Lögberg - 19.03.1931, Side 2
Bls. 2.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. MARZ 1931.
Hogijerg
Gefið út hvern fimtudag af
TEE COLUMBIA PRESS, LTD.,
Cor. Sargent Ave. og Toronto St.
Winnipeg, Manitoba.
Tcdsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Logberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The "Lögberg” ís printed and published by
The Columbia Press, Limited,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Krefál nákvæmrar yfirvegunar
Tímarit hveitisamlagsins í Manitoba, febrúar-heftið, flytur
eina ritgerðina annari athyglisverðari, um markaðshorfur fyrir
hveitiframleiðslu Sléttufylkjanna, og hallast meðal annars
næsta eindregið á þá sveif, að hundrað per cent samlag sé eina
hugsanlega leiðin út úr ógöngunum; fer hér á eftir útdráttur úr
einni af þessum ritgerðum:
‘ ‘ Það er erfitt að koma almenningi í fullan skilning um þær
feikna breytingar, sem átt hafa sér stað á sviði viðskiftalífsins
síðastliðin fimtíu árin; afar margbrotin vélavinna og stór-iðja,
ásamt reglulegum byltingum í ríki framleiðslunnar, hafa ger-
breytt því umhverfi, er feður vorir gerðu sig ánægða með; þó
höldum vér dauðahaldi í gamlar og úreltar samfélagskenningar,
sem ósamræmanlegar eru með öllu þeirri öld, er vér lifum á.
Þrátt fyrir ómótmælanleg kyngi-samtök stóriðjunnar, einokun-
arkerfi, og samvinnufélög, er til samans telja að minsta kosti
sextíu miljónir meðlima, reynum vér samt sem áður að rígbinda
oss við pólitískar og hagfræðilegar hugsjónir hins gamla tíma,
hugsjónir, sem nú eru orðnar úreltar, þrátt fyrir það, þótt þær
vafalaust hafi haft á sinni tíð, ýmsa nothæfa kosti til brunns að
bera.
Vér erum börn tuttugustu aldarinnar, og að skygnast um
til þeirrar nítjándu eftir lækningu meina vorra, væri blátt áfram
óverjandi fásinna.
Feður vorir komu á fót hjá sér þeim stofnunum, er nauð
synlegastar voru eins og þá hagaði til; nú er það hlutskifti vort,
að reisa og starfrækja þær stofnanir, er samtíðin óumflýjan-
lega krefst; stofnanir þær, margar hverjar, er á margan hátt
kunna að hafa fullnægt óumflýjanlegustu nauðsynjum nítjándu
aldarinnar, hafa beinlínis og óbeinlínis, reynst reglulegur götu-
þrándur þroskahugsjónum þeirrar aldar, sem nú er að líða.
Eitt megin viðfangsefni hinnar núlifandi kynslóðar, er að
sjálfsögðu það, að reyna að sníða svo til stakk samfélagsmál-
anna, að samræma megi við það afarflókna hagfræðiskerfi, er
vísindaleg marghyggja hefir lagt grundvöllinn að.
Þeir menn, sem við landbúnað og akuryrkju fást, verða
óhjákvæmilega til þess knúðir, að leggja fram sinn skerf, með
það fyrir augum, að koma á nýrri festu í samfélagsmálum;
fyrir þá er nú ekki um neitt annað að ræða, en fylgjast með
kröfum sinnar tíðar, eða dragast aftur úr og sökkva ofan í und-
irstétt.
Frumherjar þessa fylkis lifðu lífi sínu í kyrlátu samræmi
við handplóginn, kerruna og ljáinn; afkomendur þeirra, sem
orðið hafa aðnjótandi bílsins, dráttarvélarinnar og annara ný-
tízku þæginda, geta ekki hjá því kpmist, að lifa lífinu í hlutfalli
við slík þægindi. Þegar um markaðs aðferðir er að ræða, ligg-
ur það í augum uppi að þær mega undir engum kringumstæðum
vera eftirbátur þeirra fullkomnunar aðferða, sem beitt er við
framleiðsluna.
Sjálfbyrgingsháttur verður að rýma sæti fyrir hinni bróð-
urlegu hugarfarsafstöðu.
Markaðsaðferðimar gömlu, gerðu einn framleiðandann að
keppinaut við annan; baráttan fyrir tilverunni aðskildi þá og
veiklaði, í stað þess að sameina þá og styrkja; samkvæmt hinni
nýju aðferð, verður framleiðslan seld og kemst í hendur neyt-
anda, um farvegu samvinnunnar í stað hinnar gömlu samkepni.
Mannkynið er fyrir löngu orðið þreytt á hinni miskunnarlausu
samkepni, og þeim ójöfnnði, sem henni er samfara; þetta er leið-
togunum á sviði hiiis nýja iðnlífs, farið að skiljast. Þessvegna
er það, að þeir em famir að beita sér fyrir þær stefnur, innan
vébanda viðskiftalífsins, er einar eru líklegar til að fullnægja
kröfum hins nýja tíma. Þeir, sem akuryrkju stunda hljóta
óhjáJrvæmilega að hafa að fullu hönd í bagga með sölu fram-
leiðslunnar og skiftingu hennar; slíku takmarki verður samt sem
áður undir engum kringumstæðum náð með öðru en hundrað per
cent samlags hugmyndinni; samlagssölu kerfi, með slíkum
hætti, þrengir að engu leyti að fjárhagsfrelsi einstaklingsins,
heldur alveg það gagnstæða; einmitt það, er líklegt til að skipa
canadisku þjóðinni í öndvegi meðal þeirra þjóða, er að sam
vinnumálum standa, og beita vilja sér fyrir alþjóða samúð
markaðsaðferðum viðvíkjandi. Aliar þær þjóðir, er hveiti
framleiðslu stunda, eru önnum kafnar við það, að koma á fót
hjá sér sem allra öflugustum samtökum, með það fyrir augum,
að koma uppskeru sinni I sem bezt verð, og tryggja henni mark-
að. Liggur þá nökkuð hendi nær, en það, að bændurnir í Vestur
Canada ríði á vaðið, og tjái sig fúsa til fylztu samvinnu?”
Tiltölulega lítið hefir ritað verið og rætt um hundrað pær
cent samlagshugmyndina, fram að þessum tíma, að undan-
teknu því, sem tímarit hveitisamlagsins hefir lagt til málanna,
og sem aðeins er rætt á eina hlið; skoðanirnar um málið hljóta
að veTða nokkuð skiftar, og þessvegna veltur mikið á, að það
sé grandskoðað frá öllum hliðum, áður en nokkrar fullnaðar-
ráðstafanÍT verða teknax.
Palladómar
5. marz.—
Starf þingmanna byrjaði í gær
með þvi, að Mr. Farmer gerði
tillögu um, að menn sneru sér að
nýju máli, sem komið hefði upp
í sambandi við mann nokkurn,
að nafni James Ball. Þessi mað-
ur hafði nýlega flutt til Mani-
toba, en einhverra orsaka vegna
er nú talað um að flytja hann út
úr fylkinu aftur. Það kom upp
við rannsókn þessa máls, að
heilsulasleiki ien ekki iðjuleysi
eða eyðala, hefði gert þennan
mann ósjálfbjarga og upp á aðra
kominn.
Mr. Prefontaine sagðist skyldi
rannsaka málið, og ef það liti út
sem útflutnirtgur þessi vær ekki
á góðum rökum bygður, þá skyldi
hann reyna að leiða ríkisstjórn-
inni það fyrir sjónir, að þetta
væri kannske ekki allskostar rétt.
En meiri hluti þingmanna virtist
ekki vilja gefa Mr. Ball neinn
gaum, þeir kusu miklu fremur að
ræða um illgresi á ökrum manna.
Þetta eru velþekt einkenni lög-
gjafarvaldsins. iÞað (koma fyrir
jdagar, þegar þingmenn eru vilj-
ugir að ræða hvað sem er, og
hvað lengi sem þurfa þykir. Svo
koma aðrir dagar; en það kemur
ekki oft fyrir, að þin'gmenn utan
af landsbygðinni virðist hafa á-
huga talsverðan fyrir því, sem
skeður utan beitilanda þeirra
sjálfra. En það tekur illkynjað
illgresi að koma þeim fulkomlega
á stúfana. Hver eftir annan,
þessara fulltrúa ' þjóðarinnar.
stóðu upp í gær og gáfu sitt á-
lit hispurslaust um illgresi. Hvað
lægi fyrir brezkum þegn o'g upp-
gjafa hermanni, sem átti að ræða
um, heyrðist ekki orð. Þenna
vesalings mann, er átti að flytja
frá Boissevain út úr landinu,
heyrðist ekkert. En “giltugras”
o'g “hvíluhagi” sem illgresi á ökr-
um, varð að sitja í fyrirrúmi og
ræðast til fullnustu, þótt það
tæki dag eða tvo.
“Gef mér plóg,
í meir en þriðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bakverk,
gift, þvagteppu og mðrgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.,
Toronto, ef borgun fylgir.
Queen spyrja, hvað Mr. Major
ætlaði að gjöra, viðvíkjandi:
(a) i Borgarstjóranum.
(b) Þessum uppvöðslusömu
krökkum frá háskóla Manitoba
fylkis.
(c) Lögregluliðinu.
(d) Skrúðgöngumönnum, sjálf-
um —
Rétt í þessu varð klukkan sex
og þingforseti sagði fundi slitið.
Mr. Major hefir alla nóttina fyrir
sér að hugsa málið. Vér erum
að velta því fyrir oss, hvað hon-
um verði erfiðast viðureignar,
þegar hann leggur út í að svara
öllum spurningum Mr. Queens.
6. marz —
Mrs. Partington reyndi að halda
til baka öldum Atlantshafsins;
en öldurnar risu og færðust alt
af nær og nær þar til þær loks-
ins féllu á land upp með hávaða
miklum, þrátt fyrir ítrustu til-
raunir hennar. Og Col. Taylor
reyndi |áð kæfa írödd nútíðar-
manna um bqrgaralegt hjóna-
band. Frumvarpið um, að lög-
herfi-kerfi og' leitt skyldi borgabalegt hjóna-
I band í Manitoba, var samþykt
yrkivél ,sterka, með . hestapari. HipiHH
hrópaði Mr. Wolstenholme (Govt. með 26 atkvæðum gegn 14. þratt
Hamiota) og barði í borðið með fyrir hraustlega framgöngu Col.
höncj, sem sjá! hafði unnið á Taylor og félaga hans, Mr. Ber-
ökrum Manitoba síðastliðin 40 ni€rs- Frumvarpið bíður nú
ár, “og eg skal ábyrgjast ykkur. aý eins undirskriftar hans ha-
góða uppskeru af því landi, sem j ti£nar til þess að verða að lög-
eg á yfir að ráða.” Hann veit. um-
hvernig á að hantéra illgresi. Já, j ^r- B,ernier reyndi að tef ja fyr-
ekki hætt við öðru um Wolsten- ir frumvarpinu með því að halda
holme. — En Mr. Welch (Cons.) j Þy1 fram- að skíal . Þ«tta *?erði
frá Boissevain, þar sem þessi jrað fyrir að hlutaðeigendur yrðu
aumingja maður Ball á heima,! að gjálda nokkurs konar skrif-
var ekki á því, að láta Wolsten-1 stofulaun dómurum og riturum
holme sigla algerlega lygnan sjó Þeirra fyrir dómstólum landsins.
í gegn um alt þetta illgresis far-|^vað kaun slikt ekki eiga við 1
Góð bók
Fyrir nokkru barst oss í bendur til umsagnar, Alma.rm.k
hr. O. S. Thorgeirssonar fyrir ár þaÖ, sem nú er að líða; er þar
skemst frá að segja, að ritið er með allra prýðilegasta móti og
inniheldur margvíslegán fróðleik.
Merkasta ritgerð Almanaksins að þessu sinni, verður að
teljast sú eftir fræðaþulinn Magnús Sigurðsson á Storð, er
nefnist “Landnemar Ardals- og Framnes-bygða í Nýja ls-
landi”; ber hún á sér einkenni nákvæims sagnaritara, er enga
stund lætur ónotaða til að viða að sér heimildum og koma þeim
síðan í skipulegt form. Þeir, sem sagnaritun unna, hljóta að
verða Magnúsi þakklátir fyrir verkið. Þá ber og að nefna sér-
lega vel samda og snyrtilega ritgerð, eftir gáfu og fræðimann-
inn Finnboga Hjálmarson, um “Tildrög að landnámi Islend-
inga við Little Salt i Ivorður Dakota’ ’; er Finnbogi Vestur-ls-
lendingum að góðu kunnur fyrir ýmsar ritgerðir er eftir hann
hafa birst í blöðunum; nægir í því efni að benda á ritgerðina
“Huginn og muninn,” er út kom í Lögbergi fyrir nokkrum ár-
um. Það er ekkert smáræði, sem íslenzlkir alþýðumenn hafa
lagt til bókmenta vorra; þessir tveir mætu menn, sem nú hafa
nefndir verið, fylla þann flokk með prýði. Hr. 0. S. Thorgeirs-
son hefir unnið reglulegt þjóðnytjaverk með útgáfu Almanaks-
ins, og verður honum það seint þakkað sem skyldi.
gan. “Það getur vel verið, að
þetta &æti lukkast á nýju landi,”
sagði Mr. Welch, “en bíddu bara
þangað til þú hefir unnið landið
fullkomlega, þá byrja vandræð-
in fyrir alvöru.” — Mr. Munn
(Govt. iDufferin), siem þekkir
Carman líka, hafði ósköpin öll hands, ýkki
að segja um illgresi, og Mr. Pre-
fontaine sagði oss frá svaðil-
förum í þessu efni, manns sem
hann þekti, o'g Mr. Newton (Cons.
Roblin) varð 'líka að spyrja
tveggja spurninga. — Næst kom
andinn yfir Mr. Muirhead (Govt.
Norfolk), en ekki talaði hann um
burtflutning Balls, heldur um
illgresi. “Þú getur ekki upprætt
illgresi,” salgði hann með þunga
miklum. Svo mörg voru hans
orð. — Mr. Wolstenholme varð
svo hrifinn af umræðum þessum,
að hann bað sér hljóðs í annað
sinn, til þess að skýra það sem
hann hafði sagt fyrst, og Col.
Taylor varð jafnvel talsvert
hrifinn af öllu þessu masi um
illgresi. — Það þarf varla að geta
þess, að Mr. Pratt og Mr. Camp-
bell frá Birtle o!g Lakeside, gerðu var
usla mikinn út af illgresinu, þótt
þeir hefðu ekki orð að segja um
það máið, sem fyrir lá, um burt-
flutning Mr. Balls. — Mr. Ber-
nier lét líka til sín heyra.
Þannig eyddum vér öllum síð-
ari hluta dagsins innan um ill-
gresið, sem alt af var haldið að
oss, og niðurstaðan af ðllum
ræðuhöldunum varð það, að tals-
vert — jafnvel mikið — af ill-
'gresi var til I Manitoba, og að
eitthvað æ 11 i að gjöra til þess
að útrýma því. Það hefðu menn
átt að geta vitað, €ða fræðst um,
án þess að fara á löggjafarþing!
og bendir það til þess, að rnenn
fari á þing fremur til þess að
láta skemta sér, heldur en til þess
að fræðast af öðrum.
Rétt þe'gar menn voru að fara
af þingi, sagði Mr. Queen nokk-
nr vel-valin orð um “börnin” frá
háskólanum, sem reyndu að gera
“uppþot”, jþegajr i atvinnulausir
menn voru á skrúðgöngu sinni
til þinghússbygginganna í síð-
ustu viku. Hann kallaði “börn-
in” ofalda, uppvösðlusama krakka
og spurði, því þeir hefðu ekki
verið settir inn. Hann gat þess
líka, að svo margir hefði dáðst
að strákunum fyrir hugrekki það,
er þeir hefðu sýnt, með því að
gjöra það, sem engir aðrir hefðu
þorað að Igjöra; og Mr. Queen
spurði dómsmálaráðgjafann, hvað
honum hefði hugsast að gjöra til
þess að vemda rétt prívat-
manna, hverjir sem væru, sem
legðu út í að ganga skrúðgönjgu.
Hann sagði, að lögreglulið Win-
nipe'gborgar ætti hér hlut að
máli. 1 því sambandi sagðist Mr.l
sambandi við frumvarp til laga
um giftingar. En öll þau frum-
vörp, sem á nokkurn hátt eru
fjárhagsleg, !geta v)erið innleidd
á þingi a ð e i n s af stjórninni
sjálfri. Nú var þetta frumvarp,
um lögleiðing borgarale'gs hjóna-
í höndum stjórnar-
innar, heldur undir nafni Mr.
IPiooles (ÍBeautiful Plains)y Mr.
McKinnell, forseti nefndarinnar,
sem fjallaði um þetta mál, gaf
þann úrskurð, að Mr. Bernier
hefði rangt fyrir sér, og Mr. Ber-
nier áfríaði : iúrskurðinum til
þingforsetans; en hann neitaði
að gefa úrskurð í málinu. Frum-
varpið var samþygt, þrátt fyrir
mótstöðuna. Mr. Breakey—sam-
kvæmt áeggjun Mr. Ivens — hélt
því fastlega fram, að öll “office”
laun í þessu sambandi ættu að
afnemast. Það lítur svo út, sem
það sé nægilega dýrt að gifta
sig, þótt ekki sé borgað ákveðið
gjald fyrir “serimoníuna” — að-
eins fyrir viðhafnarsiðinn. Mr
Queen var með ódýrum 'gifting-
um, og þegar hann sá að hann
ofurliði borinn, hrópaði
hann: “Lítið á þessa náunga,
sem hugsa sér að hafa peninga
út úr fátæklingum, sem ráðast I
að gifta sig.”
En þingmenn héldu uppi skot-
hríðinni, — atkvæðagreiðslunni
— og bærðu ekki á sér, fremur
en ekkert hefði í skorist.
Þegar frumvarpið var innleitt
til þriðju umræðu, hélt Col. Tayl-
or áhrifadrjúga og jafnvel sorg-
umblandna ræðu. Hann finnur
sjáanlega til þess, að giftingar-
hugmyndir manna séu að fara á
ringulreið og fjálgleiki allur
týndur. Hann benti á siðferðis-
ástandið á Frakklandi og hin
ótölulegu réttarhöld meðal Breta
um óendanlega hjónaskilnaði, og
nú liti út fyrir, að Manitoba, sem
hefði hingað til verið þrauta-
stöð hjónabandshelginnar, ætlaði
að fara sömu Ieiðina.
Mr. Rernier tók næst til máls
og talaði, að hann sagði, fyrir
hönd kaþólskra manna í fylkinu,
sem hann sagði væru á móti frum-
varpinu; en Mr. Bernier hefir ef
til vill sagt of-mikið, þegar hann
hélt því fram, að frumvarp þetta
félli í frjóvan jarðveg hjá einum
af hundraði íbúa fylkisins aðeins,
sem ekki tryðu á guð. — Þegar
“klofningurinn” varð, greiddu
þessir atkvæði með afturhalds-
mönnum: (stjórnarsinnar) Clubb,
Prefontaine, McCarthy, og Muir-
head, allir afturhaldsmenn, að
undanteknum Mr. Evans, fylgdu
leiðtoga sínum Col. Taylor, og
greiddu atkvæði á móti frumvarp-
inu. Mr. Edmison greiddi líka at-
kvæði á móti.
að ræða Mr. Boivins var svo
skemtile'g, að maður fékk hvíld
frá mörgum hinum mjög svo al-
varlegu og heimspekiskendu ill-
gresisræður. Oss er sagt, að
þessi maður hafi þagað síðan 1923
o'g lagði þá til að stjórnin ákvæði
lægsta hveitiverð, er 'boðlegt
væri bændum. Ef maður tekur
átta ár að undirbúa ræðuna, þá
er líklegt, að hún verði all-góð,
og ræða Mr. Boivins í þetta sinn,
var reglulega góð. “Spekúlera” um
kýr, lántöku og uppeldi svína,
leysir aldrei úr vandræðum bænd-
anna”, sagði Mr. Boivin, frá Ib-
erville. “Vér verðum að hafa á-
kveðið hveitiverð á bak við hvern
einasta dal.” Hann hefir líka þá
flugu í höfðinu, að ábyrgð stjórn-
arinnar (sem nemi framleiðslu-
kostnaði að eins) kosti land og
lýð ekki neitt. Hann gerir ráð
fyrir, að stjórnin bíði með að
selja hveitið, ef illa gengur, þar
til næsta ár. Eða í góðæn geti
hún lagt nokkurs konar skatt á
hveitið, |sem notaður verði til
þess að jafna alt upp á mögru
árunum.
Snemma um daginn innleiddi
Mr. Prefontaine málið um að
flytja Mr. Ball úr landi. “Vér
höfum frestað burtflutningnum
þar til 20. maí,” sagði ráðgjafinn,
“og ýmsar aðrar ráðstafanir hafa
verið gerðar og ,er verið að gera
viðvíkjandi því, hvað mögulegt sé
að gjöra fyrir vesalings manninn,
sem Mr. Farmer tók að sér að
‘koma á framfæri á þingi’. Sam-
kæmt upplýsjingum þeim, isem
þingið nú hefir fengið, þá virð-
ist það nokkuð ‘hart’ oð ‘drífa’
manninn algerlega út úr landinu,
vegna þess aðeins, að honum varð
ilt — áður en hann komst vel á
fæturna. Við skulum sjá.”
Að endingu nokkur orð um Mr.
Farmer skulu hér sögð honum til
viðurkenningar. Hann var svo
vænn að láta oss vita, gerði sér
ómak til að láta oss vita, að bók-
in, sem hann hefir verið að lesa
á þingi, er um “vinnuleysi”. Oss
þykir vænt um þessar upplýsing-
ar, mjög vænt um þær. Til þess
að gjalda líku líkt, ef hæ'gt væri,
látum vér hann vita, að bðkin,
sem vér höfum verið að lesa,
hérna uppi á lofti, er “Gang-
stéttir engla”, eftir J. E. Priest-
ly. Það er ekkert sérstaklega góð
bók, og vér getum ekki fen'gið oss
til að ráðleggja Mr. Farmer að
lesa hana — enda þótt vér verð-
um þess lítillega varir, að efnið
sé ögn að “fjörgast”, þegar kem-
ur á blaðsíðu 30.
Ef það var eitthvað, sem ótalað
var um Brandon orkukaupin á
þingi í gær, þá hefðum vér gam-
an að vita hvað það var. Þingið
er búið að ræða það mál og rann-
saka frá öl'lum hliðum eins ná-
kvæmlega og sérfræðingar vélar
sínar, svo sem skrúfur, hitunar-
katla, línur hárfínar og hvað
annað. Hefirðu séð höfðuskelja-
fræðing að verki? Hann þreifar
á og handleikur höfuðið, með
sínum tíu fingrum og tuttugu
hnúum, og í hvert sinn sem hann
verður var við nýja mishæð á
höfuðskelinni, hrópar hann upp
af gleði. Á sama hátt athuga
mótpartar stjórnarinnar ásig-
komulag og útbúnað Brandon-
orkustöðvanna, sem, megum vér
leyfa oss að minna á það, stjórnin
gaf $1,200,000 fyrir. Þegar tek-
ið er tillit til þess, hvað óvinir
stjórnarinnar tala óvirðulega um
þessi kaup, þá skilst manni, að
þeir álíta verðið, $1,200,000, of
hátt. — 'XJmrteðurnar um þetta
efni hafa verið þreytandi; en
þær hafa þann kost til brunns
að bera, að styðjast við eitthvað,
og slíkt er fremur fágætt á “lög-
gjafarþinginu.” Umræðurnar eru
þreytandi vegna þess, að talað er
í þúsund punda krafti og tíma
raforkunnar, og hvað annað, sem
mögulet er að segja um slíkt, er
þ a ð ekki sérlega 'upplyftandi.
Gagnlegt er það kannske, en
skemtilegt hreint ekki.
Svolitlum glampa brá fyrir í
rökkrinu í gær, þegar Mr. Farmer
bað um orðið til þess að tala um
málið; en hafði til allrar óham-
ingJu gleymt gleraugunum heima.
Dr. MoKay brást við óðfluga og
lánaði gleraugun sfn. En augna-
lasleiki allra frjálslyndra manna
og verkamannaíforingja jer ekki
æfinlega sömu tegundar, og gler-
augu Dr. McKay, hafa ef til vill
ekki verið laus við rauðan lit-
blæ. Mr. Farmer gat ekki notað
þau; en Mr. Queen lánaði sín
strax og svo byrjuðu ræðuhöld-
in samstundis.
Mr. Farmer er afar skýr mað-
ur og hugsar samkvæmt ákveðn-
um reglum rökfræðinnar. Hann
bar undir eins saman hin opin-
beru kaup stjórnarinnar á Brandon
raforkunni og prívat eignar leigu-
skilmálunum á hinum Sjö systr-
um. Hann kvað það vera tvennu
ólíku saman að jafna — sam-
ræmi fremur lítið. Þá vék hann
máli sínu að Mr. Glasco, því Mr.
Glasco er aðal ráðsmaður vatns-
Að öðru leyti mætti geta þess,
ZAM-BUK
Hreinsar hörundið af
ECZEMAog RASH
Ointment 50c Medlcinal Soap 25c
I
III
i
I
I
8
THE DOMINION
BUSINESS COLLEOE
—on the Mall
For over twenty years our business has
been to impart to young men and women a
thorough, practical business training. Our
courses of study are arranged with the view of
developing initiative and greater business
capacity, as well as to enable the student to
master all details of modem business. The
evidence that we have succeeded in all this is to
be found in almost every office of consequence,
not only in Winnipeg, but throughout the West,
and even beyond our own country.
Among our most brilliant students we have
always counted a representative of the Icelandic
race. Their power of application and love of
leaming make their task easy.
In our large new building we have greater
facilities than ever. The Dominion is really
the logical place for a business training. Come
and join us. Your fellow students will be from
the better class of homes. This will assure you
of a happy, as well as profitable, student life.
Meadqoarters: TME MALL
Branches: 8T. JAMES and ELMWOOD
8
afls framkvæmda í Winnipeg, ogí
hann var líka útnefndur seiB einn
af matsmönnum þeim, sem á-
kváðu Brandon orkustöðina vera
$1,398,000 virði, eða sem næst ein
miljón og fjögur hundr. þús. dala.
Mr. Farmer ber mikla virðingu
fyrir Mr. Glasco; því Mr. Glasco
er víðsýnn og mikill raforku-
fræðingur 1 í k a. En í þessu til-
felli var víðsýnn maður og hug-
myndaríkur það síðasta, sem
stjórnina vanhagaði um. Maður,
sem stjórnin þurfti að hafa við
hendina, var sá, sem ekfeert gat
séð í sambandi við Brandon
orkustöðina. Þvert á móti völdu
þeir mann — hugsjóna mann —,
sem gat séð og sýnt fram á hinn
afar mikla gróða, sem myndi
falla stjórninni í skaut við að
starfrækja raf- og vatns-orku^
Brandon bæjap: svo að hvað mik-'
ið, sem yrði borgað fyrir slíka
óþrjótandi orku, þá yrði það í
raun og veru of lítið. Slæmt!
Afar slæmt! En Mr. Farmer
endaði með því að segja, að þess-
ir fáu dalir, sem stjórnin borg-
aði, gæti með tímanum skoðast
sem smámunir, sem yrðu þó til
þess að gera raforku samsteyp-
una, sem áður ríkti að Brandon,
útlæga frá borginni.
Mr. Queen varð ienn þá nær-|
göngulli. Hann sagði, að þe3si
alræmda orku'qaamsteypa hefði
átt að traðkast undir fótum og
að stjórnin hefði haft í öllum
höndum við þessa samsteypu, úr
því að leyfi þeirra hefði verið
útrunnið. Stjórnin hefði átt að
fara til og snúa félagið úr náls-
liðnum. — í sambandi við það,
sem sumir héldu fram, að sú að-
ferð að gjöra eignir upptækar,
gæti skaðað tiltrú fylkisins,
sagði hann, að slíkt væri bara
bull — bull — bull! — En Mr.
Bracken sagði, að það væri hægð-
arelikur að tuggast á — bull —•
bull — bull! En þótt það væri
ekki nema lítill partur af einum
hundraðasta, sem bætt væri við
skuldir þær, sem fylkinu bæri að
borfga á næstu tveimur árum, þá
yrði það mikið meira fé en alt
verðið á Brandon stöðinni. Mr.
Farmer muldraði ólundarlega, að
fjárhagur fylkisins væri nú kom-
inn að því að kyrkja forsætisráð-
herrann. Mr. Bracken sagði, að
það væri ef til vill hægt að segja
sem svo; “en hvað ætlið þið að
gera til þess að bjarga fjárhagn-
um?"r— Mr. Q,ueen sagði, að
ráðherrann skyldi gefa sér tæki-
færi, og hann skyldi sýna hvað
hann gæti gert, en Mr. Bracken
neitaði að taka hann í ráðuneyt-
ið til þess hann gæti sýnt það.
Col. Taylor var með ólund all-
an daginn. Svo er að sjá, sem
vatnsorka fylkisins .hafi labbað
sig til Treherne, þar sem maður
var að notfæra ofurlitla orku,
leyfislaust, og hún tók þar af
þessum manni treyjuna, og fæð-
una frá börnunum og skóna af
fótum þeirra. En þegar stjórnin
kom til Brandon, þar sem hún
rakst á félag, sem var eins á-
statt með og hinn manninn, þá
fór hún ofan í vasa sinn og rétti
hlutaðeigendum 1,209,000 dali»
sem borgun fyrir að fara frá.
Hver var orsökin til þessa mis-
munar? — Mr. McKenzie, með
aðdáanlegri hreinskilni (ef rúss-
neskri) sagði, ap orsökin væri
sú, að Brandon félagið hefði ver-
ið stærra. J. E. þýddi lausl.
PREPARE NOW!
Better times will come, much sooner
than most people anticipate. The re-
sult will be a keen demand for steno-
graphers, secretaries and bookkeepers,
to fill the openings made vacant by the
late financial depression. Right now,
office staffs are cut to the limit, and
many who have been dismissed have
gone into other occupations, or have left
the City. Besides, the number now train-
ing for business is considerably less
than the average.
A Thorough School!
r
The “Success” is Canada’s Largest
Private Commercial College, and the
finest and best equipped business train-
ing institution in Western Canada. It
conducts Day and Evening Classes
throughout the year, employs a large
staff of expert teachers, and provides
sufficient individual instruction to per-
mit every student to progress according
to his capacity for study.
In twenty-one years, slnce the foundinR of the “Suocess”
Business College of Winnipeg in 1909, approximately 2500
helandic students have enrolled in this College. The decldetl
preference for “Suooess” training is signifioant, because
Icelanders tiave a keen sense of educational values, and eaeh
year the numher of our Ioelandic studcnts shows an iiuTease.
Day and Evening Classes
Op en all the Year
The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd.
PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET.
PHONE 25 843