Lögberg - 18.12.1930, Side 1

Lögberg - 18.12.1930, Side 1
43. ARGANGUR WINNIPEG, MAN„ FIMTUDAGINN 18. DESEMBER 1930 NUMER 50/4 The Death of Summer Binar P. Jónson. There's a dismal iknell on the ambient air. The echoing forest in Ibleak despair Resounds to the surf’s intoning. A cloudful of misery hangs on high. There’s a hint of fear in the morning sky, And the city, itself, is groaning. The beacons of summer are burning low Abend, you see, in the afterglow, The top of the trees aquiver. I feel in the moan of the sounding surge The solemn tones of the funeral dirge For the last of the leaves that shiver. The people, that hunger for love and light, Have lost their way in -the chilly night And hurry, they know not whither. Their hearts are filled with the fear-blent doubt, That Fate compels, as they look about On the wind-swept leaves that wither. Everythirig seems to be doomed today. There’s a doleful sound to the poet’s lay, That erst was so free and airy. Each sylvan boer is sere and bare. It seems like a funeral everywhere; For the earth her own must bury. The landscape fades as the fury grows; Yet the faith that the summer of life bestows Lives on through the tireless ages. The autumn winds from their icy throne, From out of the prairies force a groan, And the blizzard about us rages. The sickles are piling row on row. For rule in Heaven and earth, we know, Two forces are fast contending: The falling leaves and the fear of death, And faith in the summer’s eternal breath, Its hand to our hopes extending. P. B. Samhugur Kirkj an i Sunnudag, 21. des. 1. Jóla-guðsþjónusta (ensk). Yngri söngflokkurinn syngur hátíðarsöngva. — Kl. 11. f. h. 2. Guðsþjónusta (íslenzk). Prédikun: “Stjarnan og vitringarnir” — kl. 7 e. h. Jólanótt, 24. des. Barna-guðsþjónusta og jólatré — kl. 7.30 e. h. Jóladag, 25. des. Jólaguðsþjónusta (íslenzk). Eldri söngflokkurinn syngur hátíðasöngva — kl. 11 f. h. Sunnudaginn, 28. des. Hátíðar-guðsþjónusta sunnudagsskólans (ensk)t — kl. 7 e. h. Gamlárskvöld, 31. des. Aftansöngur — kl. 11.30 e. h. Nýársdag, 1. jan. Nýársguðsþjónusta (íslenzk) — kl. 11 f. h. hafir sigri að hrósa; en göfug- Var það ekki í smfisögum dr. Pét- urs biskups Péturssonar, að hún stóð, þessi saga, sem eg ætla að minna á að efninu til? Gamall faðir sjö uppkominna sona, bilaði óðum að líkamlegri heilsu, og fann það á sér, að hann mundi ekki eiga langt eftir að hinztu jarðlífs hvílunni. Hann fékk sér þá fjöl og boraði í hana sjö mjó göt, og tálgaði sér sjö granna trétappa, -sem pössuðu í götin. Þá boraði hann mikið víð- ara gat í fjölina, þar sem allir tapparnir til saman voru mátu- legir í.— Þegar hann nú var alveg kominn í rúmið og fann, að hann mundi ekki eiga afturkvæmt á fæt- ur, þá lét hann kalla sonu sína fyrir si'g, og sagði þeim, að hann væri nú að fara frá þeim; jarð- neskan auð hefði hann engan, er hann gæti eftirlátið þeim, en lífs- reynsla sín væri mikill arfur til þeirra, ef þeir vildu hagnýta sér hana; en hún væri innifalin í því, aý alt, er til gæfu og egngis leiddi í þessum heimi, grundvallaðist á kærleiksríkum bróðurhug o'g sam- vinnu, o!g því fremur sem þessi hugtök væu betur skilin og lengra útfærð til samfélags við alhug- ann, sem við trúum öll og tilver- an dajglega sannfærir okkur um, að almátturinn tilheyri. — “Þið skiljið það þá allir ljóst og full- komlega, að það er æðsta takmark- ið, — í kærlieksríkum bróðurhug að vera í samvinnu og samhug með alhuganum og almáttinum. En á veginum að þessu æðsta tak- marki, er öll ástundun mannsins, frá fyrstu fótaferð til hinnar hinztu, i rétta eða ranga átt, og vel er byrjað, ef stafrof bróðurkær- leikans er lært og æft strax í æsku, því byrjunartilraunirnar innibinda þá og þroskast daglega til ávaxta samhugans og kærleik- ans.. — Munið það, að standa á- valt saman. Betur sjá augu en auga. Glý getur fallið á eitt auga, en naumast mérg í einu; meiri er trygging fyrir réttsýni, ef sam- vinnan grundvallast á samhug og kæ'rleika, og stefnunni er haldið samkvæmt skýrustu sjóninni í sameiginlegri eftirlöngun að boði kæreikans, að æðsta takmarkinu. “Sameinaðir stöndum vér, sundr- aðir föllum vér.”— Sjáið rökrétu fyrirmyndina, — og hann sýndi þeim fjölina með sjö teinum, sín- um í hverju gati, og sýndi þeim fram á, hve auðvelt það væri, að brjóta hvern teininn fyrir sig, en væru þeir allir sameinaðir í víð- asta sætinu, þá yrðu þeir ekki brotnir af einum manni. Þannig er efni sögu þessarar, þó eg ekki lærði hana orðrétta. Margt er það gott, sem gamlir kveða. Ef eg man það rétt, að þessi saga væri í smásögum Pét- urs biskups, þá eru yfir 60 ár síðan hún var gefin út á íslenzku máli, og ef til vill hefir hún ver- ið þýdd úr einhverju öðru tunlgu- máli, og þá orðin gömul, þegar við sáum hana fyrst. Nú menn geta sagt, að það skifti engu máli og jafnvel bætt því við, að hún sé hvort sem er einskis virði. En fyrst mér nú datt sagan í hug, þá hefi eg 'gaman af að gera mér grein fyrir hugsuninni, sem í henni felst, eða hvort hún inni- bindi nokkurn sannleika í sér, því sannleikurinn er þó aldrei fánýt- ur, hvar sem við rekum okkur á hann. Er það þá sannleikur, að sam- hugur og sanmvinna sé nauðsyn- legt skilyrði til gæfu og gengis í heimi þessum? Ekkert vil eg fullyrða um það, hvernig aðrir kunni að líta þetta mál, en eg svara spurningunni játandi, og vona, að mikill meiri hluti manna geri það. En hverju ber þá ald- arhátturinn vitni? Er ekki ald- arhátturiinn stöðugar afleiðingar af því, sem mennirnir orsaka? Hvernig geðjast okkur afleiðing- arnar, sem daglega brotna á okk- ur eins og haföldur á grunn- skerjum? Náttúrlega rjúkum við í veraldarstríðin, sem drepa milj- ónir manna, og segjum að ekki séu sprengikúlur og eiturgashylki skapað og skotið af bróðurhug, samhug eða í þrá og hjartanlegri eftirlöngun að æðsta takmarkinu. En líttu nær þér, maður, liggur í götunni steinn. Meðan enn þá er ekkert blóðugt stríð í heimahögíim, í sveitafélögum, í fylkja fram- kvæmdum, í sambands framsókn- inni. Er þó ekki alt af og af ótal- mörgum verið að hnoða saman púð- urkerlingar, einmitt til þess að spilla samhug og samvinnu, erta, mana og særa sér jafnhæfa og jafngóða menn, sem oftast bygg- ist á misskilningi, eða því, að upplag, uppeldi og starfsaðferðir mannanna eru svo ólíkar, þó all- ir ætli að lyfta saman steininum. Ef eg er ekki að útlista rétt, þeg- ar eg sezt niður og skrifa, þá er það ekki af því, að eg vilji ekki vera skiljanlegur, heldur stafar það af vanmætti mínum. En eg er engan einstakan að áfella, því öll erum við meira og minna or- sök í aldarhættinum, ®em við stynjum undir. Það væri barnalegt, að tala um samhug og samvinnu, ef ekkert sameiginlegt takmark væri til að stefna að. í sögunni er samhugur- inn æðsta takmarkið. “Eg þakka þér, faðir, að það er smælingjun- um opinberað, sem vitringunum er hulið.” Eg hitti aldraðan mann í rabíta-búri, þar sem húsfreyjan var að gefa og hjúkra mörgum rabítum, sem hún hafði gott upp úr. Hvað er að þessum litla hvolpi? sagði eg við húsfreyjuna. 0, hann er nýlega borinn, og mæðurar hafa þá reglu, að þær reita af sér ullina og vefja henni um hálsinn á hvolpunum, svo þeim verði ekki kalt og fái ekki kvef. Dásamleg er þessi um- hyggja, sagði ég. Þá tekur gamli maðurinn undir: Já, eg er nú bara hálfviti. Nú, eg hélt þú værir skynsamur karl. Nei, nei, eg er oft búinn að yfirvega það, að þeg- ar eg ber mig saman við vitrustu spekingana annars vegar og þá menn hins vegar, sem kvíaðir eru inni á hælum, þá er eg alls ekki hærri en þar mitt á milli, eg er bara hálfviti. En þegar þú dáist að því að sjá rabítana með háls- klútinn, þá furðar mig, vegna þess að það fyrsta, sem eg sé á morgn- ana, þegar eg vakna, og það síð- asta, sem eg sé að kveldinu, er guð. Og eg hélt, að þú mundir sjá þetta líka. Já, það er oft svo, að það er eins og þokan skyggi á efstu sætin, eins og hún snýr sig um fjallatoppana, þó sólin sé stöð- ugt að verki og skíni skært á það, sem lægra liggur. Mikils til of- mikið er til af sjálfbyrgingsskap og sérþótta, sem þó alt af ber ljós- an vott um skammsýni. Mikið af beztu hæfileikum manna liggur arðlaus, sökum flokkadráttar og sundrungar, er aldarhátturinn heldur á lofti. Endalaus er til- hneigingin til að mynda nýja flokka og deila mannfélaginu í enn þá fleiri parta, bæði í mann- félags viskiftalífinu og á trúmála- sviðinu. Menn undrast tilver- una og finna þá glögt til van- máttar síns og skammsýni; en svo herða menn upp hugann og gera kröfu til að skilja út í yztu æsar alheimsstjórnina, og svo langt er gengið, þe'gar takmörk- un mannvitsins sannast, eða kem- ur í ljós, þá eru guði gefin ný nöfn og nýjar hugsjónir lagðar í boð- orðin, og þeim sem deyja frá slíku fcraski er hrósað meira en öllum hinum. “Sælir eru einfaldir.” —- Síðan íslendingar hættu að berj- ast o'g berast á vopnum, þá hafa þeir stöðugt æft sig í því, að skilm- ast í hugsunum og í orðaflaumi, og þó margir þeirradiafi aflað sér mikils álits á þeim orustuvelli, þá er þó svo komið, að heima á ís- landi er mikill hluti þjóðarinnar vaknaður til samhugsunar og sam- vinnu, að minsta kosti í viðskifta- lífinu. “Orðin eru til alls fyrst,,’ segir gamalt máltæki, og þó hugsunin sem er undirstaða orðanna, sé í rauninni það, fyrsta, þá verður enginn hennar var til almennrar framkvæmdarsemi, fyr en hún hefir látið sig í ljós með orðum Við þreifum oft á því, að hugsun eins manns getur verið talsvert mikið afl til góðra eða vondra á- hrifa í mannfélaginu. En samhugs- un margra manna, bygð á sann færingu, er þó mikið meira afl Samhugur og algjörð samkvæmn við alhugann, er þó mesta og á- kjósanlegasta aflið, af því það afl stjórnast áreiðanlega og æfin- lega af alvizkunni og algæzkunni. Hverrar trúar, sem við mennirn- ir erum, þá sameinumst við þó allir í hugtakinu alhugur,- sem flestir kalla Guð, og allir tileink- um við alhuganum almáttinn, af því að tilveran ber óhrekjandi vitni um almátt. Flestlr hugs- andi menn munu og fallast á al- vizkuna af sömu ástæðu. Sam- hugur mannanna í samvaxinni, eiginlegri og hjartanlögri þrá og eítirlöngun, til fullkominnar sam- kvæmni við alhugann, það er auð- vitað æðsta takmarkið. Nær okk- ur liggur stafrófið, til lærdóms og þekkingar um samlyndi, samvinnu, bróðurhug og kærleik í daglegum viðburður, og ekki sízt brautin sú, að afneita sjálfum sér, gefa sjálf- um sér aldrei dýrðina, en temja sér það næmi, sem útheimtist til þess að finna almáttar áhrifin, sjá alvizku ljósin, heyra kærleiks- röddina og skilja sanna lífið. Þó margir af 'glámskygnum gæð- ngum þjóðanna hamist með flokka- skipun á flestum sviðum, og segi að hún leiði til meiri yfirvegunar og réttlátari niðurstöðu, þá stand- ast þó slíkar skoðanir aldrei hina æðstu rökvísi dómgreindarinnar, því alt af er nauðsynlegt, þegar til framkvæmdanna kemur, að flokkadrátturinn sé enginn, að samhulgurinn með öllum, kærleik- urinn til allra, mestu og beztu hæfileikarnir, hvassasta sjónin | og samhuga-aflið hafi verið valið, { og hafi á hendi framkvæmdar- valdið; því minni flokkadráttur- inn, sem hefir verið spunninn í einstaklingana, og því meiri sam- hugur sem ríkir hjá þeim, því meiri trygging er fyrir því, að mestu hæfileikarnir og beztu sitji ávalt við stýrið, mannkyninu til gæfu og gengis. Svo rambyggilegum tökum hef- ir aldarhátturinn náð á mannfé- laginu, og svo rótgróin þoka er heimshyggjan, að stöðugt fram- boðnir áhrifsstraumar almáttar- ins, ná ekki til að lýsa og verma jarðveginn, hjörtu mannanna, svo hinar sönnu rætur lífsins spíri þar og grói, þegar hér á okkar hnetti; og það skiljum við þó öll, að mikill ávinningur er það, að hafa sem fyrst vanið sig af ljótum tilhenigingum og ástríðum, að kcma inn á hærra tilverustig með hávaxinn vermireit í hug og hjarta, sem þar er gildandi vor- gróður, og vísir til hins sanna lifs. “Eilíft líf byrjar hver sá hér, hreina iðrun sem gjörði.” Hrein iðrun og sönn lífernisbetrun, er eitt og hið sama, leiðir hvað af öðru. Samhugur og samvinna í öllu smáu og stóru, stöðug fyrir- ætlun í breytni og samúð við aðra menn, að vinna að samlyndi og þrá og eftirlöngun til samkvæmni við alhugann, samfélags við sjálfan Guð, það er takmarkið, að vaxa í samhuga frá því lægsta til hins hæzta. í rauninni eru mennirnir í öllum áttum á mismunandi hátt að sækjast eftir þessu, og engan skyldum við áfella, því öllum yf- irsést í einhverju, en skyldug er- um við til að sýna þeim bróður- hug, sem öfugast stefna við okkar skoðun. KærleiksríkUr samhugui; í sam- félagi við alhugann, yfirvinnur allar þrautir, gjörsamlega alt. Þegar við gerum okkur far um að læra af okkar eigin lífsreynslu, þá sjáum við það skýrt, að ofbeld- ið er í raun réttri miklu vaitmátt- ugra en bróðurhugurinn, bæði út- ávið og innávið. Þegar við af ein- hverjum ástæðum, höfum hlotið óvinveittan nágranna, eða mót- stöðumann, og við höfum ásett okkur að siða hann og auðmýkja, með ofbeldi, án þess að virða á nokkurn hátt tilfinningar hans, þá er afleiðingin í flestum til- fellum ill. Má vera, að hann hafi oiðið að lúta í lægra haldi, og þú menni er hann og verðskuldaði ekki straff, ef hanh býr ekki yfir hefndum. Á hina síðuna hefir of- beldið ill eftirköst á þann, sem því beitti, og enn eru þó ótalin áhrif- in út í frá, því einmitt þegar eg hefi sigrast á mótstöðumanni mín- um, þá get eg hafa tapað áliti og tiltrú fjölda atinafra manna, íþó eg ekki viti það fyr en mér kem- ur verst. Ef mér nú þar á móti dettur í hug það snjallræði, að sigra mót- stöðumann minn með bróðurnug, þá verður niðurstaðan gagnstæð fyrra dæminu, í öllu sem við sjá- um. Eg ávinn mér samhug hans og hlýleik. Samhugur byrjar, og mér sjálfum líður svo miklu bet- ur, o'g það aðdáanlegasta er þó það, að samhugur okkar tveggja, er orðið ofurlítið aðdráttarafl, og fyr en mig varir, hefi eg afjað mér álits, alls umhverfisins, og eg nýt margfaldrar blessunar af því. — Að vísu kennir lífsreynslan mönn- um hvað samhugur er þýðingar- mikill, en glögt finnum við það, hve vandratað er á þessum veg- um, og nú á þá líka vel við að minnast þess, að hér erum við ekki hjálparlaus, einmitt nú, þeg- ar jólin eru rétt ókomin, afmælið hans, sem var og er sannasta fyr- irmyndin, í bróðurhug til allra manna; afmælið hans, sem var á- kærður fyrir að hafa samneyti með bersyndugum mönnum. “Heilbrigðir þurfa ekki læknis við, heldur þeir sem vanheilir eru.” Hver urðu áhrifin af heimsókn Jesú Krists í húsum tollheimtumannanna, þeirra Jó- hannan og Sakkeusar, þar sem hinn fullkomni bróðurhugur út- rýmdi ofbeldinu og rangsleitninni? Hvað varð úr hefnigirninni og of- beldis ákafanum, þegar Jesús gaf faríseunum svarið, sem var hvort- tveggja í einu, málsvörn og dóm- ur? “Hver yðar, sem er synd- laus, kasti fyrsta steininum.” Var það ekki bróðurhugurinn, sam- hugurinn með öllum hlutageigend- um, mitt í umvönduninni, sem réði málsúrslitunum? Auðvitað eftirlæt eg prestun- um að prédika yfir okkur á jólun- um, en að lokum þarf eg þó að minnast á eitt atriði enn þá. Miklu meira er til af bróður- hug, samhug og kærleika hjá al- þýðu manna, heldur en menn g'jöra sér griein fjrrir. Miklu meira heldur alþýða manna á hinum dýrmætu hnossum lífsins, en hún sjálf gjörir sér jgrein fyrir,( aukheldur siðameistararn- ir, og þarafleiðandi færi oft og tíðum betur, ef óáhrærður eigin- vilji alþýðunnar fengi að njóta sín, en flokkaskipunin frá hærri sætunum, og 1 æðri mentuninni, hefir ávalt sundrung í för með sér, bæði í efnastríðinu og á trú- málasviðinu, er lamar fram- kvæmdaraflið og hindrar sam- hugann. .. F. Guðmundsson. Fréttir úr bænum Mr. Foster Johnson biður þess getið að hann hafi flutt frá 9212H Orchard Dr., Inglewood, Cal., til 5701 7th Ave., Los Angeles, Cal. Velgna margra fyrirspurna, sem Lögbergi hafa borist, skal þess hér getið, að Cecil T. Helgason, sem nýlega hefir verið fundinn sekur um rán og gripdeildir hér í borginni, er ekki íslendingur, eða af íslenzkum ættum. Séra Jóhann Bjarnason mess- ar væntanlega í krkju Mikleyjar- safnaðar sunnudaginn 21. des. á venjulegum tíma. Á aðfangfanga- daigskvöld verða jólatréssamkom- ur í kirkjunum í Árnesi og á Gimli. Á jóladaginn verður messað í Bet- al kl. 9.30 f. h.; í kirkju Gimlisafn- aðar kl. 3 e. h.; og jólatréssam- koma og messa í kirkju Víðines- safnaðar kl. 8 að kveldi. Sunnu- daginn milli jóla og nýárs verður messa í Betel, kl. 9.30 f.h.; í kirkju Árnessafnaðar kl. 2 e. h. og í kirkju Gimli safnaðar kl. 8 e. h. sama dag. Séra Jóhann prédikar við allar messumar. Þegar getið var um kveðju- skeyti, er send voru Víkursöfnuði í sambandi við fimtíu ára afmæl- ishátíðina í haust, láðist því mið- ur að geta þess, að slík kveðju- og heillaóska-skeyti bárust líka frá Mrs. Guðrúnu Bergmann og Mr. og Mrs. Thorsteinn Thorlaks- son í Winnipelg, og Mr. Bjarna Dalsted, Backoo, N. Dak. Skeyti Mrs. Bergmann var stílað bæði til Gardar- og Víkursafnaðar. Þótti söfnuðunum mjög vænt um þessi skeyti, þó enn meiri ánægja hefði verið að þetta fólk, sem svo mikið hafði komið við sögu safn- aðanna á fyrri árum, hefði 'getað verið viðstatt hátíðarhöldin. Og hefði víst svo verið, ef veðrið hefði ekki spilzt svo mjög á þeim tíma. Fyrir þessi skeyti er nú þakkað innilega og beðið velvirðingar á drættinum að mnnast þei*ra. Framkvæmdarnefnd “Fálkanna” Ari G. Magnússon, forseti; Bill Goodman, vara-forseti; Carl Thorlaksson, féhirðir; Ben. Ólafsson, skrifari; ISsbj. Eggertson, varaskr. Hvað' hafa. “Fálkarnir” aðhafst? íþróttafélagið “Fálkarnir” var stofnsett í febrúar mánuöi siðastliðinn vetur. Hvað hefir það aðhafst, og hverju hefir það komið til leiðar? Þessar og þvílíkar spurningar heyrast oft, og vil eg nú leitast við að svara þeim í sem stystu máli. Fyrst og fremst var félagsskapur þessi stofnaður af fáum mönnum, er áhuga báru fyrir íþróttum og íþrótta iðkun, og fasta trú höfðu á því að slíkur félagsskapur gæti þrifist meðal Islendinga.—Með fáum íþrótta nemendum réðist félagsskapur þessi í að leigja sal í Goodtemplara húsinu á Sargent Ave.. Von bráðar bættist við meðlimatöluna, þangað til nú að meðlimir félagsins teljast um eða yfir 200; það er þá fyrsti árangurinn af s'tarfinu.— Þessir meðlimir stunda og ýrúsar íþróttir svo sem íslenzka glímu undir tilsögn B. Ólafssonar; enska og rómverska glímu undir tilsögn Péturs Sigurðssonar; þá er fimleika flokkur unglinga undir stjórn Thomas Swan, og pyramid byggingar fyrir eldri og yngri nemendur undir tilsögn R. Ackland; hnefaleikar undir tilsögn Paul Fredrickson. Ennfremur leigir félagið skautasvell við Wesley College, og æfa sig þar fjórir flokkar hockey-leikara, um 40 ungir menn, og höfum vér mikla trú á framtíð þeirra í þeirri íþrótt.—Svo má geta þess að félagið hefir haldið samkomu og íþróttasýningar við og við, ein slií íþróttasýning er nú í aðsigi, bráðlega eftir hátíðirnar. Þó þetta starf “Fálk- anna,” sem að ofan er greint virðist máske í fljótu bragði ekki mjög tilkomumikið, þá held eg að flestir sanngjarnir menn muni kannast við að nokkuð hefir unnist á. Það er því ósk mín sem forseti þessa íélags, og í nafni félagsins sem heildar, að Islendingar ljái félagi jíessu allan þann stuðning, er þeir frekast mega. ARI G. MAGNÚSSON, forseti.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.