Lögberg - 11.12.1930, Page 2
Bls. 2.
LÖGBEBG. FIMTUDAGINN 11. DESEMBER 1930.
Sonur Guðanna
Eftir
R E X B E AC E.
Cyril Bathurst kom seint heim þetta kveld.
Hann hafði verið í samkvæmi, þar sem hann
hafði ekki komist hjá að heyra vmislegt nm
það, sem fyrir hafði komið þá um daginn og ó-
skynsamlega dóma um vissa kynflokka, og geðj-
aðist honum alls ekki að því tali, enda var hann
langt frá því að vera í góðu skapi það kveldið.
Þegar hann kom heim, heið Alanna Wagner
þar eftir honum, og þótti honum undarlegt að
hitta hana þar.
“Hvar er Mr. Lee?’* spurði hún umsvifa-
laust.
“Á leiðinni til París. Hann leggur af stað á
morgun til Ameríku.”
“Hvers vegna fór hannT”
Batheurst varð heldur seinntil svars, en eft-
ir dálitla stund svaraði hann heldur kuldalega:
“Er þetta ekki heldur heimskuleg spuming frá
viður? Þér emð ekki neinn heimskingi.”
“Það sem eg eiginlega á við er hvort honum
sé illa við mig?”
‘ ‘ Það er ekki ólíklegt. Eg mundi hata yður,
ef eg væri í hans spomm. ”
“Það er svo sem auðvitað. Eg hata hann
lífca. Eg hefi óbeit og viðbjóð á honum.”
“Þér hafið sýnt það.”
“Ekki nema það þó, að sýna mér ásta-atlot.
Kyssa mig! Við voram hálfa nóttina sem leið
úti í skógargöngunum. Bara hugsið yður það!
Vissuð þér að hann er Kínverji?”
“Eg vissi það.”
“Eg gæti drepið hann. Þetta er andstvggi-
legt,” sagði hún me ðofsa miklum.
“Vissulega! Eitthvert versta bragð, sem
eg hefi nokkum tíma hejrrt um. . Svo ósann-
gjamt.”
‘ ‘ Já, ósanngjarnt. ’ ’
“Þér ættuð skilið að vera lamin, svo að sem
næst væri egngið lífi yðar.”
“Eg?” spurði Alanna og starði á hann.
“Auðvitað. Náttúrlega skellið þér ekki
skuldinni á hann. Hann átti ekki upptökin. að
þessu. Það er eg viss um. Mér skyldi þvkja
vænt um, Miss Wagner, að mega segja yður
mitt álit á yður, en eg get það ekki vel, vegna
þess að þér erað hér heima hjá mér.”
“Eg vil að þér gerið það. Eg kom óboðin.”
“Þakka yðnr fyrir. Það verður yður að
vísu ekki til neins gagns, en það léttir töluvert
mér, því í alt kveld hefi eg ekki heyrt um ímn-
að talað en Sam og yður, svo það er eigin-
lega ekkert annað í huga mínum. Eg geri ekki
annað en endurtek það, sem eg hefi áður sagt.
Til þess að vera heldur vægur í orði, skal eg
segja yður, að eg álít yður hrokafylstu, misk-
unnarlausustu og eigingjömustu manneskju,
sem eg hefi nokkum tíma þekt, og þessa skoðun
mína hefi eg hiklaust látið í ljós. Þér eruð al-
gerlega mislukkuð og mér geðjast afar illa að
yður.”
“ Já, mér skilst það,” sagði stúlkan og leit
til hans dálítið forvitnislega.
“Þér eruð ógeðslegar, illa uppaldar og
grimmlyndar. Eg er viss um, að þér hafið ver-
ið ein af þessum illa innrættu krökkum, sem
teygja lappiraar á titlingum, bara til að heyr.a
þá skrækja. \ ður finst það einhver mikil-
menska, að brjóta. allar velsíemisreglur og
skeyta því engu, hvað er sæmilegt og ósæmi-
legt. Hvað öðram kemur vel eða illa, takið þér ^
ekkert tillit til. Tilfinningar annara látið þér
yður engu skifta. Mér þykir slæmt, að' faðir
yðar er hér ekki viðstaddur, en þér getið sagt
honum það, sem eg er að segja yður, og svo get-
ur hann fundið mig nær sem vera vill. ”
“Haldið þér bara áfram,” sagði Aianna.
“Það skal eg gera. Það er mér ánægja, sem
eg vil ekki neita mér um. Við Evrópumenn för-
um oft óskynsamlega með konur vorar, eftir að
þær era orðnar fullorðnar. En Ameríkumenn
eyðileggja þær strax á barnsaldri, eins og þér
sýnið betur en flestar aðrar. Það þarf ekki
annað en lfta í kring um síg hér í aradis. Hér
er fult af skrautgjörnum, heimskum, nautna-
sjúkum konum, sem svo era eigingjarnar, að
það gengur úr öllu hófi fram. Svona er það um
alla Evrópu. Að hugsa sér það t. d. að stúlka
kemur heim til karlmanns um þetta leyti nætur
og segir honum, og hælist um yffc því, að hún
hafi eytt hálfri nóttu í faðminum á ungum
manni. Gáfuð og myndarleg stúlka, það vant-
ar ekki, en þetta er í mínum augum hreinn og
beinn viðbjóður. Eg skyldi láta yður finna
hvernig það er að vera barinn með svipu. Sam
Lee er hreinn og flekklaus piltur og langt of
góður fyrir yður. Hann hélt yður frá sér með-
an hann gat, en það varð bara til að æsa yður
enn meir. Eg sá fullvel, hvemig þér fórað að
ráði yðar. Það var skammarlegt! Nú hatið
þér hann, gætuð drepið hann! Jæja, það hefði
ekki verið verra, en það sem þér gerðuð. Þér
óvirtuð mann, sem er óvanalega mikið ant um
virðingu sína —”
“Hvað er að segja um mína virðingu?”
sagði Alanna og gat nú ekki lengur þagað. “Eg
er frá öaliforaíu og alin upp þar sem fult er
af Kínverjum.”
“Þeir era öðra vísi en Sam. Hann er betur
ættaður en þeir, og hann er stoltari og vand-
aðri'að virðingu sinni heldur en þér eða eg, því
hann hefir eitthvað til að vera stoltur af. Eg
hefi lítið, en þér hafið ekkert, nema fríðleikann.
Eg vil að þér skiljið það, að eg beygi ekki kné
fyrir auð föður yðar.”
“Hafið þér nú sagt alt, se þér viljið segja?”
“Ekki alveg. Eg verð að segja, að það er
nokkuð gott af yður, að hlusta á það sem eg er
að segja, áður en þér hellið yfir mig öllu því,
sem yður býr í brjósti, því eg er viss um, að
þetta er í fyrsta sinn, sem nokkur maður hefir
sagt yður sannleikann um sjálfa yður. En þér
hafið ekki hugmynd um, hve mikið ilt þér hafið
gert þessum pilti. Það er veralega illa gert og
ómannlegt, að ebrja mann, sem ekki á þess kost
að verja sig, eins og það er að fótbrjóta ketl-
ingana. Það var Ijótt og lítilmannlegt og eins
ranglátt eins og verið gat. Má eg nú fylgja yð-
ur til gistihússins ? ”
“Bíðlð þér ofurlítið við,” sagði Alanna í
þeim róm, að Bathurst furðaði stórlega. “Eg
1 þarf að segja yður ofurlítið, áður en við förum.
Eg er afar rei ðút af þessari samlíkingu yðar
með kethngana. Eg hefi aldrei farið illa með
þá, eða neinar skepnur. Mér þykir vænt um
dýrin, og mér gæti aldrei komið til hugar að
meiðna neina skepnu. Hitt, sem þér sögðuð,
var satt, nema þetta um stúlkurnar í Ameríku.
Þær eru ekki allar illa uppaldar og ekki allar
eigingjamar. Þér kynnist bara þeim, sem eru
svipaðar og ég er. Eg veit, að ég hegða mér
heimskulega og' ranglátlega. Eg kom til að
biðja afsökunar.”
“Einmit.t það,” sagði Bathurst. “Mér þyk-
ir fyrir því, að eg hefi líklega sagt heldur
mikið.”
“Það gerir ekkert. Eg er sjálf búin að vita
langa-lengi hvernig eg er. Eg er lík sápunni
hans föður míns. Hún er ilmandi, og hún er í
ljómandi fallegum og dýram umbúðum, en hiin
er búin til úr allskonar úrgangi og óþverra frá
sláturhúsunum. Mér þykir fjarskalega vænt um
Sam, en það þýðir ekkert hvað þetta snertir.
Það baras kýrir mínar athafnir. Þetta eru
fyrstu örðugleikarnir, sem eg hefi mætt í líf-
inu, sem eg hefi ekki þægilega komist fram úr.
Eg býst við að það sé þess vegna, að mér varð
þetta á. Það gerði mig svona æsta.”
‘ ‘ Þykir yður í raun og vera vænt um Sam? ’ ’
Hún játaði, að svo væri. Hún þurfti að
beita hörðu við sjálfa sig, til að verjast gráti.
Það leyndi sér ekki, að henni leið afar illa. —
“Þegar maður hefir alt, sem maður óskar sér,
þá kemur það við mann að missa alt í einu. Sjá
alla sína lífsgleði alt í einu hrapa í grunn og
verða að engu. Alt farið, og getur aldrei kom-
ið aftur! En þetta er mér ekki nema mátu-
legt.” Hún þagnaði ofurlitla stund, en hélt
svo áfram og það leyndi sér ekki, að hún tók
það nærri sér: “Meiddi ég hann mikið?” Bat-
hurst eins og hrökk við, en svaraði ekki. “Eg
skal aldrei fyrirgefa sjálfri mér að eg skyldi
gera þetta. Ef mér hefði ekki þótt svona vænt
um hann, þá hefði ég .ekki gert það. En hann
meiddi mig líka, og þetta er í fyrsta sinn, sem
egi hefi reynt það. Þetta endaði alt svo fljótt
og skelfilega”
“Þarf þetta endilega að vera endirinn?”
“Já, áreiðanlega. Það er engin leið út úr
því. Þið, sem semjið leikrit, getið látið hvað
sem ykkur sýnist koma fyrir á leiksviðinu, en í
sjálfu lífinu verður maður að gæta skynsem-
innar. Maður að taka hlutina eins og þeir era
ag maður má ekki fara út fyrir viss takmörk,
hvað mikill uppreisnarandi, sem í manni kann
að vera. Flestar konur, hversu eigingjamar
sem þær era, era samt bömum sínum góðar.
Þeim þykir vænt um þau, og eru vanalega stolt-
ar af þeim. Nú kæri ég mig ekki lengur mikið
um það, hvað um mig kann að verða. En þeg-
ar maður giftir sig, verður maður að líta fram
í tímann. Maður verður að vea sanngjam
gganvart börnunum. Jafnvel skepnumar eru
það. Nei, hér er um ekkert meira eða minna að
ræða en algert skipbrot, og það er ekki til neins
að tala um það. Mínir ástadraumar enda sjálf-
sagt með því, að eg giftist einhverjum sköllótt-
um karli, sem á sæti í stjómarnefndum svo sem
tuttugu gróðafélaga. Þér sjáið mig láta eins
og apakött og vitleysingja, þá megið þér reiða
yður á, að eg geri það sem eg vil ekki og veit
að eg á ekki aðgera. Þér getið sagt við sjálf-
an yður: “Þama er stúlka, sem varð annað,
en hún átti að verða og hefði getað orðið.”
“Þér erað betri en eg hélt,” sagði Bathurst.
“Eg bið fyrirgefningar. ”
“Það er ekkert að fyrirgefa. Þetta sem
þér sögðuð um ketlingana meiddi mig óskap-
lega. Fylgið mér nú henm. Eg þarf að
' gráta.”
Blöðin í New York fluttu þá fregn, að Lee
Ying væri dáinn. Þau höfðu margt gott að
segja um þennan auðugasta áhrifamesta Kín-
vreja, sem nokkura sinni hefði verið í New
York. Blöðin í San Francisco höfðu hið sama
að segja og fregnin um andlát þessa manns
barst um alt landið. Landar hans sýndu hon-
um dánum mikla virðingu. Fjöldi manna kom
til að sjá hann dáinn, áður en hann væri fluttur
til Kína, því þar átti að jarða hann, og staður-
inn hafði verið valinn fyrir löngu. Það vora
ekki að eins Kínverjar, sem sýndu honum virð-
ingu. Margir Bandaríkjamenn gerðu það einn-
ig. Lee Ying hafði aflað sér mikilllar virðing-
ar. Ekki með auð sínum aðeins, heldur líka
með gáfum sínum og góðvild. Það var þegar
farið að tala um að reisa honum minnisvarða.
Blöðin gátu þess einnig, að sonur Lee Ying,
sem verið hefði að ferðast í Evrópu, væri á
leiðinni heim með einu af hraðskreiðustu Atl-
antshafsskipunum og hans væri von innan fárra
daga. Þessi ungi maður, Lee Sam, væri einka-
erfingi að hinum mikla, auð sem Lee Ying hefði
skilið eft,ir og hann væri líklegur til að verða
nokkurs konar foringi allra Kínverja í Ame-
ríku. Hann hefði hlotið ágæta mentun og væri
hið mesta prúðmenni. Nefnd manna hefði ver-
ið valin til að mæta honum, er hann stigi á
land. Það var sami Lee Sam, sem blöðin höfðu
haft talsvert um að segja fyrir nokkram mán-
uðum og nú aftur fyrir skömmu í sambandi við
unga og auðuga stúlka frá Cálifomíu. Síðustu
fréttimar höfðu þó sagt, að það væri engin hæfa
fyrir því, að hann væri trúlofaður.
Sam kyntist engu af samferðafólkinu á
leiðinni heim, því hann hélt sig alt af í herbergi
sínu allan daginn, en fór að eis upp á þilfar
þegar dimt var orðið, til að anda a ðsér hreinu
lofti. Þá var ekki auðvelt að sjá, hvemig hann
var útleikinn, eftir það skakkafall, sem hann
hafði orði ðfyrir í Paradis. Parsarblöðin höfðu
haft töluvert um það, að segja, daginn sem
hann fór, og það hafði vakið hjá honum
gremju svo mikla, að hann gat naumast við-
ráðið.
Hverja klukkustundina eftir aðra gekk hann
nm gólf í herbergi sínu, eða bylti sér vakandi í
rúminu af einni hlið á aðra, en gat með engu
móti hrandið lír huga sér því ranglæti og þeirri
lítilsvirðingu, sem hann hafði orðið fyrir.
Hann reyndi að hugsa að eins um föður sinn, en
Alanna var alt af í vegium fyrir houm. Hann
var óánægður við sjálfan sig út af þessu, en
hann gat ekki við það ráðið. Lee Ying var að
deyja! Hann hafði gert boð eftir syni sínum.
Honum fanst skipið ekkert komast áfram, alt-
af hjakka í sama farinu. Hans sterkasta löng-
un var að komast áfram. Barinn eins og raki‘
Svívirtur — svo hann gat aldrei beðið þess
bætur. Hann gat enn séð svipinn á sumu fólk-
inu, sem hafði horft á þessar andstyggilegu
aðfarir. Ekkert ófrávíkjanlega boð eða bann
hafði hún sagt. Engir fordómar gegn neinum
þjóðflokki eða kynflokki. En sú lýgi! Allar
konur voru lygarar og þjófar og ekkert nema
eigingimin og ranglætið. Hversu tilgangslaust
var það ekki, að óska sér að skipi ðhéldi sem
hraðast áfram? Hann gat aldrei flúið sjálf -
an sig.
Sam fann, að það var ekki rétt af sér að
hugsa svona mikið um sjálfan sig, einmitt nú,
þegar hann átti að hugsa eingöngu um föður
sinn, sem hann átti alt að þakka. Hann reyndi
sem bezt hann gat að hugsa um sinn deyjandi
göður og alla ástúð, sem hann hafði alt af sýnt
honum, og um heimilið, sem hafði svo ótal
mörg þægindi að bjóða, sem hann hafði lengi
notið. En áður en hann varði, var hann aftur
farinn að hugsa um ástasæluna, sem hann hafði
notið með Alanna í skógargöngunum í Paradis.
Ást! Unaður! Faðmlög! Kossar! En sú vit-
leysa! Ást var meiningarlaust orð, hvað hana
súetti. Hjá henni var ástin ekki langlífari held-
ur en öldurnar utan við borðstokkinn. Hvað
var það annars, sem aðskildi Austurlönd og
Vesturlönd svona stórkostlega eins og raun
var á? Var ekki manneskjan hin sama í öllum
aðal-atriðum, hvar sem var á hnettinum? Al-
anna hafði samskonar blóð í æðum, eins og hann
sjálfur. Húðin var eins og hinir andlegu hæfi-
leikar hinir sömu. Nei, hér var ráðgátan, sem
ekki varð ráðin. Hann gaf það því frá sér.
Á miðju hafi barst honum loftskeyti, sem
honum félst mikið um. Honum var naumast
mögulegt að átta sig á því, að þessi frétt væri
sönn. Lee Ying dáinn! Það gat ekki verið.
Það mátti ekki vera rétt, en það sagði nú skeyt-
ið samt sem áður. Með dagrenningu hafði hann
dáið. Andi hans var horfinn til hæða. Hans
göfugi faðir var ekki lengur meðal hinna lif-
andi hér á jörðu.
Hinn ungi maður lokaði sig inni. Aldrei fyr
hafði hann fundið eins mikla nauðsyn á ein-
verunni. Nú var hann ekki Ameríkumaður. Nú
var hann Kínverji. Nú steðjuðu mótlætisöldurn-
ar að honum hver á fætur annari. Gæfan fylgdi
honum ekki lengur. Hann leitaði sér huggunar
í trú og tilbeiðslu feðra sinna.
Það var ungur Kínverji, sem móttökunefnd-
in mætti, þegar skipið kom til New York.
Óíkunnugir áhorfendur ímynduðu sér, að hann
væri einhver stórhöfðingi frá Kína. Allir tóku
eftir rauðri rák áandlitinu á honum, sem sjá-
anlega var ekki fullgróið sár.
Lee Ying skildi eftir bréf til sonar síns.
Eileen Cassidy hafði skrifað það fyrir hann
skömmu áður en hann dó, en hann hafði lesið
henni fyrir. Daginn eftir að Sam kom heim,
aflienti hún honum bréfið. Bréfið var langt og
ástúðlegt og fékk mikið á Sam. Alt til síðusfu
stundar hafði Lee Ying hnugsað meira um
drenginn sinn, heldur en alt annað. Það eina,
sem lirygði hann nú, var það, að hann varð að
deyja án þess að mega hafa Sam hjá sér og án
þess að geta kvatt hann hinstu kveðju á bana-
stundinni.
“Mentaður maður, sem ekki hefir nema
rétt meðal hæfileika, er oft ranglega kallaður
vitringur eða heimspekingur. Vísdómur hans
er ekki annað en dálitlir glampar af þeim sann-
leika, sem aðrir hafa fundið og hann hefir lært.
Og orð hans eru ekki nema bergmál af því, sem
vitrari menn hafa fyrir löngu sagt,” sagði á
einum stað í bréfinu. “Á allri minni æfi hefi
ég engan nýjan sannleik fundið, enga staðreynd,
sem aðrir hafa ekki fundið áður, og sem er
marg-hugsuð og þaulreynd og það af mönnum,
sem verið hafa vitari en eg. Allstaðar hefir
leiðin verið troðin fyrir oss af þeim, sem óvana-
lega mikla vitsmuni höfðu þegið og sem við
köllum innblásna menn. Við verðum að fylgja
þiem leiðum, sem þeir hafa lagt, og ef við viil-
umst ut af þeim, þá lendum við í vegleysum og
vandræðum.
KAUPtt) AVALT
LUMBER
hj&
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRYAVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offlce: 6th Floor, Bank ofHamilton Chamber*
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medlcal Arts Bldg.
Cor Graham og Kennedy Sta.
PHONE: 21 834 Office tlmar:
Heimlli 776 Victor St.
Phone: 27 122
Wlnnipeg, Manitoba.
DR. O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
PHONE: 21 834 Office timar: 2—8
Heimill: 764 Victor 8t„
Phone: 27 586
Winnipeg, Manltoba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sta,
PHONE: 21 834 Office Umar:
Heimill: 5 ST. JAMES PLACE
Wlnnipeg, Manltoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical ArU Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
PHONE: 21 834
Stundar augna, eyrna nef og kverka
sjúkdöma.—Er að hitita kl. 10-12 f.
h. og 2-6 e. h.
HeimiM: 178 Rlver Ave. Tals.: 42 691
DR. A. BLONDAL
202 Medical Arta Bld«.
Stundar aérstaklega k v e n n a og
barna sjúkdöma. Er aO hltta frl kl.
10-12 f. h. og 3-6 e. h.
Offlce Phone: 22 296
Heimili: 806 Victor St. Simi: 28 180
Dr. S. J. JOHANNESSON
stundar lœkningar og vfirsetur.
Tíl viOtals kl. 11 f. h. Ul 4 a. h.
og frfi, 6—8 aB kveldlnu.
SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877
HAFIÐ PÉR SÁRA FÆTURf
ef avo, finniB
DR. B. A. LENNOX
Chiropodiat
Stofnsett 1910
Phone: 23 137
334 SOMERSET BLOCK,
WINNIPEG.
Drs. H. R. & H. W. Tweed
Tannlnknar.
406 TORONTO GENERAL TRUST
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE: 26 645 WINNIPHG
DR. A. B. INGIMUNDSON
Tannlæknir.
208 Avenue Block, Winnipeg
Sími 28 840. Heimilis 46 064
Dr. Ragnar E. Eyolf son
Chiropractor.
Stundar sjerstaklega Gigt, Bak-
verk, Taukaveiklun og Svefnleysi
Skrifst. sim. -80 72 6—Heima 39 266
Suite 837, Somerset Bldg.
294 Portage Ave.
Dr. A. V. Johnson
íslenzkur Tannlæknir.
212 Curry Building, Winnipelg
Gegnt pósthúsinu.
Sími: 23 742 Heimilis: 33 328
J. SIGURDSSON
UPHOLSTERER
Sími: 36 473
562 Sherbrooke Street
H. A. BERGMAN, K.C.
Islenzkur lögfrseBingur
Skrlfstofa: Room 811 McArthur
Bullding, Portage Ave.
P. O. Box 1656
PHONES: 26 849 og 26 840
Lindal Buhr & Stefánsson
Islenzkir lögfræðingar.
366 MAIN ST. TALS.: 24 961
peir hafa einnig skrlfstofur aB
Lundar, Riverton, Gimll og
Piney, og eru þar aB hitta fi
eftirfylgjandl tlmum:
Lundar: Fyrsta miBvikudag,
Riverton: Fyrsta fimtudag,
Glmll: Fyrsta miBvikudag,
Plney: priBJa föstudag
I hverjum mfinuBi.
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harv.)
Islenzkur lögmaOur.
Rosevear, Rutherford. Mclntoeh and
Johnson.
910-911 Electric Railway Chmbrn
Winnlpeg, Canads
Siml: 23(082 Heima: 71 758
Cable Address: Roscum
1
J. T. Thorson, K.C.
íslenzkur lögfræðingur.
Skrifst.: 411 Paris Building
Sími: 22 768.
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
LögfræBingur
Skrifstofa: 702 Confederation
Life Buildlng.
Maln St. gegnt Clty Halí
PHONE: 24 587
Residence
Phone 24206.
Office
Phnone 89 991
E. G. Baldwinson, LLB.
tslenzkur lögfræðingur
809 Paris Bldg., Winnipeg
J.J.SWANSON&CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPHG
Fastelgnasalar. Leigja hús. Ot-
vega peningalán og elds&byrg®
af ÖIlu tagi.
PHONE: 26 349
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bldg.
WINNIPEG
Annast um faateignlr manna.
Tekur aB sér aB ávaxta sparif*
fölks. Seiur eldsábyrgB og bif-
relBa fibyrgðlr. Skriflegum fyr-
irspurnum svaraB sainstundis.
Bkrlfstofuaimi: 24 263
Heimasimi: SS 328
DR. C. H. VROMAN
Tannlæknir
505 BOYD BLDG. PHONE: 24 171
WINNIPEG
G. W. MAGNUSSON
Nuddlæknlr.
125 SHERBROOKE ST.
Phone: 36 137
VlBtala timi klukkan 8 til 9 aB
morgninum.
ALLAR TEOUNDIR FIMTNINGAt
Hvenær, sem þér þurfið að láta
flytja eitthvað, smátt eða stórt,
þá hittið mig að máli. Sann-
gjarnt verð,— fljót afgreiðsla.
Jakob F. Bjamason
762 VICTOR ST.
Slmi: 24 500
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur llkklstur og annast um út-
farlr. Allur útbúnaBur sfi beitl
Ennfremur selur hann allakonar
minnlsvarBa og legsteina.
Bkrifstofu talsími: 86 607
Heimitis talsiml: 58 802
Thomas Jewelry Co.
527 Sargent Ave. Winnipeg
Sími: 27 117
1 llar tegundlr úra seldar lœgsta verOi
SömuleiSis
Waterman’s Lindarpennar
CARL THORLAKSON
Ursmiður
Heimasími: 24 141.
PJÓÐLEGABTA KAFFI- OG
MAT-BÖLUHOBIÐ
sem þessi borg hefir nokkurn
tima haft innan vébanda slnna.
Fyrirtaks m<íBir, skyr, pönnu-
kökur, rúllupylsa og þjöBræknis-
kaffi.—Utanbæjarmenn ffi »ér
fivajt fyrst hressingu &
WEVEL CAFE
692 SARGENT AVE.
Síml: 37 464
ROONEY STEVENS, eigandi.