Lögberg - 19.03.1931, Page 4
Bla. 4.
LÖGBERG, FIMTTJDAGINN 19. MARZ 1931.
RobínlHood
FI/OUR
Gerir betra brauð, kökur og kryddbrauð
!
í
Ur bœnum
i
Kvenfélag Fjrrsta lút. isafnað-
ar heldur fund á fimtudaginn kl.
3, í fundarsal kirkjunnar.
TIL SÖLU — Nordheimer pí-
anó, gegn mjög lágu verði. Lyst-
hafendur geta séð hljóðfærið að
694 Victor Street.
Sunnudaginn 22. marz messar
séra H. Silgmar í Vídalínskirkju
kl. 11 f.h. og á Mountain kl. 3 e.h.
Allir velkomnir.
Frú Thorstína Jackson-Walters,
flytur fyrirlestur um ísland og
sýnir lit-skuggamyndir, að Ash-
ern, Man., föstudalgskveldið þann
27. þ. m.
DANS.
Sjö systur úr ungmennastúk-
unni “Liberty” hafa umsjón á
“novelty” dansi, sem haldinn verð-
ur í Goodtemplarahúsinu á norni
Sargent o!g McGee stræta, þann
24. marz. — Neil Bardals hljóð-
færaflokkurinn spilar fyrir dans-
inum, sem byrjar kl. 8.30. — Inn-
gangur 3ðc.
—Komið, yngri og eldri, og
skemtið yður með unga fólkinu.
Rétta meðalið
við veikum maga
Þegar fólki verður ilt af því, sem
það borðar og fær alt af gas í
maigann og verki eftir hverja mál-
tíð, þá er Bisurated Magnesia
bezta meðalið, eins og reynslan
hefir sýnt. Af þessu meðali batn-
ar manni svo að segja strax og
það sem maður getur fen'gið af
því fyrir bara fáein cents, end-
is engi. Bisurated Magnesia er
meðal, sem á við magakvillum,
en er ekki leysandi. Spyrjið lyf-
salann.
Til borgarinnar kom fyrir hellg-
ina, Mrs. Vigfúsína Beck.' Hefir
hún dvalið um sex mánaða tíma
hjá Prof. og Mrs. R. Beck, í Grand
Forks, N. Dak.
VEITIÐ ATHYGLI
Rjóma framleiðendur!
Vér kaupum ávalt allar tegundir af RJÓMA; þér
getið reitt yður á vönduð viðskifti. Því ekki að
senda oss dúnk til reyslu af rjóma yðar og fylla
þar með hinn sí-vaxandi hóp ánægðra viðskiftavina?
Vér greiðum hæzta markaðsverð og sendum dunkana
um hæl.
Modern Dairy Limited
ST. BONIFACE
SAMKOMUR
í Fyrstu íslenzku hvítasunnu-
kirkju, 603 Alverstone Sr., sunnu-
daginn þ. 22. þ. m., kl. 3 e. h. og
kl. 7.30 að kveldi. Ræðumaður:
Páll Jónsson. Allir vekomnir.
Mrs. Hansína Olson fór til
Chicago í vikunni sem Ieið. Gerði
hún ráð fyrir að vera þar svo
sem þriggja vikna tíma, hjá frænd-
konu sinni Mrs. Jakobsson.
Nýlega týndisþ peningabudda
á Victor Street, milli Acadia Apts.
og Sargent. í buddunni voru um
80c. í silfri ásamt lyklum. Finn-
andi vinsamlega beðinn að skila
buddunni á skrifstofu Lögbergs.
Stúkurnar Hekla og Skuld, I.
O.G.T., efna til útbreiðslufundar
1. apríl n. k. í G. T. húsinu. Dr.
B. J. Brandson flytur ræðu. Ým-
islegt fleira til skemtunar og
fróðleiks. Nánar auglýst í næsta
blaði.
Eins og getið er um í síðasta
blaði, flytur frú Thorstína Jack-
son Walters fyrirlestur og sýnir
litaðar skuggamyndir af píslar-
leikjunum í Oberammergau í
samkomusal Fyrstu lút. kirkju,
mánudalgskveldið hinn 23. þ. m.,
kl. 8.15. Aðgangur 35c. fyrir
fullorðna og 15c. fyrir börn. Ein
af saumadeildum kvenfélags
Fyrsta lút. safnaðar gengst fyr-
ir skemtaninni.
Séra Jóhann Bjarnason messar
væntanlega næsta sunnudag, þ.
22. marz, á þeim stöðum, í Gimli-!
prestakallinu, sem hér segir: 1
gamalmennaheimilinu Bfetel kl.
9.30 f, h.; í kirkju Víðinessafn-
aðar k. 2 e. h., og í kirkju Gimli-
safnaðar kl. 8 að kvöldi. — Von-
ast er eftir, að fólk fjölmenni við
messurnár.
Athygli skal hér með dregin að
auglýsingunni um samkomu þá,
sem kvenfélagið að Hnausa, Man,.
efnir til þann 27. þ.m. Syngur
þar hinn ágæti tenórsöngvari hr.
Sigurður Skagfield. Hr. Gunnar
Erlendsson verður við hljóðfæri.
Svo góða og uppbyggilega skemt-
un verður þarna um að ræða, að
ganga má út frá því sem gefnu,
að húsfyllir verði.
Dr. A. V. Johnson, tannlæknir,
verður staddur í lyfjabúð Dr.
Thompsons, í Riverton, Man.,
fimtudaginn þann 26. þ.m., til að
taka á móti því fólki, sem þyrfti
á tannlækni að halda. þetta sinn
verður hann þar staddur að eins
einn dag.
MEETING OF THE ICELANDIC
STUDENTS’ SOCIETY
will be held at the First Feder-
ated Church, Banning St., Friday,
Febr. 20, at 8.15.
The final debate for the Brand-
son Cup will take place. Re-
solved, that cþmpanionate mar-
riage is the marriage of the
future.” The affirmative will be
supported by Sigurdur Sigmund-
son and Svanhvit Jóhannesson,
and the negative by Franklin
Gillies and Gytha Hallson. —
Musical and comical items along
with the dabate will be followed
by refreshments.
Collection (lOc minimum) will
be received. All Icelandic stu-
dents and friends invited to
attend.
Icelandic Students’ Society.
íslands myndir frú Thorstínu
Walters, drógu fram marga fagra
drætti í íslenzkri náttúru og
sýndu ýmsar hliðar á þjóðlífinu,
einkum litmyndirnar, málaðar af
manni hennar, listmálaranum
Emile Walters.
Fyrsti flokkur myndanna voru
skuggamyndir af Alþingishátíð-
inni í Reykjavík og á Þingvöll-
um; þar gaf að líta mikla lita-
fegurð, svo sem sólsetur í Reykja-
víkurhöfn, Þingvelli í sinni fjöl-
breyttu litadýrð, og mannfjöld-
ann þar, merkústu þætti skemti-
skrárinnar á Alþingishátíðinni og
marlgt fleira.
Hreyfimyndin sýndi fyrst ýmsa
þætti hátíðarinnar, en einna
skemtilegasti þátturinn í henni var
flug Graf Zeppelin yfir Reykja-
vík; svo endaði hún með hreyfi-
mynd af Vilhjálmi Sefánssyni að
flytja erindi yfir útvarpið frá
London um Alþingishátíðina.
Annar flokkur skuggamyndanna
sýndi aðallega hina nýtízku-
framför á íslandi, svo sem
mjólkurbú, vermireiti við hver-
ina, vinnu með “tractor” og
margt annað.
Seinasti flokkurinn dró fram á
tjaldið mörg islenzk andlit, og
endaði með fjölda af landslags-
myndum fagurlega lituðum.
AIls sýndi frú Walters 95 lit-
skuggamyndir' og 1100 fet af
hreyfimynd.
Flestum mun bera saman um,
að þarna væri um einkar ánægju-
lega kveldstund að ræða.
<’<==>?þ
syngur
í Community Hall á Hnausum, fimtudagskveldið 27.
marz, undir umsjón kvenfélagsins. — Samkoman
byrjar kl. 9.
Innlgangur 50c.
Kvenfélagið væntir eftir mikilli aðsókn.
FINST ÞéR Þú GAMALL OG
LASBURÐA?
Ef heilsan er ekki góð og þér
finst þú gamall og slitinn, hefir
Jitla matarlyst, sæma meltingu
hægðlaleysi, nýrna eða, blöðru-
veiki, bakverk, ert að megrast og
tapa kröftum, færð ekki notið
hvíldar á nóttunni og ert þreytt-
ur strax á morgnana, þá reyndu
-N uga-Tonte í nokkra daga bg
findu hve miklu sterkari og
hraustari þú verður.
Nuga-Tone er þjóðlegt heilsu-
lyf og orkugjafi. Það hefir veitt
miljónum manna undraverða
heilsubót. Það kemur reglu á
meltinguna, læknar hægðaleysi,
gerir blóðið rautt og heilbrigt,
styrkir taugarnar og öll lffærirí
og gerir þá, sem magrir eru,
feita og sællega. Nuga-Ton'e
veitir fólki betri heilsu og meiri
lífsgleði.
Allir lyfsalar selja Nuga-Tone.
Hafi yfsalinn það ekki við hend-
ina, þá láttu hann útvega þér
það frá heildsöluhúsinu.
Frú Thorstína Jackson-Walters
Flytur fyrirlestur um ísland og sýnir hreyfimyndir, ásamt
lit-skuggamyndum, að LUNDAR, Man., þriðjudagskveldið
þann 24. þ.m.. Aðgangur 50c. fyrir fullorðna, en 25c. fyr-
ir börn. — Daginn eftir, eða þann 25. þ.m., sýnir frúin
einnig að Lundar, myndir og flytur erindi um píslarleik-
ina í Oberammergau. Aðgangur 35c. fyrir fullorðna og 15
c. fyrir bom.
SAUÐNAUTIN.
Þau tvö dýr, er Ársæll Árnason
og nokkrir aðrir keyptu í haust,
eru í fóðrum á Litlu Drageyri í
Skorradal. Þau eru fóðruð á töðu
og hafa fengið dáítið haframjöl
til fóðrbætis. — Timburskúr var
refstur handa þeim í haust spöl-
korn frá bænum, en sökum þess,
hve erfitt var að gegna þeim þar,
voru þau flutt í hús heima við.
Eru þau þæg orðin og mannelsk.
—Mgbl.
Athygli!
Þrjár ástæður hvers vegna
þér ættuð að skifta við
MODERN DAIRY LIIVIITED
YÐAR EIGIN HEIMA MJÓLKURBÚ
No. 1—Vér höfum ekkert að hylja. HEIMTIÐ að
skoða Mjólkurbúið, þar sem þér fáið yðar
daglegu nauðsynjar af MJÓLK, RJÓMA og
SMJÖRI.
No. 2—Engar vörur taka vorum vörum fram að
gæðum — berið þær saman við aðrar vörur
og sjáið yfirburðina.
No. 3—Heilbrigðisreglum og hreinlæti er hvergi
betur fylgt en í voru mjólkurbúi — ávalt
opið þeim, er skoða vilja.
Vér höfum aðeins eina tegund af .Mjólk, Rjóma og Smjöri—
HINA ALLRA BEZTU—'Reynið oss, og verið einn í
hinum sívaxandi hópi vorra ánægðu skiftavina.
“ÞÉR GETIÐ ÞEYTT RJÓMANNN—
—EN ÞÉR FAIÐ EKKI IJETRI MJÓLK EN VORA”
Modern Dairy Limited
CANADA’S MOST UIP-TO-DATE CREAMERY
PHONE 201 101
Afmælis skemtun
Jóns Siguyðssonar félagsins
verður haldin, föstudagskveld-
ið hinn 20. marz 1931 í Insti-
tute of the Blind byggingunni,
Portage Ave. og Sþerburn St.
Góðar skemtanir og góðar veit-
inlgar. Alt fyrir 35 cents. —
Byrjar kl. 8.
Konur þola betur kulda
en karlmenn
Noskur prófessor, E. Poulsson
að nafni, hefir nýlega ritað grein
í tímarit um mismun á körlum og
konum, sem menn hafa ekki tek-
ið eftir áður. Þessi mismunur er
fólginn í því, að meiri fjörefni
safnast fyrir í líkömum kvenna,
heldur en líkömum karla, og þess
vegna standa konurnar að vissu
leyti betur að vígi í lífsbarátt-
unni. Meðal annars má benda á
það, sem alkunnugt er, að konur
þola betur kulda en karlmenn. Sést
það bezt á klæðnaðinum. Það er
ekki eingöngu til þess að ganga
í augun á karlmönnunum, að kven-
fólkið gengur í þunnum og skjól-
litlum fötum, heldur vegna þess,
að þær þola ekki að vera eins
mikið búnar og karjmenn.
Prófessorinn bendir á það, að
þetta standi í sambandi við það,
að mannfjölgunin mæði meira á
konum en körlum (meðgöngutími
og að hafa barn á brjósti). ÞesSj
vegna útbúi náttúran þær með
meiri fjðrefnum heldur en karl-
menn, til þess að þær standistj
þá þolraun.
Þessi skoðun prófessorsins er
nokkurn veginn sönnuð af reynslu
austurrísks aúgnalæknis, dr.
Birnbacher í Vín. Seinustu stríðs-
árin og fyrstu friðarárin Var til-
finnanlegur feitmetisskortur í
Austurríki og af ^onum stafaði
sérstök augnveiki, sem nefnd er
“hemeralopi”. Kemur hún fram
hjá þeim, sem skortir A-fjörefni.
Skýrsla, sem Birnbacker hefir 'gef-
ið út um veiki þessa, nær yfir 330
sjúklinga, en af þeim voru aðeins
38, eða 11.5%, konur. Enn eftir-
tektarverðari verður þó skýrslan,
þegar athugaður er aldur sjúkling-
anna. Af ungbörnum voru sjúk-
lingar jafnmargir af hvoru kyni,
en á 5—10 ára aldri breyttust töl-
urnar (17 drengir og 5 stúlkurJ
Það er einmitt á þessum aldri,
sem fyrst fer að bera á eðlismun-
inum hjá börnunum. — Dreng-
irnir verða djarfir og uppivöðslu-
samir, vilja fljúgast á, jafnvel í
illu, en stúlkurnar taka silg út úr,
leiðast og eru friðsamar, leika
sér að brúðum og hafa þær fyrir
börn. Á aldrinum 15—25 eða 30
ára, er það sjaldgæft, að konur
fái þessa augnveiki. Af 107
sjúklingum á þessum aldri voru
aðeins tvær konur.
Af þessu þykjast menn geta
dregið þá ályktun, að stúlkur fari
þegar á unga aldri að safna Á-
fjörvi, sem geymist í líkamanum
sem v^raforði þangað til þær
verða barnshafandi og þurfa
meira á fjörefnum að halda. Hið
sama gildi um D-fjörvi. Þetta
sést líka á skýrslu um 75,000
sjúklinga, sem höfðu fen'gið
‘ensku sýkina’. Af þeim voru
helmin'gi fleiri karlar en konur.
Og af þeim, sem tóku þessa veiki
á þroskastigi, var ekki nema ein
stúlka, á móti hverjum 15 piltum.
Læknar álíta, að fjörvin sé
geymd í fitulalgi, sem er undir
húðinni og jafnan er miklu þykkra
á konum en körlum. Þetta fitu-
lag er nokkurs konar kuldaein-
angrun, og þess vegna eru konur
ekki jafn kulvísar og karlmenn.
Á baðstöðum hafa menn veitt því
eftirtekt, að konur busla alt af
len'gur í köldum sjó heldur en
karlmenn. Og nú er það kven-
fólkið, sem skarar fram úr í sam-
kepninni að synda yfir Ermar-
sund. Það er ekki þreyta, held-
ur kuldi, sem bugar karlmenn á
því sundi. í fyrra sumar freist-
uðu fjórar konur að synda yfir
Ermarsund, en , enginn karl-
maður.
Það er að vísu getgáta enn þá,
að fjörefnin safnist í fitulagið
undir húðinni, olg verður ekki úr
því skorið hvort það sé rétt, nema
með rannsóknum á dýrum. Pouls-
son prófessor hefir gert nokkrar
athuganir á feiti nauta og kúa og
virðast þær styrkja þessa til-
gátu. Nautafeitin er hvít, trefju-
kend og þétt, en kúafeitin er
meirari o'g gul á lit. Það er nú
kunnugt, að guli liturinn fylgir
oft A-fjörvi, t. d. í smjöri, eggja-
rauðu og 'gulrótum. — Lesb.
Þórsaltari
To Icelandic Fishermen:—
A short time ago a dele'gation
awaited upon the Dominion Gov-
ernment to induce them to make
immediate overtures to the Am-
erican Government to fix the per-
centage of infestation by parasite
in fish, which would mean their
rejection from entering into the
United States. Such representa-
tions were immediately made, but
unfortunately as iprompt action
has not been obtained as desired,
the Board has now received un-
official information to the effect
that in the case of Canadian
Tullibees, shipments will be re-
jected if the fish contain more
than one parasite with, however,
a tolerance of 20%. This pieans
that all Tullibees containing one
parasite or less will be allowed
to enter and all shipments of
Tullibees in which less than 20%
are infected with more than one
parasite will be passed on in-
spection.
The Board wish to point out
that this information is still un-
official, so that certain risks are
involved in shipping Tullibees.
The sulggeston of the Board is
that the white-back Tullibees be
separated from the black-back
Tullibees, and the white-back
Tullibees shipped, as inspection
has shewn that the white-back
Tullibees are only slightly infected,
but the black-back Tullibees are
infected to a considerable degree.
As soon as the Board is in re-
ceipt of any further information
it will be made known to those
interested.
W. J. LINDAL,
.Chairman, Fisheries Board.
SKAUTAKAPPAR.
Helsingfors, 22. febr.
Thunberg hinn finski vann
heimsmeistaratign í 500 metra
skautahlaupi á 44.4 sek., en Blom-
quist hinn finski vann heims-
meistarati'gn í 5,000 m. hlaupi á
skautum á 8 mn. 58.6. sek.—Mgbl.
Gestur: Hvað er að sjá þessa
hænu, sem þér berið á borð! Hún
er ekki annað en hamur og bein!
Þjónn: Vilduð þér fá fiðrið
líka?
Ung stúlka hefir orðið fyrir bíl
og það er komið með hana á lög
reglustöðina. Dómarinn spyr: Sá-
uð þér hvaða númer var á biln
um?
Nei, hann ók svo hratt, að eg
gat ekki séð það. En ég sá að
stúlka, sem sat í honum, var með
bláan klukkuhatt, falskar perlur,
með hvíta gljáhanska, í astrak-
ankápu, fjöllitum sokkum olg skóm
úr krókdílsskinni.
Spottakorn frá bænum Diekirch
í iLuxemburg er fjallið Hartwald.
Þar uppi í fjallshlíðinni er eitt-
hvert elzta mannvirki, sem til er
í landinu, hið svokallaða “Teuf-
elsaltari”.
Sá, sem kemur til Diekirch, má
ekki láta undir höfuð leggjast
að skoða þetta altari. Það er
svo sem hálfrar stundar Igang
frá bænum. Leiðin liggur eftir
þröngum skógarstígum, en engin
hætta er á því að maður villist,
því að með stuttu millibili eru
spjöld fest á tré og vísa manni
leið til ákvörðunarstaðarins. Víða
meðfram stí'gnum liggja meira
og minna skemd epli, sem enginn
hefir fengist til að hirða í tæka
tíð. í einu trénu er móbrúnn í-
korni að leika sér. Það er unun
að horfa á þessi litlu og fimu dýr
þjóta grein af grein og alla leið
upp í efstu limar, tildra sér þar
hróðug og steypa sér svo eins og
örskot niður í laufkrónuna. Manni
verður þá fyrst að ætla, að dýrið
muni koma niður á hausinn rétt
við fætur manns. En svo sér
maður alt í einu yztu greinarnar
á trénu hrærast, og þá er íkorn-
inn kominn þangað, tyllir sér
snöggvast á ruggandi greinina,
og þýtur svo eins og byssubrend-
ur á stað aftur, grein af grein,
upp og niður.
Þótt komið sé talsvert hátt upp
í hlíðina, er útsýni ekkert, því að
greniskólgurinn umlykur mann á
alla vegu. Að lokum kemur
maður þó fram í rjóður, hátt uppi
í hlíðinni. Hafi manni þótt gang-
an erfið, gleymist það þegar þang-
að er komið, því að úr rjóðri þessu
er dásamle'gt útsýni. Svo langt,
sem augað eygir, blasa við dökk-
ir skógár, bleikir akrar, smá-
borgir og sveitaþorp. Er útsýn-
ið svo breytilegt og fagurt, að
maður getur unað tímunum sam-
an við að virða það fyrir sér.
En þrátt fyrir það, gleymir
maður ekki aðalerindinu: að
skoða hið ævagairvlá fórnajralt-
ari, sem stendur þarna í rjóðr-
inu, og vígt er guðinum “Dido”,
sem mun vera hinn sami og Ása-
Þór.
Enginn veit með vissu um ald-
ur né uppruna þessa einkennilega
altaris, eða fórnarstalls, en þó er
það ætlan -manna, að Keltar muni
hafa reist það einhvern tíma í
fyrndinni. Er sennile'gt, að þeir
hafi háð orustu þarna og haft
sigur, og því reist altarið í þakk-
arskyni. Til sannindamerkis um
að þarna hafi staðið orusta er
það, að á þessum stað hafa fund-
ist mjög gömul mannabein og
forn vopn í jörðu.
Þórs-altari þetta er 5—6 metr-
ar á hæð, og undir því er gríðar-
stór hella. Hliðið sjálft, er 60
cm. vítt. Alt efni í það hefir
orðið að flytja langar leiðir að,
og má því kalla þetta allmikið
mannvirki, þótt það jafnist ekki
á við “pagódurn^r” í Indlandi, né
"pyramídana” í Egyptalandi.
Vonandi fær Þórsaltari þetta
að standa enn um lanlgan aldur,
sem talandi tákn atorku og
menningar fornmanna Evrópu.
Steinn K. Steindórsson.
—Lesb.
RosE
Thurs.—Fri.—Sat., This Week
MARCH 19—2D—21
REGINAI.D DENNY
—IN—
“What a Man”
“THE SPELT, OF TIIE CIRCUS”
Chapter 3
Comedy Oswald Cartoon
Mon.—Tues.—Wed., Next Week
M.VRCH 23—21—23
DOUGLAS FAIRIJANKS and
ANITA I*AGE
—IN-
“Little Accidents,,
Comedy
News
Variety
Mrs.BjörgViolet Isfeld
A. T. C. M.
Pianist and Teacher
666 Alverstone St.
Phone 30 292 Winnipeg
ALLAR TEGUKDIR FLUTNINGA!
Hvenær, sem þér þurfið að lftta
flytja eitthvað, smátt eða stðrt,
þá hittið mig að máli. Sann-
gjarnt verð,—fljðt afgreiðsla.
Jakob F. Bjarnason
762 VICTOR STREET
Sími: 24 500
Thomas Jewelry Co.
627 Sargent Ave. Winnipeg
Sími: 27 117
Allar tegundir úra seldar lœgsta veröi
Sömuleiðis
Waterman’s Lindarpennar
CARL THORLAKSON
Úrsmiður
Heimasími: 24 141.
100 herbergi,
með eða án baðs.
Sanngjarnt
verð.
SEYM0UR H0TEL
Slmi: 28 411
Björt og rúmgðð setustofa.
Market og King Street.
C. G. HUTCHISON, elgandi.
Winnipeg, Manitoba.
H0TEL C0R0NA
Cor. Main St. and Notre Dame.
(Austan við Main)
Phone: 22 935
GORDON MURPHY, Mgr.
Þar sem íslendingar mætast.
Er undir mörgum smámunum komin
S. JOHNSON
Shoe Repairing
Twenty-five years Experience
678 Sargent Ave. Phone 35 676
MACDONALD’S
FuteCut
Bezta tóbak í heimi fjTÍr þá,
búa til sína eigin vindlinga.
Hreinlæti í baðherberginu til
dærnis. Og það er engin betri
trygging fyrir hollustu í bað-
herberginu, en hinn mjúki og
ágæti Eddy’s Tissue Paper, sem
er vandlega hreinsaður sam-
kvæmt Eddy’s hreinsunarað-
ferðum.
THE E. B. EDDY COMPANY LIMITED
HULL...............CANADA
Böa til pappir og pappirsvörur
eingöngu
“NAVY” Full vigt af ágætis
hreinsuðum tissue-pappír--
700 liluð af mjúkum gððum
hættulausum pappír.
“DREAÖNOUGHT" Mjög
ðdýr Eddy tegurfd.
únzur af bezta pappfr
hverjum stranga.
“WHITE SWAN” Snjóhvit-
ur, hreinsaður pappir.
Strangar varnir fyrir ð-
hreinindum, 750 blöð.
HALDIÐ SAMAN MYNDASEÐLUNUM
Z79
WINNIPEG ELECTRIC
BAKERIES
631 Sargent Ave. Phone 25 170
Islenzkt brauð og kökugerð,
Vínarbrauð, Tertur, Rjómakökur,
Kringlur, Tvíbökur og Skonrok.
Pantanir utan af landi sendast
gegn póstávísun.