Lögberg - 21.05.1931, Blaðsíða 4
r.is. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. MAÍ 1931.
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LTD.,
Cor. Sargent Ave. og Toronto St.
"VVinnipeg, Manitoba.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Ldgberg, Box 3x72, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The '‘Liöprberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Eimreiðin
Rétt áður en blaðið fór í pressuna, barst oss í hendur
fyrsta hefti Eimreiðarinnar af xxxvii. árgangi; er innihaldið
á þessa leið:
Eysteinnjónsson: Reikningar íslenzka ríkisins (með mynd).
Sveinn Sigurðsson: A mótum tveggja árþúsunda (með 34
myndum). »
Þórður Jónsson: 1 eftirleit (með mynd).
Kristinn E. Andrésson: Gerhart Hauptman (með mynd).
Geir Jónasson: Mærin frá Orleans,
Hilmar Stefánsson: Fyrsti Þorradagur.
Nathaniel Hawthorne: Tilraun Dr. Heiðeggers (saga).
Thomas Coulson: Rauða dansmærin (framh.).
Enn fremur eru í ritinu eftirgreindar ritsmíðar: Áhyggj-
ur og liamingjuleit — Utvarp umhverfis hnöttinn. Og loks:
Ljóð, Ritstjá og Víðsjá.
tJtsölu ritsins hefir með hendi hr. Magnús Peterson, 313
Horace Street, Norwoood, Man.
Vikið mun verða nánar að verðmætum þessa Eimreiðar
heftis, er hentugleikar leyfa.
Þakkarávarp
Hér með vottum við undirrit-
uð, aðstandendur o!g skyldmenni
séra Hjartar sál. Leó, og frúar
hans, öllum þeim mörgu kærleiks-
ríku vinirm og vandamönnum
þeirra, fyrir alla þá frábæru sam-
úð og hluttekning, sem allir hafa
sýnt þeim, á einn og annan hátt,
með peningagjöfum og allri ann-
ari h jálp, í hinu langa og
stranga dauðastríði hans, sem
góðum guði þóknaðist að le!ggja
á þau, sem hann hefir á svo ó-
sýnilegan hátt séð þeim fyrir
beztu. Eg er ekki fær um að
lýsa tilfinningum mínum í orði,
þó hjartað finni þær bezt, sem eg
og við öll biðjum nú þann, sem
ekki lét vatnsdrykk ólaunaðan,
að blessa af fríkdómi náðar
guðs alla þessa fórnfúsu menn
og ko'nur, sem í svo bróður- og
systurlegum anda hafa fylgt svo
dásamle!ga fótsporum og kenn
ingu hahs, sem offraði sjálfum
sér af elskunni til vor mann-
anna. Honum fel eg að endur-
gjalda öllum þessum ofantöldu
vinum og vandamönnum, þegar
þeim mest liggur á. — Við, sem
sárast syrgjum heimkominn ást-
vin vorn, gleðjumst í guði að
vita hann vera lausan við alt
stríðið, hér megin, en kominn í
sælustaðinn með honum, sem
hann svo trúlega vann fyrir
hérna megin, að bera krossinn
með honum. Að síðustu biðjum
við kærleiksríkan guð allra guða
að taka að sér sorgumhlaðna
ekkju þessa látna vinar, með sín-
um elskaða syni, sem enn er ekki
farinn að skilja tilveru lífsins.
Vertu þeirra vernd og hlíf í öll-
um mótgangi lífsins, góðl guð,
huggaðu þau og berðu græðandi
smyrsl á hjartasárið djúpa; gefðu
henni skært vonarljós um fram-
tíð litla, en fallega nýgræðin'gs-
ins, sem þú, drottinn, gafst
þeim sameiginlega, og hann verði
hennar elskulegt yndi og unun og
líkist þeim fallna vini í öllu sem
gott er, 0g hamingjusól hans
skíni sem skærast, svo engin
sorgarsský komist að. í Jesú
nafni. Bjöm Jónsson,
og fjölskylda hans.
í meir en þriðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bakverk,
gift, þvagteppu og mörgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf*
sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Médicine Co., Ltd.,
Toronto, ef boPgun fylgir.
Til kaupenda Lögbergs
Það er á almanna vitorði, hve útgáfa íslenzkra blaða hér
í landi, hefir verið miklum erfiðleikum bunxlin, og hafa þeir
erfiðleikar af eðlilegum ástæðum farið vaxandi; þeir menn,
sem að Lögbergi standa, hafa orðið til þess knúðir í nbkkur'
undanfarin ár, að stinga hendinni ofan í vasann, til þess að
mæta beinu tapi, sem af útgáfu blaðsins hefir leitt.
Árið 1929, nam tapið, samkvæmt vottorði yfirskoðunar-
manna, Price, Waterhouse and Cq., $3,221.08, en yfir 1930 ber
skýrsla yfirskoðunarmannanna, David Cooper and Oo., það
með sér, að tapið hefir numið $4,670.99. Og eins og nú horfir
við, er ekki annað fyrirsjáanlegt, en að beint tap á útgáfunni
verði drjúg'um meira á ári því, sem nú er að líða. Það er því
auðsætt, að við svo búið má ekki lengur standa, ef tilveru
blaðsips á að verða borgið; en til þess að slíkt megi lánast,
þurfa tekjur og útgjöld að mestu leyti að standast á.
Breyting sú, sem á blaðinu hefir verið síðan 1. marz, er til
orðin af knýjandi þörf, í þeim tilgang.i, að draga úr útgáfu-
kostnaðinum; þar af leiðandi hefir útgáfunefndin það í hyggju,
að gefa út hálft blað öðru hvoru fram til næstu áramóta; þó
ekki oftar en aðrahvora viku.
Fyrir næstu áramót tekur útgáfunefndin fastar ákvarð-
anir um framtíðar stærð 0g verð blaðsins; mun hún taka þakk-
samlega öllum sanngjörnum bendingum frá kaupendum þessu
viðvíkjandi.
— Tókstu ekki eftir því
ég lét pípuna mína?
— Nei, vinur minn.
■— En hvað kvenfólkið
gleymið!
hvar
er
Hudsonsflóabrautin
Þó lagningu Hudsonsflóabrautarinnar sé nú að fullu
lokið, og hafnaiwirkin við Fort Churchill vel á veg komin, þá
eru þó ýmsir enn að naga sig í handarbökin yfir þeirri fjár-
hæð, sem varið hafi verið til fyrirtækisins; gætir þessarar
andúðar hreint ekki svo lítið í Montreal og víða annars staðar
eystra, þar sem séð virðist ofsjóna yfir svo að segja hverjum
þeim hlunnindum, smáum eða stónxm, er Vesturlandinu kunna
að falla í skaut; l>að er gefið í skyn, að brautin muni aldrei
bera sig, og það sé eins og að bera í bakkafullan lækinn, að
veita til hennar meira fé.
Það er á almanna vitund, að lagning téðrar brautar hefir
kostað þjóðina tugi miljóna; það er enn fremur á almanna
vitund, að slíkt var óhjákvæmilegt, og að ekki þarf nú nema
herzlumun til þess að flytja megi út canadiskt fveiti frá Fort
Churchill. Gæti það þá komið til nokkurra mála, að draga á
lahginn síðustu fjárveitinguna, sem til þess þarf að fullgera
fyrirtækið, eða ljúka við hin nauðsyrriegustu hafnarvirki?
Nei! Sérhverja tilraun, er í þá átt gengi, hlyti þjóðin miskunn-
arlaust að kveða niður.
Að jafna Hudsonsflóabrautinni við hitt og þetta algengt
riðskiftafyrirtækí, nær vitanlega ekki nokkurri átt; gildi
hennar fyrir verzlun og viðskifti Vesturlandsins, hlýtur í eðli
sínu að verða víðtækara en svo, að slíkt yrði réttlætanlegt.
Canadiska þjóðin hefir varið tugum miljóna til skipa-
skurða, án þess þó að slík samgöngutæki hafi fram að þessu
gefið af sér beinan arð. En þrátt fyrir það, yrði slíkt með
öllu óverjandi, að reikna skipskurðina þjóðinni til taps, eða
koma í veg fyrir, að nýir skurðir yrði grafnir1, þeir eru þegar
óaðskiljanlegur hluti af þróunarsögu þjóðarinnar á sviði
samgöngumálanna, engu síður en járnbrautimar, auk þess
sem óbeini hagnaðurinn af starfrækslu þeirra verður tæpast
metinn til peninga.
Norðurhémðin í þessu víðáttumikla landi, era enn að
miklu leyti sem lokuð bók; aðeins tiltölulega fá ár eru liðin,
frá því er farið var til þess Tyrir alvöru, að rannsaka á vís-
indalegan hátt, hve margbrotin og mikilfengleg auðlegð þar
kynni að vera falin í jörðu; þær rannsóknir, þó enn séu í viss-
um skilningi á tilraunastigi, hafa samt sem áður leitt það
skýrt og ákveðið í ljós, að þessi norðlægu svæði eru auðug af
verðmætum málmum, auk þess sem þar er um að ræða marg-
vísleg önnur náttúrufríðindi; borið saman við öll þau auðæfi,
verður kostnaðurinn við lagningu Hudsonsflóabrautarinnar
hverfandi, eða eins og dropi í hafinu.
Holt væri það þeim, er stuggur stendur af nýjungum og
nývirkjum, að kynnast ítarlega sögu hinnar canadisku þjóðar;
og þó sú saga sé enn ekki löng, þá er hún engu að síður við-
burðarík; stórvirki þau, sem þessi tiltölulega fámenna þjóð
hefir hrandið í framkvæmd, hafa reynst giftudrjúg og orðið
henni til sæmdar; og vér efumst ekki uhi, að þá er stundir líða,
verði dómur sögunnar sá, að með lagningu Hudsonsflóabraut-
arinnar, hafi þjóðin stigið eitt af sínum glæsilegustu fram-
farasporum.
Þegar um jafn-mikilvægt mál er að 'ræða, sem lagningu
téðrar járnbrautar norður að Hudsonsflóa, mætti ætla, að
smámunasemi og hreppapólitík kæmist þar ekki að; þó hefir
reyndin engu að síður orðið sú, að þröngsýnir og gamaldags
dollaramiðlarar eystra, hafa amast við framgangi fyrirtæk-
isins, annað hvort af fákænsku, öfund, eða þá hvorttveggju.
TÆKIFÆRI FYRIR ÞA SEM EIGA BRÁÐUM ÚTRUNNIN
CANADIAN GOVERNMENT BONDS
TIL AÐ FRAMLENGJA ÞAU GEGN
ÁBYGGILEGUSTU TRYGGINGU 1 CANADA
LANDSTJÓRNARINNAR I
DOMINION OF CANADA
FRAMLENGINGARLÁN 1931
Fjámálaráðherra Canada gefur hér með þeim, er þau Dominion skuldabréf eiga, sem
hér verða talin, tækifæri til að skifta þeim fyrir önnur, sem síðar falla í
, gjalddaga, með þeim ákvæðum Qg skilyrðum, er hér segir :
1
%
Þetta tilboð veitir skuldabréfa eigendum hentugt tæki-
færi að skifta, sömu vextir og undanþágan frá skatti
eins og núgildandi skuldabréf, þar til þau falla í gjald-
daga, og tækfæri til að framlengja lánið með 4%%
vöxtum á ári.
\* ^
WAR LOAN 5% SKULDABRÉF, BORG-
ANLEG 1. OKTÓBER, 1931 — Þeir, sem.
þessi skuldabréf eiga, hafa tækifæri til að
skifta þeim fyrir skuldabréf, sem falla í
gjalddaga 1. nóvember 1956 0g bera vexti
frá 1. apríl 1931. Fyrsti arðmiðinn verð-
ur fyrir sex mánuði, undanþeginn skatti,
5%árlegir vextir, borgðanlegir 1. október
1931. Annar arðmiði verðuF fyrir sjö mán-
uði, 4y2%. árlegir vextir, borganlegir 1.
maí 1932. Þar á eftir verða vextir borg-
aðir á hverjum sex mánuðum, 4ð/2%. á ári.
RENEWAL LOAN 5i/2%. SKULDABRÉF
BORGANLEG 1. NÓVEMBER, 1932. —
Þeir, sem þessi skuldabréf eiga, hafa tæki-
færi til að skifta þeim fyrir skuldabréf, sem
falla í gjalddaga 1. nóvember 1957 og gefa
41/2% vexti, borganlega hálfsárslega frá 1.
maí 1931. Þessum skuldabréfum fylgja
þrír auka-arðmiðar, borganlegir 1. nóvem-
ber 1931 og 1. maí 0g nóvember 1932, sem
gefa 1%! auka-vexti á ári.
VICTORY LOAN 5%% SKULDABRÉF,
BORGANLEG 1. NÓVEMBER 1933. —
Þeir, sem þessi skuldabréf eiga, hafa tæki-
færi til að skifta þeim fyrir skuldabréf,
sem falla í gjalddaga 1. nóvember 1958,
með 4)/2% vöxtum, sem borgast lxálfs-
árslega frá 1. maí 1931. Fyrstu fimm arð-
miðarnir, til 1. nóvember 1933, að þeim
degþ meðtöldum, verða undanþegnir skatti.
Þessum skuldabréfum fylgja fimm auka-
arðmiðar, undanþegnir skatt, borganlegir
L nóvember 1931 og 1. maí og nóvember
^1932 og 1933 með auka 1%, vöxtum á ári.
VICTORY LOAN 5i/2%, SKULDABRÉF
BORGANLEG 1. NÓVEMBER 1934. —
Þeir, sem þessi skuldabréf eiga, hafa tæki-
færi til aðl skifta þeim fyrir skuldabréf,
sem falla í gjalddaga 1. nóvember 1959,
4i/>% vextir, borganlegir hálfs-árslega frá
1. maí 1931. Þessum skuldabréfum fylgja
líka sjö auka-arðmiðar, borganlegir 1.
nóvember 1931 0g 1. maí og nóvember
1932, 1933 0g 1934 með atika 1% vöxtum
á ári.
Upphæð þeirra skuldabrefa, sem eigendum eru boðin skifti á, hér að framan, eru sam-
tals $250,000,000. Fjármálaráðherrann áskilur sér samt sem áður rétt til að
auka eða minka þessa upphæð eftir vild.
Tekið verður á móti fjárframlögum og kvittað fyrir þau, hjá öllum útibúum allra lög-
giltra banka í Canada og hjá viðurkendum Canadian Bond Dealers og Stock Brokers.
Hjá þeim fást líka umsóknar-eyðublöð og eintök boðsbrefa stjórnarinnar, sem
skýra fidlkomlega alt láninu viðvikjandi. Umsóknir verða ekki teknar til
greina nema á eyðublóðum prentuðum hjá King’s Printer.
Umsóknum um ofannefnd skuldabréf verður fyrst veitt móttaka 11. mai 1931 og lokað 23.
maí 1931, eða fyr eftir því sem fjármálaráðherra ákveður.
Fjármáladeildin,
Ottawa, 11. maí 1931.