Lögberg - 18.06.1931, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.06.1931, Blaðsíða 2
Bls. 2. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚNÍ 1931. ^öatjerg Gefið út hvern fimtudag af TEE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. TcUsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Logberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wlnnipeg, Manitoba. Sátt og samlyndi Merkur maður í fornri tíð, komst meðal annars ein- hverju sinni þannig að orði: “Eg er nú í þann veginn að hverfa inn yfir landamærin; drottinn hefir blessað mig með háum aldri; eg hefi lifað í sátt við samfélag mitt, og þess vegna get eg líka kvatt í friði.” Ef allir ættu sömu sögu að segja, myndi öðruvísi umhorfs í mannheimum, en nú á sér stað. Eitt frumskilyrðið fyrir því, að þjóð geti í orðsins fylsta skilningi orðið mikil, er í því fólgið, að sérhver einstaklingur nái sem mestum persónulegum þroska, og skilji til hlítar þörfina miklu, sem á því er, að lifa í sátt og samlyndi við ferðafélaga sína í lífinu; samt getur þroski einstaklingsins stundum orðið hættulegur, nema því aðeins, að samfara hon- um sé skýr ábyrgðartilfinning gagnvart mannfélagsmálun- um á heild. / Því greindari, sem maðurinn er, þess hættulegri getur hann orðið, sé hann fram úr hófi eigingjarn; því meiri af- kastamaður sem hann er, þess háskalegri getur hann orðið, ef hugsanir hans allar og störf, snúast eingöngu um peninga- legan ávinning. Sé grunntónninn í eðli einstaklingsins ekki skilyrðis- laust bundinn við þá fögru hugsjón, að lifa fvrir aðra, þá má þó ekki minna vera, en að sá, sem þannig er ástatt með, láti sér skiljast, að honum beri að láta samferðamenn sína í friði. ' 'W Stofnanir þær, sem einkum og sérílagi vinna að góðhug innan vébanda þjóðfélagsins, eru ekki ávalt hinar sömu og þær, er vér metum mest fyrir það, sem þær vinna einstak- ingnum í hag. Heimilið er merkasta stofnun þjóðfélagsins; þó eru börnin oft og einatt þannig alin upp, að ætla mætti að þau hefðu engar skvldur að rækja við hin umfangsmeiri um- hverfi. Kirkjan er stofnun, er það hefir að markmiði, að hrein- rækta það fegursta, er í manneðlinu bvr; þó kemur oft og einatt í ljós innan vébanda hennar ágreiningur, er margvís- lega sundrung vekur í þjóðfélaginu. Stjórnmálin skifta þjóð- félaginu í andvíga flokka, og auður og iðja berast á bana- spjótum. Til er þó stofnun, sem hafin er yfir flokkaríg; hafin yfir trúarbragðalegan ágreining, auð og uppruna; sú stofnun er bamaskólinn. Ástæðumar fvrir því, að sveitahéruð og bæjarfélög veita barnaskólunum, allan hugsanlegan stuðning, em margbreytt- ari en svo, að einskorðaðar séu við það, sem þeir miðla nem- endum sínum af hinni svokölluðu almennu fræðslu; þeir vinna jafnframt flestum stofnunum fremur að þeim samræmis-hugsjónum, sem hverju þjóðfélagi eru nauðsyn- legastar. Vesturlandið byggja margir ólíkir þjóðflokkar, mismun andi að eðli og ætt, með skiftar skoðanir á hugsjónum hinn- ar canadisku þjóðar. Eftir líkum að dæma, halda vafaiaust margir þeirra sérkennum sínum enn um langt skeið; en það verður þeim samt sem áður öllum að lærast, að búa saman í sátt og samlyndi með sameiginlegt framtíðarmark fyrir augum. Eitt af meginmálum valdhafanna ætti jafnan að vera það, að hlynna rækilega að sérhverri þeirri hreyfingu, er að því miðar, að glæða góðvilja meðal þeirra ýmsu þjóðflokka, er land þetta byggja. A barnaskólana hefir þegar verið minst; samt eru til margar aðrar stofnanir, svo sem blöðin, sameiginleg hátíða- höld, sameignastofnanir með meiru og fleiru, er miklu góðu geta til vegar komið í þá átt, að samræma þjóðfélagið. Það virðist því ekki úr vegi á þessari efnishyggju-öld, er mest virðist hugsað um brautarlagningar, dollara, námur og brýr, að beint sé að minsta kosti einstöku sinnum hugan- um að því, að vænlegasta leiðin til haldgóðs þjóðarþroska, sé fólgin í þeirri gullvægu frumreglu, að búa að sínu í friði, með samræmt hugsjónamið, 0g sömu sigurhæðirnar framundan. Flugmálin Samkvæmt tilkynning frá forsætisráðgjafanum canad- iska, Mr. Bennett, falla úr gildi þann 15. júlí næstkomandi, allir samningar um póstflutning loftleiðis hér í landi; er fjárhagskreppu um kent, að til þessara örþrifráða sé gripið. Nágrannaþjóð vor sunnan landamæranna, hefir ákveðið að veita margfalt stærri fjárhæð í ár til póstflutninga í lofti, en nokkru sinni fyr, 0g slíkt hið sama gera margar aðrar þjóðir. Hví á Canada að dragnast aftan úr? Að höfðatölunni til, er íslenzka þjóðin smáþjóð; þó er hún ekki smærri en það, að hún hefir séð sér það vel fært, að starfrækja póstflutning með flugvéium. 1 ritgerð um Island, sem birtist í síðastliðnum febrúar- mánuði í tímaritinu “Tlie Sportsman Pilot”, eftir Charles S. Strong, er meðal annars þannig komist að orði: “Eftir dvöl mína í Reykjavík, sannfærist eg betur og betur um það, að reglubundnar flugferðir á Islandi, eru ómissandi fyrir framtíðarþroska þjóðarinnar, og stuðla öllu öðu fremur að endurvakning hennar á sviði framkvæmdanna.” Ástand og horfur á Þýzkalandi Eftir Jón Gíslason, stud. philol. (Niðurl.) III. Hér að framan hefir verið reynt að gefa lauslegt yfirlit, yf- ir helztu flokka ríkisþingsins. — Verður í þessu sairibandi þá ekki komist hjá að geta hinna svo nefndu varnarsaanbanda (Wehr- verbande), sem að vísu koma lít- ið fram opinberlega sem pólitisk- ir flokkar, heldur standa að baki hinum eiginlegu stjórnmálaflokk- um og veita þeim óbeinlínis mik- inn styrk. Verndarsamfoönd þessi eru uppfoaflega stofnuð af her- mönnum, er tekið höfðu þátt í heimsstyrjöldinni. — Þegar er hermennirnir vitjuðu aftur átt- ha'ga sinna, fundu þeir brátt, að þeir stóðu að ýmsu leyti nokkuð sérstakir í þjóðfélaginu. Á hinn bóginn var þeim ljóst, að þeir áttu Snnbyrðis margt sameigin- legt. Agi og skipulag hersins hafði sett á þá varanleg merki.—■ Hei;mennirnir stofnuðu því ti'l fé- lagsskapar með sér, er sérstak- lega hefir það markmið að inn- ræta þjóðinni kosti þá. er þeir hafa tileiinkað sér í ófriðnum: Stranlgan aga, fórnfýsi og ósér- plægni í þágu heildarinnar, fé- lagslyndi og skyldurækni. Eitt af þessum samböndum, er fyrst var stofnað, nefndist “Stálhjálm-j arnir” (die Stahlhelms)i. Er þaðj vitanlegt, að meðlimir þess eru þjóðernissinnaðir og standa langtj til hægri í stjórnmálum. Varnar-; samband það, er setndur á bak^ við “sófsíaldemokra/ta' nefnist j “Ríkismerkið” (das Reichsban-1 ner) . Nazistar hafa og komið; sér upp sérstakri deild innan fé-| lalgsskauar síns, er “Áhlaups-j deild” (Sturmabeitlung) nefnist.; Starfar hún í sama anda og hin varnarsamböndin. Varnarsam-j band kommúnisa var rofið fyrir nokkrum árum, þar eð það þótti j hafa orðið bert að fjandskap við ríkið og vinna að því að koma því fyrir kattarnef. IV. Nú skril vikið að því, er Bruen- ( ing lét hver bráðafoirgðalögin reka önnur án þess að leita samþykkis ríkisþingsins. Loks sá hann sérj ekki annað fært, er fram í sótti, en að bera þau undir þingið. Varð þá augljóst, að hann hafði mik- inn meiri hluta þess á móti sér. Leiddi það til þess, að ríkisþing- ið var rofið, o'g stofnað var til nýrra kosninga í sept. s.l. Kosn-j ingar þessar leiddu til stórsigurs fyrir öfgaflokkana, einkum Naz- ista. Hlutu þeir 107 fulltrúa og urðu þannig annar fjölmennasti flokkur þingsins. Enginn hafði j búist við þessum úrslitum og að líkindum tsízt Nazirtarnir sjálf- | lr. Borgaraflokkarnir höfðu farið . hinar mestu hrakfarir. Bruening var samt falið að mynda stjórn I á ný. Leitaði hann samniriga við forkólfa Nazdeta um þátttöku í stjórninni — Samningsumleitanir þessar fóru út um þúfur. Að lik- indum foefir Hitler ekki þótt tíma- bært að taka þátt í stjórnarmynd- un, þar sem hann gat þá ekki haft frjálsar hendur. Þykir hon- um og eflaust ráðlegra. að .sínir menn komist til valda í nokkrum helztu sambandslöndum Þýzka- lands, áður en þeir taki við stjórn alríkisins. Svo mikið er víst, að Nazistar settu þá afarkosti, sem stjórnin með engu móti gat geng- ið að: að miðflokksmenn (Zent- rum, flokkur Bruenings), slitu sambandi] sínu við “socialdemó- krata” í þingi, Prússar og Naz- istar ferigju óskoruð yfirráð yfir hernum. Bruening var því nauð- ugur einn kostur að mynda stjórn sína með tilstyrk og stuðningi “socialdemókrata”. Bruening hef- ir síðan haldið fram svipaðri stefnu og hann þegar í upphafi fylgdi: ströngustu sparsemi í öll- um greinum, tollhækkun á öllum munaðarvörum, svo sem bjór og tóbaki og einnig á flestöllum að- fluttum varningi, víðtækar ráð- stafanir til að (hlaupa undir bagga með landbúnaðinum, eink- um í héruðunum við austurlanda- mærin. Hagur iþessara héraða hefir verið mjög bágur síðan í ófriðarlok, og eitt af erfiðustu viðfangsefnum Bruenings hefir því verið að rétta við hag þeirra. — Samkvæmit Versalafriðnum urðu Þjóðverjar, sem kunnufet er, að láta af hendi mikil lönd við Pólverja. Nam landsmissir- inn yfir fimm mfljónum hektara, en meir en fjórar miljónir manna, sem áður höfðu lotið Þjóðverj- um, komust nú undir pólsk yfir- austurtakmörk ríkisins, lögðust vegir margir og járnbrautir af, er hin nýju landamæri voru sett, þar eð sambandinu var nú alt í einu slitið við landshluta þá, sem Pólverjar hreptu. Atvinnulíf margra borga mátti heima dauða- dærnt sökum hinna skjótu um- því lent í hinum mestu kröggum. Þess má geta, að á árunum 1924 til 1927 voru 90%af flatarmáli þess lands, er til nauðungarupp- boðs kom í Prússlandi, einmitt í Austur-Prússlandi. í .þessa árs byrjun, tók Bruenirig, ríkiskansl- ari, sér því ferð á hendur, til hér- aðanna við austurlandmærin, til þess að kynnast ástandinu þar af eigin reynd. Var honum þar víða misjafnlega tekið, því kom- múnistar og Nazistar (sem ann- ai:s eru litlir vinir ),, höfðu ekk- ert til sparað að æsa múginn gegn honum. En Bruening lét það ekk- ert á sig bíta. Kvað einatt við þann tón í ræðum hans, að hlut- verk flokksforingjans væri ekki einungis það að gera sjálfan si'g vinsælan (sbr. Hitler). Hann (Bruening) skifti sér ekki af þó götulýður gerði óp og óhljóð að sér. Hann væri rólegur, því hann lifði i því trausti, að vera að vinna fyrir föðurlandið. Nú fyr- ir nokkru kom Bruening fram lagafrumvarpinu um viðreisn fyrgreindra landshluta. Sam- kvæmt lögum þessum, verður land það, er nær frá austurlanda- mærunum alt til Pommern, Bran- denburg og neðri Sljesíu, látið njóta sérstaks stuðnings af hendi alríkisins. Á næstu fimm árum veitir rikið 1200 miljónir marka, til þess að rétta við atvinnulíf þeirra. V. Tveir atburðir hafa gerst ný- lega í stjórnmálalífinu þýzka, sem mesta athygli hafa vakið. Sá er ahnar, að Nazistar (og þýzki þjóð- ernissinna-flokkurinn að dæmi þeirra) gengu úr ríkisdelginum og kváðust ekki mundu vinna sam- an við hann framvegis, meðan hann er skipaður eins og nú er hann. Hinn er sá, er “Stálhjálm- arnir” kröfðust þess, að þing Prússa yrði rofið og stofnað til nýrra kosninga í Prússlandi. Þyk- ir þeim ríða mikið á, að komið verði á meira jafnvægií stjórn- málum Þýzkalands, er gengið verð- ið verður ti‘l næstu forsetakosn- inlga. Þykir þeim illa farið, ef þjóðin stæði Iþá tvístruð í harð- snúinni þingkosningarbaráttu og forsetakosningin yrði dregin inn í flokkapólitíkina. Innanríkisráð- herra Prússa, Severing, lét sér þessa * kröfu “Stálhjálmanna” samt ekki nægja. Hann heimt- aði í fyrsta lagi þær tuttugu þús- undir undirskrifta kjósenda, er nauðsynlelgar eru, til þess að eitt- hvert má'l verði borið undir þjóð- aratkvæði. Ef svo reynist vera, verður loks gengið til þjóðarat- kvæðis um það, hvort leysa skuli upp þing Prússa (Landsþingið) eða ekki. Enn þá eru úrslit þessa máls ekki ljós, en mragt bendir til, að þjóðaratkvæðagreiðslan muni ganga “Stálhjálmunum” í vil. Er þá augljóst, 'hvað verða viQl: Nazistar öðlast meiri hluta 5 þingi Prússa olg hafa þá unnið stærsta áfangann að því marki, að ná völdum í Þýzkalandi. Hitt þykir mörgum vafasamur bú- hnykkur hjá þjóðernissinnum, er þeir neituðu samvinnu við foina flokkana í ríkisþinginu. Er þess getið til, að mörgum kjósendum þeirra, einkum þeim, sem ný- komnir eru í flokkinn úr borg- araflokkunum, þyki þetta mis- ráðið. Grunar marga, að Dr. Göibbels, einn af atkvæðamestu og um leið ófyrirleitnustu þing- mönnum flokksins, muni hér mestu hafa um ráðið. Að visu neitar Hitler því íharðlefea. Hef- ir hann líka hvað eftir annað lýst yfir því, að flokkur sinn taki sér ekkert fyrir hendur, án sins vilja og vitundar. VI. Margur mun leita orsaka til hins skjóta uppgangs Nazista í Þýzkalandi, en ekki verða ljóst, hvað honum hefir valdið. Nefna menn til ýmislegt, er þykir hafa stuðlað að honum. Einkum er bent á, að hin svonefnda miHi- stétt hafi orðið harðast úti á krepputímum þeim, er ófriðurinn hefir haft í för með sér. Stétt þessi var fjölmenn og velmegandi fyrir styrjöldina miklu, en efna» hagur hennar hefir farið forgörð- um af eftirköistum ófriðarins. Bilið hefir því mjókkað enn meir en áður milli stóreignamanna ofe öreiga. Skapast þannig frjór jarðvegur fyrir kenningar öfga- flokka. En þó hag hinnar gömlu millistéttar hafi hrakað og hún hafi að því leyti ná/lgast öreilg- ana, þá lifir hún samt sem áður í heimi sinna fornu hugsjóna og lætur ekki draga sig í sama dilk og öreigana, heldur gengur hún sínar eigin götur. Og einmit þeg- ar þessi millistétt er að glíma við að finna sjálf úrlausn þjóðfélags- málanna án þess að aðhyllast kenningar Marx og Lenins ofe önnur slífc “tiheoretisk” 1 kerfi, kemur Hitler fram, maður sem hatar Marxismann og peninga- vald Gyðinganna, trúir á sveit- irnr 0g yfirburði þýzka kynstofns- ins, skjóta endurreisn fornrar frægðar Þýzkalands, vill beina hugum manna frá flokkadráttum að einu marki: öflugu samstarfi fyrir rikið sem heild. Þelgar þar við bætist, að Hitler er framúr- skarandi ræðumaður, sem hefir lag á að íeika á hina næmu strengi múgssálarinnar — og Hitler byggir ávalt mest á hinu talaða orði, minna á skrifum — þá verða úrslit septemberkosn- inganna ekki eins furðuleg rig í fyrstu virðist. Engan má undra, þótt jafnöflugur þjóðernissinni og Hitler, eigi marga áhangend- ur á meðal stúdenta. Hverjgi lifa minningar horfinnar frægðar betra lífi en einmitt í háskólun- um, og hvergi er sterkari vonin eftir nýjum Bismarck, sem hefji þjóðina ti'I vegs og virðirigar á ný. Eg hlustaði fyrir nokkru á fyr- irlestur prófessors eins um VI. bók Aeneasakviðu, þar sem skáld- ið lætur hetjur Rómverjasögu líða sér fyrir hugskotssjónir, alt frá Rómúlusi til Ágústusar keis- ara. Verður ljómi Ágústusar enn meiri, fyrir samanburðinn við niðulæginlgu rikisins í borgara- styrjöldunum. Prófessornum fórust orð eitt- hvað á þessa leið: Það kann að vera erfitt fyrir margan okkar að lifa sig inn í anda þessarar kviðu. Margt mun virðast venju- legum hugsunarhætti okkar fjar- lægt. En við skulum hugsa okk- okkur, að eftir niðurlæ'gingu okk- ar Þjóðverja á þessum síðustu árum, kæmi fram snillingur, er aftur lyfti þjóðinni upp í sinn forna frægðarsess og Þýzkaland efldist að völdu og viðingu und- ir stjórn þess eina manns. Hugs- um okkur, að þá kæmi fram skáld, er. yrkti lof um þenna snilling. Mundi skáldið ekki taka svipaða afstöðu til fortíðarinnar og Virgill foér? Mundi skáldið ekki byrja á því, að dralga upp myndir af hinum elztu þjóðfoöfð- ingjum Þýzkalands og foalda á- fram að telja upp og lýsa mestu stjórnskörungum þjóðarinnar? — Mundi skáldið glleyma Bismarck og Hindenburg? En mundi samt ekki þessi eini óskmögur þjóðar- innar verða lofsamlegastur í au'g- um skáldsins? — Þögn var djúp, á meðan hinn aldraði og virðulegi lærdómsmaður talaði þessi orð. Gráu hárin foans, hvelfda ennið og tígulegi svipurinn mintu á spá- mann, og augljós var vonin, sem skein út úr augum áheyrendanna. ungra, djarfhuga stúdenta. — Lesb. r r Andrúmsloftið Einn andi, ein trú, einn guð og faðir allra, yfir öllu. um alt og í öllu. — Ætli öllum finnist það ekki, að sá, sem sagði þetta fyrst, raðaði njður þessum orðum. stílaði þessar setningar, að hann hafi verið foúinn að hugsa mikið og lengi Mér finst, að hann muni hafa verið kominn að þeirri niðurstöðu, að allir menn, sem á annað borð tryðu af einlægu hjarta, í sannleika, hlytu að foafa sömu trú. Að allar mismunandi trúarskoðanir olg flokkadrættir, stafi af því, að trúin sé ekki orð- in þeim mönnum alvara, ekki hjartans sannfæring. Að valda- fíkn, metorðagirnd, peningar eða einhverjar óákjósanlegar til- hneigingar, séu steinarnir í trú- sannfæring, ekki áhrif andans, eins lerigi og menn hafa ekki sömu trú. Uppi á öræfum íslands og langf frá öllum mannabygðum, þar sem aldrei koma menn nema af til- viljun í fjárleitum á haustin, þar rekast menn á götuslóðir, sem hafa verið að myndast á fleiri hundruð árum af kindum, sem 'alfrjálsar og sjálfráðar una þarna hag sínum um sumartimann. í þessu frelsisástandi sínu fara kindurnr aldrei margar saman, vanalegast tvær'og tvær olg upp í tíu. Menn furða sig því á, að þær skyldu geta myndað eða traðkað götu. En þegar dóm- greind mannsins hefir meðhöndl- að málið, þá kemst hún að þeirri niðurstöðu, að það er tilhneiging kindanna, sem leggur Igötuslóð- irnar. Það er tilhneiging eftir svölun af sumarvindum, tilhneig- ing eftir vissum fóðurtegundum, tithneiging eftir vatni, tilheiging eftir ýmsu fleiru, sem er vandi að fullyrða um. — E'g hefi þekt eina á, sem eg var sannfærður orðinn um, að undi sér hvergi nema við fossnið. Einnig kindur, sem þráðu að standa hátt, til að hafa gott útsýni. Þe'gar nú tilhneiging skepnanna ræður þeim til að ganga nákvæm- lega sömu línuna á fleiri hundr- uðum ára, þangað til tröðkuð er grenileg gata, hvað er þá trúan- legra en það, að hugsana og skiln- ingsleiðir mannanna, yfirvegun dómgreindarinnar, liglgi alt inn á sama veginn, þó komið sé úr öll- um áttum, að andlegu eftirlang- ariirnar, réttlætis og sannleiks- þráin, leiði inn á sama veginn? — Góður lögmaður sagði einli sinni við mig: Réttlátur o'g sann- gjarn maður brýtur aldrei lögin, þótt hann þekki þau ekki. Rétt- lætislöngun, vit og sanngirni sem- ur lögin, og sömu eilginleikar hjá öðrum mönnum rata sömu göt- urnar, komast að sömu niður- stöðunni. Við þekkjum það öll, hversu nauðsynlegt það er, að endur- næra líkamann, viðhalda honum og byggja hann upp, en umhugs- unarvert er það, hvort andi mannsins er endurnærður og foygður nægilefea upp með því, sem líkaminn nýtur. Gamalt íslenzkt máltæki hljóð- ar svo: Fullur kann flest ráð, en I svangur aldrei drýgir dáð. Lík- lega hefir höfundur þessa mál- tækis litið svo á, að andi manns- ins nyti endurnæringar af upp- byggingu líkamans. En hins veg- ar hafa margir menn skýrt frá því á ýmsum tímum, að þeim hafi Igengið verst að fougsa, þegar þeir voru nýbúnir að borða og líkaminn var saddur og sæll, en bezt að hugsa á morgnana, áður en líkaminn naut nokkurs, og þó langsæastir og skilningsríkastir, þegar þeir voru svo veikir, að þeir í marga daga gátu ekki nærst á neinu nema máske vatni. Þetta vita nú vísindamenn og læknar upp á hár, en ósjálfrátt dettur okkur í hug, að það sé nú kann- ske svoleiðis, að það sem af hold- inu er fætt, það sé hold, og það sem af andanum er fætt, það sé andi, og að hann verði að hafa sína andle'gu fæðu og endurnær- ingu oft og stöðugt, ef hann á ekki að líða og vera á löngum tíma þroskaminni en foonum er áskapað. * Auðvitað er mikið undir því komið, að aridlega fæðan sé holl, en skiljanlegt er þó, að mest er undir því komið, að eftirlöngun- in sé vöknuð, hjartanleg þrá eft- ir andlegri endurnæririgu. Leitandi, þurfandi, einlægur hugur og þrá eftir svalandi sunn- anvindi, sælu, andlegu áhrifun- um, sem eru yfir öllu, um alt og í öllu. Leitandi hugur og þrá eft- ir andlegu kostafæðunni, olg and- legu svalalindunum. í þeirri hjartanlegu þörf og eftirlöngun, í þeirri sannleiksleit, úr hvaða átt sem komið er, þá leiðir þó and- lega næmið. Andlega samkvæmn- is og svölunar þörfin, finna skýra veginn, sem lagður var og 'geng- inn er við hliðina á Jesú af Naz- aret, að ráði hins eina, sanna föður allra manna. Fr. Guðmundsson. 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gift, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Médicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. EST. 1342 Built right *°CUT RIGHT É— this long lasting Mower THE CASE-OSBORNE Mower takes first rank in popularity and long-lasting services—you never saw a smoother-running, more economical and thor- oughly dependable machine. Cuts fast and clean through all kinds of crops, heavy or light—over rough or smooth ground—and keeps it up day after day with little or no at- tention. All non-essential parts arc eliminated—its extremely sim- ple construction is the result of many years experience in build- ing first class haying/machin- ery. Working parts are oversize to insure steady running. Pit- man bearings are of bronze, well lubricated—and easily re- placeable. The internal gear drive— supplying more steady, posi- tive drive power with less wear on the parts. A special eccen- tric device always keeps cutter bar in proper alignment. Un- derslung construction reduces friction on cutting parts. The Case-Osborne is an ex- tremely light running mower. It’s worth your time to see this popular mower. Come in today. J. I. Case Co., Winnipeg, Man. \\\WMI|ff///// • • j;v:•y;«.• v . ,*%> *• !//•*. - .*s / *’• ... ifi . * t.}**.}/*i:/ vilopsov í verðlaunum The Wolrd’s Grain Öxhibition and Conference, er til þess stofnað, aö vera akuryrkjunni til gagns. Þessi sýning gefur eins gott tæki- færi, eins og hugsanlegt er, til að koma. á einn stað því bezta, sem bændurnir í Canada framleiða af löndum sínum, þar sem allur heim- urinn getur séð það. Það er því mjög áríðandi, að akuryrkjubænd- urnir í Canada, fái á þessari sýningu öll þau verðlaun, sem fram- leiðsla þeirra á skilitS að fá. Þetta getur 'því a8 eins orðið, að bóndinn finni þaö skyldu sína, að taka fullan þátt í sýningunni. The World’s Graln Exhibition and Conference REGINA—July 25 to August 6, 1932 Akuryrkjubændur: Lesið verðlaunalistann. Veljið þann klassa, sem bezt hentar yðar framleiðslu og svo það, sem yður þykir hentugast aö láta á sýninguna. Allar upplýsingar, viðvíkjandi meðferð sýningarmunanna, getið þér fengið, með því að skrifa ritara fylkisnefndar, World’s Grain Exhi- , bition and Conference, og bréfið getið þák sent til Department of Agriculture, í yöar eigin fylki, eða til undirritaös. Verðlaunin, í 56 samkepnis-deildum, sem allir bændur í veröldinnt mega keppa um, eru alls 1,701, og fjárupphæðin $200,000 í peningum- Sum fyrstu verðlaunin eru: $2,500 fyri 50 pd. af hveiti, 30 pd. ai höfrum; $1,500 fyrir 40 pd. af byggi, 50 pd. af rúgi; $800 fyrir 10 öx af mais; $300 fyrir 30 pd. af baunum, 30 pd. af hör, 20 pd. af smára. Alt, sem sýna skal, verður að vera komið til forstöðunefndar sýning- arinnar í Regina, í síðasta lagi 1. mars 1932. Sýnið gróðurinn og njótið ávaxtannq Verðlauna-skrár, allar reglur, sem gilda við þessa samkepni og ajla^ upplýsingar henni viðvíkjandi, er hægt að fá frá Secretary, Worl Grain Exhibition and Conference, Imperial Bank ChamberSj_jRegina’ Canada. Chalrman Natlonal Oommlttee IION. ROBERT VVEIK MinUter of Asrriculture for Canada (liairman Executive and Flnanee Committee IION. VV. C. BUCKLE MinÍHter of ARrieulture for Saskatchewan

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.