Lögberg - 26.02.1931, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.02.1931, Blaðsíða 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. FEBRÚAR 1931. EFTIR ALICE DUEfí MILLEfí. I. KAPITULI. í hvert sinn, sem þeim Lydíu og Miss Ben- nett varð eittlrvað sundurorða, mintist hin .síð- arnefnda fyrstu stundar þykkjunnar, sem hún hafði orðið vör við á Thorne heimilinu. Hún sá í hUga sínum þykka gólfdúkinn á stiganum upp á aðra hæð hússins. Á aðra hönd var marmaraveggur, á hina eikar handrið, mjög haglega geit, og á því stóð leirker og í leirker- inu falleg pálmaplanta. Upp stigann gekk reið- ur maður og bar barn í fanginu, seru var enn reiðara. Miss Bennett gat séð breitt bak mannsins, sem gekk upp stigann. Hann var í bláleitri yfirhöfn, úr þykku efni. Hún sá háls- inn og svart hárið niðrundan hattinum. Öðru- megin við hann sá hún handlegg á lítilli stúlku, sem baðaði út í loftið, en hinum megin fót, sem sparkaði alt hvað af tók, og Jiað var svo sem auðséð, að barnið brauzt um alt sem það hafði orku til. Stúlkan litla greip í plöntuna, og ker- ið valt ofan á gólfið og brotnaði í ótal mola, og gerði tvo danska ihvolpa, sem þar voru, laf- hrædda, en það voru einmitt þeir, sem valdið höfðu þessari óánægju. Þessar tvær manneskjur héldu áfram upp stigann, þó gangan sæktíst heldur erfiðlega, því þó maðurinn væri sterklegur, þá var enginn hægðaileikur að bera tíu ára gamalt barn upp stiga, þegar það gerði alt sem það gat til að sp'vrnast á móti. Þar að auki var stig'inn, svo fallegur sem liann var, töluvært brattur og dúk urinn var svo þykkur, að það var eins og mað- nr væri að ganga í nýföllnum snjó. Þegar þau voru að hverfa upp úr stiganum, sá Miss Bennett, að litla stúlkan barði í handlegginn á manninum alt se mhún gat, og hún heyrði hana segja hvað eftir annað: “Eg ætla að hafa þá. Eg’ skal hafa Jiá!” Henni skildist fullkomlega, að maðurinn hugsaði: “Þú skalt ekki’’, J)ó hann segði ekki neitt, og hún vissi líka, að }>eg ar }>au voi*u komin upp á loftið, þá mundu högg- in verða endurgoldin og það með vöxtum. Hér var faðir og dóttir, sem bæði voru svo skapi farin, að hvorugt gat látið undan, og að þeirra vilji var ósveigjanlegur. En í svo að segja hvert sinn, sem þau greindi á, og }>að var oft, hallaðist Miss Bennett á sveif Joe Thornes, þessa gáfaða og óvægna manns/og kom það cðlilega til af því, að hún var nokkuð gamal- dags í hugsunarhætti og leit svo á, að börnun- um fcæri að hlýða foreldrum sínum skilyrðis- lausf. í þeta sinn var hún þó ekki með honum, og kom það til af því, að hann hafði móðgað hana með því að vera ruddalegur í orði við hana, en það hafði aldrei komið fvrir áður, og * kom aldrei fyrir aftur. Hann hafði verið lengi að heiman, eins og oft kom fyrir, og var rétt að kom heim í sitt stóra og skrautlega heimili á Fifth Avenue, sem hann var töluvert stoltur af. Strax þegar hann kom inn fyrir dyrnar, kom hann auga á þessa tvo stóru hunda, sem Lvdía var þá nýbúin að fá, og leizt honum illa á ]>á og virtust þeir líkari kálfum en hundum. Hann hafði þegar snúið sér að Miss Bennett: “Því í fjandanum látið þér hana gera ann- að eins og þetta’’ hafði hann sagt, og Miss Bennett hafði líka svarað á alt aniian hátt, en henni var í raun og vem lagið: “Vegna þess, Mr. Thorne, að hún er svo illa vanin, að enginn getur ráðið neitt við hana.’’ Lydia ihafði staðið þarna og litið til skiftis á föður sinn og Miss Bennett og hélt sitt hvorri hendi í hálskragana á hundunum. Hún var föl í andliti, en það leyndi sér ekki, að hún var fast- ráðin í að halda við sinn keip. “Eg ætla að hafa þá, eg skal. eg skal!’’ sagði hún hvað eftir annað. En hún iliafði ekki fengið að hafa hundana. Hún tapaði í það sinnið, og hún gerði það oft- ast nær um það leyti. Það var ekki fyr en .seinna, að hún fór að hafa betur í viðskiftunum við föður sinn. En hvort sem hún vann eða tapaði, þá hætti Miss Bennett mjög til að hall- ast á sveif þessarar litlu, grannvöxnu stúlku í hvert sinn, sem hún svo örug'glega beitti sínum eigin viljakrafti, sem hún hafði erft af föður sínum, gegn hans óveigjanlega vilja. Nú var Sylvia búin að ná meiri þroska, og hún hélt þeim einkennum lundarfars síns, sem hún hafði fengið í vöggugjöf, að alt varð að víkja fyrir hennar eigin vilja, en alt af liallað- ist Miss Bennett á hennar sveif. Það var því ekki neitt undarlegt, þó hún ætti erfitt aðstöðu, þegar }>eim sýndist sitt hvorri. Það hafði ein- mitt komið fyrir rétt núna. Þeim hafði orðið ofurlítið sundurorða, ekki að þær hefðu jagast, það var lítið annað heldur en vanalegt samtal, eins og’ gengur og gerist. Morson só strax, þegar hann kom inn til að taka af borðinu, að eitthvað hafði komið fyrir. þó hvorug þeirra segði nokkurt orð, meðan hann var }>ar. Lydia stóð þama þráðbein og ho’fði ofurlítið skáhalt niður á Miss Bennett, sem sat í legubekknum. Hún sýndist vera að leika sér að því, að færa fingurgull sín fram og aftur eftir sínum löngu og mjóu fingrum. Morson flýtti sér ekki lifandi vitund meira fvrir það, þó hann vissi að þessar konur væru að tala um eitthvað, sem hann átti ekki að hevra. Hann dokaði heldur ekkert við til að revna að komast eftir því, ln*að um væri að vera. Hann fór að öllu eins og hann var vanur, sóp- aði upp molum, færði stólana á sinn stað, rað- aði bollunum á bakkann og fór út úr herfcerg- inu með nákvæmlega sama fcraða, eins og hann hafði komið. Hann hafði séð sitt af hvoru um dagana og hann vissi, að hann átti ekki að láta á því fcera þó hann yrði þess var, sem hann átti ekki að vita. Strax þegar hurðin hafði lokast eftir hon- um, sagði Miss Bennett: “Það er ekki nema svo sem sjálfsagt, að þú fcannir að bjóða gestum að koma hér í þeta hús, ef það er meiningin, að þú viljir ekki hafa það. Þú hefir vitanlega fullan rétt til þess, en þá get ég ekki lengur verið hjá þér, Lydia.” “ Þú væizt, Benny, “að það er ekki meiningin” sagði Lydia án þess að í rómnum kendi nokk urrar reiði eða afsökunar. “Mér er ánægja að því, að þú bjóðir hingað hverjum sem þú vilt, þeg'ar eg er hér ekki, og þeim, sem skemtilegir eru, þegar ég er hér. Það sem ég á við er það, að þessar kerlingar eru leiðinlegar. Þér leið- ast }>ær og þú vissir, að mér mundi leiðast þær. Þú gerir mér leiðindi til að géfa skemt þessum gömlu konum.” Miss Bennett gat, ekki látið þetta fram hjá sér fara án þess að svara því. “ Þér adti að þykja heiður í því, að kona eins og Mrs. Galton, sem vinnur svo mikið fyrir kvenfangana í þessari—” “Göfugar konur, göfugar konur, eg efast svo sem ekki um það, en leiðinlegar. Það gerir mig fcókstaflega veika, að vera með þeim, sem mér leiðist að vera með” “Ekki að vera svona stórorð, Lydia.” “ Það er ekki ha>gt að komast hjá því,” sagði Lydia og stakk hendinni í síðuna. “Eg vil að þú skiljir }>etta, Benny. Eg get ekki þolað að hafa mína eigin vini í kringum mig, ef mér leið- ast þeir, og eg ætla ekki að leggja það á mig, að hafa þína leiðinlegu vini heldur. ” Lydia hafði verið niðri í fcæ um morguninn til að kaupa ýmislegt, sem hún þurfti. Ýmis- legt óþægilegt hafði komið fyrir hana, en það vissi Mi.ss Bennett ekki. Hún hafði meðal ann- ars keypt sér hatt, látið hann á sig, og hafði ætlað að hafa hann á höfðinu þangað til hún ka’mi heim. Á leiðinni datt henni í hug, að hatturinn væv i ekki einsog hann ætti að vera, og hafði hún }>á snúið aftur til að skifta honum fyrir annan hatt, en konan, sem seldi henni hattinri, hafði ekki með nokkru móti fengist til þess. Hún v*ar ekki lengi að ráða það við sig, að koma aldrei inn í þessa fcúð aftur, þar sem ekki var meira tillit tekið til }>ess er hún vildi, heldur en hér var gert í þetta sinn. Á leiðinni heim liafði eitt bílhjólið bilað og þess vegna kom hún of seint til að borða, og þegar hún kom, þá hafði Benny þar þessar tvær gömlu konur. Það, að þær voru göfugar konur, eins og hún hafði sagt., sem alt af voi*u að fcæta fólkið, eftir sínum eigin skilningi, og leiða það eftir hinum þrönga vegi, gerði }>ær bara enn leiðin legri fyrir Lydiu. Hún fcagði oft fceðið Benny að ve a ekki að ergja sig með þessum kerling- um, og þetta var þó, hvað sem öðru leið, henn- ar hús. “Þú ert ósköp hörð og óanngjöra, góða mín,” sagði Miss Bennett. “En þú ert ung enn og hefir litla lífsreynslu. Ef þú fcara gætir fengið áfcuga fyrir }>ví göfuga verki, sem Mrs. Galton er að vinna<—” “ Hamingjan góða! Svo það er }>að, sem þessar gömlu konur eiga að gera, að útveg'a mér áhugamálf” Það var auðséð, að Mis.s Bennett mislíkaði. Hún var því að vísu engan veginn óvön, að Lydia misskildi hana, en samt hefði hún átt að vita, að hún hefði sínar ástæður til að gera það sem Iiún gerði. Það var í raun og v*eru fjarri hennar skapsmunum, að setja sér fast mark og stefna að því með ráðum og kappi. Það var Lydia, sem réði fvrir Miss Bennett, en ekki 'Miss Benett, sem réði fyrir Lvdiu. Miss Bennett var engan veginn viljsterk, og henni hætti við að láta v*ini sína ráða fyrir sér. Hún gat aldrei séð, að |>að væri réttmætt af Lydíu, að kenna sér um ýmislegt, sem fyrir kom, en sem hún var ekki völd að, að því er henni skild- ist. Þetta hafi bara viljað svona til. Samt gat hún ekki neitað því, að }>að hefði verið sín hugmynd, en ekki Mrs. Galton, að fá Lvdíu til að taka þátt í þvi verki, sem ihún var að vdnna, og sem v*ar aðallega í því fólgið, að hlynna með ýmsu móti að kvenfólki, sem fyrir ]>ví óláni hefði orðið, að lenda í fangelsi. Engin manneskja getur verið ánægð, Lydía, nema því að eins að hún geri eitthvað fyrir aðra, eitthvað sem er óeigingjarnt. ” Lydía fcrosti. Það var óneitanlega eitthvað brosleg't, að henni fanst, ef aumingja Benny a’tlaði sér að ráða því, hvernig hún hagaði lífi sínu. “Mér hefir hepnast hingað til, að vera nokk- ura veginn ánægð, Benny mín, þakka þér fyrir. En nú verð ég að fara, því eg hefi lofað að vera hjá Elenóru klukkan fjögmr, og það eru ekki eftir nema tíu mínútur.” “Til hennar eru tíu mílur, Lydia.” “Tíu mílur — tíu mínútur.” “ Þú hættir lífi þínu, ef þú keyrir svo gapa- lega.” “Nei, Benny, eg kann vel að fara með bíl.” “Þú verður tekin föst.” “Engin hætta.” “Hvernig getur þú verið viss um það?” Það var nokkuð, sem fcezt var að fcafa ekki orð á, svo Lvdia hló og fór sína leið og lofaði Miss Bennett, nú eins og oft áður, að fcrjóta heilann yfir því, að ávalt þegar þær voru sín í hvora lagi, þá fanst henni, að hún hafa alla vf- iifcuiði yfir Lydíu, en þegar ]>ær voru saman, ]>á réði Lydia ein öllu. Hún komst alt af að sömu niðurstöðu, að sú mikla prúðmen.ska og kurteisi, sem hún var alin upp við og hafði tam- ið sér alla æfi, stæði sér í vegi, þegar hún þyrfti að skifita við annað fólk, sem aðrar erfðir höfðu hlotið í vöggugjöf og öðruvísi var alið upp, eins og' t. d. þessi litla dóttif verkamanns- ins. En Lydia'var ekki lítil. Hún var sex þumlungum ha’rri heldur en Adelene Bennett, sem ekki var nema fimm fet og tveir þumlung- ar. En hvað sem öllu Jæssu leið, þá varð hún þó æfinlega að meta praðmensku meira en alt annað. Þessi litla dóttir verkamannsins hljóp upp stigann til að sækja hattinn sinn. Þar var vinnu- konan hennar, Evans, að fægja skrautmuni hennar. Hún gerði það í baðherfcerginu, sem Lydia notaði einnig til að klæða sig í. Þar voru .stórir speglar, borð og skápar með glerhurðum, þar sem Lydia geymdi fötin sín og mátti sjá, livað þeir höfðu að geyma án þess að opna þá. Ilerbergið var skrautlegt mjög og stærra en vanaleg svefnherbergi. Evans var {mnnleit, mögur pg heldur veiklu- leg, ensk stúlka. Þegar hún var fcúin með hvern lilut útaf fyrir sig, lagði ihún hann á hvítt hand- klæði. Þeir voru óneitanlega fallegir, þessir skrautmunir, þar sem þeim var raðað á hvítan dúkinn og .sólin skein á þá, og þeir sýndu alla regnibogans liti. Lydíu þótti vænt um þessa muni, og aðal ástæðan til þess var sii, að hún hafði valið þá flestalla sjálf. Hún hélt að þeir ; færu sér allir sérstaklega vel, ættu við sína eigin j fegurð. En hennar fegurð var ekki eins auð- veldlega skilgreind, eins og hún hélt. Það mætti lýsa henni all-nákvæmlega með því að lýsa kven- myndum ýmsra listmálaranna á seinni hluta nítjándu aldarinnar, ávalt andlit, falleg, dökk au^n, ljómandi fallegar, svartar augabrýr og mikið, hiokkið ihár. En hún hafði ekki þennan hvíta, nálega gagnsæja hörundslit, kinnafceinin voru heldur í hærri lagi og kjálkamir voru í sta-rra lagi, Hún minti frekar á börn fjall- anna, heldur en sléttunnar. , Þegar hún kom inn í herfcergið, var Evans að enda við að bursta dálítið armfcand, gimsteinum sett, sem }>ó bar með sér, að það var eldra en hinir gripimir. Lydía tók ]>að. “Eg var nærri búin að gleyma, að eg ætti þetta,” sagði hún. Þremur eða fjórum árum áður, þegar hún hafði fyrst kynst Bobfcy Dor- set og þau voru bæði unglingar, hafði hann gefið henni þetta armband. Móðir hans hafði átt, það og Lydía hafði brúkað það svo að segja stöðugt í heilt ár, eða }>ar um fcil. Hún lét það á sig, og }>að vakti hjá henni gamlar og þægi- legar endurminningar. Hún hugsaði með jálfri sér, að líka hefði hún þó einhverjar kvenlegar tilfinningar, eins og aðrar stúlkur. “Það ætti að fcreyta þessu armfcandi dálitið. Það gæti verið fallegra,” sagði Evans. “Þú hirðir prýðilega vel um þessa hluti,” sagði Lydía. Stúlkan roðnaði við þessi hrósyrði sinnar ungu og fljótfærau húsmóður, sem hún fékk ekki mikið af .Hún vissi ekki, hvað hún átti að segja. “ Fáðu mér hatt, Evans, einhvern hatt.” Hún lét hattinn á sig, leit allra snöggvast í spegilinn, þaut svo út úr herberginu, og hugs- aði ekkert um það lengur, hvort hún hefði arm- bandið eða ekki. Þessar fáu mínútur, sem Lydía var uppi á loftinu, hugsaði Miss Bennett sínar hugsanir, l>ar sem hún sat niðri í stofunni. Átti liún að láta sér verulega mislíka, eða átti hún að vera upp yfir það hafin f Atti hún að sýna Lydíu, að hún þyldi ekki að láta misfcjóða sér svona? Eða átti hún að fyrirgefa, af því hún var svo miklu eldri, og vissi svo miklu betur en Lydía, hvað rétt var og sæmilegt? Niðurstaðan v*arð sú, eins og æfinlega, að fyrirgefa og hún heyrði hið létta fótatak Lvdíu, þegar liún gekk út, og kallaði til hennar: “Farðu nú ekki of hart í þessum litla bíl.” “Plkki meira en sextíu,” svaraði Lydía glaðlega. Lítill fcíll, grár að lit, stóð rétt utan við dyrnar, og það skifti engum togum, að hún steig upp í bílinn og hann fór á stað og það svo hratt, að ekki leit út fyrir annað, en henni hefði verið full alvara, þegar hún var að segja Miss Ben- nett hvað hart hún ætlaði að keyra. En hraða mælirinn sýndi að eins þrjátíu og> fimm, þeg- ar út á þjóðveginn kom. Það var eins og hún hafði sa'gt, hún keyrði aldrei hart, nema hún hefði góða ástæðu til þess. Eins og flest fólk, með svipuðu skapferði, eins og Lydía hafði, og í svipuðum kringum- sta>ðum, mátti næstum reiða sig á, að hún kæmi of seint. Það var orðinn nokkura veginn fast- ur siður hennar. Sjálf hélt hún, að ástæðan fyrir því væri sú, að hún ætlaði sjálfri sér meira á hverjuin sólarhring, heldur en hægt \*a*ri að koma í verk á hverjum tuttugu og fjórum klukkutímum. En orsökin mun þó í raun og veru hafa verið sú, að hún kaus held- ur að láta aðra bíða eftir sér, heldur en bíða sjálf eftir öðrum. Henni fanst hún gera lítið úr sér með því, að bíða eftir hentugleikum annara. t þetta sinn (hafði hún þó ætlað sér að vera stundvís, eða svona þar um bil, ekki meira en svo sem tuttugu mínútum of sein. Það átti að spil bridge hjá Elenóru og Bobby ætlaði að vera þar. Af einhverjum ástæðum, sem hún skildi aldrei sjálf, féll Bobby það mjög illa, þegar hún kom alt of seint og alt hitt fólkið varð óánægt, og fór að tala hálf-illa um hana, svo hún heyrði ekki til, og ef Bofcfcv var í æstu kapi, átti hann víst að tapa í spil- unum, en hann mátti ekki við að tapa pening- 1 um. Henni féll afar illa að sjá Bobfcv tapa peningum, ver heldur en honum féll það sjálfum. Af öllu því, sem henni sjálfri við kom, var henni ekkert eins Ijóst eins og það, að maður- inn, sem hún giftist, þvrfti endilega að vera . KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRVAVE. EAST. • - WINNIPEG, MAN. Yard Of'rtce: SWi fioor, Bank of Hamilton Chambert atkvæðamaður og mikill fyrir sér, ekki aðeins vegna þess, að vnnir hennar mundu búast við því af henni, 'heldur líka vegna þess, að hún tahli ]>að sjálf nauðsynlegt og sjálfsagt. En s\*o undarlega vildi til, að þeir einu menn, sem henni alt til þessa hafði litist nokkuð vel á, skorti alveg þessa kosti, og var Bobfcy einn af þeim. Hvað kvenfólk snerti, þá fanst henni að stúlkumar ættu að vera fljótar til svars og fljótar til úiræða, öruggar og einbeittar og sjálfstæðar. En }>eir piltar, sem helzt voru vinir hennar, voru þeir, sem þurftu stuðning, og létu heldur auðveldlega leiðast af öðrum. Þeir, sem ekki hugsuðu eða töluðu sérstaklega vinsamlega um liana, sögðu að þetta kæmi til af }>ví, hve ráðrík hún var. Nokkuð var }>að, að lnin gat aldrei komið sér saman við þá menn, sem sjálfstæðar skoðanir höfðu og ör- uggan vilja. Fyrir nokkrum árum liafði hún þó verið trú- lofuð, þó sú trúlofun hefði aldrei verið opin- beiuð. Maðurjinn var Englendingur, Mark- greifinn af Ilseboro, hár maður og grannur, fölleitur og skarplegur. Hún elskaði hann ekki, og þó.var hann maður, sem stúlkunum leizt vel á. Benny þótti einstaklega mikið í liann varið. Hann var ihæglátur og góðlátleg- ur og kurteis dg vissi manna bezt, hve langt hann mátti fara, þegar um ástir kvenna var að ræða og hann þekti og skildi kvenfólkið vel. En það fór fljótt að fcera á því, að þeim Lydíu og lionum fór að sýnast sitt livoru. Það \*ar í ýmsum smá-atriðum, svo sem viðvíkjandi heimboðum, borðsiðum, og annari framkomu, hvernig Lvdía væri kla’dd og öðru því líku. Hvað eftir annað liafði Ilseboro látið undan, en það hafði ekki gert ihana ánægða, því hann liafði látið undan til samkomulags, en ekki af því, að hann sjálfur gæti séð, að hann hefði rangt fyrir sér. Hann lét undan af því hann áleit hyggilegt að gera að vilja hennar, að svo miklu leyti seim hægt var. Lydíu stóð að vísu enginn ótti af honum, en smátt og smátt fór hana að gruna, að hér væri við mann að eiga, sem máske ætti sterkari viljakraft, lieldur en hún sjálf. Stundum fanst henni sitt sterkasta áhugamál vera það, að slíta þessa trúlofun. Hún elskaði ekki þennan mann, ef hún hefðí elskað hann, þá hefði hún svo að segja tilbeð- ið hann. Hún \*ar meira. að segja miklu nær því að ihata hann, heldur en að elska hann. Hún gat ekki betur fundið, en hann væri að reyna að stevpa sig upp og gera sig eins og liann hélt að höfðingjakonur á Englandi ættu að vera. Ávalt frá því hún var fcarn, hafði henni verið það öllu öðru ógeðfeldara, að láta sinn eigin vilja }>oka fyrir vilja einhvers annars. Hún mundi enn hvað lienni hefði þótt það ótta- legt, þegar hún var lítil stúlka, að þurfa að sofa marga klukkutíma í hverjum sólarhring, og eiga allan þann tíma eiginlega ekkert vald á sjálfri sér, hugsun sinni og viljakrafti. Seinna hafði faði hennar ætlað að senda liana á einhvern kvennaskóla, þar sem hún átti al- veg að halda til a*ði lengi, en }>að fanst henni álveg ófcærilegt, því }>ar yrði hún að hlýða vissum reglum og mætti ekki gera alt sem hún vildi. Móti þessu hafði hún barist svo mikið, að faðir hennar liafði alveg horfið frá því að senda hana á skólann. Hún liefði verið til með að giftast svo að segja hverjum sem vera vildi, ef hún hefði þá verið frjálsari en áður, en }>ar sem hún hafði jafnvel óvanalega mikið frjálsræði, þá var henni þvert um geð að leggja nokkuð -af því í sölurnar fyrir það að gifta sig, sérstaklega að giftast markgreifanum af Useboro. Hún sagði honum því upp, en hann hafði elskað hana, og tók sér þetta nærri. Hún gléymdi aldrei því sem hann sagði við hana, ]>egar þau skildu. AfíSLOK 1930. í aldahöf öll síga síðast ár, með sár og dauða. —Spilling, fals og tár. — Með slys og mæðu, þrungin tregatár, þau tæmast burt og hverfa í myrkur-ál. Það gamla olg vonda brennnir tímans bál; en biðjum, gott og nýtt, oss þróist hjá. — Nú hverfur ár, með allskyns glys og prjál, en aldrei máist það af tímans skrá. — Það skal kvatt í kvöld,—en geymt sem muna má! Sælt, nýja ár! Kom hraust til starfs og stríðs, með stefnu nýja, heilbrigð réttarvöld. Hrek burtu kulda, léttu okið lýðs, og láttu hverfa neyð og þungbær gjöld, svo hljóma megi þökkin þúsundföld, og þjóðin fái að lifa glaða stund. — Sýn s'törfin merk við endað æfikvöld, olg engan lát sitt grafa dýra pund. — Þess óska heitt, — þú gefir gull í mund! Lát sundrung víkja. Beindu hugsun hátt til heilla og sigurs stefni viljinn rétt. Lát einilg ríkja, veittu veikum mátt, og vernda fósturjarðar sérhvern blett. — Og veit að bíði blessun hverri stétt, svo batni hagur, — læknist þjóðarmein. — Varðenglar lýðsins saman sitji þétt, hin sanna og rétta blómgist trúargrein. Þá verður okkar þjóð, ei byrluð bölvun nein! —Vísir. Jens Sæmundsson,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.