Lögberg - 21.05.1931, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.05.1931, Blaðsíða 1
Frá Islandi Reykjavík, 26. apríl. Sinasta vetrarda.g gaf heim- sPekideild Háskólans út svohljóð- andi álit í samkepnisprófinu um Prófessors embættið í sögu: “Að athuguðu áliti dómnefndar nrn samkepnisembættið í íslenzkri Sagnfræði, leyfir deildin sér sam- kvæmt 'niðurstöðu dómnefndar, 'eggja það til, að Árna Páls- syni bókaverðj verði veitt em- bættið frá 1. júlí næstkomandi.” ^Mgbl. Önundarfirði, 21. apríl 1931. Þótt veturinn hafi yfirleitt ver- hér nokkuð harður, þá hefir verið góður kafli um tíma, og sýnist setla að vora vel. Nú er ^rostlaust nætur og da!ga og tals- verð- jörð auð, svo að beit er oæði fyrir sauðfé og hesta. Hey- Mrgðir eru hér yfirleitt nægar, fáir eiga of lítið en nokkrir fleiri JPunu hafa afgang. — Fiskisælt. hefir verið á vetrarvertíðinni og er enn, þó að gæftir hafi verið sfopular. Hlutir sjómanna verða tvi góðir, þó að fiskiverð sé lágt. rf®stu hlutir á Flateyri eru um 850 kr. frá nýári til páska. Einn oátur af Snæfellsnesi gekk frá vlateyri á þeirri vertíð, en er nú íaninn suður aftur. Er svo sagt, a® aldrei hafi borist eins mikið a land á Flateyri af fiski á nokk- Urri vertíð sem þessari. Veldur ^est um ágætur afli, en líka það, a® bátar eru hér nú yfirleitt stærri en áður, og sjósókn því í}e*ri, einkum að vetrarlagi. — r'iskkaupendur á Flateyri eru rveir, Ásgeir kaupmaður Guðna- s°n 0g Kaupfélag Önfirðin'ga. — %bl. anlegt, einkum vegn^ þess, að J nú vilja bændur lifa fyrir meira en munn og maga. Hér í sveit er mahgur bóndi svo skapi farinn, að hann þráir heitt að reisa við býli sitt að húsum og jarðrækt. Og nokkrir eru þegar komnir á góðan veg. Og einn höfuðkost- urinn við býlin og sveitirnar er sá, að verkefnin eru ótæmandi, að enginn getur takmarkað ann- an, jafnvel þó hafin vaeri þrótt- mikil framkvæmd o'g varanleg á jörðunum, þá væri verkefni nóg handa þeim næsta í aldir fram. Mikið virðist það vera umhugs- unarvert fyrir íslenzkan æsku- lýð, að flýja framtíðina í sveit- inni. Og meir en grátlegt fyrir göfug sveitahjón og atorkusöm, að verða að sjá býlið sitt í eyði látið, vegna þess að malarmenn- ingin reykvíska, fláttkend o'g mergsvikin, ginti börúin þeirra. Heilir menn og sannir sjá að sveitastörfin eru alt í senn: Styrkja líkamann, skerpa and- ann og göfga hjartað. Jarðrækt- in á vorin er andanum gróður. Og skepnuhirðing á vetrum tek- ur til hjartans. En hvaða mað- ur getur haft samúð með kolum bg salti, eða sandi o!g möl. í sveitinni bítst enginn um brauð- ið, en h«að skeður í kaupstöðun- um, ef lítil er vinnan á eyrinni? —Laugarvatnsskólann sé eg dag- lega að heiman frá mér. 1 björtu veðri og sólríku sýnist mér hann nokkuð líkur vita. Og sú er von- in hér eystra meðal eldra fólks, að skólinn sá verði héraðinu bjartur viti, einfkum með tilliti til æskumanna í framtíðinni. Að þar fái æskan skilning á ótæm- andi vierðmæti sveitalífsins, og sjái sinn heiður mestan að að- hyllast það. G. R. —Lögr. Reykjavík, 29. apríl 1931. , Lausn frá embætti hefir stjórn- In Veitt Gunnari presti Benedikts- a^Pi í Saurbæjarþingum frá 22. n*. án eftirlauna Prestskosningar hafa farið ^ram i Breiðabólstaðar presta- Lalli í Vesturhópi í Húnavatns- sy®lu og í Bjarnarnesprestakalli eystra. Um Breiðabólstað sótti ^éra Stanley Melax, prestur á ^arði í Fljótum, og var einn um *°sningu. Um það leyti, sem *°sning fór fram í héraðinu, var nar inflúienzufarajldur o!g gátu Pví færri en vildu sótt fjörfund. '1 atkvæði voru greidd og hlaut nmsækjandi öll nemá eitt; kosn- *n8! er ólögmæt vegna þess hve a'r greiddu atkvæði af þeim, sem v°ru á kjörskrá — Um Bjarna- nfs var að eins einn usækjandi, Sera Eiríkur Helgason prestur að bandfelli í öræfum. Þar var kosn- lnS lögleg, því að af 326 atkv. neyttu 176 atkvæðisréttar síns af þeim atkvæðum féllu 171 á "msækjandann. — M'gbl. Reykjavík, 22. apríl. Sauðnauts-kvígan, sem lifði af bráðafárið 1929, fékk einhverja Ve*Li nú nýíega og dó úr henni, ?n sagt er, að sauðnautunum, sem lnKað komu síðastl. ár, líði öll- nm vel. — Lögr. Niðarós. — Þrándheimur, 6. f. I*1, samþykti norska þingið, að , reytt skyldi aftur um nafn á J^nUm niðarósi eða Urándheimi. ..ýbarósnafnið hafði áður verið °kboðið, en nú var það felt og Upp Hrándheimsnafnið, eða a norsku Trondheim. Biskups- ?mið og dómkirkjan halda samt Slr>um gömlu nöfnum, Niðaróss 'skupsdæmi og Niðaróss dóm- lrkja. — Lögr. 29. apr. Iflnfluttar vörur í marz hafal numið 3,759,304 kr„ þar af til «vikur 2,936,092 kr. . Krópprinsinn veikur — Frið- ^1 Lrónprins hefir verið fluttur spitala vegna alvarlegrar maga- veiki. Lögr Ör Biskupstungum, 15. apríl. essi vetur hefir verið all- ^^affeldur hér um slóðir. Tíðin ]a V1fu ekki slæm, Frostin ekki Kn nV'nn og veður oftast hæg. um J°^ar tíðir, svo á flötum mýr- hefir mvndast. klakala'tr á annan Ur myndast klakala!g á meter Og eru þær enn Und; cxu tel' 1 ^Hþyhku lagi. En það Vorf 11161111 að bezt sé það land á Vet,n! Sem avona sé varið allan tun,lrinn. Bændur hér í Biskups- meðgnm hafa bjargast prýðilega ^óð uy og veit eg engan í þroti. ir ö»rnæ*:ir dálítinn fengu marg- tii a*n<?Ur ser> en meira var hann burff . Ley en spara. Þess vsetj 1 Lka, því engjasláttur var P n °l? nýttist hvergi vel. erfiHrua^aárið þetta er bændum falls 'ægna tíðarfars og verð- 5 betr' ..að telja glöggir bændur halij * r°^’ 800—1200 ^r' nemi Stafar ? nfnakstri búa þeirra. ng uj. oað mest af lágu gæruverði ar> Þetta er mjög tilfinn- Kvennaslagur Það var líf og fjör á kvenna fundi, sem nýlega var haldinn í “Stahlhelm Kriegervereinshaus” í Berlín. Stálhjálmarnir hafa stofnað sérstakar kvendeildir inn- an féla!gsskapar síns og ein þeirra hélt þarna útbreiðslufund. Alls voru þarna um 700 konur, þar á meðal 80 kommjúnistakonur, sem komnar voru í þeim tilgangi, að hleypa upp fundinum. Fyrst tal- aði ein af Stálhjálmskonunum. Hún var klædd sem Germánia, og bar þýzku þjóðlitina: svart, rautt og hvítt. Hún hélt þrum- andi ræðu yfir “sínum þýzku systrum” og mælti meðal annars á þessa leið: “Stálhjálmahreyf- ingin mun fara sigurför um Þýzka- land. Niður með þær blauðu geit- ur, sem ekki geta neitt annað en setið á rófunni og sagt: Bitte, bitte!” Á eftir henni stei'g majór von Stephany i ræðustólinn. En þá gall ein af kommúnistakonunum við: “Niður með prússneska gor- geirinn! Lifi Internationalen!” Það var eins og eldi væri kast- að í púðurtunnu. Alt komst í uppnám og konurnar réðust hver á aðra með ópum og barsmiðum og hárreitingum. Sumar þrifu stóla og börðust eð þeim og var þarna hin harðasta orusta. Nú þustu nokkrir. Stálhjálms- menn inn í salinn og ætluðu að gan!ga á milli. En það var hægra sagt en gert, því að nú mintust kommúnistakonurnar þess, að þær voru kvenmenn og gátu alls ekki þolað það, að karlmenn legðu hendur á sig. Hörfuðu þær því undan. En Stálhjálmarnir voru ekki riddaralegri en svo, að þeir börðu konurnar eins o!g harðan fisk. í þessu bili þusti hópur lög- reglumanna inn í salinn, og ætl- uðu þeir að bjarga kommúnista- konunum úr klóm hinna “þýzku systra sinna”, enda þurftu þær liðs. En þetta miskildu kommún- istakonurnar algerlega. Þær héldu að lögreglan veitti sér líka at- göngu og tryltust nú algerlega. Börðust þær nú upp á líf og dauða við karlmennina. 5>ær æptu og hljóðuðu, börðu og klóruðu, en sumar létust vera dauðar. Að lokum tókst lögreglunni að handsama þær allar og bera þær út á götu. Þar var þeim slept og og lauk þar með orustunni. En það voru óþvegnar skammir, sem lögreglan fékk hjá kommúnista- konunum að skilnaði, og þó hafði lögreglan ekki gert annað en reynt að hjálpa þeim eftir því sem hún gat. — Lesb. Fó rst af flugslysi Flugmaðurinn frægi, Chai W. (“Speed”) Holman frá Min apolis, fórst í flugslysi, hinn þm, í Omaha, Neb,/þar sem h; var að leika listir sínar í loft fyrir miklum fjölda áhorfends mORlN Til safnaða lúterska kirkjufélagsins í Vesturheimi. Eins og lúterskum safnaðalýð í Vcsturlicimi er kunnugt, var stjórnarncfnd. Jóns Bjarnasonar skóla. falið á síðasta kirkjuþingi, að starfrcekja skólann á yfirstandandi skólaári mcð þcim viðtckna skilningi og kirkjuþings samþykt, að söfnuðir kirkjufélagsins veittu skólanum fjárliagsstyrk á árinu, scm nccmi $4,000.00 og samkz'cnnt þcim skilningi og þeirri samþykt hcfir skólinn vcrið starfrfcktur, þrátt fyrir það, þó sára fáir af söfnuðum kirkjufclagsins hafi, cnn scm komið er, látið af hendi ranka styrk þann til skólans, sem hcr um rccðir, cða þann part af aðal upphccðinni, scm hverjum söfnuði bar að greiða og stjórn skólans reiddi stg á, þegar að hún tók sér á hcndur, ásctmt kirkjufélaginu, peningaútgjöld í sambandi við kcnsln og annað, sem skólahaldi cr óhjákvccmilega samfara. Fjárhagur skólans stcndur nú þannig að $1,500 00 vantar enn til þess að útgjöldum við skólann á þessu yfirstandandi skólaári v'erði mœtt og auk þcss $2,000.00 til þcss að borga lán, scm skólancfndin 'varð að taka til að mccta starfrcckslukostnaði við skólann árið 1929- 1930. / alt $3,500.00. bcgar svo að við leituin til safnaða kirkjufélagsins með þcssa upphccð, þá er það ekki í neinum ásökunar hug. Við vitum, að fjár- hagslegar kringumstœður manna eru erfiðari, viðskifti og verslun daufari cn átt hcfir scr stað áður, sókum hinnar almcnnu fjár og verslunar krcppu, sem er landa og lýða tjón á yfirstandandi tíð. Un við gcrum það til verndar þeirn stofnun, scm kirkjufélagið hefir boðið okkur að starfrcckja og með þeim skilningi og reynslu, á eðli og útsýn íslenzks fólks, að það gcri sitt ýtrasta til þcss að sjá fai’borða þeim stofnunum, sem það sjálft liefir sett á fót og ber ábyrgð á. 1 því trausti—í trausti íslcnsks drengskapar sendum við þessa tilkynningu út á meðal safnaðarbrœðra vorra og systra. Winnipcg 18. maí, 1931. J. J. BILDFELL, Formaður. JÓN STEFANSSON, Skrifari. S. W. MELSTED, Gjaldkeri. ■ --------...---------..-,.---------------------..-----m-4 Stjórnmálin á íslandi Af þeim er ekki neitt nýtt að segja, fram yfir það, sem áður hefir verið skýrt frá hér í blað- inu, annað en það, að konun'gur hefir ekki getað fallist á þann skilning andstöðuflokka stjórn- arinnar, að stjórnarskráin sé brotin með þingrofinu. Skeyti, sem hann sendi sjálfstæðisflokkn- um 21. apríl, er á þessa leið: “Um leið og eg legg áherzlu á það, "að Alþingi samkvæmt ein- dregnri tillögu alls ráðuneytis- ins og á ábyrgð þess var rofið 13. apríl þessa árs ”nú þegar”, skal yður hér með tjáð, aJð eg hefi ekki getað fallist á skilning andstöðuflokkanna á ákvæðum stjórnarskrárinnar um þetta at- riði. Christian R” Uppskeruhorfur Blaðið Manitoba Free Press flutti sínar fyrstu fréttir á þessu ári af uppskeruhorfunum í Sléttu- fylkjunum, á laugardaginn í vik- unni isem l,eið. Vitanlega er ekki hægt að segja mikið um upp- skeruhorfurnar svona snemma sumars, en víðasthvar hér í Vest- urfylkjunum hafa úrkomur í alt vor verið of litlar og jörðin er alt of þur. Hveiti hefir verið sáð í miklu færri ekrur nú held- ur en i fyrra, og var alinent við því búist, vegna þess hve nú er arð^ítið að rækta hveiti. Heldur hefir ekki verið sáð eins miklu af isumum öðrum korntegundum eins og í fyrra, t. d. byggi. Síðan um helgina hafa verið talsverðar úrkomur á ýmsum stöðum í Vest- urlandinu og horfurnar hafa víða batnað töluvert síðan. PaulJDoumer kosinn forseti Frakklands Franska þingið hefir valið Paul Doumer fyrir forseta lýð- veldisins og tekur hann við því embætti 1 næsta mánuði. Fékk Doumer við fyrstu atkvæða- greiðslu 442 atkvæði, en Aristide I Briand 401 atkv. Nokkrir aðrir | hlutu fáeir. atkvæði, og skorti I Doumer tíu atkvæði til þess að vera löglega kosinn. Dró Bri- and sig þá þegar í hlé og Doumer hlaut kosningu Hann hefir að undanförnu verið forseti efri málstofunnar og alt af, síðan hann var á ungum aldri, mikið við stjórnmál riðinn. Fyrst framan af árum var hann blaða- maður. Hinn kjörni forseti er 74 ára að aldri, mjög virðule'gur öldungur. Fjórir synir hans féllu í stríðinu. Hveitiþingið í London Fulltrúar qllefu þjóða, sem allar hafa hveiti til sölu, sitja nú á ráðstefnu í London, og er úr- lausnarefnfti það, að reyna að finna einhvern veg til að geta selt hyeitið fyrir viðunanlegt verð. Fundurinn er haldinn í Canada House í London, og Hon. Howard G. Ferguson er forset- inn. Lönd þau, sem þátt taka í þessum fundi, eru: Ástralía, Ar- gentína, Búlgaría, Canada, Ung- verjaland, Indland, Pólland, »úm- ania, Rússland, Jugo-Slavía og Bandaríkin. Eru það alt lönd, sem meira hveiti framleiða, held- ur en þau þurfa sjálf á að halda. Hvað þessari ráðstefnu kann að verða ágengt, er vitanlega ekki enn hægt að segja. Indlandsmálin Næsta þing til að ræða um Indlandsmálin, verður sett í Lon- don í fyrstu viku nóvembermán- aðar í haust. Gert er ráð fyrir, að þar verði einir hundrað full- trúar í alt. Má gera ráð fyrir, að þar verði komist að einhverri fastri niðurstöðu um sjálfstæð- ismál og framtíðar stjóitnarfyr- ii’komulag hins mikla lands, Ind- lands, sem telur um þrjú hundr- uð og fimtíu miljónir íbúa. Á þessari ráðstefnu verður Gandhi, hinn mikli Jeiðtogi og átrúnaðar- goð Indverja, en hann var ekki á Indlands ráðstefnunni i haust, eins og kunnugt er, og eiginlega enginn fulltrúi þess flokks, Nationalistanna, jsem Gandhi er aðallega foringi fyrir. Ösirðir á’Egyptalandi í vikunni sem leið fóru fram almennar kosningar í Egypta- landi, og voru þær sóttar með svo miklum ofsa, að til bardaga og blóðsúthellinga leiddi Tíu menn mistu lífið í þessum skærum og um þrjátíu særðust. Mun það hafa valdið miklu um, að stór- kostlegt verkfall stóð yfir, þegar kosningarnar fóru fram. Flugferð til Grænlands Utanríkisstjórn Þýzkalands hef- ir tilkynt, að seint í ágústmánuði í sumar fljúgi Wolfgang von Gronau frá Reykjavík til Græn- lands, í þeim erindum að kynna ,sér norður-flugleiðina milli Ev- rópu og Ameríku. Þessi sami mað- ur flaug í fyrra frá Þýzkalandi til New York, yfir Grænland, og verða sömu mennirnir með hon- um nú. í þetta sinn hafa þeir nýtt loftfar, sem er eitthvað frá- brugðið vanalegri gerð. Innflutt smjör Á þremur mánuðum, frá 1. feb- rúar til 30. april, voru flutt til Canada 2,147,494 pund af smjöri frá öðrum löndum. Þar af frá Ástralíu 1,683,416 pund, og af öllu því smjöri var tollurinn ekki nema eitt cent á pundið, en frá öðrum löndum 8 til 14 per cent. Frá Nýja Sjálandi komu, á þessu tímabili að eins 286,440 pund af smjöri. ‘ Fer ekki saman “Enginn getur verið hvort- tveggju í senn, sann kaþólskur og einlægur jafnaðarmaður,” seg- ir Pius páfi XI. í boðskap, sem hann nefir nýlega gefið út. Mörgum kaþólskum mönnum geðjast ekki vel að þessu, því ýmsir þeirra aðhyllast jafnaðar- mannastefnuna, engu síður en aðrir menn. Hafa ekki fundist Ræningjarnir þrír, sem fyrir nálega þremur vikum rændu $6,552 úr Dominion bankanum á Notre Dame Ave. og Sherbrooke Str. hér í borginni, og myrtu bankastjórann, hafa enn ekki fundist, og lítur ekki út fyrir, að lögi-eglan hafi enn orðið neins vísari um það, hverjir þeir eru, eða hvað um þá hefir ohðið. jf>ó mun helzt haldið, að þeir hafi sloppið suður til Bandaríkjanna. Skuldir Canada Forsætisráðherrann skýrði frá því í sambandsþinginu í vikunni sem leið, að skuldir Canada hefðu hinn 31. desember 1930, verið $2,354,705,224.46. Þar af eru borg- anlegar í Canada $1,777,123,188, í London $311,668!l36, og í New York $266,913,900. Milkir skógareldar í Alberta Skógareldar eru miklir í Al- bertafylki um þessar mundir, sér- staklega í norðurhluta fylkisins. Hafa þeir gert tjón mikið, eyðilagt skóga á allstórum svæðum og sumstaðar hafa bændabýli brunn- ið og fólkið hefir orðið að flýja undan eldinum og mist alt, sem það hafði. Veturinn var snjólít- ill mjög og þurkar hafa gengið í alt vor, og er því mjög hætt við skógareldum og sléttueldum. “Þetta unaðslega kvöld” Þannig komst Heimskr. að orði um söngskemtun hr. Sigurð- ar iSkagfieldi í Sambandskirkj- unni, 5. maí síðastl. Eg uni lýsingarorðinu vel, það var í sannleika unaðslegt kvöld— ógleymanlegt mörgum, að eg hýgg. Sérfræðingar í söngment, hér- lendir, sem af ísl. bergi brotn- ir, hafa lýst aðdáun sinni á söng hr. iSkagfields, svo að hinir “smærri spámennirnir” hafa þar engu við að bæta. Svo mikil var hrifning áheyr- endanna þetta áminsta kvöld, og lófaklappið gegndarlaust, að mér fór að líða illa í fyrstu. Fanst að hinu þolna brjósti söngvarans mætti þó ofbjóða. En er á leið söngskrána hvarf vorknnnsem- in, o'g eg sannfærðist um, að eftir að Skagfield hafði sungið um 30 lög, hélt röddin sama þrótt, sömu mýkt, sama yndislega tign- arblænum, er einkennir þenna á- gæta söngvara. Mér er það sérstakt gleðiefni, að hafa leyfi til að flytja Vatna- bygðarbúum — og þá sérstak- lega Wynyard — þá fregn, að hr. Sig. Skagfield hefir ákveðið að syngja þar í næsta mánuði. Það verður ef til vill fyrsta og síð- asta tækifæri fyrir allan fjöld- ann vestur þar, að hlusta á “þenna mesta tenórsöngvara, sem uppi er með þjóð vorri.” Og svo vel þykist eg þekkja til andlegrar gestrisni á þeim slóðum, að för Skagfields til Vatnabygða, verði bæði honum og héraðsbúum eft- irminnilegv Winnipeg, 16 maí ’31. Ás!geir I. Blöndahl. Skýrsla Stampnefndar- innar ekki birt Hún hefir enn ekki verið lögð fyrir þingið, og segir Bennett, að ekki sé heppilegt að gera það, fyr en Sir Josiah Stamp hafi gefist kostur á að skýra eitthvað í skýrslunni, sem hann sjálfur, forsætisráðherrann, hafi óskað að fá nákvæmari skýringar á. Ofsaveður í Regina Á fimtudagskveldið í vikunni sem leið, gerði ofsaveður 1 bæn- um Regina, Sask. Tuttugu og fimm rafleiðslustaurar brotnuðu og það var ekkert rafljós í bæn- um í einar þrjár klukkustundir. Annars er þess ekki getið, að of- viðri þetta hafi gert mikinn skaða og manntjón varð ekkert. M inni viðskifti ‘Viðskifti Canada við önnur lönd voru $39,037,699 minni síðastlið- inn aprílmánuð, heldur en í sama mánuði 1980.1 Innfluttar vörur voru $21,203,641 minna virði, og útfluttar vörur $17,843,058. öll námu viðskiftin í aprílmánuði 1930; $123,910,008. Þessi mikli mismunur liggur ekki allur í því, að minni vörur hafj verið keypt- ar og seldar, heldur einnig í verð- falli. Það var t. d. meira hveiti flutt úr landi í apríl 1931, held- ur en 1930, en verðið var langtum lægra. Prestþjónustu starf á Gimli Við burtför séra Sigurðar Ól- afssonar, frá Gimli, fyrir nálægt tveim árum síðan, varð þar prestslaust og hefir svo verið síðan. Nú hefir í bili verið ráðin bót á þessu, þannig, að séra Jóhann Bjarnason, er verið hefir ferða- prestur kirkjufélagsins, þjónar þar tíu mánuði úr næsta ári, að reikna frá 1. maí þessa árs til 1: mai 1932. Hafa samningar þar að lútandi verið gerðir milli kirkjufélagsins annars vegar, í gegn um framkvæmdarnefndina, sem búist er við að næsta kirkju- þing staðfesti, og Gimlisafnaðar og stjórnarnfendar Betel hins vegar, sem talið er sjálfsagt, að bæði Víðinessöfnuður og Árnes- söfnuður samþykki, ef þeir eru ekki þegar búnir að því, sem er raunar alveg eins líklegt — Og þó að prestsstarf séra Jóhanns sé ekki fyrirhugað fastbundnara en þetta, þá þótti réttast, alls vegna, að hann væri búsettur á Gimli, frá því nú í vor og þar til að ári liðnu, og hafa því þau, séra Jóhann og kona hans, og sumt af fjölskyldunni, flutt héð- an úr bænum og sezt að á Gimli. Er áritun þeirra Box 459. — Þá tvo mánuði. sem afgangs eru hinu fyrirhugaða starfi á Gimli, er helzt búist við, að séra Jóhann verði eitthvað á ferð fyrir kirkju- félagið, að vitja prestlausra býgða og safnaða, líkt og hann hefir verið að undanförnu. Geíið gaum Oft hefi eg haft hina niestu á- nægju af að ganga úti eftir gang- tröðum borgarinnar Winnipeg, a8 sumri til, og athuga umgang fólks á frammgörðum sínum, og oft hefir mér dottið í hug í sambandi við það, ritgerð, er birtist í Heimskringlu fyrir mörgum árum, þegar B. L. Baldwinsson var ritstjóri. Grein sú var þess efnis, að minna fólk á að ganga þrifalega til fara, sérstaklega ] egar um atvinnu leit væri að ræða. Ritgerð þessi var heilræði mikið til eir.staklings með framkomu í klæða- burði, en sem ætti að vera enn víð- tækari. Það sem mest hefir vakið eftir- tekt mina, er hirðusemi hjá fólki með framgarða sína. Ósjálfrátt gerir maður sér hug- myndir um “karakter” fólks, á að sjá hvernig umgengni þess er utan húss. Mér finst, þegar eg geng fram hjá húsum, er hafa vel hirt hlóm og tré í framgörðum sínum, það hera ljósan vott um fegurðartilfinn- ingu þeirra er þar eiga heima, jafn- framt og það gefur manni þá hug- mynd að hér ríki göfuglyndi. Sá, er ann náttúrufegurð hlýtur aÖ hafa eitthvað fagurt í fari sínu. Aft- ur þar sem framgarðar við hús eru í niðurníðslu, gras traðkað og trén brotin og særð, sýnir hirðuleysi, trassaskap, og oft má rekja slóðina ti! slarklífs og drykkjuskapar, oft má merkja hvernig innanhúss er, á umgengni á framgörðum, þótt fólk sé fátækt, þá getur þar ríkt þrifnað- ur og fegurðar tilfinning. Þrifnað- arnáttúran gerir sér ekki mannamun, hún á heima hjá þeim fátæku jafnt og þeim ríku, eins og skortur á feg- urðartilfinningu á heima hjá þeim ríku jafnt og þeim fátæku. Enn í sumum greinum megnar ríkidæmið að kaupa fegurðartilfinn- ingu annara, það eru til efnamenn, er Ijpupa menn til að hirða fram- garða sína, til aÖ geta fylgst með nágrönnum sínum, þar sem hver garður er vel hirtur, getur þess vegna falið galla sína, líkt og stúlk- ur hylja andlitsfarfa sinn með keyptudufti. Það er aÖ vísu satt, að dalirnir og centin ráða miklu, hér sem í öðru, en sjaldan leynir það sér lengi, því eigandinn er búinn að komáTupp um sig þegar minst varir. Hver sá maður eða kona, er ann þeirri feg- urðartilfinningu að hafa falleg blóm, mun sjást í frístundum sínum, að hlúa að plöntum eða jurtum sínum, það er eitthvað við það, hjá þeim er hafa þá fegurðartilfinningu, er dregur fólk að hlújáminu, skófl- ur.ni eÖa hrífunni; það gerir sér engan mannamun, rikir sem fátækir vinna hér verk, er þeir hljóta gleði og ánægju af, að hlinna að blómum og plöntum, er engin niðurlæging. Eg hefi séð fólk af öllum stéttum lífsins vakti og hlinna að jurtum sínum, er prýða og stimpla heimil- ið á svo mikið hærra menningar stig. Hvað hefir blóm eða tré að gera í þvi að lyfta mannfélaginu á hærra og æðra stig. Hugsum oss þann heimilisföí5ur eða móður, er leggur rækt við blóm sín og jurtir, sem höndlar það eins og hvítvoðung og sein skilur til hlýt- ar þá nákvæmni og umönnun er slikt útheimtir, og sem kennir börn- um sínum að bera virðingu fyrir því" fagra og göfuga í blómarækt, sem kennir börnum sinum að skilja að líf trésins ér ekki óáþekt okkar lifi, að því leyti að ef það er sært, þá blæðir því, vökvi trésins er blóÖ þess, ef börkur þess er meiddur, þá er það á sama hátt og ef hörund vort er sært, ef ilska fer í sárið, getur rotnun sezt í tréð, eins, og þá ilska fer í sár manna, svo er með allar plöntur og alt líf. Það er eitthvað það ljótasta er eg sé, þegar drengir eru að klifra tré, því það særir og meiðir, kvistir brotna, og tréð skemmist, það er ékki drengjunum að kenna, þeim hefir ekki verið kent að skilja, að ]>eir eru að særa og meiða lifandi líf. Eg var engu betri, þegar eg var drengur, en eg lærði og sá hvaða böl þetta var til lifandi trjáa, er prýÖa og skýla. Að kenna börnum að skilja plöntulífið, og vekja í brjósti þeirra aðdáun og aðgætni á að skemma ekki eða meiða það líf er gefur oss fegurÖ og ánægju og ríkara líf er spor til hærri og æðri siðmenningar. Þegar luigur barnanna hefir verið vakinn til umhugsunar á að skilja plöntulifið, þá fyrst byrjar hinn mikli skólMífsins, því hér er leiðar- vísir til að skilja og læra margar gátur, hér er ekki um skáldskap að ræða, sem bygður er á hugsjónum og ósýnilegum loftkötulum, heldur um virkilegjleika tilverunnar, sem hefir það að geynfli, að gefa þeim, er vilja þekkja margar óráðnar gát- ur lífsins, skóli, sem opinn er fyrir alla, fult af lotningu og aðdáandi fegurð. Gáta lífsins liggur fyrir f(’mnn vorum, vér göngum á leyndardomi lífsins, þar ríkir náttúran i öllum sínum greinum, í allri sinni dulspeki. Leiðum ekki börn vor út í órök- studdar hugsjónir, sem eldast og veltast um sig sjálfar. Kennum þeim heldur að elska blómin og jurtalífið, sem fæðir af sér pöddur og ormalíf- ið, sem margur fagur söngfuglinn lifir á, og sem lætur börnin skilja að það er ekki það aumasta lif, sem ekki hefir sömu skyldu að rækja og vér. Prýðið heimili ykkar með blóm- um og trjám, það yrði vel borguð vinna, í fyrsta lagi með aðdáun þeirra er framhjá fara, öðru lagi, gefur ibetra álit á þeim er eiga, i þriðja lagi, hækkar verÖ á eignum, i fjórða lagi, opnun til enn viðtæk- ari þekkingar. íslendingar, verið ekki á eftir i því að prýða heimili ykkar — og styÖjið Vinlandsblóm, með að safna fræi. B. M. Fálka-flug Intermediate Diamond Ball League, byrjaði samkepi sína við Lord Robert skólann hér í borg- inni með vanalegri athöfn. Varð það hlutkesti Fálkanna og Unidas að há fyrsta leikinn, og fóru leik- ar þannig, að Fálkarnir sigruðu, með 22 gegn 10, og má það heita góð byrjun fyrir Fálkana. Síðar í vikunni mættu fálkarnir Elites- flokknum, en voru þá ei!gi eins sigursælir og töpuðu, 25 á móti 15. — Enn er ekki gott að segja, hve veigamiklir Fálkarnir reyn- ast í þessari samkepni, verður betur um það sagt, þá lengra líð- ur í samkepnina; Fálkarnir hafa ágætt varalið, sem og aðrir flokk- ar í sambandinu, og leitast við að gera aðal flokkinn eins traust- an og frekast má vera. Nú dugar ekkert kák; hver og einn verður að gefa af því bezta, er hann á til, ef duga skal. Vér treystum því, að flokkur þessi beri fálkamerkið hátt, og verði félagi sínu til sóma. Whist Drive, kaffi og dans í G. T. húsinu Iá /laugardagskvöldið, byrjar kl. 8.15; verðlai’n gefin; innganfeur 25c. Hjálpið! Styðjið að því, að fé- lagsskapur þessi geti blómgast; látið ekki bregðast að koma með kunningjana. Yngri kynslóðin treystir þvi, að hin eldri geri skyldu sína. — Komið, spilið og dansið með Fálk- unum einu sinni í viku. A. G. M.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.