Lögberg - 18.12.1930, Page 2
Bls. 10.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. DESEMBER 1930.
Hannes Hafstein
Eg var staddur á samkoum fyr-
ir skömmu; þar var fjöldi fólks.
Aðal skemtunin var hlutavelta
eða “tombóla”. Sumir voru á-
nægðir með drættina, aðrir höfðu
orðið fyrir vonbrigðum; fólkið
streymdi um húsið fram og aftur,
aftur og fram, til þess að leita að
einhverjum, sem skifta vildu
dráttum. Gömul kona hélt á lofti
ungbarnssokkum og spurði hver
vildi skifta á þeim og einhverju
ððru. “Eg býst ekki við að þurfa
á þessu að halda lengur,” sagði
hún. “Jú, eg skal láta þig hafa
þessa skruddu fyrir sokkana,”
hrópaði ung kona með bók í hend-
inni. “Að fólkið skuli ekki skamm-
ast sín, að láta bækur á tomból-
urnar; allir, sem ekkert tíma að
gefa, láta bækur!” O'g skiftin fóru
fram. Unga konan var ánægð að
hafa losnað við bókarræfilinn og
fengið barnasokkana í staðinn Þeg-
ar gamla konan, sem bókina fékk,
leit á hana til þess að vita hvaða
bók það væri, gægðist eg yfir öxl-
ina á henni og sá, að það voru
ljóðmæli Hannesar Hafsteins —
miðútgáfan.
Við þetta tækifæri rifjaðist það
upp fyrir mér, að lestrarfélagið í
einni íslenzku bygðinni (og ef til
vill fleirum) hafði samþykt það
fyrir nokkrum árum, að kaupa enga
ljóðabók Skýrslur félagsins sýndu
það, að ljóðabækur voru aldrei
lánaðar — enginn bað um þær.
Þetta hvorttveggja sýnir glöigg-
ar en flest annað, hvað íslenzk
tunga á í vændum hér vestra. Fyr-
ir aldarfjórðungi sáust sjaldan
bækur á tombólum, og þá sjaldan
það var, þóttu þær sérstakur
happadráttur. Fyrir aldarfjórð-
ungi var reynt að ná í allar ís-
lenzkar Ijóðabækur í öll lestrarfé-
lög. Fyrir fjórðungi aldar fanst
tæpleiga nokkurt heimili íslenzkt,
án þess að þar væri vandað og vel
hirt bókasafn; nú er öldin önnur;
íslenzk heimili með íslenzkum
bókasöfnum, eru nokkurs konar
fyrirbrigði.
Það voru nú annars ekki bækur
eða ljóð, sem eg ætlaði að tala um,
heldur var það skáldið og stjórn-
málamaðurinn Hannes Hafstein.
Þótt hann sé svo þjóðkunnur mað-
ur, að nafn hans og saga ætti að
vera hverju mannsbarni kunnug,
sem af íslenzku bergi er brotið,
þá er það ekki með öllu óhugs-j
andi, að fleiri séu þar ryðgaðir
en konan, sem dró bókina hans á
tombólunni.
Flestir menn, sem fæðst hefðu
undir öllum sömu ytri kringum-
stæðum og Hannes Hafstein, hefðu
á þeim tíma, sem hann var uppi,
orðið andlausir ræflar og til lít-
ils liðs.
Þetta þykir ef til vill einkenni-
leg staðhæfing, en hún er sönn
eigi að síður.
Hannes var fæddur og uppalinn
við allsnægtir og eftirlæti; hann
var gæddur frábærum hæfileikum
til sálar og líkama; heljarmenni
að burðum, einn hinn allra fríð-
asti maður sýnum o'g glæsilegri á
velli, en dæmi voru til á þeim
tímum.
Það væri mannlegt eðli, að bera
lotningu fyrir vissum eiginleik-
um, þar sem þeir eru á háu stigi;
þar á meðal er líkamsheysti, lík-
amsfegurð, skáldgáfa og andleg
skerpa. Margir eru þeir, sem hlot-
ið hafa einhverja eina af þessum
vöggugjöfutn náttúrunnar, en við
fáa — örfáa — hefir hún verið
svo örlát, að gefa þeim þær allar.
Hannes Hafstein var einn þessara
örfáu.
Við þetta bættist, að hann var
meiri gleðimaður en flestir sam-
tíðarmenn hans, tilfinninga- og
ástamaður og þarafleiðandi þeim
hættum háður, að fleiri hál svell
blöstu við honum en alment gerist.
Hann var tignaður og tilbeðinn,
sem fullkomnasta fyrirmynd af
ungum mönnum og nokkurs konar
hálfguð ungra kvenna.
Og til þess að kóróna alt þetta,
var hann viðurkent góðskáld á
unga aldri • en þá voru skáldin
dýrðlegustu menn þjóðarinnar.
Flestir hefðu í kringumstæðum
Hannesar orðið hrokafullir, dramb-
látir sjálfbyrgingar; iðjulausir
slæpingjar, sem eytt hefðu æfi
sinni í sukk og svall. Andi þeirra
tíma var stór-hættulegur í því
tilliti. En þrátt fyrir sínar djúpu
og sterku tilfinningar ■ þrátt fyrir
takmarkalaus tækifæri til svalls
og gjálífis; þrátt fyrir hina log-
andi lífsígleði og þátttöku í öllum
fagnaði, kunni hann sjálfum sér
hóf og rataði þann meðtlveg, sem
örfáum er léð eða lagið.
Flestir þeir, sem lengst hafa
komist I einhverju því, sem vert
HátíðarkveÖj ur
til allra tslendinga í Veáturlandinu
Oss væri kært, að þér hlustuðuð á Melrose söng-
prógrömmin. Úrvals músík, úrvals söngvarar.
CJRW, Fleming, Sask., fimtudag, 8.30—9
(Central Time)
CJRW Moose Jaw, Sask., mánudag og föstu-
dag, 7.30—8. (Mountain Time).
H. L. Mac Ki n non Co.Ltd
Sveinn Johnson, Director.
Tryggingin felst
í nafninu!
Pantið um hátíðirnar beztu tegundimar,
Öl, Bjór og Stout
frá gömlu og velþektu ölgerðarhúsi
RIEDLE BREWRY
STADACONA og TALBOT
PHONE 57 241
er um að tala, hafa orðið að berj-
ast við allskonar erfiðleika; stríð-
ið og stritið hefir hert þá. Öóru
máli var að gegna með Hannes
Hafstein. Hann hafði þau sterku
bein, sem til þess þarf að þola
góða da!ga. Hann er sérstök und-
antekning frá þeirri reglu, að erf-
iðleika sé þörf til þess að skapa
krafta og hetjuhátt. Hann varð
mikilmenni, þrátt fyrir þægilega
lífsstöðu.
Margir íslendingar hafa ort
meira að vöxtunum til en Hannes
Hafstein, enda var æfi hans svo
viðburðarík og verkahringur hans
svo víður, að hann hafði oftast
öðrum hnöppum að hneppa en
þeim, að sitja í næði við ljóða-
gerð. En þótt ljóð hans séu ekki
mörg, þá leikur hann á marg-
sterigjaða gígju; kveður ekki alt
al við sama tón. Hann er þó um
fram alt skáld gleðinnar; Ijóð
hans þrengja sér eins og hlýir og
hlæjandi sólargeislar inn í hverja
sál. íslenzka þjóðin þurfti sann-
arlega á fáu fremur að halda í þá
daga, en andlelgri sól og sumri og
það flutti Hannes henni í ríkum
mæli. Hér eru nokkur dæmi.
í kvæðinu “Sprettur”, segir
hann:
“Það er sem fjöllin fljúgi
móti mér;
sem kólfur loftið kljúfi
klárinn fer;
og lund mín er svo létt,
eins og gæti gjörvalt lífið
geysað fram í einum sprett.”
í sjötta kafla “Sumarferðar”,
er þetta:
“Og sólin skein í skóginn inn
og skrautið blærin kysti,
svo hoppa fann eg huga minn
og hátt mig synjgja lysti;
En af því ég hef engin hljóð,
ég ætlaði’ að finna rím í ljóð,
og fann ekkert annað
en tra, la, la, la, la, la, la, la!
Um allan skóginn hljóp eg hart
og hló, og sveligdi blæinn,
og sólgeislarnir sögðu margt
um sumarlangan daginn.
Mér fanst ég hugsa ei hót um
neitt,
ég heyrði bara þetta eittt:
að hríslurnar hvísluðu
tra, la, la, la, la, la, la, la!”
í kvæði til Matth. Jochlmsson-
ar 1883 sagir hann:
“Vér eigum vart of mikla sum-
arsól,
þótt söngvar vorir stundum
glaðir boði,
að dagur breiðir sig um hlíð
og hól,
og hér sé einnig ljós o!g morgun-
roði.”
Það er gleðin og kjarkurinn,
sem Hannes lætur sér ant um að
kveða in í þjóð sína. Hann vill
fylla sál hennar djúpum lífsfögn-
uði og skapa henni þrek í þraut-
um. Tvær vísur eftir hann, þeg-
ar hann er unglingur að lesa und-
ir próf, lýsa einkennilega vel
stefnu hans. Þær eru á þessa
leið:
“Á litlum lærdóms hesti
eg legg í prófsins hyl,
þótt alt mig annað bresti,
e!g eitt á samt: Eg vil.
Þótt lítt sé lærdómsnesti
í léttum vizkumal,
þá er þar bitinn bezti,
sá bitinn er: Eg skal.”
Og það er ekki einungis fyrir
sjálfan si!g, sem Hannes segir eg
vil go eg skal. Honum er það ekki
nóg, að verða sjálfur þannig að
manni, að hann geti notið lífsins
og lifað því í fullum mæli. Sama
heitstrengingin á sér stað, þegar
hann hulgsar um landið sitt og
þjóðina sína. Hann óskar, hann
vill og hann skal koma því til leið-
ar, að þjóðin og landið hefjist og
hækki að menningu og manndómi.
Þegar hann er á siglingu fram
með Danmörku, horfir á frjófga
skó!ga og skrúðgræna akra, segir
hann:
“Eg vildi eg fengi flutt þig,
skógur, heim
í fjallahlíð og dalarann,
svo klæða mætti mold á stöðv-
um þeim,
er mest ég ann.
Og gæti é!g mér í heitan hring-
straum breytt,
svo heitan eins og blóð mitt er,
þú, ættland, straummagn
streymdi heitt
við strendur þér.”
Og á siglingu með fram Skot-
landi, segir hann:
“Ótal sigla fley um fjörð,
fjör er nóg í landsins æðum;
feginn vildi ég, fósturjörð,
flutt þér geta hlut af slíkum
gæðum.”
Og að síðustu þessi nafnkunna
vísa:
,‘Þú álfu vorrar yngsta land,
vort eigið land, vort fósturland,
þrátt fyrir alt þú skalt,
þú skalt samt fram.”
Og ljóð Hannesar voru ekki ein-
tóm orð. Það var ekki einungis
að hann segði ég vil og sýndi með
einlægni að hugur fylgdi máli;
hann sagði líka ég skal o!g þú
skalt fram, og hann bar gæfu til
þess að knýja kringumstæðurnar
til þess að hlýða skipunum sín
um. Sjálfur varð hann einn hinna
allra fremstu sona þjóðarinnar og
högum landsins hlotnaðist honum
að breyta þannig, að sú breyting
skapar glæsilegasta tímabilið í
sögu hennar. Slík gæfa, er fáum
lánuð.
“En þær stundir koma, að jafn
vel gleðin sjálf hlýtur að gráta,”
segir Leo Tolstoj. Það sannaðist
á Hannesi Hafstein. Þrátt fyrir
gleðina o'g kjarkinn, þrekið og
karlmenskuna, átti hann við-
kvæma þræði ofna í tilveru sína,
sem knýja fram ljóð, sem fátt
jafnast við að hjartnæmi og hlut-
tekningu. Eru þau sum um það,
sem fyrir augu hans bar í dag
legu lífi og vekur hann til al-
varlegra íhugana, en önnur vax-
in af þeim rótum, er snerta hann
sjálfan persónulega. Eitt hinna
allra fegurstu samhygðarkvæða,
sem vér eigum, er kvæðið: “Fugl-
ar í búri”, eftir hann. Gengur
honum þar djúpt til hjarta alt ó-
frelsi, öll þvingun, allur þrældóm-
ur. Því þótt hann taki þar fugl-
ana til skýringar og þeir séu efni
ljóðsins, þá er hu'gsunin miklu
dýpri og myndih, sem allir hljóta
að sjá á bak við kvæðið, miklu
yfirgripsmeiri. Fyrsta erindið er
þannig:
“Ó, hvað mig tekur það sárt að
sjá
saklausu fuglana smáu,
stolna burt hættunnar frelsi frá
og fluginu létta, sem bera má
langt út um heiðloftin háu.
Þið vesalings, vesalings fangar,
eg veit hversu sárt ykkur lang-
ar”.
Og þótt hann ávarpi fuglana, hef-
ir hann að sjálfsögðu í huga alla
fanga í öllum skilningi. Það vita
þeir, sem Hannes þektu, o'g það
ber kvæðið með sér, þegar það er
lesið alt.
Já, þrátt fyrir það, þótt Hannes
Hafstein væri gleðimaður, átti
hann djúpar og næmar samhygð-
ar tilfinningar. Greinilegast kem-
ur þetta fram í eftirmælum hans
eftir ástvini og vandafólk. “Syst-
urlát” er af öllum talinn bók-
mentalegur gimsteinn í þeim
fiokki; þar eru þessar óviðjafn-
anlegu línur, sem eins lengi lifa
og íslenzk tunga verður töluð og
skilin:
“Mér finst ég vera‘ að syngja
mitt síðasta ljóð
og sálar minnar brunnar vera’
að þorna.”
Og svo stendur hann hjá líki
systur sinnar og lætur hana liðna
ávarpa móður þeirra á þessa
leið:
“Eg þakka fyrir leiðbeining þang-
að sem eg fer,
eg þakka fyrir bænimar, sem þú
kendir mér.”
Ljóðaflokk í sjö köflum hefir
hann ort eftir konu sína; heitir
flokkurinn “í sárum”. Eins og
nærri má geta, kennir þar djúpr-
ar sorgar; líkir skáldið þar sjálf-
um sér við fjaðralausan og mátt-
lausan svan, er bæði langi til að
fljúga og syngja, en geti hvorugt.
í þessu kvæði hefir sorgin tekið
sæti gleðinnar; síðustu erindin
eru þessi:
“Vel er markið hæft og hitt;
hnígur að skapadómum.
Klipið hefir hjarta mitt
Hel með kjúkugómum.
Hennar köldu hönd ég finn
hjartað stöðugt kreista,
leggja hvern í lófa sinn
lífs og gleðineista.”
Illa færi á því, að tala um Hann-
es Hafstein sem skáld, án þess að
minnast stuttlega ástaljóða hans.
Þar mun vera óhætt að fullyrða,
að hann taki öllum íslenzkum
skáldum fram að fornu og nýju.
Hann kemúr þar sem annars stað-
ar til dyranna eins og hann er
klæddur. Hann var ástamaður
og kannaðist við það hreinskilnis-
lega. Hann dáðist að kvenlegri
fegurð og var hrifinn af henni, og
hann átti nógu mikið hreinlyndi
til þess að segja sannleikann í
því efni sem öðru.
Bjarni Jónsson frá Vogi spurði
fcann einu einhverju sinni, hvað
honum þætti Þorsteinn Erlings-
son hafa bezt sagt. Svaraði hann
þá hiklaust og tafarlaust þannig
“Línurnar þær arna:
“Og þú skalt vita, að það eru
fleiri en ég,
sem þykja stúlkur drottins
bezta smíði.”
(Framh. bls. 11)
f f'
'
í
u
t
ff
H
íl
H
«f
Hátíðarkveðjur
Vér leyfum oss hér mað að grípa tœkifærið,
og óska hinitm mörgu íslenzku viðskiftovinum
gleðilegra jóla og farsæls nýárs.
li
i
A
U
Modern
Dairy Limited
Phone: 201 101
Fvflkomnasta smjörgerðarhús í Canada-
‘1 Þér getið þeytt rjóma vom, en aldrei fengið
betri mjólk.”
u
n
IJ
44
As Li^ht as a Feather
are the cookies, the cakes
and the pastry that have been
“raised” on Gold Standard.
It positively guarantees a
successful baking.
»9
BAKING
POWDER
,(It
Raises
the
Dough!**
PREMIUM
COUPON
in every
Gold Standard
Package
Ott Your Premium
Catalogue
THE CODVILLE COMPANY LIMITED
WINNIPEG MAN.
H. P. Albert Hermanson
Manager Swedish-American Line
\ 470 Main Street :: :: :: Winnipeg j;
óskar öllum sínum tslenzku vinum
Gleðilegra Jóla og Farsæls nýárs.
100 herbergi,
meC eSa án baCs.
Sanngjarnt
verO.
SEYM0UR K0TEL
SJmi: 28 411
Björt og rúmgöö setustota.
Market og Klng Street.
O. G. HUTCHISON, eiy-andl.
Winnipegr, Manitoba.
MANITOBA H0TEL
Oegnt Citv Hall
ALT SAMAN ENDURFÁGAÐ
Heitt og kalt vatn. Herbergt frá
$1.00 og hækkandi
Rúmgöð setustr*-i.
LA.CEY og SERYTUK, Eigendur
SAFETY TAXICAB CO.
LIMITED
Til taks dag og nótt. Sanngjamt
verO. Simi: 23 309.
Afgreiðsla: Leland Hotel.
N. CHARACK, forstjðri.
BRYAN LUMP *
Recognized by government
engineers as the
Best Domestic
Coal
in the West
HIGHEST IN HEAT
Low in ash and moisture.
Lasts in the furnace like
Hard Coal.
We guarantee satisfaction.
Lump, $13.75 per ton
Egg, $12.75 per ton.
Nut, $10.50 per ton.
PHONES: 25 337
27 165
37 722
HALLIDAY
BROS., LTD.
342 Portage Ave.
Jón ólafsson umboðsmaður.