Wagner var orðinn töluvert æstur í skapi, en Alanna gerði ekki annað en hló. “Ókunnugum manni! ósköp er að heyra til þín, faðir minn! Hann var mér ókunnugur, en hann er það ekki lengur. Nú er eg honum nauða-kunnug, frá hvirfli til ilja. En eg hefi verið sjálfri mér ó- kunnug. Þú náttúrlega verður æfur, en eg er að vara þig við. Eg þekti sjálfa mig alls ekki. fyr en eftir klukkan hálf tólf í gærkveldi. Nei, nei, Wagn- er, eg hafði ofurlítið kynst hinni fögru dóttur yðar, svona eins og 'gengur og gerist, en eg var henni aldrei veruleg kunnug fyr en í nótt. Þvílíkar til- finningar! Þvílík dýpt! Þvílíkt magn! Hún er engin meðal manneskja og hún er föður sínum til mikils sóma. — Hann kysti mig, pabbi. Fyrirgefðu! E!g veit þú gerir það. Það var himneskt!” Albert Wagner gaf eitthvert hljóð af sér, sem mest líktist stunu. Það gekk alveg fram af honum. Hann reyndi að tala, og reyndi að segja eitthvað, en hann gat ekkert sagt, c/g hann var ekki nema rétt byrjaður, þegar Alanna tók fram í fyrir honum, og nú talaði hún með nokkuð meiri alvöru en áður. “Blessaður, byrjaðu nú ekki á þessum söng. Þú verður æfinlega hjáróma og nærð sjaldan laginu.” Þau töluðu bæði í einu, en einhverju sem hann sagði, svaraði hún með meiri skerpu heldur en áður. "Nú ertu farinn að hugsa alt of lágt. Reyndu s* slíts hugann frá því, sem auðvirðilegt er. Það KAUPIB AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & Bnnk .IH.rn.,,. er engin ástæða til að fyrirverða sig fyrir mínar gerðir. Eg er ekki að fela mig í myrkrinu.” “Þú hefir þegar gert það. Það er ekki til nems að segja mér að stúlka faðmi óg kyssi mann heila nótt úti í myrkrinu og—” “Eg gat í raun og veru svo sem ekkert við þetta ráðið. Það er alveg satt! Þú þékkir þennan mann ekki. Kvenmaður er alveg eins og deig í höndunum á honum, sem hann getur hnoðað rétt eins og on um sýnist. Eg var bara eins og fis í vmdmum. Auðvitað vildi eg að vindurinn héldi áfram. Það var svo gott að láta vindinn feykja sér. Eg er ekki að segja, að eg hafi ekkert gert til að auka gleðma^ En það kemur ekki öðrum við en mér. Þu verður að re'yna að koma því inn í þitt höfuð, þó þú eigir kann- ske erfitt með það, að eg ræð mér algerlega sjalf og þarf engum að standa reikinsskap á mínum gerðum, nema sjálfri mér. Þú þarft að skilja fólkið, eins og það er nú, ekki eins og það var einhvern tíma. Þu ert eins og feður vanalga voru fyrir stríðið. En þú getur svo sem haft þínar úreltu hugmyndir fynr mer“ósköp eru að heyra þetta! Þó eg ætti lífið að leysa, þá skil eg ekki þetta frelsi, sem þú ert að tala um, og veit ekki hvort þú átt við frelsi eða o- frelsi, sekt eða sakleysi. “Sakleysi og fáfræði og heimska ruglast alt saman í huga þínum. Karlmenn hu-gsa svo mikið um það sem er andstyggilegt.” “Hættu þessu vitleysistali. Eg myndi gera ut- af við þig, ef eg héldi þú værir eins slæm, eins og þú læst vera. Eg býst við þér finnist einhver mik- ilmenska í þessu vitleysistali. Það er eins ög svo margt annað nú á dögum. Það er engu likara, en að unga fólkinu þyki sómi að skömmunum, eða það talar svoleiðis. Nú finst mér næstum, a ðeg hefði heldur viljað, að Anna hefði ekki skilið við mig. Mér er alvara. Eg er hræddur um, að mér hafi al- gerlega mistekist að ala þig upp.” Raunasvipunnn á andliti hans var svo greinilegur, að ekki var um að villast að honum leið alt annað en vel. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS / Amaranth, Man........... Akra, N. Dakota......... Arborg, Man............. Árnes, Man............. Baldur, Man............. Bantry, N.Dakota .... Beckville, Man.......... Bellingham, Wash....... Belmont, Man............ Bifröst, Man............ Blaine, Wash.......... Bredenbury, Sask....... Brown, Man.......... • • Cavalier, N. Dakota .. . Churchbridge, Sask. . . Cypress River, Man. . . . Dolly Bay, Man........ Edinburg, N. Dakóta .. Elfros, Sask........... Foam Lake, Sask. .. . Framnes, Man........... Garðar, N.'Dakota . . .. Gardena, N. Dakota .. Gerald, Sask.......• Geysir, Man........... Gimli, Man..........• • Glen'ooro, Man......... Glenora, Man.......... Hallson, N. Dakota .. Hayland, Man........... Hecla, Man............. Hensel, N. Dakota .. .. Hnausa, Man............ Hove, Man.............. Howardville, Man. .. . Húsavík, Man........... Ivanhoe, Minn.......... Kristnes. Sask......... Langruth. Man........ Leslie, Sask........... Lundar, Man............ Lögberg, Sask......... Marshall, Minn....... Markerville, Alta. .. . Maryhill, Man.......... MLineota, Minn......... Mountain, N. Dakota . Mozart, Sask......... Narrows, Man.......... Nes. Man.............. Oak Point, Man. .. . Oakview, Man.......... Otto, Man.............. Pembina, N. Dakota .. Point Roberts, Wash. . Red Deer, Alta........ Revkjavík, Man......... Riverton, Man....... Seattle Wash.......... Selkirk, Man.......... Siglunes, Man........ Silver Bay, Man....... Svold, N. Dakota .... Swan River, Man. .. Tantallon, Sask...... Upham, N. Dakota .. Vancouver, B. C. .. . Víðir, Man............ Vogar, Man........... Westbourne, Man, .. Winnipeg Beach. Man, Winnipegosis, Man. .. Wynyard, Sask......... .......B. G. Kjartanson. B. S. Thorvardson. .......Tryggvi Ingjaldson. ...........J. K. Kardal ............O. Anderson. ..........Einar J. Breiðfjörð. ...........B. G. Kjartanson. ......Thorgeir Símonarson. ............O. Anderson .......Tryggvi Ingjaldson. ......Thorgeir Símonarson. ........S. Loptson ;■......j. s. GiiHs. ........B. S. Thorvardson. ................S. Loptson. .....F. S. FreTierickson. .........Ólafur Thorlacius. .........Jónas S. Bergmann. .. Goodmundson, Mrs. J. H. .... Guðmundur Johnson. .........Tryggvi Ingjaldson. ........Jónas S. Bergmann. .........Einar J. BreiðfjörS. ................C. Paulson. Tryggvi Ingjaldsson. ..............F. O. Lyngdal ..........F. S. Fredrickson. ................O. Anderson. .........Col. Paul Johnson. .............Kr. Pjetursson. ..........Gunnar Tómasson. .............Joseph Einarson. ................J. K. Kardal ...............A. J. Skagfeld. G. Sölvason. ...... .. G. Sölvason. ....................B. Jones. ...............Gunnar Laxdal. ..........John Valdimarson. ................Jón ólafson. ...............S. Einarson. ...........* .. .. S. Loptson. ....................B. Jones. ................O. Sigurdson. .................S. Einarson. ....................B. Jones. ..........Col. Paul Johnson. ..............H. B. Grímson. ...............Kr Pjetursson. ................J. K. Kardal .............A. J. Skagfeld. ...........Ólafur Thorlacius. ............S. Einarson. ■; ;; ..........G. V. Leifur. ................S. J. Myrdal. ..............O. Sigurdson. ..............Árni Paulson. G. Sölvason. .. ..... J. J. Middal. ........... Klemens Jónasson. ...............Kr. Pjetursson. ...........Ólafur Thorlacius. ...........B. S. Thorvardson. .................J. A. Vopni. ...................C. Paulson. ...........Einar J. Breiðfjörð. ...............Mrs. A. Hardy. ...........Tryggvi Ingjaldsson. ...............Guðm. Jónsson ............Jón Valdimarsson ., .. ...........G. SölArason. .... Finnbogi Hjálmarsson, ,, ,,,,,, Gutmar Johannsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.