Lögberg - 18.12.1930, Qupperneq 8

Lögberg - 18.12.1930, Qupperneq 8
BIs. 16. LÖGBERG, FIMTTJDAGINN 18. DESEMBER 1930. Pólitísk jólahugleiðing | - — ? Stjórnmálin eru svo nátengd lífi og líðan þjóðarinnar, að ekki ætti^ að vera úr vegi að hugleiða þau um jólin. í austurlanda sögu eða! goðafræði er þess getið, að flokk-j ur manna á Indlandi haldi sér- staka hátíð einu sinni á ári, ýmist til þess að gleðjast eða hryggjastj eftir því hvernig stjórnari sá, erj forsjónin sendi þeim, hafi farið með þá. Er það gleðihátíð og þakklætis, þegar stjórnin reynist góð ,en sorgarhátíð, þegar hún reynist illa, o!g þá fluttar hjart- ræmar bænir um breytingu. Ef þessi siður tíðkaðist hér í landi, mundi verða fátt um skemt- anir og lítið um gleði þessi kom- andi jól; en sorgin yrði einlæg og bænirnar heitar um breyting og bata. Eg var að enda við að lesa tvennskonar skrif. Annað er æfi- saga Sir Wilfrid Lauriers, hitt eru frásalgnir blaðanna um forsætis- ráðherrann í Ganada og stjórnar- formanninn í Ontario, er útnefnd- ur hefir verið sem fulltrúi vor á Englandi. Mr. R. B. Bennett er persónu- gervi afturhaldsflokksins og How- ard G. Ferguson skuggi hans eða fylgja. Framkoma þessara manna hef- ir verið slík, að flestir þeir, sem unna heill og heiðri Canada, munu bera kinnroða fyrir. Merkustu roenn En'glands hafa skýrt frá því, að framkoma Bennetts hafi lýst svo miklum hroka, sjálfsáliti og ókurteisi, að slíks séu tæpást dæmi; en Ferguson hefir þannig misboðið öllu velsæmi, að víð borð liggur, að honum verði neitað um viðurkenningu til embættis, þegar hann kemur, og er það mesta hneisa, er fyrir nokkurn mann gæti komið í því tilliti. Þessir tveir aðal leiðtolgar afturhaldsins hafa komið svo ókurteislega fram vægast talað, að Canada ber kinn- roða fyrir frammi fyrir öllum þjóðum. Eftir fyrsta millilanda- þing brezka ríkisins, sem Sir Wil- rid Laurier sat í Lundúnaborg, barst nafn Canada glæst og stækk- að út um gjörvallan heim fyrir hina miklu prúðmensku og tign, sem fulltrúi þeirrar þjóðar átti yfir að ráða. Eftir fyrsta milli- landaþing hinna sömu þjóða, sem Bennett sat, er um ekkert meira talað um víða veröld, en rudda- skap hans og hrottalega fram- komu ásamt Ferguson, sem greini- lega er af sama sauðahúsi. Enlginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir”, Þessi málsháttur sannast á Canadamönnum um þetta leyti. Prúðmenska W. L. Mackenzie Kings, er loksins virt af mörgum nú, sem ekki veittu henni verðuga eftirtekt áður. Hún er annars einkennileg, stjórnmálasagan hér í landi. Að- alflokkarnir hafa venjulega verið tveir og setið að völdum á víxl. Því ber sízt að neita, að ýmislegt hefir verið að báðum fundið, og svo langt hefir gengið með óá- nægju gegn báðum af hálfu vissra stétta, að aðrir aukaflokkar hafa stofnast sem hraðara vildu fara til bóta og breytinga. En þó hefir eitt einkent þessa aukaflokka eða nýju flokka, sem til umbóta vissi, að þegar til ein- ^■M^»PWMWMi«9»»»w!fte?»»Bi$»Bi»fll>»aifc»B>aBB»e»»B*»Wi»B>»Bi$»«i»!»»l»»Bfc»a>.j ' K A þessu ári hefir Perth Dye Works Limited notið þeirrar ánægju aS lita vel og hreinsa föt fyrir marga íslendinga, og nú óskum vér yður öllum GLEDILBGRA JÓLA 09 farsæls NÝARS Perth Dye Works Limited 482-4 Portage Ave., Winnipeg Phone 37 266 «ttiBft»B&»M»w$»ej^gi»»ett»ei>»Bi>»w>»ei$»e»»e»»»»»eft»ei*»ltt»eMeM»M NOTIÐ ENGRAVING til að auka viðskifti yðar ÖH nýjustu og beztu á höld til að gera: DESIGNS, PHOTO ENGRAVINGS, ELECTROTYPES, STEREOTYPES Fljót og góð afgreiðsla. , GLEÐILEG JÓL og FARSÆLT NÝAR \ BATTEN LIMITED TORONTO WINNIPEG MONTREAL Símar: 28951—23859 A. C. BATTEN, President. ' } hverrar samvinnu kom, hafa þeir r.'finlega unnið með frjálslyndaj flokknum; aldrei með afturhalds-j flokknum. Þetta er fremur öllu öðru þögul en óræk viðurkenning þeirra fyrir þeim sannleika, að^ liberal stefnan er framsóknar- stefna, en afturhaldsstefnan þvert á móti — bændalokkarnir og verkamannaflokkarnir viðurkenna með þessari samvinnu skyldleika sign við liberal stefnuna — hún er fólksins stefna. Já, pólitiska sagan hér í landi sýnir þetta og sannar. Yfirleitt má svo að orði komast, að von- birta 0g evllíðan hafi fylgt flest- um stjórnaflárum frjálslynda flokksins í Canada, en dauðinn og djöfullinn stjórn hins flokksins. Það væri flónska, að gera svonal lagaðar staðhæfingar án þess að. finna orðum sínum stað eða stuðning. Hér skal því birta stutt-j an samanburð, sem allir vita að er réttur. Tveir menn í Vesturheimi hafa unnið sér sama nafnið: Það eru þeir William Jennings Bryan, hinn | ókrýndi forseti Bandaríkjaþjóðar- innar, og Sir Wilfrid LaurierJ forsætisráðherra Canada. Þeir voru báðir svo frábærum gáfum gæddir, að þeir voru nefndir| mennirnir með silfurtunguna. En Laurier hefir hlotið annað nafn auk þess; hann hefir verið kallað-j ur faðir Vestur-<Canada; og það, ekki einungis af þeim, er staðið hafa honum samhliða í pólitískri samvinnu, heldur einnig af óháð- um mönnum, sem alfræðibækur I rita og sérstaklega eru til þess! valdir fyrir þá ástæðu, að þeim er trúað til óhlutdrægra dóma. Þann-j íg má benda á dóminn um hann í hinni heimsfrælgu Bók þekkingar- innar. Þegar Wilfrid Laurier komst til valda í Canada árið 1896, var með öllu breytt um þjóðarbúskapinn. í fljótu bragði er það ekki athug- að hvernig á því stendur, að ein- n.itt árið 1896—fyrsta ríkisstjórn- arár Wilfrid Lauriers — breyttist árferði og líðan manna í Canada frá því sem verið hafði. Þeir sem athuga söguna og reyna að fylgjast með hverju spori, sem sti!gið er af stjórnendum lands- ins, vita glögt um ástæðurnar, og vér hinir smærri spámennirnir, getum einnig gert oss nokkurn veginn ljósa grein fyrir henni. Stefna afturhaldsflokksins í Canada, hafði jafnan verið sú, að skifta upp landinu milli auðfélag- anna, en hugsa minna um fólkið. Það var evrópiska lagið gamla, sem hann fylgdi. Þegar Laurier kom til valda, var nálega helmingur alls Vestur- landsins í höndum auðfélalganna. Á árunum 1880—1896 hafði aftur- haldsstjórnin veitt járnbrautarfé- lögnnum 50,000,000 ekrur af landi — fimtíu miljónir ekra — í með- % gjöf með einum 4,000 mílum af járnbrautum, eða 12,000 ekrur í meðgjöf með hverri mílu. Alls var búið að afhenda, eða rétt- ara sagt gefa járnbrautafélögum 66,000,000 — sextíu og sex miljón- ir — ekra af landi. Hefði þessu landi verið varið til þess að fá bændur til að rækta það, þá hefði það verið 160 ekra jörð handa 400,000 bændum, eða nægilegt til þess að framfleyta 2,000,000 manns. Af þessari stefnu afturhalds- stjórnarinnar leiddi það, að svo að segja alt Vesturlandið var í eyði. Innflutningar voru nauða- litlir o(g fólkið eirði ekki í Can- ada., þótt það kæmi þangað, held- ur fór það eftir stutta dvöl til Bandaríkjanna. Á síðustu fimm stjórnarárum afturhaldsflokksins fluttu rúmlega 100,000 manns til Canada, og flestir þeirra fóru þaðan aftur. Auk þess flutti Can- adafólkið sjálft í burtu. Skýrslur Bandaríkjanna sýndu það, að 100,000 manns þar voru fæddir í Canada. Að eins 23,000 heimilis- réttarlönd voru tekin í Canada síðustu sjö stjórnarár afturhalds- flokksins. Þetta breyttist þannig, þegar Laurier kom til valda, að síðustu stjórnarár hans fluttu inn 40,000 manns á ári; og alls fluttu inn í landið á stjórnarftíð hans, 1,886,- 529 manns, en 351,530 heimilis- réttarlönd voru tekin. Hvernig stóð á þessari miklu og snöggu breytingu? Tíðarfarið hafði ekki breyzt. Himininn hafði hvelfst heiður og blár yfir land- inu áður en Laurier kom til sög- unnar; Sólguðinn hafði horft með sínu alhlýjandi auga og verið við því búinn, að snerta með geisla- stöfum sínum frjómold hinna miklu slétta. Regin regns og skúra höfðu grátið lífgandi tár- um á svörðinn, sem huldi frjóan jarðveginn — með öðrum orðum gllti góða reglan og gamla, að guð lét rigna jafnt yfii rangláta sem réttláta, jafnt yfir afturhalds- stjórn sem hina frjálslyndu. Náttúran átti fullar kistur auðs o!g dýrgripa. Alt Vesturlandið var eins og fult vistabúr, með því eðli, að eftir því sem meira var neytt, eftir því gátu vistirnar vaxið. En þeir, sem landinu stjórnuðu, voru ekki nógu vitrir til þess að sjá hvers þörf var, eða nógu sam- vizkusamir til þess að bæta úr því sem áfátt var. Það þurfti að breyta gráum sinu- sléttum í plægða akra; það þurfti að búa jörðina undir að veita við- töku geislum sólarinnar og frjó- tárum regnsins; það þurfti að fá lykil til þess að opna með hinar læstu kistur náttúrúnnar; það þurfti að matreiða björgina í hinu óþrotlega og margbreytta forða- búri, til þess að auðsins gæti orð- ið not. Þetta sá Laurier — þó aftur- haldið hefði aldrei komið auga á það — og hann sá ráðið tíl þess — eina ráðið, sem dugað gæti: Það þurfti að fá menn—dugandi starfs- menn til þess að flytja inn í land- ið, og gera svo vel við þá, að þeim gæti liðið þar vel; að eþir gætu un- að sér hér og átt lífvænlega daga. Og hann hóf hina nýju stefnu á- samt ráðherrum sínum — stefnu, sem skapaði framtíð Vesturlands- ins og ávann honum nafnið faðir þess. Hann aftók það með öllu, að gefa járnbrautarfélögum land- ið; afsagði að láta þau hafa eina einustu ekru af því, en í stað þess fékk hann aftur með samningum heilmikið af landi, til þess að láta menn hafa það sem heimilisrétt- arlönd. Alt mögulegt var til þess gert, að fá gott fólk til þess að flytja inn í landið 0g greiða götu þess. Af þessu leiddi það, að Canada varð óskaland allra þjóða og þang- að leitaði fólk að frelsi og fram- tíð — jafnvel frá Bandarikjunum streymdu menn til Canada. Það var stefna ogf stjórnvizka Lauriers, sem breytti gróðurlausri sléttu Vesturlandsins í blómlega akra með fögrum býlum og frjálsu fólki. Það var ekki sökum neinn- ar breytingar á veðrátu að vonsæld og vellíðan ríkti í Canada frá ár- inu 1896 til ársins 1911. Það var ekki af neinni hendingu. Það var blátt áfram fyrir þá sök, að á því timabili sat hér að vö.Idum góð og framtakssöm stjórn, með ráðvönd- um manni í broddi fylkingar; manni, sem ekki hugsaði einvörð- ungu um sína eigin dýrð og dá- semd; manni, sem sameinaði al- þýðleik, kurteisi og glæsimensku í framkomu, bæði innan lands og utan; manni, sem ekki einskorðaði sjóndeildarhring sinn við flokk sinn og fylgjendur, heldur skoð- aði sig sem fulltrúa allrar þjóðar- innar: “Því lætur hún börnin sín blessa þann mann og bera sér nafn hans á munni.” Þetta eru sannarleg sorgarjól í Canada í pólitskum skilningi. Með kinnroða og blygðun fyrir fram- komu fulltrúa sinna, hengir þjóð- in höfuð sitt. Jólahelgin er lítils- virt með óefndum loforðum — lof- orðum sem þeir, er gáfu, vissu að ekki var mögulegt að efna, en skorti drenglyndi til þess að segja sannleikann. Jólablessuninni er breytt í bölvun hátolla og harð- stjórnar. Þjóðinni er á þessum jólum gefnir steinar fyrir brauð og höggormar fyrir fisk í pólitísk- um skilningi. Afturhaldsskýin grúfa svört og svipljót yfir þjóð og l^ndi. Eina vonin er sú, að all- ar nætur líða, hversu langar og dimmar sem þær eru — dagurj fylgir hverri nóttu,- Sig. Júl. Jóhannesson. íslenzkur myndhöggvari fær verðlaunapening. Ungur íslenzkur myndhöggvari, Sigurjón Ólafsson að nafni, hef- ir fengið verðlaunapening Akade- mísins, hinn minni, fyrir karl- mansstyttu, er hann hefir gert. ‘Politiken’ hefir haft tal af Sig- urjóni, og segir hann frá því, að hann hafi frá barnæsku haft hug á því, að verða myndhöggvari, pn sökum fátæktar hafi hann ekki getað gefið sig við því framan af. Hann hafi 14 ára verið settur í iðnnám málara, og verið málara- nemi í þrjú ár, en unnið eitt ár sem málarasveinn. Fyrir hálfu öðru ári kom hann í Akademíið í Höfn. í sumar byrjaði hann á myndastyttu þeirri, er hann fékk verðlaun fyrir. Er það fyrsta verk hans, sem nokkuð kveður að. En er myndin var fullgerð, var honum bent á, að hann gæti reynt að taka þátt í verðlaunasamkepn- inni. Annars var það ekki áform hans upprunalega. Að lokum segir hann blaða- /uanninum frá því, að hann sé bæði glaður yfir heiðri þeim, er hann hafi hlotið, og yfir fé því, er hann fær um leið. Því að verðlaunapen- ingi Akademísins fylgir fjárstyrk- ur nokkur. — En þegar hann efndi til höggmyndar þessarar, átti hann einar 50 krónur. “Eg get nú greitt allar skuldir mínar,” sefir hinn ungi listamaður. Mjög er það ánægjulegt, þegar ungir íslendingar vinna sér til frægðar erlendis, sem Sigurjón. Þeir sem séð hafa byrjendaverk hans hér heima, hafa gert sér von- ir um, að honum gengi vel á lista- brautinni, — þær vonir ætla vel að rætast. — Mgbl. SMÆLKI. Svertingi kemur hlaupandi til Ijónaveiðarans 1 Massa, massa, eg hefi fundið ljónaslóð hér íyrir norðan! Ljónaveiðarinn: Blessaður — við förum undir eins suður á bóginn! Flugleiðin um ísland Hinn 4. nóv. stendur eftirfar- andi grein í “Berl. Tid.”: “Þýzki Atlantshafs flugmaður- inn, v. Gronau, kom til Kaup- mannahafnar í gær, til þess að þakka dönskum yfirvöldum, sér- staklega flugstjórn flotans, fyrir þá aðstoð, sem honum var veitt í flugferð hans í sumar frá eynni Sildæ, yfir Færeyjar, ísland, Grænland ojr Labrador til New York. Um hádegi kom hann til flug- málaskriftsofu flotamálaráðuneyt- isins og kl. eitt hélt Flulgfélagið honum veizlu í Hotel d’Angle- terre. Seinna fór hann út í flug- höfnina hjá Kastrup og heilsaðij þar upp á ýmsa flugmenn. Svo var hann í heimsókn hjá konungi . Sorgenfríhöll. Um kvöldið hélt Grandjean sjóliðsforingi veizlu í heiðursskyni við hann. Blaðamenn náðu samtali af hon- vm fyrri hluta dags. Sagði hann þeim frá hinu glæsile'ga vestur- flugi sínu og lagði sérstaka á- herzlu á það, hvað flugleiðin sem hann fór Væri miklu betri heldur en syðri flugleiðin, yfir Azoreyjar. Hann áleit, að fimm mánuði ársins væri hægt að halda uppi reglubundnum ferðum milli Evróp og Ameríku nyrðri leiðina. -----Mgbl. M»?ft»ett«ei>«ea«tft«aiS^»eMea«e4*ia«e5«ea«B&«ea»ei*BeS«aMea«SMe<>«»«eMeMBi!t«»2; í } Vér óskum öllum vorum íslenzku vinum Gleðilegra Jóla og Farsœls Nýárs PHONE 23455 PRESCRIPTI K.G.H AR MA Cor. Sargen! C/Toronto ON i • j SPECI ALISTS R.L.HAR MAN WINNIPEG, Man. Það stendur ekki á sama, hvar þér kaupið og hverjum þér treystið. Vandinn er ráðinn Gefið Marconi Radio Marconi Standard $225 With tubes. Ein af þeim jólagjöfum, sem ekkert á skylt við eigingirni,. því öll fjölskyldan hefir ánægju af radio. Sérstaklega hinni nýju, fallelgu Marconi gerð, sem vér höfum nýfengið. Margar nýjar og mikilsverðar umbætur. Tónarnir en!gu síður fagrir en hljóð- færið. Komið, heyrið, sjáið og sannfærist. Nú er tíminn til að kaupa þetta Radio. Hægir borgunarskilmálar. Skiftum og borgum vel. RADIOS FRA $185 TIL $385 Kaupið hjá vel þektum og áreiðanlegum sérfræðingum. IMNHB'I' 333 PORTAGE AVE. Ft. Rouge Transcona St. James 689 Osborne St. Campbell Block 1851 PortageAve. and at Brandon, Dauphin, Yorkton, Port Arthur Hátíðarkveðjur Vér óskum öllum vorutti íslenzku við- skiftavinum glcðilegra jóla og farsœls tiýárs, með þökk fyrir viðskiftin á liðnu an. Manitoba Co-operative Liveátock Producers Ltd. I. INGALDSON, Manager. I BÓKABOÐINNI GIMLI, MAN. fást meðal annars þessar bækur: Eimreiðin, þessa árs, og eldri árg., hver .................$ 2.50 Vaka, þrír firg............................................. 2.50 Réttur, (eldri árg., hver $1.00) þessa árs ................ 1.50 Iðunn, íyrsti til ellefti árg.............................. 10.00 Frðði, þrlr árgangar ..............................>........ 3.00 Morgunn, ellefti árg., og eldri árg., hver ................ 2.60 Annáli 19. aldar, 1. og 2. bindi, bæði .................... 6.00 Blanda, 1. og 2. bindi, bæði .............................. 8.00 pjððvinafélags bækurnar 1930, og eldri árg., hver ......... 2.50 Jðn Sigurðsson (æfisaga) 1. og 2. bindi, hvert ............ 1.80 PJððvinafélags Almanakið 1931, og eldri ár, hvert ......... 0.50 Mannfræði, R. R. Marett .............:..................'.... 0.65 Germania, Tacitus .......................................... 0.50 Siðfræði, I. og 2. heftl, pröf. A. H. B.................... 2.75 Auðfræði, 1 gyltu bandi, séra Arnljðtur ólafsson........... 1.50 Sturlunga, I. til 4. bindi, (öll).......................... 3.50 Huld, 1. til 6. hefti, (öll)............................... 3.75 Ritreglur Afaldimars Ásmundssonar ..................^. ... 0.50 Skýring málfræðislegra hugmynda, H. Kr. Friðriksson....... 0.50 Æfisaga Sig. Ingjaldssonar, 1. og 2. bindi.................. 2.00 Æfisaga Jesú frá Nazaret, séra G. Benediktsson........... 1.00 Bútar úr ættarsögu Islendinga, Steinn Dofri................ 0.50 Hnausaförin, Dr. J. P. Pálsson.............................. 1.00 Kappræða um andatrú, milli A. C. Doyle og prðf. J. McCabe.... 0.25 Er andatrúin bygð á svikum? Prðf. McCabe................... 1.25 Mentunarástandið á íslandi, Gestur Pálsson................. 0.35 Verði ljós, séra ólafur Ólafsson ........................... 0.25 Útskýring á opinberun Jóhannesar, J. Espðlín............... 0.75 Mannllfsmyndir, G. Árnason ................................. 0.40 Vlgsluneitun biskupsins .................................... 1.00 Nýkirkjumaðurinn, Ari Egilsson . —.......................... 0.75 Fjórir fyrirlestrar, Björnstjerne Björnsson................. 0.40 Heimspeki eymdarinnar, þorb. pðrðarson...................... 0.20 prðun jafnaðarstefnunnar, Fr. Engels........................ 0.50 Rök jafnaðarstefnunnar, I b. Fr. Henderson................. 2.25 Communista-ávarpið, Fr. Engels ............................. 0.35 Höfuðóvinurinn, Dan Griffiths ............................ 0.35 Aumastar allra, ólafla Jðhannsdðttir ....................... 0.50 Llfstraumar ........................................_ _..... 0.25 Draumaráðningar, stðrmerkar ................................ 0.25 Um áhrif plánetanna á mannlegt eðli........................ 0.25 LJÓÐMÆLI: Ritsafn Gests Pálssonar (Heildarsafn)....................... 3.50 pyrnar, porst. Erlingssonar, skrautútgáfa................... 6.00 I bandi .......................................... 4.00 óbundnir ......................................... 2.00 Bðlu-Hjálmars kvæði I g. b., 1. og 2. bindl................ 6.00 Kvæði og um skáldskap og fagrar listir..................... 2.00 Pögul leiftur, Jðn Runðlfsson............................... 2.00 Lykkjuföll, H. E. Magnússon................................- 0.75 Vestan hafs, Kr. Stefánsson................................. 0.60 180 öfugmælavlsur .......................................... 0.30 Huliðsheimar, I bandi, Árni Garborg......................... 1.00 Ljððaþættir, p. p. p........................................ 0.75 Bragasvar og mansöngur, Jón Eldon........................... 0.25 Söngvar jafnaðarmanna....................................... 0.15 SÖGUR: Húsið við Norðurá (tsl. leynilögreglusagq.)................. 1.00 Valið, Snær Snæland ....................................... 0.50 Kvenfrelsiskonur, St. Daníelsson ........................... 0.25 Sigur að lokum ............................................ 0.75 Bartek sigurvegari, H. Sienkiewics.......................... 0.30 Skemtirit: 1. hefti: Tðmas Reinhagen .................................. 0.25 2. hefti: Kristinn Blokk .................................. 0.75 3. hefti: Vagnstjðrinn ..................................... 0.50 4. hefti: Tvær sögur (Felix. frændi og pegar Isinn þánaði) .... 0.35 5. hefti: Fjðrar sögur (Svarta húfumerkið; pegar augun opnuðust: Krðkur á mðti bragði og Bæði brögðum beitt) ......................................... 0.35 6. hefti: prjár sögur (Lengi skapast mannshöfuðið; Hún hlaut hnossið og Prumusteinninn).................. 0.35 Prédikanir séra Páls Sigurðssonar, I bandi.......• ■ ■,..... 2.00 Páll postuli. prðf. Magnús .Tðnsson, I bandi............... 2.50 Árin og eilífðin, 1. og 2.. bindin, hvert.................. 3.75 Prédikanir sjö orðanna, Jðn Vfdalln......................... 1.00 FYLGDARORÐ. 1. —Penirtgar fylgi pöntunum. 2. —peir, sem eru llklegir að kaupa úr þessum lista, ættu að halda honum vísum. 3. —Mælast vil eg til þess, að allir, sem nú skulda mér fyrir bækur, vildu gjöra svo vel að greiða mér þær hið fyrsta, því tlmi er kominn til að eg væri búinn að gjörá reikningsskll til þeirra, sem eg vinn fyrir- Lifi allir vel,—sem geta. ARNLJÓTUR 15. OLSON.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.