Lögberg - 11.12.1930, Qupperneq 4
Bls. 4.
JiöGBERG. FIMTUDAGINN 11. DESEMBER 1930.
RpbmffHood
Rdpíd Oats
Bezt vegna pönnu-þurksins
RAGNAR H. RAGNAR
píanókennari.
Kenslustofa:
Ste. 4, Norman Apts.,
814 Sargent Ave. Phone 38 295
Or bœnum
Dr. T'weed verður í Árborg mið-
vikudaginn og fimtudaginn 17. og
18. desember.
Mr. Jón Halldórsson frá Lund-
ar, Man., var staddur í borginni í
vikunni sem leið.
Mr. B. G. Thorvaldsson, Piney,
Man.j hefir verið kosinn sveitar-
oddviti í Piney sveit.
Hinn 26. nóv. síðastl. andaðist
á Almenna spítalanum hér í borg-
inni, Mrs. Guðbjörg Mýrdal, 58
ára að aldri, kona Bergsteins Mýr-
dal, Glenboro, Man.
Mr. Ari G. Magnússon hefir ver-
ið kosinn forseti íþróttafélagsins
“Fálkinn”, en til varaforseta var
kosinn Bill Goodman. Símanúm-
er forsetans er 63 605.
Látinn er að Gamalmennaheim-
ilinu Betel, Gimli, þ. 2. des. sl. 1.,
Jóhannes Frímann Gíslason, 82
ára gamall, ættaður frá Mársstöð-
um, í Vatnsdal í Húnavatnssýslu
Jarðarförin fór fram frá Betel, þ.
5. des. Séra Jóhann Bjarnason
jarðsöng.
Men's Club
Það félag hélt sitt mánaðarlega
samsæti, á miðvikudagskveldið
hinn 3. þ. m. Ræðumaðurinn í
þetta sinn, var prófessor Watson
Kirkconnell, sem flutti mjög fróð-
legt erindi um skáldskap. J. Ragn-
ar Johnson gerði gestunum ræðu-
manninn kunnugan. Prófessor
Kirkconnell er nokkurs konar
undramaður hvað lærdóm og þekk-
ingu snertnr. Á skólaárum sínum
skaraði hann ekki aðeins fram úr
. í einhverri einni námsgrein, held-
Mjög hentug jólagjöf, Ljoð- , .... , . ,
J & ® „ ur i ollum namsgremum, er hann
mál”, kvæðabók eftir Prof. R. , „. ,, , ,,
_ I stundaði. Yfir fimtiu tungmal
Beck, fæst keypt hjá undirrituð- . „. ,
’ J ,!les hann og skilur og hefir þytt
um. Verð $1.00 í kápu, $1.75 i .... _ , , , j,...,,
._ . . _ ... i eitthvað a ensku ur fjolda morg-
um málum. íslenzku kann hann
ágætlega. Að erindi prófessors-
bandi. Bókin send burðargjalds-
frítt út um land. Sími 80 528. —
J. Th., Beck.
975 Ingersoll St., Winnipeg.
Mr. W. H. Paulson, fylkisþing-
maður frá Leslie. Sask., hefir ver-
ið í borginni undanfarna daga.
Ársfundur kvenfélags Fyrsta
lút. safnaðar, verður haldinn í
samkomustal kirkjunnar á fimtu-
daginn í þessari viku og byrjar
kl. 3 e. h. Allar konur, sem fé-
laginu tilheyra, eru beðnar að
hafa þetta í minni.
ins loknu, lagði séra Rúnólfur
Marteinsson til, að samsætisgest-
irnir greiddu honum þakklætisat-
kvæði fyrir erindið og fór um
leið nokkrum einkar velvöldum
orðum um prófessorinn og erindi
hans. Var því tekið með mikilli
ánægju.
Rosr
Theatre
ADUI.TS
25c
ANY TIME
Thur—Fri—8at., This Week
Dec. 11—12—13
100% ALL TALKING
“Itie Bishop Murder Case”
—ADDED—
15th Ch. “The Iixlians are Coming”
____C’omedy — Mickey Mouse
IiOOK! KIDDIES! LOOK!
Starting Thur—Fri—Sat
Dec. 11—12—13
15TH CHAPTER
“TheindiansAre Coming ”
EREE—500 Indian Hats to the first
500 Children on Sat. Matinee
Also Special Sat. Mat. Only showingi
TOM MIX in
( í
PALS IN BLUE”
Something for Everybody—-
Mon.—Tues.—Wed.y Dec. 15—16—17
BILLY DOVE—CLIVE iiROOK
IN
“SWEETHEARTS AND WIVES”
Added—Comedy — News
Varieties
BÆKUR TIL JÓLAGJAFA.
Erfiðleikar í ástamálum
Forseti Alþingis og forsætis-
ráðherra Islands, hafa sent Lög-
bergi skrautritað ávarp, þar sem
íslendingadagsnefndinni í Winni-
peg, eru færðar alúðar þakkir fyr-
ir samúðarvott og virðingar, á
Alþingishátíðinni í sumar.
Enn eru nokkur eintök til sölu
af Kviðlingum K. N. á skrifstofu
Columbia Press, Ltd. Bókin kost-
ar í kápu $1.25, auk lOc. burðar-
gjalds. Einnig eru örfá eintök til
í góðu bandi, sem kosta $1.75. —
Gleðjið vini yðar um jólin með
því að senda þeim þessa gleðinn-
ar bók.
Hinn 4. þ. m. andaðist að heim-
ili sínu, 636 Sargent Ave., hér í
borginni, Eggerl J. Oliver, sjötug-
ur að aldri. Kom til Winnipeg
frá íslandi 1879, en fór 1885 til
Argyle og bjó þar nokkur ár. Mest-
an hluta æfinnar stundaði hann
verzlunarstörf og vann í mörg ár
fyrir Massey-Harris félagið. Fór
hann víða um Vestur-Canada á
þeim árum og var víða þektur og
vel kyntur.
Jónas M. Jónsson, 72 ára gam-
all, andaðist á gamalmennaheim-
ílinu Betel, á Gimli, 4. des. s. 1.
Faðir hans var Jón Jónasson, frá
Syðra Vatni í Skagafirði, er stund
aði lækningar í fyrstu landnáms-
tíð í Nýja íslandi, og bjó þá á
Skíðastöðum í Árnesbygð. Hepn-
aðist honum vargt vel og var
venjulelga nefndur “Jón læknir”
Flutti hann síðar til Dakota og
mun hafa dáið þar. — Jarðarför
Jónasar fór fram frá Betel, þ. 6.
des. Jarðsunginn af séra Jóhanni
Bjarnasyni.
WINNIPEG ELECTRIC CO.
Úr Joplin, Missouri, Globe:
“Nokkuð óvanalegt hefir ný-
lega komið fyrir í Salem, Missouri.
The Missori ÍPower Utilities
Company, sem leggur til mest af
þeirri raforku, sem notuð er í
bænum, sótti um að mega lækka
verðið á raforkunni.
En bærinn neitaði þeirri um-
sókn.
í umsókn sinni segir félagið,
að það hafi grætt meiri peninga í
Salem, heldur en rétt væri. Tekj-
urnar séu miklar, en kostnaður-
inn lítill og þess vegna ætli fé-
lalgið að fá leyfi til að lækka
verðið.
Orsökin til þessarar einkenni
legu neitunar er sú, að bærinn á
sínar eigin raforkustöðvar, og það
var litið svo á, að félagið væri að
lækka gjaldið í þeim tilgangi, að
gera þessari orkustöð ómögulegt
að starfa. Hún gæti ekki staðið
si.’g við að selja raforkuna fyrir
lægra verð.
Úr þessari ástæðu er vitanlega
ekki mikið gerandi, að öðru Ieyti
en því, að hún sýnir h.vernig raf-
orkustöðvar, sem eru almennings
eign, geta orðið til þess, að íbúar
bæja verða að borga hærri gjöld
fyrir raforku heldur en þó er hægt
að fá hana fyrir.”
Samkoma, að tilhlutan kvenfé-
lagsins, verðnr haldin í samkomu-
sal Fyrstu lút. kirkju á miðviku-
dagskveldið í næstu viku,. hinn 17.
þ. m. Dr. B. J. Brandson talar
þar um ísland og sýnir ágætt úr-
val af myndum frá íslandi. Eru
margar þeirra kvikmyndir. Mrs.
S. K. Hall skemtir með íslenzkum
söngvum. Inngangur verður ekki
seldur, og allir eru velkomnir, en
samskot verða tekin, og öllu, sem
inn kemur, verður varið til jóla-
felaðnings fyrir gamla fólkið á
Betel. Mun nú, eins og áður,
mörgum kærkomið að taka þátt í
því. Samkoman byrjar klukkkan
8.15 og er fólk beðið að vera kom
ið fyrir þann tíma.
Svo heitir stuttur gamanleikur,
sem leikinn var í Goodtemplarahús-
inu á mánudagskveldið og þriðju-
dagskveldið í þessari viku. Fyrra
kveldið var ýmislelgt fleira til
skemtunar. Mr. P.‘ Pálmason lék
á fiðlu, Miss B. Eyjólfson lék á
píanó, Miss S. Halldórsson sagði
frá ferð sinni til Islands í sum-
ar, Mrs. K. Jóhannesson söng sóló
tvisvar og Miss Lillian Baldwin
fór með íslenzk ljóð og skrítlur.
Var þetta alt vel og myndarlega
af hendi leyst. Seinna kveidið
var ekki annað á skemtiskránni
en leikurinn og svo dans á eftlr.
Leikurinn er, eins og fyr segir,
stuttur gamanleikur, að eins einn
þáttur. Efnið er ekki mikið eða
niar!gbreytt, en það er gaman að
honum og fólkið virtist skemta
sér vel. Leikendur voru: B. Hall-
son, Mrs. A. Hope, Miss A. Guð-
mundson, Miss Thora Sveinsson,
G. Hjaltalín, Jón Bjarnason og J.
T. Beck. Það voru Goodtempl-
arar, sem fyrir þessum samkom-
um stóðu og arðurinn af þeim
gengur til Goodtemplarafélags-
ins. Það var vel sótt bæði
kveldin.
Ljóðasafn Davíðs Stefánssonar, 2
bindi í skrautb. $7.00. Ljóðabæk-
ur Jakobs Thorareisens, “Stillur”.
og “Kyljur” og “Fleygar stundir”,
5 sögur, allar í skr.bandi $5.50.
“Staksteinar” eftir Jónas Rafnar,
í b. $2.50. Saga Snæbj. í Herfgils-
ey, $2.50. Pioneers of Freedom,
eftir Sveinbjörn Johnson, $3.50.
Prédikanir séra Jóns Bjarnason-
ar, $4.50. íslendingabygð á öðr-
um hnetti 65c. og margar fleiri.
-Hljómplötur íslenzkar, sung-nar
af ágætu söngfólki, fyrir $1. plat-
!an, meðan upplagið endist til jóla.
.Jólakort, íslenzk og ensk, mikið
úrval. ísl. flögg, 8x12 á stöng 75c.
Bókaverzlun O. S. Thorgeirssonar
674 Sarlgent Ave., Winnipeg.
GJAFIR TIL BETEL.
5.00
5.00
3.00
3.00
Kvenfélag Ágústínus safnaðar,
minningargjöf um Mrs. Pálínu
Steinson, er dó að heimili sínu
nálægt Kanadahar, Sask., 7. nóv.
1930..................... $20.00
Mrs. Stefán Árnason, Otto P.O.,
Man., í minnin!gu um föður sinn,
Sigurbjörn Guðmundsson.... $20.00
Mrs. Th. Jónasson, Regina, Sask.,
í minningu um sína elskuðu syst-
ur, Mrs. Rut Sölvason, sem dó
14. nóv. 1929... „... .... $10.00
Mrs. Sigríður Hallerímsson, St.
Paul, Minn„...,........... $10.00
Gjafir til Betel, safnaðaf kven-
félagi Frelsissafnaðar:—
Mr. og Mrs. Jón Goodman ....$15.00
Mr. og Mrs. B. S. Johnson.... 5.00
Mr og Mrs. O. S. Arason .... 5.00
Mr. Joe Sigurðsson........... 5.00
Mr. o!g Mrs. W. C. Christoph
erson ...*... ...........
Mr. og Mrs. Bj. Anderson....
Mr. og Mrs. Alb. Sveinsson
Mr. og Mrs. Jónas Helsrason
Mr. og Mrs. Stefán Sigmar 3.00
Mr. Sveinn Sveinsson ........ 3.00
Miss Guðbjörg Goodmap .... 2.00
Mr. og Mrs. Th. Goodman 2!00
Mr. Fred. Sigmar ........... 2.00
Mr. Ásbjörn Stefánsson .... 2.wt
Mr. o!g Mrs. Ben. Anderson 2.00
Mr. og Mrs. Th. Swainson 2.00
Mrs. Björ<r Christopherson 2.00
Mr. og Mrs. Jón Sveinsson 2.00
Mr. og Mrs. Sig. Anderson
Mr. og Mrs. Kjartan ísfeld
Mr. og Mrs. P. Goodman ....
Mr. og Mrs. H. P. Skaptason
Mr. og Mrs. Axel Sigmar ....
Mr. o!g Mrs. I. Swainson ....
—Samtals $75.
Safnað af kvenfél. Fríkirkju-
safnaðar:
Úr Blómsveigasjóði kvenfél. 10.00
Mr. Oir Mrs. M. Nordal..... 2.00
Mr. og Mrs. Ó. Stefánsson 2.00
Mr. og Mrs. J. Walterson.... 2.00
Mr. og Mrs. Ben. Anderson 2.00
Mr. og Mrs. S. Guðbrandson 2.00
Mr. og Mrs. Jónas Anderson 2.00
Mr. H. Stefánsson .......... 2.00
Mrs. Sigríður Hel'gason.... 2.00
Mrs. Guðrún Sigurðson ....
Mrs. Guðrún Stevenson ....
Mrs. Thorunn Olafson
Guðbrandson Bros. .........
Mr. Björgólfur Sveinson....
Mr. osr Mrs. H. Josephson
Mr. og Mrs. Th I. Hallgríms. 1.00
Mr. og Mrs. G. Björnson.... 1.00
Mr. og Mrs. T. S. Arason .... 1.00
Mr. og Mrs. Dóri Johnson.... 1.00
Mr. og Mrs. Dunning........ 1.00
Mr. o!g Mrs. Th. Guðnason 1.00
Mr. og Mrs. J. Th. Johnson 1.00
Mr. og Mrs. S. B. Gunnlaugss. .50
Samtals $39.50.
Með innileg’u þakklæti,
J. Jóhannesson, féh.
675 McDermot Ave., Winnipeg.
2.00
1.00
1.00
1.00
1.00
1.00
1.00
1.00
1.00
1.00
1.00
1.00
Fundur útgáfunefndar
Á laugardagskveldið, þann 6.
þ. m., hélt nefnd sú, úr kvenfélagi
Fyrsta lút. safnaðar, er um út-
gáfu matreiðslubókarinnar ann-
aðist í fyrra, fund, að heimili Mrs.
E. W. Perry, 630 Mulvey Ave., í
þeim tilgangi að ráða ráðum sín-
um og taka ákvarðanir um ólokin
störf í þágu fyrirtækisins. Eftir
að skýrslur allar höfðu verið
vandlerra íhugaðar, kom það í
Ijós, að hreinn ágóði af sölu bók-
arinnar fram að þessum tíma,
hafði numið $875.00. Gefin voru
út af bókinni 1500 eintök alls, og
kostnaður allur við útgáfuna
fereiddur með því fé, er inn kom
fyrir auglýsingar.
Útgáfunefndin hefir sýnt frá-
bæran dugnað og árvekni í sam-
bandi við útgáfu fyrirtækið, og
má hið sama segja um kvenfélag-
ið í heild, er ötullega starfaði að
útreiðslu bókarinnar.
Eftir að fundarstörfum sleit,
gkemtu konur sér við “Brid'ge
fram eftir kveldi og hlaut Mrs.
Finnur Johnson fyrstu verðlaun.
Að því er oss skilst, eru enn
eftir óseld þó nokkur eintök af
matreiðslubók þeirri, er hér um
ræðir; er þar um einkar nytsama
og kærkomna jólagjöf að ræða.
Bókin kostar $1.00 og fæst keypt
iijá eftirgreindum konum:
Mrs. A. C. Johnson, 414 Mary-
landSt. Sími: 33 328.
Mrs. Finnur Johnson, Ste. 1, Bar-
tella Apts. Sími: 71 753.
Mrs. B. J. Brandson, 776 Victor
St. Sími: 27 122.
Mrs. G. M. Bjarnason, 309-Sim-
coe St. Sími: 39 066.
Mrs. H. J. Pálmason, 942 Sher-
burne St. Sími: 87 519. I
Mrs, G. Jóhannsson, Ste. 1, 757
Sargent Ave. Sími: 87 965.
Mrs. Chr. Olafson, Ste. 1 Ruth
Apts. Sími: 30 017.
Mrs. Henry Thompson, 664 Bev-
erley St. Sími: 87 943.
Mrs. J. S. Gillies, 680 Banning
St. Sími: 38 078.
Mrs. E. W. Perry, 630 Mulvey
Ave. Sími: 42 675.
Fréttabréf
Rev. og Mrs. Egill H. Fáfnis frá
Glenboro, voru í borginni í þess-
ari viku.
Messur í prestakalli séra Sig.
Óilafssonar fy rir (desembermán.:
Að Hanusum, kl. 2 e. h., 7. des.
í Árborg, 14. des., kl. 2 e. h.
Að Geysir, 21. des., kl. 2 e. h.
í Framn. Hall, 24. des. kl. 2. e.h,
í Riverton, 25. des., kl. 3 e. h.
I Árborg, 26. des., kl. 3 e. h.
í Víðir, 28. des., kl. 2 e. h.
Séra Jóhann Bjarnason messar
væntanlega sunnuda!ginn þ. 14.
des., á þeim stöðum, er hér segir:
I gamlamenna heimilinu Betel á
Gimli, kl. 9.30 f.h.; í kirkju Ár-
nessafnaðar kl. 2 e. h., og í kirkju
Gimlisafnaðar kl. 8 að kveldi. —
Sunnudag-inn þ. 21. des. býst ^éra
Jóhann við að messa hjá Mikleyj-
arsöfnuði.
WALKER.
Leikurinn “Brothers”, sem þessa
viku er leikinn á Walker leikhús-
inu, er bæði efnismikill og prýði-
lega vel leikinn, og þykir þeim,
sem séð hafa, mjög mikið til hans
koma. “Penny Arcade” heitir
næsti leikur og verður hann leik-
inn í fyrsta sinni á mánudags-
kveldið, hinn 15. þ. m. og svo alia
þá viku. Þessi leikur er mjög
spennandi og fólk má reiða sig á,
að það igetur skemt sér vel við að
horfa á hann
SAFETY TAXICAB C0.
LIMITED
Til taks dag og nótt. Banngjarnt
verö. 8lmi: 23 309.
Afgreiðsia: Leland Hotel.
N. CHARACK, forstjóri.
SMÆLKI.
— Hverni!g stóð á því, að þú
dirfðist að kyssa þjónustustúlk-
una hérna í hótelinu áðan?
— Eg gerði það af ásettu ráði,
til þess að við þyrftum ekki að
gefa henni drykkjupenihga. —
/
BRYAN LUMP
Recoignized by governAent
engineers as the
Best Domestic
Coal
in the West
HIGHEST IN HEAT
Low in ash and moisture.
Lasts in the furnace like
Hard Coal.
_ We guarantee satisfaction.
Lump, $13.75 per ton
Egg, $12.75 per ton.
Nut, $10.50 per ton.
PHONES: 25 337
27 165
37 722
HALLIDAY
BROS., LTD.
342 Portage Ave.
Jón Ólafsson umboðsmaður.
Peace River, 30. nóv. 1930
Herra ritstjóri Lögbergs!
Landsvæði það í Norður-Alberta,
sem kallað er Peace River, hlýt-
ur að vera íslendingum fremur
lítið kunnugt yfirleitt, ef dæma
má af því, hvað fáir þeirra hafa
fluzt þangað. Það er jafnvel
ekki svo lan!gt frá að sumir álíti
að það fremur tilheyri heimskauta-
löndunum en nokkuð annað. Tíð-
arfar þar er þó engu ómildara en
í öðrum bygðum Vesturlandsins,
sem lilggja þó miklu sunnar.
En vann að uppskeruvinnu ná-
lægt Clairmont í haust; uppsker-
an var þar góð. Það voru fjölda-
margir, sem fengu yfir 30 bush.
af ekrunni af hveiti til jafnaðar.
Clairmont er næsti bær lyrir
norðan Grand Prairie. Grand
Prairie er stærsti bærinn í “Peace
*
River”, telur um 1,500 manns. Þar
eru fimm kornhlöður. 1 Clairmont
eru fimm kornhlöður líka og sjö
í Sexsmith, sem er næsti bær fyr-
ir norðan Clairmont. Árið 1929
fóru um 1,180,000 bush. af korni
frá Sexsmith og yfir 230 va!gn-
hlöss af skepnum (nautgripum,
svínum og sauðfé), og var það
meira en fór frá nokkrum öðrum
bæ í Alberta þaÖ ár. Á þessu
sést, að það er frjótt land þar í
nágrenninu, enda ber enginn á
móti því, sem hefir séð það.
Það er nú verið að fullgjöra
járnbraut, alla leið vestur til Daw-
son Creek, B. C., og gjöra menn
sér vonir um, að hún verði lengd
bráðlega vestur yfir fjöllin o'g
tengd við Prince Rupert braut-
ina.
Þagð er verið að byggja fimm
eða sex kornhlöður í Dawson
Creek, því það er mikið ræktað af
hveiti þar í kring. í haust fékk
einn bóndi nálægt Pouce Coupe,
sem er næsti bær fyrir austan
Dawson Creek, 9,000 bushel af
hveiti af 150 ekrum.
Fyrir sunnan Arras, sem er ell-
éfu mílur vestur af Dawson Creek,
eru nokkrir íslendingar, sem eru
nýkomnir þangað, og er eg einn
af þeim. Mér lízt vel á landið
hér. Það er léttur skólgur og víða
kafgras, svo það er vel hægt að
hafa nóg af engjum, svo er víða
sem má brjóta strax með því að
hreinsa dálítið. Það er þó nokk-
uð ónumið hér í kring enn þá.
Vegna þess, að hingað eru komn-
ir nokkrir íslendingar, þá vildi'ég
óska, að þeir yrðu fleiri, svo hér
gæti orðið svolítil íslenzk bygð.
Mér finst Iandsla!gið vera fallegt.
Það eru dalir með fram hverjum
læk, og svo hátt land á milli. Það
er hætt við frosti í dölunum að
sumrinu, en það breytist til batn-
aðar, þegar landið hreinsast.
Þannig var það hjá Dawson
Creek, 'Nú er væktað hveiti þar
sem áður var ekki hægt að rækta
nema hafra.
Jæja, eg held eg láti nú þetta
duga núna. Eg bið lesendurna af-
sökunar á þessu ritsmíði. Eg
skrifa kannske einhvern tíma
seinna um “Peace River” í ís-
lenzku blöðin.
Peace River landsvæðið er nokk-
uð stórt. Það er eins stórt og
Norður-Dakota, og stærra, ef hér-
aðið, sem kallast Peace River
Block, B. C., er talið með.
Helgi Elíasson.
Arras, B. C.
JÓLA-SALA
Vér höfum fengið birgðir af nýjum vörum, er seljast mjög
ódýrt; þar á meðal mikið af afbragðs jólagjöfum. Oss
væri ánægja í að þér lituð á byrgðirnar. Ein afgreiðslu-
stúlka vor talar íslenzku og hlýtur það að Igreiga fyrir
viðskiftum yðar.
Falli yður ekki vörurnar, verður peningum skilað aftur.
BARSKY’S VARIETY STORE
65l3—655 Sargent Ave. Cor. Agnes Street.
Olgan í Finnlandi
Fyrir skömmu fluttu nokkrir
Finnar Stahlberg fyrv. ríkisfor-
seta o!g konu hans burt með valdi.
Voru þau á morgungöngu nálægt
fielsingfors, þegar ofbeldismenn-
irnir tóku þau. Þeir óku með þau
í bíl til þorpsins Joensuu nálægt
rússensku landamærunum. Þar
áttu ofbeldismennirnir að mæta
öðrum bíl, er taka átti við föng-
unum. En þessi bíll kom ekki.
Ofbeldismennirnir létu því Stahl-
berg og konu hans laua.
Ofbeldisverkið vakti afskaplega
gremju um land alt. Og foringjar
allra stjórnmálaflokka lýstu yfir
andstygð á þessu atferli. Stahl-
berg var einn hinna mest metnu
stjórnmálantanna og lögræðinga
í Finnlandi. — Hann var ríkisfor-
seti Finnlands á árunum 1919—
1925 og var áður forseti hæsta-
réttar. Hann er einn aðalleiðtogi
framsóknarflokksins finska.
Lö!greglunni tókst fljótlega að
handsama ofbeldismennina. Þeir
sögðust hafa flutí Sfahlberg á
burtu samkvæmt beiðni Jaskari
hæstaréttarlögmanns. Hann var
þá ritari Lappó-félagsins “Suo-
men Lukko”, en honum var vikið
frá þeirri stöðu, þegar það írétt-
ist, að hann hefði verið riðinn við
ofbeldúsverkið. Foringjar Lappó-
manna hafa lýst því yfir, að þeir
hafi ekki á neinn hátt verið við-
riðnir þetta verk, og er það að
öllum líkindum satt.
Jaskari vildi í byrjun ekki gefa
lögreglunni neinar upplýsingar.
En svo heimsótti faðir hans hann
í fanigelsinu og bað hann að segja
sannleikann.
Jaskari skýrði þá lögreglun^ii
frá því, að hann hefði látið flytja
Stahlberg burt samkvæmt skipun
Wallenius hershöfðingja. Hann
var þá yfirmaður herforingjaráðs-
ins í Finnlandi. Lögreglan fékk
enn fremur upplýsingar um það,
að Wallenius hafði verið í Joensuu
sama dag, sem Stahlberg var
fluttur þan^að. En bíll Wallenius
bilaði á leiðinni þanlgað og tofð-
ist hann töluvert af þeirri ástæðu.
Enn fremur fréttist, að einn of-
beldismanna hefði sent símskeyti
til Walleniusar. í skeytinu stóð:
“Við höfum tvo sjúklinga með-
ferðis.” Þarna er vafalaust átt við
að frú Stahlberg var einnig með
í bílnum.
Lögrereglan handtók því Wall-
enius og nokkra aðra háttsetta
liðsforingja. Þeir voru teknir
fastir kl. 6 að morgni, áður en
þeir voru komnir á fætur. Wall-
enius var yfirheyrður allan dag-
inn. Hann neitaði í byrjun, að
hann hefði látið flytja Stahlberg
burtu. En allar líkur bentu til
þess, að hann væri sekur. Klukk-
an 2% um nóttina bað Wallenius
um umhugsnartíma. — Hálfri
stundu síðar meðgekk Wallenius
að hann hefði látið flytja Stahl-
berg burtu. — Honum var strax
vikið frá embætti.
Hvað ætlaði Wallenius að láta
gera við Stahlberg o!g hvers vegna
lét hann flytja hann burtu? Það
veit enginn, nema ef til vill finska
stjórnin og Wallenius sjálfur.
En enginn getur verið í vafa um
það, að yfirmaður herforingja-
ráðsins gerir ekki tilraun til þess
að flytja fyrverandi forseta lands-
ins burtu með valdi, nema veiga-
miklar ástæður li’ggi bak við.
Sumir halda, að Wallenius hafi
ætlað að láta flytja Stahlberg til
Rússlands. Aðrir gizka á, að
það hafi átt að loka Stahlberg inni
einhvers staðar í Finnlandi. Það
hafi átt að vera fyrsti þátturinn í
byltingaráformum liðsforingjanna.
Þeir hafi ætlað sér að gera bylt-
ingu og koma á hervaldseinræði
í Finnlandi.
Finska stjórnin segist ekkert
þekkja til þessara byltingaáforma.
En aðrir halda því fram, að Pro-
ropé utanríkisráðherra, hafi heimt-
að, að byltingaáformum liðsfor-
inígjanna verði haldið leyndum,
því það gæti skaðað Finnland er-
lendis, ef þau yrðu kunn.
Menn vita sem sagt ekkert um
áform Walleniusar. Enóteljandi
lausafregnir og getgátur fljúga
um Helsingfors, og þaðan út um
heiminn.
Það er ekki ósennilegt, að Wall-
er.ius hafi ætlað að gera byltingu.
Undirróður og landráðastarfsemi
kommúnista í Finnlandi hefir og
S. JOHNSON
Shoe Repairing
Twenty-five years Experience.
678 Sargent Ave. Phone 35 676
Gray’s Hardware
Cor. Sargent and Victor.
Málingarvörur, olíur, gler, ljós,
rafáhöld og allar harðvöruteg-
undir. — Hið lága verð aug-
lýsir verzlun vora.
Skoðið jólavarning vom.
Sími 35 676. Vörur fluttar heim.
Nýja Fiskibúðin
uFiskimaðurmn,,
1859 Portage Ave., hefir birgð-
ir af framúrskarandi góðum og
ódýrum fiski, frosnum og ó-
frosnum, fluttur um allan vest-
urbæinn og St. James, og send-
ur til bænda. Phone 62 470.
Jón Árnason, eigandi.
100 herbergi,
með eða án baðs.
Sanngjarnt
verð.
SEYM0UR K0TEL
Slmi: 28 411
Björt og rúmgóð setustofn.
Market og King Street.
C. G. HUTCHISON, eigandl.
Winnipeg, Manitoba.
MANIT0BA H0TEL
Oegnt City Hall
ALT SAMAN ENDURFÁGAÐ
Heitt og kalt vatn. Herbergi frá
$1.00 og hækkandi
Rúmgóð setustr'-i.
LACEY og SERYTUK, Eigendur
vakið þar fascistiska einræðis-
heryfingu, einkum meðal liðsfor-
ingjanna og svæsnustu finskra
þjóðernissinna. Það er líka kunn-
ugt, að Wallenius og fleiri þjóð-
ernissinnar hafa barist fyrir því,
að Finnar geri bandalag við ná-
grannaríki Rússa við Eystrasalt,
(Estland, Lettland, Litauen og
Pólland)1 til þess að verjast hætt-
ijnni frá Rússlandi. En þessi
bandalagsáform hafa mætt mót-
spyrnu víða í Finnlandi, einkum
meðal þeirra, er óska samvinnu
við Norðurlandaþjóðirnar.
Vafalaust. reynir finska stjórn-
in af alefli að bæía niður allar
byltingatilraunir, hvort heldur
kommúnistar, liðsforingjar eða
aðrir reyna að gera byltingu. Það
er talinn góðs viti, að “Skyddas-
karene” (varnarfélög sjálfboða-
liða) hafa lofað að styðja stjórn-
ina.
Anna ðmál er það, hvort finksu
stjórninni tekst að binda enda á
ofbeldisverkin í landinu og skapa
virðingu fyrir lögunum. Mikið
veltur á því um friðinn í Fmn-
landi.
Höfn, í október 1930.
— Mgbl.
SMÁVEGIS.
— Æ, sagði faðirinn í gremju
sinni, eg vildi að dóttir mín léki
heldur á gítar en píanó.
— Hvers ve!gna?
Vegna þess, að gítarnum gæti
éo- hent út um gluggann.
O
Gerið svo vel að
spara raforkuna .
, Mikill snjór og milt veður bætir aðeins lítillega úr
raforku skortinum. — Það er enn afar nauðsynlegt
að fara sparlega með raforkuna.
Heimilin geta stutt að því, að verksmiðjurnar geti
haldið áfram, með því að spara raforkuna heima-
fyrir sem mest að verða má.
WINNIPEG ELECTRIC
COHPANY
“Your Guarantee of Good Service’’